Opinn þráður

Allt að gerast, ekkert að frétta. Marveaux fór til Newcastle, allir bjóða í Adam, enginn vill kaupa Aquilani. Ræðið það sem ykkur sýnist hér á meðan ekkert stórt er að frétta.

Á meðan er svo hér myndband af Cristian Zapata hjá Udinese sem sagðist vera við það að semja við Liverpool í gær:

http://youtu.be/GPr0XDukuaA

125 Comments

 1. Djöfull er veðrið loksins að koma til, haldiði að það verði gott í sumar?

 2. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt um þenna Cristian Zapata, en miðað við það sem ég hef lesið þá þykir þetta sterkur leikmaður. Gæðaleikmenn eru alltaf velkomnir til Liverpool. Ég var samt að vonast eftir annaðhvort Cary Chaill eða Scott Dann, jafnvel frekar Scott Dann þar sem hann er yngri og ódýrari. Ekki skemmir svo fyrir að hann er harður Liverpool stuðningsmaður.
   
  Svo væri gott að fara að kára þessi mál varðandi leikmenn sem Liverpool hafa greinilegan áhuga á og virðast búnir að eyða töluverðu efforti í að eltast við, eins og Charlie Adam, og jafnvel Connor Wickham. Ekkert meira pirrandi en að láta stela leikmönnum af okkur á síðustu metrunum af því við vorum að draga lappirnar í að klára málin.
   
  Ég hef margoft tjáð mig þennan Marveaux frá því hann var orðaður við okkur. Ég skildi aldrei þennan áhuga LFC á honum. Ég er búinn að lesa töluvert um hann. Meðalmaður sem er alltaf meiddur og er að verða 26 ára. Óskiljanlegt dæmi að mínu mati og ég ér feginn að hann kom ekki til okkar. Hinsvegar er ljóst að LFC hafði áhuga á þessum leikmanni og það veldur mér smá vonbrigðum. Ég vona hinsvegar innilega að Liverpool nái að klára kaupin á Juan Mata og Steward Downing. Það eru leikmennn sem munu pottþétt bæta hópinn hjá okkur.

 3. ljómandi gott að Marveaux for til Newcastle, við skulduðum þeim mann og um að gera að leyfa þeim að fá meiðslapésa sem hefur lítið sýnt í 4 ár. Það er allavega gefið mál að læknalið Liverpool hefði ekki læknað hann frekar en þeir hafa náð að gera Gerrard, Agger og Aurelio góða.
  Svo lýst mér ekkert rosalega vel á þetta konsept að kaupa “efnilega” menn. Við höfum verið að kaupa efnilega leikmenn í 10 ár með mjöööög misjöfnum árangri. Shelvey átti að vera þvílíkt undur og ef mig misminnir ekki þá var það KK sem skátaði hann. Sá maður hefur ekki enn náð að sýna mér að hann eigi heima í efstu deild. Okkur vantar meira af líkamlega sterkum mönnum og mér finnst algjört möst að við náum í sterka og leikna kantmenn. Jeffren er t.d. ekki maður sem á heima í PL. Henderson er líklega 7 milljónum of dýr en mun vonandi afsanna vantrú mína á honum. Lukaku er maður sem við þurfum og ég bið og vona til guðs að sá drengur fari ekki til Chelski. Hvað varðar Adam, þá er hann kannski eini maðurinn sem er í umræðunni sem er klár í þessa deild og því vona ég að við vinnum kapphlaupið um hann. En mér finnst samt að við þurfum á manni eins og Iker Munain áður en við verslum Adam.  Svo finnst mér að við eigum að vera að leita meira af mönnum í mið evrópu, t.d. Þýskalandi og Sviss frekar en að vera að gramsa í þessum alltof ofmetnu ensku upprennandi strákum. Það er of langt síðan ég hef séð ungan enskan efnilegan mann standa undir væntingum. Zapata lýtur vel út og virðist sterkur en ég held hann sé í mjög svipuðum flokki og Skrtl. þar sem viljinn er meiri en getan.  Ég vil fyrst og fremst kaupa góða menn inn í liðið fyrir næstu vertíð og ef það ætti að kaupa einhvern af þessum ungu efnilegu ensku þá ættum við að kaupa Kyle Walker.

 4. Veðrið já sæll, það hefur ekki glitt í sól á Akureyri í svona 8 vikur.

  En ég held svei mér þá að maður fái sér smá kaldan í kvöld bara til þess að fagna því að það sé ekkert að gerast á leikmannamarkaðinum, það er orðið pínu þreytt að flakka á milli kop.is, fotbolti.net leikmannaslúðursins á facebook og fleiri síðna í marga klukkutíma á dag án þess að sjá neitt markverrt.

  Lýst annars vel á þennan varnarmann hjá Udinese.

  Adam málið er orðið ömurlega langþreytt og pirrandi.

  Já gangi Redknapp vel að halda Modric frá Chelsea, ekki að fara gerast, hann fer til Chelsea

  Mjög spennandi svo þessi 18 ára Brassi Lucas Amouri minnir mig að hann heiti og var eitthvað orðaður við okkur í einhverju slúðrinu í gær og fyrradag.

  Væri svo gaman að fara sjá eitthvað óvænt gerast, Væri td ekki slæmt ef við stælum Modric eða bara Sneijder aular vorum við að taka ekki Sneijder frá Real þegar þeir fengu Alonso, þeir hefðu þá líklega borgað í milli enda vildu þeir ekkert með Sneijder hafa þá.

  Annars held ég að Adam komi til okkar á endanum ásamt Wickham frá Ipswich, Enrique frá Newcastle, einum miðverði og annaðhvort Mata eða Downing, semsagt 5 leikmenn eftir að detta í hús og svo vonast maður til þess að við náum að losa eitthvað af pappakössunum út eins og Poulsen, Jovanovich og félögum.

  Kveðja Skjóldal

 5. Tek undir með Kidda K… Lukaku er eitthvað vöðvaundur sem væri ekki slæmt að fá í framlínu okkar. Vill ekki sjá hann fara til Chelsea en held því miður að hann muni gera það….

 6. Ég ætla að taka Kristján Atla á orðinu, hann sagði að við mættum ræða það sem okkur sýnist.

  Ætla lísa yfir undrun minni á Kristjáni Atla. Eftir að hafa lestið síðasta þráð er erfitt annað en að fórna höndum yfir hrokanum. Newcastle maður gagnrýndi hann á mjög málefnanlegan hátt og ekki á nokkurn hátt dónalegan en okkar maður begst hinn versti við, fyrst með skrifum og svo þoldi hann ekki gagnrýnina betur en svo að hann ákvað að sýna einræðisvald sitt og lokaði þræðinum.  Sorry Kristján Atli, þú ert örugglega mjög fínn gaur í daglegu lífi, en í enn eitt skiptið missirðu þig hérna inni og ert þér til skammar. Ég er harður púllari og hef alltaf verið og verð alltaf, en ég er 100% sammála því sem Newcastle maðurinn talaði um. Í stað þess að fara uppá háa c-ið og sýna óstjórnlegan hroka eins og þú gerðir, afhverju talarðu ekki bara við gæjann á eðlilegum nótum. Þetta var klaufalega orðað hjá þér í upphafi, þú reyndir síðan að leiðrétta það en með þvílíkum leiðindum…..viðukendu bara að þú hljópst á þig og fólk mun virða þig fyrir það….það virðir engin hrokagikki!

 7. Viðar, þessi upptalning hjá þér í lokin hljómar ekkert rosalega vel, því þetta eru allt miðlungsleikmenn og þá er Modric talinn með, hann er bara of hægur. Sneijder hljómar best af þessum mönnum og mér finnst að Kenny og co eigi að vera að leita af svoleiðis köllum í stað þess að vera að grafa upp leikmenn frá Sunderland, Newcastle og Ipswich. En ég ætla að fá mér einn bauk líkt og þú og horfa á hið frábæra U21 lið Íslands sem er búið að standa sig mjög vel þrátt fyrir engan sigur á þessu móti. Og ef þú sérð glitta í sól hér fyrir norðan einhverntíman um helgina þá fagna ég því jafnvel líka með öðrum bauk.

 8. er staddu erlendis gat seð island spila við sviss i vikunni i tolfunni i gegnum ruv, en nuna er eingongu hægt að horfa a hann innanlands tilkynnir ruv a heimasiðu sinni, veit einhver um leið til að horfa a hann i gegnum netið eg kann ekkert að fynna tetta ef einhver getur bjargað mer

 9. Búin að vera að spá í Kaupunum sem við erum búnir að vera standa í síðan í Janúar.

  Sumir búnir að vera segja við séum búnir að draga lappirnar og þess háttar með sum kaupinn.
  Reyndar finnst manni vanta stundum herslumuninn á köflum en samt sem áður þá Fengum við Suárez, Carroll og núna henderson , bara suárez einn og sér er búin að sýna að hann er betri en Torres.

  Og að fá einn efnilegasta Enska framherjan og núna seinast einn efnilegasta Enska miðjumann skemmir ekki heldur.
  Mér finnst persónulega kaupin sem okkar ástkæri klúbbur er búin að vera standa í algjör snilld. 
  Auðvita vilja menn sjá Kaup ganga í gegn en sum kaupin eru einfaldlega ekki þess virði að vera eltast við
  Þurfum betri menn en eitthverja meðal tappa. Liverpool er of stórt fyrir svoleiðis mannskap þó að
  þeir gætu skilað meiri breidd þá yrði það engin EÐAL breidd.

  Ég er feginn að sum kaupinn gengu ekki í gegn og er viss um að Dalglish og Co eru hvergi nær búnir. Ef við ætlum að berjast um top 4 þá þarf alvöru menn ekki pappakassa

 10. 7 Kiddi K

  Þessi upptalning sem ég taldi upp er bara mín spá, Adam er góður, Mata eða Downing yrðu flott kaup, Enrique lúkkar vel og Wickham er svaka efni sem flott væri að fá í stað N Gog.

  Við eigum bara ekki séns á að fá leikmenn eins og Aguero, Sneijder, Hazard og félaga held ég og því tel ég nöfnin sem ég taldi upp það líklegasta sem við fáum. Næsta sumar getum við keppt um stærri bita ef við náum topp 4.

 11. Strákar ég ætla svo bara að taka undir það sem Kristján Atli sagði um Marveaux, ég mun líka glotta þegar hann meiðist í september sirka með Newcastle. Ég vildi aldrei fá þennan leikmann og er sáttur að hann kom ekki. En mér fannst Kristján Atli ekkert koma illa fram með þessari setningu og skildi ég hann vel enda gallharður púllari. Hvernig nenniði að tala um eitthvað svona smávegis eins og það sem Kristján Atli sagði,  við erum ekki á barnalandi.is

  Áfram Liverpool og tölum um eitthvað skemmtilegra en svona smámunasemi

 12. Er það ekki 15.okt þegar Manchester menn fara væla eftir að Suarez og kuyt klára þá:D Get ekki beðið eftir að deildinni byrjar BIG LIKE.

  En já tek undir með Viðari og högum okkur eins og menn.
  ÁFRAM LFC

 13. Mér finnst að ef  við erum reiðubúnir að borga 16 mills fyrir no name eins og Henderson að þá gætum við alveg eytt pening í karla eins og Sneijder og Hazard sem eru nú þegar búnir að sanna sig. Í dag þýðir ekkert að hugsa eins og Arsenal, því við þurfum alvöru karla strax óháð því hvernig dúdda við erum að ala upp. 
  Að ætla sér að taka 3 ár í að móta lið er bara því miður hugsun sem er out of date.  Við þurfum alvöru menn eins og Suarez og við þurfum að fá þá inn áður en við förum til Asíu.
  Fenway group er á pari í leikmannakaupum mínus gomman sem fór í Henderson og miðað við á hvaða verði þeir fengu Liverpool þá er sanngjarnt að þetta sumar verði cirka 60 mills í mínus. og 60 mills í 3 eðal leikmenn er mun betra en 6 efnilegir miðlungs leikmenn.

 14. Kiddi k- þetta snýst allt um meistardeildina. þessir kallar koma ekki nema spila á meðal þeirra bestu sérð bara A.Young meistardeildin spilar inní.
  Verðum að bíða í eitt ár allavega annars getum við kannski verið heppnir með að fá Mata ef hann vill koma.

 15. #14 Sneijder og Hazard eru ekkert búnir að sanna sig í ensku deildinni.  Henderson hefur hinsvegar að einhverju leyti gert það með Sunderland.

 16. Djöfull var þetta flottur sigur hjá strákonum okkar í EM21,hefði verið gaman að sjá þá setja eitt í viðbót þarna í restina.

 17. #14 – eigum við bara ekki að kaupa Messi, Xavi og Iniesta víst við erum að þessu á annað borð ?

 18. Jú Eyþór. ferð þú ekki bara í það að græja það hehe. Annars heyri Kenny sennilega í mér á morgun eins og alla aðra Sunnudagsmorgna yfir kaffibollanum og ég skal segja honum frá þessum 3 sem spila fyrir Barca, hann veit ábyggilega ekki af þeim.

  Kaupum þá bara og málið er dautt eða nei kaupum allt Barceloona liðið bara.

 19. #18 Hvernig menn höfum við verið að kaupa undir stjórn Benitez, Gög og Gokke? efnilega stráka sem eru svo bara kjúklingar miðað við karlana sem eru í top 4 liðunum, mínus Arsenal. Við getum alveg dregið til okkar alvöru leikmenn á meðan við höfum Gerrard, Suarez, Kenny Dalglish, Johnson, Carrol og fleiri. Við þurfum bara að sýna áhugann og veskið. 
  þessi Henderson kaup sýna allavega að við höfum peninga, við þurfum bara að nota þá rétt.

 20. en svona aðeins að þessum varnarmanni Zapata. veit einhver hvað hann getur?? menn eru að tala um 15 milljónir. fyrir þann pening vil ég fá mann sem hefur einhvað meira en flestir aðrir. hefur hann þessa kosti eins og Agger hann er rosalega góður í löppunum, í löngum og stuttum sendingum, Cahill hja bolton er það líka. Terry, Vidic rosalega góðir skallamenn. Ef það á að splæsa í miðvörð þá vil ég fá einhvað af þessum kostum. Carragher er FRÁBÆR varnarmaður! en hann er lélegur fram á við (fer ekki einu sinni fram í föstum leikatriðum). Sama á við um Skrtl sem er ekki góður í fótbolta fram á við og skorar aðeins 1-2 mörk á leiktíð.

  Það sem ég er að reyna að seigja með þessari langloku er að ég vil fá miðvörð sem er augljóslega rosalega traustur varnarlega en líka að hann getur skilað 5-7 mörkum úr hornspyrnum á leiktíð (sem myndi líka gera Carroll hættulegri) og/eða mann sem gæti komið með góða hættulega bolta upp kantanna fljótt úr vörninni. einhvað sem Carra og Skrtl gera ekki. veit einhver hvort Zapata hafi þessa hæfileika??

 21. Veit náttúrlega eeeeekkert um þennan leikmann svo að maður getur voða lítið tjáð sig um hann.. En ef King Kenny vill hann þá vill ég hann! Fínt líka aðeins að lita þetta lið upp svona svo fólk fari ekki að halda að þetta sé ný nasista her 😉

  Svo að þessi frábæra rifrildi… Let’s all take a chill pill og tölum bara um Liverpool eins og alltaf 🙂 Þótt ég hafi nú ekki tekið þessum orðum um glottið á þann veg að hann gleðjist yfir meiðslum annara leikmanna.

 22. Hvað er málið með Þýsku deildina ?
  Þar hafa 20 lið unnið deildina síðustu 20 árin…ca.
  Um leið og lið verður meistari flosnar það upp og leikmenn flýja í allar áttir. Þjálfarar semja við önnur lið langt fyrir lok leiktíðar.
  Er minni hollusta þarna eða hvað ?

 23. #23, Til upplýsingar hafa 6 lið unnið Bundesliguna sl. 20 ár, á móti 5 í PL. Hitt er pæling.

 24. Ef Zapata er að koma og hann er nógu góður fyrir Dalglish þá er hann nógu góður fyrir mig!

 25. Er það bara ég eða er grjótharður blökkumaður ekki frekar sannfærandi í miðvörð ?

 26. 26# já það virðast margir vera að seigja þetta um leikmenn sem hafa verið orðaðir við liðið en ein og með þennan Marveaux! Kenny hlítur að hafa viljað hann en svo þegar það gekk ekki eftir að fá hann þá sögðu allir í þræðinum her á undan að hann væri drasl og þeir vildu ekki fá hann!

 27. #28
  Hann var greinilega ekki það sem Kenny vildi fá! Ef að menn hefðu virkilega sótt svona hart að því að fá hann og þótt hann væri smá meiddur þá hefði menn samt keypt hann. Minni á að Carroll var meiddur þegar hann er keyptur. Marveux var greinilega ekki ætlað að vera eitthvert númer í Liverpool liðinu heldur bara til þess fallandi að auka breidd. Það var greinilega eitthvað annað og meira. Ég hefði að sjálfsögðu og fleiri hér boðið hann velkomin til Liverpool ef hann hefði ákveðið að skrifa undir þar. Hann valdi Newcastle og vonandi gengur honum vel. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir honum og viðurkenni það fúslega. En ég treysti því að menn eins og Dalglish viti hvað þeir eru að gera, eins og hann er margbúinn að sanna reyndar! Þarf ekkert að efast þótt spennustigið sé hærra með suma leikmenn og minna með aðra eins og Marveux!

 28. Gott að byrja daginn á að grenja aðeins!!! Sniff sniff sniff 🙂

 29. #19 – akkurat Viðar! ÉG skil bara ekki afhverju Kenny sér þetta ekki, er svo einfalt 😉

  #20 Kiddi K – Rafa keypti líka einhverja fleiri sem skiluðu engu, voru seldir á minna en við keyptum þá osfrv. HVað hétu þeir aftur?

  Reina, mannstu þessi sköllótti í markinu.
  Arbeloa líka, það var nú alveg hræðilegur bakvörður, gat hvorki varist né sókn – eða var það öfugt ?
  Agger, þegar hann er ekki meiddur er hann lélegur hvort sem er.
  Masch, fokdýr, seldur með tapi, gat ekkert á meðan hann var hérna.
  Alonso. Var með hræðilegt “stats” þegar hann var keyptur. Skoraði lítið og lagði upp minna. Skil ekki þessi kaup.
  Litli Luis Garcia. Engin tækni, ekkert skemmtanagildi.
  Torres, þá vel ég Sean Dundee framyfir hann á hverjum degi. Keyptur á 20 kúlur seldur á slikk.

  Rafa var í ruglinu með þessa herramenn sem eigendur – eins og Harry redknapp benti á, topp kallar í brúnni en engin árangur.

 30. Var bara ekki málið með Marveaux að vegna ástandsins á honum þá var Kenny ekki til í samninginn sem hann vildi, og þess vegna fór hann til Newcastle. Ekki vegna þess að Kenny vildi ekki fá hann.

 31. Maxi is coming home. Maxi is coming home. Maxi is coming home. 🙂 🙂 🙂 Byggjum á breiddinni. 18 stig í hús og deildin ekki byrjuð.

 32. Ég tók aldrei vel eftir í dönsku tíma en fuck it læt það flakka vi are röde we are hvide, ve sor sammen í blide and stride… Hahahahah ég er enn fullur eftir sigur á dönum í fótbolta !!!!

 33. Held það hafi verið augljóst að þræðinum hafi verið læst þegar NUFC maðurinn var kominn á það lágt plan að blanda heysel slysinu í umræðuna

  YNWA Kristján

 34. Fyrir mér má KA segja það sem honum sýnist, hann á nú einu sinni þessa síðu ásamt öðrum, sem er vinsælasta bloggsíða landsins, og það ekki að ástæðulausu. 

  Fyrir mér er þetta ekki flókið, KA sagðist vera sáttur með að “þegar” eða “ef” Marveaux meiðist, sem verður að segjast er ansi líklegt, þá er hann feginn að hann sé ekki leikmaður Liverpool. Punkur. Búið. Hann var ekki að vonast eftir því að hann myndi meiðast.

 35. Hverjir hér inni glotta, svo við notum orð KAR, yfir því að komment nr. 6 sé komið með yfir 70 þumla? Delete Cookies – Like – Delete Cookies – Like……

  Annars eins fjöldi stuðnings við komment hér inni hefur varla sést….spam dauðans alveg.

  Tek ananrs vel undir @38

 36. Vá missum þvagið yfir því að Liverpool maður glotti yfir því að Newcastle maður meiðist.  
  Hann má meiðast ellefu sinnum mín vegna, og ef sú stemming er á mér þá jú, ég glotti bara ef mér sýnist!

 37. Ég þumlaði þetta upp nr.6 en ekki vegna þess að ég sé að dissa Kristján Atla á neinn hátt en ég er örlítið sammála því að þetta “glotti þegar hann meiðist” comment var illa orðað og auðvelt að misskilja það, ég trúi því klárlega að Kristján vilji ekki að leikmenn annara liða meiðist einsog flest allir þeir sem hafa hausinn í lagi, en þetta var klárlega klaufalega orðað og hefði bara átt að vera leiðrétt strax til að forðast svona óþarfa þraserí sem enginn vill lesa hérna inni, höldum okkur við fótbolta og Liverpool því það er það sem við elskum 😀

 38. Geta Newcastle og Manshitter menn ekki bara þumlað sig eða hvern annan á einhverjum öðrum stað?
   
   

 39. Rosalega eru menn viðkvæmir hérna – KA hefur útskýrt þetta comment ásamt því að fleiri hafa bent á þá útskýringu hans. Samt sólahringi síðar eru menn að signa sig og koma hingað með tárin í augunum. Hafa ekki heyrt slíkan munnsöfnuð síðan á eyðum ´64.
  Hann hefur útskýrt þetta, hversvegna í veröldinni að vera að traina þetta á milli þráða, milli daga … fjandin hafi það jafnvel á milli klukkutíma. End of story, þetta var aldrei svona stórt mál.

 40. Notum orð borgarstjórans bara, “hverjum er ekki drullu sama þó að einhver Dani (Newcastle maður) drepist niðrí bæ!! I for one dont give a shit. Now drop it!

 41. Fyrst að þetta er opinn þráður þá ætla ég að koma með eina uppástungu til að gera þessa frábæru síðu enn betri..
  Þegar að maður ýtir á linka hér á síðunni þá opnast þeir ekki í nýjum tab (eða flipa eða hvað sem maður kallar þetta á íslensku) heldur fer maður útaf þessari síðu og inná linkinn sem að maður smellti á… Þannig að þá spyr ég hvort að það sé ekki hægt að laga þetta? Mér finnst þetta allavegna rosalega pirrandi, ég veit ekki með aðra. Ég veit að það er hægt að ýta á ctrl en ég gleymi því alltaf..

  En að Liverpool málefnum þá er ég hvað spenntastur fyrir Sakho eða Lovren þarna í miðvörðinn.

 42. Sammála #45 en ætlar einhver að fylgjast með henderson spila á eftir ef hann gerir það ?

 43. #45 Það var búið að taka þessa umræðu hérna fyrir einhverju síðan og útskíra ástæðu þess að þetta er svona, maður einmitt bara ýtir á ctrl, eða klikkar á scroll takkann til að opna þetta í nýjum tab 😛

  Annars finnst mér einsog allt slúður hafi bara dáið meira og minna eftir að það fór að bera á því að rauðnefur fór að bjóða í allt sem Liverpool var að eltast við 😉

  Vonandi er bara verið að klára þessi mál bakvið tjöldin og við förum að fá bara tilkinningar um staðfest kaup á næstu dögum vikum 🙂

 44. Allt að verða “vitlaust” á facebook um það að C. N’zogbia hafi staðist læknisskoðun og það verði staðfest á næstunni.

  Hvað segiði um það?

  Sjálfur er ég “vitlaus” í hann, hann er brjálæðislega snöggur og getur tekið menn á. Ágætis skotmaður held ég líka.

  Snilld væri að fá þennan dreng.

 45. Orðrómur um að kallað verði til blaðamannafundar á næstu mínútum vegna NZogbia. Umboðsmannaskrifstofa kappans á að hafa staðfest að allt sé klappað og klárt!

 46. Nennir einhver að senda link af þessu með C. N’zogbia ? er þetta ekki bara einhvað slúður

 47. N’zogbia er mikið velkominn til Liverpool að mínu mati.
  gríðarlega kraftmikill og flinkur leikmaður þar á ferð 🙂

 48. Ég verð sáttur með þau kaup ef þetta sé satt, hann er rosalega flinkur með boltann og eldsnöggur. Getur bæði spilað sem kantmaður eða fyrir aftan sóknarmennina.
  Það er flott að fá inn menn með reynslu úr Ensku deildinni þrátt fyrir ungan aldur (24)

 49. Væri gott að fá N’zogbia. En nú spyr ég eins og algjör auli, hvers vegna er Martin Kelly ekki með á u21 mótinu? Er hann enn meiddur eða hvað?

 50. Mata að brillera með Spænska landsliðinu á þessu móti sem er ekki að hjálpa okkur að fá hann á sanngjörnu verði. Var hann ekki með 2 stoðsendingar í seinasta leik og núna er hann búinn að skora.

 51. Vona bara innilega með öllu mínu hjarta að það sé búið að semja við Valencia um Mata og sé bara verið að bíða eftir að hann klári þetta mót. ..  😛

 52. Ég veit ekki með ykkur en ég vil að vörnin hjá Liverpool sé sterk varnarlega og þeir geti spilað boltanum ágætlega (Agger t.d) og ég hef verið að fylgjast með Phil Jones og að mínu mati er hann hundleiðinlegur leikmaður. Eina sem hann gerir er að negla boltanum framm líkt og Carragher gerir oft. Hann er þrusu varnarmaður það verður ekki tekið af honum. En að horfa á þennan enska fótbolta sem snýst mikið út á það að negla boltanum fram á Sturridge er bara hundleiðinlegur. Einu liðin sem kunna að spila bolta eru Spænsku landsliðin og U-21 árs landslið Íslands :).

  P.S Henderson lýtur bara vel út. Mér lýst vel á þetta með N’Zogbia, vona líka að við náum að krækja í Mata,Adam,Zapata og Wickham

  YNWA

 53. Denni (#45) – Við vorum upphaflega með síðuna stillta þannig að allir linkar opnuðust í nýjum glugga/flipa en það var kvartað svo mikið yfir því (árið 2004, en samt…) að við tókum það út. Í dag er svo auðvelt að CTRL+ýta eða hreinlega draga hlekkinn upp í tómt “flipasvæði” á flest öllum vöfrum að það tekur því ekki að stilla þetta inn aftur, auk þess sem það myndi örugglega pirra marga.

  Það er held ég líka á flestum vöfrum hægt að fara í “Options” eða “Preferences” og haka við valkostinn “Open all links in new window/tab” eða “Opna alla tengla í nýjum glugga/flipa”. Ef þér finnst það þægilegt en átt erfitt með að muna það mæli ég með að þú skoðir þá stillingu á vafranum hjá þér. Þarft þá ekkert að pæla í þessu frekar á Kop.is eða annars staðar með svoleiðis stillingu. 🙂

 54. Mikið roooosalega var Henderson lélegur með Englandi á þessu móti, bara hálf skömmustulekt að þetta er leikmaður sem spilar fyrir Liverpool

 55. Siggi #59
  Ætlarðu í alvörunni að kenna Henderson um það hversu ógeðslega lélegt enska U21 árs liðið spilaði á þessu móti?  Var það honum að kenna að miðverðirnir (scum draslið) hafi dúndrað öllum boltum fram?   Henderson engan veginn heillaði en þetta lið í heild sinni var bara ömurlegt, hann á eftir að brillera hjá Liverpool, hef engar áhyggjur af öðru!

 56. Það er kjánalegt að dæma Henderson vegna frammistöðu með enska landsliðinu. Sá sem sér bara Gerrard með Englendingum myndi ekki borga neinar fúlgur fyrir hann. John Barnes einn besti leikmaður Liverpool frá upphafi gat aldrei neitt með enskum. Allt annað en að leika með félagsliði.
  Menn vilja einnig hafa allan vara á með þessar nzogbia fréttir enda umboðsmaður hans Paul Stretford sem er þekktur bjáni og ekki treystandi.

 57. (Erlentum síðum) Er búinn að sjá all staðar að sumir séu strax byrjaðir að drulla yfir henderson vegna u 21 mótinu mér finnst þetta bara aumingjalegt hjá sumum að seigja svona laga maður á ekki að kenna einum leikmanni fyrir frammistöðu liðsins

 58. Hvernig litist mönnum á að reyna að fá Fellaini frá Everton liðinu. Þetta er að mínu mati leikmaður sem styrkir flest lið í enska í dag. Hann gæfi mikla breidd í liðið á miðjunni, getur bæði leikið sem varnarsinnaður miðjumaður sem og framar á vellinum. Góður skallamaður með mikla baráttu. Set þetta fram því það eru fréttir af því að hann vilji fara frá Everton. Verð samt að taka fram að mér finnst ekki líklegt að við fáum hann frá Everton.

 59. Eigum bara að kaupa einn mann frá Everton og það er Baines 😉

 60. fjórir leikmenn Manure í enska u-21 liðinu en aðeins 1 Liverpoolmaður skýrir kannski slaka framistöðu liðsins. og svo er drullað yfir eina púllarann.

 61. Mikið vona ég að kenny sé hættur við að kaupa unga englendinga geta ekki rass í bala .

 62. Ellispelli

  við þurfum hvita menn ekki svarta

  Já menn eins og John Barnes og fleiri stóðu sig svo illa hjá okkur! Hvenær er fundur hjá ykkur í KKK?

 63. #63

  væri ekki slæmt að fá hann virkilega skemmtilegur leikmaður þarna á ferð og með flotta hárgreiðslu 😀

 64. Ég persónulega ætla að bíða með að dæma Henderson fyrr en ég sé hann spila í rauðu treyjunni undir stjórn Dalglish, sem verður nú að viðurkennast að á talsvert meira erindi í þjálfarastarf en Stuart Pearce.

 65. Var engin að horfa á Eurosport í kvöld en þeir sýna frá HM U-17 og þar eru jú nokkrir úr okkar röðum.  Sterling með hreint stórkostlegt mark í kvöld gegn Rwanda.

 66. sterling mesta efni sem sést hefur í ensku knattspyrnunni í langan tíma.Henderson er með fína hugsun kann einnar snertingu fótbolta og hugsar fram á við á eftir að gera fína hluti.Þurfum breidd í þessar stöður en ég er orðin óþolinmóður að heyra frá félaginu um að þeir séu að ná að losa sig við eitthvað af mönnum.

 67. #74 portsmouth og wolves hafa víst áhuga á að fá Konchesky !! skil ekki alveg af hverju sá áhugi er fyrir hendi samt.

 68. Voðalega finnst mér eitthvað rólegt í þessu núna. Ekkert að frétta hjá þessum ITK gaurum nema einhverjar ágiskanir ekkert concrete. Kannski er bara the Liverpool way að virka svona svakalega vel að ekkert er að leka út um leikmannakaup. Er að bíða eftir einhverri sprengju. Koma svo Kóngur koma svo Comolli koma svo FSG………….
   
  YNWA

 69. Er Titi Camara ennþá að spila? Veit það einhver? Spurning um að bjóða í hann… En að öllu gamni slepptu, þá er maður ekkert nema spenntur fyrir komandi tímabili.. Engin draslevrópudeild að trufla okkur, og auka á álagið, sem er ágætt myndi ég segja uppá að einbeita okkur að því að komast í topp 4.. Hópurinn klárlega með hæfileikana í það, og svo er bara spurning hversu mikið KK og Comolli koma til með að styrkja okkur í viðbót..

 70. Ég get eflaust flett þessu upp á einhverri tölfræði-síðunni, en mér/mig/ég/mín langaði að varpa þessu fram hér:
   
  Hversu margir leikmenn hafa farið beint frá Everton til Liverpool – og öfugt?
   
  Áfram Liverpool!

 71. Nú er Villa orðað við Charlie Adam (Tengill fjarlægður – við vitnum ekki í The S*n hér! – KAR).
  Svona bara upp á fjörið og til að koma af stað umræðu: Nýlega var verið að segja upp slatta af Premier League leikmönnum. Hér er listi: http://www.premierleague.com/staticFiles/14/79/0,,12306~162068,00.pdf
  Sjáið þið einhverja þarna inni sem geta verið áhugaverðir?
  Þarna eru m.a. tveir reynslumiklir markverðir – Maik Taylor og Markus Hahnemann, svo og landsliðsmarkvörður Ghana. Ef til vill hægt að finna varamarkvörð fyrir lítið. Allavegana held ég að það sé áhugavert að lána Gulcasi í eitt season til að fá reynslu og notast við reynslubolta sem er sáttur við að vera á bekknum.
  Svo er miðjumaður þarna sem ég held að gæti alveg gert eitthvað: Nigel Reo-Coker átti gott tímabil en er með smá attitude vandamál. Hann á alveg 3-5 ár eftir.
  Ég hef s.s. ekki áhuga á að fylla liðið með annara manna rejects en það má alveg leysa eina og eina stöðu á ódýran máta meðan verið er að byggja upp liðið.

 72. Ég bið 1000000000000000000000000000000000000000000^3 afsökunar að hafa gleymt Sun banninu!

 73. það væri geðveikt að fá Nigel Reo Coker  …. ef við værum Hull

 74. AAaaaaaAAaaAAAAAaaa.
   
  Fokk mí sædeveis!
   
  Þetta var víst Cleverley, þeirra United manna. Afsakið mig. Markið er samt stórglæsilegt og vert að sjá. Vonandi verð ég ekki gríttur/brenndur á báli/látinn ganga plankann.

 75. ekki einn einasti leikmaður sem ég myndi vilja fá til Liverpool á þessum lista! það allra skásta þarna væri þá Benjani frá blackburn sem fjórði senter ef enginn annar yrði kominn 31.ágúst. finnst hafa vantað einn senter í viðbót í nokkur ár

 76. Markið hjá honum í lokin er svo sjúúúkt! Myndi ekkert hata það að hann myndi skora eitt svona kvikindi á móti manchester united fyrir framan The Kop..

 77. Muna menn hvernig Meireles var að spila þegar varnarmenn liverpool höfðu þá skipun að negla bara fram? eða hvernig Aqualani var að spila þegar sama hugmyndafræði var í gangi? 

  Akkúrat einsog Henderson er að spila með u21, hvernig er Meireles að spila núna undir stjórn Dalglish þarsem sókknirnar byrja í vörnini og miðjan ber boltan upp völlinn eða liðið pressar hátt uppi og miðjan er að vinna boltana ofarlega á vellinum og sækja hratt? 

  Ég vona að við eigum frekar á einhverju í líkungu við það í vændum frá Henderson, það er ekki RH sem er að þjálfa hann sem betur fer 🙂

 78. Fyrst að þetta er svona off topic þráður, veit einhver um húðflúrara sem er öflugur í að smella Liverbirdinum og/eða You´ll Never Walk Alone textanum á sig. 

  Vill helst fara til einhvers sem væri ekki að gera þetta í fyrsta skiptið.

 79. @92: í guðanna bænum hugsaðu þig tvisvar um áður en þú setur þessi tattú á þig …

 80. Pirrandi fyrir Loft að pabbi hans lesi þessa síðu og noti hana til að leggja honum lífsreglurnar 😉

 81. Ég skal gefa ykkur ástæðu afhverju við eigum að kaupa Ki Sung-Yeung

  1. Hann er frá Asíu sem myndi hjálpa okkur rosalega mikið við búningasölu og fleira þaðan.  

  2. Hann er góður creative player með flotta tækni og fljótur

  3. Hann er með Sung og bandstrik í nafninu sínu. Það vita allir að þeir sem eru með Sung og bandstrik í nafninu eru góðir í fótbolta (t.d. Ji Sung-Park

  4.  Hann mun líklegast kosta lítið.

 82. Og hann er einnig ótrúlegur skotmaður með ótrúlegt auga fyrir spili. Minnir mig svolítið á Alonso með þessum miðju skotum og löngu sendingum sem eru fullkomnar

 83. 92

  Ég mæli með Svani á Tattoo og Skart, hefur gert þetta í lit á þrjá félaga mína nú þegar og þau eru öll ótrúlega flott!

  Annars bíð ég spennt eftir að júlí mæti í hús og útlendingarnir byrja að streyma til LFC í röðum! 🙂

 84. strákar sorry með að ég er að segja þetta en liverpool vinnur ekki leiktíðina næst eruði að sjá chelsea
  bráðum

  inn-ANDRE-VILLAS-BOAS–DAVID VILLA–ribery                                   chec    
  bosingwa-alex-terry-young 
  ribery-lampart-essien-zyrkov
  út-obi mikel-ferrera–                                                                to#&es-villa

 85. Hvaða Young er þetta sem á að vera í bakverði hjá Chelski ?

 86. síðan hvenær er Villa á leiðinni til Chelsea? hef ekki séð neitt um það

 87. Arnar (104-105);
  Hvort heldur þú að ÞETTA Chelsea lið verði betra en Chelsea liðið sem tapaði 0:1 á móti okkur eða betra en Chelsea liðið sem tapaði 2:0 á móti okkur?

 88. “TonyEvansTimes Tony Evans 
  Won’t be long tilI leave office. Text erased, so phone thieves do your worst. Committed to memory. Now only @TonyBarretTimes and I know.”

  Eru engir aðrir Twittersjúklingar hérna nett pirraðir á þessum skrípalátum í þeim ? ;P

 89. eg kom ekki með chelsea póstin og frændi minn gleymdi að skipta um nafn en hann segir ashley young i bakverði

 90. já ef John O’shea kemur til liverpool fer ég að efast um comolli og Daglish á leikmannamarkaðnum.. ! þetta er eitthver sá mest óspennandi leikmaður sem ég gæti hugsað mér að kæmi til liverpool !

 91. Arnar #117
   
  Annaðhvort er frændi þinn vel djúpsteiktur í heilanum eða/og hann veit (eins og flest allir Íslenskir Chelsea fans) ALLS EKKERT UM Fótbolta!
   
  = Ashley Young er Kanntmaður en Asheley COLE er vinstri bakvörður, ef hann er að meina það? Svo Er David Villa ALDREI að fara taka sama move og frænka hanns (Torres) So sorrý
   
  YNWA
   
  p.s er ekkert betra fyrir Chel$ea menn að hanga á þeirra spjalli? eða eru kannski engar málefnanlegar umræður í gangi þar? (Fyrir utan hvort A.Young gæti spilað í vinstri bak fyrir ykkur…
   

 92. Djöfull var Sterling flottur í þessum leik. Ég vona svo sannarlega að hann fái þónokkrar mínútur á næsta tímabili.

 93. Spánverjar höfðu sigur áðan, rétt svo.  

  Varðandi Mata; mér finnst hann vera meiri leikstjórnandi, allavega eins og þessi leikur spilaðist, en ekki mikill vængmaður.  Þekkið þið til hans; ég hélt að hann væri hugsaður sem lausn við vængvandamálum okkar ?? 

  Jeffren lookaði hins vegar vel sem vængmaður; kom inná sem varamaður og lagði upp mark og skoraði eitt.

 94. Núna á Aston Villa að hafa sett 18-19 milljón punda verðmiða á Stewart Downing, afhverju fá scums Ashley Young bara á 16 millz ??
  Þetta er allt eitt stórt samsæri 🙂

 95. Hvað rugl og bull er það að verðmeta Meireles á 15 og ætla að borga 20 fyrir Downing, ég verð að þessu tilefni að vitna í vin minn í Dýrunum úr Hálsaskógi

  Þetta er eitthvert það mesta bull sem ég hef nokkurtíman heyrt

Marveaux í læknisskoðun – uppfært 18.6.

Góðir pistlar á ensku