Liðið komið – Glen Johnson byrjar:

Liðið gegn Newcastle í dag:

Reina

Flanagan – Carragher – Skrtel – Johnson

Meireles – Spearing – Lucas – Maxi

Suarez – Kuyt

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Robinson, Shelvey, Cole, Ngog, Carroll.

Sama lið og síðast nema að Glen Johnson er orðinn heill og kemur inn í vinstri bak.

Áfram Liverpool!

40 Comments

  1. Fínt srteam  http://www.firstrowsports.eu/watch/62703/1/watch-liverpool-fc-vs-newcastle-united.html
    og Maxi heldur áfram

  2. Mér sýnist að Maximus Goalriguez sé endanlega hættur við að láta selja sig í sumar

  3. maxi að sýna takta frá gömlum atl madrid árum .. klárlega squad player fyrir næsta ár !

  4. Ja hérna, ég hef nú bara ekki heyrt um kick off kl 11 áður og var sjálfur í þeirri trú að þetta væri 12! 

    Hressandi að kveikja bara í 1-0.

  5. Maxi kominn með jafnmörg mörk í deildinni og leikmaður ársins, Gareth Bale og þeir eru að spila sömu stöðu.

  6. Spearing að eiga fanta góðan leik aftur…hann er að batna og batna strákurinn

  7. Jæja, fín byrjun en liðið verður að koma framar á völlinn. Liðið liggur alltof aftarlega og er að fá á sig hornspyrnur þar af leiðandi trekk í trekk. Flanagan á greinilega í vandræðum með Jonas á kantinum, vantar meiri stuðning frá samherjum sínum í varnarleiknum.
    Það er algjört must að ná öðru markinu í þessari stöðu.

  8. Bjórsvelgirnir fá að vera óþarflega mikið með boltann fyrir minn smekk…

  9. Sammála Einari, liðið allt of aftarlega og Flanagan þarf aðstoð.  Má teljast heppnn að hafa ekki fengið gult spjald nú þegar.  Newcastel mun meira með boltann í lok fyrri hálfleiks og ég verð feginn að halda hreinu í hálfleik.  Kenny lagar það sem þarf í hálfleik og við bætum við mörkum í þeim síðari.  Kuyt og Carrol skora báðir.

  10. Hver er þessi Johson sem að átti víst að byrja? Hef ekkert séð til hans? 😀

    Innsk Babu. Lagaði þetta, man ekki eftir að KAR hafi klikkað á svonalöguðu áður.

  11. Newcastle er að stjórna þessum leik. Eins og komið er fram þá liggur liðið alltof aftarlega eftir að markið kom. Þetta er einkennilegt þar sem það hefur ekki verið stíll liðsins hingað til eftir að Daglish tók við! En ég er bjartsýnn á að þetta lagist í seinni hálfleik. Erum þrátt fyrir þetta með forystu í leiknum og Maxi er greinilega að blómstra þessa dagana!

  12. Þurfum að komast í 2-0, fyrr verð ég ekki rólegur.
    Gaman að sjá Joey Barton fíflast í áhorfendum með því að stilla boltanum trekk í trekk inn fyrir línuna í hornspyrnum, uppskera mótmæli og færa hann svo hlægjandi á réttan stað 🙂
    Eins fanst mér til eftirbreytni að um leið og Carroll byrjaði að hita upp þá fögnuðu aðdáendur Newcastle honum vel og innilega, klassi yfir því.

  13. heyrði nú sungið one greedy bastard … hvort sem því var beint að carroll eða torres veit ég ekki

  14. #19 hefði ábyggilega orðið brjálaður ef liverpool hefði fengið svona víti á sig

  15. vá hvað suarez átti þetta mark inni eftir seinustu leiki hans … þessi leikmaður , maður heldur varla vatni yfir honum

  16. Erum að spila frábærlega, hlæ af öllum kommentum hér að ofan um að Toones stjórni leiknum og við séum að spila varnarleik 🙂

    Inn með Carroll

  17. Mest hræddur um að Barton reyni að slasa Carroll – þetta er ekki eðlilega heimskt…

  18. Það varð af því að Liverpool fór að stjórna leiknum í seinni hálfleik! Ég veit ekki annað en að þetta hafi verið sanngjarnt víti. Williamson rífur Suarez niður og klárt víti af mínum dómi!

  19. fáránlegt comment að suarez átti að standa þetta af sér, stóð af sér tæklingu í byrjun seinni hálfleiks þarsem 99% hefðu látið sig falla og reynt að fiska víti , en í staðin stóð hann hana af sér og átti stórhættulegt skot

  20. Jæja, þá þarf Meireles bara að skora eftir sendingu frá Suarez 😉 (þó að Maxi sé svosem ekkert mjög undarleg átt)
    Nikodemus says:
    30.04.2011 at 03:42

    Ég held að Maxi byrji þennan leik í stað Carroll, helt að Dalglish setji hann frekar inná í seinni hálfleik frekar en að láta Newcastle menn berja á honum allann leikinn. Annars tel ég að við vinnum nokkuð öruggan 4-0 sigur á sunnudaginn og Suarez fær smá útrás með 1-2 mörk og stoðsendingu. Meireles setur svo eitt og Kuyt eitt ásamt stoðsendingu. Ef Suarez skorar bara 1 kemur það fjórða úr undarlegri átt, jafnvel að Spearing komi honum loksins í netið.

  21. Við eigum þennan leik. En mikið er klikkhausinn Joey Barton skemmtilega góður leikmaður. Hann er allt í öllu í annars slöku liði Newcastle.
    Væri meira en til í að hafa hann í Liverpool – að sjálfsögðu með “gone-crazy-klásúlu” í samningnum 🙂

  22. Til að fullkomna daginn mun Arsenal slátra liðinu sem kennir sig við djöfulinn…

  23. Magnaður sigur og Liverpool komið í bílstjórasætið gegn Tottenham. Sigur Man City í dag hefur væntanlega dregið vígtennurnar úr  Tottenham, þannig að það kæmi mér ekki á óvart að þeir væru einfaldlega sprungnir. Nú þarf Liverpool einfaldlega að vinna þá þrjá leiki sem þeir eiga eftir. Það verður svakaleg rimma á Anfield þegar Tottenham mætir þangað en það má þó ekki vanmeta Fulham og Aston Villa. Allt verða þetta geysilega erfiðir leikir og ekkert má útaf bregða. Það skemmtilega við þetta er að fyrir nokkrum mánuðum hélt maður að tímabilið væri búið en nú á liðið möguleika að ná Evrópusæti og komast upp fyrir lið sem hefur verið hæpað upp af fjölmiðlum, “sérfræðingum” og framkvæmdastjóra þess.
    Það grátlega við þetta allt saman er að horfa í stigin gegn liðinum á botninum sem hafa farið í súginn. Það er nákvæmlega ekkert hægt að setja útá stigafjöldan sem liðið hefur náð gegn topp fjögur liðinum en stigin sem hafa tapast gegn Blackpool, Wolves, Wigan, West Ham, WBA og þessum liðum eru ansi dýrkeypt í dag. Hvað hefði gert hefði Dalglish komið inn fyrir jólatörnina? eða hefði verið ráðinn í upphafi leiktíðar?. Ég er nokkuð viss um að liðið væri að kljást við Man Utd og Chelsea um PL titilinn frekar en Tottenham um 5. sætið.
    Nóg af “What if” Manni ber hins vegar að vera þakklátur fyrir það sem liðið hefur afrekað síðan að kóngurinn snéri aftur….hvað hefði t.d. gerst ef að kóngurinn hefði ekki snúið aftur?? Hvar væri liðið þá? Það er allavega ljóst að kóngurinn hefur sameinað félagið og stuðningsmennina á ný og þá er ekki að spyrja að árangrinum. Amk kosti gerir maður allt til þess að missa ekki af leik sem er annað en var undir stjórn Hodgson.

Newcastle á sunnudaginn

Liverpool – Newcastle 3-0