Roy Hodgson. Ekki svo slæmur? (uppfært)

Uppfært (EÖE): Einsog menn smám saman áttuðu sig á í kommentaþræðinum við þessa færslu þá var verið að steggja mig og hluti af því var þetta djók, sem var skrifað og sett inn af vinum mínum í gær.

Twitterheimar loguðu í morgun. Umræðuefnið var ævisaga Kenny Dalglish sem kemur út þann 21. þessa mánaðar. Bókin fer ítarlega yfir aðstæðurnar í kringum klúbbinn yfir valdatíð G&H. Kenny var náttúrulega viðstaddur mikið af baktjaldamakkinu, deilunum og svikunum í embætti sínu sem sendiherra Liverpool áður en hann tók við stjórnartaumunum. Mikið af áhugaverðum staðreyndum litu dagsins ljós í morgun en mig langar að ræða eina þeirra sérstaklega hér. Ég vona að Babú fyrirgefi mér að koma með þennan pistil svo stuttu eftir leikskýrsluna hans – en ég er búinn að velta þessu fyrir mér lengi.

Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum mun ævisaga Kenny innihalda kafla um hvernig G&H ásamt öðrum öflum (Broughton?) innan Anfield hafi grafið markvisst undan stjóra liðsins. Það sem er áhugavert við þetta er að stjórinn sem um ræðir er ekki Rafa Benitez heldur Roy Hodgson. Þetta er eitthvað sem mig hefur grunað í nokkurn tíma og ég er þeirrar skoðunar að hefði Roy fengið almennilegan stuðning frá klúbbnum eða í versta falli ekki verið fórnarlamb niðurrifsstefnu G&H, þá hefðum við ekki horft upp á andlaust Liverpoollið um miðbik deildarinnar.

Ekki misskilja mig. Roy skoraði sinn skerf af sjálfsmörkum. Nægir að horfa til skelfilegrar uppstillingar á móti Manchester City í byrjun tímabilsins. Hins vegar vil ég meina að Roy hafi aldrei fengið sanngjarnan sjéns með Liverpoolliðið.

Förum yfir staðreyndir.

Roy hefur náð ótrúlegum árangri með fjöldann allan af liðum. Nægir þar að nefna Halmstad og Malmö í Svíþjóð. Menn benda gjarnan á það að þetta séu smáklúbbar og að Liverpool hafi verið nokkrum númerum of stór fyrir Roy. Það er rétt að þessir klúbbar eru langt frá Liverpool í stærð, sögu og getu. En eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm 2 ár og hlustað á margan fótboltaspekinginn og heimamenn almennt fara fögrum orðum um þennan fyrrverandi stjóra okkar ástkæra klúbbs verð ég að segja að árangurinn sem Roy náði í Svíþjóð var engin tilviljun.

Hann kippti náttúrulega sænskri knattspyrnu inn í nútímann með því að innleiða 4-4-2 kerfið með fljóta kantmenn og stóran framherja. Þetta kerfi, ásamt öguðum varnarleik (nokkru sem við margbölvuðum í fyrra) skilaði honum verðskulduðum árangri. Svo góðum reyndar að Malmö bauð honum æviráðningu og margur Svíinn eignar Roy góðan árangur Svíþjóðar á HM ’94, þ.á.m. Tomas Brolin sem minntist á hann í ævisögu sinni og telur hann einn af þremur mestu áhrifavöldum á sænska knattspyrnu.

Ef menn horfa yfir feril Roy þá er einn hlutur sem einkennir liðin sem hann náði árangri með. Tími. Roy er ekki þekktur fyrir að snúa gengi liða á punktinum. Þvert á móti kemur hann inn með langtímaáætlun og aga og yfir nokkrar leiktíðir má sjá umtalsverðar breytingar á liðinu. Sjáið hvernig hann leggur upp æfingarnar með því að fara í gegnum situation play, aftur og aftur og þann árangur sem það skilar! Sjáið árangur hans með Sviss. Sjáið árangur hans með Finnland. Svo ekki sé minnst á Inter!

Ég kvartaði náttúrulega manna mest yfir leikstíl liðsins undir stjórn Roy, en þegar ég horfi til baka þá var ég ekki endilega alveg sanngjarn.

Ímyndið ykkur t.a.m. að Roy hefði fengið Downing og Carroll, eða með öðrum orðum ef Roy hefði fengið þennan hraða kantara og stóra framherja sem hann vildi alltaf fá og margbað um. Ímyndið ykkur að Roy hefði fengið 1-2 tímabil með þannig liði.

Enginn er gallalaus. Vandamál Roy voru að mínu þrenn:

Í fyrsta lagi fékk hann ekki þann stuðning sem hann átti skilið. Hann fékk ekki að kaupa kantmann og framherja. Hann gerði það besta sem hann gat úr lélegum aðstæðum. Já, hann keypti Konchesky. Já hann keypti Brad Jones. En hann keypti líka Joe Cole og Christian Poulsen, menn sem ég er sannfærður um að munu sína sitt rétta andlit fyrr en síðar og bera æfingaleikirnir í Malasíu og Kína þess greinilega merki.

Í öðru lagi fékk hann ekki tíma. Það tekur tíma fyrir lið að breyta um leikstíl. Það er ekki þannig að 4-4-2 hafi bara allt í einu hætt að virka. Hefði Liverpool náð tökum á leikkerfinu og hefðu þeir verið með réttan mannskap til að spila kerfið hefði árangurinn komið fljótt.

Þriðja og síðasta vandamál Roy var persónuleiki hans. Hann er góður karl. Hann er eins og afi manns. Hann er þessi friðsæla sál sem er ekki að æsa sig. Hann spilaði ekki á pressuna. Hann hraunaði ekki yfir Ferguson. Það er alveg ljóst að hann glataði trausti aðdáenda og ensku pressunnar löngu áður en hann glataði trausti leikmannanna. Ef Roy hefði ekki verið að stjórna Liverpool á jafnmiklum umbrots- og baktjaldamakkstímum held ég að árangurinn hefði verið annar og betri.

***

Roy Hodgson gaf sig allan í starf stjóra Liverpool. Hann gerði margt gott og ef ekki hefði verið grafið markvisst undan honum hefði hann mögulega náð góðum árangri með liðið. Auðvitað urðu leikmenn hægt og bítandi þreyttir á ástandinu. Roy var það örugglega líka þó hann hafi borið harm sinn í hljóði.

Liverpoolmenn fögnuðu rækilega þegar Roy var rekinn frá klúbbnum. Ég var þar engin undantekning og ef eitthvað er fagnaði ég hæst og mest. Síðan þá hafa mörg vötn runnið til sjávar og sé ég nú að Roy var ekki alslæmur. Hann var minna rangur maður heldur en á röngum tíma.

Eitt er að minnsta kosti morgunljóst að mínum dómi: Roy vann starf sitt af heilindum og ást hans á Liverpoolklúbbnum er sterk. Ævisaga King Kenny tekur undir þetta. Svoleiðis fólk ættum við ekki að tala niður heldur tala um af virðingu – jafnvel þótt árangurinn hafi látið á sér standa.

Var Roy svo slæmur? Ég vil fá hann í embætti hjá klúbbnum. Hann myndi sóma sér vel sem sendiherra Liverpool með Thompson. Hann myndi sóma sér enn betur sem þjálfari á Melwood. Þar erum við að byggja upp mikið og gott ungliðastarf – með enskum leikmönnum – og því er mjög mikilvægt að hafa sterkan mann eins og Roy til þess að móta ungliðana okkar og beisla þessa ensku harðneskju sem við höfum séð hjá heimamönnum eins og Carragher og Gerrard og er nauðsynleg í Premier League.

Roy, You‘ll Never Walk Alone.

108 Comments

  1. þessi mannandskoti stendur fyrir útdauðri leikaðferð! smáklúbbar í pl nota hana til þess að bjarga sér frá falli, ekki lið einsog liverpool , þessi maður má bara alls alls ekki koma nálægt neinu varðandi liverpool nokkurtíman aftur , né vera hleypt inná leikvang okkar nema þá sem stjóri aðkomuliðs. 

  2. rólegur kiefer 🙂 hann hafði kanski allt á móti sér og er að mörguleiti fínasti kall og þjálfari. En að fá hann aftur til klúbbsins mundi ég verða að seigja nei takk….

  3. Að bera Sænsku deildina saman við Liverpool og þá Ensku er bara fáranlegt og hefur ekkert að seigja. og ef hann hefði fengið að kaupa menn og fengið að vera með liðið í 2 tímabil þá er toppbarátta bara alltaf lágmarkskrafa skiptir ekki hver er að stjórna þetta er Liverpool ! Og þó svo að Poulsen hafi skorað á móti Huanggong eða eitthvað í æfingarleik í kína hefur heldur ekkert að seigja, hann á ekki framtíð hjá Liverpool! Hodgson er ábyggilega fínn kall og ágætur þjálfari en sigurvegari er hann ekki ! mín skoðun.

  4. þetta leikkerfi er dautt og er ekki notað lengur af topp klúbbum, case closed 

  5. Eg legg til að þessi pistill verði fjarlægður undir eins. Bara það eitt að reyna að segja að pulsan eigi eftir að taka eitthvern þatt a næstu leiktið er bara fyrir neðan allar hellur

  6. Þetta er nú með því allra glataðasta sem ég hef lesið í langan tíma.

  7. EF????? Hodgson eflaust fínn karl, en af því er ekki spurt. Get ekki hugsað til þessa EF hann hefði klárað tímabilið með liðið. Leiðindar pæling á spennandi tímum fyrir liðið..

  8. hefði kannski verið til í að lesa svona pistil eftir cirka 3 til 4 ár……………… alltof stutt síðan þessi gaur pirraði mann óstjórnlega sem stjóri Liverpool……….

  9. Ertu fullur?… Fá hann í embætti fyrir klúbbinn? Þetta er eitthvert samviskubit sem er að naga þig því að þú varst ásamt mér og fleirrum farinn að hata “vonda” kallinn sem var að stjórna klúbbnum. Svo virðist vera að hann sé ekki þessi “vondi” gæji sem við hötuðum.

    Ok, það var kanski óréttlátt að hata gæjann, hann var ekkert “evil”. Það þýðir samt ekki að hann eigi heima í þessum klúbb. Hann á ekki heima í þessum klúbb. Púnktur.

    Nei hann á ekki að vera í embætti eða í vinnu hjá LFC

    YNWA 

  10. Get alveg fallist á það að Hodgson hafði margt og marga á móti sér þegar hann var hjá okkur. Get líka alveg fallist á að hann er betri en niðurstaðan hjá okkur sýndi. En hann var aldrei rétti maðurinn fyrir okkur. Aldrei.
    Liverpool er sóknarlið. Pass and play. Hodgson er eins og Guðjón Þórðar; fara inn með eitt stig í hendi, byggja á vörn og skyndisóknir. MJÖG árangursríkt fyrir minni lið – hörmung fyrir meistara.
     
    Reina sagði í viðtali að það hafði verið erfitt að breyta SÍNUM leikstíl til að henta Hodgson. Hvað einkennir Reina? Jú að koma boltanum strax langt fram og oftar en ekki á hann stoðsendingu fyrir marki. Þetta lýsir Hodgson í knotskurn: halda boltanum og byggja á long-ball. Ekki Liverpool.
    Sagt er að munurinn á góðum leikmönnum og GÓÐUM leikmönnum er oft sá að þeir fyrri vilja fá fyrirmæli frá stjóranum og fylgja því út í eitt. GÓÐIR leikmenn spila leikkerfið en vita hvenær og hvernig þeir mega brjótast út úr því. Góður stjori skilur þetta og hefur rétt ballans milli fyrirmæla og frelsis. Þetta vantaði algjörlega hjá Hodgson og hann náði ekki að leyfa liðinu að SPILA. Ég allavegana neita að trúa að menn hafi keypt Maxi, Cole, Poulsen, Konchensky, Meirelles og Jovanovic ef þeir voru jafn hörmulegir og þeir voru meðan Hodgson stjórnaði þeim. Tel talsvert líklegra að höfuðið sem stjórnaði þeim var að gera vitleysu (Hodgson) frekar en að vatnið í bítlabænum hafi tærandi áhrif á alla þessa leikmenn.

  11. Það er bara eins og að Einar hafi sagt að barnaníðingur væri velkominn!???  Róa sig aðeins strákar, Roy var að ná árangri í svíþjóð með liði sem var sænskt lið í sænsku deildini sem hlítur að þýða að mannskapurinn hafi verið af svipuðum gæðum og önnur topp lið í svíþjóð óþarfi að gera lítið úr því.

  12. Langar jafn mikið að fá Hodgsoninn aftur og mig langar að horfa á blauta kartöflu vera reyna að ríða Ferguson á hótelherbergi í tælandi. nei nei, neinei nei, NEI…… nei.

  13. 17 – ég er alveg jafn hetró og hægt er að vera en ég myndi borga góðan pening til að sjá blauta kartöflu aftan á Ferguson.

  14. RH á margt gott skilið frá sínum ferli en gerði ekkert gott hjá Liverpool. Mér finnst hann skilja hreinlega ekkert gott eftir sig á þessu langa eina tímabili sem hann var hjá okkur. Virtist ekki höndla pressuna og var, eins og Einar segir, í erfiðri stöðu hjá Liverpool milli steins og sleggju. Það breytir því ekki að hann réð ekkert við þetta erfiða jobb.

    Get ekki séð af hverju RH ætti að fá eitthvað embætti hjá liðinu sem hann var hjá í eitt lélegt tímabil. Vildi ég frekar fá Fowler eða einhvern alvöru Liverpool mann.

    En það er enginn að segja að RH sé alslæmur sem stjóri eða persóna. Hann bara fúnkeraði engan veginn hjá Liverpool og ætti ekkert að koma nálægt þessu liði á einn eða annan hátt. 

  15. Hvílíkt BULL. 

    Ofan á allt annað, hvernig í óskunum færðu það út að Woy væri tilvalinn í  embætti hjá klúbbnum þú hlýtur að vera að grínast, hann hefur ekkert í það að gera. Þeir em hafa verið að fá þessi störf eru þeir sem að hafa sannarlega átt það skilið eftir margra ára/áratuga störf fyrir klúbbinn og Woy kemst ekki með tærnar þar sem þessir menn hafa hælana.

  16. Án vafa rangur pistill á röngum stað.  Tek undir með þeim sem grunar að Einar Örn hafi skrifað þetta í annarlegu ástandi; stundum kallað samviskubit.  Roy var versta sending sem klúbburinn okkar hefur fengið – Fyrr og síðar.  Kveikir það engum bjöllum að Ferguson hafi sagt opinberlega að hann vildi að Roy yrði sem lengst hjá Liverpool?

  17. Ef allt annað var svona slæmt nema Roy – spáið þá í því hve fáránlega frábær stjóri Rafa er/var. CL titill, FA bikar, tvisvar í úrslitaleik CL, þrisvar í undanúrslit CL á fjórum árum, annað sæti í deild – og það með þessa hlandhausa sem eigendur. Svo vilja menn bara fá Roy til baka í eitthvað starf hjá klúbbnum – með þeirri röksemdafærslu á að færa Rafa fálkaorðuna, sir-a hann, setja á hann doktorsgráðu og gera að konungi.

  18. Ég verð að líta á þennan pistil sem einhver kaldhæðnislegan húmor eða of marga bjóra.

  19. Var Roy svo slæmur? Ég vil fá hann í embætti hjá klúbbnum. Hann myndi sóma sér vel sem sendiherra Liverpool með Thompson. Hann myndi sóma sér enn betur sem þjálfari á Melwood. Þar erum við að byggja upp mikið og gott ungliðastarf – með enskum leikmönnum – og því er mjög mikilvægt að hafa sterkan mann eins og Roy til þess að móta ungliðana okkar og beisla þessa ensku harðneskju sem við höfum séð hjá heimamönnum eins og Carragher og Gerrard og er nauðsynleg í Premier League.
    ——————————————————————————————————————–
    Ég bara gæti ekki verið meira ósammála þessu hjá þér.  Roy kom hingað og reyndi hvað hann gat en þetta leikkerfis leysi hjá honum gekk engan veginn og ég vil ekki sjá hann nálægt ungu leikmönnum liðsins.

  20. Tek undir með mörgum hér að vera hissa á þessum pistli. Ég sé engin ný sannindi í honum, fyrri árangur Roy var þekktur og hann fékk lítið að versla. Fékk Rafa alltaf að versla það sem hann vildi? Sérstaklega undir lokin?
     
    Ok, Kóngurinn segir að grafið hafi verið undan Roy. Getið þið bent á skýrari dæmi hvernig það var gert? Eða er nóg að segja bara að það hafi verið grafið undan Roy?
    Roy er ekki slæmur maður og hefur sannarlega sýnt að hann getur náð góðum árangri. Hann átti bara ekki neina samleið með okkur.
     
    “Fortíðin er að baki, face-aðu fram á við” segir í hinni ágætu mynd Lion King. Gleymum þessu bara og förum brosandi inn í næsta tímabil. Það er allt að gerast hjá okkur þessa dagana!

  21. loks orð töluð í tíma, RH fékk aldrei séns, held að hann hefði getað gert flotta hluti hjá okkur líkt og annars staðar, algjörlega eigendunum að kenna

  22. Roy þurfti enga hjálp í að vera einn versti stjórinn í sögu klúbbsins. Og ef einhverjir voru að vinna á móti honum í hans valdatíð þá var það ágætt því annars hefði karluglan e.t.v. fengið að vera í skipstjórastólnum mikið lengur, og var hann þó allt of lengi. Sé bara ekki á nokkurn einasta hátt jákvæða hlut við að hann hafi eða muni tengjast okkar góða klúbbi, fyrir utan kaupin á Meireles.
    Við þurfum ekki að fá samviskubit við það að segja hlutina eins og þeir eru, jafnvel þótt við séum að tala um fyrrum stjóra Liverpool. Roy Hodgson var svo slæmur.

  23. Bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég ekki að leggja til að Roy taki við klúbbnum aftur. Ég er algjörlega á King Kenny lestinni. Hitt er annað mál að ég held að Roy hafi helling til málanna að leggja og sé starfskraftur sem Liverpoolklúbburinn gæti notað um ókomna tíð.

    Svo neita ég að svara ómálefnalegum svörum. Sumir mega taka það til sín 

  24. Hodgson er  velkominn aftur til Liverpool. 

    Þá í þeim eina tilgangi til að skila þeim peningnum sem hann fékk í starfslokasamning.

     
     

  25. Fáranleg grein hjá þér félagi. Það má jafnvel líkja þessu við ‘Stockholm syndrome’.

  26. Viiiirkilega ósammála þessum pistli. Mér er drullusama hversu góður/lélegur einhver stjóri var með einhverjum litlum skítaliðum/risa stórliðum. Ef að hann er lélegur þegar að hann stjórnar liði Liverpool þá ætti hann aldrei að fá einhverja sendiherrastöðu hjá klúbbnum. Sama þó að þetta hafi verið einhverjir erfiðir tímar bakvið tjöldin.
    Þar að auki þá var Roy svo skelfilegur í fjölmiðlum og sagði alla röngu hluti sem hann gat sagt, meðal annars að gagnrýna stuðningsmenn LFC fyrir að styðja ekki við hann, en auðvitað styður maður ekki við stjóra sem er með eitt af stærstu liðum í heimi í fallbaráttu.
    Roy… já hann var virkilega svo slæmur.

  27. finnst vanta í þennan pistil…  t.d um hvað við mistum úr liðinu og hvað við fengum að kaupa fyrir mikið…
    Alberto Aquilani sirrka 20 mils, mascherano 30 mils, insua fór líka…. fengum svo nokkra leikmenn a lítinn pening… sem sagt liðið búið að veikjast og ekki í meistaradeild eftir lélegt season á undan….  held að men þurfa að horfa soltið a þetta og var það raunhæf krafa fyrir síðasta season með þannan manskap sem við vorum með að ná í topp 4
    held ekki því miður…. svo vil eg bara minna men á að ekki vera að tala ílla um leikmen sem við erum með, Christian Poulsen er ekki í uppáhaldi hjá mer en hann á samt ekki svon íllt umtal skilið eins og maður er að lesa hérna…
    lukas var á tíma mest hataði maður sem eg hef séð skrifað um á þessari síðu fyrir 2 seasonum… eftir síðasta season var hann orðinn okkar stabílasti og ( besti maður)
    roy stóð sig ekki vel og var látinn fara…. finnst það hafa verið rétt ákvörðun
    torres stóð sig ekki vel og var látinn fara…. var ekki sáttur á f5 takkanum… en í dag mjög sáttur
    Gerrard stóð sig ekki vel….. eða má kannski ekki tala um það ?
    horfum fram á veginn… líst vel á það sem er verið að gera í dag og finnst liðið eiga góða möguleika á næsta seasoni..
     
     
     
     

  28. Shit Einar, horfðu á hvað greinin og svörin þín hafa fengið marga þumla upp. Ef ég gæti þumlað greinina þína niður myndi ég gera það. Ég fer inná þessa síðu líklega oftar en 10 sinnum á dag og þetta stingur í augun að hafa þetta sem efsta pistil.

  29. Hvernig var það…. Hafði Roy ekki unnið bara 13 útileiki allan sinn feril í ensku eða hvað ?    Það var a.m.k. fáranleg tölfræði á útivöllum…. Svoleiðis árangur á ekki heima í sömu setningu og stjóri Liverpool!
     
     

  30. Ég verð nú að segja að ég er pínu hissa á hvað mann eru að rífa niður þessi skrif Einars. Það er margt til í sem hann skrifar en menn bara skíta yfir það hægri vinstri á ótrúlega barnalegan hátt. Ég hafði ekki mikið álit á þeim bolta sem Liverpool lagði upp með að spila undir stjórn Roy en það verður að viðurkennast að Roy tók við klúbbnum á erfiðum tíma og með mannskap sem hentar engan veginn hans leikstíl. Ég er alveg viss um að ef hann hefði fengið að kaupa þá leikmenn sem hann þurfti til að láta sína taktík ganga upp hefði hann náð betri árangri.

    Ég myndi aldrei vilja sjá hann taka við stjórn liðsins aftur en að hann starfaði hjá klúbbnum í einhverri mynd get ég ekki ímyndað mér annað en að það væri til góðs. Hann hefur mikla reynslu sem hann getur miðlað, finnst barnalegt að halda því fram að hann sé einhver djöfull í mannsmynd sem myndi sverta nafn okkar ágæta klúbbs með því að vera viðloðandi hann á einn eða annan hátt. 

    Hvernig væri nú að halda umræðunni héðan í frá á þessum þræði á aðeins hærra plani, finnst hún fram að þessu ekki sæma sér og alls ekki í takt við þann standard sem er venjulega hér.     

  31. Langar helst til að gleyma þessu tímabili. Roy Hogdson er fortíðin og King Kenny framtíðin sem betur fer.

  32. afsakaðu commentið þarna fremst hjá mér einar, ég hef gaman af skrifum þínum oftast og þetta var svosem ekki málefnalegt, ég get komið með 2 blaðsíðna rök fyrir þessu ef þú vil, en ég sver að það sprakk næstum æð í hausnum á mér við að lesa þetta, ég virkilega þoli ekki hodgson og risaeðluaðferðir hans , en ég hef mjög gaman af því sem þú hefur fram að færa , oftast 

  33. Vá segi það sama, þessi pistill hlýtur að vera eitthvað póstmódernískt djók. Enda eitt mesta bull sem ég hef lesið á kop.is frá upphafi.
    Roy Hodgson er hrokafullur yfirstéttargaur sem skilur ekki Liverpool, var og verður aldrei réttur talsmaður fyrir þennan klúbb í neinni mynd.  Guðjón Þórðarson Englands. Hræðilega takmarkaður varnarþjálfari.
    Þetta er djók. Ég er reyndar viss um að Einar sé löngu búinn að láta renna freyðibað og liggur þar núna í hláturskasti yfir fartölvunni sem liggur á stól að lesa kommentin hér. Sennilega með hvítvínsglas í hönd og Kenny G á fóninum. 🙂

  34. Ég verð nú að hnyta aðeins í ummæli Egils #37 hérna að ofan, þessi pistill er alls ekki í samræmi við þau gæðaskrif sem fá mann til þess að lesa þessa síðu 10 sinnum á dag. Ég er alls ekki á því að Roy sé djöfullinn sjálfur en það sáu það vonandi flestir að liðið var ekki að spila eins og Liverpool undir hans stjórn.

    Sama hversu mikið var grafið var undan honum að hann einfaldlega verður að bera mikla ábyrgð á því. Ég missti næstum áhugann á því að horfa á leiki á tímabili!

  35. Tek undir með McGylfa – í fyrsta sinn á ævinni langaði mig ekki til að horfa á Liverpool leiki. Það var ekki eini sinni svona slæmt undir lokinn hjá Houllier (Tapið heima gegn Southampton ofl). Liðið var svo slakt og leiðinlegt að ég actually  hugsaði mig tvisvar um hvort þetta væri 90 mínútanna virði – svo slæmt var það.

  36. Að fá Hodgson sem sendiherra Liverpool? Eða í þjálfarateymið er algjör þvæla. Hann er ekki einu sinni Liverpool maður. Gleymdu Hodgson Einar, við erum að horfa til framtíðar.

  37. Mér finnst drengilegt að tala vel um fyrrverandi LFC menn. Jafnvel þótt þeir hafi ekki getað neitt eins og Roy. Ég virði því skoðanir Einars Arnar þótt ég sé aðeins að hluta til sammála honum.
    En að bera saman sænsku deildina og PL er fráleitt að mínu mati. Ef, ef, ef…það er vonlaust að tala í viðtengingarhætti þátíðar á þennan hátt.
    Vandamál Roy fólst í honum sjálfum. Hann var, er og verður líklega aldrei hæfur til að þjálfa stórlið í PL. Það er ekki þar með sagt að hann hafi ekki hæfileika eða sé alls varnað. Þar með er ekki sagt að hann sé ekki hluti af sögu LFC og við Púlarar eigum að virða við Roy að hann gaf sig allan í starfið eins og Einar bendir á.

    Það þarf samt sérstaka eiginlega til að takast á við jafn stórt verkefni og LFC. Hörku, hæfileika til að ræða við fjölmiðla og rosalegt sjálfstraust. Ekki er nóg að vera góður þjálfari í Svíþjóð eða Danmörku eða jafnvel í Englandi.

    Rétt er að virða þannmgamla og ástæðulaust að fara á límingunum þótt góður maður vilji gera gott úr hlut hans. Ég ætla samt að reyna að gleyma honum Roy í bili.

  38. Ég verð að hrósa Einari hástert fyrir þennan pistil sinn. Ekki bara vegna þess að ég er fullkomlega sammála öllu sem hann skrifar heldur líka vegna þess að það var ljóst fyrir þennan pistil að “Hate Hodgson” klíkan myndi vakna upp og hrópa pistilinn niður. Ég ætla því líka að veita honum hugrekkisverðlaunin í ár…þó ég viti að honum sé skítsama um skoðanir margra hérna inni sem sjá hlutina í tvívídd.
    Ástæðan fyrir því að ég kíki reglulega hingað inn eru einmitt svona pistlar frá pennum síðunnar. Þó ég sé stundum á annari skoðun en þeir (sérstaklega hjá Babu) er mjög gaman að diskótera hlutina út frá pistlum þeirra. Það mætti jafnvel fjalla um ákveðna leikmenn þegar lítið annað er að gerast. Það væri t.d. hægt að skrifa heilan bókaflokk um Kuyt.
    Tæpur mánuður í fyrsta leik…spennan magnast!

  39. Vá strákar, róa sig aðeins…. Einar; Skil hvert þú ert að fara með þetta, það var pottþett eitthvað mikið að gerast bakvið tjöldin sem hefur ekki komið fram. Roy er alveg öruglega fínasti kall, en manstu ekki hvað hann sagði í fjölmiðlum ? ég man sjálfur eftir í þessum Itunes þáttum hjá ykkur að þú varst enganveginn sáttur með kallinn í fjölmiðlum, hann hafi skotið á leikmenn og bara ekki sagt réttu hlutina sem er alveg satt. Mér fannst hann vera pirraður á hliðarlínuni, nuddandi á sér andlitið einsog enginn væri morgundagurinn er ekki gott signal til leikmennina, sýnir brjálaðan pirring og óþolimæði. Hvað er hann að reyna breyta liðinu í ‘sitt’ kerfi þegar hann hefur ekki leikmennina í það ? afhverju að gera ekki nýtt kerfi eða hafa allavega nokkur kerfi í erminni til að nota. Gaurinn var ekki góður taktiklega séð, ég sé þetta allt sem Karma. Við vorum með Rafa, tactic snilling með þeim betri í heiminum á því sviði, ekkert spes í fjölmiðlum, virkaði lokaður og semi robot fýlingur í honum. Svo fáum við Roy, lélegur í tactic, lélegur í fjölmiðlum en oruglega fínn personulega séð við leikmennina. En einsog karma virkar þá er lausnin alltaf beint fyrir framan nefið á manni… það var Kenny Dalglish, sem hefur allt gott en hinir voru misjafnir í, en gallinn við Kenny held ég er að hann er ekki góður að skipuleggja vörnina, og er betri sóknarlega þar kemur Clarke líka inni myndina, þannig mynda þeir virkilega sterkt combo tactic-lega séð og eru að mér finnst allavega, fínustu gaurar. What comes around, Goes around 🙂
    Til hamingju með giftinguna btw, virkilega heppinn að finna þessa stelpu.

  40. ÞETTA ER UPPHAFSSÍÐAN Á VAFRANUM HJÁ MÉR OG ÞAÐ ER MEÐ ÖLLU ÓLÍÐANDI AÐ ÞETTA SÉ EFSTA FÆRSLA. 
    ÉG LEGG TIL AÐ HÚN VERÐI FJARLÆGÐ EÐA MINNKUÐ OG ÉG VIL FÁ ÞUMLA HJÁ ÞEIM SEM ER SAMMÁLA ÞVÍ.

  41. Einar Örn, þetta er örugglega í fyrsta skipti sem ég er ósammála þér. Þú ert orðinn of sænskur.
    Það að Hodgeson hafi verið á undan sinni samtíð í Svíþjóð og hjá öðrum liðum sem hann hefur stjórnað (Sviss og Finnland) er ekkert sérstakur árangur. Er þetta ekki eina og að þjálfari sem spilaði pass and play myndi koma sér fyrir á íslandi? Þessi lönd og sá bolti sem hann tók að sér (Svíþjóð) var einfaldlega kominn langt aftur úr. Það að bjarga stjörnupríddu Interliði frá skömm myndi heldur ekki teljast árangur hjá stórliðum.
    Hodgeson, Poulsen og Kochesky… need I say more?
     
    Það að þessi maður hafi verið ráðinn stjóri hjá LFC er ein stærstu mistök í sögu þessa klúbbs, alveg eins og að fyrrverandi eigendur hafi fengið að kaupa þennann klúbb.

  42. Setningin ” er þetta ekki eina” hérna á ofan á auðvitað er vera “er þetta ekki það sama”. Mér brá bara svo að æesa þessa færslu hérna inni.
     
     

  43. Ég las á bloggsíðu Einars Arnar að hann sé að fara að gifta sig á næstunni, þegar ég las þennan pistil þá fór ég að spá í hvort þessi pistill væri hluti af einhversskonar steggjun. Sérstaklega þó eftir að ég las lokaorðin um að fá Roy sem einhversskonar sendiherra Liverpool. Ég held að eftir allt sem á undan er gengið þá er Roy eflaust sá síðasti sem ég gæti séð fyrir mér í því starfi, hann er einfaldlega allt of umdeildur meðal Liverpool manna. Eða umdeildur er kannski ekki rétta orðið – það er nánast fullkomin samstaða meðal Liverpool manna um að vera á móti honum!
    En eins og fleiri hafa sagt, þá var Roy einfaldlega númeri of lítill fyrir klúbbinn. Rangur maður á röngum tima. En ég get verið sammála því að Roy var alls ekki það eina sem var að hjá klúbbnum í fyrra, en hann sýndi það allavega afar sjaldan að hann væri rétti maðurinn í þetta starf.

  44. Heheehh… Kaldhæðni?

    If not.. Why? Why bring the sadness too the world?

    Veit að þið eigið þessa síðu og gerið þetta í sjálfboðavinnu svo að ætla nú ekkert að tuða mikið yfir þessari færslu, en æjj þessi færsla er nú aaalveg.. 🙂 

  45. Ef þetta er eitthvað steggjunargrín þá er þetta jafn fyndið og að setja pistil um hvað Hitler var góður gaur á síðu fyrir fórnarlömb helfararinnar.
     
    Sem leiðir þá að þeirri spurningu hvort Einar ætti ekki að endurskoða vinskap sinn við viðkomandi.

  46. Ég sá Einar í hádeginu á leið í skemmtilega flugferð, hann var steggjaður í dag og þetta er hluti af því vænti ég! Vel gert 🙂

  47. Held thad sem mikid til i thessu…Arangur LFC undir stjorn Roy var ad mestu leiti a pari..Meidsli og ahugalausir leikmenn a alltof haum launum… Thad var margt ad hja LFC a thessum tima….En eg held ad Roy eigi ekki ad koma aftur a Anfield nema sem stjori annars lids 🙂  Godur pistill

  48. Er ekki í lagi með þig?  versta grein í sögu kop.is sjæse! þvílíkt bull!

  49. hahahaha….þessi pistill er tær snilld 🙂
     
    Roy verður alltaf velkominn á Anfield sem framkvæmdastjóri annars liðs…..

  50. Mögulega mesta rugl sem ég hef lesið. Það getur ekki verið tilviljun að það sé laugardagskvöld.
    Samskonar pistill um Benitez ætti hinsvegar rétt á sér. Ég hugsa oft til þess hvar við værum staddir í dag ef hann hefði fengið að kaupa “fyrstu” valkosti sína eins og Dalglish fær. Ef það er einhver stjóri sem G&H grófu undan þá var það Benitez. Mín skoðun er sú að Benitez var óþægilegur í vasa (vegna þess að hann sá hvert klúbburinn stefndi undir stjórn G&H) og því létu þeir það vera eitt af sínum síðustu verkum að losa sig við hann. Skömm þeirra er mikil.

  51. Vill ekki sjá manninn nálægt klúbbnum. Tók 2 ömurlegar ákvarðanir sem stjóri og var dæmdur af þeim – réttilega.

    YNWA    

  52. @55. Ef þetta er rétt hjá þér þá er þetta einn besti steggjunarhrekkur sem ég hef séð. Tek ofan fyrir félögum Einars ef satt reynist.
    Skál !!!
     

  53. Einar Örn ég ætla að vona að þú hafir ekki skrifað þennan pistil í ölæði ?
    Bara hversu leiðinlegan og árangurslausan fótbolta liðið spilaði undir stjórn Hodgson ætti að vera nóg til að réttlæta brottvísun hans.

  54. Ég verð að minna menn á, að Þetta er blogsiða. Ég er ásammála Einari i Þessu máli, enn hann hefur fullan rétt til að skrifa Það sem hann hefur á hjárta. Þetta er einginn official fan siða, Þótt að menn oft gleymi Því. 
    Mér er drulla sama Þótt að Carlito #48 er að pirra sig yfir að Þurfa horfa á Þetta, hann getur bara lokað augunum, haltið kjafti og Þakkað fyrir að Einar og félagar taka sér tíma til að halta Þessari siðu uppi. Annars getur hann bara fængið sér aðra upphafssiðu. YNWA. 

  55. #58
    er hjartanlega sammála að þessi pistill hefði betur átt við Rafa, þó svo að liðið sem vann CL hafi að mestu verið arfur þá sýndi hann að hann hafði það sem þurfti þau ár sem fylgdu á eftir. Held að það sýni sig best hvernig fólk í Liverpool virðir hann og hans verk. Enn seinasta tímabil var erfitt bara af einni ástæðu þ.e. gög og gokke. enn annars er ég samt sammála nokkrum hér að þetta hlítur að vera partur af steggjuninni og vill ég bara óska þeim innilega til hamingju með  giftinguna… En seigi enn og aftur að Roy er örugglega fínasti kall og fínn þjálfari, en bara passaði ekki hér hjá Liverpool.
     
    YNWA

  56. PS. vil samt taka hattinn ofan af fyrir þessum mönnum sem halda út þessari bloggsíðu.
    Kem hingað full oft, þó svo ég kommenti ekki mikið

  57. Það hlaut að vera á stæða fyrir þessu pistli, verið að steggja drenginn. 🙂
    Annars var einmitt verið að steggja Henrý Birgir íþróttafréttamann í íþróttaþættinum á X-inu í dag. Vinir hans neyddu hann Scummarann til að syngja “You´ll Never Walk Alone” í karíoke!
    Að láta steggja sig sama dag? Voru kannski Einar Örn og Henrý Birgir að…….nei ég get ekki sagt það.  🙂

  58. Vá ég er vanur að lesa flest comment hérna, ef mér finnst einsog þau séu komin út í rugl fer ég að lesa allt sem er orðið gullt, núna lenti ég í fyrsta skipti í því að gefast meirað segja upp á þeim. . .

    Auðvitað var Roy rangur maður en það má ekki horfa framhjá því að hann var bara rangur maður á rangasta tíma sem hugsast getur. . og það að Einar tali um að hann gæti orðið góð viðbót við klúbbinn er KLÁRLEGA satt. . hvernig í fjandanum getur maður með alla þessa reinslu og alla þessa þekkingu á fótbolta ekki verið góður maður til að vinna með yngri leikmönnum bakivið tjöldin? _ALLIR_ þeir sem eru stjórar liða í EPL væri frábærir þjálfarar fyrir unglingastarf _ALLRA_ félaga í heiminum og ekki reyna að halda öðru fram takk og túkall 🙂 

  59. Fyrr átti ég dauða mínum von á en að sjá annan pistil um Roy á þessarri yndisslegu síðu!

    Roy var einfaldlega rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi og sfrv.

  60. Stein Njáls er líka öruglega fínn gaur, en hann er samt ekki að fara passa heima hjá mér

  61. Vá þetta er bara snilld!  Ég komst fyrst einungis í gegnum hálfan pistilinn og varð að taka pásu,  Síðan eftir að ég las alla greinina þá ætlaði ég að kommenta nánar um greinina og ákvað að fara í gengum kommentin áður.  Allt fram að kommenti #51 þá var ég ekki að skilja hvernig hægt væri að fara svona fögrum orðum um RH  jafnvel þótt hann eigi ekki ALLt það slæma skilið sem hann hefur fengið yfir sig þá er það langur vegur frá því að hann hafi verið óheppinn sem stjóri okkar.  Hann var einfaldlega rangur maður á röngum tíma.  Hann var fenginn til að bæta framistöðu okkar frá RB sem hann var engan veginn að gera og jafnvel þótt hann hefði fengið 2-3 ár þá hefði það ekki gerst..

    Að því sögðu þá get ég ekki annað en óskað Einari Erni til hamingju með væntanlega giftingu og verð að segja að ég hélt að það ætti að láta væntanlega brúðguma aðeins fá fyrir hjartað en ekki okkur blásaklausa áhangendur sem höfum ánetjast þessari blessaðri síðu… 

    kv
    Óli  Frímann 

  62. Vá ég er svo drukkinn að ég held ég hafi lesið það út hérna að EÖE hafi verið að skrifa lofræðu um ROY FOKKINGS HODGSON! Veit ekki alveg hvort ég þurfi einn í viðbót eða bara 18 tíma svefn! 

    A.m.k. gef ég fullkomið frat í að gefa honum eitthvað embætti innan klúbbsins, frekar afmá nafn hans með öllu.

    Ef þetta er ekki ég, þ.e.a.s. að þessi færsla sé í raun raunveruleg þá held ég að EöE hafi verið of lengi í Svíþjóð… eða kudos fyrir góða steggjun 😉  

  63. Nr. 46 Kanill

    –  Þó ég sé stundum á annari skoðun en þeir (sérstaklega hjá Babu) 

    Þetta á svo sannarlega líka við núna haha, líklega aldrei meira en núna. Aftur verð ég að hrósa þeim sem samdi þessa snilldargrein. 

  64. Ég klóra mér bara í hausnum!!   –_–   Hvaðan kom þessi pistill eiginlega…..  🙂    

    YNWA 

  65. ÉG nenni ekki að lesa öll comment hér en Kenny snéri liðinu til hins betra með sama mannskap og RH hafði og málið er dautt.

  66. Hvernig væri nú að fjarlægja þetta rugl og skrifa pistil um Rafael Benitez frekar, hann náði þó betri árangri en að skrifa lélegasta kafla í sögu LFC!
     
    YNWA
    1 Apríl er ekki strax
     
    Með fullri virðingu fyrir ykkur kop.is pennum þá á Roy Hodgson ekki skilið að fá nafn sitt á þessa frábæru síðu kop.is .

  67. Egill: “Hvernig væri nú að halda umræðunni héðan í frá á þessum þræði á aðeins hærra plani, finnst hún fram að þessu ekki sæma sér og alls ekki í takt við þann standard sem er venjulega hér.”
     
    er það hátt plan að segja já og amen við hverjum einasta pistli sem birtist hérna á þessarri annars ágætu síðu? ég er frekar á því, að ef ekki væri fyrir virka notendur þessarrar síðu og gagnrýna hugsun þeirra þá væri þessi bloggsíða ekki ein sú vinsælasta á landinu! við þurfum ekki allir að vera sammála! Ég tók þann pól í hæðina strax og ég sá að pistillinn var um hr. Roy að reyna að vera eins sanngjarn og ég mögulega gæti, því mig langar ekki að líka illa við hann! en “fljúgandi spaghetti skrímsli” hjálpi mér frá því að hr. Roy Hodgson verði einhversskonar sendiherra mín heittelskaða klúbbs!
    Roy, you’ll never walk alone, Malmö eru örugglega tilbúnir að ganga með þér eitthvað áleiðis?

  68. Ég er mjög ósammála þessum pistli en ég er meira ósammála því að fjarlæga hann þegar umræðan um hann er svona rosalega skemmtileg.

  69. Um leið og ég sá að Einar var ekki búinn að svara neinu kommenti þegar 10 fyrstu voru komin þá fattaði maður að þetta væri hreinn snilldar joke!!!!

    ég tek hattinn ofan fyrir þeim snilling/um sem sömdu þetta og verð að segja að þetta olli jafn miklum usla og Bin Laden hefði gert ef komið hefði í ljós að hann væri kani eftir allt saman!! 

  70. Það er klárlega verið að steggja höfundinn – þetta heppnaðist frábærlega… 😀

  71. #77 …  nákvæmlega  og #80..  það eiginlega bara hlýtur að vera….   🙂

  72. King Kenny Daglish er að stýra klúbbnum, 4 nýjir leikmenn, Asíuferð og æfingaleikir í gangi  og þú skrifar um Roy Hodgson?  Hvað  er sett í brauðið þarna í Svíþjóð?  

  73. Roy og Davíð eiga það sameiginlegt að maður reynir og reynir að gleyma þeim. Loks þegar maður heldur að það sé að takast kemur einhver og eyðileggur allt!

  74. Strákar verið rólegir, þvílík gífuryrði með engri innistæðu. Ég er enganvegin sammála Einari í þessari grein og vil helst ekki sjá Hodgson koma á Anfield sem þjálfari annars liðs einu sinni. En com on róa sig á ruglinu, Roy er farinn og kemur ekki aftur en það er engin ástæða til að rífa niður skrif Einars þótt hann sé að reyna að sjá eitthvað gott í Hodgson. Svo er eflaust margt til í þessu hjá Einari, maðurinn þurfti að eiga við erfiða tíma í baktjöldum með engan stuðning frá upphafi. Fáir sem gáfu honum séns í byrjun! 

    Ef þetta er steggjunar pistill þá segji ég eins og Babu, kudos! 

  75. Ein stórkostlegstu ummæli Hodgson komu eftir hið skammarlega tap á Anfield gegn Northamton.
    Hann sagði að ástæðan fyrir tapinu hefði verið sú að Liverpool spilaði ekki nógu sterkan varnarleik.
    Hugsa sér, ekki nógu sterka vörn gegn 3. deildarliði á Anfield.
    Liverpool á ekki einu sinni að þurfa að hugsa um varnarleik gegn svona liði á Anfield.
    Þarf svo ekki að minnast á ummæli hans eftir jafntefli gegn miðlungsliðum á útivelli þar semhann lýsti yfir mikilli ánægju sinni með gott stig þó hann hefði nú ekki búist við neinu fyrirfram. 
    Er það svona sem maður sem starfar fyrir Liverpool á að hugsa.

    Thank God for the King. 

  76. Roy Hodgeson getur aldrei orðið einhverskonar sendiherra Liverpool af þeirri einni ástæðu að hann er ekki Liverpool maður. Í raun sagt með fullri virðingu fyrir Roy.

    Er alveg á því að RH sé ágætis þjálfari og án efa mjög fínn karakter, enda keppast í raun allir um að segja það þarna úti sem hafa hitt hann persónulega sem hvorki ég né allir hér (örugglega) hafa gert. En hann og Liverpool áttu einfaldlega ekki samleið. Það þarf ekkert að vera neitt slæmt við það. Við þurfum ekki að sýna honum eða okkur einhverja óvirðingu með að halda því fram með einhverju ljótu orðskrúði heldur koma bara hreint og beint fram með virðingu og málið er afgreitt.

  77. veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta yfir þessum pistli…

    Ég er samt búin að finna mér nýjan Hodgson ( mann sem ég gjörsamlega þoli ekki ) og það er Poulsen. Ég fæ einhvernveginn æluna uppí kok bara við tilhugsunina hvað þá að sjá þetta danska viðundur, það sem toppaði þetta var svo umboðsmaður hans í vikunni þegar hann sagði að framtíð hans væri hjá Liverpool sem eru ömurlegustu ummæli ársins í mínum augum.

    Að losna við Poulsen er einhvernveginn jafn spennandi og að fá nýjan frábæran leikmann.     

  78. Hvað er bogið við þennan pistil..jú..Poulsen getur ekki rassgat,og þar við situr…skulum aðeins slaka á og leyfa Hodgson bara að vera þar sem hann er…

  79. Það hlýtur einhver að hafa hakkað sig inná stjónendaaðganginn á þessari síðu, þessi grein er eitthvað DJÓK 🙂

  80. Kafli hans Roy er búinn og er varla meira hægt að skrifa um hann nema svona ca hálfa blaðsíðu á A5

  81. Það var semsagt verið að steggja mig í gær.  

    Hluti af því var að síminn var tekinn af mér og vinir mínir fengu aðgangsorð að þessari síðu og á Facebook hjá mér.  Þessi komment frá mér hérna á undan eru semsagt líka frá þessum vinum mínum.  Ég var að koma í bæinn áðan og gat því ekki uppfært fyrr en núna. 

    Ég hló upphátt að nokkrum setningum í pistlinum, sem er að mínu mati einstaklega vel skrifaður.  🙂

  82. Alltaf gott að afsaka sig með steggjun. Þú verður hér eftir þekktur sem Hodgson lover…. 😉

  83. LOL þið eruð allir faggar….

    kveðja, Arnar Ingólfs úr hfj

  84. “þið eruð allir faggar….”

    Ohh! Einmitt það sem ÉG ætlaði að segja.  

  85. note to self , ekki skilja þessa síðu eftir opna nálægt united stuðningsmönnum með þroska á við kiwi í vinnunni.. afsakið þetta ! 

Malaysia XI – Liverpool 3-6

Ngog, Aquilani og City