Bolton á morgun

Góðan dag góðir hálsar og gleðileg jól.
Þá er ég kominn aftur á ról eftir smá hlé frá skrifum á liverpool bloggið og ætla ég mér að hita upp fyrir leik Liverpool og Bolton á Anfield, sem fer fram á öðrum degi jóla.
Það er ekki langt síðan þessi lið leiddu saman hesta sína í deildinni en það gerðist 15. nóvember og skemmst frá því að segja að Liverpool vann þann leik 0-2 með mörkum Kuyt og Gerrard. Síðan þá hefur liðið unnið 1 leik og gert 4 jafntefli. Þessu þarf að breyta og það strax, ef ekki á illa að fara í toppbaráttunni, þessir jafnteflisleikir þurfa að breytast í sigurleiki. Það munar oft mjög litlu á jafntefli og sigri en mér finnst hafa munað óþarflega miklu í leikjum Liverpool upp á síðkastið. Þrátt fyrir þetta er ég fullur bjartsýnis fyrir leikinn gegn Bolton.

Tveir af mikilvægari mönnum liðsins eru komnir aftur út á æfingasvæðið til Sammy Lee og félaga, en það eru þeir Torres og Skrtel og svo má ekki gleyma því að Rafa fer að kíkja hvað og hverju á Melwood og nærvera hans er eitthvað sem allir þar á bæ þurfa á að halda. Ég á nú ekki von á að Torres byrji leikinn en það gæti farið svo að kappinn verði á bekknum og kíki vonandi í lokin inná. Hvað Skrtel varðar þá efast ég um að hann sé að fara að spila stóra rullu í þessum tveimur leikjum 26. og 28. desember. En það yrði fullkomið að nota hann á móti Preston þann 3. janúar í bikarnum og gefa honum eins mikinn tíma og hann ræður við í þeim leik. Að mínu mati var Skrtel okkar besti varnarmaður fram að meiðslunum, hann brilleraði í hverjum einasta leik og var mjög traustur og ég hlakka mikið til að fá hann aftur inn í vörnina.

Ég vona að liðið æsist aðeins upp við endurkomu þessara þriggja jólasveina og að við fáum hungrið aftur í liðið sem gæti knúið góðan og öruggan sigur gegn Bolton.

En að liðsvalinu. Ég á von á nokkuð hefðbundnu liði en hafa skal í huga að það er leikur við Newcastle þann 28. desember, einungis tveimur dögum eftir Bolton leikinn og sá leikur er á útivelli á norðurlandinu. Ég ætla að tippa á eftirfarandi lið, samt eiginlega meiri von heldur en tipp, því ég er nokkuð viss um að Benayoun byrji, er bara meinilla við að setja hann á græna völlinn okkar.

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Insúa

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Ég vona innilega að Insúa verði í byrjunarliðinu því hann er okkar langbesti vinstri bakvörður að mínu mati og var okkar besti leikmaður gegn Arsenal á dögunum.
Hvað miðjuna varðar þá hefur Mascherano verið veikur að undanförnu en þrátt fyrir það að hann sé orðinn klár þá á ég von á því að Rafa vilji frekar nota hann í útileiknum á móti Newcastle og haldi áfram að nota Lucas með Alonso á miðjunni. Mér finnst Lucas vera að koma mjög sterkur inn síðusta mánuðinn og finnst sjálfsagt að halda áfram að nota hann miðað við formið á stráknum.
Persónulega myndi ég vilja sjá Babel frammi en ég held að Keane verði í þeirri stöðu þar sem að hann skoraði gott mark í síðasta leik og Babel átti enga frábæra innkomu í sama leik. Ég vona bara að Babel fái tækifæri í byrjunarliðinu fljótlega svo að sjálfstraustið hverfi ekki hjá stráknum, hann þarf að byggja á einhverju, mjög erfitt að bæta sig á korteri í viku. Finnst hann betri en Keane og þessi leikmaður gæti orðið stórkostlegur ef hann fengi meiri spiltíma. Ég hef varið þá ákvörðun Rafa að hafa Babel á bekknum en ég get ekki varið þá ákvörðun lengur eftir að hafa séð Benayoun og Keane spila upp á síðkastið.

Svo heyrði ég ágæta sögu á dögunum sem mér langar að deila með ykkur. Sagan er frá félaga mínum frá Siglufirði og er hún um Grétar Rafn. Það var þegar Grétar lék með AZ í Hollandi þá lét hann hafa eftir sér að erfiðasti andstæðingur hans á hans ferli væri Ryan Babel sem lék þá á sama tíma með Ajax og þótti Grétari hann full fljótur miðað við venjulega menn og átti víst ekki mikinn séns í Hollendinginn unga þá. Væri gaman að sjá þá félaga kljást á morgun, þó það væri nú ekki nema í korter.

Spá: víðáttumikil 982 millibara lægð vestan við land og fikrar sig austur yfir landið með kvöldinu. Áfram Liverpool!!! ekki? Ok, mjög lélegt jólagrín…
Ég tel að um heimasigur verði á teningnum í umræddum leik sem endar 2-0 með mörkum frá Kuyt og Gerrard.

YNWA.

32 Comments

 1. Nokkud sammala ther med spa a byrjunarlidi, vona upp til skyjana ad Insua fai ad byrja afram. Sidan aelta eg reyndar ad tippa a ad Babel byrji inna i stadinn fyrir Riera, thad vaeri skemmtileg uppstilling. Sidan er thad natturulega ekkert nema sigur og KOMA SVO LIVERPOOL, synid ad thid erud thess verdir ad vera i toppsaetinu a adfangadag.
  YNWA

 2. Takk fyrir þetta.
  Ég vill bara fara í 4-4-2 á heimavelli á móti liði eins og Bolton.

  —————–Reina————-
  Arbeloa—Carra—–Agger—Insúa
  ——–Gerrard—-Alonso——-
  Kuyt————————-Riera
  ———-Robbie—Babel———

  En ég held að þetta verði bara áfram 4-2-3-1
  með Gerrard fyrir aftan Robbie og þá vildi ég fá Lucas inn.

 3. Finnst þér virkilega að Lucas hafi verið að standa sig vel?! Ég skil ekki hvað fólk sér við þennan dreng. Hann hefur gjörsamlega ekkert gert á þessu tímabili og mér finnst hann meðal lélegustu manna liðsins. Skömm að maður eins og hann megi láta sjá sig í Liverpool búning. Er standardinn orðinn það lár að menn eins og hann eru í byrjunarliðinu? Ég bara spyr….

 4. og eitt enn, til hamingju með daginn Gary McAllister 🙂

  og svo komment nr 3. ef þú horfðir t.d. á leikinn gegn PSV í meistaradeildinni og svo síðasta leik gegn Arsenal þá hefðiru séð hversu vel Lucas er að spila.. það er mín skoðun, ef þú hefur horft á síðustu leiki liðsins en telur samt Lucas vera slakan þá er það bara þín skoðun og ég verð að vera ósammála henni.

 5. Í leiknum á móti Bolton í nóvember…. var Babel í byrjunarliðinu og aumingja Grétar leit oft svakalega illa þegar hann var að passa Babel…. svo vonandi að Babel verði inná og sýni ekki síðri takta en hann gerði í Nóvember….

 6. Já, aðalumræðan virðist vera um það hvaða leikmenn í liðinu séu lélegir og ekki búningsins verðir?
  Að sjálfsögðu verður Robbie Keane í framherjastöðunni eftir frábæra frammistöðu á Emirates. Riera, Kuyt og Gerrard léku afar vel á Reebok Stadium og ég er handviss um að þeir halda sínum stöðum.
  Lucas hefur í vetur leikið mun betur en Mascherano að mínu mati, þó að báðir séu nú ekki endilega að brillera neitt. Ef valið stendur milli þeirra á heimavelli gegn Bolton er ekki spurning í mínum huga að Lucas stendur framar. Svo reyndar held ég að þegar Torres verður heill sjáum við Xabi og SG saman á miðjunni með Keane aftan við El Nino.
  Varðandi hina óstöðvandi umræðu um Ryan Babel held ég að hjá honum eigi að gilda sama regla og hjá öllum öðrum. Ef þú ert að spila vel og nýtist liðinu í baráttunni áttu að byrja. Hann þarf að sýna sína óumdeildu hæfileika þegar hann fær tækifærið og þá á hann í kjölfarið að fá að byrja. Sjálfstraust þeirra sem standa utan við liðið þarf að verða byggt upp af þeim sjálfum og svo skína þegar þeir leika. Miðað við frammistöðu Babel síðustu mánuði finnst mér ekki mikil pressa að velja hann í byrjunarlið. Liðið gengur framan öllum einstaklingum, sigurinn skiptir öllu máli í þeirri stöðu sem við erum í.
  Það er allavega mín skoðun, ef að Riera, Gerrard og Kuyt falla betur að því leikkerfi sem verið er að leika á uppröðunin að vera sú. Umræða um að verið sé að brjóta Babel niður finnst mér út í hött, staðreyndin er sú að þeir óumdeildu hæfileikar sem hann hefur að geyma hafa ekki sést mikið í vetur og hann á ekki að fá öðruvísi meðferð en aðrir.
  Svo er það bara tveir sigrar á næstu þremur dögum rauðliðar!

 7. Svo sá ég einhvers staðar frétt, en finn hana ekki aftur, um það að Arbeloa hafi meiðst lítillega á æfingu og verði ekki með fyrr en á móti Preston í FA bikarnum…. Kannski var það bara slúður???

 8. Grétar Rafn var líka tekinn útaf í fyrri hálfleik í síðustu viðureign þessara liða, þá byrjaði Babel á vinstri kanti og gjörsamlega át hann.

 9. Denni. Það sem gerir Lucas að frábærum knattspyrnumanni er sjaldgæfur hæfileiki hans til þess að hafa þetta einfalt og spila boltanum á næsta mann. Svo einfalt er það. Ef allir leikmenn Liverpool hefðu þennan hæfileika væri liðið búið að vera ósigrandi seinustu 723 leiki. Öll lið reyndar ef út í það er farið.

 10. Gleðilegann jón eins og vinur minn sagði forðum, ég vil byrja á því að þakka þeim sem í liðinu eru fyrir stórskemmtilegannfyrrihálfleik í enska boltanum, megi jólin og samhugur okkar allra veita okkur þann stirrrrrrrk sem við þurfum til að vinna að stórkostlegum sigri okkar ástkæra liðs LIVERPOOL á á á ….
  nei nei nei ekki svona, held bara að við vinnum þetta og ekkert múður með það, veðurspáin þín er það sem mér líkar kæri Siguróli 🙂

  Gleðilega hátíð frá mér til ykkar allar sem haldið með LIVERPOOL
  Megi nýtt ár veita okkur þá unum að… SKÁL SKÁL SKLÁ

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 11. Haha Kristinn, að þú skulir ekki vera að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni er mér með öllu óskiljanlegt. En kannski er það bara ég …

 12. Robbie Keane vann sér það inn í síðasta leik að byrja á móti Bolton. Hvað hann gerir svo í leiknum á eftir að koma í ljós. Ég held í trúnna á Keane, finnst hann flottur leikmaður og hann á eftir að skila sínu. Frábærar fréttir með Skretel og Torres, þurfum á þeim að halda til að styrkja og breikka hópinn og halda uppi heilbrigðri samkeppni. Babel þarf að fara hysja upp um sig nærbrækurnar því hann hefur alls ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til Liverpool. Reyndar hefur hann bara ekki staðið sig nema í örfáum leikjum því miður. Svo er ég ekki sammála nokkrum hérna með Lucas. Hann er ekki nógu sóknarsinnaður og oft þegar menn senda á hann til að losa pressuna, gefur hann boltann aftur til baka á sama manninn og þar af leiðandi aftur í sama hauginn. Prófaðu að taka eftir þessu á morgun. Man Utd og Chelsea eru bæði að fara vinna sína leiki á morgun en ég held að Aston Villa og Arsenal geri jafntefli. Þetta er skyldusigur hjá okkar mönnum á morgun. Bjórinn er kominn í kæli, liverpool treyjan hefur verið straujuð og ég bíð spenntur :0)

 13. 9. Satt. Eins sorglegt og það nú er.

  Annars bara must-win á morgun, ná upp “momentum” og taka svo Newcastle 28 des líka og sýna Owen í tvo heimana 🙂

 14. Þetta blockquote sem koma hjá mér á að beinast að innleggi númer 9 🙂

 15. hvar getur maður séð leikinn á morgun ???
  einhverjir staðir opnir sem þið vitið um ???

 16. Það er alltaf opið á ALLanum á Akureyri, og þangað ætla ég.

  Annars óska ég öllum Liverpoofélögum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar.

  YNWA….Carl Berg

 17. Ætli maður skelli sé ekki á Allann fyrst maður er á norðurlandinu um jólin…

 18. Þetta er bara MUST WIN leikur. verst að hann er á heimavelli. ég er bara alls ekkert bjartsýn á að vinna. en ef þeir vinna ekki núna á heimavellinum þá eru það skýr skilaboð til hinna toppliðanna hvað við sættum okkur við eftir veturinn. annarrs er þessi árangur gott efni í ripley´s belive it or not eftir öll þessi jafntefli í ár:D

 19. Ég held það sé komin meiri gredda í Benítez en undanfarin ár….þrátt fyrir þessi jafntefli undanfarið. Ég hef ekki séð bakverði Liverpool koma svona hátt upp í mörg ár en það hefur ekki verið að skila sér vegna þess að sóknarþungi þeirra sem eiga að skora hefur verið í algjöru lágmarki. Þó ég sé búinn að lofa mér því að slaka á gagnrýni minni á Írann knáa sem gat einu sinni eitthvað þá er erfitt að líta fram hjá því að okkur hefur vantað skorara til að klára leiki. Því miður er hann ekki í liðinu þessa stundina og Keane og Babel eru þar meðtaldir.

  Ég er sammála Magga #6 að umræðan um að Babel sé haldið niðri eða eitthvað álíka er alveg fáránleg. Af hverju ætti Benítez að velja leikmann ef hann bætir ekkert liðið þegar hann spilar!!?? Menn skapa sér sína eigin gæfu og það á líka við í fótbolta.

  Ég ætla samt að vera bjartsýnn og tippa á að Keane skori tvö á morgun og Lucas eitt. 3-0 🙂

 20. Það þarf alla vega að skora snemma til að sigur eigi að vinnast .það er eins og að í síðustu heimaleikjum hafi stressið verið orðið of mikið á liðinu í seinni hálfleik þegar ekkert gekk að koma tuðrunni í netið. Svo að mark frá LFC snemma er algert must ef ekki á illa að fara . Ég vil líka minna á að Bolton hafa verið á góðu runni síðan liðin mættust síðast en okkar menn hafa gert 4 jafntefli og unnið bara einn leik. En vonandi ætti statistikin í síðustu heimaleikjum á móti Bolton að hjálpa,ég held að leikmenn Bolton trúi því ekki sjálfir að þeir geti unnið á Anfield.

 21. gleðileg jól félagar,
  Það er óneitanlega ánægjulegt til þess að vita að nú eru margir leikir framundan, mikið af köldum bjór og ljúfri sjónvarpssetu. Það breytir hins vegar ekki því að þessir tveir leikir, núna og á sunnudaginn eru verulega decisive fyrir tímabilið. Núna er staðan sú, að eftir þessa jafnteflishrinu þá eru Man Utd. búnir að tapa jafnmörgum stigum og Chelsea. Þeir hafa grætt mest á gengi topp tveggja.
  Leikurinn verður mjög erfiður. Bolton hefur ekkert að óttast, enginn Torres og bitlaus og hugmyndasnauður sóknarleikur væntanlegur. Það er líka viðbúið að Kuyt verði ekki með frábæra fyrstu snertingu, að Babel fái ekki nógu margar mínútur, að Keane nái ekki að nýta færin sín og að Hyypia byrji frekar en Agger. Miðað við heimaleiki tímabilsins gegn liðum sem Bolton þá fer þetta 0-0. En ég hef nú samt trú á því að menn klári leikinn, 1-0 dugar mér alveg.

 22. Ég væri til í 442 Keane og Babel frammi, Lucs á bekkinn, og ef ekkert gengur hjá K eða B þá kemur Torres inn eftir ca 60-70 mín. Held að Liv, taki þettað frekar stórt, tja 3-0,,,, 4-0, fáum ekkert mark á okkur,, eru orðn nú þegar of mörg. Koma svo Liverpool…..

 23. Ég ætla að vera graður og spá 4-0 sigri Liverpool. Gerrard situr tvö stykki, Keane eitt og Torres kemur síðan af bekknum og setur eitt.
  Gleðileg Liverpool Jól.

  1. Það er talað um að Torres verði jú allavega á bekknum í dag..
 24. The Liverpool XI in full is: Reina, Carragher, Insua, Hyypia, Agger, Riera, Benayoun, Alonso, Gerrard, Kuyt, Keane. Subs: Cavalieri, Ngog, El Zhar, Mascherano, Babel, Lucas, Darby.

 25. Liðið komið.
  Arbeloa meiddur og Carra í h.b., Hyypia og Agger með Insua í vinstri. Xabi og SG inni í miðju, Riera, Benayoun og Kuyt fyrir aftan Keane. Stephen Darby á bekknum….

 26. Hvað engin Torres? djö, ands og M U skorar á síðustu mín, andssssss

Jólaóskin mín

Liðið gegn Bolton