Torres frá út tímabilið!

Fokkití fokk fokk. Opinbera síðan segir að ákveðið hafi verið að senda Torres í aðgerð á hné strax í kvöld og að eðlilegur tími til að jafna sig eftir slíka aðgerð sé almennt um sex vikur, sem þýðir að Torres verður frá út maímánuð og er í besta falli vafaatriði fyrir Spánverja á HM í sumar. Tímabilið hans hjá Liverpool er hins vegar búið.

Við þessu er aðeins eitt að segja: skammist ykkar, Liverpool FC og Spánn, fyrir að hafa níðst á drengnum síðustu tvö árin. Öll skiptin sem Spánverjar hafa valið hann í hóp og látið hann spila æfingaleiki þegar hann var nýkominn inn úr meiðslum, og öll skiptin sem Rafa hefur teflt honum fram þótt hann hafi ekki verið búinn að ná sér 100% af meiðslum. Hann hefur ekki fengið neinn séns á að jafna sig að fullu í hnénu í vetur og það er einfaldlega að koma í bakið á mönnum í dag.

Það skal enginn segja mér að Torres hefði verið ofnotaður svona í vetur ef við hefðum haft a.m.k. einn framherja í sama gæðaflokki og hann innan okkar raða. Menn uppskera eins og þeir sá og ef við ætlum ekki að eyðileggja þennan ótrúlega fótboltamann ætla ég rétt að vona að það verði mannskapur til staðar til að kóvera fyrir hann á næsta tímabili. Ngog hefur staðið sig vel og er efnilegur en þegar menn þykjast vera að berjast um stóru titlana þarf leikmenn eins og Torres.

Boðskapur sögunnar: klárið þessi helvítis eigenda- og/eða þjálfaraskipti og kaupið alvöru framherja í þetta lið í sumar.

Pirringur.

46 Comments

 1. Jæja, eina ástæðan til að horfa á síðustu leiki tímabilsins farin. Jesús bobby, eins og staðan er núna held ég töluvert meira með Torres en Liverpool og núna var HM svona helmingi minna spennandi fyrir vikið ….

 2. Helvítis andskotans djöfulsins!! Eina hálmstráið þessa leiktíðina, sigur í Evrópudeildinni, verður nú talsvert fjarlægara við þessi skelfilegu tíðindi. Maður kemur í manns stað á svo sannarlega ekki við í herbúðum Liverpool enda sóknarleikur liðsins gjörsamlega steingeldur þegar Torres er fjarverandi.

  Úr því sem komið er þá óska ég þess bara að Torres nái HM en þá aðeins ef hann kemur heill heilsu og hress til leiks með Liverpool í ágúst.

  Andskotinn! 🙁

 3. Ég sé aðeins eitt jákvætt við þetta… eða tvennt. Það fyrra er að Torres fær loksins bót meina sinna og það seinna er að hann mun nær örugglega fá góða hvíld í sumar (ekkert HM). Að hann fari ekki á HM tel ég til kosts í stöðunni því hann hefur verið á fullu í nær 2 ár án þess að fá hvíld og mér er sama í hversu góðu formi menn eru, þetta álag á líkamann þolir enginn.

 4. Það er fáránlegt að við skulum bara vera með einn almennilegan framherja í liðinu. Sjáiði tottenham, þeir eru með pavlyuchenko, defoe, crouch, eið á láni og keane í láni. Everton hafa Yakubu, Jo, Saha, Anichebe. Aston Villa hafa Agbonlahor, Heskey, Carew. City hafa tevez, adebayor, bellamy, santa cruz, robiniho. Hvernig getum við keppt við þessi lið um sæti þar sem torres er alltaf í meiðslum og Ngog vara framherji okkar er ekki betri en neinn af þessum ofantöldu. Okkur vantar alla vegna einn heimsklassa framherja og annan sterkan til að eiga einhverja möguleika á næsta tímabili.

 5. Það er reyndar enginn Robinho lengur hjá City en breiddin samt mun meiri þrátt fyrir það.

 6. Ömurlegar fréttir ofan á röð ömurlegra frétta þetta tímabilið! Hann fer svo pottþétt á HM að það er grátlegt!

  Tek undir allt í upphafspóstinum

 7. Þvílík meiðslahrúga sem þessi maður er. Þetta er óþolandi. Hann fer samt á HM, spilar alla leiki þar en spilar um 20-30% af leikjum Liverpool á næsta tímabili vegna meiðsla. (staðfest).

 8. Ég hef oftar en einu sinni nefnt þetta. Drengurinn á 4 ár (minnir mig) eftir af samningnum sínum. Þess utan er þessi samningur gríðarlega verðmætur, í formi mögulegs söluverðs. Í raun mætti segja það sama um Gerrard.

  Ef menn eru ekki 100% eiga þeir ekki að spila!!! sama hvernig hópurinn er. Ef Torres er ekki heill þá á hann alls ekki að spila. jafnvel þótt að það þýði að þessi myndi byrja 🙂

  Þess utan er álagið á þessa menn gjörsamlega úr öllu korti. Torres er búinn að spila á EM 2008 og Álfukeppninni 2009 og svo er HM framundan. Þetta er einfaldlega ekki í lagi.

  Annars er ég viss um að Torres vill fátt meira en að spila á HM í sumar. Ég vona að honum takist það. Þótt ég haldi með Argentínu…

 9. Hlýtur það ekki að vera líka hlutverk Torres að segja: “Hey mér líður ekki 100%, ekki setja mig í liðið!”

 10. Úff, þetta eru hræðilegar fréttir. Ég verð þó að segja að ég vona að Torres verði með á HM – ég hef vorkennt honum allt þetta tímabil og það væri grátlegt ef hann gæti ekki verið með á HM í sumar.

  Núna er bara að vona að hinir í liðinu stígi upp og klári málin gegn Atletico. Þeir hljóta að vilja gera það fyrir Torres. Við eigum klárlega að vera með nógu sterkt lið til þess að klára Atletico og svo Hamburg / Fulham. Fjórða sætið er hvort eð er farið, þannig að mér er nokk sama um deildina.

 11. ” Ngog hefur staðið sig vel og er efnilegur en þegar menn þykjast vera að berjast um stóru titlana þarf leikmenn eins og Torres.”

  ég er samála þessu nema að N´gog er ekki efnilegur. ef þið kallið hann efnilega þá eru menn eitthvað skrítnir þetta er búið að pirra mig svo mikið á þessu ömurlega tímabili að kalla hann efnilegan hann er 21 árs gamall og er ekki efnilegur. síðan líka þetta með torres það ömurlegt og líka bara að hann geti ekki keppt á móti gömlu félugunum sínum í At.Madrid.
  ég spái að við vinnum þessa evrópukeppni en samt verðum við ömurlegir i deildini og lendum i 8 sæti sem yrði hræðilegt og þá myndi ég segja að þetta er versta tímabil í sögu liverpool klúbbsins frá upphafi. og ja auðvitað þarf 2-3 leikmenn i strikerinn og 2-3 á miðjuna og á kanntana og 2 varnarmenn sem eru góðir þá erum við með nægilea breidd og getum unnuið tittla tökum sem dæmi með man city þeir eiga penning og eir nýta sér það að vera drullu ríkir og eir kaupa menn í allar stöður og n´g að mönnum í allar stöður eins og eir eru með 4 eða 5 framherja sem eru allir góðir og miðjan eir eru með 5-6 sem eru geðveikir þar og síðan eiga þeir frábæra unga leikmenn og vörnin þeirra er líka svona þannig uppskera eir svona mikið. þannig næsta skref er að vinna evrópukeppnina og lenda i 5-7 sæti í deildini og síðan að selja þennan klúbb til einhvers sem á nóg af penning þá verðum við að berjast um 1-2 sæti í deildini og að berjast um að vinna allar keppnir sem til eru og þannig verðum við að eiga penning og mannskaap í verkið.

 12. Shit hvað við erum í vondum málum. Maður hefð svosem minni áhyggjur ef einhver annar en óvenjuslappur Gerrard gæti skorað eitthvað. Þetta hefst upp úr því að vera með einn slappasta vara sóknarmann deildarinnar fyrir einn sá besta.

 13. Svakalegar fréttir!

  En allavega ljóst að ekki verður hægt að jagast í mönnum yfir að láta hann ekki spila meira. Fæturnir á þessum snillingi eru greinilega veikir og mikið óskaplega er ég sammála upphafspósti KAR og þeim fáránleika að fjárfesta ekki í alvöru sóknarmanni í sumar.

  En við gefumst ekkert upp elskurnar, ekki til nokkurs. Vonandi lærir klúbburinn af arfavitlausri stefnu í leikmannakaupum síðustu 2 ár og þessi vetur verður bara lexía hvernig á ekki að gera þar!

 14. Ef menn eru ekki 100% eiga þeir ekki að spila!

  Ég er sammála þessu. En þegar Rafa hefur reynt að hlífa honum (til dæmis þegar hann var tekinn útaf gegn Birmingham) þá verður allt vitlaust í blöðunum og meðal aðdáenda. Það er vandamálið, sem og það sem Kristján bendir á að við höfum ekki haft neinn til að taka við af honum. Kuyt og Ngog hafa alls ekki náð koma í staðinn fyrir hann.

 15. Sammála Birgiþór #18, að láta Keane fara eftir eftir að hafa keypt hann á 20 milljónir punda 5 mánuðum áður er ein mesta froða sem ég hef orðið vitni að hjá Liverpool. En það er alveg ljóst að við verðum að fá sterkan framherja í sumar. Torres stefnir í að verða eins og RVP, Michael Owen ofl. Alltaf meiddur stóran hluta af tímabilinu. Draumurinn væri Darren Bent, en góðir kostir væru líka Charlton Cole og Gabriel Agbonlahor. Reyndar eru Liverpool búnir að verða sjálfum sér svo til skammar á þessu tímabili að maður eins og Agbonlahor myndi eflaust hugsa sig um hvort hann væri að fara til sterkara liðs með því að yfirgefa Villa fyrir Liverpool!

  Eitt sem mig langar að vita. Ég er alltaf að heyra mismunandi útgáfur af því hvaða lið komast í Europa League á næsta ári. Er það sæti 5-7 eða sæti 5-6, eða er það bara 5 sæti og svo liðin sem komust í úrslitaleiki deildarbikarsins og FA bikarsins? þau lið sem væru á leið inn skv. þeim rökum væru þá Mancity fyrir að ná 5 sætinu og Portsmouth fyrir að komast í úrslitaleik FA (þar sem Cheslea verður í CL) og Villa fyrri að komast í úrslitaleik deildarbikarins (Þar sem Manutd verður í CL). Er einhver sem er með þetta ALVEG á hreinu, en ekki “ég held það” rök.

 16. Sammála Birgiþór #18, að láta Keane fara eftir eftir að hafa keypt hann á 20 milljónir punda 5 mánuðum áður er ein mesta froða sem ég hef orðið vitni að hjá Liverpool

  Ertu að segja að það hafi verið slæmt að selja Keane á einhverja 18 milljónir punda fyrir einu ári? Manninn, sem er núna á láni hjá Celtic?

  Já, kaupin voru slæm hugmynd, en salan var ótrúlega vel heppnuð. Vitleysan var að kaupa Keane í upphafi og að nýta ekki peningana sem fengust fyrir söluna í önnur kaup.

 17. Góðan daginn hér! Ég er ekki bæklunarskurðlæknir. Það er rétt að það komi fram til að forða misskilningi. Hitt veit ég þó af biturri reynslu að rifinn liðþófi, einmitt það sem er að angra Torres í þetta skiptið, eru ekki álagsmeiðsli, heldur gerist slíkt við eitt óeðlilegt átak á hnéð t.d. með almennilegum uppásnúningi. Það er því vart hægt að kenna Benitez eða Liverpool hvað þá Spánverjum um þetta, þó ég væri alveg í stuði til að klína þessu á þjálfarann eins og mörgu öðru.

  Eins veit ég að ef um tiltölulega litla skemmd í liðþófanum er að ræða þá er aðgerð látin bíða þar sem svona lagað getur slípað sig til sjálft, verður þó seint verra nema menn taki upp á því að snúa enn hressilegar upp á hnén á sér. Það er því nokkuð víst að menn hafa vitað af þessum meiðslum í nokkurn tíma, en ákveðið nú að ekkert nema aðgerð dugi til að redda manninum.

 18. Við verðum þá bara að vera ósammála með þetta Einar Örn. Keane hefur sýnt það í gegnum árin að hann er hörkuleikmaður. Hann skoraði sjö mörk á 4 mánuðum fyrir Liverpool og var mikið að koma til að mínu mati um áramótin, skoraði 3 mörk í jólatörninni, en þá var hann skyndilega settur á bekkinn og svo seldur mánuði síðar. Það getur verið að hann sé einhverri lægð núna, eflaust hefur það haft einhver áhrif á hann að draumaskiptin yfir til félagsins sem hann studdi í æsku mistókust. Menn tapa samt ekki knattspyrnuhæfileikunum á einni nóttu. Form is temporary, class is permanent. Það getur vel verið að þessi sala hafi verið mjög rökrétt fyrir þér, ég hinsvegar skil þetta ekki og mun aldrei skilja þetta. Það hefði verið frábært á þessu tímabili að hafa Robbie Keane í formi á bekknum til að koma inn fyrir Torres þegar hann var að meiðast.

 19. Ef um tiltölulega litla skemmd var að ræða í upphafi dugir fátt jafnvel og góð hvíld á hnénu. Þannig að vissulega hefur mikið álag eitthvað með þessa aðgerð að gera. Þ.e.a.s. ef þetta var eitthvað smávægilegt í upphafi sem við vitum svo sem ekkert um.

 20. 21 Halli

  Reglurnar eru þær að lið #5 fer í Europa League ásamt sigurvegurum í deildarbikar (United) og FA bikar (Chelsea/Portsmouth). Þar sem United eru öruggir með CL þá fer lið #6 í EL og allar líkur eru á því að lið #7 fari líka þar sem Portsmouth fær ekki að taka þátt ef þeir vinna FA. Ef við vinnum EL þá og erum í sæti 5 – 7 þá fer lið #8 líka í EL. http://en.wikipedia.org/wiki/Premier_League#Qualification_for_European_competitions

 21. M.ö.o. Árni þá eiginlega ættum við bara ekki að geta klúðrað EL sæti á næsta ári þrátt fyrir mjög góða atlögu að því!?

 22. Það má segja það að Torres hafi getað spilað mikið á fyrsta árinu en eftir það hafa meiðsl hrjáð hann,(hel#$%$# djö%&%$$) ætli þetta hafi alltaf hrjáð hann svona annars slagið eða bara eftir að hann kom til Liv, maður hefur heyrt það að leikmenn hafi oft meiðst á æfingum vegna æfingaprógrams sem séu víst eitthvað gallað, veit einhver hvort að sé eitthvað til í þessu.

 23. 21 halli .

  það er 5,6 og sæti sem kemst i evrópudeildina og það lið sem vinnur eða keppir á móti liði sem er i meistardeildini í keppnini FA cup

 24. Ég vil sjá einhverja sóknarmenn úr varaliðinu fá að spreyta sig í seinustu leikjunum,Pascheco(stafs.?) lauri de la valle væri gaman að sjá þá fá spilatíma 🙂

  Varðandi Torres þá verður HM ekki eins skemmtilegt án hans,en aftur á móti vill maður hafa hann klárann á næsta tímabili með Liverpool.

 25. Það er alveg á tæru að ég verð með fingers crossed og vona svo sannarlega að Torres rétt missi af HM í sumar. Þó svo að það væri gaman að sjá hann þar og keppnin skemmtilegri með hann innanborðs, þá er það Liverpool FC sem er í algjörum forgangi hvað mig varðar og vil ég sjá hann flottan og ferskan í haust með Liverpool, úthvíldan eftir sumarfrí.

  En það er engu að síður alveg morgunljóst að við þurfum að kaupa mjög öflugan backup striker í sumar.

  Varðandi þessa Keane umræðu sem poppar upp alltaf annað slagið, þá var orðið ekkert annað í myndinni en að selja hann í janúar í fyrra, fyrst og fremst stafaði það vegna árekstra á æfingasvæðinu, og þá ekki við þjálfara eða stjóra heldur var attitude hans þar gagnvart öðrum leikmönnum alveg ferlegt víst. Það voru víst ansi mörg atvik þar sem aldrei rötuðu í fjölmiðla.

 26. SSteinn 34

  Ég er nokkuð neutral þegar að kemur að Keane en mér finnst menn þurfa að vísa í heimildir þegar svona lagað er sett fram

 27. Það er nú bara þannig að þessar heimildir er ekki að finna á netinu, enda ekki ratað í fjölmiðla. Þessar upplýsingar fékk ég frá aðilum sem eru afar vel tengdir úti í Liverpool og Melwood. Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hverju og hverjum menn trúa þegar staðreyndir eru ekki á blaði eða á netinu, ég legg allavega mikinn trúnað í þessar upplýsingar og fannst mér stundum sjá þetta inni á sjálfum vellinum upp á það síðasta þegar Keane var að spila fyrir okkur. Var sem sagt búinn að frétta af þessu áður en upp kom í umræðuna að hann yrði seldur.

 28. Við erum öll eilítið ábyrg. Vorum brjáluð þegar Torres var tekinn útaf og sáum öll að hann var ekki heill gegn Benfica en auðvitað var pressan á Rafa og Torres að láta hann klára þann leik sem hann gerði meiddur. Hann þarf greinilega töluvert að vinna í sínum fótum og ég held að það gerði honum gott að vinna í því í vor og sumar án pressunnar á HM.

  Hins vegar held ég að maður sé að vona um of. Þeir munu taka hann með sér til S.Afríku. Alveg á hreinu.

  Robbie Keane er núna að leika fyrir Celtic því hann var ekki nógu góður fyrir Tottenham. Við þurfum töluvert betri mann en hann, sérstaklega þess hve einhæfur leikmaður hann er.

 29. Liverpool þarf sennilega að taka rútu til Madrídar.

  Þessu gosrugli fer senn að ljúka og hægt verður að fljúga frá Madríd til Liverpool.

  Miðað hver heppni Liverpool hefur verið í vetur þá kæmi mér alls ekki á óvart að Atletico Madríd geti flogið í útileikinn og losnað þannig við langa rútuferð.

 30. Zero. Liverpool eru búnir að vera svo gasalega óheppnir í vetur. Engin önnur skýring á stöðu liðsins.

 31. SSteinn 36 – Fair Enough, Þekki ekki þínar heimildir og ef enga ástæðu til að vefenga þær.. eins og þú segir sjálfur er öllum frjálst að trúa því sem þeir vilja og ég trúi því að Keane hefði getað hjálpað okkur á þessu tímabili.

  Maðurinn kúkaði samt pínu í brækurnar. Skrifaði undir samning við Tottenham og sagði “hér vil eg klára samninginn minn, ég elska Tottenham!” Svo kemur tilboð frá Liverpool og hann segir: “Ég elska Liverpool, það er uppáhalds félagið mitt, draumur minn er að spila fyrir Liverpool”. Hann fékk að fara og var svo seldur aftur til Tottenham. Þá heyrist kunnulegt hljóð sem segir að hann vilji klára ferilinn hjá Tottenham og voru menn misjafnlega sáttir við að hann kæmi aftur og fengið fyrirliðabandið með. Hvað sagði hann svo þegar hann kom til Celtic…”Draumur að rætast að spila hér, ég elska celtic….”….

 32. Bíddu, hver var það aftur sem keypti Keane? Liggur ábyrgðin ekki þar? Hver var það sem keypti Dossena? Aquilani? Riera?

 33. 42 Kobbi – Hefur þetta ekki verið margrætt fram og til baka á þessum þræði… Hver var það sem keypti Torres, Mascherano, Reina, Alonso…

 34. 42 Kobbi, það var Rick Parry sem keypti Keane, Benitez vildi jú fá hann en vildi fyrst fá Barry. Hvað Dossena, Aquilani og Riera varðar, Dossena átti að veita samkeppni á vinstri vængnum en ekki í bakverðinum (sama með Degen), hann stóð sig ekki í stykkinu og því fór sem fór. Riera fékk heimskusting og virðist hann sjálfur hafa pantað miðann burt frá Anfield, Aquilani er svo dulítið sérstakt. Okkur vantaði miðjumann, Aquilani var í boði og ódýrari en ella vegna meiðsla. Þeir læknar sem mátu hann sögðu Benitez og co. að Aquilani ætti að vera klár eftir 2 mánuði…við vitum hvað gerðist svo. Nú virðist það vera svo með Aquilani að hausinn á honum er ekki í lagi eftir öll þessi meiðslu og því geri ég ráð fyrir því að hann muni ekki ná að sýna okkur hvað hann getur fyrr en um miðjan næsta desember.

 35. bara svona til að slútta þessari fokking keane umræðu. þá skoraði hann 5 mörk í 18 deildarleikjum með liverpool. voronin skoraði líka 5 mörk í 18 leikjum í deildinni. sem seigir okkur bara hversu drullu lelegur keane var og hefði alveg eins getað farið frítt í þessum janúarmánuði. get ekki hvartað yfir þessari sölu en að það hafi ekki verið keyptur annar í staðin þó ekki nema einhver miðlungsgóður en stór og sterkur til að taka á miðvörðum til að losa um fyrir torres fynst mer alveg fáránlegt !!

  en ég sjálfur hefði alveg eins getað staðið inní teig og kiksað bolltana sem keane var að kiksa. ég myndi bara ekki gera poolurum það

 36. Haha, alveg vissi ég að ‘Parry keypti Keane’ afsökunin myndi koma.

  Staðreyndin er bara sú að Benitez hefur farið illa með þá peninga sem hann hefur fengið. Hann hefur átt nokkur góð kaup, en vá, þau eru mörg þau slæmu. En flott hjá ykkur, haldið áfram að halda að Benitez viti hvað hann er að gera.

  Áfram Benitez, áfram Manchester United!!!

West Ham á morgun

Liðið komið