Rafa skrifar undir!!!!!

STÓRFRÉTT

Rafael Benitez hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool FC!!!!

Samningurinn gildir til vorsins 2014 og í kvöld lýstu báðir eigendur liðsins yfir mikilli ánægju með að Rafa skrifaði undir.

Meira um þetta mál á morgun en það er ljóst að við þurfum ekki lengur að ræða stöðu framkvæmdastjóra á Anfield, hún virðist klár næstu fimm árin!

Ég veit ekki með ykkur öll, en í kvöld er ég að byggja höll á skýinu mínu, þetta finnast mér frábærar fréttir

Uppfært

Í stuttu máli sagði Rafa í kvöld:

Hjarta mitt er hjá Liverpool Football Club og ég er ánægður með að hafa skrifað undir þennan samning. Ég elska félagið, aðdáendurna og borgina og ég gat ekki með nokkru móti sagt nei við þvílíkt félag með þvílíka áhangendur.

Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera hjá þessu félagi og þegar ég lýk þessum samningi hef ég verið meira en tíu ár í Liverpool.

Í gegnum allt þetta ferli vill ég þakka eigendunum fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig við að gera samninginn mögulegan. Við hjá félaginu erum öll samtaka í því að ná góðum árangri og vinna stóra titla!

31 Comments

 1. Stórkostlegar fréttir.

  Þvílík vika sem við höfum lifað!

  YNWA

 2. Frábærar fréttir, alveg hreint!
  Rafa er minn maður og ég treysti honum fullkomlega fyrir mínu ástkæra liði.

 3. Snilld. Fyrir utan nokkur óþarfa jafntefli í deildinni í vetur hefur allt þetta tímabil verið eins og ein löng, stór helvítis auglýsing fyrir það hversu réttur maður Rafa er í starfið. Nú er búið að tryggja hann og þá getur hann væntanlega unnið Í FRIÐI eftir skýrt skilgreindum starfsvenjum innan klúbbsins við að styrkja hópinn sinn í sumar.

  Þessi maður á eftir að vinna deildina fyrir okkur. Við verðum ekki ennþá hérna árið 2012 að rökræða það hvort hann eigi að fá meiri tíma, hann verður kominn á toppinn þá.

  Snilld. Djöfulsins snilld!

 4. Æðislegar fréttir.
  Sammála með að Rafa er maðurinn sem mun koma með titlana : )
  Loksins gera kananir eitthvað af viti.

 5. Núna er bara að vona að kanarnir hypiji sig burt!

  Frábærar fréttir og núna geta leikmenn og þjálfarar einbeitt sér 100% að vellinum en ekki innanbúðar vandamálum.

  Spánverjarnir ættu allavega að vera kátir 🙂

 6. Algjörar snilldar fréttir, loksins loksins hættir vonandi þetta bölvaða bull um óvissu með framtíð Benitez, eins og að stöðu hans eigi að skoða í lok árs og þannig viðlíka bull !

  In Rafa We Trust

 7. Mér finnst þetta vera aðeins of langur samningur, hefði viljað sjá út þetta tímabil og það næsta, og sjá svo eftir það hvernig liðinu gengur. Bara mitt álit .

 8. Frábærar fréttir!

  Skil ekki alveg af hverju menn þurfa að dissa eigendurna í kommentum. Voru það ekki þeir, sem sannfærðu Rafa um að vera áfram?

  Eigendurnir eru ekki fullkomnir frekar en Rafa, en það má alveg sleppa því að rakka þá niður í færslum þar sem verið er að tala um frábæra hluti, sem þeir eru að gera. Einsog það að halda Rafa til 2014.

 9. Ég er sáttur, virkilega sáttur. Hann fær þá væntanlega að ráða öllu varðandi leikmannakaup í sumar, þ.e. nota þá upphæð sem hann fær til leikmannakaupa eins og honum sýnist.

 10. Algjörlega sammála Einari Erni, þeir fá alveg nóg lask yfir því sem þeir gera vitlaust, eiga hrós skilið fyrir það sem þeir gera rétt, og eitt af því er að framlengja samninginn við snillinginn Rafael Benitez !

 11. Snilld. Sannfærður um að þetta er málið. Nú er óvissan og ruglið vonandi að baki og menn geta farið að einbeita sér að því sem skiptir máli. 🙂

 12. Í fyrsta sinn í nokkurn tíma er hægt að horfa á framtíðina í nokkurri vissu.

  Það er ljóst að Rafael Benitez mun ekki breyta miklu í áherslum sínum, ég er viss um að nú mun Dirk Kuyt skrifa undir, ég vona að Agger fylgi honum að málum og hver veit nema að Hyypia verði nú player coach!

  Ég er sammála #10 og #12. Loksins hafa Kanarnir gert góðan hlut og þá skulum við ekki skamma þá.

  Svo ætla ég að vera ósammála #9, ég held að það hafi truflað liðið töluvert undanfarin misseri eilíf umræða um Benitez og hversu langan samning hann á að fá. Nú er þetta klárt. Eigendurnir treysta Rafael Benitez til að byggja allt liðið upp og það verður gaman að sjá hvaða áhrif þetta nýkomna öryggi leiðir af sér.

  Minnst hjá Rafa, meira hjá leikmönnunum og nú er það okkar stuðningsmannanna líka að arga félagið áfram!!!

 13. Ég var aldrei í VAFA um annað, ég er stoltur LIVERPOOL AÐDÁANDI, AÐDÁANDI LIÐSINS, RAFA OG STUÐNINGSMANNA UM ALLANNNNNNNN HEIM

  Koma svo – IN RAFA WE TRUST – AVANTI LIVERPOOL – http://WWW.KOP.IS

 14. …bara að bæta þessu við þótt þetta sé tekið af Íslenskri frétta síðu:

  “Eigendurnir, Tom Hicks og George Gillett, voru einnig ánægðir: „Það er dásamlegt að Benítez hafi skrifað undir.“- „Með Rafa við stjórnvölinn getum við vonast eftir meiri frábærum fótbolta og árangri á vellinum.“”

  IN RAFA WE TRUST – AVANTI LIVERPOOL – http://WWW.KOP.IS

 15. Svo sem ágætt að þessir hlutir séu komnir á hreint en ég held að menn þurfi aðeins að reyna að ná sér úr skýunum eftir þessa tvo mögnuðu leiki. Mér finnst við aðeins vera farnir að minna á Everton aðdáendur í augnablikinu, fyrir þá er nóg að ná góðum úrslitum gegn Liverpool og þá eru menn alveg himinlifandi eftir seasonið, burtséð frá því hvar liðið lendir í deildinni. Nú erum við búnir að ná mögnuðum úrslitum gegn þessum toppliðum (utd, chelsea, madrid ofl) og Benitez virðist vita upp á hár hvernig á að klára þessa leiki en á meðan er maðurinn algerlega ófær um að klára þessi “lakari” lið sem að detta niður á völlinn og leyfa okkur að vera með boltann. Topp stjórar verða að kunna að spila á móti liðum af öllum stærðum og gerðum, ekki vildum við vera með senter sem væri hrikalega góður að skora úr hjólhestaspyrnum en gæti síðan ekki klárað einföldustu færi. Sama hvaða vinnu menn vinna við að þá verða menn að vera tilbúnir í “skítverkin” og því miður virðast Benitez ekki vera tilbúinn í þau.

 16. Verið eldheitur Rafa maður þar til á tímabili í vetur. En nú er þetta komið á hreint. Rafa verður áfram. Rafa er snillingur og það eru frábærar fréttir að hans framtíð er trygg. Mikið verður það stórkostlegt þegar Liverpool fc verða Englandsmeistarar undir hans stjórn. 🙂 Það gerist! Mikið rosalega verður Rafa Benites elskaður þá!

  The Rafalution is still on.

  YNWA

 17. Sælir félagar.
  Þetta vekur hjá mér blendnar tilfinningar. Að vísu var síðasta vika mögnuð en tímabilið er meira en ein vika.
  Ég hefi alltaf sagt að Rafael Benitez yrði og ætti að metast eftir tímabilið. Það stendur hjá mér. Hitt er annað að nú er búið að eyða allri óvissu og Parry svo gott sem farinn og Rafael ætti því að verða óskoraður einvaldur á Anfield.
  Ókei, látum okkur sjá til vors og svo næsta tímabil þegar Rafael er búinn að styrkja liðið eins og hann telur þurfa. Því ég trúi ekki öðru en hann fái til þess fjármagn að kaupa það sem hann telur nauðsynlegt. Þar með ætti hann að skila þeim titli í hús á næsta tímabili sem okkur hefur svo sárvantað til að bjarga sálarheill okkar og lífi.
  En – þetta tímabil er ekki búið og við skulum aldrei segja aldrei. Ef til vill tekst okkur að fylgja frábærri viku eftir allt til enda. Ef til vill erum við að toppa núna síðustu 9 leikina meðan “aðrir” eru ef til vill að fara í lægð. Hver veit – hver veit?????
  Það er nú þannig

  YNWA

 18. Mér finnast þetta frábærar fréttir, alveg hreint magnaðar. Auðvitað er maður búinn að bíða eftir þessu í langan tíma, og núna er þetta á hreinu.

  Ég ætla þó að kasta lítilum kínverja hérna inn, en vona jafnframt að menn taki því ekki eins og þeir hafi fengið Rússneska klasasprengju í smettið, og snúi umræðunni upp í bull og vitleysu…..
  Afhverju má ekki ekki segja setningu á borð við : ” nú þarf bara að losna við kanana” ?
  Það liggur alveg ljóst fyrir að minni hálfu, klúbburinn er ekki í höndum réttra eigenda. Það er skref fram á við að gera samning við Rafa, og er það vel. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að ég tel klúbbinn, og hagsmunum hans, betur borgið í annarra manna höndum. Það, að gera langtíma samning við Rafa er ekkert til að hrósa eigendunum sérstaklega fyrir, svona þannig séð. Það var einfaldlega það eina rétta í stöðunni.
  Ef að rúllandi fullur skipstjóri myndi stranda skipi sínu á eina skerinu í firðinum, þá færum við nú tæplega að hrósa honum þegar hann byrjaði að ausa vatninu úr bátnum.. er það ?
  Jú Jú.. eigendunum hefur ekkert tekist að klúðra öllu sem þeir koma nálægt, en það þýðir ekkert að það eigi að hrósa þeim, í hvert skipti sem þeir sleppa því að klúðra einhverju. !!

  En til að halda mig við efni þráðarins, þá vil ég taka það skýrt fram; að ég er virkilega sáttur við að Rafa sé búinn að setja nafnið sitt á þennan pappír, og það er mín sannfæring, að hann sé í raun og veru tryggari klúbbnum og meiri Liverpoolmaður, en margir halda. Ég hef alltaf dáðst að því hvernig hann talar um klúbbinn og nú sannar hann það fyrir okkur, að hann meinti hvert einasta orð af því sem hann sagði.

  Insjallah… Carl Berg

 19. Frábært að Rafa verði áfram. Frábær stjóri og hann hefur gert góða hluti með liðið. Ég hef trú á því að hann skili 1 af stóru titlunum í hús á þessu tímabili.

  Svo verður gaman að sjá leikmannakaupin sem Liverpool gera í sumar án þess að hafa Parry til að skemma fyriri.

 20. Þetta er bara snilld og nákvæmlega það sem þessi klúbbur þurfti, að ganga frá samning við besta stjórann, þó ég taki alveg undir að hann mætti sýna meiri tilfinningar á bekknum.

  Margir hér hafa verið að gagnrýna frammistöðuna, og að félagið sé ekki á toppnum. Ég er sammála því að liðið þyrfti að klára leiki gegn veikari liðum betur en vil þó benda á að ólíku er saman að jafna þegar horft er á verðmiðann á leikmönnunum sem Rafa hefur keypt til Liverpool samanborið við Man Utd og Chelsea. Ég hef tölurnar ekki á hreinu en veit þær þó gróflega. Ef miðað er við leikmenn sem hafa verið dýrari en 15 mGBP hefur Liverpool keypt Torres, Babel og Mascherano, man ekki eftir fleirum. Utd hefur keypt Rooney, Berba, Tevez (þó sé á láni), Carrick, Nani, Ronaldo, Hargraeves, Ferdinand, Anderson, alla talsvert yfir 15 og marga nær 30. Síðan eru Vidic og Evra en ef ég man rétt voru þeir undir 10.
  Hjá Chelsea er það svipað. Drogba, Essien, Ballack, Carvalho, A. Cole, Ferreira, Cech, Deco, Bosingwa, Anelka, Malouda – kannski einhverjir rétt undir 15 mGBP.
  Þetta er ekki þráðrán – heldur er til að styrkja þá skoðun mína, sem ég kem hér á framfæri að Rafa er að gera frábæra hluti m.v. hvað hann hefur miklu minna til ráðstöfunar en hin tvö liðin og er því með miklu ódýrara lið – en betra !

  Niðurstaða; frábærar fréttir að Rafa skuli halda áfram.

 21. Kobbi H, hvað í ósköpunum teluru að gefi meiri sjens á titlinum en að tryggja Rafa á langtíma samning? Ekki telja mig með þegar þú segir “við” þegar þú talar um að líkjast einhverjum tilteknum Everton stuðningsmönnum, það að gleðjast yfir þessum samning hefur með svo miklu meira að gera en bara úrslit síðustu tveggja leikja. Það er ekkert nýtt á nálinni að Rafa þykji vænn kostur, allavega ekki hjá mörgum.
  Einnig er ég sammála Carl Berg m.t.t. eigenda, þetta eru sömu menn og vildu Klinsmann því hann hafði svo góð sambönd við Adidas eða eitthvað álíka gáfulegt. Þeir eru að öllum líkindum að semja við hann því ekki skemmir fyrir að hafa Rafa sem stjóra þegar það á að reyna að selja.

 22. Glæsilegt. Ég hef ávallt verið mikill stuðningsmaður Rafa.

  Ég gleymi aldrei leiknum þegar að Valencia kom á Anfield hérna um árið og snýtti sér á okkar mönnum, en þá var Gerard Houllier sem stjórnaði skútunni hjá okkur. Hver var þá að stýra Valencia, jú einhver lítt þekktur stjóri sem var búinn að stúdera andstæðinginn svo vel að við litum út eins og utandeildarlið, vorum yfirspilaðir og Valencia vann sanngjarnan sigur.

  Benitez er án efa einn af þeim bestu og ef hann fær 100% vald og fjármagnið er ég í engum vafa um að hann er sá rétti til að stýra okkur til sigurs í deildinni um ókominn ár. Vonandi verður það í vor, þó það sé ekki alltof líklegt. Alla vega, frábærar fréttir að hann verði hjá okkur næstu árin, vonandi áratugina;)

 23. Úff. hefðum betur valið Martin O’Neill, þetta verður súr biti að punga út þegar honum verður sparkað næsta vetur.

 24. Þessar fréttir gleðja mig virkilega, m.a. vegna þess að Rafa er búinn að hækka standardinn hjá klúbbnum þvílíkt á undanförnum árum og gera innviði hans öll sterkari. Man nefnilega hvernig mér leið þegar Roy Evans var stjóri og liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum. Þó ástandið hafi batnað með Houllier þá er Rafa bara á allt öðrum kaliber og hann er einfaldlega búinn að koma liðinu á mjög háan stall. Hef samt trú á því að hann muni fara með okkur mun hærra.

  Til hamingju með daginn, rauðir.

 25. Ohh, djöfull er þetta mikill léttir! Ég var næstum því orðinn hræddur, þegar Rafa vildi alrey tjá sig um hvort hann ætlaði að verða áfram hjá okkur. Snilld! Til hamingju félagar!

Hitt og þetta

Rafa