Real Madrid á morgun

Nú er loksins komið að því, Meistaradeild Evrópu að koma úr talsvert langri pásu og það er enginn smá leikur framundan hjá okkar mönnum. Þegar lið Liverpool og Real Madrid drógust saman í desember, þá var staða liðanna ekki alveg eins og hún er í dag. Liverpool í toppsætinu á Englandi og Real Madrid búnir að vera að ströggla á Spáni. Nú undanfarið hefur þessu verið algjörlega öfugt farið. Real Madrid hafa verið á þvílíku flugi og hafa minnkað forskot Barcelona niður í 7 stig (voru 12 stig fyrir rúmri viku síðan) sem sýnir svart á hvítu að hlutirnir geta breyst hratt og á tiltölulega stuttum tíma. Hlutskipti liðanna um liðna helgi var afar ólíkt, mótherjar okkar flengdu Real Betis 6-1 á meðan við gerðum aðeins jafntefli á okkar heimavelli.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um leikmannahóp andstæðinga okkar. Þeir eru með einn allra besta markvörð í heiminum í dag, besta hægri bakvörðinn (að mínu mati) og svo fjöldan allan af frábærum leikmönnum út um allan völl. Nöfn eins og Casillas, Salgado, Cannavaro, Metzelder, Pepe, Marcelo, Ramos, Heinze, L.Diarra, Gago, Drenthe, M.Diarra, Robben, De la Red, Guti, Van der Vaart, Sneijder, Higuain, Raul, van Nistelrooy, Saviola og Huntelaar svo einhverjir séu nefndir. Reyndar eru þeir ekki allir klárir, einhver meiðsli og Huntelaar má ekki spila, en engu að síður hrikalega sterkur hópur góðra leikmanna. Robben getur til að mynda á góðum degi klárað heilu og hálfu leikina og er ég eiginlega mest hræddur við hann, því góður er hann þrátt fyrir að vera fjandanum leiðinlegri.

Úr herbúðum okkar manna er það að frétta að Agger fór ekki með liðinu til Madrid, né Degen (allt í lagi að minnast einstaka sinnum á hann upp á djókið). Aðrir aðalliðsmenn fóru með í förina, en það er spurning hvort Steven Gerrard sé orðinn nægilega góður af meiðslum sínum til að byrja leikinn. Ég er nú á því að það sé ekkert voðalega erfitt að spá fyrir um liðið í þessum leik, þetta snýst fyrst og fremst um það hvort Steven Gerrard sé með frá upphafi eða ekki. Ég ætla því að setja inn tvö byrjunarlið, eitt með Steven og annað án hans. Svona held ég að liðið verði ef hann telst nægilega góður til að byrja:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Lucas, Benayoun, Babel og N’gog

Verði Steven ekki með frá byrjun þá reikna ég með þessu liði:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Benayoun – Kuyt – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Lucas, Gerrard, Babel og N’gog

Lykillinn hjá okkur verður sem áður á útivöllum í Evrópu að vera þéttir tilbaka og reyna að sækja hratt á þá í skyndisóknum. Varnarleikurinn er yfirleitt veikasti hlekkurinn hjá stórliðunum á Spáni og er Real Madrid þar engin undantekning. Það mun mikið mæða á Javier Mascherano í þessum leik og hann hreinlega VERÐUR að eiga einn af sínum betri dögum. Þetta er akkúrat leikurinn sem hann ætti að geta blómstrað í. Ég reikna með að bakverðirnir okkar komi til með að liggja mjög aftarlega, þar sem menn eins og Ramos eru mjög sókndjarfir.

Þetta eru akkúrat engin eldflaugavísindi, við þurfum að halda þeim í skefjum og ná að skora mark. Þó svo að 0-0 jafntefli í Madrid væru ekki slæm úrslit sem slík, þá er alltaf jafn hættulegt þegar mótherjinn þar bara jafntefli með marki/mörkum í seinni leiknum. Mikið væri ég til í að sjá menn koma núna loksins til leiks alveg trítilóða, virkilega grimmd og berjast um hvern einasta bolta sem ein heild. Við getum vel unnið lið Real Madrid, eigum ágætis séns, en til þess þarf að eiga tvo góða leiki. Við megum ekki við því að misstíga okkur og við hreinlega megum ekki við því að gera mistök sem kosta mörk. Mér er nokk sama þótt leikkerfið sem við notum í þessum leik verði á þá leið að leikurinn verði ekkert augnayndi þegar kemur að total football, ég vil fyrst og fremst góð og hagstæð úrslit fyrir seinni leikinn á Anfield. Bið ekki um mikið, vinsamlegast verðið við ósk minni.

Þá er komið að spánni minni, ég ætla að spá því að þessi leikur endi með 1-1 jafntefli. Mér skilst að Torres sé ekki með neitt sérlega gott record gegn Real Madrid, en hann mun skora okkar mark úr vel útfærðri skyndisókn. Þetta eru akkúrat viðureignirnar sem gefa manni svona fiðring í magann, frábært Evrópukvöld framundan þar sem maður mun eflaust naga neglurnar upp að enni. En þetta er einmitt það skemmtilega við boltann. Ég ætla að vera mættur snemma á Players og byrja að naga. Game on.

59 Comments

  1. Er ekki bara líklegra að Yossi verði í holunni fyrir Stevie ef hann verður ekki með?

    Ég spáði því annars fyrir dráttinn að við myndum fá Real og slá þá út. Stend við það.

    Held að lykillinn að því sé að loka á miðjuna, og Robben. Þeir eru með hægt lið, Robben er sá eini sem hefur mikinn hraða. Býst við að Rafa muni liggja aðeins til baka, loka á miðjuspilið, og beita svo hröðum skyndisóknum.

    En hvað veit maður annars…

  2. Ég trúi ekki öðru en að Yossi byrji þennann leik á kostnað Riera sem hefur voða lítið getað uppá síðkastið.

  3. Nr.1 “Þeir eru með hægt lið, Robben er sá eini sem hefur mikinn hraða.”

    Really? Higuain, Ramos!! jafnvel Snejder, Gago, Diarra og Pepe eru ekkert sérstaklega hægir.

    Annars áfram LFC, þetta mun velta á einum manni, Stevie G.

  4. Þetta verður mikil skemtun þessi leikur og mikið er maður fegin að þetta er að skella á. Talandi um að Real séu hægir (Brynjar) er bara alger vittleysa, þeir hafa verið þvílíkt hraðir í síðustu leikjum, þeir hafa Robben, Ramos, Higuain leikmenn sem taka stefnuna beint að marki andstæðingsins þegar þeir fá boltann. Þetta er sennilega það lið í keppninni sem hefur lang flesta leikmenn sem eru góðir spyrnumenn. En helsti veikleiki þeirra að mér finnst er að þeir eru latir til baka og þar getum við átt möguleika. Ég vona að Gerrard verði með (ef hann er klár) en að taka einhvern séns með hann er eitthvað sem á ekki að gera að mér finnst. Ég held að Liverpool fari í annan gír þegar það kemur að þessari keppni og að þetta verði sigur hjá okkar mönnum 0 – 2, þetta eru svona leikir sem Carra og Skrtel smella einna best saman, en vinstri bakvörðurinn hjá okkur er veikast hlekkur varnarinna og þar eiga þeir eftir að reina mest á okkur… en við eigum eftir að hafa þetta af og vonandi verður þetta leikurinn sem kemur liðinu aftur á sigurbraut, það yrði gríðalega öflugt fyrir sjálfstraustið að vinna þennan leik, sem ég held að við gerum… Áfram Liverpool…

  5. Valli, þú kannski sérð ef þú lest aftur comment 1 og 4 að ég er að meina að þeir séu ekki hægir 🙂

  6. Ég var að komast að því að ég get ekki horft á leikinn sökum vinnum, aaaaaaarrrrgggghhhhhh. Ég verð ekki einu sinni nálægt sjónvarpi, hvaða rugl er það. Jæja, maður hugsar jákvætt til strákanna og ykkar kæru vinir. Hinsvegar vil ég spá 1-1 í þessum leik þar sem við höfum verið duglegir við að fá á okkur mörk í síðustu leikjum. Ég yrði mjög ánægður með 0-1 sigur en ég held að þetta verði jafntefli.

  7. Maður myndi nú bara skrá sig veikan til að ná leiknum (nei varla) djöfuls svekkelsi að missa af þessum leik, þeir gerast nú varla stærri. En þú færð 0 – 2 sigur, hef ég trú á Torres með bæði….

  8. Ég tek þig á orðinu Valli :0) Þetta er slegið. Áfram Liverpool

  9. hvar á netinu get ég horft á manu og inter í kvöld. er poolari, langar bara að fylgjast með inter vinna manu……

    -YMWA-

  10. En er sammál hjalta (#1), giska á að við vinnum 1-2 á mrg og heima 3-0

  11. Ágætis grein, Ssteinn. Ég skil samt ekki, að þér finnist þeir hafa besta markmannin. Þeir hafa bara vörn fyrir $$$.. bara mitt álit. En allavega, eftir að hafa séð þó nokkur viðtöl við félaga minn Steven Gerrard, og lesið bókina hans, þá er hann svolítið þrár þegar það kemur að meiðslum. Það væri týpiskt að hann heimtaði að byrja inná, án þess að vera fullkomlega tilbúinn, og svo myndi hann meiðast almennilega í þessum leik. Og verða þar afleiðandi frá í lengri tíma. En ég vona bara að ég sé að bulla… Allavega, þá vona ég bara að hann verði tilbúinn, og ég typpa að við tökum fyrri leikinn létt, með 1-1 jafntefli (Torres fyrir okkur) og svo tökum við Real í rassgatið; 3-0 (Gerrard með 2 og Torres 1). Svo er það bara að fylla sig af saltkjöti, meðan maður getur!

  12. ég held að þeir skori fyrsta markið í kringum 30.min, svo skorar Torres á 70.min, Gerrard kemur inná á 60.min, og skorar á 89min 🙂

  13. Spáin mín: 2-1 fyrir liverpool Gerrard með svaka com-back og Torres með ágætis mark undir lokin. Raúl skorar um miðjan seinni hálfleik.

  14. ég er meira en sáttur við jafntefli, tala nú ekki um ef við setjum útimark og klára svo dæmið á Anfield.
    Áfram Livepool.

  15. Sigmar nr.14 þú ert að grínast er það ekki?

    Vörnin hefur verið vandamál hjá Real í nokkur undanfarin tímabil og hefur það oft á tíðum verið Casillas sem hefur bjargað þeim. Hann sýndi það algjörlega í síðasta El Clasícó að hann er sá besti, hann varnaði því að Barca slátruðu þeim þar. Held að hver sá sem veit e-ð um fótbolta telji hann þann besta í marki í dag.

    Áfram Inter 🙂

  16. Ekki til stress í manni fyrir svona leik en spennan er í hámarki.. Tökum þá nokkuð létt 0-1 eða 0-2…Torres brýtur ísinn og meistari Benayoun skorar…Held að Kuyt fari ekki að skora fyrr en í 8-liða úrslitunum

  17. “Varnarleikurinn er yfirleitt veikasti hlekkurinn hjá stórliðunum á Spáni og er Real Madrid þar engin undantekning.”

    Búnir að fá á sig tvö mörk síðan í El Clasico á móti Barca… sem var að mig minnir 15. desember.

    Real Madrid eru bara miklu betra knattspyrnulið en Liverpool í dag, og verða það líklega líka á morgun

  18. Nú verður kallinn bara að spila með sitt sterkasta lið og það væri þá í fyrsta skipti á nýju ári. En mér sýnist flestir vera aðeins of bjartsýnir því Real eru á þvílíku runni að ætla að fara að reikna með að þeir tapi á heimavelli er álíka trúlegt og að UTD fari að tapa á Old Traford þessa dagana.
    Ég er hræddur um að þetta geta endað alveg hroðalega,en vonandi hef ég rangt fyrir mér. En ef LFC tapar þessari viðureign er sísonið nánast búið fyrir okkar menn og það má bara ekki gerast. Það er nefnilega 90% líkur á að það verði jafntefli í seinni leiknum á Anfield.
    Common you REDS!!!!

  19. Valvar (#13), tek undir með Einari, takk fyrir linkinn. Gaman að sjá kallinn í Real-treyju sem leikmann. Fínn stemmari fyrir annað kvöld.

    SSteinn, góð upphitun en ég verð að lýsa frati á þá skoðun þína að Sergio Ramos sé besti hægri bakvörður í heiminum í dag. Það vita ALLIR að Alvaro Arbeloa er miklu betri! 😉

    Stefán J (#21) – eigum við ekki bara að sleppa því að spila leikinn á morgun? Fyrst þeir eru miklu betri og allt slíkt … ? Ég kemst aldrei yfir það hversu skrýtin mér þykir sú staðreynd að það eru engir jafn ótrúlega neikvæðir í garð Liverpool-liðsins og Liverpool-stuðningsmenn.

  20. Ég held að allir Púllarar viti að árangur Liverpool í ensku deildinni hefur ekkert að segja þegar það kemur að Meistaradeildinni. Vorið 2005 var Liverpool ekki að gera sérstaklega gott mót í deildinni; tapaði gegn Birmingham og Newcastle fyrir leikina gegn Leverkusen. Töpuðum fyrir Man City fyrir útileikinn gegn Juve. Töpuðum fyrir Crystal Palace fyrir heimaleikinn fræga gegn Chelsea.

    Ég veit að þetta er fyrir 4 árum en sýnir samt að Liverpool er óútreiknanlegt þegar kemur að þessari Meistaradeild og getur unnið öll bestu lið Evrópu á meðan það “nennir ekki” að einbeita sér gegn hinum svokölluðu minni liðum ensku deildarinnar.

  21. 1-0 Fyrir Real.
    Liðið á bullandi siglingu á meðan L’pool er búið að vera í tómu tjóni

  22. Vona nú bara að Riera sitji á bekknum allan leikinn.. búinn að vera skelfilegur
    ég vil Babel inní þetta lið. Koma honum af stað sem fyrst takk fyrir, ananrs bara sammála þér

  23. Koma Babel af stað sem fyrst? Febrúar að verða búinn, það er ekki seinna vænna…

  24. Flott upphitun og ég hlakka mikið til.

    Vil hins vegar benda á vonda tölfræði: Torres hefur aldrei skorað á Santiago Bernabéu. Brýtur hann ísinn á morgun?

  25. Hrikalega voru Man Utd sterkir í kvöld á útivelli gegn Inter MunSpecials; en þeir náðu ekki að skora. Ég held hins vegar að Liverpool setji 1 eða 2 á morgun gegn RM. RM er í bullandi stuði og heldur að þeir valti yfir haltrandi Liverpool. Verði þeim að góðu. Liverpool vinnur. Svo framarlega sem menn nenna að hreyfa sig í stuttbuxunum. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa launin. En vinna þeir fyrir þeim. Ég nenni ekki að pæla í því hvort hægri bakvörður eða sá vinstri er með flensu eða ekki. Í dag eða á morgun. Eða hvort miðvörðurinn sé hávaxinn eða hvað. Aðalatriðið er að vinna þennan fokking leik. Jafntefli yrði að sjálfsögðu fínt, en ekki nóg. Því lífið á Anfield er ekki gott. Þetta árið. Útisigur. Torres.
    Ástæðan: Liverpool var að fokkast þetta letilega með eitt stig gegn Man City í leik sem þeir áttu að rúlla á meðan RM var að setja 6 á móti einhverjum. Þeir setja ekki mörg mörk í næsta leik því hungrið er ekki eins (nema fíflið hann Robben fái sitt fram). Einföld sálfræði.
    PS. Þótti samt vænt um að fleiri en ég naga, SSteinn.

  26. glæsilegt rit hjá steina að venju. sammála byrjunarliðinu/unum, á samt ekki von á að SG hefji leika. ég held að liverpool setji 1 mark, en ég hef enga tilfinningu fyrir þessu Real Madrid liði. erfitt að spá í svona tight leiki.
    hlakka til.

  27. Þetta Inter Lið er svakalega ofmetið. Sáu þið fyrri hálfleikinn hjá þeim ? Adriano og Muntari alveg skelfilegir og Ibrah ekkert skárri nema þegar hann dró sig út á kantinn. Eru svo með einhvern 18 ára ungling í vinstri bakverði sem hefur enga reynslu, so sorrý. Man Utd átti að skora 2-3 mörk í fyrri hálfleik en svo komu Inter sterkari í þeim seinni og hefðu alveg getað klárað þetta líka.
    Svona til að koma einu á hreint þá held ég að EKKERT lið í dag getur vanmetið Liverpool í þessari Meistaradeild. Real Madrid munu aldrei hugsa að þeir séu að fara “valta yfir haltrandi Liverpool”. Juande Ramos er snjallari en það og leikmenn Real of reynslumiklir til að vanmeta svona stóran klúbb og það sérstaklega klúbb sem hefur farið í 2 úrslitaleiki á 2 árum.
    Forza Liverpool

  28. Svo að ég spyrji nú eins og fávís k….!! Er Agger ekkert inní myndinni hjá upphitunnar meistaranum?? Veit einhver hvað er að gerast með þann ágæta mann???
    Kv Stjáni forvitni!!

  29. Stjáni (#33) – Agger er meiddur, þess vegna er hann ekki í hópnum á morgun.

    Austanmaður (#32) – ég er sammála þessu með Inter hjá þér. Í fyrra voru þeir á hraðri leið að þriðja titli sínum í röð í Serie A á meðan okkar menn voru að berjast um fjórða sætið í EPL. Samt var eins og okkar menn væru klassa betri en Inter yfir tvo leiki. Leikurinn í gær var síðan svakalegur, ef Ronaldo, Giggs og Berbatov hefðu klárað færin sín eins og þeir eru vanir hefði United unnið þetta svona 3-0.

    Þetta er einfaldlega munurinn á gæðum í ensku Úrvalsdeildinni og Serie A í dag. Besta lið áratugarins á Ítalíu hefur lítið í fjögur efstu liðin á Englandi að segja. Það verður svo fróðlegt að sjá hvort Juve gengur eitthvað betur með Chelsea, en ég efast einhvern veginn um það.

  30. Stjáni:Agger er meiddur í baki… Ég hef eins og margir aðrir verið að spá um úrslit, og sér í lagi þegar að Liv, spilar á heimavelli, og hef þá spáð Liv sigri með 2-3 marka mun, en ef þeir eru að spila á útivelli við sterk lið þá hefur maður ekkert spáð. Ekki hefur mín spá gengið eftir nema í örfáum tilvikum. Núna í fyrsta sinn á ævini ætla ég að spá Liv, tapi með 1-2 marka mun. R M hefur allt með sér í þessum leik, heimavöllur og allt það ( Liv hefur einnig verið í þeirra sporum en ekkert gengið). Ég er ekki sáttur við sjálfan mig, en þess vegna vona ég að ekkert gangi hjá R M. TAKA ÞETTA SVO LIVERPOOL

  31. Verð að vera ósammála þér “Maðurinn að austan” með eitt.

    Muntari var vissulega sér á báti í gær því hann var hreint út sagt pínlega slakur. Aftur á móti var Adriano að sýna mér gamla takta. Hélt bolta listavel og tókst þar af leiðandi að færa Inter liðið framar. Honum voru vissulega mislagðar fætur upp við mark Man. Utd í 2-3 skipti en leikæfingin er lítil hjá honum og hann hefur átt afar erfitt uppdráttar í töluverðan tíma. Fannst hann virka svo þreyttur í lokin og þá skipti Mourinho honum út af.

    Sá á netmiðlum ytra að Adriano fær 7 í einkunn á meðan Ibrahimovic og Muntari fengu báðir 5. Þetta finnst mér lýsa frammistöðu þeirra í gær.

    Smá útúr dúr.

  32. Annars er ástæðan fyrir því að ég set Riera inn í liðið á kostnað Benayoun fyrst og fremst sú að Riera kann vel á spænska boltann og hefur átt ágætis leiki þar í landi gegn einmitt Real Madrid.

  33. Jæja félagar þá er stóri dagurinn runnin upp og allir alvöru Púlarar farnir að gera sig klára í leik. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið verður uppstilt, og þá sér í lagi hvort Gerrard verði í byrjunarliðinu, sem ég held að hann verði, ég held að það verði allt gert til að hann geti spilað. Arjen Robben er kokhraustur í fjölmiðlum og segir að RM muni vinna báða leikina, alveg greinilegt að maðurinn er ekki búinn að jafna sig síðan við slóum þá út 2005. Víst er að sjáfstraust í herbúðum RM er mikið um þessar mundir, en hvað hefur það ekki oft sínt sig að þegar kemur að þessari keppni að Liverpool fer í annan gír og spilar bara allt annan bolta en þeir gera í deildinni og vonandi verður svo líka í kvöld. Ég hef trú á okkar mönnum og er alveg fullviss um að við eigum eftir að vinna þennan leik með minst tveimur mörkum, það er mín trú að Torres eigi eftir að blómstra í kvöld (vegna þess að þetta er Real Madrid), sérstaklega ef Gerrard verður með og ég held að RM séu alveg meðvitaðir um hvað þeir geta gert, en ég held líka að þeir eigi ekki eftir að geta stöðvað þá í kvöld. Rafa hefur verið mikið gagnríndur fyrir gengi liðsins hema fyrir, en það hefur oftar en ekki sýnt sig hvað hann er klókur þegar kemur að þessari keppni, hann nær einhvern vegin að lesa vekleika andstðingan betur þegar kemur að þessari keppni og ég hef trú á að svo verði einnig í kvöld. Ég hef trú á að þeð verði sett mikil pressa á RM strax fá fyrstu mínótu og það á eftir að fara í pirrurnar á þeim, mér kæmi ekki á óvart ef þeir mistu mann af velli. Liverpool vinnur þennan leik 2 – 0 og TORRES verður með bæði mörkin…. Ég held að liðið sem byrji verði svona…

    Reina

    Arbeloa – Carrager – Skrtel / hyypia – Aurelio

    Macherano – Alonso

    Kuyt – Gerrard – Riera / Babel

    Torres

  34. Sælir félagar.
    Fín upphitun og svo sem engu við hana að bæta. Ég er henni sammála í nánast öllum atriðum. Sama spá og hjá SSteini 1 – 1.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  35. Þessi grein er af netinu, þar sem forseti Real Madrid er eitthvað að tjá sig um leikinn í kvöld, verslings maðurinn er á einhverri annari plánetu að ég held.
    Greinin:
    Vicente Boluda, forseti Real Madrid, hefur lýst því yfir að liðið muni vinna Liverpool örugglega 3-0 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

    Boluda er tímabundið forseti eftir að Ramon Calderon hætti hjá félaginu á dögunum.

    Hann er mjög kokhraustur fyrir viðureignina við Liverpool og telur að Real Madrid muni fara auðveldlega áfram.

    ,,Í Madrid munum við vinna 3-0 og á Anfield munum við einnig vinna 2-1 því að leikur þeirra mun opnast og við munum valta yfir þá,” sagði Boluda.

    Real Madrid fær Liverpool í heimsókn á Santiago Bernabeu í kvöld klukkan 19:45 og verður spennandi að sjá hvort að spá Boluda rætis

    Mikð verður gaman þegar þeir þurfa að éta þetta ofaní sig…

  36. Það skiptir nákvæmlega engu hver byrjar inná og hver byrjar útaf. Skiptir engu hvort að Aurilio, Dossena eða Insua sé í vinstri bakverði, krafan er sú sama að leikmenn standi sig og liðið nái góðum úrslitum.
    Tel að þessi leikur geti farið hvernig sem er, en hallast að því að það verði ekki mikið að mörkum. Verstu úrslit væri tap án þess að skora mark þ.e. 1-0 eða 2-0, hallast að þeim úrslitum. Algjört lykilatriði að skora eitt eða tvö mörk og sé Liverpool alveg takast það, þar sem þeir eiga oft auðveldara með að skapa sér færi gegn liðum sem reyna að sækja.

  37. Tími kominn til að slá þetta met:
    • Biggest away win
    0-5:KR Reykjavi?k v Liverpool FC
    17.08.1964, European Champion Clubs’ Cup preliminary round first leg

  38. Jú auðbitað er það krafa að menn standi sig og skili hagstæðum úrslitum en að það skipti ekki máli hverjir byrja inn á, bara að fótbolti væri svona auðveldur, hvað stjóri myndi t.d. draga um hver ætti að byrja inn á og segja svo bara þið verðið bara að standa ykkur… það er svo margt sem þarf að taka með í reikningin, það þarf að meta hvaða leikmaður sé bestur í stöðuna út frá því hver andstæðingurinn er, með tilliti til þess að geta stöðvað aðgerðir þeirra á því svæði sem um ræðri. Það þarf líka að meta hver þessara leikmanna gæti skilað okkur bestum árangri sóknarlega séð. Og það skiptir að ég held bara mikklu máli hver þessara leikmanna byrjar inn á. Sú uppstilling sem ég set fram hér að ofan er bara það sem mér dettur í hug þegar haft er í huga hvernig Rafa er vanur að stilla upp liði þegar hann spilar í þessari keppni, nema hvað það er bara óskhyggja hjá mér að Babel byrji inn á, hann spilar best þegar hann spilar í þessari keppni að mér finnst…

  39. Flottar yfirlýsingar hjá forráðamönnum RM. Þær setja bara aukna pressu á Spánverjana.

    0-1, Torres!

  40. Ég held að það hafi aldrei gerst að Liverpool hafi tapað 3-0 í Meistaradeildinni í einum leik. Ég þoli ekki svona Jose Mourinho, Arjen Robben yfirlýsingar. Gerir mann bara enn reiðari og æstari í að ná hagstæðum úrslitum í þessum leikjum. RM er svo sannarlega verðugur andstæðingur en Liv hafa sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þeir eru sko alls engir öngvissar. Þetta verður hörkuleikur og lítið um skoruð mörk.
    Forza Liverpool

  41. Fín upphitun og ég hef litlu við hana að bæta.

    Ég er ekki í neinu bölsýnisstuði hérna á norðurlandinu þrátt fyrir smá kóf og snjókomu. Ég mun mæta uppdressaður á minn heimavöll, Allann á Akureyri, og styðja mitt lið til sigurs í þessum leik.
    Ég er viss um að bjánalegar yfirlýsingar Real manna eigi eftir að koma í bakið á þeim, og ég hefði haldið að menn hefðu lært það af biturri reynslu að vanmeta ekki Liverpool í evrópukeppnum !
    Ég er fullur bjartsýni og ef leikmenn eru jafn spenntir og baráttuglaðir og ég er að verða, þá gerum við gott betur en jafntefli í þessum leik…við einfaldlega vinnum hann.
    Piltar.. brýnum hjörin og spennum á okkur megingjarðirnar því við ætlum okkur sigur í kvöld í heljarinnar evrópuleik !!

    Áfram Liverpool…

    Insjallah…Carl Berg

  42. Þrátt fyrir allar þessar “yfirlýsingar” frá andstæðingum okkar þá er rétt að geta þess að við VINNUM ÞENNAN LEIK, ekki auðveldlega en mjög svo EINFALDLEGA – VIÐ ERUM BESTA LIÐIÐ Í ÞESSARI KEPPNI ÞETTA ÁRIÐ OG MÖRG ÁR FRAMM OG AFTUR Í TÍMANN

    Ætla að henda mér á barinn í Stavanger hér í Noregi “Beverlys” og njóta þessarar viðureingar í botn með ÖLLUM LIVERPOOL STUÐNINGSMÖNNUM SEM FINNAST HÉR Í NOREGI

    AVANTI LVIERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  43. ó já minn kæri og flottur líka eða þannig sko LOL 🙂
    Allavegana þá eru menn og konur sem sækja þennann bar heim, svona ca 75% karlmenn og 25% kvennmenn og þetta er bara gaman, áður en leikur heftst þá er lagt undir 10 kr. norskar á mann og hann tippar á hvernig leikurinn fer, verðlaun eru í boði og ég veit ekki hvað og hvað. Góðar veitingar líkt og á Players

    Endilega ef þið komið til Stavanger þá er bara að kíkja við á Beverlys og njóta þess að vera Liverpool stuðuningsmaður

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  44. Treystum liðinu til að útiloka óvægna neikvæðni Lundúnapressunnar í dag og gera jafntefli, 1-1 frekar en 2-2.

  45. Er þetta ekki slúður sem snjépellinn Marca hefur farið af stað með í sameiningu við S*n?

    Spái leiknum með 0-0 jafntefli og viðureignin byrjar ekki fyrr en eftir 13 daga á Anfield.

  46. Komið þið sælir,

    Ég er staddur í Lettlandi og verð að sjá þennan leik. Hver er besta leiðin til að horfa á leikinn í tölvunni(mac)? Ég væri afar þakklátur ef einhver gæti aðstoðað mig.

  47. Liðið og bekkurinn spot on hjá Steina. Seinna liðið þeas. Gerrard á bekknum.

  48. Rafa Benitez’s team in full is: Reina, Aurelio, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Riera, Benayoun, Alonso, Mascherano, Torres, Kuyt. Subs: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Gerrard, Lucas, Babel, Ngog.

Liverpool – Man. City 1 – 1

Liðið komið: Gerrard á bekknum!