Tólfti maðurinn / Nýr búningur

Eigum við ekki að hrinda þessari Wigan-færslu af toppi síðunnar? Ég nenni varla að hafa skrif um United-leik sem efsta mál á dagskrá mikið lengur.

Hér að neðan er ágætis myndband af tólfta manninum, gallhörðum Púllara sem er eiginlega nauðalíkur Einari Erni, að kenna Xabi Alonso hvernig á að skora framhjá Pepe Reina úr aukaspyrnu. Xabi og Pepe eru í nýju varabúningum okkar sem verða notaðir á næsta tímabili.

Fyrir þá sem ekki hafa séð er hægt að sjá myndir af nýja varabúningnum hér. Ég á tvö eintök af svörtu varatreyjunni frá því í fyrra en ég held svei mér þá að ég verði samt að kaupa þessa treyju líka, hún er svo flott.

9 Comments

 1. heheh ég festi kaup á treyju fyrir mig og mína daginn fyrir netbyrtinguna

  yeeeeeeeeeeeeeeeeehaaa góða helgi allir sem einn

  Liverpool LENGI LIFI HÚRRA HÚRRA HÚRRA

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 2. Þeir eru ekkert nauðalíkir neitt, þetta er Einar Örn, að láta eins og SSteinn!

  en massa búningur alveg

 3. Haha, nett myndband! þessi búningur verður flottari í hvert skifti sem ég sé hann! Það er eitthvað við þennan dökkgráa lit.

Koma svo Wigan

Og þá er það Arsenal