Liverpool 6 – Hull 1

Jæja, þetta var ekki erfitt. Liverpool tóku á móti Hull í dag á Anfield og pökkuðu þeim saman.

Rafa stillti upp þessu liði í byrjun.

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Voronin, Aurelio, Kyrgiakos, Babel, Mascherano, Ngog.

Ég nenni varla að fara yfir öll mörkin, það er alltof mikið vesen. 🙂

Fernando Torres skoraði frábæra þrennu í þessum leik. Þessi leikmaður er með hreinum ólíkindum og hann er núna markahæsti maðurinn í ensku deildinni. Mörkin voru öll frábær!

Ég hef nokkrum sinnum spilað í firmabolta gegn hræðilega lélegum liðum. Þegar maður fær þessa tilfinningu að maður sé miklu betri en andstæðingarnir, þá fer maður oft að prófa nýja hluti. Það er ekkert voðalega spennandi að fara alltaf framhjá mönnum á sama hátt eða skjóta af sama stað þegar að mótspyrnan er engin. Þannig að smám saman fer maður að reyna erfiðari og erfiðari hluti. Maður fer að prófa hælspyrnur og gabbhreyfingar, sem maður er viss um að virki ekki gegn neinum. Og ef þær virka gegn þessu liði, þá heldur maður áfram.

Þannig fannst mér Fernando Torres vera í dag. Sjálfstraustið hjá honum var svo mikið að hann var ekki hræddur við að reyna neitt. Hann var í einhver skipti með 3 varnarmenn fyrir framan sig – þá reyndi hann bara að fara á milli þeirra. Hann var algjörlega óstöðvandi og það virtist vera sem svo að hann hefði trú á að hann gæti gert hvað sem honum myndi detta í hug.

Gerrard skoraði stórkostlegt mark 4-1, svo bjuggu Hollendingarnir til 5-1 markið sem að Babel skoraði og Riera skoraði svo síðasta markið með aðstoð frá Babel (veit ekki á hvorn markið verður skráð).

Mark Hull var það eina neikvæða í leiknum því vörnin virkaði aftur ekki alveg örugg. Það verður Rafa að laga fyrir útileikinn gegn Fiorentina og svo leikinn gegn Chelsea.

**Maður leiksins**: Ehemm, **Fernando Torres**. Þetta þarf ekki að ræða frekar. Restin af liðinu var að spila fínt – varamennirnir áttu líka gríðarlega góðar innkomur, sérstaklega Babel sem skoraði 1 eða 2 mörk og Voronin, sem hefði vel getað skorað 2 mörk.

Núna tekur við mögnuð vika með útileik gegn Fiorentina og svo ferð á Stamford Bridge. Chelsea voru að tapa á útivelli gegn Wigan, sem þýðir að öll liðin í deildinni hafa tapað leik. Og það þýðir líka að ef að Liverpool vinnur um næstu helgi þá komast þeir fyrir ofan Chelsea á markatölu. Eftir tapið gegn Aston Villa þá var það eina sem okkar menn gátu gert að vinna þá leiki sem þeir áttu inni fyrir heimsóknina á Brúnna. Það hafa þeir gert með glæsibrag.

Bring on Chelsea!

46 Comments

 1. Strákar eigum við að ræða þennan leik eða hvað ?? ÞVÍLÍK snilld og já maðurinn er mættur á svæðið takk fyrir Fernando Torres !

 2. Mér fannst Carra svara allri gagnrýni í dag með því að spila eins og hann er vanur. Allir voru fínir, nema maður leiksins Torres sem var brilliant. Babel og Voronin áttu fínar innkomur. Ekkert nema gott um þennan leik að segja, fyrir utan markið sem ég held að skrifist á Skrtel.

 3. BBC segir að markið sé skráð á Babel.

  BBC segir reyndar líka, í beinu lýsingunni, að Gerrard hafi ekki ætlað að skjóta heldur hafi þetta verið fyrirgjöf. Er algjörlega ósammála því.

  Mörkin ættu að detta fljótlega inn á http://www.101greatgoals.com.

 4. Til haminju TORRES, markid sem vid fengum a okkur skrifast a Carragher 🙁 tvi midur, hann er ad spila öfugum megin vid venjulga stödu og tess vegna var hann kominn ut ur sinni stödu ekki verra en tad 😉

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 5. Sé það núna að ég er betri að spá eftir öllarann. Spáði þessum úrslitum í góðra vina hópi í gær, en dró úr þegar ég kom heim.

  Í einu orði. Frábært. Það verða ekki mörg “lítil” lið sem fá stig á Anfield í vetur. Keyrðum stöðugt á þá, utan einhverra 10 mínútna í fyrri hálfleik og hæglega getað orðið stærri sigur.

  Sammála öllu hér að ofan og í skýrslu en vill bæta við einu. Insua! Þvílíkt efni sem mér finnst þessi strákur vera, keyrði stöðugt áfram og er stöðugt að bæta varnarleikinn sinn.

  Glæsilegt, verður fínt að fara á Brúnna um næstu helgi og vonandi stendur leikbannið hans Cech!

 6. Mjög sannfærandi yfirburðir í dag og sannarlega æðislegt að sjá Torres kominn á fullt skrið, hann hefði með smá heppni getað skorað fleiri mörk í dag.

  En markið hjá Gerrard, hólí móli! Þetta mark er sterkur contender í mark ársins í þrátt fyrir að mjörg mörk eigi eflaust eftir að líta dagsins ljós þangað til í vor 🙂

  Allt í einu kvíður mig ekki eins fyrir Chelsea leiknum 🙂

 7. Þessi pistill segir allt sem segja þarf. Frábær seinni hálfleikur. Fannst liðið alltaf vera í fyrsta gír í fyrri hálfleik með tilheyrandi vandræðagangi í vörninni. Ánægjulegt að sjá liðið setja í killer gírinn eftir 3ja markið. Oft í fyrra þegar liðið var komið yfir þá reyndi það að halda fengnum hlut, jafnvel á heimavelli. Greinilegt að sjálfstraustið er komið í botn.

  Stóra testið verður næsti helgi gegn Chelsea. Fyrsti leikurinn gegn stóruliðunum. Maður bölvar enn “öruggu” stigunum sem töpuðust gegn Villa heima og að hafa ekki náð stigum gegn Spurs. Hins vegar er gott tækifæri að bæta það upp gegn Chelsea og taka 3 stig þar.

 8. Ömurlegur þessi Torres!

  Sammála með Insua, hann var frábær og markið hjá Gerrard úffff…

 9. Frábær leikur hjá liðinu og það verður skemmtilegt að mæta Chelsea ef liðið ætlar að spila með svona sjálfstrausti og ekki skemmir að P. Cech fékk rauða spjaldið og verður í leikbanni um næstu helgi.
  Og hvað er hægt að segja um svona leikmann eins og Torres????? Þvílíkur snillingur þessi maður.

 10. Tores er og verður bara frábær leikmaður og kannski sá leikmaður sem gæti loksins fært okkur Englandsmeistara titilinn 🙂

 11. Eitt orð….
  sjitthvaðfernandotorreserhrikalegagóðurogvelgerthjáhinumaðfáblóðátennurnarþegarhannoggerrardvorukomnirútafsérstaklegababel…

  svo er orðið ansi langt síðan maður hefur séð svona sóknarlega ógn af báðum Liverpoolbakvörðunum og hefur verið í haust.

  hef áhyggjur af carragher, fannst hann dala í fyrra og eitthvað er að hrjá hann en einbeitum okkur að jákvæðu hlutunum í dag

 12. Hagl Él’Ninjó hefði átt að klára leikinn, veit Benitez ekki að ég setti hann sem captain í fantasy þessa umferð!
  Það er ekkert til að skammast sín yfir að vera á eftir mér í kop.is deildinni.. er efstur í rawk deildinni líka 🙂 🙂 🙂

 13. Ég held að seinna mark Babel er allt sem þarf að segja um þennan leikl

 14. mörkin eru alltaf komin inná Vísir.is… undir Enski boltinn og svo samantekt úr leikjum

 15. Insua og Torres menn leiksins að mínu mati. Torres auðvitað skoraði 3 frábær mörk og sýndi það og sannaði að hann er hættulegasti striker í heiminum í dag. Insua átti æðislegan dag í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann var ógnandi fram á við og hleypti engum fram hjá sér í vörninni. Var líka ánægður með Babel og Voronin í leiknum. Babel skoraði gott mark(mörk) og Voronin var flottur í spilinu.

 16. Fínn leikur en gefur skakka mynd af stöðu félagsins. Hull kom og horfði á.
  En ok, 6-1 og hefði getað verið stærri. Ég hef sjaldan séð eins slakt lið eins og Hull á Anfield lengi. M.ö.o. þeir voru góðir okkar menn, en fengu spotlætið óáreittir.

  Pointði hjá Benitez virkaði, með að láta þrjá sjá um vörnina að mestu leiti. Voru dálítið berskjaldaðir, en reddaðist.

  Það verður líklega breytt lið á móti Fiorentina og líka Chelsea. En game on, svona fór fyrir litla liðinu Hull sem kom, stærri númer óskast.

 17. Verð nú eiginlega bara að vera ósammála Magga í nr. 10. Vil bara alls ekki að Ínsúa sé að fara til Suður-Ameríku í langt flug til að spila landsleiki. Fannst þetta ekki jákvæð frétt.

 18. Klassa frammistaða hjá liðinu í dag en það er eitt sem að mig langar að gagnrýna Benitez fyrir og það er að þegar það er 15-20 min eftir og staðan er 4 – 1 , afhverju gefur hann ekki þessum ungu leikmönnum séns, þetta er það eina sem að pirraði mig við leikinn í dag , annars glæsilegt í alla staði

 19. Bara frábært og Torres er ??????Vona að liðið haldi svona áfram og bekkurinn sem kom inná var ekki slæmur já já já já…..

 20. Á góðum degi er yndislegt að horfa á El Nino spila fótbolta. Maðurinn er snillingur 🙂

 21. Markið sem Hull skoraði, Reina réttir ekki út handleggin nógu mikið, er eins og hann hafi haldið að boltinn færi framhjá og hætt við, en engin er fullkominn. Annars frábær leikur.

 22. Markið sem að við fengum á okkur á móti Hull var ekki Pepe að kenna. Ef að þið horfið á markið, þá sjáið þið að Carra hleypur út úr stöðu þegar að Skirtel er að fara upp í boltann og skilur manninn sinn eftir sem að skorar svo með góður skoti í fjær.

  Sem sagt mistök hjá Carra sem að var annars betri í leiknum á móti Hull en í undanförum leikjum.

 23. Jóhann: Allsekki, er bara að benda á það að Reina misreiknaði sig eflaust, en þetta mark er ekki að pirra mig, bara smá umræða í góðu. Skoðaðu myndbandið sem er hjá NR 6 held ég.

 24. Ekki að það skipti neinu máli máli Már, en hann einfaldlega nær ekki boltanum. Hann er ekki að draga að sér höndina eða á einhvern hátt að gera ráð fyrir því að þessi bolti fari framhjá.

 25. Leikurinn vannst og þótt eitt klaufamark hafi komið þá er meira gaman að tala um hin mörkin 6 🙂

 26. Held að það sé ekki hægt að kenna bara Carra um markið. Hvar var Riera þegar bakvörðurinn fékk að gefa fyrir óáreittur og hvar var miðjumaðurinn sem átti að fylgja Giovanni inn af miðjunni. Mér sýnist Lucas hafa átt að fylgja honum en þar sem Riera “svindlaði” í sínu varnarhlutverki þá reyndi Lucas að fara í bakvörðinn. Carra var að fylgja framherjanum sem hljóp að Skertl. Hefði vissulega mátt lesa stöðuna betur og halda sínu svæði og þá átt möguleika að loka á Giovanni.

  Engu að síður þá blasir við að varnarleikur Liverpool er ekki nægjanlega traustur um þessar mundir og liðinu gengur illa að halda hreinu. Eitthvað sem hefur verið helsti styrkleiki liðsins á undanförnum árum. Einnig þarf liðið að efla sig í þeim föstu leikatriðum sem liðið fær á sig þar sem iðulega skapast stórhætta í hvert sinn sem liðið fær á sig horn eða aukaspyrnur á eigin vallarhelming. Liðið er alltof oft tapa 1. og 2. bolta sem gerir það að verkum að andstæðingarnir nánast alltaf fá skotfæri úr þessum atriðum.

 27. Málið er að auðvitað fáum við fleiri mörk á okkur núna en á síðustu leiktíð. Afhverju? Jú því við erum að sækja á öðrum/báðum bakvörðunum og í staðinn fyrir að verjast skyndisóknum 4-5 (með Mascherano) þá eru 2-4 í vörn (ofast báðir miðverðirnir og Mascherano stundum og kannski annar bakvörðurinn eða ennginn).
  Ég er mjög hlynntur þessari þróun gegn litlu liðunum í deildinni. En hinsvegar þurfum við að æfa vörnina fyrir Chelsea leikinn og gæti leikurinn við Fiorentina verið fín æfing fyrir næsta súper sunnudag.

  Með leikinn gegn Hull má ekki gleyma því að þetta var skyldusigur og þetta Hull lið er skelfilega lélegt og er ásamt Pompey að fara lóðrétt niður um deild. Hins vegar finns mér framtak bakvarðanna beggja í sókn og vörn fera frábært og hef ég oft haldið því fram að enska deildin sigrist á góðum bakvörðum sem öll sigurlið deildarinnar hafa búið yfir, Hins vegar á þessu tímabili erum við í fyrsta skipti með frambærilega bakverði í Johnson og Insúa/Aurelio (Degen er fínn gegn minni liðunum).
  Hins vegar eru miðverðirnir mikið áhyggjuefni. Þeir munu væntanlega þróa leikinn sinn betur (verða að gera það fyrir sunnudag ef ekki á að fara illa) og þegar Agger kemur þá mun hann naga vel í hælanna á þeim báðum til að halda þeim á tánum.
  Lucas er alveg að koma til og sést það mjög vel að Lucas og Mascherano eiga EKKI að vera saman á miðjunni. Það þarf einhverja aðra týpu með öðrum þeirra á miðsvæðið og meðan Aquilani er meiddur gæti Aurelio verið fínn og svissað á Lucas og Mascherano með þeim.
  Torres, hann er gull.

 28. Hugsið ykkur, þetta hefði farið 10-1 ef Keane hefði ekki verið seldur 😉

 29. Marri (#24). Ég held að hann hafi ekki gefið ungu mönnunum séns því hann þarf að búa til sjálfstraust hjá mönnum eins og Babel og Voronin. Framundan eru 2 leikir þar sem kjúklingur munu ekkert koma við sögu og þess vegna studdi ég alveg þessa ákvörðun Benitez að gefa B og V mínútur því þeir gætu skipt máli þegar uppi er staðið á móti Fiorentina og Chelsea. Þeir þurfa líka að fá mínútur og komast í gang og mér sýnist það vera alveg að virka :0)

 30. Hvernig nennið þið að rökræða hver átti sökina á þessu marki sem Hull skoraði því aðalatriðið er að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og við fáum við engin stig fyrir að halda hreinu svo ég er sáttur þó við fáum á okkur eitt og eitt mark, bara að við skorum fleiri og tryggjum okkur 3 stig í hverjum leik 🙂

 31. Davíð. Það er fullkomlega skiljanlegt af hverju fólk vill rökræða þessi mistök. Það er vegna þess að næstu leikir eru við andstæðinga eins og Chelsea, Fiorentina og svo er ekki langt í ManU. Við getum ekki haldið að við skorum að vild þar eins og á móti Hull, og ef lið eins og Hull nær marki á okkur hvað gera þá miklu sterkari lið eins og Chelsea eða ManU?

 32. Jæja …. off topic …..

  Minni á að Nemeth og ungverjar eru að fara að spila eftir hálftíma … Hægt er að horfa á leikinn á fifa.com

 33. ég ættla ekkert að eyða tíma í að tala um þennan leik,en samt torres var frábær ef maður á að taka einn úr…en maður getur ekki annað en að minnast aðeins á þennan varnaleik sem liverpool býður upp á,einn hann er skelfilegur og hann verður að fara að lagast maður bara veit ekki hvað hefur komið fyrir carra maðurinn er eingan veginn líkur sjálfum sér,ég vill setja hann á bekkinn í nokkra leiki og inná með agger finnst hann er að verða tilbúinn í slaginn eða þá grikkjan,leyfa carra aðeins að hvíla sig í nokkra leiki.

 34. hvernig getiði sagt að markið skrifast á Skrtel? Maður spyr sig nú bara afhverju Carragher ætlar sér alltaf uppí sama bolta og Skrtel.. tala þeir ekki sama tungumál? þetta er nú ekki flókin vísindi, fanst Carra gera mistök í markinu. en það er mín skoðun!

 35. Carra var klárlega einn af þeim sem gerði mistök, ég held að Skrtel hafi ekki gert nein mistök ( frekar en Reina sbr. það sem kom fram hér að ofan). En FYI þá tala þeir einmitt ekki sama tungumál.
  Þetta er helsti galli, ef galla skal kalla, á leik Carraghers hann er of of ákafur. Hugsanlega ein ástæða þess að hann og Hyypia virkuðu svona vel saman, sá gamli hafði róandi áhrif á hann. Carra er þrátt fyrir þetta okkar besti varnarmaður, hann gerir ekki mörg mistök á seasoni en þau koma yfirleitt í kippum, tvö sjálfsmörk á móti utd t.d. svo við treystum því að nú sé þeim lokið. Það er í það minnsta enginn annar sem ég vil hafa í öftustu víglínu á móti Chelsea um næstu helgi.

 36. Hyypia var leiðtogi í liverpool vörninni en carragher er einginn leiðtogi og það er nauðsynlegt fyrir liverpool að finna sér leiðtog í vörnina hjá sér carra er bara ekki að höndla þetta,mér finnst carra frábær liðsmaður en það vanntar að fylla skarð hyypia

 37. Carra átti markið tvímælalaust, Skrtel var á sínum manni og Carra var á leiðinni í að skalla samherja í þriðja sinn á hálfu ári. Auk þess sem að Carra átti manninn sem var laus í teignum. Einu sinni var hann að moka upp skít annarra varnarmanna og hann vill ennþá vera að gera það. En það er óþarfi að gera það þegar menn eru með boltann og í sínum stöðum.
  Auk þess þá eru menn algjörlega að horfa framhjá Yossi í þessum leik. hann átti 3 supporta og hrærði þvílíkt upp í vörninni hjá Hull þegar hann var með boltann. Ef þið skoðið statistics varðandi Yossi, leikir byrjaðir vs. supportar vs. mörk þá er hann sennilega besti maðurinn hjá Liverpool. Utan við T og G. að öðrum ólöstuðum. Nema auðvitað Lucas, sem er ennþá versti maðurinn á vellinum, sóknarlega séð.

Liðið gegn Hull

Fréttir dagsins