Gluggavaktin (sumar 2011)!

Þetta er búið að vera langt og viðburðaríkt sumar á leikmannamarkaðnum hjá okkar mönnum, og því lýkur væntanlega með tilþrifum í dag. Þegar þetta er skrifað hafa 8 leikmenn yfirgefið liðið í sumar og 6 aðrir komið í staðinn, auk þess sem 5 leikmenn hafa farið á láni í mislangan tíma.

Slúðrið í upphafi dags virðist helst snúast um mögulegar brottfarir Joe Cole, Christian Poulsen (staðfest í gærkvöldi), David Ngog og hugsanlega Raul Meireles og svo er einna helst talið að reynt verði að kaupa framherja í stað Ngog ef hann fer. Kaupin á Sebastian Coates voru staðfest á LFC TV í gær og þar er hægt að lesa allt um hann og hið venjulega viðtal við Comolli um kaupin.

Við verðum á fréttavaktinni og uppfærum þessa færslu með helstu tíðindum og tenglum. Við hvetjum lesendur til að taka þátt í umræðunni og fréttavaktinni með okkur í ummælunum.


06:00 (KAR): Í upphafi dags er kannski hægt að rifja upp geðveikina í lok janúar á þessu ári. Ég er ekki viss um að dagurinn í dag geti toppað þann dag hvað dramatík varðar, en það er þó aldrei að vita. Við verðum á vaktinni!

09:14 (KAR): Þessi dagur fer rólega af stað hjá okkar mönnum. Það er eitthvað slúður um að Bolton nái ekki að semja við Ngog um laun. Sunderland náðu því ekki heldur í vor. Á hvaða launum er hann eiginlega?! En allavega, flestir miðlar halda því fram að Liverpool vilji klára sölur áður en þeir kaupa mögulega framherja þannig að við gætum þurft að bíða eitthvað fram eftir degi eftir alvöru fréttum.

09:32 (Maggi): Búið að staðfesta að Coates verður númer 16 í vetur, númerið sem Kyrgiakos skildi eftir. Einn naglinn tekur þar við af öðrum! Kjaftasögur voru á Twitter í gær um að hann yrði nr. 6 og Aurelio þá í hættu en það verður ekki. Á Twitter núna er það heitast að Liverpool vilji fá forkaupsrétt á Eden Hazard sem hluta af dílnum við Lille vegna Joe Cole og svo er Craig Bellamy að ræða við QPR þessa stundina. Barton og Bellamy saman í liði – það væri vissulega eitthvað!

11:35 (KAR): Joe Cole er farinn til Lille á láni! Bæði LFC TV og heimasíða Lille staðfesta þetta! Ég stórefa að við sjáum hann nokkurn tímann aftur í Liverpool-treyju. Annars eru einnig að berast fréttir af því á Twitter að Ngog-salan til Bolton sé í nánd þannig að við bíðum frekari frétta.

12:38 (KAR): Hér er Cole með Lille-treyjuna:

Annars er það helst að frétta að Bellamy-slúðrið er farið í gang aftur á Twitter. Menn segja að hann hafi yfirgefið æfingabúðir velska landsliðsins til að fara í læknisskoðun hjá annað hvort Liverpool eða QPR. Kemur í ljós.

13:06 (Maggi): Ekki alltaf stóru nöfnin sem færa sig um á þessum degi. Við erum búin að lána Valerij Bijev til Fortuna Düsseldorf í næstefstu deild Þýskalands út þetta ár. Þetta er strákur sem mikið hefur verið rætt um, bandarískur framherji sem við fengum til okkar í sumar. Verður gaman að sjá hvað verður úr því.

14:31 (KAR): Christian Poulsen er farinn til Evian í Frakklandi! Staðfest á opinberri síðu þeirra, með mynd af honum haldandi á bleiku treyjunni þeirra. Ef Ngog fer líka í dag held ég að okkur sé óhætt að opna kampavínið, hreinsunin mikla er að hafast!

15:41 (Maggi) Ákaflega öflugir twitter-miðlar slá því föstu að samningar hafi náðst milli Craig Bellamy og Liverpool, kappinn sá komi í læknisskoðun á Melwood milli kl. 17 og 18 en að því loknu þurfi að ná samkomulagi við Manchester City.

16:57 (KAR): Allir helstu miðlarnir eru að tala um eftirfarandi atriði: Craig Bellamy er á Melwood í læknisskoðun en ekki hefur verið tilkynnt enn um samkomulag við Man City (hann fær að fara samt í læknisskoðun svo menn brenni ekki inni á tíma í kvöld). Yossi Benayoun er sagður vera á leiðinni til Arsenal sem eru víst líka að reyna að fá Mikel Arteta frá Everton. Og Philipp Degen er orðaður við Glasgow Rangers. Svo bíða menn bara eftir staðfestingu á sölu David Ngog til Bolton en það er víst nánast klárt. Krossleggjum fingur, bara sex klukkutímar eftir!

19:23 (KAR): Fréttamenn á Twitter segja nú að Ngog sé búinn að skrifa undir hjá Bolton og að Bellamy sé að skrifa undir hjá Liverpool og að það megi vænta opinberrar staðfestingar á báðum þessum dílum innan mjög skamms. Einnig eru áreiðanlegir miðlar að segjast hafa heyrt það frá Liverpool að Bellamy verði síðasti díll okkar í þessum glugga. Þannig að þetta ætti að vera að klárast hjá okkar mönnum. Við uppfærum næst þegar staðfestingar á Ngog og Bellamy-skiptunum liggja fyrir, eða ef eitthvað annað óvænt gerist.

19:37 (KAR): Þar er Ngog-staðfestingin komin: Hann er farinn til Bolton. Gangi honum vel. Mér hefur alltaf líkað við Ngog og fannst hann efnilegur en síðasta árið hefur verið mjög slappt hjá honum og hann virtist vera hratt að dragast aftur úr samherjum sínum þegar Dalglish bætti spilamennsku liðsins. Vonandi gengur honum vel hjá Bolton.

21:30 (KAR): Raul Meireles hefur farið fram á sölu frá Liverpool FC! Ja hérna. Það segir mér að hann er frekar ósáttur við að fá ekki launahækkunina sem hann bað um í vor og vill komast frá Liverpool á næstu tveimur tímunum. Er þetta of seint? Til hvers að bíða þangað til svona seint? Er hann þá væntanlega á leið til Chelsea, úr því að þeir lánuðu Benayoun til Arsenal og gátu ekki keypt Modric? Kemur í ljós á næstu tveimur tímum.

21:38 (KAR): Hlutirnir eru að gerast hratt á lokametrunum – Craig Bellamy er orðinn Liverpool-leikmaður! Skrifar undir tveggja ára samning. Frábærar fréttir.

22:10 (KAR): Glugginn lokaði fyrir nokkrum mínútum og heimasíða Chelsea hefur staðfest að þeir hafa keypt Raul Meireles frá Liverpool! Verðið er talið vera um 12-13m punda. Ja hérna.

Þar með lýkur þessu nær örugglega. Við þökkum ykkur fyrir lesturinn og þátttökuna á fréttavaktinni í dag og í allt sumar.

441 Comments

  1. Jæja, þá er maður vaknaður.
    Ég leyfði mér 2.5 tíma svefn og virðist ekki hafa misst af neinu. Ég er búinn að hlaða í kaffkönnuna, sótthreinsa og smyrja F5 takkann og stilla upp Zoloft töflunum mínum.
    Einnig er ég með auka nærbuxur til taks ef við skildum alveg gera í buxurnar þó ég hafi enga trú á því.
    Bring it on!!
    Áfram Liverpool.

  2. Djöfullegt að þurfa að vinna lunga dagsins, þetta verður rosalegur dagur fyrir ensku knattspyrnuna!

  3. @jeremy_LFC á Twitter segir: “Joe Cole still waiting on offers from QPR and Spurs before penning a deal with Lille.”

    Ég hef séð þetta á nokkrum stöðum í gærkvöldi og í morgun. Samkvæmt þessu er Cole búinn að semja við Lille en vill bíða aðeins og sjá hvort Tottenham eða QPR gera tilboð áður en hann skrifar undir hjá Lille. En hann er í öllu falli nær örugglega farinn frá Liverpool.

  4. Hvernig er það með J.Cole, er hann með fjölskyldu eða er hann einstæðingur? Ég spyr vegna þess að þetta er factor sem getur haft mikil áhrif á einstaklinga þegar þeir þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að fara til annars lands eða vera í heimalandinu.

  5. Hel#%& vinna, ég hef ekki tíma fyrir svoleiðis rugl!

    Ég þarf tíma til að fylgjast með mínu heittelskaða LFC! 

  6. Dóri míg rámar í að hann sé fjöldkyldumaður. alla vega einn fyrsta mynd sem ég sá af honum í liverpool borg var hann með kærustunni sinni og litla barnið þeirra 🙂 fyrir utan Hótelið þeirra og leitandi að íbúð gott ef þetta var ekki fyrir ári síðan

  7. Það toppar að ég held ekkert geðveikina í janúar.

    Mikið líður mér vel að þetta lið okkar sé tilbúið núna, þannig að þau kaup og sölur sem verði gerð í dag séu bara smá mál.  Það er umtalsvert betri tilfinning að við höfum klárað okkar kaup í júlí heldur en að vera í stöðu einsog Arsenal og Tottenham (sem við þurfum að vera fyrir ofan til að ná 4. sætinu) sem eru í algjöru rugli núna á síðasta degi leikmannagluggans.

    Hjá Liverpool líður manni einsog menn hafi sett sér skýrt plan fyrir gluggann.  Það hefur nánast að öllu leyti gengið upp, nema kannski Phil Jones en þá kemur bara Coates í staðinn.  Ég er þokkalega að fíla þetta nýja Liverpool með þeim Henry, Comolli og Dalglish. 

  8. Comolli er búinn að standa sig vel. Hann hefur losað okkur við flesta þá leikmenn sem þurftu að fara ef undan er skilin Degen. Er örlítið svekktur út af Aquilani en þeim mun meira spenntur að fá Coates. Væri frábært að fá senter í dag og vonandi er það rétt að við séum að undirúa að fá Hazard í janúar eða næsta sumar.
    Það er hinsvegar athyglisvert liðið sem var selt/lánað í haust.
                
                                                          Gulacsi

    Darby/Insua            Ayala                             Kyrgiakos               Konchesky

    Jovanvic                Poulsen                         Aquilani            (Cole)
        
                              Pacheco                         (Ngog)

    Brotthvarf þessara ágætu leikmanna  léttir verulega á launakostnaðinum og það er gríðarlega mikilvægt.
    Vona að Meireles fari ekki fet.
    Áfram Liverpool                               

  9. 2 metrar hann coates það er rosalegt en það vantar klárlega striker upp i breiddina

  10. thisisanfield This Is Anfield
     

    Reports that John Flanagan is wanted by a few sides on a season loan. With Johnson and Kelly already for RB that could have potential. #LFC

    Ég held að þetta gæti orðið mjög fínt, hann þarf að fá að spila og fá meiri reynslu, Og þar sem að við eigum Johnson, Kelly og jafnvel Skrtel þá vona ég að hann verði lánaður til einhvers liðs í Úrvalsdeildinni.

  11. Munurinn á geðveikinni í janúar og núna er klárlega sá að henni hefur verið dreift á mun fleiri daga og vikur núna, síðast gerðust hlutirnir á nokkrum klukkutímum.

  12. #10 – líst ekki nógu vel á þetta, Kelly & G.J hafa verið meira meiddir en heilir síðustu 12 mánuði. Kelly er að verða eins og Aurelio greyjið, kemst ekki í gegnum  tvo leiki í röð – því miður, mikið efni þar á ferð.

  13. Ég stórefa að Flanagan verði lánaður. Hann var valinn fram yfir Kelly í fyrstu umferðinni og eins og Elías (#12) bendir á er engan veginn hægt að tryggja það að Kelly og Johnson verði ekki meiddir á sama tíma nokkrum sinnum í vetur.

    Flanagan fær að spila nóg hjá okkur í vetur. Þegar búinn að spila tvo leiki, endar sennilega í 10-15 leikjum í byrjunarliði plús nokkrum sinnum inn af bekknum og leiki með vara- og unglingaliðunum. Það er feykinóg fyrir hann.

  14. Tja ég segi að  munurinn núna og í Janúar sé að við erum klárlega í bílstjórasætinu núna og ekki í neinni neyð. Djöfull hefur margt breyst á einu ári hjá þessu blessaða liði okkar 🙂
    Love it!!!

  15. Viktor nei reyndar ekki. Hann hafði verið meiddur síðan gegn Valencia, en hann var búinn að vera á fullu í æfingum. Hann einfaldlega treysti betur á Flanno, hvort það hafi verið um hræðslu um að hann myndi meiðast aftur eða ekki. Einu meiddu leikmennirnir fyrir fyrstu umferð voru Stevie, Skrtel, Johnson og Meireles.

  16. Ágætur upphafspóstur hér inni 🙂 Gott að búa sig vel undir daginn en eins og Einar Örn þá efa ég að það gerist eitthvað stórkostlegt í dag hjá okkur. Held að kraftaverkin hafi gerst mest bakvið tjöldin þ.e. að ná að losa þennan mannskap í butru og ég segi enn og aftur að það gerist eftir að búið er að redda inn þeim mönnum sem hafa núna tekið við keflinu.

    Þetta verður kannski spurning um eitthvað eitt óvænt og skemmtilegt útspil svo að poppið og gosið verður á borðinu í dag en væntingar mínar eru kannski ekki miklar að það gerist.

    Held að við séum komnir með alveg awsome lið sem á bara eftir að verða betra og ég get ekki beðið eftir að mæta þessum 3 stóru sem við eigum eftir að taka 🙂 Sýna þeim hvar Davíð drakk ölið….  🙂 

  17. Ég var að uppfæra færsluna. Það er lítið að frétta annað en það að Ngog virðist vera á einhverjum fáránlegum launum því það nær ekkert lið að semja við hann um kaup og kjör.

  18. RT @mattspiro:

    French paper La Voix du Nord say Lille will give #LFC first refusal on Hazard in 2012 as part of Joe Cole loan
    Vonum það besta.

  19. Fékk neðangreindan lista að láni frá http://www.liverpool.no
    Bara í þessum glugga eru;
    6 leikmenn inn
    16 leikmenn seldir / leystir undan samningi.
    5 leikmenn á láni  …….og glugginn ekki búinn!
    Ljóst að hér hefur aðeins verið tekið til!
     


    Spillere inn
    Jordan Henderson, Sunderland, £16M+£3,25M
    Charlie Adam, Blackpool, £6,75M+£1,75M
    Alexander Doni, AS Roma, Gratis
    Stewart Downing, Aston Villa, £20M
    Jose Enrique, Newcastle, £5.5M
    Sebastian Coates, Nacional, £7M
    Spillere ut
    Jason Banton, Frigitt
    Deale Chamberlain, Frigitt
    Alex Cooper, Frigitt
    Sean Highdale, Vauxhall Motors, Frigitt
    Steven Irwin, Frigitt
    Nicola Saric, Hajduk Split, Frigitt
    Paul Konchesky, Leicester, £1,5M
    Gerardo Bruna, Blackpool, Ukjent sum
    Chris Mavinga, Rennes, £877 000
    Nikolaj Køhlert, Rangers, Ukjent sum
    Tom Ince, Blackpool, Utdanningskompensasjon £100 000
    Milan Jovanovic, Anderlecht, Gratis
    Daniel Ayala, Norwich, £800 000
    Nabil El Zhar, Levante, Frigitt
    Sotirios Kyrgiakos, Wolfsburg, Gratis
    Emiliano Insua, Sporting, Ukjent sum
    Utlån
    Stephen Darby, Rochdale, hele sesongen fra 7. juli
    Peter Gulacsi, Hull, hele sesongen fra 19. juli
    Martin Hansen, Bradford, fire uker fra 28. juli
    Dani Pacheco, Rayo Vallecano, hele sesongen fra 24. august
    Alberto Aquilani, AC Milan, hele sesongen fra 25. august

  20. Þessir trúðar sem voru að sigla skútunni fyrir tíma NESV láta kexkóngin líta vel út….

    N´gog, takk fyrir allt sem þú hefur gert – en þú ert á þeim aldri að þú þarft að spila leiki. Þú færð þá ekki hjá LFC og þú ert of ungur til að ætla að sitja samninginn út og þiggja $$$.

  21. Hvernig lítur 25 manna hópurinn út hjá okkur í dag? Höfum við td pláss fyrir útlendinga?

  22. Hárrétt hjá Einari Erni (#7) mikil vellíðan að vita til þess að grandvarir og öflugir karlar séu í brúnni að stýra skipinu. Stolt siglir fleyið mitt!

    Við sjáum líka þvílík endurfæðing þetta er á liðinu hvernig byrjunarliðið hefur verið skipað með 5-6 nýjum leikmönnum (keyptir og ungliðar) í hverjum leik ásamt fleirum á bekknum. Breytingin er gríðarleg frá því Kenny tekur við ásamt því að Commolli kemst á fulla ferð í sínu starfi. Það hversu vel er að öllu staðið sannar að þar eru færir menn á ferð. Heiðurinn að þessu nýja upphafi eiga svo velgjörðarmennirnir í FSG.

    En ögn meira um Meireles sem ég var að diskútera í gær. Hér er ágætis pistill sem rökstyður að snúa upp á hendina á Chelskí með að fá Sturridge og að það væru fín skipti fyrir LFC.
    http://www.sabotagetimes.com/football-sport/liverpool-why-swapping-sturridge-for-meireles-makes-sense/

    Smá af Sturridge sem mér finnst mjög efnilegur. Hraður, teknískur og áræðinn. Verður 22 ára um leið og glugginn lokast og mun öflugri en Ngog í nútíð og mjög líklegur til að bæta sig í framtíðinni. Skoraði 8 mörk í 12 leikjum á láni hjá Bolton og var góður á EM u-21 í sumar. Myndi viðhalda verðgildinu mjög vel og alltaf hægt að selja enskan, ungan stræker á góðan pening ef hann stendur ekki undir væntingum. Sénsunum fækkar fyrir hann hjá Chelskí með kaupunum á Lukaku og Mata og heill her af stórstjörnum fyrir í byrjunarliðinu þannig að hann væri örugglega opinn fyrir því að koma.

    vs. West Ham
    http://www.youtube.com/watch?v=HLkeoyrd9J4

    vs. Tottenham
    http://www.youtube.com/watch?v=0Bl6qUpowGk

    Ef að Meireles fer ekki núna þá finnst mér ekki ólíklegt að umræða um hann fari aftur í gang í janúar þar sem mörg lið í CL gætu hugsað sér að fá hann enda ekki Evrópu-bundinn. Þá gæti Gerrard verið kominn á fullt og þá fækkar leikjunum sem í boði eru. Því miður fyrir aðdáendur Meireles held ég að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær hann fari frá okkur. Þannig að þá er þetta bara spurning um að fá besta dílinn fyrir LFC og sem betur fer erum við algjörlega í bílstjórasætinu með þetta mál.

    Svo eigum við Conor Coady til að koma inn ef meiðsli herja en ég tel hann mjög mikið efni sem þarf að fá að spreyta sig. Ef einhver gæti reynst arftaki Gerrard þá er það hann (grjótharður leiðtogi, uppalinn og öflugur alhliða miðjumaður).

  23. RT @stephen1martin:

    #LFC still pursuing same 2 strikers and now interest in 3rd has emerged who is at a top club. No names but apparently new one is a shock.

    RT @MirrorAnderson
    Possibly two in coming at Liverpool. Supposed to be having medicals. Think one might be a young French striker. #LFC

    Maður veit ekkert með þetta Twitterdæmi en hefur einhver hugmynd um áreiðanleikann hjá þessum mönnum?
    Og hvað halda menn um þettam hvaða strikerar og sama með medicals??

    YNWA – King Kenny we trust! 

  24. Stóra spurning dagsins er auðvitað….

    …. hver fékk þyrluna hans Babel lánaða ???

    Hann hefur víst fengið mikið af hringingum í dag þess efnis 😀

  25. Gríðarlega mikið tal um Milner á Twitter. Talið að Liverpool sé að leiða kapphlaupið til að kaupa hann ákveði Cole að vera áfram á Englandi, annars er ennþá möguleiki á Eden Hazard ef hann fer til Lille, sem yrðu geðveik kaup. Mér er sama hvor þeirra komi, Þó ég telji að Henderson og Kuyt yrðu ekki ánægðir. Vonandi yrðu þetta samt bara kaup til að efla andann og frammistöður. Fáum þá kannski Kuytarann í gang aftur!

  26. @ Hrafnkell (#30)

    Shelvey verður varla lánaður ef Meireles verður seldur. Gleymdi einmitt Jonjo í þessum miðjumanna-pælingum. Held að Kenny hafi mikla trú á honum og ég held að hann gæti alveg blómstrað á næstu 1-2 tímabilum ef hann fær sénsana.
    http://www.youtube.com/watch?v=4SZL1_rBeIA

    Hann er bara 19 ára en stundum finnst mér eins og margir afskrifi hann bara af því að hann er ekki orðinn worldbeater strax. Hann getur leyst allar stöðurnar á vellinum sem Meireles spilar (kannski síst sem djúpur miðjumaður) og er oft að koma inná sem varamaður með ágætum árangri.

  27. #16 Það kom fram í viðtali við Dalglish að Kelly var ekki orðin 100% eftir meiðslin og því haldið til baka og Flannagan látin spila.

  28. David N’Gog er víst að biðja um 2 milljónir punda í laun á ári, það er að fæla klúbba í burtu. Það sagði a.m.k. frétt Mirror í lok júlí.

  29. Ég reyndi að panta ferð á Liverpool-man.utd,það varð uppselt á 2 mín,ég hafði svo samband við Vita- ferðir og komst að því að alveg 20 miðar voru í boði.

    Þetta er fáránlegt!!!!! :/

  30. Örn (#38) en ef við eigum forkaupsrétt á að kaupa Hazard ef Cole fer þangað er það náttúrulega draumurinn 😉

  31. Ngog fer næsta pottþétt held ég, þrátt fyrir launakröfur og allt það. Greyið Scott Dann var linkaður við okkur, Arsenal o.fl. topplið í sumar en virðist svo ætla að enda hjá Blackburn. Bömmer fyrir hann. Gott að hafa samt auga með honum ef hann stendur sig vel þar og alltaf hægt gera eins og með Henchoz á sínum tíma: kaupa frá Blackburn þegar þeir falla.

    Lítið staðfest enn sem komið er. Þetta helst:

    But there is, of course, plenty of speculation and near-deals doing the rounds:
    Joe Cole seems to be in talks with Aston Villa
    Craig Bellamy is wanted by QPR
    Gary Cahill is in line for a move to Spurs
    Peter Crouch is heading to Stoke or Sunderland

    Ágætt að fylgjast með gangi mála hjá gluggavaktinni á Guardian. Stutt í grínið og gaman að þeim:
    http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/aug/31/transfer-deadline-day-live

  32. Byrjar greinilega rólega þessi lokadagur en ég er viss um það að dramatíkin verður næg þegar fer að lýða á daginn og hvað þá svo kvöldið.

    Vona að N Gog klári að skella sér til Bolton og að okkar menn komi með eitthvað óvænt og spennandi handa okkur í staðinn.

      

  33. Seinasta sem maður heyrði af Cole var að hann er staddur í Lille, en hvað veit maður?

    Ngog fer næstur út hjá okkur og held ég að einn framherji skelli sér inn hjá okkur sem og einn hægri kantmaður, jafnvel A. Johnson eða Milner…..classi!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  34.  

    Breaking news: 
    Sky Sports sources understand Bolton have had a bid accepted for Liverpool striker David Ngog.

     

  35. Aron (#47)

    anfieldonline Anfield Online 
     

    A little over 10 and a half hours of transfer deadline day to go. Only ‘almost done’ deal is Joe Cole loan at Lille. Having a medical

    Bara svona uppá það hverju menn trúa 😉 Ég trúi því allavega að hann sé í Frakklandi eins og margir miðlar segja í læknisskoðun.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  36. Ef Liverpool selur N’gog þá hlýtur að vera framherji á leiðinni til liðsins.  Væri gott að fá einn ungan og efnilegan 🙂

  37. Ja ég postaði þessu hérna, svo ætlaði ég að ýta á hana þá kom internal server error, fór svo á lfctv og þá var hún horfin hjá mér.. jæja þetta er allavega staðfest!

  38. Ég væri að ljúga ef ég segðist vera í skýjunum með það að Joe Cole 

  39. Fínt fyrir Cola að fara til Lille, þarna fær hann mögulega spilatíma og nær sínu gamla formi aftur. Eftir það er hann velkominn til okkar, þ.e.a.s ef hann nær þessu formi.

    En hvað halda menn með ,,eftirmann” Ngog, hvaða striker mun það verða? Kannski bara keyptur hægri kantur og Kátur tekur framherjastöðuna?? Líklegt? Já.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  40. afsakið hér hemur restin

    … sé farin til Lille. Ég var svo sem ekki heldur í skýjunum með frammistöðu á síðasta misseri en hinsvegar hef ég alltaf fundist hann vera góður leikmaður, bæði hjá Chelsea og enska landsliðinu. En miðað við kaup sumarsins þá sá maður að hann hlyti að hverfa á braut.

  41. Það eru mistök að hafa ekki tekið sér frí frá vinnu í dag!!!!
    Óskalistinn:  Inn: Adam Johnson og Sturridge.  Út: Við þekkjum öll hvaða nöfn eru þar;)

  42. Ánægjulegt að Joe Cole sé farinn en samt ákveðinn tregi í huga með þessi málalok þar sem maður var yfir sig glaður þegar hann kom til okkar. Hefði verið svo gaman að sjá hann slá í gegn hjá okkur. Ótrúlegt hvernig það súrnaði allt en Cole á virðingu skilið hvernig hann hefur höndlað sín mál hjá okkur. Núna verður hann bara að kaupa sér afsláttarkort í lestina því að hann ku ætla að ferðast frá London til Lille í vetur:

    French champions Lille are so keen to land Joe Cole they have told the midfielder he can commute from London – but they are being rivalled by a late bid from Aston Villa. Cole is out of favour at Liverpool and is considering a season-long loan move to a team based just 90 minutes from London on the Eurostar.

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2032084/Joe-Cole-wanted-Aston-Villa-Lille.html

    Vonum líka að Commolli hafi verið snjall og laumað einhverju bitastæðu inn í dílinn tengdu Eden Hazard. Hins vegar gæti þetta komið í hausinn á okkur ef Cole er ætlað að fylla skarð Hazard sem slúðrið segir að sé á leið til Arsenal…..úps!

  43. Þetta er eins og æsifréttamiðill…ég kem inná með ca. 2 tíma fresti (er í vinnu) og það er eins og allt sé að fara um koll þó að það sé rólegt ennþá…. hvernig verður þetta í dag ? 🙂
    Þetta er staðfest !!!!!! nei wtf þetta er ekki staðfest!!!!!! þessi er að koma……nei hann er ekki að koma……hver er farinn..?…’…yessss hann er farinn…..neiiiiiiiiii hann er ekki farinn….hvað er að gerast……. smá Höddi Magg fílingur 🙂
    Gaman að þessu strákar, þið standið ykkur vel og ykkar vegna er nóg fyrir mig að naota kop.is því þið eruð svo duglegir ! keep it up boys 🙂

  44. Hahah…..Eddi (#64), ég sé Hödda Magg alveg fyrir mér alveg að missa sig!

  45. 1.02pm: David Ngog has been filmed leaving Melwood with a black bin bag slung over his shoulder which Sky’s man of the spot says contains “all his worldly possessions”. Either he’s the least materialistic footballer there is or the bin bag acts like Hermione’s handbag.

  46. Þessi dagur er ekkert of skemtilegur hérna hjá mér.. Haldiði ekki að tölvan mín ákveði bara að hætta að virka í dag?! 31. ágúst?! Það má ekki!!! Og ég sem var næstum því búinn að kaupa mér nýja í gær! Fokk… Þá verður maður bara að gera þetta í gegn um símann… 

    en allavega er flott að sjá hvað er verið að laga til, vona svo bara að þessir orðrómar um “a shock signing” séu sannir. 

  47. Við getum gert það fyrir þig og hent því inn um leið og þetta kemur 😉 allavega ætla ég mér að gera það……F5 takkinn er samt alveg að gefa sig, þarf að fara að kaupa annan og ca 2 til vara!!

  48. Fréttir berast af því á Twitter að N’Gog hafi ekki verið á æfingu í morgun, hefði farið til Bolton til að fara yfir málin með þeim…

  49. Er þá ekki tían laus? Væri gaman að fá alvöru mann í hana fyrir miðnætti!

  50. Ég er ekki sammála því að við þurfum nýjan striker fyrst að N’Gog sé farinn. Held að Meireles sé fullkominn þriðji striker.

  51. F5 tæknin virkaði vel hjá mér í morgun þegar ég pantaði mér ferð á Liverpool – scum

  52. Held að þetta sé áhugaverður punktur sem Einar @71 bendir á. Hver það verður sem fær tíuna verður án efa áhugaverð frétt þ.e. ef það er einhver að koma.

    Annars er stemmingin hjá manni einhvernvegin svona:  zzzzzzzz  Fátt í raun að sjá á netinu núna annað en upphrópanir sumra fjölmiðla sem eru að reyna að vekja athygli á sér. 

  53. Eg skil ekki thetta brjalaedi sem gripur oll lid i glugganum thegar their hafa haft allan manudinn til ad redda ser thvi sem tharf. Annars var eg alltaf a tvi ad vid myndum verda sterkari ef vid myndum gera eftirfarandi:
    Meireles seldur til Chelsea og fa Daniel Sturridge + pening (geri allavega rad fyrir ad vid reynum ad fa pening thar sem Chelsea hefur ahuga a leikmanninum og fair skipti thanning sed).  Sidan fer peningurinn (+ sma auka) i ad kaupa Scott Parker.  Hann myndi styrkja DMC hja okkur og veita Lucas/Spearing samkeppni um tha stodu. Sturridge er ungur og gifurlegt efni sem yrdi “hit” hja LFC. Alveg klart!  

  54. Einn fyndinn af boltavakt BBC:

    Paddy, Liverpool via text: “Just saw [Everton chairman] Bill Kenwright leaving John Lennon airport with the big Swiss Tobe Le Rone. Don’t know were they got the funds for that! Love deadline day!!”

  55. Bellamy sagður á leið í læknisskoðun hjá okkur skv. goal.com … veit þó ekki hversu áræðanlegt það er?!

  56. “Joe Cole created nine goalscoring chances in 796 PL mins for Liverpool. Charlie Adam has six in 270 mins so far.”
    Au revoir Joe Cole. Allez Commoli.

  57. Eru ekki til betri strikerar en Bellamy? og þá tala ég  nú ekki um aldurinn, hélt að FSG væri að “yngja” upp 🙂

  58. Einn góður
    Latest from deadline day: Man City bid £35m for Gaddafi. They’ve never seen him play but have heard that everyone is after him. 

  59. Bellamy last choice imo… og auðvitað betri enn enginn að fá frítt á bekkinn… Það lítur því miður margt út fyrir að hann sé að koma ! Veðbankarnir að snarbreytast því í vil akkúrat núna. Sem þýðir væntanlega að stóru nöfnin sem okkur var að dreyma um eru ekki að koma :-/

  60. Er ekki Zarate enn meiri vandræðagemsi en Bellamy?  Minnir að hann hafi margt brallað blessaður og var nú ekki að kveikja elda þegar hann var með Birmingham 2007 – 2008.

    En sá sem kemur inn þarf að vera tilbúinn að vera hluti af hóp, en ekki endilega byrjunarliði… Það held ég að Comolli og félagar horfi til í dag.

  61. Varðandi Bellamy er sá orðrómur allavega mikið í gangi og Skybet hefur stuðullinn á Bellamy til Liverpool snarstyrkst síðasta tímann!

  62. Ætla að byrja á því að afsaka þráðránið..

    Ef ég ætla að kaupa mér miða á leik á Anfield hvernig er þá best að gera það? Hvar? Ég er ekki að hugsa um ferð út heldur bara miða á leik, verð úti í London næstu mánuði. Endilega bendið mér á eitthvað ef þið eruð með eitthvað í huga.

    Takk fyrir kærlega og aftur afsakið þráðránið. 

  63. Hahahahahah…..ég hlóg upphátt að Modric brandaranum!

    En er Bellamy svo galin hugmynd? Leikmaður sem er kunnur deildinni, gæti passað vel með Suarez, þ.e lítill og snöggur og við verðum að viðurkenna það, hann er markheppinn kallinn!!
    Ég veit að Zapate og Sturridge hefðu verið á undan honum á óskalista en ég held að hann sé ágætis kostur þar til t.d Pacheco verður kominn úr láni, búinn að þroskast og orðinn góður, ekki efnilegur!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  64. Mikið hrikalega finnst mér Comolli og co vera að gera stórbrotna hluti þetta sumarið.  Ekki í mínum björtustu vonum þorði ég að vona að við næðum að hreinsa jafn mikið til í þessum glugga og raun ber vitni um.  Þar fyrir utan finnst mér þeir hafa verið algjörlega spot on í leikmannakaupum.

    Ég skil hreinlega ekki af hverju menn eru á móti því að fá Bellamy til okkar á skammtímasamningi.  Frábært backup, góður spilari, var virkilega vel liðinn í búningsklefanum og keppnismaður dauðans.  Mikill Poolari og gæti verið flott backup fyrir Suárez.  Væri bara mjög sáttur við að fá hann inn í hópinn, myndi styrkja okkur verulega að mínum dómi. 

  65. Ég vil nú bara nota tækifærið og óska okkar yndislega markmanni José ManuelPepeReina Páez til hamingju með 29 ára afmælið sitt.

    Hann lengi verji!
    Húrra,húrrahúrra!!!!

     

  66. #92
    Ég hef alltaf bara hringt beint á ANFIELD og keypt(og fengið) miða..td á chelski leikinn í vor

  67. Reina vonast ábyggilega eftir rosalegum spánverja í afmælisgjöf í dag ! Myndi nú ekki hata Ramos.. en hann kemur nú samt ekki….

  68. Spá í það að eiga ammæli á síðasta degi leikmannagluggans hvert ár.  Enginn nennir að tala við mann, bara allir að “refresha” á nettakkanum sínum.


    Til hamingju með daginn meistari Reina!!!

  69. Af twitter:

    MUFC have issued a hands off warning to clubs interested in Howard Webb

  70. Smá um Joe Cole. 
    Liverpool promised Cole champions league football. And now they’ve made it happen for him 

  71. http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/transfer-rumours/1038/85/liverpool-agree-stunning-pay-deal-force-cole-lille-move?
    Getur verið að þetta sé rétt? að við séum aktúallí að borga 60% af launum Joe Cole? Vorum við virkilega svona desperat að losna við hann? Ef þetta er satt þá vona ég að það hafi verið einhver klausa í þessu að við fáum forgangskauprétt á Edin Hazard næsta sumar. Einhverjar sögusagnir voru um það á Twitter og ég vona að það sé þá rétt.

  72. Þröstur.

     

    Örugglega, þetta er um allt á twitter, við borgum u.þ.b. 2/3 af laununum hans, en þriðjungurinn sem við borgum ekki er þó einn hæsti launatékkinn hjá Lille!!!

  73. þar hafið þið það við erum komnir með forkaupsrétt á Edin Hazard.

  74. Er komin fram yfir á netinu, þannig ég get bara heimsótt íslenskar síður, á þessum magnaða degi í silly season.

    Thank God (Fowler) fyrir Kop.is 🙂  

    Aðrir íslenskir fréttamiðlar eru ekki alveg með puttan á púlsinum , koma með staðfestar fréttir 30 mín seinna en aðrir, unprofessional.

    Verð að fá fréttirnar strax 🙂     

  75. Hvernig er það, getum við ekki bara nælt okkur í þennan Own Goal frá Man Utd ?

  76. Zarate er víst að fara til Inter á láni, svo það er í lagi að hætta að spá í honum.

    Bellamy er velkominn til LFC, allavega frá mínum bæardyrum séð!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  77. Zarate farinn til Inter… Þetta verður bara Bellamy. Held samt í litlu vonina með Affellay eða A.Johnson sem surprise of the day 🙂

  78. Ég er afar ánægður með kaup sumarsins og hvernig hlutirnir eru tæklaðir í öðrum málum. Lofar góðu. Vona samt að þyrlan sem N’Gog er í geti lent og hann klárað sinn samning. Þar er víst allt í þoku.

    Þá hljótum við að fá nýjan fyrir deadline sem er betri en N´Gog. Það er Bellamy ekki. Fréttir herma að Bellamy hafi verið leyft að fara á golfvöllinn til þess að berja mann og annan. Stenst enga læknisskoðun.  

    Getur ekki einhver góður maður sett upp vefmyndavél nálægt Anfield? Spennan magnast með hverri mínútu.  

  79. Latest from deadline day of silly season: Man City bid 35£ for for Gaddafi. They’ve never seen him play but have heard everyone is after him….

  80. Done Deal: 
    A story first brought to you by skysports.comyesterday and French club Evian have confirmed the signing of Denmark midfielder Christian Poulsen from Liverpool.

  81. Cole, N’Gog, Poulsen út í dag.  Ég held ennþá í vonina um að Adam nokkur Johnson verði orðinn leikmaður LFC fyrir kvöldið.  Það væri geggjað!

  82. Virðist vera að næsti leikmaður inn verði Bellamy og Yossi fylgi honum fast á eftir…
    Ekki alveg maðurinn sem maður vonaðist eftir (Yossi) en maður verður að standa með King Kenny og hans mönnum hvað sem á dinur!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  83. Yossi er maðurinn ! hef sjaldan orðið eins sár og þegar Chelsea hirtu hann af okkur

  84. Eitursnjallt hjá Commolli að tryggja sér kauprétt á Eden Hazard í staðinn fyrir Joe Cole. Fórnarkostnaðurinn af því að borga áfram 2/3 af laununum hans gæti reynst hin snjallasta fjárfesting ef við fáum Aldingarðinn Hættulega næsta sumar. Svo er líka ekkert víst að nein önnur félög hafi verið tilbúin til að borga meira af laununum hans Cole en 50-60%. QPR gáfu það í skyn og Tottenham eru líka strangir á sínum launastrúktúr þannig að svona fáum við eflaust mest fyrir peninginn á þennan hátt.

    Ungi Kaninn sem við tryggðum okkur fyrr í sumar fer að láni til Þýskalands. http://www.skysports.com/story/0,19528,12875_7140270,00.html

    Ástæðan er work permit tengd en hann er af búlgörskum ættum og Búlgaría fær fulla aðild að ESB þann 1.jan.2012:
    The most recent development, and perhaps the most surprising, is that of Villyan Bijev, a Bulgarian-American from California who went on trial at LFC a couple weeks ago. In two matches with the Liverpool U-18 squad, Bijev scored five goals and notched two assists. His impressive performances prompted the club to offer him a five year professional contract, with three guaranteed years and two club option years. It was reported in Bijev’s native Fresno, CA this deal was done, backed up by Greg Seltzer over at No Short Corners. Bijev was set to play at the University of Washington before signing at Liverpool and, per Seltzer, due to Bulgaria’s transitional status as a member of the EU, he will immediately be loaned to Genk of the Belgian Juliper League. On January 1, 2012, Bijev’s Bulgarian citizenship will land him a UK work permit through the EU.

    Hér skorar hann þrennu í fyrsta leiknum með varaliðinu:
    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/liverpool-u18s-stevenage-u18s-bijev-first-half-hattrick-13734362/

  85. celski hirti yossi ekkert af okkur, hann vildi fara.  Ég vill ekki sjá hann aftur til LFC. Vill miklu frekar fá Bellamy, það er leikmaður sem er LIVERPOOL aðdáandi, og leggur sig 110% fram í leiki.
      Yossi getur bara setið út samning sinn hjá celski og fengið eins og 1 leik á tímabili, þetta vildi hann. 

  86. Það væri fróðlegt að sjá hvernig þessi vistaskipti kom út í krónum og aurum. Borga Lille eitthvað lánsgjald fyrir Cole eða hluta af hans launum? Hvað er greitt fyrir Poulsen?

  87. #128
     
    Mér sýnist nú Evian bara að vera að krækja sig í eina hráa pulsu 😉

  88. Sky Bet: 
    Liverpool now 2/1 favourites to sign Chelsea striker Daniel Sturridge today. They were 9/1 to sign him before, but we’ve seen a steady stream of bets this afternoon.

  89. Er svo glaður með það að Poulsen sé farinn að ég ætla að grilla pulsur í kvöld og fá mér einn carlsberg, ekta dönsk máltíð

  90. Done Deal: 
    Inter Milan have completed the signing of Diego Forlanfrom Atletico Madrid and have also agreed a loan deal to take Mauro Zarate from Lazio.

  91. Meireles er ekki að fara punktur. Það yrði heimskulegt að láta hann fara. Hann er einfaldlega betri miðjumaður en Adam og Henderson og getur brotið leiki algjörlega upp. Þið munið hvað gerðist í Arsenal leiknum þegar hann kom inn á!!!!!

  92. Forkaupsréttur á Eden Hazard hefur verið dregin í efa af sumum frönsku fréttamiðlana og heldur ekki staðfest af LFC né Lille… ætla ekki að spilla gleðinni en vona svo sannarlega að þetta hafi verið í samningnum milli félagana. Flestir sem KK vildi ekki farnir, bara eftir að losa okkur við Phillip Degen eða gera hann að starfsmanni á vellinum eða í minjagripaversluninni! 

  93. Er það staðfest að Comolli hafi tryggt sér forkaupsrétt á Hazard?

    Hvernig virkar annars svona forkaupsréttur? getur Hazard sjálfur þá ekki sagt næsta sumar bara að hann hafi engan áhuga á að fara til Liverpool og City kaupir hann bara í staðinn td…

    Væri gaman að fá einhverjar upplýsingar um þetta….

    Annars er ég mikið búin að vera að velta þessu fyrir mér með Meireles, er miðjan hjá okkur ekki bara orðin þunnskipuð ef hann fer? Lucas, Adam og Gerrard, megum þá ekki við miklum meiðslum, tel nú spearing og shelvey ekkert sertsklega öfluga uppá breiddina þó þeir séu alltílagi. Samt er eitthvað heillandi við að fá Sturridge, hef trú á þeim manni, það besta væri að halda Meireles og fá samt Sturridge.        

  94. Sky segja að Bellamy hafi fengið leyfi til að fara frá þjálfunarbúðum velska landsliðsins til að tala við LFC!

  95. Man City bid 35M£ for for Gaddafi They’ve never seen him play but have heard everyone is after him!

  96. #138 – Sammála þér í einu og öllu. Finnst alltaf eitthvað svolítið bogið við þennan forkaupsrétt, því eins og allir vita (fyrir máske utan Tevez) þá fá leikmennirnir alltaf sínu fram, þ.e.a.s. ef að City verður að pissa eitthvað utan í Hazard næsta sumar og hann vill frekar ganga í fjársjóðskistu City en að fara til Liverpool (veit að þetta hljómar fáránlega) þá endar þetta hlýtur að vera bara þannig að Lille segja bara sorry við Liverpool en Hazard hefur ekki áhuga og 1-2 dögum síðar er hann kynntur til leiks í blárri treyju við hlið Mancini.
    Eins er ég spenntur fyrir Sturridge, verð þó að viðurkenna það að í síðasta glugga var ég ekkert alltof hrifinn en eftir að hafa séð hann með Bolton eftir jólin og nú á pre-season með Chelsea yrði ég bara nokkuð sáttur með þau kaup, og þá væri ég bara spenntur fyrir beinum kaupum á honum.

  97. Það var einhver að spyrja um fjölda erlendra leikmanna hjá Liverpool þannig að ég tók saman smá upplýsingar.
    Staða senior leikmanna Liverpool er þessi (ekki taldir með þeir leikmenn sem þarf ekki að skrá í 25 manna hópinn):
    Homegrown: Carragher, Gerrard, Jones, Johnson, Downing, Spearing og Carroll (Cole og Darby í láni).
    Foreign: Aurelio, Doni, Kuyt, Rodriguez, Reina, Meireles, Degen, Agger, Skrtel, Adam, Enrique, Lucas, Suarez, Ngog (Aquilani í láni).
    Þetta eru semsagt 7 homegrown og 14 erlendir leikmenn (13 ef Ngog fer). Það er semsagt pláss fyrir 3 erlenda leikmenn í viðbót (4 ef Ngog fer). Þó svo að það komi enginn homegrown leikmaður í viðbót má skrá yngri leikmann til að fylla uppí þennan 8 leikmanna homegrown kvóta.
    S.s. nóg pláss fyrir fleiri leikmenn ef Kenny og Comolli eru með eitthvað í pípunum 🙂

  98. Sýnist á öllu að Bellamy sé á leið til okkar, sem er fínt. Er betri kostur N´gog finnst mér. En langar virkilega að sjá Sturrigde í LFC flottur leikmaður, en það gerist ekki nema þeir fái Meiró sem er ???? hvort við ættum að gera. Kosti og gallar við það? Held að það sé samt meiri kostir við Sturride…..

  99. Ef Bellamy kemur þá þykir mér ólíklegt að Sturridge komi líka.

  100. 2 sem mér finnst vera í stöðunni !!!
    Fá Bellamy sem backup striker og call it a day !!
    EÐA ef Meireles fer þá vill ég fá Sturridge og cash fyrir hann og henda tilboð í Adam johnson hjá city og þá færi hann á hægri kanntinn og Henderson getur dottið á miðjuna eða holuna þar sem Meireles væri að spila sínar mínútur !!

  101. Ég skil ekki afhverju Sturridge ætti að vilja skipta, ekki mikið eftir hjá Anelka og Drogba svo það er ekki langt í sénsana hjá Chelsea, og svo afhverju ættu Chelsea að selja einn efnilegasta framherja englands, ekki einsog þeir séu að drukkna í englendingum til að fylla uppí þessar reglur um uppalda og heimamenn.

  102. Það verður seint staðfest nákvæmlega hvort að forkaupsrétturinn varðandi Hazard sé til eður ei. Commolli & co. eru orðnir seigir að halda upplýsingaflæðinu í lágmarki. En þessu hefur verið fleygt fram í frönskum fjölmiðlum og hljómar ekkert ólíklega miðað við tengslanet Commolli, hversu hátt launahlutfall LFC greiðir og áhuga okkar á Hazard.

    Svo gæti þessi forkaupsréttur verið allt frá því að vera umsamið verð árið 2012 eða bara möguleiki á að jafna hæsta samþykkta tilboð í hann. Á endanum skiptir mestu hvert leikmaðurinn sjálfur vill fara en það getur munað um það að hafa smá forskot á keppinautana og leikmenn vilja oft koma til þess liðs sem hefur sýnt þeim mesta sannanlega áhugann. Þetta verður bara staðfest þegar við kaupum hann næsta sumar 🙂

    @ Fói (#135). Ef Chelskí eru til í að borga uppsett verð fyrir Meireles eða ganga að kröfum okkar um Sturridge þá eru allar líkur á því að hann fari. Það hefur verið frekar augljóst í allt sumar. En LFC gera bara díl sem hentar okkur og því lengur sem klukkan tifar nær lokum gluggans er ólíklegt að við seljum hann því að erfitt væri að fá einhvern í staðinn. Eins og staðan er núna er langlíklegast að Bellamy sé síðasti maðurinn inn um hurðina og Ngog sá síðasti út. Degen verður einn eftir….
    http://www.skysports.com/story/0,19528,12876_7140710,00.html

    Nú eða hvað…
    http://news.ladbrokes.com/en-gb/football/premier-league/liverpool-set-to-get-their-way-in-meireles-deal-to-chelsea_074959.html

  103. Aðeins ein spurning til ykkar sem vita eitthvað um þessa hluti: Vitið þið hvar, hvenær og hvernig maður nær sér í miða á Liverpool – United í Október? Bráðvantar svar!

  104. Þá er það útivinnan og engin talva í 4 klukkustundir nálægt.

    Held að þegar ég kem til baka verði komnar fréttir af einhverju merkilegu, hef einhverja tilfinningu um að Bellamy sé ekki eina málið en gleðst ef að hann verður í rauðri treyju í vetur!

  105. @ Maggi (#147)

    Skv. reglunum þá má fá menn á frjálsri sölu hvenær sem er eins lengi og þeir hafi losnað undan samning áður en glugga lokaði:

    Free agents can be signed by a club at any time in the season, if they had been released by their previous club before the end of the transfer window.
    http://en.wikipedia.org/wiki/Transfer_window

    Þannig að ef Bellamy tekst að ná samkomulagi um málalok við ManCity fyrir kl.11 í kvöld þá má ganga frá kaupunum á honum í rólegheitum daginn eftir.

    @ Ari Jóns (#149)

    Sturridge hefur ekkert komið við sögu hjá Chelskí það sem af er tímabils og ekki einu sinni komist á varamannabekkinn (veit ekki til þess að hann sé meiddur). Þar á bæ spyrja menn bara hversu hátt þegar Roman segir þeim að hoppa og hann vill hafa sínar stórstjörnur í liðinu. Og þegar Anelka og Drogba verða uppurnir þá er alveg eins líklegt að Roman vilji bara kaupa einhvern nýjan á 50 millur.

  106. Breaking News, Philip Degen ráðin sem vallarstarfsmaður á Anfield ! !, sér um að slá völlinn núna. Langtímasamningur.

  107. The BBC’s Phil McNulty said on his twitter page:

    “Cole signs Lille deal. Late interest from Villa doesn’t sway him. Interesting talk #LFC now have first option on Hazard.”

  108. Að láta Joe Cole til Lille fyrir þriðjung af launakostnaði hljómar eitt og sér eins og Liverpool séu að gera frekar örvæntingarfullan díl. Það bendir allt til þess að eitthvað meira sé inni í pakkanum. Ef Lille komast ekki upp úr sínum riðli þá á ég von á Hazard í janúar. Ef svo, þá erum við að gera góð viðskipti.

  109. West Ham have confirmed that Tottenham winger David Bentley has joined the club on a season-long loan. Click here for the full story.

  110. Peter Beardsley, já einmitt hann fékk rautt og hefur verið í banni fyrstu 3leikina… verður bókað í hóp hjá þeim framvegis held ég. .

    Og svo þetta með homegrown sem fær mig virkilega til að efast um þetta 😛 

  111. Allt af Twitterinu hjá This is Anfield:

    Daniel Sturridge in talks with Liverpool according to @FOXSoccer. I love transfer deadline day. #madness

    danroan Dan Roan

    by thisisanfield
     

    David Ngog is currently having a medical at Bolton as Liverpool continue to off-load fringe players – deal imminent

    thisisanfield This Is Anfield
     

    Odds slashed on Chelsea youngster Daniel Sturridge to Liverpool…

  112. En ekki misskilja mig, ég væri feitt til í að fá hann til Liverpool ;P

  113. Bellamy – svona í alvörunni? Nú hafa Dalglish og Comolli staðið sig vonum framar (að því er virðist) í leikmannakaupum. En Bellamy?
    Það hlýtur að vera hægt að finna betri og yngri bekkjavermi en hann – vonandi hef ég rangt fyrir mér, en ég get seint sagt að ég sé spenntur fyrir Craig Bellamy aftur.

  114. Nr 161 lebbins
    Settu þetta svona upp… Bellamy sem 3-4 kostur í stöðu framherja í stað N´Gog. 

    Já fokking takk.  

  115. Sammála Babú, aldrei spurning, Bellamy er 12 sinnum betri kostur en N gog. Menn mega ekki gleyma því að Bellamy var besti leikmaður City á þarseinustu leiktíð eða þar til Mancini kom og vildi ekki sjá hann.

    Það er líka algjör plús að Bellamy getur spilað úti á kanti líka.

    Væri ekki leiðinlegt í heimaleik á móti Norwich td og Lucas þyrfti frí að sjá miðju og sókn svona.

    Downing-Gerarrd-Adam-Bellamy

    Suarez-Carroll….

    Uss hvað þetta hljómar dásamlega eitthvað.

    Núna er bara að halda Meireles þá og klára Bellamy, tölum svo HEIMSKLASSA vængmann í jan eða næsta sumar ( Hazard, Adam Johnson ) og þá erum við bara að verða fyrir alvöru samkeppnishæfir   ….

                 

  116. From Toby on Merseyside, via text: “Just spotted Daniel Sturridge pull up at Melwood training ground, with his agent.”

    Selb85 on Twitter: “Daniel Sturridge seems to have pulled up at Melwood 15 times today, can someone just show him where the front door is?”
    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/9575900.stm

    Hehehehe love it or loathe it. Gluggadagurinn farinn að verða álíka hátíðisdagur og áramótin eða þjóðhátíðardagurinn. Stanslaust stuð 🙂

    Svo virðast Arsenal ætla að kaupa Arteta frá Everton. Hættir við að kaupa Eden Hazard eftir að við sömdum um forkaupsréttinn múahahaha

  117. Efast ekki um það sem Comolli er að gera og ef hann nær að selja/gefa Degen líka þá má nýji leikvangurinn alveg heita í höfuðið á honum mín vegna!

  118. James Pearce
    Raul Meireles is staying at LFC. Good news as decent squad player.

    Þá vitum við það. Frábærar fréttir að mínu mati. Vildi helst ekki missa hann, og síst af öllu til keppinauta eins og Chelsea eða Arsenal.

  119. Stephen Martin
    Bellamy willing to accept Man City’s closure in order to secure the offer from LFC.

    Martin og fleiri að segja að Bellamy sé búinn að semja við City og geti komið til okkar á frjálsri sölu. Frábært!

  120. Enn og aftur. Dalglish kaupir leikmenn sem henta í leikkerfi og liðsheildina. Leikmenn sem þekkja og vilja spila fyrir Liverpool. Hann vill leikmenn sem eru hraðir og flexible frammi.
    Bellamy þekkir Liverpool vel, eldfljótur og getur nýtist í allar framherjastöðurnar og dregið sig niður á kantana til skiptis, teknískur og góður dribblari. Hann er 32 ára og er bara skyndilausn þangað til við kaupum heimsklassa Striker.

    Zarate á 10m punda hefði verið of mikil áhætta. Bellamy er frábær lausn ef hann kemur á free transfer og á venjulegum launum. Eigum þá meiri pening í janúar til að bæta aðrar stöður ef með þarf.

  121. Takk fyrir fréttaskotið Kristján Atli. Meireles fyrir Sturridge búið í bili, kannski framhald á því í janúar. Líklegt að allir við Melwood hafi ruglast á Bellamy og Sturridge enda nauðalíkir í gegnum dimma rúðu á BMW 🙂

    thisisanfield This Is Anfield
     

    Possibly the best news of the day, Phillip Degen to Rangers!

    StuBrennanMEN Stuart Brennan

    by thisisanfield
     

    Hearing Bellamy has agreed financial terms for City severance and having medical at Liverpool ahead of free transfer

  122. @ Babu

    Ef þú skorar markahlutfall þeirra (allar keppnir) – þá er það hið sama 0,2 mörk í leik.
    Svo geta menn endalaust debattað um hvað þeir skapa fyrir liðsfélaga sína. Vissulega má ganga út frá því að Bellamy verði léttari á fóðrum en N’gog, en er það eina krafan? Viljum við ekki fá meiri gæði? Bellamy er búinn með sín bestu ár – það held ég að sé augljóst – hann verður ekki betri úr þessu. N’gog er örugglega á endastöð – sé ekkert eftir honum, en Bellamy er í raun og veru kominn þangað líka. Kannski er óraunhæft að gera kröfu um einhvern betri – glugginn er að lokast – en því fer fjarri að maður sé hoppandi af kæti yfir Bellamy. Manni finnst einhvernveginn líklegt að þessi third/fourth string sóknarmaður fái töluverðan spilatíma í vetur, hef á tilfinningunni að það verði e-ð um meiðsli í þunnskipuðum framherjahópnum. Þá væri nú gott að hafa einhver þokkaleg gæði á bekknum. 

  123. Vonandi fáum við tvo shitty menn í dag, þá Craig Bellamy og Adam Johnson og á meðan fari lélegir menn eins og N’Gog og svo óþarfa menn eins og Degen.

  124. Lýst ekki vel á þetta. Ansi hræddur um að hann sé kominn af sínu léttasta skeiði rétt einsog sá sem við vorum að losa okkur við , Joe Cole.
    Hann skoraði t.d. ekki nema 11 mörk í 35 leikjum í Championship deildinni í fyrra.

  125. Krulli; Þú áttar þig á að maðurinn var að spila með lélegum mönnum i kringum sig og klárlega lang besti einstaklingurinn í því, OG á vinstri kant. Lýst vel á þessi kaup, skárra en ekkert, Bellamy skorar alltaf slatta.

  126. Ef Liverpool myndi ekki versla fleiri leikmenn yrði ég samt mjög ánægður með sumarið.
    Svo er spurning með þessi gogg/bellamy skipti… ég fékk nú allavega ekki mikinn fiðring þegar goggi kom inná í leikjum L´pool svo Bellamy yrði allavega ekkert neitt niðurávið frá mér séð.
    Merkilegt eftir svona stórann glugga hvað mörg lið eru að hlaupa upp á lokadeginum og versla, innkaupastjórarnir hljóta að hafa verið í sumarfríi.
    Og að enginn skuli enn hafa sett upp vefmyndavél á Melwood er kafli útaf fyrir sig

  127. Einhver svo heppinn að vita um stream á skysports stöðina sem fylgist með þessu öllu?

  128. Er ekki varaliðsleikur í gangi? Lumar einhver á link? Svo langt í næsta leik
     

  129. Nú komin crazy umræða á Twitter um að boð sé komið frá okkur í Adam Johnson.  Fróðlegt að sjá hvort einhver fótur sé fyrir því.

  130. Þetta kvöld verður Epic!!!!!!!!!!! 
    Koma svo….A. Johnson er að fara að klæðast rauðu! Alveg viss um það 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

  131. Er  einhver með stream fyrir skysport sem er að fjalla um leikmanaskiptin í dag?

  132. Það merkilega er að það er meira um umræðu og slúður í kringum Liverpool heldur en um keppinauta okkar um fjórða sætið, Arsenal og Tottenham….sem er vel…mjög vel! Við erum að fara að rífa kjaft aftur, og löngu kominn tími til!

  133. Rory Smith búinn að segja að þetta sé vitleysa, þar með geta menn gleymt þessu Adam Johnson dæmi.

  134. Update: 
    Liverpool’s David Ngog has arrived at Bolton to put the finishing touches to his move to the Reebok Stadium.

  135. Þvílíkur munur að í mest öllum þessum glugga þá hefur varla svo mikið sem verið slúðrað um að okkar bestu menn myndu yfirgefa Liverpool. Ég held við munum allir eftir síðustu gluggum þar sem maður var á nálum yfir því hvort og hver þá af okkar bestu mönnum myndu yfirgefa hið sökkvandi skip.

    Það er gaman að vera Liverpool stuðningsmaður, en það er sérstaklega gaman um þessar mundir. 

  136. Update: 
    Arsenal are now prioritising a deal for Yossi Benayoun after pulling out of the Mikel Arteta bid. Check out the full story.

  137. Greinilegt að Comolli séu bestu kaup sem Liverpool hafa gert á þessari öld. Nær að hreinsa út allt draslið hjá Liverpool á einu tímabili. 

  138. Breaking news: 
    Manchester City have confirmed the signing of free agent midfielder Owen Hargreaves on a one-year deal.

  139. Update: 
    Liverpool’s David Ngog has arrived at Bolton to put the finishing touches to his move to the Reebok Stadium.

  140. 196

    Ekki bara Comolli. 

    Verður að hafa sterkt bakland til að geta gert þetta og ég held að sé nokkuð ljóst að þetta væri ekki að gerast með kúrekana og Purslow við völd.

    Þvílíkur munur á einu ári. 

  141. Breaking news: 
    Shock news is just breaking, as it is revealed bySky Sports sources that Stoke are trying to sign Adam Johnson on loan from Manchester City. Stay tuned for more.

  142. Sky Bet: 
    Adam Johnson is 6/5 to leave Manchester City before the end of the transfer deadline via a loan or permanent deal.

  143. Bellamy er orðinn 32 ára og hefur lengi verið í vandræðum með annað hnéið á sér. Samt eru menn hérna ennþá að mæra þann mikla hraða sem Bellamy býr yfir. Vissulega var hann að spila vel með City fyrir 2 árum og virtist ennþá hafa það í sér að geta tekið varnarmenn á sprettinum.
     
    Bellamy kemur með mikilvæga reynslu, mikinn karakter og mikið keppnisskap. Ekkert af þessu virtist Ngog hafa. Svo þetta er töluverður styrkur fyrir okkur.

  144. Ef Henry og FSG-liðarnir eru ekki að gefa Hicks & Gillett löngutöngina með þessum sumarglugga þá veit ég ekki hvað. Tom Hicks getur aldrei montað sig af því að vera góður eigandi íþróttaliðs aftur eftir þetta. Comolli inn, King Kenny aftur, Torres skipt út á elleftu stundu fyrir TVO frábæra/rándýra framherja og í sumar hefur þeim tekist að losna við 10+ leikmenn (alla þá sem áttu ekki erindi í liðið, að Degen frátöldum) og keypt a.m.k. SJÖ (með Bellamy) betri leikmenn í staðinn, og allt það um leið og launapakki liðsins er gerður talsvert þægilegri.

    Fuck you, Tom Hicks og George Gillett jr. Svona á að gera þetta!

  145. Guði sé lof að Poulsen er farinn. Hann er svo feitur að hann var rangstæður í eigin vítateig. En allavegna ég mundi glaður vilja fá Bellamy til liðsins. Hann kemur frítt, veit að hann er backup og er betri en Ngog svo ég skil ekki hvað sumir eru að röfla yfir þessu. YNWA

  146. Hvað segja menn um þetta ? :


    @KopsLatestNewsLFC Official News

    Liverpool have made a bid for Wigan Player Hugo Rodallega! Wigan have taken it into consideration. It has not been declined yet. #LFC #WAFC 

  147. “Oh dear, hearing that Robbie Savage has been criticising Arsenal’s signing of Per Mertesacker on the grounds that the player didn’t do well at Real Madrid. That’s right readers, the same Real Madrid who Mertesacker has never played for.”
     
    Robbie Savage stígur ekki í vitið 😀

  148. Davíð (#214) spyr:

    Hvað ætlar Owen Hargreaves að gera í Man City?

     

    Spila kotru við Michael Owen á milli æfinga, þar sem hvorugur mun spila fótbolta mikið í vetur.

  149. Hvað ætlar Owen Hargreaves að gera í Man City?

    Þeir eru með besta læknaliðið?

  150. Getið þið ímyndað ykkur 3 fremstu hjá okkur Bellamy Carroll + Suarez?
    varnarmenn hafa val um að vera bitnir, kýldir eða slegnir með golfkylfu 🙂
     

  151. Bellamy verður að vera í liðinu gegn Fulham. Rise vs Bellamy part 2

  152. Cahill ekki til Tottenham. Ég er glaður með það því þá eigum við séns á að fá hann á hálfvirði í janúar… ef Kenny vill fá hann þ.e.a.s.

    2110: Here’s more from Tottenham manager Harry Redknapp about his transfer dealings in the last few hours and days: “We’ve been trying to sign Gary Cahill, trying hard all day but Daniel Levy couldn’t quite get it over the line. Peter Crouch’s up at Stoke talking to them. Alan Hutton: it seems like he’s at Aston Villa. Jermaine Jenas is at Villa. I’m sure David Bentley will do well at West Ham. I am absolutely washed out. I’ve been on the road at 5am every morning and it’s a waste of time going to bed. We got Scott Parker in and Emmanuel Adebayor.”

    Hvergi minnst á Yossi þarna þannig að líklega er hann á leiðinni til Arsenal sem sárabót fyrir að fá ekki Arteta.

  153. LFCGlobe á Twitter segir að Bellamy sé að klárast og að það sé verið að vinna í einum díl í viðbót…

    http://twitter.com/#!/LFCGlobe
    Væri yndislegt að landa einum í viðbót þarna frammi, en ég græt það nú samt ekki ef Bellamy verður síðasti maðurinn inn.

  154. þeir á sky segja reyndar að Arteta sé á leið til Arsenal.
    En einn í viðbót hljómar vel; og best af öllu væri Adam Johnson, það væri geðveikt :).

  155. Guardian segir að við séum með forkaupsrétt á Hazard eftir að hafa samþykkt að borga 3 millur í laun fyrir Cole.
    En leikmaðurinn verður hefur auðvitað alltaf lokaákvörðunina.


    http://www.guardian.co.uk/football/2011/aug/31/liverpool-joe-cole-craig-bellamy

    Joe Cole‘s loan move to Lille will cost Liverpool more than £3m, after the Premier League club agreed to pay 60% of his wages in exchange for a first refusal option on the Belgium midfielder Eden Hazard.

  156. Menn að segja að við höfum “first refusal” á Eden Hazard. Getur einhver sagt mér hvað það þýðir nákvæmlega?

  157. First refusal þýðir að við fáum alltaf tækifæri til að match hæsta boð og kaupa hann. Allt veltur þó á vilja leikmannsins svo þetta þykir mér ekkert sértaklega merkilegt og þarf alls ekki að þýða að við fáum hann í framtíðinni.
     

  158. Held að það þíð að eitthvað lið bíður í hann og því er tekið þá er Liverpool látið vita og þeir geta jafnað boðið ef þeir vilja.

  159. Hef það á tilfinningunni að okkar viðskiptum sé lokið eftir Bellamy dílinn. Auðvitað vonast maður eftir einhverju shocki en Comolli hefur unnið vel í glugganum og það væri skrýtið ef að kæmi allt í einu eitthvað shock move núna. Markmiðið var greinilega að fá 3rd striker í stasð Ngog og við fáum það með Bellamy. Værum ekki að styrkja aðrar stöður með panic move-i núna nema ef einhver myndi fara, sem væri þá líklegast Meireles en það er ekki að fara að gerast.

  160. Nánar um snilldina hjá Commolli:

    Cole made only nine starts in the Premier League last season and barely played after Dalglish replaced Roy Hodgson. Fenway Sports Group, which inherited the 29-year-old’s £100,000-a-week contract, was keen to take Cole off Liverpool’s wage bill but struggled to find a club willing to match his terms. However, through the director of football, Damien Comolli, Liverpool used Lille’s interest in Cole to move ahead in the race to sign Hazard.

    Liverpool inquired about Lille’s attacking midfielder earlier in the summer and, along with Arsenal and several European clubs, were told the 20-year-old was not for sale. But Lille’s stance may change at the end of this season, prompting Liverpool to offer generous terms on Cole in return for first refusal on the €30m (£26.5m)-rated player, should he become available. Hazard will still have the final decision on any future destination. Lille can offer Champions League football this season and are believed to be relaxed about Cole commuting to and from London.
    http://www.guardian.co.uk/football/2011/aug/31/liverpool-joe-cole-craig-bellamy?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+theguardian%2Ffootball%2Frss+%28Football%29

    Sem sagt, núna erum við fremstir í röðinni með að kaupa Hazard sem getur bara hjálpað til í kapphlaupinu um hann. Við verðum auðvitað að vera komnir í CL til að eiga séns í hann en núna höfum við heilt ár til að sannfæra pjakkinn um að koma til okkar. Að öllum líkindum hefðum við alltaf þurft að borga stóran hluta af launum Cole í lánsdíl þannig með þessari “gjafmildi” okkar erum við að fá eitthvað fyrir þann pening sem við annars hefðum ekki fengið neitt út úr. Brilljant hjá Commolli.

  161. Jæja, á ekki að fara að tilkynna Bellamy? Stutt eftir af glugganum og yrði svekkjandi af það klikkaði á lokasprettinum.

  162. Arsenal sem mer sýnist vera okkar helsti keppinautur um 4 sætið að styrkja sig á fullu. Metersacker komin og þessi santos bakvörður líka komin og Arteta back on vona að það gangi ekki upp en ef þeir fá hann og kannski yossi líka þá fara þeir að líta betur út vonum bara að við seum sterkari og að það taki wenger sem lengstan tíma að koma þessum mönnum inn í taktík og kerfi! samt fínt að vera búinn með útileikin við þá a´meðan þeir voru með skituna..

  163. maður er náttúrulega klikkaður.
     
    með kop.is á stöðugu f5 sky sport live í tölvunni og lfc TV í sjónvarpinu………. gætir maður bætt einhverju við hehe

  164. # 234 – Var ekki Ecclestone að spila varaliðsleik með Liverpool í kvöld?

  165. Jú það er víst rétt.
    Team: Tyrell Belford, Joe Rafferty, Matty McGiveron, Stephen Sama, Emmanuel Mendy, Conor Coady, Raheem Sterling, Suso, Nathan Eccleston (Michael Ngoo), Krisztian Adjorjan (Michael Roberts), Toni Silva (David Amoo).

  166. Djöfull man ég vel hvað við vorum ánægðir með að hafa “krækt í” J. Cole í fyrra…. hehehehehe, little did we know!! WE ARE SUCKERS!!!

  167. Fyndið þegar leikmenn eru að koma til liða og segja þeir séu að koma vegna félagsins og til að spila fótbolta en ekki vegna launanna. Svo þegar kemur í ljós að leikmaðurinn er crap og er ekki að þjóna liðinu þá er ekki hægt að selja viðkomandi vegna þess að hann er á svo góðum launum. Sem sagt það kemur ekki til greina hjá leikmanninum að lækka sig í launum til að komast í burtu og fá að spila annars staðar. N.b. J.Cole

  168. Robben sagði þegar við vorum með Torres, Gerrard og J.Cole að framlínan hjá okkur væri betri en hjá Barcelona. Finnst það frekar fyndið svona eftir á 🙂

  169. Looks like Arsenal have replaced Nasri with Benayoun. That’s a bit like swapping Megan Fox for chlamydia.
     
    Gaman að þessu 🙂

  170. “People get so jumpy on deadline day. Bellamy having his medical. One knee currently discovered. No sign of a neck” tekið af Twitter 🙂

  171. Eru ekki öðruvísi reglur þegar hann kemur á frjálsri sölu? Hann þarf bara að skrifa undir starfslokasamning við City fyrir miðnætti. 

    Eða hvað? er ég í bullinu? 

  172. 248 einar örn en ef hann er búinn að fá sig lausan frá City þá má það koma eftir lokun er það ekki ???

  173. Ef hann hefur samþykkt að rifta samningi sínum við City fyrir lok gluggans, hefur hann lengri tíma til að semja sem free agent.

  174. Jólahreingerningin gerð snemma í ár 

    Þessi gluggi hefur verið gargnadi snilld

  175. Peter Beardsley nr. 235. Er þá ekki launráð að nota Cole til að tala um fyrir Eden í leiðinni, var það ekki hluti af planinu hjá Commoli.

  176. Eitthvað hefur gerst bakvið tjöldin, einhverjir hafa talað við hann(Chelsea) án leyfis Liverpool. Hinn möguleikinn er að hann sé óánægður með lág laun. Ef hann er ekki á almennilegum samningi þarf að laga hann og setja hann á par við t.d. Henderson eða Adam.

  177. Mereiles búinn að henda inn transfer request,lame shit en samt frábær gluggi… 

  178. Þá er spurning hvort hægt sé að fá Sturridge + slatta cash fyrir Meireles. Mikil vonbrigði að hann komi með þessa beiðni á síðustu stundu. Þetta verður fróðlegt…

  179. Hvað er málið með hann og Torres að koma með svona korteri fyrir lokun gluggans.
     

  180. Hvaða vit er í því að gera svona tíu mínútum fyrir lok gluggans? Getur einhver úrskýrt það?
     

  181. Látiði ekki svona, það er alveg hálftími eftir af glugganum!!

  182. Ég var að uppfæra færsluna með þessum fréttum. Menn á Twitter eru að segja að Chelsea hafi boðið 15m punda í Meireles. Það er frábært verð fyrir hann segi ég en slæmt að missa hann til keppinauta í deildinni án þess að hafa tíma til að kaupa staðgengil.

    Nema auðvitað að þeir láti okkur fá Sturridge í staðinn. Þá er þetta díll!

  183. Skil óánægju Meireles með launin en ég hreinlega skil ekki þessa tímasetningu hjá honum. Það verður fróðlegt að sjá framvinduna á þessu.

  184. Liverpool have confirmed that midfielder Raul Meireles has submitted a written transfer request. He’s left it late, hasn’t he?

  185. Ætlaði að fara að sofa í rólegheitunum.

     

    Við erum á leið í svaka drama í blálokin.  EN!

    Ef einhver vill fara frá Liverpool Football Club þá beinlínis ÁÁÁ að selja viðkomandi!

    Chelsea eru enn og aftur að spila “dirty – tricks” og kannski þess vegna ættum við bara að halda honum í gegnum þennan glugga, en það er auðvitað á hreinu að með þessu skrefi sínu er hann búinn að beygja í átt að EXIT-ljósinu góða og við fáum minna fyrir hann fúlan í janúar en núna.

     

    Svakalega er ég svekktur, leikmaður sem ég hef varið í gegnum þetta sumar og nú dregur hann upp hnífinn!!!

  186. ef mereles fer. og aquilani farin þá er miðjan ekkert of mikið mönnuð við vitum ekkert hvað gerrard spilar mikið… bellamy (staðfest) 2 ár

  187. Þetta er allt of seint.  Hann fer ekki fet nema við fáum annan midfielder í staðin.

  188. Fokk! Djöfulsins bömmer að Meireles hafi farið fram á sölu. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist.
    Annars virðist staðfest að Bellamy kemur til okkar á tveggja ára díl. 

  189. 274, Nei, hann lokar nuna kl 10, en það er alltaf þannig að félög eru að semja frameftir! oft sem að koma tilkynningar daginn eftir.

  190. @ Ásmundur (#246)

    Akkúrat það sem ég var að hugsa með mér. Þó að Arsenal takist að fá Arteta & Benayoun þá er það varla mikið meira en alger skítaredding á síðustu stundu. Missa tvo heimsklassa leikmenn á besta aldri og fylla skarðið með tveimur PL-klassa mönnum um þrítugt, á niðurleið í getu og verið mikið meiddir sl.1-2 ár. Aðrir dílar er Clichy út fyrir 28 ára brasilískt spurningamerki frá Tyrklandi (veiking) og Bendtner fyrir Gervino (styrking). Mertesacker er eina sem er hrein og klár styrking í stöðu hjá þeim en samt finnst manni sem þeir hafi sleppt öflugri mönnum með PL-reynslu vegna kostnaðar (Samba eða Cahill). Þá fer Lansbury, enskur u-21 landsliðsmaður, sem á 1 ár eftir af sínum samning á láni sem þýðir í raun að gagnvart Arsenal er hann farinn á free transfer, en þeir kaupa Champerlain í staðinn.

    Ef þeir hefðu notað þessar 60 millur í að kaupa Hazard, Cahill, Higuian eða menn af álíka getu og framtíðarhorfur þá hefði maður óttast þá en þetta finnst mér frekar illa skipulagt klúður hjá þeim. Er ekki markmiðið að styrkja liðið í kaupglugganum??

    Að því leyti eru Stoke hreinir og klárir meistarar dagsins með tvær öflugar styrkingar. Spurs falla á tíma en ná að taka smá til og bítta Adebayor fyrir Crouch ásamt Parker sem einu beinu styrkingunni. 

    Commolli stóð sig meistaralega í sumar að mínu mati og breytir erfiðri nútíð í glæsilega framtíð á nokkrum mánuðum. 

    2231: BREAKING NEWS
    Liverpool
    have confirmed that midfielder Raul Meireles has submitted a written transfer request. He’s left it late, hasn’t he?

  191. Lokar ekki glugginn kl 22:00 á íslenskum tíma? Skv. því eru 20 mín eftir, menn þurfa því að vinna ansi hratt ef Meireles á að fara.

  192. Var Meireles að átta sig á því fyrst núna í kvöld að hann væri ósáttur við launin sín? Furðulegt mál. Ég vil alls ekki selja hann, mér finnst 15 milljónir ekki nóg og með sölu er verið að veikja 16 manna hóp Liverpool.

  193. Við höfum ekkert að gera með leikmenn sem vilja ekki spila fyrir okkur, fari hann og veri!
     

  194. Orðrómur um að Meireles sé farinn til Chelsea fyrir 12 Milljónir
     
    Bellamy verður númer 39.

  195. Þýðir ekki þetta útspil hjá Raul að söluandvirðið fer óskipt í okkar vasa?
    Bara casha út á hann, við förum hvort eð er alltaf svo vel út úr þessum last-minute dílum við Chelsea.

    Þegar Gerrard kemur aftur fær Raul hvort eð er ekkert að spila. 

  196. Staðfest í beinni útsendingu á LFCTV núna að Bellamy er búinn að skrifa undir 2ja ára samning!

     

    Varðandi Meireles, þá held ég að hann hljóti að hafa verið búinn að fara fram á sölu fyrr í dag og þeir eru að gefa þetta út rétt áður en þeir staðfesta sölu á honum til að undirbúa jarðveginn, þ.e. sýna okkur að hann hafi heimtað söluna. Fyrst þetta er opinberað býst ég við að sjá staðfesta sölu á honum á næstu mínútum eða kortérum. Spurningin er bara hvert og hvort það kemur einhver í staðinn.

  197. Frekar skítt að bíða með þetta þangað til á síðasta deginum, í staðinn fyrir að gefa Liverpool séns þangað til í janúar ef hann fengi enga kauphækkun og ekkert að spila… en honum á ekkert eftir að vegna vel hjá Chelski, því það er til svoldið sem heitir Liverpool curse og leggst á þá menn sem leggja inn Transfer Request 😉

  198. 12 milljónir? Er það ekki sama verð og hann var keyptur á í fyrra?

  199. Við hverju búast menn? Kenny hefur verið að reyna að nota hann sem skiptimynt í allt sumar, hann hefur ekki fengið launahækkun þrátt fyrir að hafa verið besti maður liðsins í fyrra…get ekki verið hissa á þessu.
    Maður getur hinsvegar sett spurningarmerki við tímasetninguna…Torres gerði þetta á síðasta degi gluggans, en Meireles á síðsta klukkutímanum!

  200. Blackburn have confirmed the signing ofBirmingham defender Scott Dann on a four-year deal.

  201. Ég sem ætlaði að fara að leggja mig.  Hvernig datt mér það í hug – alltaf spenna í blálokin í þessum gluggum.
    Ég vona samt innilega að þeir fari að stytta þennan glugga verulega.  Eyðileggur sumarið fyrir manni.

  202. Spunring hvort Meireles hafi verið sagt að hann verið að koma með request til að díllinn við Chelski gangi upp, við það fær hann engar loyality payments og það kemur meira í vasa Liverpool. Sama gerðist með Torres, fyrir mér lítur út að þeir sem sjá um samningamálin hjá Liverpool séu SNILLINGAR !

  203. #298 Kristján Atli
    Sammála, þetta var ekki að gerast rétt áðan. Heldur bara tilkynnt rétt áðan. 

  204. Hvaða miðjumenn verða eiginlega eftir í liðinu eftir daginn í dag??

  205. Seljum hann. Shelvey fær þá bara meira að spila. Peningarnir munu koma sér vel.

  206. Hvaða miðjumenn? Öh… Gerrard, Lucas, Adam, Downing, Henderson, Shelvey, Spearing, Maxi, Kuyt, Coady…

  207. Vó! Dave Usher á Twitter (skotheldar heimildir, yfirleitt) segir að Philipp Degen hafi fengið samning sinn upp borgaðan og verið látinn á frjálsa sölu í kvöld fyrst ekki tókst að selja hann. Þá eru A-L-L-I-R aukamennirnir farnir í sumar. Magnað.

  208. Bellamy & Suarez saman, ekki beint hægfara sóknardúett það. Frábær þessi gluggi að mörgu leyti. Sjaldan hefur meðalgetan í hópnum aukist eins mikið og síðustu 2-3 dag, bara með því að skera burt fituna. Leiðinlegt að Meireles fari, en líklega var það alltaf óumflýjanlegt.

  209. Við verðum “vonandi” í bullandi samkeppni við lið eins og Chelski og því agalega sorglegt að styrkja þá með Meireles.  Vona þá allavega 15 millj. en samt …..  Eigum ekki að styrkja þá að mínu mati en erfitt að halda óánægðum leikmanni hjá okkur.  Hefði viljað selja hann til Frakklands 😉

  210. Við vorum með 10 miðjumenn fyrir nokkrum dögum, ef við teljum upp miðju-miðjumenn þá eru þeir núna 6 talsins um þrjár stöður. Fleiri leikmenn geta líka spilað í holunni.

    Lucas, Gerrard, Adam, Henderson, Shelvey, Spearing.

  211. Ég ýti á refreah á sirka 10 sekúndna fresti, 3 mismunandi síður, er eitthvað að mér?

  212. Við erum þó nokkuð margir sem klórum okkur í hausnum yfir þessum Bellamy díl. En að sama skapi skulum við ekki gleyma því að hann contributaði ofsalega vel þegar við slógum út Barcelona í CL 2007. Spurning hvern hann lemur með golfkylfu núna þegar Riise er ekki með okkur. Við verðum kannski að fá þann vinstri fót aftur líka.

  213. Fyrst að Levy hafnaði 40 millum í Modric (skv. Redknapp) þá hafa Chelskí snúið sér að plani B sem er Meireles. Það þýðir væntanlega að við náum að blóðmjólka bæði þá og Meireles sjálfan til að fá annað hvort þann pening sem við viljum eða jafnvel Sturridge líka.

    Sölubeiðnin hefur örugglega gerst fyrr í dag og bara gerð ljós núna í lokin. Klárt mál núna að ástæðan fyrir því að orðrómurinn í allt sumar kemur til vegna þess að Meireles VILL sjálfur fara. Og ég er algerlega sammála Magga um að þá verður að selja manninn og fá besta hugsanlega dílinn fyrir LFC.

  214. Úff, mikill missir í Meireles. Sé hér að menn eru að telja upp okkar alla miðjumenn, en málið er að Rául Meireles er ljósárum á undan Charlie Adam, Jordan Henderson, Lucas og co í fótbolta, fáranlegt að láta hann fara og fá ekkert í staðinn.

  215. Liverpool mundu ekki segja frá því að Meireles hafði farið fram á sölu nema að það sé svo gott sem búið að ganga frá dílnum.

  216. Ég held að þessi díll með Mereiles hljóti að klárast í kvöld.  Það getur ekki annað verið þar sem að LFC setja þetta á heimasíðuna sína.  Það væri geðveiki að gera það ef að díllinn við Chelsea væri ekki því sem næst klár.

    Mereiles hefði verið varaskeifa hjá Liverpool í vetur.  Henderson, Lucas, Gerrard og Adam eru allir á undan honum. 

  217. Djöfull er ég svekktur með þetta Meireles dæmi eins og hvað þessi leikmannagluggi er búinn að vera frábær. ARG…………. Þetta veikir liðið talsvert að mínu mati….Eins gott að Gerrard komi inn með sterasprautu í rassinum!!!!

  218. Rugl að leyfa Chelsea að styrkja sig svona. Hélt við ætluðum að keppa við þetta lið um CL sæti!
    Vonandi fáum við Sturridge eða Kalou í staðin fyrir hann.

  219. búið að loka er það rétt að fréttir af kaupum og sölum geti beðið til morguns?

  220. Chelsea menn virðast bara ætla kaupa menn sem eiga það til að skora á móti þeim fyrir Liverpool….:)

  221. Náði Chelsea að kaupa Pereira? 
    Þeir hafa semsagt keypt Mata, mögulega Meireles.. einhverja fleiri? 

  222. # 322
    Not sure if trolling or just stupid…
    Lucas er besti maðurinn í þessari stöði í liverpool.

  223. Nú eru allir að segja að Meireles til Chelsea sé klárt fyrir 12m punda. Enginn leikmaður í staðinn, bara peningar. Og það verður enginn keyptur til okkar í staðinn.

    Ojæja. Fleiri tækifæri fyrir Shelvey og Spearing ef einn af Henderson, Adam, Lucas eða Gerrard meiðist.

    Og nú er staðfest á LFC TV í beinni að Degen sé farinn á frjálsri sölu.

  224. …STAÐFEST…
    MEIRELES farinn til Chelskí bara eftir að semja um kaup og kjör   samkv. sky sport

  225. sky seigja að liverpool hafi tekið boði frá chelsea og að þeir hafi komið nauðsynlegu pappírunum inn !!

  226. skelfilegt að missa meireles, minn uppáhaldsmiðjumaður(fyrir utan captin fantastic) hjá liverpool, frábær í fyrra, við hefðum klárlega átt að láta hann hafa betri samning og spila honum.

  227. Ekki þetta rugl BJ, Lucas er allt öðruvísi leikmaður heldur en Meireles, Lucas er flottur sem djúpur en við þurfum á Meireles að halda uppá sóknarleikinn. Sást nú hvað miðjan var gjörsamlega steingeld gegn Arsenal um daginn, það breyttist talsvert við innkomu Meireles.

  228. slæmt að missa meirrelles en á heildina litið er Liverpool liðið þræl öflugt eftir þetta allt saman.Spennandi tímar framundan.       YNWA

  229. Frábært að losna við alla þessa ofborguðu varaliðsmenn en því miður endaði þetta þannig að við verðum með lakara lið á morgun en við höfðum í morgun.

  230. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA ég hata Chelsea ! ég er brjálaður… var svo sáttur með þennan glugga eg núna ætla ég að rústa þessari tölvu !!!!

  231. Hrikalegt að missa Meireles út. Með þessa nýju sóknarlínu væri ekkert slæmt að hafa einn miðjumann sem setur hann reglulega af miðjunni eins og t.d lampard gerir eða gerði fyrir tjelskí. Shitt hvað þetta er pirrandi, enda langsvalasti maðurinn í þessu liði.

  232. Twitter: Meireles to Chelsea done at £12m, 4-yr deal. Arteta to Arsenal is complete too

  233. Mér finnst það heldur fáranlegt að taka Arsenal leikinn sem dæmi og segja að miðjan hafi verið steingeld þar til Meireles kom inná…

    Hann kom sprækur inn á með galdramanninum Suarez og Arsenal nýbúnir að missa sinn besta mann í leiknum (Frimpong) útaf. 

    Hugsa að ég muni ekki sakna Meireles lengi, en þetta eru undarleg viðskipti… Afhverju þarf þetta að gerast á lokamínútunum… er það vegna þess að Chelsea reyndu fram á síðustu stundu að fá Modric eins og Beardsley segir, og þetta í raun og veru búið að liggja lengi í loftinu.

  234. Synd og skömm að missa Raul Meireles til Chelsea (af öllum klúbbum afhverju þurfti það að vera Chelsea?). Frábær leikmaður sem ég er ansi hræddur um að muni styrkja Lundúnar liðið.

  235. Hrikalegt að missa Meireles. Nauðsynlegur leikmaður hjá Liverpool í spili, sérstaklega í pass and move. Styrki liðið gríðarlega þegar það þarf einhverja sköpunargáfu. Skrýtið líka að við viljum styrkja helstu keppinauta okkar. 
    Hefðum getað selt hann á hærra verði, tíminn vann með okkur og þeir þurftu nauðsynlega miðjumann fyrst þeir gátu ekki fengið Modric. Roman hefði allan tímann þurft að splæsa í Meireles því þeir þurfa nauðsynlega miðjumann. 

  236. Mjög slæmt að missa Meireles þessi gluggi hefði verið fínn ef við hefðum ekki selt hann til Chelsea. Fannst hann einn af 3 bestu miðjumönnum okkar en hann hefur ekki staðist rússagullið eins og Torres. Núna er bara takmarkið að vera fyrir ofan Chelsea á þessu tímabili og sýna bæði Torres og Meireles hvað þeir eru vitlausir að hlaupa á eftir peningunum.

  237. Flott að losna við Meireles, góður leikmaður en við eigum betri. Hinsvegar skil ég ekki af hverju við vorum að lána Aquaman? Annars hefði ég líka vilja sjá Sturridge koma..

  238. Meireles Smeireles. Liverpool-liðið er sífellt að styrkjast og breiddin að aukast. Ekki annað hægt en að vera bjartsýnn. 

  239. Fyrst aquilani svo meireles. Hundsvekktur. Ég hef ekki enn séð nýju miðjumennina bera á borð sömu kræsingar og Meireles sýndi okkur í fyrra. Kannski það gerist seinna.
    Skiljanlegt að Meireles vilji fara. Chelsea stýrir maður sem kann að meta strákinn og mun nota hann rétt.

  240. Frábært árangur hjá Comolli og co í sumar. Ég held að það hefði enginn trúað því að þessi hreinsun yrði að veruleika og Frakkinn má svo sannarlega taka sitt sumarfrí núna (annað en Parry sem fór alltaf í fríi í júní!).

    Ég er þó frekar ósáttur við vistaskipti Raul Meireles enda leikmaður sem hefur staðið fyrir sínu hjá Liverpool og jók breiddina mjög á miðjunni. En hann er farinn; launamál eða óvissa um spilatíma hljóta að vera meginástæður þess og Chelsea mun nota hann í stað t.d. Essien sem er mikið meiddur. Ég hefði viljað hafa fleiri valkosti á miðjunni ef ske kynni að Gerrard verði áfram meiddur og Henderson og Adam nái ekki að skila sínu. Kannski eru þetta óþarfa áhyggjur en í öllu falli hefði ég viljað sjá LFC ná meiri pening út úr Roman fyrir Portúgalann. 

    En niðurstaðan eftir þetta sumar er þó heilt yfir stórglæsileg og ég hlakka til að sjá Bellamy aftur í treyju Liverpool. Ég hef fulla trú á því að hann muni skila ágætu verki fyrir klúbbinn í vetur.

  241. Ótruleg þessi deild; Manchester United kaupir bestu leikmenn frá Tottenham, við kaupum bestu leikmennina frá Newcastle, Chelsea bestu leikmennina frá okkur (fyrir utan Gerrard en þið munið þá sögu uff) og City kaupir alla bestu leikmennina frá Arsenal. Þetta myndi aldrei gerast á Spáni t.d., ein af ástæðunum afhverju þessi deild er sú besta í heimi.

  242. Ég skil ekki af hverju einn af okkar bestu mönnum er látinn fara frá liðinu, og hvað þá til samkeppnisaðila um meistaradeildarsæti
     

  243. Verð að játa að þessar fréttir með Meireles hafa stuðað mig verulega. Meireles er klárlega frábær leikmaður og var mikilvægur hlekkur í liðinu. Það segir sig bara sjálft að þar sem að Dalglish notaði hann í síðustu tveimur leikjum amk var hann framar Spearing og Shelvey í goggunarröðunni. Líka svekkjandi að þurfa selja hann til liðs sem við erum í baráttu við um meistaradeildar sæti og jafnframt svekkjandi að geta ekki keypt annan leikmann í staðinn. Mér sýnist að þá sé endanlega búið að hreinsa öll fingraför Hodgson af liðinu sem má líta jákvæðum augum.

  244. Leiðinlegt að missa hann og ég er því miður viss um að hann verður mjög góður hjá Chelsea. Hann er leikmaður sem gerir þá sem spila með honum betri sömuleiðis og ég sé mest eftir því að hann verði liðsstyrkur fyrir CFC frekar en missir fyrir LFC.

    En í lok dags þá erum við með meiri breidd í sóknarlínunni og minni á miðjunni, en persónulega þá tel ég að það hafi verði mikilvægara að eiga þrjá/fjóra(með Kuyt) strikera heldur en 7 miðjumenn. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að hann verði fúll í vetur og að það skemmi þetta feel good andrúmsloft á Anfield.

  245. Ætla rétt að vona, allra vegna að Meireles dílinn sé frágenginn, Meireles á væntanlega ekki brake á Anfield og við sitjum uppi með mann sem vill fara og það dregur úr möguleikunum á því að fá toppverð fyrir hann. Það væri svo gaman að sjá greiningu á þessum glugga hjá LFC, er þá að tala um netto/brútto eyðsla í leikmannakaup og hvaða breyting hefur orðið á launagreiðslum eftir þessa tiltekt.

  246. Miðað við sem Benayoun og Torres hafa sýnt hjá Chelsea þá virðist sem Meireles sé nú kominn yfir hátind ferils síns og á hraðri niðurleið

  247. þar sem Meireles vildi fara þá varð að selja hann. höfum ekkert við óánægða menn að gera í liðinu en það er skítalykt af þessu.

    Chel$ki er að verða varalið LIVERPOOL 

  248. Þeir fá mest fyrir peninginn að selja Meireles núna heldur en að láta hann súrna í vetur á bekknum. 
    Vissulega góður leikmaður með gott auga, góð skot en hann er 28 ára.  Það eru yngri leikmenn í dag sem þeir eru að byggja upp á og svo eigum við væntanlega von á kaptain fantastic fljótlega inn í liðið.
    Meireles hefur sjálfur áttað sig á stöðunni og viljað fara.
    Ekkert annað þá en að selja hann, verst hinsvegar að hann valdi Chelsea áf öllum.

     

  249. Portúgalinn er farinn af því að hann er 28 ára og toppaði í 5-6 leikum í fyrra. Þess utan vildi hann tvöföldun launa. Vont að missa hann- en aðrir eiga mikið inni ef þeir fá tækifæri,

  250. Slæmt að missa Meireles en sennilega lítið hægt að segja við því. Hann hefur viljað hærri laun og meiri spilatíma. Maður hefði samt viljað sjá skiptidíl með Sturridge en svona er þetta. Mjög ánægður að fá Bellamy í stað N’Gog. Held að það hafi verið mjög klókt og muni nýtast okkur vel. Annars frábær frammistaða hjá Commoli og co í þessum glugga. Að ná að hreinsa alla þessa pappakassa út er mikið afrek.

  251. Meireles var að fá 30þ pund á viku á síðasta tímabili… átti að hækka núna, en samningurinn sem hann gerði munnlega við Gillett og Hicks var víst ekki á pallborðinu hjá FSG núna… skil Meireles alveg að hann hafi verið fúll og ég er svosem ekkert sáttur við að hann sé farinn til rússans…. EN muniði þegar Torres fór , ALLT CRAZY en svo reddaðist þetta eins og alltaf. Treysti Comolli og Kenny 150% til að stjórna þessu batteríi sem LFC vélin er…  En sárt að missa Meireles, flottur fótboltamaður EN hann var vanalega farinn útaf á 23 mín meiddur 

  252. Þessi bomba frá Meireles á lokasekúndunum er að ná að svekkja mig töluvert. Þetta er nú svosem ekkert að fara að gera Liverpool einhvern mikinn skaða, ljóst að hann er ekki byrjunarliðsmaður hjá Kenny og tækifærum hans hefði enn fækkað þegar Gerrard kemur aftur. Hinsvegar gæti ég reitt af mér hárið og togað af mér neglurnar a pirringi yfir því að hafa AFTUR og með ótrúlega skömmu millibili misst heimsklassa leikmann til Chelsea! ARGH!!

  253. Þá er væntanlega öllu lokið í viðskiptum fram í janúar. Það fer ekkert á milli mála að það er slæmt að missa Meireles núna í lokin. Hann er frábær leikmaður og býður upp á öðruvísi optiona heldur en aðrir miðjumenn Liverpool. Sama má líka segja um Aquilani. En miðjan er samt sem áður mjög vel mönnuð.

    Ég tek líka fram að mér finnst upp á síðkastið að liðið hafi verið að spila 4-1-4-1 eða 4-1-3-2, mér hefur sýnst Lucas vera einn djúpur og allir fyrir framan hann, Adam, Henderson, Downing og Suarez/Kuyt hafa allir verið mjög hreyfanlegir út á báða kanta og holu. 

    En staðan er þá þessi:

    Djúpir miðjumenn: Lucas, Spearing, Adam, Gerrard

    Fremri (holu/kant) miðjumenn: Gerrard, Kuyt, Downing, Suarez, Shelvey, Bellamy, Adam.  

    Það þurfa að verða gríðarleg meiðsli ef þessi hópur (fyrir aftan senter) á ekki að geta fúnkerað sem gríðarsterk heild sem á eftir að éta flestar miðjur í deildinni. Síðustu ár hefur sköpunargleðina kannski vantað og það er það sem maður hefur hvað mestar áhyggjur af því Meireles og Aquilani eru jú mjög skapandi og flottir leikmenn. Hins vegar má segja að Downing, Adam og Henderson hafi þennan sköpunarkraft sem þarf til að skapa færi fyrir Suarez, Kuyt, Bellamy og Carroll. Verst bara að þurfa að styrkja Chelsea svona… 

  254. getur einhver frætt mig um hvað nettóeyðsla Liverpool er í sumar?

  255. “The most important people at this football club are the people who want to be at this football club”

    King Kenny Dalglish eftir snilldarsöluna á Torres.

     

    Ég er svekktur að sjá Raul Meireles yfirgefa Anfield eftir eitt flott tímabil, en um leið er þessi setning hans Kenny svo fullkomið lykilatriði í öllum fótbolta, hvar sem hann er spilaður í heiminum.  Hvort sem er á Raufarhöfn eða í Barcelona.

    Það er ljóst að Chelsea var að eltast við Modric en þegar nei-ið var klárt þaðan í morgun þá hefur Raul farið fram á sölu til að fá að fara til þeirra bláu.  Þetta hefur verið planað fyrirfram að einhverju leyti þó að félagið hafi ekki sent neitt frá sér fyrr en í kvöld.  Örugglega einhvern tíma verið reynt að fá Sturridge inn í pakkann en þar sem það gekk ekki þá fáum við bara virkilega flottan pening fyrir mann sem ekki vill vera á Anfield.

    Aqua vildi vera hjá kærustunni á Ítalíu, Raul vill fá hálaunasamninginn sinn hjá Chelsea.  Fínt fyrir þá, fari þeir í friði.  En þeir eru einfaldlega bara partur af “heilhreinsuninni 2011” sem varð hjá klúbbnum okkar.

    Væntanlega verður farið í að skoða leikmannahóp félagsins á næstunni hér og þá kemur í ljós að á 8 mánuðum er búið að hreinsa út alla þá leikmenn sem ekki höfðu hlutverk, eða voru að missa af hlutverkinu hjá klúbbnum og fá í staðinn góða leikmenn sem munu hafa stór hlutverk.

     

    Við höfum losað töluvert magn en fengið mikil gæði!!!

    Frábær leikmannagluggi að baki – langt ofan mínum væntingum, sem þó voru miklar!!!

  256. Gáttaður á því að Degen sé farinn. Maður sefur ekki vært í nótt

  257. Þetta er allt í lagi við getum alveg verið með þessa miðjumenn sem fyrir eru núna fram í janúar!! og þá kaupum við einhver fínan miðjumann í staðinn

  258. Ég er ekki sammála að það sé hræðilegt að selja Meireles. Hann er góður leikmaður en var ekki á undan Lucas, Adam og Henderson í goggunarröðinni og hefði misst Gerrard fram fyrir sig líka með endurkomu fyrirliðans. Við erum í raun að fá 12m punda fyrir 29 ára gamlan 5. valkost Dalglish á miðjuna, mann sem var vitað í allt sumar að væri til sölu og að hann fengi ekki launahækkunina sem hann vildi fá.

    Mér líkar vel við Raul sem leikmann, en ég græt þetta ekkert. Við erum með feykimikla breidd á miðjunni og sjáum ekkert eftir honum í vetur. Í raun má setja þetta svona upp: salan á Meireles fjármagnaði kaupin á Adam OG Enrique. Moneyball.

  259. AAAAA FUU******* var að vonast eftir því að Meireles myndi ekki fara! fyrst Torres síðan Meireles!! hvað er að gerast 🙁 en velkominn Craig Bellamy

  260. Hefði verið gaman að vera með Aquilani í hóp núna.

    Hefðum átt að okra aðeins meira á Chelsea. Fá peninginn og annaðhvort Sturridge eða Kalou með.
    Finnst þetta ekki góð skilaboð til annara keppinauta í deildinni að selja einn af okkar bestu mönnum til keppinautanna.

    Tottenham neituðu 40m tilboði í Modric… come on !

  261. Ívar, hvenær sástu Gerrard síðast spila djúpt á miðjunni? Ég held að það sé töluvert langt um liðið.

  262. Ef þetta er sett upp svona eins og maggi póstar þá eru þetta mjög góð viðskipti. 

    Annars er Crouch farinn til Stoke á 10m punda  

  263. Gott að fá Bellamy. Ef við erum komnir með forkaupsrétt á Hazard þá eru það frábærar fréttir. Það er slæmt að missa Meireles en við fengum gott verð fyrir hann.

    Í það heila þá er þetta ótrúlega gott sumar og spennandi tímar framundan.

    Liðið sem er farið er hinsvegar mjög sterkt.

       Gulacsi
    Darby/Insua            Ayala                             Kyrgiakos               Konchesky
    Jovanvic                Poulsen                         Aquilani            Cole
        
                              Meireles      Ngog                                                                                                                                                                                                      

  264. Magnús T. Það er mjög langt síðan. Set hann enda fjórða kost sem djúpan. En kostur engu að síður. Að sama skapi er Adam varla djúpur miðjumaður heldur þegar allt er með felldu. En hann er samt sem áður kostur þar.

  265. Takk fyrir góða umfjöllun. Gott að geta bara fylgst með þessu í rólegheitum hjá ykkur. Vönduð framsetning hjá ykkur.

  266. Í fljótu bragði þá sýnist mér að við nettó eyðsla Liverpool frá áramótum sé c.a. 45-50mGBP.  Ekki slæmt 🙂

  267.  

    Rory Smith

     
  268. Crouch til Stoke. Jæja, þá þarf bara að fjárfesta í fleiri handklæðum fyrir Rory Delap.

  269. Chel$ki eru með Lamps,Essien,Ramires,Meireiles,Obi Mikael
    á meðan við erum með Gerrard, Adam ,Lucas,Henderson og Spearing.
    Og eru menn að tala um að við séu vel mannaðir á miðjunni?
    Frekar pirraður núna eins og ég var sæll fyrir 2 tímum :S

  270. @ 393

    Lampard búinn á því, Essien meiddur endalaust, Ramiers hefur lítið getað og Obi Mikel er ömurlegur. Gerrard kemur ferskur, Adam og Lucas búa til flott combo, Henderson endalaust efnilegur og svo eigum við bæði Spearing sem stóð sig vel í fyrra og Shevley sem Daglish elskar. Mér líður ágætlega.

  271. #393 Lárus I 

    Essien er úti hálft ef ekki allt tímabilið, Lampard er að dala, Ramires er ennþá ? merki fyrir mér og svo er Obi Mikael ekkert betri en Lucas, lucas er betri

    Meireles vildi ekki vera og Kenny vil ekki svoleiðis leikmenn. Hversu oft hefur hann komið með surprise sölu. 

  272. Lárus I (#393): Essien verður frá hálft tímabilið, Lampard er 32ja ára og á erfitt með meiðsli (svipað og Gerrard), Ramires er ungur og kraftmikill (eins og Henderson), Obi Mikel hefur verið að láta Lucas éta sig í síðustu viðureignum og þá eru eftir Adam og Meireles og Adam var valinn fram yfir Meireles hjá okkur. Bættu svo Spearing, Shelvey og Coady við.

    Ennþá pirraður?

  273. Ég bara verð að óska Craig Bellamy velkomin heim 🙂 Ég er mjög spenntur fyrir að fá hann aftur, veit ekki afhverju held bara að hann eigi eftir að valda usla þegar hann mun fá tækifæri 🙂

  274. Meireles er hundrað sinnum betri í fótbolta en henderson og lucas. Hann getur leyst allar stöður á miðjunni, getur spilað bolta, skotið og varist. 

    Það sem mér finnst fáránlegt við þessa sölu er að það virtist alltaf verið ákveðið val, hvort ætti að halda Aquilani eða Meireles. Ég var alltaf á því að halda báðum, en hefði sætt mig við að annar færi. Nú eru báðir farnir og við erum ekkert að fara treysta á að Gerrard, Adam og Lucas spili alla leiki. Henderson á eftir að sanna sig og þó að Spearing hafi spilað _LANGT_ yfir getu á síðasta tímabili þá er hann ekki góður.

    Og afhverju kreista menn ekki meiri pening útúr Chelsea, 12 milljónir fyrir góðann miðjumann á lokadegi þegar við getum ekki reddað öðrum? Við punguðum út 35m.p. fyrir Carroll vegna þess að þetta var i lok glugga og NUFC gátu ekki reddað manni í staðin.  

  275. Hvern fjandinn! Eins gott starf sem Commoli og KD voru búnir að vinna, að selja Meireles til CHELSEA sem verður keppinautur okkar á þessu tímabili er frekar pirrandi!. Styrkja þá og veikja okkur. Breiddin minnkar hjá okkur við þetta, þar sem Meireles er aldrei lélegari leikmaður en adam eða henderson að mínu mati. Styrkja breidd Chelsea við þetta og láta þá fá leikmann sem þeim hefur vantað, í stað þess að láta þá skíta í sig með þessi Luka Modric fail kaup. Andskotinn hvað ég er pirraður….af hverju heimtuðu þeir ekki Sturrigde í skipti! En fyrst of fremst AF HVERJU HÆKKA þeir ekki launin hans bara jesús. Hann á það alveg skilið. En þá hlýtur maður að spyrja sig hvort að Meireles var nokkuð tíman í langtímaplönum þeirra, því að ef svo væri þá hefður þeir borgað honum.

    En selja hann þá bara í jan. kommon. Er 12 mill. pund það gott fyrir þennan leikmann? Veit það ekki!
    Verð bara að viðurkenna að ég sé pirraður yfir þessu! 

  276. Það að Tottenham neitaði 40m tilboði í Modric er hreint út sagt heimskulagt að mínu mati.
    Hann er góður en ekki það góður. Peningurinn hefði getað nýst þeim í 2-3 leikmenn í staðinn og sterkara lið.

    Ég sé aðeins eftir Meireles en það mun ekki vara lengi. Erum að fá eins mikið fyrir hann og hægt er held ég. Hann er góður en ekki frábær og á ekki mörg topp ár eftir.

    Að öðru leyti er þessi gluggi fullkominn. Sérstaklega að ná að hreinsa ruslið út. Nú geta menn einbeitt sér að uppbyggingu. Nýir eigendur og stjórnendur snillingar.
    Fullkomin snilld. 

  277. #393 – Ekki gleyma Maxi, Kuyt og Shelvey sem spila allir á miðju/kant og einnig Downing. Svo var Bellamy að koma í kvöld.

    Allt fjölhæfir leikmenn sem geta leyst margar sömu stöður og Meireles. 

  278. Mætti í Jóa Útherja um daginn og ætlaði að merkja treyjuna mína valið var á milli Lucas og Meireles en ég tók Lucas Halelúja, Merry Christmas og Good Morning eins og Mixarinn eini og sanni segir það !

  279. @395-7Vá copy/pasteuði þið allir sama reply-ið 😀
    Já Já ég treysti alveg kónginum en það er alveg eins hægt að seigja að Gerrard sé að dala eins og Lampard og hann var nú meiddur lungað úr síðasta tímabilið. Eins er hægt að seigja að Ramires sé efnilegur eins og Henderson. Lucas er mikklu betri en Mikel það er bara staðfest . Hefði samt alveg viljað hafa Meireiles og Aqulani á bekknum ef Lucas eða Adam meiðast eða þreytast í vetur

  280. Nú gæti Torres farið að skora þar sem hann er loksins komin með mann sem getur sent á hann boltann úr öllum mögulegum og ómögulegum áttum og stöðum. Slæm skipti, Meireles og Adam. ARG.

  281. Guð minn góður hættiði að segja svo Shelvey, Spearing eða Coady. Þeir eru í 3 klössum neðar en Meireles, jújú mér finnst spearing alveg getur alveg fyllt upp í stöður í nokkrum leikjum, en það er í neyð finnst mér. Shelvey getur ekkert eins og staðan er í dag og hver er þessi Coady (jú einhver sem spilar með varaliðunu)

    Þurfum ekkert að panikka, það er rétt…..en maður var bara svo ánægður með breiddina sem við höfðum!!! 

  282. Vonandi að salan á Meireles þýði bara að Eden Hazard komi næsta sumar.

  283. Andsk…..ég ætla ekki að tjá mig fyrr en á mrg…..fæst orð bera minnsta ábyrgð!

    Svo markt sem maður gæti kennt útlendingi akkurat núna, svona skemmtileg orð!!!!!!

    YNWA – King Kenny we trust…. 

  284. Nr. 409 Don´t ask. 

    Annars mjög sáttur við árið í heild á leikmannaglugganum. Þetta er mögulega bestu leikmannaviðskipti okkar síðan Heskey var seldur.  

  285. Mikið er ég feginn að þetta silly season er á enda. Er mjög sáttur við stöðuna hjá liðinu þá meina ég leikmanna hópinn og stjórnendur.
    Er búinn að vera að vinna í allt kvöld og vill því þakka ykkur öllum á kop.is fyrir að uppfæra mann.

  286. Ég er sammála Patreki Súna og þakka ykkur kærlega fyrir þessa mögnuðu síðu

  287. Ég játa það að tímasetningin er furðuleg á þessari sölu á Meireles.
    Ég bjóst við þessu miklu fyrr , það er alveg ljóst að King Kenny vill ekki spila Meireles á hjartanu á miðjunni, ég held að ástæðan sé bæði líkamleg bygging hans og hraðinn, Kenny notaði hann talsvert útúr hans bestu stöðu og það er ekki hægt að neita því að Meireles stóð sig mjög vel hjá Liverpool og maður saknar hans í kvöld.. Það mun hinsvegar koma á daginn að það var gott að selja hann, alveg eins og með Torres..

    King Kenny reyndi nokkrum sinnum í sumar að nota Meireles sem skiptimynt en það tókst ekki, Það er samt mjög sárt að horfa á eftir þessum tattoo gaur yfir til þeirra bláu en þó ekki eins sárt og þegar Torres fór  ..

    Það er ágætt að hugsa þetta bara svona : Chavski have given us £62m in 2011,paying for Suarez,Downing,Adam, Jose Enrique & Coates.Now we know why they call scousers thieves #Robbed

  288. bbc_matt Matt Slater 
     

    Best signing: Phil Jones. Best overall window: #lfc Best punt: Hargreaves. Best hold: Modric. Worst rumour: A Johnson to Stoke

    frekar sammála 

  289. Hvað er málið með Liverpool og félagskiptabeiðnir? Alonso, Torres, Meireles og Mascherano gerðu þetta allir. Þoli ekki svona leikmenn! FOKK

  290. Meireles er vissulega búinn að vera í uppáhaldi hjá mér, og ég hefði frekar viljað hafa hann ánægðan hjá liðinu og með fast sæti í byrjunarliðinu, en svona fór þetta og þá þýðir ekkert ef og hefði. Við sjáum nú bara hvað liðið er betur sett eftir Torres dílinn.

    Að öðru: er ekki málið að bæta Suarez inn í bannerinn?

    Annars var ég bara mjög sáttur við Gluggaveðrið í dag… 

  291. Allt frábært NEMA salan á Meireles ! Þoli ekki að við séum að selja okkar bestu leikmenn til celski.  Gjörsamlega óþolandi ! ! ! ! Við erum að selja heimsklassa miðjumann til liðs sem er í baráttu við okkur um topp fjögur sæti.  Það hefði verið miklu betra að selja hann í aðra deild, eða þá bara að bjóða honum þau laun sem hann á skilið og halda honum.  Það þýðir samt ekki að gráta Björn bónda.   Ég treysti KKD og Comolli fyrir þessu, þessi sala skilur samt eftir smá biturt bragð í munni.  Ég held að Meireles eigi eftir að brillera, vona bara EKKI á móti LFC :-/

    YNWA

  292. Tekið transfer blogginu á Soccernet.

    John Brewin: 
    “More news: Liverpool have cancelled the contract of Philipp Degen by mutual consent. They have all but cleaned out the deadwood from the Hodgson era but that rather large floater from Rafa’s time was still to be flushed out.”

    Held það sé algerlega ómetanlegt að hafa losað út nánast allt ruslið eftir fyrri stjóra. Þetta er eins og að vera sárþjáður með risa gallsteina, rembast í marga daga og ná síðan að skíta þeim öllum út í einum rykk!
    Núna getum við byrjað alvöru “uppbyggingu”. Bara keyptir menn sem stórbæta liðið og henta núverandi stjórum.

    Meireles farinn ok, verum bara jákvæðir og segjum að peningurinn fyrir hann verði lagður til hliðar og fari beint í að kaupa Eden Hazard eða einhverja stórstjörnu í janúar þegar Lille verður dottið úr CL. Gerrard er að koma fljótlega tilbaka, Monster trukkurinn Coates byrjar að valta yfir menn fljótlega og allt liðið að slípast betur saman dag frá degi. Áfram veginn… 

  293. Meira vælið útaf Meireiles.  Hann var góður á seinasta tímabili í meðalmennskufótbolta Hodgsons.  Ekki erfitt að standa út úr, komandi frá Portúgal þar sem sýniþörfin en ívíð meiri en á Englandi.  

    Shelvey verður betri, hefur átta ár til að ná því.  

     

  294. Það mætti halda á viðbrögðum sumra að Comolli og félagar hefðu verið að selja Meireles til þess eins að styrkja Chelsea. HANN FÓR FRAM Á SÖLU! Meireles fær sjálfsagt byrjunarliðssæti hjá CFC enda töluvert lakari miðja sem þeir hafa (sérstaklega þegar Essien er meiddur), hann fær mikið hærri laun og spilar fyrir fyrrum stjóra sinn og samlanda. Hann þjónaði Liverpool vel og við erum ekki klúbbur sem kemur illa fram við góða þjóna og neyðir menn til að spila gegn vilja sínum. Hann kom á aðeins minni upphæð, var á skítalaunum og er 29 ára. Þrátt fyrir að maður óskaði ekkert eftir þessu, þá er þetta bara ágætis business.
    Meireles hefur verið ‘hæpaður’ mikið fyrir síðastliðin janúar mánuð og einhver internet kosningarverðlaun. Hann var alltaf á eftir Lucas, Kuyt og Suarez sem ‘leikmaður síðasta tímabils’. Ekki að hann sé ekki frábær leikmaður, hann var bara aldrei að fara að vera meira en rotation maður hjá okkur þetta tímabil.
    …og var ekki annars búið að afgreiða þetta Aquilani mál? Vildi spila á Ítalíu og við viljum ekki vera með ósátta menn. Hann er líka afar takmarkaður í hápressu og í raun alveg óskrifað blað á Englandi. Mig langaði amk ekki að halda honum og ekki eins og við gátum afturkallað hann löngu síðar þegar Meireles fer fram á sölu.
    Það að lfc.tv hafi birt frétt af sölubeiðninni hálftíma fyrir lok gluggans þýðir alls ekki að hann hafi lagt hana fram á þeim tíma. Ég kveð Meireles amk á góðum nótum (annað en Torres) þrátt fyrir áfangastað. Venjulega myndi ég nú óska honum góðs gengis líka en fyrst þetta er Chelsea þá er það besta sem ég býð að óska honum góðs gengis á móti Manu.
    Grínaðist við vin minn í dag að ef ekkert lið vildi Degen þá ættum við bara að borga honum launin hans og losna við hann bara til að þurfa ekki að sjá nafnið hans þegar maður horfir á ‘lista yfir leikmenn liðsins’. Það gerðist meira að segja! Frábær leikmannagluggi!

  295. Hugsanleg sala á Meireles hefur legið í loftinu í allt sumar þannig að ég var fyrir mitt leyti löngu búinn að sætta mig við það sem orðinn hlut. Eina sem var óvænt við það var hversu seint við fréttum af því og hversu vel gengur núorðið að halda dílunum leyndum fram á síðustu stundu. Ef Meireles hefði verið til í að berjast fyrir sínu sæti í liðinu og vera hluti af uppbyggingu og endurreisn Kenny, Commolly og FSG á Liverpool þá hefði það verið honum til hróss.

    En á endanum þá kýs hann SJÁLFUR að þvinga í gegn sölu til erkifjenda okkar og keppinauta og þannig mann gengur ekki að hafa hjá félaginu. Af biturri reynslu frá því í janúar þá höfum við lært að það er oftast fyrir bestu að sætta sig við orðinn hlut og reyna að gera það hagstæðasta í stöðunni. Hvað sem sumir vilja gera lítið úr getu Shelvey, Coady, Spearing o.fl. þá eru þeir efnilegir og nothæfir valkostir í stöðu Meireles. King Kenny hefur í það minnsta trú á þeim og mér finnst að við ættum að treysta hans mati á því.

    Það hefði verið spennandi að fá Sturridge í staðinn eða jafnvel einhvern annan sóknarvalkost af bekknum en annað hvort kusu Kenny & Commoli að bæta ekki við sig að svo stöddu eða féllu á tíma með það. En ef illa gengur eða meiðsli herja á mannskapinn þá erum við vel gíraðir eftir þessa massífu tiltekt til að gera innkaup í janúar, hvað þá að fjárfesta hraustlega í að styrkja liðið næsta sumar þegar við erum komnir í CL á ný. Og ekki gleyma því að við höfum ekki verið í CL í 2 tímabil með tilheyrandi tekjumissi og engin Eurotrash þýðir mun færri leikir og minna álag. Því er þörfin á Meireles minni og breiddin hverfur ekkert með einum leikmanni. Give youth a chance.

    Þegar Torres var seldur fengum við strax stóran 35 millu tagl-hærðan plástur á sárið sem létti strax sársaukann. Núna vantar kannski þennan plástur en sársaukinn ætti að vera minni enda Meireles stoppað stutt við og einnig þá er Liverpool í mun heilbrigðara ástandi en í janúar. Tökum því á þessu með karlmennsku og höldum í þá bjartsýni og jákvæðni sem hefur ríkt síðan kóngurinn kom aftur. Fullorðnir púlarar þurfa ekki að láta kyssa á bágtið á sér. Sýnið stillingu og styrk.

    Takk fyrir sumarið Commolli. Þú hefur unnið fyrir haustfríi.

  296. Lille kemst ekki upp úr riðlinum í CL . Liverpool verða í 2. sæti um áramótin og comolli með mereles seðlana í veskinu fer til france. Jcole heldur að hann se að koma að sækja sig en hann lætur Lille fá peningin tekur Eden Hazard og vegabréf j.Cole með ser aftur til Liverpool !! trúið mer 10 janúar 2012 !

  297. Mér finnst svei mér þá sumir hérna vera að gefa í skyn að þetta hafi actually verið fínt mál, að missa Meireles. Gott mál að vera ekki að einblína á neikvæða hluti, en það er nú allt í lagi að ræða þetta og horfast í augu við staðreyndir: 

    Að missa Meireles á lokadegi gluggans til Chelsea og fá engan inn í staðinn veikir Liverpool og styrkir keppinauta okkar.

    Þetta er nú bara staðreynd. Eins og bent hefur verið á þá er þetta enginn heimsendir, en það þarf nú ekki að horfa lengur til baka en á Arsenal leikinn til að sýna fram á hversu gott það getur verið að hafa sterka leikmenn tilbúna á bekknum til að brjóta leikinn upp þegar þess þarf. Málið er líka það að við MISSTUM Meireles til Chelsea. Þetta var ekki eitthvað snilldarplott há Comolli, Henry og Dalglish að selja Meireles til einna af helstu keppinautum okkar nokkrum sekúndum áður en glugginn lokaði og kaupa engan í staðinn. Við neydumst til að selja hann þar sem Meireles sendi inn skriflega sölubeiðni. Þetta var ekki eitthvað sem menn reiknuðu með á Anfield, planið var að halda Meireles. 

  298. Alveg fyrirgef ég þeim söluna á Meireles þegar ég sá að LFC er búið að láta Degen fara ! ! !  Síðasta fúna eldspýtan í stokknum.  KKD og DC eru svo sannarlega búnir að vinna fyrir laununum sínum, og gott betur.

    YNWA

  299. Þó það sé leiðinlegt að Chelsea styrkist eithvað með Mereiles,(ef það gerist, hver veit?). Þá er ég samt svo alveg viss um að við eigum eftir að enda í fjórum efstu að mér er bara skítsama. Verður bara ennþá sætara að vinna Chelsea, þegar þeir verða með Obi Mikuel þarna á miðjunni eithvað að reyna að vera fyrir og Terry og Alex eldgamla í miðverðinum, eiga ekkert eftir að ráða við Suarez og Carrol. Svo hvað haldiði að fokking Mereiles skipti eithverju máli. Hann er EKKERT fyrir mér.  

  300. Leikmaður ársins í fyrra látinn fara eftir eitt ár í okkar herbúðum 
    Óskiljanlegt!! 

  301. Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari sölu á Meireles til Chelsea af öllum liðum. Chelsea er líklega það lið sem kemur til með að veita okkur hvað harðasta samkeppni um eitt af efstu sætunum og þess vegna finnst mér algjör óþarfi að styrkja þeirra stöðu gagnvart okkur.

    Maður hefði mildast aðeins, hefðum við fengið Sturridge í skiptum, eða það háa svo háa upphæð að ekki hefði verið hægt að hafna henni. Ef eitthvað er að marka slúðrið þá voru Liverpool búnir að hafna álíka upphæðum frá Inter og Juventus.

    Mesta klúðrið finnst mér þó það að endurbæta ekki samning Meireles. Talið er að hann hafi verið á 30k vikulaunum og skiljanlega var hann óánægður með að fá ekki í gegn þá hækkun sem hann vildi. Mér finnst líklegt að Chelsea þrefaldi laun hans.

  302. Merkilegt að hugsa til þess að Liverpool er núna aðeins með 19 manns sem þarf að skrá í 25 manna hópinn.

  303. Voðalega eru sumir með þykka pönnu!  Loyalty has a price.  Þannig er fótbolti í dag.  Við vildum ekki gefa Mereles launahækkun,  hann fer þá bara þar sem hann fær hana.  Þetta er ekki flókið.  

    Setjið ykkur sjalfa í þessa stöðu.  Ef þið gætuð fengið helmingi hærri laun einhvers annars staðar fyrir sömu vinnu.  Er það bara ekki díll? Takk fyrir mig og bless.   Mereles er fínn leikmaður en ill get over her!  

    Liðið er margfalt sterkar en í fyrra og maður á ekki að láta eitt rotið Mereles epli skemma þennan snilldar glugga.  Vor og jólahreingerning rumpuð af með stæl á nokkrum vikum og hópurinn er nánast óþekkjanlegur.  Það voru svo margir floaters að manni var farið að þykja vænt um þá 🙂  Þetta er snilld og ég helvíti sáttur miðað við undanfarin ár hjá okkar ástæla klúbbi.  Vonandi haldast menn heilir svo að þessi hópur komi okkur aftur meðal þeirra bestu.

  304. Er þessi miðnætursala á Meireles til Chelsea (af öllum liðum) á 12 milljón pund þá enn eitt snilldarmúvið hjá Comolli & co?

  305. Látum ekki eins og börn, þó menn eins og Meireies fari í skjóli myrkurs og komi sér fyrir í höllum höfðingja að austan. Aðrir hafa farið á undan. Þarf að nefna einhver nöfn? Við höfum líka selt menn. Fótboltamenn eru ekkert annað en dýrustu farandverkamenn heims. Loyalty er liðin tíð.

  306. #437 Helgi. Börn væri ánægð með að fá peningin.  Ég held að þetta gæti reynst okkur dýrkeypt, en það hélt ég reyndar líka með torres.  😉

    YNWA

  307. Æææææ, ég var að kaupa nýjan búning á dóttur mína. Hún er svo hrifinn af Sviss að ég setti Degen á hann. Hvað gera bændur nú?

  308. Við verðum að sætta okkur við það að það eru nokkur lið enn á undan okkur og við getum talið okkur heppna ef við náum 4.sæti. United eru margfalt betri en við og Chelsea og City klárlega betri, Arsenal á því miður eftir að rétta úr kútnum. Veit ekki hvort það sé sniðugt að kaupa geðveika menn eins og Bellamy og ég á enn eftir að sjá að Carrol sé 35m+ virði en ef Carragher er heill í allan vetur þá gerum við atlögu að toppnum

Félagaskipti og slúður – uppfært: Coates kominn!

Leikmannaglugginn lokaður