Man City á morgun!

Mikið var þetta gott. Mér líður, fótboltabullulega séð, eins og ég sé nývaknaður eftir sérlega góðan nætursvefn. Gærdagurinn var ömurlegur, en eftir þennan langa svefn og morgunsturtu er ég bjartsýnn á að dagurinn í dag geti orðið betri. Þótt ég sé ennþá glataður, atvinnulaus og blankur eins og í gær.

Þannig líður mér í dag, eins og Púllara. Bjartsýnn, þrátt fyrir allt.

Eftir þetta fína landsleikjahlé (húrra fyrir því!) er komið að talsverðum stórleik í hádegi laugardags (hey! það er á morgun!) þegar nýríkir liðsmenn Manchester City mæta í heimsókn á Anfield og freista þess að auka forskot sitt á okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti í þessari blessuðu Úrvalsdeild. Af City-mönnum er það að frétta að þeir mörðu sigur í síðasta leik sínum eftir einhver fimm jafntefli í röð í deildinni, og að fyrir utan Robinho og Martin Petrov má búast við fullskipuðu milljónaliði þeirra á Anfield. GaryBarry er víst tæpur eftir að hafa dregið sig út úr landsliðshópi Englendinga en búist er við að hann geti spilað á morgun.

Það sama má segja um ensku landsliðsmennina okkar, þá Steven Gerrard og Glen Johnson, sem og menn á borð við Fabio Aurelio, Daniel Agger og jafnvel Albert Riera og Yossi Benayoun sem fóru víst til Króatíu til að láta sígauna bera hestalegkökuvökva á sár sín og snarbatnaði fyrir vikið. Þá nefbrotnaði David Ngog á æfingu með U21-árs liði Frakka en ætti samt að vera leikfær. Eftir sitja því aðeins Fernando Torres og Martin Kelly sem þeir leikmenn sem verða pottþétt frá á morgun og þótt það sé alltaf söknuður af Nando eru það góðar fréttir að sjá að Rafa hefur loksins úr nærri því fullum leikmannahópi að velja.

Ef við gefum okkur að Benayoun og Riera séu í mesta lagi heilir á bekkinn og Rafa treysti Alberto Aquilani ekki ennþá til að byrja (hann sagði það, ekki ég) held ég að við gætum séð eftirfarandi byrjunarlið á laugardag:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel/Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Ngog

Aðrir leikfærir myndu svo raða sér á bekkinn, og Voronin í heiðursstúkuna.

Þrátt fyrir milljónir City-manna á þetta lið okkar að geta unnið þá sannfærandi á Anfield. Sannfærandi. Að því gefnu að menn eins og Johnson, Agger, Gerrard, Ngog og fleiri séu í alvöru leikfærir og ekki bara spilandi á 60% getu af því að okkur vantar menn.

**MÍN SPÁ:** Þetta er must-win leikur. Klárlega. Við eigum nokkra svoleiðis á hverju hausti en hér fær liðið kjörið tækifæri til að hoppa upp fyrir City-liðið í deildinni (þrátt fyrir martraðamánuðina tvo sem á undan eru gengnir) og senda sjálfum sér skilaboð um að nú sé þetta rugl búið og menn geti farið að einbeita sér að því að safna stigum að nýju. Að sama skapi myndi tap í þessum leik, eftir landsleikjahléð og allt tal um að byrja tímabilið upp á nýtt hér og nú, hafa áhrif á við ragnarök í leikmannahópi okkar. Ef við töpum þessu óttast ég að tímabilið fari endanlega til fjandans. Vinnum og þá erum við ekkert svo illa staddir, eftir allt saman.

Mín spá er **1-0** sigur okkar manna í baráttuleik. Þetta verður miðju- og varnarbarátta tveggja liða sem ætla hvorugt að gefa færi á sér en þrátt fyrir allar milljónir City-manna er besti miðjumaður heims að spila í okkar liði, ekki þeirra. Steven Gerrard tekur þetta fyrir okkur. Ég elska Steven Gerrard. 😉

Áfram Liverpool!

39 Comments

 1. Flott upphitun, og ég er sammála spádómnum. Algjörlega. Þetta er must-win leikur. Algjörlega. Vinafólk mitt er á þessum leik og þetta verður brjálæðislega góð stemming. Algjörlega. Ef menn mæta ekki dýrvitlausir í þennan leik, eins og Manure leikinn, þá verð ég illa svikinn. Ég öfunda vinafólkið af því að vera þarna á þessum tímapunkti, því ég segi það algjörlega og skrifa það algjörlega:

  Ef Liverpool vinnur ekki þennan leik, þá verður baráttan um fjórða sætið ansi erfið. Þegar mótlætið er sem mest, þá spilar Liverpool oft best.

  Eða eins og besti lagahöfundurinn sagði: “We came on stage with make up all over our face, we were very aggressive, we played very violently and then we broke everything on stage. All that to say that the will, the attitude meant a lot to us. So we won.”

 2. Ekkert út á þessa upphitun að setja utan þess að ég næ því ekki afhverju Voronin á að vera í heiðursstúkunni!? Hann hlítur að eiga sjónvarp heima hjá sér;)

 3. Aquilani spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Arsenal fyrir tæpum mánuði síðan. Er hann virkilega ekki enn tilbúinn í heilan leik? Þetta tekur óeðlilega langan tíma. Ég vil endilega fá hann sem fyrst inn miðjuna því okkur sárvantar sterkari mann þar.

  Þetta dapra gengi bara verður að enda núna strax! Ég vil 3 stig á morgun, og mér er nákvæmlega sama hvernig það er gert. Menn meiga taka Henry á þetta nota Le hendina allan leikinn ef þeir vilja, svo framarlega sem þeir koma boltanum í netið og tryggja okkur sigur.

 4. Er Carragher ekki í banni í þessum leik? Fékk hann ekki 3 leikja bann? Aðeins 1 leikur í deildinni allavega búinn síðan á móti Fulham það var Birmingham leikurinn.

 5. Verð aðeins að fá að leiðrétta pistlahöfund, City gerði jafntefli í síðasta leik, og hafa gert 5 jafntefli í röð , Barry dróg sig ekki út úr landsliðshópnum og spilaði leikinn á móti Brazil.
  Vissulega er City búið að eyða miklum peningum síðustu 2 ár og er ástæðan einföld. Það þarf að byggja upp algjörlega nýtt lið og það kostar mikla peninga ekki satt.
  Liverpool, Man United, Arsenal og Chelsea hafa nánast alltaf skipt á milli sín 4 efstu sætunum og ef einhverju liði á að takast að komast þarna upp á milli þá þurfti einhvað meiri háttar að breytast og það er það sem City er að reyna, hvort sem það tekst eða ekki verður bara að koma í ljós en hey City er að reyna.
  Það að kalla City eitthvað milljóna lið af aðdáendum Liverpool, Chelsea eða Man United fynnst mér pínulítið eins og að kasta steini úr glerhúsi.
  Þið eruð stóru strákarnir, þið eruð búnir að vera síðustu misseri í meistaradeildinni , ykkar klúbbur er rekinn þannig peningalega að ef þið náið ekki inn í meistaradeildina þá eruð þið í mjög vondum málum.
  Þið eruð eitt af þeim liðum sem hafið getað keypt bestu leikmenn í heimi og hefið verið í baráttunni síðustu 20 ár eða svo. City er bara rétt að byrja. Þið eruð multi milljón punda fyrirtæki sem er eitt það allra stærsta í heimi þið eruð milljóna klúppurinn ekki City.
  En annars spái ég 2-1 fyrir Liverpool á morgun.
  Ykkur er velkomið að skoða nýja heimasíðu Manchester City á Íslandi
  mancity.is og er þar td komin upphitun fyrir leikinn á morgun.
  KV
  Þröstur

 6. Fín síða Þröstur.

  En ástæðan fyrir því að City fær á sig þennan stimpil umfram Liverpool er að þar er arabi að leika sér í manager og notar svindlið óspart. Fram að því hafi City ekki verið að gera merkilega hluti. Fólk má hafa mismunandi skoðanir á hvort er meira “rétt” aðferð í reksti knattspyrnuliða, sjálfur væri ég svosem alveg til í að skipta við ykkur á eigendum eins og staðan er í dag!

 7. Aquilani verður ekki í byrjunarliðinu í þessum leik, miðja City er “massív” og ég efast um að hann hendi honum í djúpu laugina í þessum leik – viðtalið í vikunni styrkti þá skoðun mína.

  Þetta er must-win leikur, og þannig virðumst við oft á tíðum spila hvað best, með bakið upp við vegg. Aftur á móti þá ætla ég að spá þessum leik 1-1 jafntefli, við fáum á okkur mark á lokamínútum leiksins, og suprise suprise eftir fastleikatriði.

  Vonum að þessi spá mín gangi ekki eftir, YNWA !!

 8. Á meðan Lucas spilar á miðjunni mun Mascherano halda áfram að líta illa út á vellinum. Þess vegna er það urgent að koma Aquilani inná miðjuna til þess að Mascherano geti farið að einbeita sér að gera það sem hann er bestur í þ.e. að vinna boltann og brjóta sóknir andstæðingana á bak aftur. Það gengur ekki að hann sé að bera upp boltan og senda einhverjar 30 metra sendingar þegar hann ræður varla við að 2 metra sendingar.

  Þetta verður erfiður leikur og mikil barátta. Þar sem þetta eru jöfn lið og það verður refsað grimmilega fyrir mistök þannig að það er gríðarlega mikilvægt að nýta færin í þessum leik. Held að þetta endi jafntefli 1-1.

 9. Af hverju segiði að Carra sé í banni, hann fékk bara einn leik, enda brotið bara Professional, ekki cynical.

 10. ég er MJÖG hræddur um að við töpum þessu á morgun 🙁 vonandi hef ég kolrangt fyrir mér .

 11. Elías, það er talað um að hann fái 3 leikja bann í fjölmiðlum úti. Meira veit ég ekki.

 12. Ég er ekki bjartsýnn fyrir þennan leik, enda engin ástæða til þess ef miðað er við gengi liðsins undanfarið. Vörnin drulluléleg, og framlínan er ekki uppá marga fiska án TORRES.

  Ég spái þessum leik 1-1. Hver annar en Gerrard með mark LFC, Adebayor með mark Arab city

 13. það er krúsjalt að miðjan standi sína plikkt á morgun .. annars verður þetta erfið brekka .

 14. Þetta er brella hjá Benítez varðandi Aquilani!! Hann er klár í 95 mínútna leik á morgun. Torres líka. Og við vinnum 3-0 þar sem Skrtel skorar eftir aukaspyrnu.

 15. Ívar Örn #16: Semsagt að Benítez sé að beita gamla bragðinu sem Rauðnefur beitir ALLTAF, þ.e. að segja að einhver sterkur leikmaður (oftar en ekki Shrek) sé ekki búinn að ná sér af meiðslum og spili því ekki með, en viti menn, svp er umræddur leikmaður í byrjunarliðinu?

  Þó að mér finnist þetta bragð nú orðið frekar þreytt hjá Rauðnef þá vona ég að þú hafir rétt fyrir þér!

 16. Er ekki einhver góður maður/kona sem getur frætt mig um hvar í Dublin ég finn “heimavöll” fyrir þenna leik.

 17. Sæll Færeyingur,
  ég bý sjálfur í Dublin, segðu mér hvar í Dublin þú ert svo ég geti leiðbeint þér aðeins betur.

 18. 19 Verð annað hvort á Croke park eða Hotel Burlington , sem mér er sagt að séu 10 til 15 mín labb frá miðbænum, í guðana bænum bjargaðu mér !

 19. 21# ég held að Burlington hótel sé ekki nógu stórt til að sýna þennan leik….

 20. skildu ekki vera til kúabú á Bretlandi? þarf að fara alla leið til Serbíu til að bragða á kúamykju, hugmynd í næstu útrás íslendinga. En merkilegt að þessir svokölluðu bestu læknar í heimi verði undir í baráttunni við hana Búkollu gömlu.

  Áfram Liverpool. YNWA

 21. Jónas Færeyingur: Það er pöbb rétt hjá Connolly-lestarstöðinni ef þú ert á Croke Park. Pöbbinn er á Talbot street – þú gengur út um hliðardyrnar á lestarstöðinni, yfir götuna og Talbot street er ódýra verslunargatan sem leiðir þig upp að miðbænum. Ég man ekki eftir neinum sérstökum pöbb nálægt Burlington en þú ferð bara niður í bæ og þar eru nokkrir sportpöbbar sem sýna leikinn pottþétt. Bara ekki fara í Temple Bar þótt eflaust sé hægt að finna leikinn einhversstaðar þar. Eða bara þessi síða:
  http://www.sports-in-bars.ie/

 22. Það er sennilega best fyrir þig að fara niður á O´Connell stræti (nokkurs konar aðalgata Dublinar) og efst á henni (við norður endann) á hægri hönd er bar sem hét Frazer´s, er á 4 hæðum og sýnir næstum alla leiki í evrópuboltanum um hverja helgi. Hann er alveg við “Ambassador Theatre” sem allir í Dublin geta bent þér á. Mjög traustur bar þar sem þú sérð alla leiki sem eru í gangi!

 23. Ólafur, Bara til að hafa hlutina rétta, þá er þetta hryssulegkaka, ekki kúa, þannig að Búkolla kemur þessu ekkert við.

 24. Hef enga trú á því að við förum að taka upp á því að halda hreinu á móti Man City með okkar vörn. Spái 2-1 tapi þar sem við lendum 2-0 undir.

 25. kom on gæs and geils upp MEÐ BJARTSYNINA KOMA SVO ….
  ……We ? u Liverpool, we do! We ? u Liverpool, we do! We ? u Liverpool, we do! Ohhh…. LIVERPOOL WE ? YOU!!!

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 26. Drulluhræddur við þennan leik , en Gerrard er komin í gang og ég heimta að liðið far að sýna klærnar og hætti þessum tussuskotum sem enda jafnvel í innkast, tökum þennan leik og alla leiki sem eftir eru,,, já svona með tveggja marka mun, og svo kemur Torres og þá verður þetta þriggja marka munur,um að gera að vera bjartsýnn og hafa gaman að þessum leikjum, til þess eru þeir. 😉

 27. Ég hef aldrei séð jafn fallegt comment og # 29. Þetta kom mér í það gott skap að ég ætla að spá 4-1 sigri okkar manna, þar sem gerrard lucas ngog og johnson skora fyrir okkur. Mig hlakkar til að skála í einum köldum eftir sigurinn okkar. Koma svo allir bjartsýnir í dag það þýðir ekkert annað.

 28. Er þetta ekki ,,,djók með hryssulegköku að menn læknis af meiðslum sínum á helmingi skemmri tíma en gert er ráð fyrir,þetta virkaði í eld gamla daga af því að fólk vissi ekki betur og notaði einhver ráð sem voru stundum í lagi en gerð oft miklu verra, enda var meðalaldur fólks ca 50 ára,,, en þeir sem trúa mega trúa, eða þannig……Tökum leikinn,,,, áfram LIVERPOOL.

 29. nr. 32: Þetta er ekkert djók…

  Það ku vera stofnfrumurnar sem eru í fylgjunni sem geti lagað sig að í raun hvaða líkamsparti sem er. Reyndar hefur frúin sem sér um þetta búið til sérstakt krem úr fylgjunni svo þetta er nú kannski ekki einsog á miðöldum að menn séu að baða sig uppúr blóði 🙂

  Annars er hægt að lesa um þetta m.a. hér: http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/8371425.stm

  Sigur í dag!!!

  Kv. Sæmund

 30. Hvar get ég séð leikinn á netinu ? (Get ekki notað SopCast vegna þess að ég er á macca)

 31. Koma svo Liverpool…. Svartasta skammdegið er að hellast yfir og geðheilsa nokkur hundruð þúsund áhangenda á norðurhveli Jarðar hvílir á ykkar herðum í dag.

  Plísssssssssssssssssssssssssss….. bara vinna þennan leik. Mér er alveg sama þó Thierry Henry verði tekinn á þetta… Bara vinna.. OK?

  YNWA

 32. Enginn Johnson en Gerrard byrjar:

  The Reds XI in full is: Reina, Skrtel, Carragher, Agger, Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Gerrard, Babel, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, El Zhar, Aurelio, Riera, Benayoun, Kyrgiakos

Þátttaka Liverpool á HM og “fair play” umræðan

Liðið komið – Gerrard byrjar, Johnson ekki