Deildarstaða sl. tvö ár

Hér er áhugaverð mynd sem ég fann á Twitter í gær og sýnir stöðu Liverpool í deildinni eftir hverja umferð í fyrra og í vetur:

(smellið á myndina til að sjá stærri útgáfuna)

Það er frekar áhugavert að horfa á þetta svona snyrtilega sett upp. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á þetta er að liðið er núna rétt að ná sér eftir næstum því tveggja tímabila dýfu í deildarframmistöðu. Eftir að hafa barist um titilinn vorið ’09 náði Rafa hæst upp í 3. sætið í tveimur umferðum, 4. sætið í tveimur umferðum og svo þar fyrir neðan allt tímabilið í fyrra.

Í ár náði Roy Hodgson aldrei hærra með liðið en 8. sæti í tuttugu umferðum en Dalglish fór nánast beint upp í 7. sæti og hefur svo bara stefnt upp á við frá því með liðið. Frammistaðan í síðustu tólf umferðum hefur loksins verið stöðug eftir bölvað jójó í töflunni í eitt og hálft tímabil.

Fótboltaheimurinn er að hugsa um aðra hluti en Liverpool þessa dagana. Með undanúrslit Evrópukeppnanna, titilbaráttur í öllum stóru deildunum og fallbaráttur í algleymi að þá tóku menn varla eftir því að Liverpool laumaði sér upp fyrir Tottenham um helgina og í Evrópusæti. Ég er hins vegar á því að ef okkar menn geta endað tímabilið í 5. sætinu og tryggt sér þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári getur Liverpool alveg fyllilega talist eitt af liðum ársins 2011 hingað til í Englandi, og Kenny Dalglish hlýtur þá að teljast einn af stjórum tímabilsins enda áttu ekki margir von á því að liðið gæti náð í Evrópusæti þegar hann tók við í janúar.

Leiðin liggur jafnt og þétt upp á við. Vonandi heldur það áfram sem lengst.

86 Comments

 1. Á Statto.com er svo hægt að skoða töfluna fyrir ákveðinn tíma innan heils tímabils. Ef þið takið töfluna frá 8. janúar – daginn sem King Kenny tók við – og til dagsins í dag þá er staðan í deildinni þessi:

  1. Chelsea – 14 leikir 35 stig markatala +21
  2. Liverpool – 15 leikir 30 stig markatala +18
  3. Manchester Utd – 15 leikir 29 stig markatala +14
  4. Arsenal FC – 14 leikir 27 stig markatala +12
  5. Manchester City – 12 leikir 20 stig markatala +5

  Chelsea í sérflokki enda komnir óvænt aftur í titilséns eftir að hafa á tímabili verið 15 stigum á eftir Man Utd en við þar í öðru sæti yfir sem nemur 1/3 af heilu tímabili. Það er magnaður árangur, sérstaklega ef litið er til að við erum ekki með eins sterkan leikmannahóp og við hefðum viljað og að við höfum löngum stundum leikið án manna eins og Gerrard, Kelly, Johnson, Agger, Carroll og Joe Cole vegna meiðsla.

  Þá er Liverpool eina liðið sem hefur skorað mark í öllum deildarleikjum sínum á árinu 2011.

  Er enn einhver þarna úti sem er á móti því að Kenny Dalglish haldi áfram með þetta lið?

 2. Meiri jákvæðni, af því að ég er í fínu skapi í dag:

  Luis Suarez er með 3 mörk og 6 stoðsendingar í 10 leikjum síðan hann kom til Liverpool.

  Dirk Kuyt er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 30 deildarleikjum í vetur. Leikmaður ársins, Gareth Bale, er með 7 mörk og 1 stoðsendingu í 29 deildarleikjum á sama tíma. Báðir eru kantmenn.

  Liðið hefur haldið hreinu í 8 af 9 sigurleikjum undir stjórn Dalglish í deildinni. Bara mark Man Utd í sigrinum á Anfield, annars allt hreint hjá Pepe Reina í deildarleikjum.

  Liðið hefur ekki fengið á sig mark úr opnum leik í síðustu 8 leikjum í öllum keppnum. Einu mörkin í þeim leikjum hafa verið vítaspyrnur (Arsenal, WBA 2, Braga, alls 4 mörk í síðustu 8 leikjum).

  Liðið hefur skorað að meðaltali 2,2 mörk í deildarleik án Fernando Torres í vetur (fyrir og eftir sölu) en skoraði aðeins 1,2 mark að meðaltali með hann. Það er óhætt að segja að liðið hafi styrkst í janúar.

  Er þetta ekki nóg í bili? Menn farnir að brosa? 🙂

 3. Er enn einhver þarna úti sem er á móti því að Kenny Dalglish haldi áfram með þetta lið?

  ætli það séu ekki allir sem eru ekki Liverpool fan á móti því að hann haldi áfram 🙂

 4. Magnaður samanburður. Hef áður sagt það og ítreka þá skoðun mína að Dalglish á að vera með þetta lið okkar allavega þar til ungur, mjög frambærilegur þjálfari er á lausu sem getur tekið við liðinu um ókomin ár. Þá á sá aðili að vinna með Dalglish eins langan tíma og það tekur til að koma honum inn í allar hefðir Liverpool manna. Sennilega fáir betri en Dalglish til að kenna þá list. Það þarf að tryggja með öllum ráðum að arfleið okkar tapist ekki með nýjum stjóra sbr. Roy.

  Að lokum gæti Dalglish stigið til hliðar og verið heiðursforseti Liverpool FC út fyrir gröf og dauða.

  Nokkur lið hafa svona menn hjá sér. Bayern Munich hefur Franz Beckenbauer. Chelsea hefur…….nákvæmlega engan þar sem þeir eiga einga sögu…..en you get my point.

 5. Magnaður samanburður. Hef áður sagt það og ítreka þá skoðun mína að Dalglish á að vera með þetta lið okkar allavega þar til ungur, mjög frambærilegur þjálfari er á lausu sem getur tekið við liðinu um ókomin ár

  Umorðum þetta aðeins, Dalglish á að vera með þetta lið okkar þar til honum langar ekki að vera með það lengur! Ég hafði smá áhyggjur að því að ég væri að fara yfir stikið í að mæra hann fyrr í vetur þegar hann var nýbúinn að taka við (í pistli um árin sem hann var ekki hjá LFC), ég hef ekkert verið að spá í því undanfarið.

  Annars átti King Kenny líklega að verða einskonar Bobby Charlton hjá okkur og verður það líklega þegar hann hættir með liðið, en sá tími er alls ekki kominn strax.

  Hvað Chelsea varðar þá eiga þeir nú alveg gamla og góða leikmenn sem myndu alveg sóma sér í svona hlutverki og raunar ættu þeir líklega að gera eitthvað svona enda myndi núverandi liði ekki veita af smá tengingu við sögu félagsins.

 6. Kenny Dalglish er maðurinn, það er ekkert lítið stökk upp á við sem líf mitt tók þegar hann tók við, Liverpool fékk sjálfstraust, vinna leiki, skora mörk (ALLIR ekki bara Torres)
  ELSKA Kenny Dalglish og pottþétt allir stuðningsmenn LIVERPOOL FC í heiminum, þannig ég sé ekki afhverju hann ætti EKKI að fá samning? eru menn með einhverjar pælingar í því, s.s afhverju hann ætti ekki að fá samning til 3 ára?
   
  YNWA!
  -Gleðilegt sumar!
  (minnir mann á leikmannagluggann sem fer að kicka inn)

 7. Við náðum 63 stigum í fyrra. Ef við vinnum rest þá náum við 5. sætinu og 64 sigum. Alltaf gaman að gera betur en í fyrra. Amk eitthvað til að byggja uppá.
  Það gefur auga leið að enda tímabilið með stæl, eykur sjálfstraust og bætir móralinn. Gæða leikmenn gætu fengið trú á liðinu og ákveðið að hoppa á vagininn.
   
  Að lokum spyr maður sig hvers vegna Kenny Dalglish er ekki enn kominn með nýjan samning. Það er nú einu sinni kominn mai mánuður.

 8. Ætli Henry og félagar séu ekki bara að vanda til við samningsvinnu. Meðan allt gengur vel finnst mér engin ástæða til að vera að grípa eitthvað inn í með fréttum af nýjum samningi. Gæti alveg trúað að Dalglish væri þar með í ráðum!

  Ég spáði því fyrr í vetur þegar menn voru að pæla sem mest um nýjan samning eða nýja stjóra að sú tilkynning kæmi ekki fyrr en eftir síðasta leik og ég ætla að standa við þá spá.

 9. Eigum við ekki bara vona að eigendurnir splæsi nýjum samning á King Kenny fyrir mikilvægasta leik tímabilsins gegn Tottenham og jákvæðnin gjörsamlega flæði um allann Anfield og gefi leikmönnum og stuðningsmönnunum ómælda gleði og sjálfstraust 🙂

 10. Takk fyrir þessa umfjöllun og síðuna almennt. Þessi árangur sem Sir. King Kenny er að ná fer fram úr björtustu vonum okkar aðdáenda liðsins, og það sem best er að ég skynja mikinn ótta stuðningsmanna annara liða. Ég ætla ekki að fara að tala um næsta ár sem okkar strax (ætla að leyfa Arsenal mönnum að halda því fyrir sig), en engu að síður þá verður það forvitnilegt. 
  Ég er á því að það sé þegar búið að semja við Sir. King Kenny en þeir eru ekkert að fara strax með það í fjölmiðlana. Umfjöllun um liðið í fjölmiðlum er æðisleg þessa dagana þar sem eina umfjöllunarefnið er hvort og hvenær honum verður boðinn nýr samningur osfr. Ef það væri staðfest að hann væri kominn með samning þá færi umfjöllunin á allt annan veg (mögulega að búa til ólgu innan liðsins). Þetta er bara mín kenning og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar, en ef þetta er tilfellið þá má sjá hversu mörgum klössum ofar Sir. King Kenny er í “media handling” miðað við Móra ofl.
  Facebook iðar af neikvæðum Man Utd mönnum sem tuða yfir dómurum eins og enginn sé morgundagurinn og þeir gete ekki ákveðið sig hvort að Giggs sé enn bestur eða lélegastur og eigi að hætta, fer reyndar allt eftir því hvort liðið tapar eða vinnur.

 11. Það er ansi magnaður árangur að byrja tímabilið sem verstu byrjun í einhver 50 ár og eiga svo möguleika á því að enda í 5 sæti og í Evrópukepninni.

 12. Tölurnar tala sínu máli og það er alveg ljóst að hafi einhver efast um að Daglish væri ekki enn stjóri í hæðsta gæðaflokki þá hafði sá einfaldlega rangt fyrir sér að efast. Ég vissi það frá fyrsta degi að Daglish væri maðurinn til að rétta skútuna við og koma Liverpool á þann stall sem það á heima á. Það er ennþá eitthvað í land en með styrkingu á leikmannahóp og áframhaldandi frábæru unglingastarfi þá verða titilarnir fleiri en einn og fleiri en tveir á hverjum tíma.

  Tökum bara saman það sem Dalglish er búinn að afreka fyrir utan sigrana og mörkin. Hann hefur sameinað klúbbinn á ný í eina heild, hann hefur fært gleði og hamingju í leikmenn og stuðningsmenn, hann hefur gert Anfield að óvinnandi vígi á ný, hann hefur sagt fleiri brandara en allir aðrir stjórar til samans síðan hann var seinast stjóri og það mikilvægasta af öllu, hann hefur endurreist trúna!

  Ég hef alltaf sagt að Daglish er engu síðri stjóri en Ferguson. Hann er álíka hæfileikaríkur að ná því besta úr mönnum og lætur miðlungsleikmenn líta út eins og heimsklassa leikmenn rétt eins og Ferguson gerir svo vel. United menn biðu í 26 ár eftir stóra titilinum sem að Ferguson svo loksins færði þeim. Við púllarar erum búnir að bíða í 21 ár eftir sama stóra titlinum. Ég hugsa að bið okkar verði ekki eins löng og við munum svo sannarlega fara að kveðja þessi mögru 20 ár með engum söknuði. 

 13. Vil svo líka minnast á það að menn mega ekki gleyma þætti annarra í þessu öllu saman. Steve Clark, Damien Comolli, John Henry, Tom werner, Ian Ayre og fleiri sem hafa komið að endurreisn klúbbsins!

 14. Stjáni hefur verið að bryðja Prozac eftir tapið í gærkvöldi, það útskýrir ‘góða’ skap hans.

 15. mér finnst enginn annar stjóri koma til greina á þessu mjög slaka tímabili sem enska deildin hefur verið í ár .. holloway gæti gert það ef þeir halda sér uppi, hann er bara svo fokk leiðinlegur , mitt mat þá er enginn sem á séns í árangurinn sem Kenny hefur náð með þessum miðlungs hóp sem hópurinn okkar er í dag , klárlega stjóri tímabilsins

 16. Stjáni hefur verið að bryðja Prozac eftir tapið í gærkvöldi, það útskýrir ‘góða’ skap hans.

  Eða bara hellt sér í eitthvað tengt Liverpool til að dreifa huganum 🙂 Gott fyrir okkur.

 17. Halli (#16) – Þetta var bara fyrsta umferðin. Ég var pirraður í nákvæmlega fjórar mínútur. Nóg eftir. 🙂
  Annars er rétt athugað að við getum þakkað fleirum en bara Dalglish fyrir uppganginn. Eigendurnir hafa losað áhyggjur af rekstri félagsins og ráðið Comolli sem virðist vita hvað hann er að gera. Þá má ekki gleyma að nefna Steve Clarke sem hefur skipulagt liðið mjög vel og hann á eflaust stærstan þátt allra í að liðið hafi haldið hreinu í 5 af síðustu 8 leikjum og alls 8 af síðustu 9 sigurleikjum í deild.
  Varðandi mögulega arftaka Dalglish eftir einhver ár er þá ekki alveg eins hægt að segja að það séu tveir kandídatar þegar innan herbúða Liverpool? Steve Clarke og Jamie Carragher? Mourinho segir að Clarke sé nógu góður til að vera knattspyrnustjóri hjá góðu liði núna strax og Carra hefur aldrei farið leynt með löngun sína til að stýra Liverpool í framtíðinni.
  Kannski sér Dalglish um þetta næstu 5 árin eða þar um bil og svo tekur Carra bara við þessu, Bootroom-style. Það yrði ekkert leiðinlegt heldur.

 18. Vill sjá menn gera þetta The Liverpool way áfram. Myndi samt frekar kjósa Gerrard heldur en Carra til að stjórna liðinu. Carragher hefur ekki hundsvit á sóknarbolta, og gæti það vel komið í bakinu á okkur.

 19. Daglish er sá sem á að vera áframa með liðið… Fréttir frá Englandi herma að verið sé að ganga fá lokaatriðum samnings við hann til langframa… og að búið sé að kortleggja kaup fyrir næstu leiktíð… Langt síðan það hefur verið svona bjart yfir hjá okkar frábæra félagi…

 20. Fréttir herma að Juve séu ekki tilbúnir að borga 16 millur fyrir Aqulani og ætli að reina að semja fyrir 15. mai um verð, Daglish segir að ef ekki sé borgað uppsett verð þá bjóðum við Aqulani velkomin á Anfield. Ef einhver gæti fengið þennan leikmann til að blómstra á Englandi þá væri það Daglish og því þá ekki bara að fá hann til baka, ég var aldrei ánægður með hvað hann fékk lítin tíma til að sanna sig eftir að hann náði sér af meiðslum, held að við værum vel settir mað að hafa hann bara áfram hjá okkur…

 21. Skemmtileg umræða á skemmtilegum Liverpool tímum.
  En að gefnu tilefni vil ég benda á að nafn kóngsins er Dalglish.

  Allir geta gert stavsetningar villur, en mikilvægt finnst mér að menn riti nafn kóngsins rétt 🙂

 22. Takk fyrir þetta Hafliði… hef þetta rétt næst… rétt hjá þér nafn kóngsins á að vera rétt skrifað enn og aftur takk fyri ábendinguna.

 23. Segjum að við fengjum Aqualini til baka. Þá værum við með Gerrard, Lucas, Aqualini, Meireles og Spearing á miðjunni að ógleymdum Poulsen nokkrum. Ég myndi ekki vilja sjá neinn af þessum drengjum á kanntinum. Gerrard getur reyndar leikið nokkrar stöður en við værum ansi vel settir á miðjunni með þennann hóp, eða hvað ?

 24. DALGLISH !!! Biðst forláts á svona barnalegum innsláttar/stafsetningarvillum! Veit vel hvernig á að skrifa nafn kóngsins en lesblindan virðist stundum blokka út þetta L sem er á undan G :):)

 25. Ég er bara mjög spenntur fyrir Aqualini…

  Hann var meiddur nánast allt tímabilið hjá Benitez, Roy Hodgeson fílar ekki knattspyrnumenn, en Aqualini gæti smell passað inní einnar snertinga hraða fótboltan hans Dalglish.

  Ég tala nú ekki um eftir að hann er búinn að spila heilt tímabil á Ítalíu án þess að meiðast og ef hann fær gott pre-season með Liverpool.

  Maðurinn er algjörlega 16m. punda virði og ef Juve vilja ekki borga það geta þeir bara leitað eitthvað annað.

 26. Þvílílur hamingju-bjartsýnis þráður (sem í eðli sínu er jákvætt), kom loksins gott veður á klakann?

 27. Ef að slysið hræðilega á Hillsb… hefði ekki gerst þá hefði Kenny Dalglish haldið áfram með liðið og þá væri staðan ekki þannig í dag að United ætti möguleika á því að vinna sinn 19 titlil, staðan væri sennilega frekar svona 27 titlar hjá LFC… Þetta slys er það sorglegasta í sögu fótboltans ..

  Það eru vonandi betri tímar framundan fyrir okkur Liverpool menn, við skulum vona að biðin eftir enska titlinum verði ekki mikið lengri. Með Kenny teh King sem stjóra er allt hægt, i just love him !! .

 28. Nr. 23

  Magnað erfitt nafn (Dalglish), það er krónískt hjá mér að setja  s á undan i þegar ég er að flýta mér!

  King Kenny bara 🙂

  Dírka stavsetnúngar úmriðu

 29. Ég vil að héðan í frá titlum við Kenneth Mathieson Dalglish, sem Sir King!
   
  Það verður ekki flottara!
   
  Ég þekki eina stafsetningarlöggu! Hann er ágætur þrátt fyrir allt!!!

 30. Hvað er að frétta af þessu u-21 liði Englendinga?  Enginn Kelly ,Flannagan eða Robinson ! Hefði allavega haldið að Kelly ætti byrjunarliðssæti þarna þrátt fyrir þessi meiðsli sín sem hljóta að verða komin í lag í júní ?

 31. Sælir félagar
  Sir Kenny dugar mér alveg og mér segir svo hugur um að ekki verði þess langt að bíða að hann fái þennan titil formlega.  Hvað stafsetningarvillur varðar þá eru þær í raun oft og tíðum frekar ásláttarvillur en hitt.  Fyrir mér, sem er leiðindastafsetningarlögga og málvöndunarpostuli í eðli mínu, eru stafsetningarvillur/ásláttarvillur ekki svo alvarlegar meðan umræðan er málefnaleg og full af lofi um okkar ástkæra lið og magnaða stjóra.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 32. Meigum ekki gleyma Meistara Poulsen sem hefur hjálpað okkur gífurlega mikið á þessu tímabili, án hans værum við öruglega ennþá í botnbaráttuni 🙂

 33. Lárus I,
  Er Kelly ekki enþá meiddur? Þeir hafa eflaust um miklaaa breidd að velja úr, ef menn eru ekki í toppstandi þá er nóg að velja úr. Kelly á klárlega heima þar, en spurning með Robison og Flangan, held þeir þurfa annað svipað tímabil til að getað spilað sig þarna inn.
  King Kenny !!!

 34. Flott línurit – alltaf gaman að svona hörðum staðreyndum…

  Margir LFC aðdáendur hafa verið of svartsýnir / neikvæðir hefur mér fundist því ég hélt við myndum ná 4-5 sæti, og var því m.a. hættur að lesa kop.is á tímabili. Einar Örn var reyndar undantekningin með sína jákvæðni.

  Frábært hvað liðið er á góðri braut, hlakka til næsta veturs.

 35. spyr að því sama, er búinn að reyna svona 40 stream á SopCast en virkar ekkert 🙁

 36. Sama hér – næ engu sambandi við leikinn
   
   
   
   
  og svo mæli ég með að Roy verði rekinn

 37. adthe.net er að streama, en frekar höktandi.  Sopcast virðist vera niðri.

 38. Ég hvet þá sem eru að pirra sig yfir því að ná ekki leiknum, að skoða aftur staðreyndir og athugasemdir í þessum þræði. Dásamleg lesning ! 🙂

 39. Eftir að hafa horft á Mascherano velta sér emjandi í polli á Nou Camp eftir að hann og Diara spörkuðu samtímis í boltann, varð ég alveg óskaplega fegin yfir því að hann skuli hafa farið frá Liverpool. Dómarinn hefði nú samt alveg mátt gefa honum gult fyrir væl.

 40. Jæja snúum okkur aftur að Liverpool. Er ekkert leikmanna slúður í gangi? Hvað segja innherja menn á útlensku spjallborðunum?

 41. Eins mikið og síðustu umferðirnar verða spennandi þá verður sumarið ekki síður spennandi. Ekki gleyma því að við munum fá “frítt” 16 milljón punda leikmann strax og flautað verður til leiksloka. Aqualini mun koma til liðsins og ég er ekki nokkrum vafa ef að hann helst heill og hann verður ekki seldur mun hann klárlega falla vel inní þá knattspyrnu sem Liverpool er að leika þessa daganna. Þá tel ég að miðjan sé fullkomlega mönnuð með Lucas, Gerrard, Meireles og Aqualini á miðjunni og Spearing til viðbótar. Ef hann verður seldur þá er það bara auka budget í öflugan leikmann. Kæmi mér ekkert á óvart að menn myndi vilja freistast til þess að selja hann og kaupa öflugan leikmann í aðrar veikari stöður enda hefur miðjan verið funkera vel í síðustu leikjum undir stórn kóngsins.
  Því miður var maður enn á táningsaldri þegar hann hætti störfum þannig að maður tók velgengni Liverpool sem sjálfsögðum hlut. Síðan þá hefur maður gengið í gegnum snjóstorm með þessu liði þar sem bjart hefur verið á köflum. Þegar Dalglish var nefndur síðasta sumar sem næsti stjóri hafði maður ákveðnar efasemdir þar sem hann hafði ekki stjórnað liði í heilan áratug og maður vissi ekki hvort að hann “still got it”. Þegar Hodgson var ráðinn bölvaði maður upphátt og síðan í hljóði og reyndi að sannfæra sjálfan mig að þar væri maður með reynslu og gæti gert eitthvað óvænt. Maður reyndi að túlka það sem hann sagði á jákvæðann hátt og maður ákvað að gefa honum séns. Sá séns var hins vegar ansi stuttur því fljótlega var ljóst í hvað stefndi. Þarna var einfaldlega rangur maður á röngum tíma.
   
  Þegar Hodgson var rekinn var ljóst að bara eitthvað annað var betra en sá gamli og ráðning Dalglish var eina og langbesta lausnin. Vissulega bjóst maður við áherslubreytingum en ég verð að játa að ég átti alls ekki von á að liðið yrði komið uppfyrir Tottenham í lok leiktíðar og í einu besta leikjaforminu á þessum tíma. Ekki nóg með það að Dalglish þurfti að taka við þrotabúi Hodgson heldur fór dýrasti einn af lykilleikmönnum liðsins fram á sölu skömmu eftir ráðninguna. Hann fékk tvo nýja leikmenn í hendurnar og þurfti að endurskipuleggja allt frá grunni, auk þess sem Gerrard hefur verið meira og minna frá á þessu tímabili. Í ljósi þess er árangur hans enn merkilegri. Það segir manni bara eitt að fótbolti er einföld íþrótt og árangur framkvæmdastóra ræðst ekki hversu nútímavæddir þeir eru, hve miklum þeim tíma þeir eyða í leikgreiningarforritum eða sökkva sér djúpt í fræðum. Sumir framkvæmdastórar einfaldlega “got it” og það á klárlega við um Dalglish.
   
  Langtímasamningur við verðandi Sir King Dalglish yrði besta signing sumarsins!
   
   

 42. Fréttir úti segja að LFC séu að spurjast um Pastore og ætli að byrja með 25M boði.

  Annarsvegar eiga Gary Cahill og Ashley Young að vera close og svo eru þeir að bjóða í Aguero eða Benzema. Sanchez er held ég of dýr fyrir LFC en ef þeir fá gott verð fyrir hann þá kemur hann. Og svo eru þeir líka á eftir Hazard.

  En með Aguero og Benzema þá voru þeir targetin í janúar en Atletico vildu of mikið fyrir Aguero og Real máttu ekki við því að missa fleiri framherja(Higuain var þá meiddur og búist við út tímabilið). Ég held að þeir ætli sér að kaupa Aguero á 30M. 

  Einn sem á að vera ITK á AnfieldIndex ætlar að koma með transferupdate um helgina. Ég skal pósta því hingað þegar það kemur 🙂

 43. king kenny er frábær gaur og stjóri en ég vil meina það þetta sé ekki honum að þakka að mestu leyti….
  SUAREZ er sá sem er að breyta þessu liði í einhvað sem ég hef ekki séð mjög lengi, hann er liverpool þessa dagana.

  dúddinn er rosalegur, krafturinn áræðnin gleðin þetta er svo að smita útfrá sér 

  ussssss áfram liverpool

 44. Veit ekki hvað þið eruð alltaf að grenja yfir Chelsea hérna inni á þessari ágætu síðu ykkar því ég veit nú ekki betur en það hafi verið Chelsea maður sem nánast bjargaði þessu liðið ykkar frá könunum. Svo fenguði Chelsea manninn Steve Clarke í þjálfunar teamið sem ég lofa ykkur að hafi verið ein mesta snilldin á leiktíðinni hjá ykkur. Að lokum létum við ykkur fá 50 stórar fyrir Torres eina sem þið þurftuð að gera var að taka Joe Cole. Væri það til of mikils ætlast að fá smá þakklæti eða?   🙂

 45. hahaha flottur TrueBleu
  ég skil ekkert hvað menn eru alltaf að hatast eitthvað út í Torres og Chelsea 
  Torres getur ekki neittt þessa dagana, við erum ekki í samkepni við þá í neinum kepnum og vinum þá oftast hvort sem er

 46. TrueBlue, þið Chelsea menn fáið leyfi til að vinna deildartitilinn í ár sem þakklætisvott, þetta er samt alveg undir ykkur komið.

 47. Nr. 53

  Þakklætisvott? Við styðjum nánast öll Chelsea það sem eftir er af þessu móti 🙂

  Öll nema Bjammi sem útvarpar fáfræði sinni hérna stundum!

  Nr. 56.
  Þegar allt er undir eins og í þessum leik þarf heimaliðið að stóla á sinn 12.mann. Í tilviki United er það Webb ekki stuðningsmennirnir! Mjög eðlilegt bara.

 48. Heiddi kemur inn á áhugaverðan punkt, og það væri eflaust alveg hægt að skoða árangur Liverpool með Suarez innanborðs og utan sem svart og hvítt. Hins vegar er alveg ljóst að Dalglish og Steve Clarke hafa komið með nýjar áherslur í leik liðsins, áherslur sem við höfum ekki séð í, ja sennilega síðan 1998. Fyrir utan að leka endalaust af mörkum. Við höfum ekki fengið að sjá svona flæðandi sóknarleik, örugga sigra og þéttan varnarleik síðan ég veit ekki hvenær, 1990 sennilega. Það er líka alveg rétt sem kemur fram hérna að ofan að feel-good factorinn er mikill og það þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika, t.d. töp gegn West Ham og jafntefli gegn Wigan. Það yrði algjörlega vonlaust fyrir nýjan stjóra að taka við af Dalglish, það yrði líka algjör uppreisn meðal stuðningsmanna ef Dalglish yrði ekki ráðinn. Mér lýst vel á kenningar bjamma og Andra nr. 10. og 11. og tel þær nokkuð líklegar, það er búið að handsala þetta en verður skrifað undir fljótlega eftir að 5. sætið verður tryggt.

 49. king kenny er frábær gaur og stjóri en ég vil meina það þetta sé ekki honum að þakka að mestu leyti….
  SUAREZ er sá sem er að breyta þessu liði í einhvað sem ég hef ekki séð mjög lengi, hann er liverpool þessa dagana.

  Setjum þetta öðruvísi upp, heldur þú að Suarez hefði gert það sem hann er að gera fyrir liðið í dag með leikaðferðum og man manmanagment a la Roy Hodgson?

  Svarið er nei og það er klárlega Dalglish sem leiðir uppgang Liverpool þessa dagana, án þess að ég vilji gera á neinn hátt lítið úr þætti Clarke, Suarez o.fl. 

 50. Nokkuð áhugavert sem þú skrifar hér Bagu, það er oft talaðum það að Dalglish sé einn að gera þessa góðu hluti sem eru að ske hjá klúbbnum núna (frá því að hann tók við). Það efast engin um hæfileika kóngsins á fótbolta og víst hefur hann komið með leikgleði inn í liðið og er að fá meira út ur liðinu en aðrir gerðu. Það eru svo margir þættir sem koma að þessu að það væri bara ósangjarnt að skilja aðra eftir og eigna Dalglish allt verkið, hann er með fráæra menn með sér, Clark, Lee,  og gott læknalið, allt telur þetta þegar uppr er staðið.

  En takið samt eftir að í hverju því viðtali sem hann fer í þá gerir hann ávalt lítið úr sínum hlut og lofar leikmennina fyrir árangurinn, með öðrum orðum hann talar upp liðið, nokkuð sem RH gerði ekki, sá var bara ánægður ef við næðum jafntefli eða töpuum ekki stórt…  

  Það er ávalt þannign að sumir leikmenn eru betri en aðrir frá leik til leiks og víst er að Suarez hefur heldurbetur komið með jákvætt hugafar með sé frá Hollandi, hann er sífelt skapandi, vinnandi og þess á milli skorandi, hvað er hægt að hugsa sér betri leikmann, að mínum áliti betri fyrir liði en Torres var, með fullri virðingu fyrir því sem Torrse gerði fyiri okkur.

  Það starf sem verið er að vinna hjá Liverpool er eitthvað sem verður að halda áfram og eftir því sem maður kemst næst þá er allt sem bendir til að það sé verið að vinn í þá átt hjá stjórn félagsins.  Manni skilst að það sé vereið að leggja loka hönd á samning við Kónginn, það séu bara nokkur atriði sem séu eftir og að þau verði kláruð í þessari viku eða byrjun næstu. 

  Og svo verður að hafa það í huga að við erum að spila svona vel undir stjórn Dalglish með mikið af leikmönnum í meiðslum og ungum leikmönnum sem hafa leist það verkefni með sóma… Ég held að það sé hægt að segja það með sanni (sem ekki hefur veri hægt lengi) að frátíðin er björt….

  Áfram LIVERPOOL,  YNWA…

 51. Afsakið þráðarrán, en ég var að heyra af því að Comolli væri að leitast eftir að fá vængmann og framherja frá Athletic Bilbao sem heitir Iker Muniain. Rosalega heillar sá strákur mig og hann er alveg eftir kaupstefnu FSG.

  Hrikalega flott myndband af góðum töktum sem hann hefur sýnt, og aðeins 19 ára gamall í dag: http://www.youtube.com/watch?v=vY1kXhWv3pQ

  Þetta gæti samt alveg verið bull sem maður heyrir, en þessi drengur er ekkert lítið spennandi.

 52. BaBU ÉG GET LOFAÐ ÞÉR ÞVÍ AÐ SUAREZ HEFÐI SPILAÐ EINS UNDIR HODGSON EÐA HVERJUM SEM ER ÞESSI GAUR ER BARA ÞANNIG, AUÐVITAÐ ER KENNY AÐ GERA GÓÐA HLUTI, EN LIVERPOOL VÆRI EKKI Í ÞESSARI STÖÐU SEM ÞEIR ERU I DAG  HEFÐIR SUAREX EKKI KOMIÐ TIL BJARGAR ÉG GET LOFAÐ ÞÉR ÞVÍ 😉 SORRY CAPS LOKKIÐ  

 53. Heiddi það er alveg rétt hjá þér að Suarez hefur breytt miklu til batnaðar fyrir Liverpool en gleymdu því ekki að Liverpool var byrjað að vinna leiki áður en hann kom undir stjórn King Kenny! Leikurinn er allt annar í dag með bæði Dalglish og Suarez innanborðs!

 54. Nr. 62 Heiddi.

  Ég sé illa en ekki svona andskoti illa!

  En við verðum þá bara að vera ósammála í þessu þó ég sé ekkert að mótmæla því að Suarez hafi verið algjörlega geggjaður síðan hann kom, hann er samt ekkert eini leikmaður liðsins að finna sig frábærlega undir stjórn Dalglish.

 55. Ásmundur, ef þeir eru að bíða með samning handa Kenny til að geta ráðið Mótormouth þá er ég klár á Austurvöll með mótmælaspjöld daginn eftir.  Hef afskaplega litla trú á þessu og er ennþá nokkuð viss um að City verði næsti viðkomustaður Jose bjóðist það. Passa fullkomlega saman.

 56. 64 Ásmundur.
  Nei ég held að það sé ekkert til í þessu, og vona það ennþá meira.

 57. Kenny er algjörlega maðurinn. Það var ótrúleg tilfinning að sitja á næst besta stað á Anfield á leiknum gegn Birmingham (sem að var btw hinn fullkomni leikur) og heyra stuðningsmennina syngja jafn mikið til Dalglish og leikmannanna. Þessi maður á klárlega hjörtu allra sem að ekki eru rangstæðir í Liverpool og hann á þau með réttu.

 58. Mig langar að setja inn mínar hugrenningar hér varðandi þetta Suarez innlegg, var reindar búinn að tíunda þeta að mestu hér að ofan… Það skal engin efast um hæfileika Suarez þeir eru greinilega til staðr sem og vilji hans til að berjast fyrir liðið. Við erum betur settir með hann heldur en án hans svo milið er víst… en það þarf meira til…

  Fótbolti er liðsíþrótt og gengur fyrst og síðast út á það að fá lið til að spila vel sem heild… Það eru ávalt leikmenn sem standa upp úr hverju liði og er Suarez einn af þeim, en hann er bara einn af þeim hann er með 10 meðspilara sem vinna með honum skapa fyrir hann og hann skapar fyirr þá… Númer eitt þá er það heildin.

  Ekki heyrist mér menn vera mikið að tala um Lucas og hans þátt í þessari velgengni sem er á liðinu núna… svo til allt okkar spil byrjar á honum hann kemur ávalt til baka og nær í boltan og hefur sóknar aðgerðir okkar… hann er ekki að skoa mörk og verður því oft utundan í umræðunni að mér finst. Leikmaður sem hefur vaxið og vaxið og á bara eftir að verða betri enda einungis 24 ára…  Það kæmi mér ekki á óvart þó að þar sé á ferðinni framtíðar fyrirliði liðsins (bara mín skoðun).    

  Liverpool var oftar en ekki nefnt sem Gerrard & Torres hér áður en sá síðarnefndi yfirgaf okkur, það var allt undir því komið hvernig þessir menn spiluðu hvort við áttum einhvern séns. Nú heur Gerrard verið meiddur og Torres farinn, nýr stjóri komið og tekið við, stillir upp ungum og reindum leikmönnum í bland, heldur boltanum að mestu leiti á jörðinni og við erum að sjá bolta sem einkendi Liverpool á árum áður þegar þeir voru liða bestir á Englandi og þó víðar væri leitað.  

  Það er núna fyrst í mörg ár sem maður sér að það eru góðir hlutir, virkilega góðir hlutir að ske hjá félaginu og það er ekki einhverjum einum að þakka. það er stjórinn, aðstaðr menn hans, liðið og stuðningsmennirnir sem vinna að þessu öllu saman, ástæðan jú  þetta er hópverkefni sem er greinilega verið að vinna vel í og framtíðin björt.

  Ég er svo fullviss um að Dalglish er ekki að spá í að kaupa einhverjar stjörnur fyrir næsta tíma bil, hann er að leita að réttum leikmönnum í þær st0ður sem þarf að styrkja með tilliti til heildarinnar, einfaldlega vegna þess að hann er vel meðvitaður um að þetta er liðsíþrótt…

  Vill taka það fram að þetta eru bara mínar hugrenningar

  Áfram LIVERPOOL, YNWA

 59. Sorry með stafsetninguna hér að ofan, vona að þetta trufli ekki.. bæti úr þessu næst…

 60. Suarezlfc7 50: Fréttir úti segja að LFC séu að spurjast um Pastore og ætli að byrja með 25M boði.

  Annarsvegar eiga Gary Cahill og Ashley Young að vera close og svo eru þeir að bjóða í Aguero eða Benzema. Sanchez er held ég of dýr fyrir LFC en ef þeir fá gott verð fyrir hann þá kemur hann. Og svo eru þeir líka á eftir Hazard.
  En með Aguero og Benzema þá voru þeir targetin í janúar en Atletico vildu of mikið fyrir Aguero og Real máttu ekki við því að missa fleiri framherja(Higuain var þá meiddur og búist við út tímabilið). Ég held að þeir ætli sér að kaupa Aguero á 30M.
  Einn sem á að vera ITK á AnfieldIndex ætlar að koma með transferupdate um helgina. Ég skal pósta því hingað þegar það kemur 🙂

  Eru einhverjar áræðanlegar heimildir fyrir þessum lista? Því ég er nokkuð viss um að ég fékk það smá við að lesa hann..

 61. Æj afsakið átti nú að vera qoute yfir öllu sem hann sagði, semsagt að ,,Eru einhverjar áræðanlegar…”

 62. Engan áhuga á Mourinho. En það er spurning hvort að deilur um leikmannakaup séu að trufla framtíðarráðningu Dalglish? Í það minnsta dettur mér fátt annað í hug hvað aftrar því að skrifa undir við hann til fimm ára. Ekki eru það laun eða lengd samnings, hann myndi vinna frítt, en kannski snýst þetta um hvernig hann og Comolli vinna saman að leikmannakaupum…

  Ef Comolli hefur yfirumsjón með leikmannakaupum, hver tekur ákvörðun um hvort hann verði keyptur? Eflaust á það að vera Comolli en etv er King Kenny ósáttur með það? Hver veit. Vona bara að þetta skýrist sem fyrst.

 63. Ég held að undir Kenny þá er ekki eins mikilvægt að vera að kaupa einhver súper stór nöfn eins og Benzema eða eitthvað álíka. Held að það væri betur fyrir okkur komið að kaupa unga efnilega drengi eða góða unga menn líkt og Suarez.  

  ‘Eg held einnig að Steve Clark eigi mjög svo stóran part í hvernig hlutirnir hafa þróast hjá okkur. Vörnin okkar er td orðin bara feiki sterk, Skirtle blómstrar og er bara að spila á sínu hæðsta leveli sem og Kuyt ofl

  Mig grunar að þetta sé gríðar vel samsett hjá okkur og Kenny leifi Clark að stjórna ansi miklu sem viðkemur boltanum, leikkerfum osfr  En það sem Kenny hefur er þessi mannlegi þáttur, að lesa þessa stráka og ná 100% út úr þeim því sem er hægt. Held einnig að hann taki upp eitt ráð frá “vini” sínum Ferguson og það er að hann mun ekki láta einhverja drengi vaða upp um veggi heldur frekar losa sig við þá sem “funkera” ekki í hóp þó þeir séu góðir í fótbolta.

  Ég var ekki sannfærður um kenny framan af en nú finnst mér þetta ekki nokkur spurning.

  Liðsheild og stemning innann liðs er held ég algjört lykilatriði, mikilvægara en einhverjar súper stjörnur. (nema kannski Messi)

 64. Samkvæmt miðlum á Englandi varðandi ráðningu Dalglish þá vill Kóngurinn fá að ráða því hverjir koma og hverjir fara, eða í það minsta hafa veruleg áhrif á það… Verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál þróast… Persónulega þá held ég að það eigi að vera í höndum stjórans að segja til um hvað aleikmenn koma og fara… Yfirmaður knatspyrnumála getur svo verið hann aðstoðarmaður á þessu sviði. Alvöru stjórar láta ekki aðra velja fyrir sig, og Dalglish er alvöru stjóri og ég trúi því bara ekki fyrr en á reinir að svona nokkuð veri til þess að ekki náist að semja við hann…

 65. valli #76

  einu miðlarnir sem hafa sagt frá þessu vitna allir í the sun eftir því sem ég hef séð, og það ber að taka öllu með fyrirvara sem kemur frá þeim.

 66. Ég ætla enn einu sinni að vitna í Balague, menn mega alveg ráða hvað þeim finnst 🙂

  Balague segir þetta á Twitter:
  Pepe reina has decided to stay. LFC trying to buy left back,centre back,two wingers,centre mid.he believes in the project.good news for Reds

  Ég treysti Balague frekar en einhverjum spjallverjum sem hafa stundum rétt fyrir sér, ekki það að Balague sé með alveg allt á hreinu… en þetta hljómar samt vel.

 67. Góðar fréttir frá Guillam Balague, spænskum sparspekingi SKY, á twitter !:

  Pepe reina has decided to stay. LFC trying to buy left back,centre back,two wingers,centre mid.he believes in the project.good news for Reds

 68. Hlynur nr.61

  Mér finnst nú þessi Iker Muniain ekki gera neitt merkilegt í þessu myndbandi.

 69. Og Ben Smith á Times staðfestir allt sem Balague segir:

  “the Reina stuff is 100% spot on. We said as much a fortnight ago.”

  Lýst sérstaklega vel á að kaupa tvo kantmenn, en vil þó fá annan framherja. Líklega á annar þeirra að geta spilað frammi líka…

 70. babu ég vissi það væri einhvað vandamál með sjónina, þannig ég skellti þessu á fyrir þig  😉  ánægður með þig og suma góða pistla frá þér, en við erum ósammála með þetta.
  áfrqam liverpool og Suarez er Liverpool 😉 hahaha

 71. Ef satt reynist með Reina þá er það auðvitað FRÁBÆRAR fréttir. Það er þá allavega ein staða á vellinum sem þarf ekki að horfa neitt til að styrkja.

 72. Það á að banna Suarezlfc7 að pósta hingað inn.. Eina sem að kemur frá þessum gæja er endalaust og heimildalaust slúður sem að ruglar mann bara í ríminu 🙂

Liverpool – Newcastle 3-0

Fjárhagsfréttir