Man Utd á morgun!

Úff, þvílíkur dagur!

Byrjum á byrjuninni: við óskum unglingaliði Liverpool til hamingju með frábæran 3-1 sigur gegn Crystal Palace á Anfield í dag í fjórðu umferð FA Youth Cup. Þessi sigur er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að það var okkar maður, Kristján Gauti Emilsson, sem skoraði tvö af þremur mörkum okkar og virðist hafa slegið rækilega í gegn í þessum leik. Til hamingju með þetta, Kristján Gauti!

Stóru fréttirnar voru svo auðvitað þær að í morgun tilkynnti félagið brottrekstur Roy Hodgson og að Kenny Dalglish tæki við stjórn liðsins út tímabilið. Þetta voru svo sannarlega fréttirnar sem við höfum beðið eftir síðustu daga enda sýndi það sig að menn hafa verið duglegir að ræða þetta fram eftir degi hér á síðunni.

Svo skemmtilega vildi til að strákarnir hjá Fótbolta.net voru fyrir helgina búnir að biðja mig um að mæta í viðtal í útvarpsþátt þeirra í dag til að ræða slæmt gengi og erfiða stöðu Liverpool. Heppnin var hins vegar með mér því þjálfaraskiptin voru tilkynnt tæpum tveimur tímum áður en ég fór í loftið á X-inu þannig að ég gat aðeins glaðst og verið bjartsýnni í spjallinu en á horfðist.

Þið getið hlustað á viðtalið, sem er um hálftími að lengd, hérna.


Þá að leiknum á morgun. Man Utd. Old Trafford. Enska bikarkeppnin. King Kenny vs Sir Alex:

Vá! Þessi leikur fór frá því að vera eitthvað sem ég var engan veginn spenntur fyrir og ætlaði að horfa á meira af skyldurækni en eitthvað annað, í það að vera algjört skylduáhorf. Bara það að sjá King Kenny og Sir Alex takast í hendur og standa saman á hliðarlínunni á eftir að vera nóg til að maður fari að titra. Upplyfting Liverpool-manna í dag gæti þýtt það að leikurinn sjálfur verður rafmagnaður líka.

Um United-liðið þarf vart að fjölyrða. Þeir töpuðu illa á útivelli gegn West Ham í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins í nóvember, með varaliðið sitt í snjókomu í London, en hafa annars ekki tapað einum einasta knattspyrnuleik í vetur. Þeir hafa gert ögn fleiri jafntefli en þeim þykir hollt í deildinni en eru engu að síður með mjög góða stöðu á toppnum þar og virðast til alls líklegir í öllum keppnum. Þar að auki töpuðu þeir óvænt í þessari fyrstu alvöru umferð bikarkeppninnar fyrir ári gegn Leeds, þannig að þeir verða æstir í að tryggja að það endurtaki sig ekki. Svo eru þeir jú víst að spila við Liverpool, liðið sem þeir hata meira en nokkuð annað lið (dittó) þannig að það er engin hætta á öðru en að Rooney, Nani og co. verði klárir í slaginn á morgun.

En hvað með okkar menn? Það eru allir heilir nema Jamie Carragher, Hodgson var búinn að staðfesta að Raúl Meireles yrði með og að allir aðrir væru heilir, en þjálfaraskiptin í dag henda öllu upp í loft.

Hvernig í ósköpunum á ég að giska á fyrsta byrjunarlið Kenny Dalglish í rúman áratug?

Ég verð samt að reyna. Úr því að þjálfaraskiptin gerðust ekki fyrr en í dag, og úr því að mér skilst að Dalglish hafi ekki einu sinni náð einni æfingu með liðið fyrir þennan leik, held ég að hann verði svolítið bundinn af því að reyna að nota það sem menn voru búnir að æfa fyrir þennan leik. Hann mun því, held ég, reyna að breyta sem minnst frá því sem Hogson hefði gert fyrir þennan leik, en þó reyna að breyta einhverju.

Ég held að hann styrki miðjuna í þessum leik, leitist við að þétta og spila svolítið varkáran leik á þessum útivelli og sé því fyrir mér klassíska útivallartaktík á morgun:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Konchesky

Lucas – Meireles
Kuyt – Gerrard – JCole
Torres

Hvað veit ég svo sem?!? Ég er algjörlega að skjóta út í myrkrið hérna. Hann gæti allt eins stillt upp 4-3-3, 4-4-2, 3-5-2, 5-3-2, 8-0-2, bara hvernig sem er. Babel, Ngog og Kelly gætu allir byrjað, Cole gæti verið á miðjunni og Gerrard á kanti, bara hvað sem er. Við vitum ekkert. En ég verð víst að giska, það er part af programmet, og ég giska á ofangreint lið.

**MÍN SPÁ:** Sko, ef liðið tapar þessum leik verður allt vitlaust og John W. Henry og co. neyðast til að reka Dalglish strax eftir helgina! Nei án djóks, það er gaman að geta hlakkað til leiks án þess að finnast einhver Ragnarök yfirvofandi – eigendamálin í lagi, fjármálin í lagi, þjálfaramálin í lagi. Dalglish hefur haft sama og engan tíma til að koma sínum hugmyndum áleiðis fyrir þennan leik og því verður hann ekki dæmdur af þessum leik, sama hvernig fer.

Engu að síður vonast ég til að hann nái að blása mönnum smá sjálfstraust í bringu og að bara nærvera hans ein og sér muni hvetja menn til afreka. Í viðtalinu á X-inu í hádeginu spáði ég okkur öruggu tapi í þessum leik. Var í kjölfarið skammaður af nokkrum Púllurum með SMS-skilaboðum, símtölum og samtölum. Menn virðast vera mjög bjartsýnir á þennan leik og ég verð að viðurkenna að það hefur breytt afstöðu minni svolítið.

Ég ætla að spá þessum leik **1-1 jafntefli** sem tryggir okkur aukaviðureign gegn erkifjendunum. Sá leikur yrði á Anfield, undir stjórn Kenny Dalglish. Yrði það ekki magnað?

Koma svo! Áfram Liverpool! Áfram King Kenny! **YNWAAAAAAAAA!!!!!!**

83 Comments

  1. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um stemminguna á OT á morgun!

    Mín spá er að við töpum 1-2, Park rekur naglann í kistuna á síðustu 10 mínútunum.

    Þetta verður svaðalegt!

  2. Verður peppræðan hjá Kenny ekki á þessa leið. Guys, cup game against Scum. Have fun.

  3. Sammála…þessi leikur fór úr því að horfa kannski á hann yfir í að vera skylduáhorf. Hlakka bara til.

    spá 1-2….takk fyrir túkall

  4. Mér líður eins og ég hafi misst 50 auka kíló í dag. Þessi martröð breytist í algjöra fantasíu..
    djöfull hlakkar mig til að sjá kónginn aftur á Anfield.

  5. Mér er svo gott sem sama hvernig leikurinn fer á morgun ef liðið spilar betur en það hefur gert hingað til

  6. Mér líður eins og ég hafi gleypt 40 viagra töflur með komu King Kenny. Ferguson skal refsað að því tilefni!

  7. Byrjunarliðið: Grobbelaar, Nicol, Hansen, Hysen, Staunton, Houghton, McMahon, Barnes, Beardsley, Aldridge og Rush.

    Öruggur 1-4 sigur!!

  8. Ég vona að menn haldi ekki að það verði bara kraftaverk að fá hann stíga á línuna, en þetta hlýtur að gefa mönnum hrikalegt boost og trú um að núna sé kannski eitthvað að fara að gerast hjá okkur.
    Ég held að við töpum þessum en ætli ég spái ekki 2-2 í hörkuleik og sennilega 2 rauðum spjöldum.

  9. http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/01/08/liverpool-fc-defender-glen-johnson-embroiled-in-twitter-row-with-tv-football-pundit-paul-merson-100252-27952913/
    Glen Johonson verður alla vega að sýna sitt allra besta á morgun eftir þetta upphlaup við gamla alkoholistann eins og hann kallar Paul Merson sem er einn af sleikjonum hans Ferguson á Sky. Maður fær nú stundum æluna upp í hálsinn þegar menn eins og hann og Andy Gray eru að tjá sig um Liverpool og gott að loksins fái þeir það óþvegið .En ég hef ekki nokkra einustu hugmynd hvernig þessi leikur spilast á morgunn en er bara en þá með sælutilfinningu um allann kropinn eftir týðindi dagsins. VELKOMINN HEIM DAGLISH!!!!!!!!!

  10. En hvernig er það er þetta almennt álit hjá mönnum þarna úti að Gerrard er steingeldur varnalega og hefur sjaldan spilað jafn illa og núna út af cm stöðunni sinni?????

    mér finnst einsog maður sé að lesa þetta í öllum miðlum þarna úti einsog t.d. hjá scott murray, og svo hjá bílstjóranum og fleiri…..

  11. Að fá Kenny “the KING” Dalglish aftur sem stjóra eru mjög góð tíðindi. Sennilega það besta í stöðunni. Goðsögnin er mætt aftur og sama hvernig leikurinn á morgun gengur eða leiktíðin endar þá er hann og verður kóngurinn. Ekkert er eins tákrænt fyrir Liverpoollið, anda þess og fyrri hetjudáðir en King Kenny. Hann mun gafa sig allan í þetta verkefni. Það er því skylda allra sannra aðdáenda Liverpool að keyra allt á fullt í stuðningi við liðið og þjálfarann í hverjum leik.

    And you will never walk alone.

  12. Aurelio > Konchesky, Maxi > J.Cole og jafnvel Soto > Skrtel
    Finnst mjög mikilvægt að hafa 3x miðjumenn þ.e. Lucas, Meireles, Gerrard og vera duglegir í að þrýsta Gerrard fram á völlinn… Vænti þess að Lucas, Gerrard, Kuyt og Torres sýni stórleik 😀

    En djöfull verður gaman að sjá King Kenny á hliðarlínunni og hvílíkur draumur væri það ef hann gæti niðurlægt Ferguson aðeins 🙂

    Til hamingju með afmælið Elías, dagurinn hefði varla getað verið betri.

  13. Það er sem sagt búiða að reka Roy Hodgson? Þetta er ekki draumur sem sagt. 😉

    2-2

  14. Það verður skemmtileg tilfinning að sjá King Kenny á hliðarlínunni, en ég er hræddur um að það verði það eina skemmtilega sem við fáum úr þessari viðureign, því miður.

    En það eru gríðarlega spennandi tímar framundan.

  15. Það skiptir öllu að hafa þétta miðju með Gerrard sem spjótsoddinn og að spasla í sprungurnar sem hafa myndast í vörninni okkar. Mitt draumalið á morgun

    Johnson – Soto – Agger – Aurelío – Kuyt – Mereiles – Lucas – Maxi – Gerrard – Torres

    En eins og KAR segir er erfitt að gægjast inn í koll kóngsins og bíður maður bara spenntur eftir morgundeginum. Þykir þó líklegt að hann sé sömu skoðun og við varðandi 442 kerfið og noti frekar Torres einan á toppnum með Gerrard á milli hans og miðjunnar…

  16. According to Matt, Kenny has landed from Dubai and its on his way to Manchester and get together with the team.

    Já Dalglish fær ekki langan tíma með liðinu fyrir þennan leik.

  17. Samkvæmt Matt kenny er Daglish kominn frá dubai og er á leiðinni til Manchester að hitta liðið.

    LFCtransferSpec á twitter

  18. Mér lýst vel á þetta, með sama áframhaldi verður Kristján Atli farinn að spá Liverpool sigri um hádegi á morgun 🙂

  19. Nostalgían sem grípur um sig við komu King Kenny er næstum því óþægileg! 🙂 Ég spái jafntefli á morgun í rafmögnuðum leik.
    YNWA

  20. Framkoma flestra stuðningsmanna Liverpool við Hodgson verður mér lengi minnistætt. Þar með er búið að eyðileggja einkunnarorð félagsins YNWA. Skammarlegt !!!!!!

  21. Sælir félagar

    Bara það að sjá kónginn á hliðarlínunni er nóg til að maður fær gæsahúð. Mér er nokkuð sama hvernig leikurinn fer. Staðan verður samt betri hjá LFC en hún hefur verið í 3-4 ár. Það hefur ekkert með Benitez að gera heldur G&H og svo RH og fleiri úr því gengi sem upplýst hefur verið um að eru ekki menn heldur eitthvað allt allt annað.

    Ég vona samtað KD geti blásið mönnum þeim anda í brjóst að leikurinn verði skemmtun fyrir okkur og ömurlegur fyrir Rúdolf sem hefur ekki áttað sig á því að jólin eru liðin.

    Það er nú þannig

    YNWA

  22. Sammála Hagalín, þetta var til skammar, en svínvirkaði!!!

  23. Frábært að fá kónginn til baka. Nú vil ég bara að hann sýni að hann er mættur og hann er kóngurinn. Gerrard, Torres ofl. verða að bretta upp ermarna og toga sokkana langt upp til að komast með tærnar þar sem hann hefur hælana.
    Eftir að hafa lesið greinina sem Matti postaði inn þá vil ég breytingar og það strax.

    Liðið á morgun:
    Reina
    Kelly-Agger-Wilson-Aurelio
    Johnson-Meirels-Lucas- Maxi
    Pacheco
    Torres
    Nokk sama hvernig bekkurin er

    Þetta er ungt og gratt lið, flestir liðsmenn með góða boltatækni og geta þ.a.l. haldið honum vel innan liðsins og sótt hratt og vel á gömlu trukkana hans Fergi. ‘okei ég veit að það eru nokkrir leikmenn liðsins frekar óreyndir og kannski ekki best að byrja á OT en skítt með það við þurfum ekkert að bera neina virðingu fyrir þeim, kóngurinn er mættur og það á að færa okkur stolt og sjálfstraust.

    Gott að það er búið að loka fyrir þumlana niður. Nú getið þið skotið þetta lið mitt í kaf.
    En dagurinn í dag er samt frábær

  24. Sælir drengir og stúlkur.

    Afsakið ef ég fer of langt út fyrir efnið. Þið færið þá bara athugasemdina ef ykkur sýnist svo.

    Þetta eru auðvitað bara óábyrgar fabúleringar hjá mér, sumt af þessu skrifa ég eftir tilfinningu annað ekki.

    Eins og ég nefndi í athugasemd fyrir ekki löngu, þá er ég nýbúinn að lesa ævisögu Dalglish sem kom út í sumar. My Liverpool home.

    Bókin sem er slík er lítið stóvirki. Stiklað er á stóru um feril KD og hans sýn á hlutina þá og nú. KD er augljóslega innanbúðarmaður hjá LFC og ber bókinn þess vitni. Passað er að stíga á engar tær og kurteisislega farið yfir hlutina.

    Það sem ég les út úr þessu öllu saman er þó að KD er töluvert frá því að vera sáttur við hvernig LFC hefur þróast frá brottför hans um árið. Nostalgískt er fjallað um Shankly, Paisley og Fagan. Þar er talað um gömlu dagana „þegar menn vissu hvað þeir voru að gera“, ekkert helv.. tölvukjaftæði og endalausar taktískir útreikningar. KD leggur gríðarlega mikið upp úr mikilvægi þjálfarateymisins í heild. Framkvæmdarstjórinn er vissulega sá sem hefur úrslitavald og ber höfuðábyrgð en er engan veginn með puttana í hvers manns koppi. Og KD vinnur helst bara með mönnum sem hann gjörþekkir og treystir, búið er að nefna Ian Rush og ég held að það sé bara byrjunin; Sammy Lee er auðvitað þarna ennþá, einhverstaðar er Souness (ég er ekki að grína), Fowler, aukin ábyrgð á Carragher osfrv osfrv… Í raun held ég að KD sé að fara yfir hvern einn og einasta fyrrum Liverpool mann. hægt er að spekúlera endalaust um þetta.

    Hugmyndir KD um „fjölskylduklúbbinn Liverpool“ eru næstum því þráhyggjukenndar. Hann leggur ofsalega áherslu á að allir innan klúbbsins, frá skúringakonu til Torres, rói í sömu átt og að allir séu jafngildir og jafnmikilvægir í því starfi öllu. Sýni leikmenn öðru starfsfólki lítilsvirðingu eða dónaskap er mjög hart á því tekið.

    Í bókinni sinni nefnir KD öðru hvoru að honum mislíki í hvernig líkamlegu formi nútíma fótboltamenn eru oft á tíðum. Í hans huga virðist aðeins vera til ein gerð af upphitunartímabili. Hlaup, hlaup, hlaup og svo er hlaupið þangað til menn kasta upp. Svo er hlaupið soldið meira. Sýni menn þreytu í lok leikja er það óásættanlegt með öllu. Þá þarf að hlaupa þangað til honum sýnist það vera nóg… Sumsé mikið hlaupið. Æfingar með bolta eru nær eingöngu í formi leikja 5 á 5. Þar er farið yfir taktík hjá andstæðingum og hvernig spila skal næsta leik. Osfrv osfrv. Leikmenn hafa mikið frelsi til tjá skoðanir sínar og koma með sínar eigin hugmyndir.

    Það sem ég er spenntastur að sjá er hvernig fyrirliðinn kemur til að bregðast við þessu öllu. Það hefur auðvitað verið að koma aðeins í ljós að staða hans innan klúbbsins er í besta falli ansi vafasöm. Ef mínar verstu grunsemdir eru sannar þá eru auðvitað plön og hugmyndir Gerrards síðasta árið gjörsamlega búinn að springa í andlitið á honum, og inn í búningsklefann er mættur maður sem er sennilega sá eini í Liverpool borg sem getur vafningalaust sagt Gerrard að halda kjafti. Og þess vegna sett hann á bekkinn ef KD sýnist svo. Dalglish lítur á Gerrard sem nokkurs konar nútíma útgáfu af sjálfum sér (Sem er er auðvitað ekkert algalið). Og nokkuð ljóst að hann ætlar honum áframhaldandi hlutverk hjá klúbbnum um einhverja framtíð.
    Í huga KD er long ball blótsyrði. Það er í mínum huga augljóst að farið verður aftur í pressuboltann hans Rafa. Ná föstum tökum á miðjunni og stífpressað á bakverði… Eins og KAR nefnir í upphitunni þá verður þetta auðvitað ekkert gert strax á morgun. Það verður spilað 442. Mesta breytingin sem ég sé í spilunum er að Gerrard verður færður upp og látinn spila frammi með Torres.

    Að lokum megum við ekki gleyma því að það er ekki árið 1985. Fótboltinn hefur breyst töluvert síðan þá, og það sem er jafnvel mikilvægara er að staða LFC innan fótboltans hefur breyst svakalega mikið. Þá tók KD við langbesta liði evrópu, liði sem þar að auki var í samanburði við önnur lið mjög fjárhagslega sterkt. Hvað haldiði t.d. að leikmenn eins og Beardsley, Barnes, Aldrigde et. Al. Myndu kosta í dag? Það fyrsta og síðasta sem ráðning KD þýðir er vinnufriður. Hann er eini maðurinn sem fær „leyfi“ til að standa sig illa og jafnvel hugsanlega enda fyrir neðan 10 sæti (ef það verður jafnvel ekki enn verra). Það sem ég held reyndar að NESV séu ekki almennilega að átta sig á er að í dag fékk KD hálfgert „alræðisvald“ yfir félaginu, ef ekki í orði þá sannanlega á borði. Kd er guð í Liverpool, ekkert meira ekkert minna. Hann kemur til með að hafa bæði leikmenn og stuðningsmenn 100% á bakvið sig. Það sem KD vill kemur hann að öllum líkindum til með að fá. Sem betur fer virðist hann vera mjög heil og hreinskiptinn manneskja.

    Að eilífu

    YNWA

  25. Ef Kenny Daglish mun vera í stjórn hjá Liverpool í nokkur bara ef hann verður í nokkur ár þá mun vera ósdigrandi á ný og vinna leikinn á morgun 1-2

  26. hafiði mig annars afsakaðan. greinarskil og annað er ekki eins og ég hefði best kosið…

  27. SPENNA!

    Veit ekki hvort maður nær einhverjum svefni í nótt,að sjá Kenny koma með hópinn út á morgun…. mér er sama eða svona næstum því hvernig leikurinn fer,því þetta verður bara svo gaman.

    Mitt lið væri pepe kelly-agger-skrtel-Aurelio mereiles-lucas cole-gerrard-maxi torres

    Spái 1-2 hápressa og blóð beggja megin hálfleiks

    Svo má Suso alveg fara komast á bekkinn,þvílíkt efni
    YNWA

  28. Gleðin í dag ríður rækjum

    með rauðlitum fánum og skrækjum

    Þeir ráku loks Roy

    og réðu – ó boy –

    rauðliðann King Kenny – Sækjum !

  29. Það er alveg í takt við fegurð fótboltans að Liverpool vinni á morgun. Fyrsta tap Scum á heimavelli í vetur, gömul hetja, rómantík og æði. Það getur ekki annað verið en að leikmenn liðsins fái gott búst af tilvist konungsins í klefanum og hann nái að peppa þá svolítið, ef þeir þá skilja eitthvað í því sem hann segir. Maður vonast þó ekki eftir neinu öðru en baráttu og djöfulgangi í liðinu, það myndi duga mér.

    The King is back!

  30. Spái 3-2 fyrir Liverpool í frábærum fótboltaleik.

  31. ÚFF! Þetta verður hriiikalegt!

    Ég var 0% spenntur fyrir leiknum fyrr en í morgun. Og er algjörlega sammála með bara það að sjá King Kenny á hliðarlínunni mun láta mig fagna eins og ÉG hafi unnið Meistaradeildina! Og er alveg viss um eins og þú að þótt hann hafi ekki haft tíma til að koma sýnum hugmyndum til skila þá hlýtur þetta að vera gott boozt fyrir leikmenn Liverpool! Semsagt thumps upp fyrir góða upphitun að venju oog að venju er ég sammála mörgu.

    Mín spá verður 2-2 í hörkuleik og við fáum Re-Match á Anfield sem verður klárlega sigur! Gerrard með 1 og Dalglish laumar nokkrum trikkjum í eyrað á Torres hvernig á að fara að þessu og hann setur 1. Og já einhverjir sauðir skora fyrir hitt liðið…

    Svo í tilefni dagsins bjó ég til Wallpaper handa ykkur öllum;
    http://img29.imageshack.us/i/kingkennywp.jpg/

    YNWA!

  32. My two cents.

    Ég er náttúrlega fáránlega ánægður með að fá King Kenny inn! Ef einhver leikmaður spilar ekki núna 100% og spilar af hálfum hug, þá á sá hinn sami að vera seldur. Ef Kenny getur ekki peppað menn upp þá getur það enginn!

    Leikurinn á morgun verður erfiður. Við munum koma tvíefldir og ljónhungraðir til leiks, en helvískur hann Ferguson mun væntanlega líka vera brjálaður og hleypa sínum mönnum kappi í kinn. Ég ætla að spá 2-2 jafntefli í rosalegum leik, þó svo ég sé alveg viðbúinn því að við töpum.

    Varðandi byrjunarliðið, þá er ég sammála. Ég held að taktíkin sé spot on, en svo er erfitt að segja til um hver verður í vinstri bak og hvert miðvarðaparið okkar verður.

    Ein spurning að lokum, er kóngurinn ekki örugglega að koma sem Player/Manager?

  33. 36 Sammála það á ekki að setja rottur í sama flokk og þessi viðbjóður.

    Búinn að vera horfa á LFCTV og er að fara horfa á “fyrsta” viðtal Kenny sem stjóra þar sem hann sjálfur segist hafa ákveðið liðið en breytt því svo 25 sinnum síðan.

    Djöfull er gott að vera Poolari í dag.

  34. Flottur Sigurjón!

    Var einmitt að plana það að græja nýju bók kóngsins til að reyna að átta mig á hvernig staðan á honum er núna, en það sem þú ert að skrifa samræmist alfarið því sem hann stóð fyrir, ekki bara hjá okkur heldur líka Blackburn, Celtic og Newcastle.

    Hann er gamaldags stjóri, sem mun ekki ákveða allar æfingarnar á æfingavellinum, heldur fá teymið sitt til að vinna tillögur að æfingunum með sér eða fyrir sig. Það er taktíski hausinn hans sem verið er að fá og leikskilningur. Að því leytinu líkist hann samlanda sínum sem hann mætir á morgun.

    Souness talaði um það þegar hann kom á Anfield að æfingarnar og skipulagið hafi “verið frá 1975” þegar hann tók við af Dalglish og talaði eilítið niður til þess. Nú væntanlega fáum við að vita hversu gáfulegt það var að breyta um takt, því ég hef fulla trú á því að Dalglish færi Liverpool nær sínum rótum.

    Þekki þjálfara sem var hjá Liverpool haustið 1988 og hann átti ekki orð yfir hversu æfingar liðsins voru “lítið” taktískar, fyrst og fremst upphitun áður en farið var í að spila 3:3 upp í 5:5 á litlum svæðum með lítil mörk. Kenny alltaf með og áherslan á það að leikmenn einbeittu sér að því að halda bolta, allir myndu sækja og allir myndu verjast. Síðasta æfing fyrir leik varð svo taktískari, en alls ekki flókin.

    Andrúmsloftið var glaðlegt og kátt, en ENGINN svo mikið sem reyndi að mótmæla Dalglish. Hann átti virðingu allra, frá tedömunni að lykilleikmönnum.

    Það þurfum við núna, allavega fram á sumar!

  35. Ég myndi vilja stilla upp 4-2-3-1, skella Johnson á kantinn: Reina; Aurelio, Agger, Kyrgiakos, Kelly; Meireles, Lucas; Kuyt, Gerrard, Johnson; Torres.

    En það er nú kannski frekar ólíklegt að Kenny fari í einhverja tilraunastarfsemi með svo stuttum fyrirvara, en held samt að hann breyti úr 4-4-2 í 4-2-3-1,svo ég giska á að liðið verði svona: Reina; Aurelio, Agger, Skrtel, Johnson; Meireles, Lucas; Maxi, Gerrard, Kuyt; Torres.

  36. Maður býst svosem ekki við kraftaverki á morgun en maður mun amk líma sig við skjáinn. Ég held að ég hafi ekki verið spenntari fyrir Liverpool í eitt ár. Þunglyndið sem fylgdi liðinu síðasta tímabil og hörmungin á þessu tímabili hafa séð til þess. Loksins er von.

  37. Smá neikvæðni hérna……. Kuyt !!!!! Það er spurning um að fara hvíla Duracell aðeins. Það vantar allann hraða í manninn, hann er klárlega ekki að fara taka menn á og sprengja upp kantana. Hann er með Liverpool hjarta það hefur hann sýnt og á hrós skilið en batteríin eru að verða búin. Mig langar að fara sjá meira af Pacheco, meir hraði, meiri tækni og meiri framtíð fyrir Lfc.
    YNWA

  38. Það að King Kenny sé tilbúinn að taka þessari áskorun á þessum tímapunkti, sennilega stærstu áskorun sem hann hefur staðið frammi fyrir sem knattspyrnustjóri, sýnir einfaldlega hvað hann elskar Fc Liverpool, ekkert annað. Nú er von, og þar sem er von þar er vilji, eitthvað sem leikmenn og aðdáendur Liverpool hafa ekki þekkt lengi…allt of lengi.

  39. Mikið var gott að vakna í þynkunni í morgun, þá er ég ekki að meina að ég elski að vera þunnur, heldur vaknaði ég við þau orð, sem ég hélt að væri draumur. “Það er búið að reka Roy og ráða Kenny” = Ég hætti að vera þunnur! 🙂
    Dagurinn hefði ekki getað byrjað betur, sérstaklega þar sem ég var búinn að neita að fara að horfa á leikinn með félögum mínum(Ætlaði ekki að horfa á LFC fyrr en Hodgson væri rekinn)

    En þótt King Kenny sé mættur þá held ég að 1 dagur fyrir leik sé ekki nóg til að við séum að fara vinna leikinn bara afþví hann er mættur, en við gætum hinsvegar unnið bara útaf því að Roy Hodgson er hættur!!! SJIBBY COLA!

    tökun þennan leik 2-0 (Daniel Agger ,Gerrard)

    YNWA!!!!!!! Fokk hvað ég er spenntur, spurning um að opna einn bjór í tilefni þess 😉 Skál í botn!

  40. Horfum á daginn á morgun sem fyrsta dag endurreisnarinnar.
    Ég er viss um að Dalglish og leikmenn liðsins geri allt sem í valdi þeirra stendur til að gera okkur, stuðningsmennina, ánægða á morgun.

    Veðja á að miðjan okkar vegi þungt á morgun með afmælisbarnið, Lucas, fremstan í flokki. Finn það á mér að hann eigi eftir að eiga stórbrotin leik á morgun.

    Að nýja stjóranum okkar. Þegar ég horfi á hann… þá sé ég sigurvegara!

    YNWA

  41. Jæja félagar. Tek undir með KAR að maður var lítið stemmdur fyrir að horfa á leikinn á morgun en nú, í ljósi atburða dagsins, er það skylda hvers Liverpool aðdáanda að horfa á hann.

    Ég er líka að míga á mig af tilhlökkun til að horfa á Liverpool taka á móti bláu durtunum í Liverpoolborg en sá leikur verður þá fyrsti heimaleikur Dalglish og það er sko ekki leikur af verra taginu, á móti erkifjendum okkar, þann 16. jan. Skal bölva öllu breska heimsveldinu í sand og Eyjafjallaösku ef Kop stúkan gerir ekki eitthvað stórbrotið og geggjað til að fagna heimkomu konungsins.

    Held að leikurinn á móti Scums geti farið allavega þótt auðvitað séu Fergi menn líklegri. En úr því sem komið er með tímabilið hjá okkur þá verður bara svo að vera. Vona þó að Kóngurinn stilli upp sókndjörfu liði og sæki til sigurs eða falli úr leik með sæmd sem konungum hæfir.

    Djöfulli hlakka ég til 16. jan 🙂 John Henry og Tom Werner. Ég bugta mig og beygi fyrir þessari ákvörðun ykkar í dag. FSG eru að sýna það í verki að þeir eru verðugir eigendur klúbbsins okkar (vona að ég þurfi aldrei að éta þetta ofan í mig ). c”,)

  42. Í huga KD er long ball blótsyrði.

    Flottur Sigurjón og þetta er þriðja besta setning dagsins á eftir Brynjari Bergsteins í síðasta þræði

    Let´s streak to the gymnasium!!!!

    já og

    Hodgson hættur hjá Liverpool, Kenny Dalglish tekur við.

    Ég er hreinlega ekki að sjá okkur tapa þessu á morgun.

  43. Í þessari grein sem Maggi bendir á er talað um að Joe Cole hafi verið kominn til Liverpool áður en Hodgson tók við. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem ég les þessa staðhæfingu.
    Fór eitthvað framhjá mér í þessum viðskiptum ?

  44. LukeTraynorLFC Luke Traynor
    Reina johnson aurelio skrtel agger lucas meireles kuyt maxi gerrard torres – thats the team whisper 4 man utd.

  45. Það er allavega ljóst að ef kóngurinn getur ekki gert gott með þetta lið þá er enginn að fara að gera það, hverju tapi verður ekki skellt lengur á þjálfara eða eigendur… heldur bara leikmenn og það er vel. Enda sé ég það alveg gerast að við töpum fyrsta leik, kallinn ekki einu sinni búinn að fá æfingu með liðinu. En svona legend kemst líka hvort eð er alveg upp með að tapa fyrstu 5 leikjunum, en ég hef ekki áhyggjur af því, er allt of ánægður þessa helgina. Og þó kallinn hafi ekki þjálfað í 10 ár þá skulum við bara muna hvað forveri hans í starfi sagði í gamla daga: “Football is a simple sport, complicated by idiots”

  46. Fyrsta viðtal við King Kenny er frábært. Maðurinn andar frá sér Liverpool FC.

    Er að fíla hvað hann segir um leikinn á morgun….
    “It’s the same for both clubs I think. I’m sure Fergie would have picked an easier game if he could have picked one. Old Trafford is a fantastic stage to go and play your football, it’s an FA Cup tie and the FA Cup has been devalued of late with people fielding weakened teams. United lost to Leeds last year after putting out a weakened side and I can’t see him doing that tomorrow. All we’ve got to do is concern ourselves with us. Sammy, Mike, Damien and Roy up to today have been getting the boys ready for the game so they’ll be the ones who are bigger players than me, but I’ll be there beside them on the bench and we’ll all be singing from the same hymn-sheet.”

    Er sérstaklega að fíla þegar hann gefur í skyn að sörinn hafi allt eins fengið í magann þegar hann sá dráttinn….. :-). Nákvæmlega!

    Ég er orðinn spenntur…. (shit og ég sem ætlaði ekki að verða spenntur)… Það er ekki annað hægt… það er bara eitthvað sérstakt í loftinu þegar Kenny Dalglish er nálægt. Það verður bara að hafa það þó manni verði kippt niður á jörðina eftir leikinn!! Ég ætla að leyfa mér að finna þennan fyrir leik fiðring…. hann hefur ekki látið á sér kræla í nokkra mánuði!

    YNWA

  47. Þessi leikur mun koma á óvart held ég, ætla í bjartsýni andvökunnar að spá 1-3 fyrir Liverpool, lendum 1-0 undir snemma skorum öll þrjú á síðustu 30 mín.

  48. Er ég sá eini sem fæ smá kjánahroll af “King Kenny”?
    Er ekki bara hægt að kalla hann Kenny?

  49. Ég verða að segja að ég hef töluverðar áhyggjur af stöðu klúbbsins.

    Ég held að Kenny sé fyrst og fremst stemningskall og kemur með smá trú inn í liðið til að byrja með. Þetta mun velta á fyrstu fimm sex leikjunum eða meðan nýbrumið er enn til staðar í kringum Kenny.

    Ef það gengur vel í þessum leikjum þá gætum við verið að horfa uppá skemmtilega tíma en ef það fer að ganga illa þá vil ég helst ekki hugsa þá hugsun til enda. Kenny hefur ekki verið við stjórnvölinn ansi lengi og fótboltinn hefur breyst hrikalega mikið á þessum tíma. Karlinn virtist vera gamaldags í sínum hugmynum og þjálfunar aðferðum fyrir 20 árum. Hvernig ætli staðan sé í dag ?

    Ég vona svo innilega að okkur fari að ganga betur og Kenny geti komið okkur á einhvern stall, allavegana látið liðið hætta þesu helv kick and run dæmi sem er gjörsamlega óþolandi taktík.

    Það er ekkert leiðinlegra en að tapa fyrir ManU og fátt meira gaman en að sjá Rauðnef og félaga tapa en ég ætla að tippa á jafntefli í dag og við fáum klikkaðann leik á Anfield.

    Hinsvegar verð ég bara því miður að vera sammála Hagalín bóndanum hér að ofan með að einkunnarorð klúbbsins YNWA eru algjörlega merkingalaus fyrir mér í dag og hafa í raun enga merkingu fyrir Liverpool FC í nútímanum. Ef einhver getur sýnt mér fram á eitthvað annað þá þætti mér virkilega gaman að heyra það.

  50. Að öðru. Lucas á afmæli í dag, er 24 ára guttinn. Til lukkku með daginn.

  51. Það var mjög góð umræða á Lfc.tv í gær þar sem Mark Wright, Tony Barrett og Ian St. John voru að spjalla um margt, þ.á.m. umræðu um aðdáendur félagsins og þátt þeirra í brotthvarfi Hodgson.

    Ég er afskaplega sammála því sem þar kom fram. Áhangendur Liverpool eru búnir að ganga í gegnum stanslaust niðurrif alls staðar frá eftir 1.október 2009 þegar hlutir fóru að ganga illa. Við vissum öll af H og G kjaftæðinu öllu og mótmælin gegn þeim eigendum eru í lykilhlutverki í því sem svo hefur gerst.

    Nú um langan tíma hefur meirihluti Liverpoolaðdáenda verið að berjast fyrir félaginu sínu, klúbbnum í heild án tillits til úrslita.

    Hér á Íslandi gera fáir sér grein fyrir vinsældum Rafa Benitez í Liverpoolborg. Við áttum okkur ekki öll á því í hvílíka sæluvímu aðdáendur duttu í eftir Istanbul. “Big ears” var kominn heim og þó við hefðum tapað flestum leikjum eftir það var hann þarmeð búinn að múra sig inn í hjörtu fólks.

    Svo kom í ljós að hann algerlega elskaði Merseyside. Fjölskyldan hans flutti t.d. þangað nú í byrjun nóvember, konan hans og dæturnar. Hófu skólagöngu aftur í “sínum” skóla og frúin komin á fullt aftur í vinnu fyrir góðgerðarsamtök sem hún vinnur með á svæðinu. Hann algerlega gekk inn í menningu fólksins, varð einn þeirra. Við vanmetum það hér uppi á Íslandi hversu mikið hann er dáður sem persóna. Þá er ég ekki að tala sem Rafa-elskandi á neinn hátt, heldur bara að fara yfir staðreyndir.

    Það að hann var rekinn í júní og það án þess að hann fengi tækifæri til að kveðja (var í fríi með fjölskyldunni) var einfaldlega ekki mikil gleðifregn í augum aðdáenda. Svo liðu nokkrar vikur án stjóra og á meðan komu fréttir af brotthvarfi allra leikmanna sem eitthvað gátu.

    Svo var ráðinn í starfið “darling” London-pressunnar, maður sem á sér þann draum stærstan að þjálfa England. Hvorugt er líklegt til að valda miklum vinsældum á Merseyside. Menn tala um að Roy hafi ekki verið gefinn séns. KJAFTÆÐI!!! Við vorum alveg glöð að sjá hann halda nöfnunum okkar og fyrsti leikur gaf fín fyrirheit. Taktískt bull í þeim næsta (gegn City) var fyrsta vísbending þess að þeir sem töluðu um að hann hefði bara eina sýn á fótboltann hefðu töluvert til síns máls.

    Tap heima fyrir Blackpool og vandræðalega léleg frammistaða gegn Everton í bland við fáránleg viðtöl komu honum illa. EN. Þá kom fjögurra leikja sigurhrina, gegn Bolton, Chelsea, Blackburn og Napoli. Meira að segja eftir tvo SVAKALEGA lélega útileiki gegn Stoke og Wigan var mikil stemming í sigri á West Ham. Steua (X) og Tottenhamtap þar sem liðið lék vel áður en Houllier kom á Anfield. Houllier fékk ágætar móttökur, hann vonaðist eftir miklu meiru og vinir hans í LFC líka. Þeir sem ég heyrði af að utan töldu það fyrst og fremst hafa verið af tillitsemi við Hodgson að móttökur GH voru svo rólegar.

    En það var svo arfaslakur leikur í Newcastle sem varð dropinn sem fyllti glasið. COME ON. Frá því í maí 2009 höfum við hreinlega ekki getað neitt! Féllum snemma út úr CL, strax út úr bikarkeppnunum í fyrra og gátum lítið í deildinni. Höfum ekki verið spennt yfir kaupglugga síðan sumarið 2007 og einu fréttirnar sem við höfum fengið úr klúbbnum snúast um misklíð og pirring.
    Í vetur höfum við séð nokkrar af verstu frammistöðum í sögu klúbbsins. City og Everton úti voru vandræðalega sterk merki þess hve langt við vorum frá því að vera topplið. Heimatap gegn Northampton Town í deildarbikar eru VERSTU ÚRSLIT Í SÖGU FÉLAGSINS. Óháð allri liðskipan.

    Það hins vegar að sjá liðið hrynja gegn Newcastle og síðan fá leik gegn Wolves sem er að mínu mati versta frammistaða á heimavelli sem ég hef séð í PL og fá þá að heyra það frá stjóranum að stuðningurinn við liðið hafi verið ömurlegur var andartakið sem við föttuðum það auðvitað öll, Roy Hodgson var rangur maður á röngum stað. Það var gott að hann féllst á uppsögnina og hann á ekkert annað en gott skilið. Auðvitað vildi hann stjórna Liverpool og reyndi alveg, þetta samband var einfaldlega vonlaust frá öðrum deildarleik og eins og hann sagði sjálfur í sumar “every coach in England knows you can not kid The Kop”.

    Við þráum fótboltalið sem leggur sig fram og gleður okkur. Frá því í október 2009 hefur EKKERT glatt okkur og við fréttum stanslaust af því að menn togi í allar áttir innan klúbbsins.

    Við spiluðum stóra rullu í brotthvarfi G og H og Hodgson var í raun síðasta stórákvörðun sem tekin var af þeim slöku félögum og nú hafa áhangendur félagsins spilað lykilhlutverk í brotthvarfi hans.

    Til hvers? Jú, í leit að betri árangri og stöðugleika, en líka til að fá mann sem við trúum á til að stjórna. Öll, ekki bara gamlir leikmenn sem hafa nú raðað sér á fjölmiðlana og tala niður til áhangenda, vitandi miklu betur en aðrir hvað hefur gengið á innan veggja félagsins og að sjálfsögðu átta sig á því hvað Roy var ólíkleg ráðning.

    Í dag verða 9000 stuðningsmenn LFC á Old Trafford í stað um 2000 sem fá að vera á deildarleik þar. Bíðið bara eftir því hvaða söngvar munu heyrast, alveg sama hvernig þessi leikur gengur. Svosem eins og heyrðist heima gegn Bolton nú nýlega.

    The Kop hefur ekki verið að leggja Hodgson í einelti, heldur einfaldlega að halda áfram að leiðbeina nýjum eigendum um það hvað þeir þurfa til að öðlast virðingu okkar og ná árangri. Við þurfum að hafa mann sem metur félagið að verðleikum og einhvern sem blæs yfirborguðum leikmönnum fótboltans í dag eldmóð í brjóst.

    Sá maður stjórnar í dag. Í fyrsta sinn í mörg ár erum við ekki lengur með eigendur sem við viljum losna við eða að rífast um stjórann.

    Leikmenn Liverpool, það er komið að ykkur!

  52. Kenny blæs líf í leikmenn og Torres fer að klára færin sín ásamt því að menn fara að vanda sendingar og ekkert hálfkák hjá Gerrard. Tökum þetta drengir 1-3 Jesssssss.

  53. Ég vil byrja að óska öllum til hamingju með nýja stjórann.Skil ekki allveg af hverju menn eru að segja að einkunnarorð klúppsins séu orðin að eingu,eigum við bara að sætta okkur við hvað sem er útaf YNWA.Held að einginn hafi viljað að Hodgson þyrfti að fara svona annars er Maggi 59 með þetta allt.Svo eru vangaveltur um að fótboltinn hafi breyst svo mikið síðan KD var að þjálfa jú jú það eru auðruvísi uppstillingar á liðunum en þetta eru enn 2 mörk 22 leikmenn og sami boltinn.Og þá eigumvið sama möguleika og önnur lið.Og held að Liverpool leikmönnum vanti einmitt núna að bara hafa hlutina einfalda og reyna að spila skemmtilegan fótbolta og hafa gaman af.En að leiknum þá vil ég bara að leikmenn og áhagendur leggi sig alla 100% í þennan leik,get ekki beðið um nein úrslit,en að fá Kenny á hliðar línuna hlítur að hræða aðeins leikmenn man u og Ferguson.Áfram Liverpool og megi betri tímar fara að koma og ég trúi því.

  54. Sunnudagsins 9. janúar 2011 mun ég alltaf minnast með þakklæti. Hvað gott var að vakna og sjá að King Kenny is back. Ég hlakka svo til að horfa á næstu leiki Liverpool. 🙂 😉 😉 🙂

  55. Skil bara ekki þetta tal um að Kenny hafi ekki stýrt liði í áratug. Þegar hann tók síðast við liðinu þá hafði hann aldei stýrt knattspyrnuliði. (nema kannski unglingaliðum LFC).

    og kannski hefur hann haldið áfram að fylgjast með fótbolta og veit alveg að hann hefur breyst.
    ég var ekkert bjartsýnn í gær en við vinnum 0-2

  56. Sammála Bósa, var það ekki öllum löngu ljóst að Hodgson var bullandi vanhæfur í starfið? Hungleiðinlegur bolti og ömurlegur árangur og ljóst að kallinn var bara númeri of lítill í starfið. Hann reyndi þó og fékk að ég held góðan tíma til að setja mark sitt á liðið. Það sáu það felstir í hvað stefndi árangurinn og spilamennskan hörmuleg og fór sífellt hallandi undir fæti hjá honum. Sem betur fer fékk hann ekki lengri tíma til þess því markið hans Roy er eitthvað sem ég vill ekki sjá á mínu liði.
    Þeir sem kvarta fyrir hönd Roy’s eins og aðrir stjórar hafa verið að gera það auðvitað út frá eigin hagsmunum. Þessir menn sem vildu auðvitað hafa hann sem lengst hjá Liverpool því það gaf jafnvel verstu liðum góðan séns á sigri jafnvel á Anfield.

    Long live the king.

  57. mér finnst það fáránlegt að reyna halda því fram að einkunnarorðin eru orðin af engu!!!!

    gleymiði því ekki að hogdson SAGÐI SJÁLFUR: dæmið mig eftir 10 leiki…… og það var gert!!!

    hann kom sjálfum sér í þessa stöðu gagnvart aðdáendunum

  58. Sælir félagar

    Fernando Torres hefur tekið’ af allan vafa um það hvar hjarta hans slær. Hann biður um stuðning allra til að liðið megi ná þeim árangri sem því ber. Góður drengur sem þar fer.

    Áhugi minn á þessum leik hefur farið stigvaxandi frá þeirri mínútu sem ég las að Kenny Dalglish hefði tekið við liðinu. Fréttir um að Rauðnefur sé komin með í hnéin koma mér ekki á óvart. Hann er hræddur um að nú sé LFC tíminn að renna upp.

    Á sínum tíma hataði hann (og gerir enn) LFC vegna þeirra algjöru yfirburða sem liðið hafði í eskri og evrópskri knattspyrnu. Hann barðist við þá yfirburði í áratugi. Hann er ákveðinn í að koma MU í 19 enska meistaratitla áður en hann hættir (meðan LFC er í 18). Það er hans takmark í lífinu og hann drepst frekar en gefast upp á að ná því. Því megum við búast við að kallinn verði ellidauður á hliðarlínunni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  59. Glen Jhonson ekki með, hann var að Twitta þess efnis óska liðsfélögum góðs gengis.

  60. The team in full is: Reina, Aurelio, Kelly, Agger, Skrtel, Meireles, Lucas, Maxi, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Shelvey, Poulsen, Ngog, Babel.

  61. Sakna þess að sjá ekki Konchesky í hópnum – djók.

    En flott lið.

  62. Hann hefur þá kannski verið í töskunum sem Hodgson tók með sér eftir allt

  63. Spennan magnast, gott að sjá Kelly í bakverðinum. Hann er tilbúinn að deyja fyrir þennan leik. Good timing hjá Glen, hann heldur andlitinu, ennþá.

  64. Jesús. Þetta er komið útí einhvad rugl ! Sem betur fer getum við skílt okkur með Pepe Reina. 🙂
    Samt þeir sem eru að horfa á leikinn sáuðu þegar giggs tók boltann med hendinni inní teig? BULL

    WB KINGKENNY

Hodgson rekinn!!! – Dalglish tekur við

Liðið gegn Man U