Liverpool 0 – Fulham 0

Jahérna, hérna, hérna…..

Ég virðist ætla að fá hvern leikinn skemmtilegri en annan til að skrifa um hér í vetur. Ætla að vona að menn fyrirgefi mér það að ég ætla lítið að tala um leikinn sjálfan, sem ég reyndar tel þann slakasta í vetur hjá LFC, Tottenham á útivelli meðtalið!

Byrjunarliðið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Lucas – Mascherano
Kuyt – Keane – Riera

Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Babel, Alonso, Benayoun, El Zhar og Dossena.

Ég ætla að leyfa mér að tala mjög stutt um þennan leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn hreinlega öllu liðinu til skammar, Reina og Torres einir undanskildir. Ég hef varið Robbie Keane hér á þessari síðu en á erfitt í dag. Færið sem hann fékk í fyrri hálfleik algerlega óvart átti að vera það sem réði hér úrslitum.

Tala um Rafa og hans þátt síðar, en mér að óvörum var engin breyting á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði ágætlega en fjaraði smám saman út. Torres átti gott skot eftir einstaklingsframtak og Kuyt fékk óvænt færi á 70.mínútu sem Schwarzer varði vel en staðreyndin varð 0-0 jafntefli gegn einu af fallbaráttuliðunum á heimavelli. Ekki í fyrsta sinn í vetur, og reyndar þekkt staðreynd frá fyrri árum.

Ég vel Torres mann leiksins, hann vinnur Arbeloa naumlega.

Að uppstillingu liðsins. Ágætur penni sem oft skrifar hér, SigKarl, talaði um hrokafullt val Rafa í einstökum leikjum. Ég hef talað um það hér að mér finnst uppsetning heimaleikjanna gegn slakari liðunum hundvitlaus í vetur. Ég ætla að leyfa mér að telja þetta tvennt hér sameinast í þeirri ákvörðun þjálfarans að hafa besta mann liðsins í vetur, Xabi Alonso, á bekknum í leik þar sem að Gerrard var ekki með. Ákvörðunin er óverjandi með öllu, enda að mínu mati löngu vitað að Lucas og Mascherano vonlausir saman ef við ætlum að sækja.

Fyrri hálfleikurinn var sannkallaður dauði, tölfræðin sagði allt, LFC 43% með boltann, Fulham MEÐ 57%!!! Hægur sóknarleikur og EKKERT í gangi.

Mér fannst Mascherano reyndar slakari af tveimur slökum og það eina rétta taktíska í kvöld var að taka hann útaf fyrir Alonso á 65.mínútu. Alltof, alltof, alltof seint!

Aðrar skiptingar tókust ekki. Ég hrósaði Benitez fyrir Wiganleikinn þegar hann áttaði sig á því að jafntefli gengi ekki. Svei mér þá, ég held að þann daginn hafi eitthvað gott gerst hjá karli um morguninn því ákvörðun hans að halda fjórum varnarmönnum til enda þessa leiks var skrýtin í besta falli. Ég var hundfúll með innkomu Babel og El Zhar, en ég er ennþá reiðari yfir því að 4231 skipulaginu var haldið út leikinn og síðasta skipting kom á mínútu nr.82!!!

Ég varði sóknarleik liðsins um síðustu helgi, en geri það ekki í dag. Hnoð upp miðjuna allsráðandi og allir að bíða eftir því að Torres skoraði upp á eigin spýtur sem því miður gerðist ekki eins og í þessum leik á síðasta ári. Lítil sem engin ógnun af köntunum og miðjan ekki að skapa neitt.

Ég veit að hér verður rætt um Kuyt, Keane, Lucas, Riera, Aurelio og Agger. Ég ætla ekki að velta því upp heldur bara vera hundsvekktur yfir því að fá eitt stig á heimavelli gegn hundslöku fótboltaliði. Þess má geta að Fulham var að ná stig á útivelli nr. 2 í vetur!!!

Mér finnst liðið okkar í vetur spila mun betur á útivelli en heimavelli og það er óásættanlegt. Ekki minnkar nú svekkelsið þegar maður sér Chelsea klúðra sínum leik líka!

Næst er það Marseille í CL á miðvikudaginn og síðan West Ham heima mánudaginn 1.desember. Eftir þessa frammistöðu vill ég alvöru sigur í báðum þessum leikjum!

92 Comments

 1. Kenni Rafa um þetta jafntefli.. þú tekur ekki Masch útaf þegar þú getur tekið ömurlegan Lucas útaf! Lucas átti ekki einu sinni að byrja þennan leik.. skeelfilegt, Torres eini ljósi parturinn í þessum leik.. glatað

 2. Guuuuuuuuuuuuuuuuð minn almáttugur!
  Hvenær átta menn sig á því að Mascherano getur ekki neitt? Þarna spilaði Lucas Leiva sig út af Melwood vona ég.

  Hvar eru mennirnir núna sem gagnrýndu Benna Jón sem sagði að sóknarleikur okkar væri tilviljanakenndur?! Við fengum eitt og hálft færi í dag og því miður var Robbie Keane þar.

  Þetta er hræðilegt, við gætum verið efstir.

 3. ótrúlega lélegt að tapa 2 stigum heima gegn Fulham ! Lucas átti aldrei að klára þennan leik, loksins þegar Chelsea misstíga sig þá klúðrum við líka !

 4. Því miður er niðurstaðan massíft klúður í baráttunni við að ná topp sætinu hreinu, en þar sem Chelsea klúðruðu líka sínum heimaleik þá er staðan óbreitt á toppnum eftir umferð helgarinnar 🙁
  Fúllt fúllt og hundleiðinlegt!

 5. Jæja … ekki nógu gott. En í stað þess að kvarta ætla ég að kætast yfir því að Chelsea náði einnig bara jafntefli, þannig að þessi frammistaða varð a.m.k ekki til þess að staðan á toppnum breyttist til hins verra.

  Skál fyrir því!

 6. Sælir félagar
  Þetta þarf ekki leikskýrslu við. Til skammar bæði RB og liðinu. Legg til að Keane og Babel verði lánaðir í neðri deildirnar. Einnig er ástæða til að biðja um frestun leikja þega Gerrad getur ekki spilað.
  Skiptingar RB seinar og motivering liðsins ómöguleg eins og sást í fyrri hálfleik. Koma inn í leikinn eins og það sé formsatriði að klárann er fyrir neðan allar hellur og sýnir hroka og virðingarleysi fyrir verkefninu.
  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Þettta var slæmt, slæmt slæmt slæmt.

  Lucas átti afleitann dag, ótrúleg skipting að taka macherano útaf og setja Alonso í hans hlutverk og halda Lucas áfram sem sókanrspilandi miðjumanni þegar hann gat ekki neitt. Þetta var gjörsamlega kolrangt miðað við gang leiksins og RB fær skömm í hattinn fyrir þetta innlegg sitt, það var meira segja augljóst úr sófanum á barnum hvað þurfti að gera fyrir spil liverpool en hann ákveður að gera þessa skiptingu. Ótrúlegt.

  Keano og Torres… þeir virðast bara ekki vera ná saman, mér finnst sóknarleikur okkar alltaf sterkari þegar Torres er einn á toppnum og Gerrard fyrir aftann hann (ekki möguleiki í dag þar sem gerrard var meiddur) en mér finnst Keane fyrir aftan Torres vera uppstillingin sem virðist því miður ekki vera að ganga.

  Riera útaf, hann (ásamt Torres) fannst mér vera einu ljósu punktarnir í spili liverpool, að taka hann síðan útaf fyrir Babel sem lítið sem ekkert gerði fannst mér sömuleiðis ótrúlegt. Af hverju ekki að taka Keane útaf og hafa Babel frammi með Torres og Riera áfram á kanntinum?

  Ég er bara hundfúll, liðið ekki að spila vel (hugsanlega Torres og Riera undanskildum) og réttar skiptingar, sem hefðu getað skipt sköpum í svona leik voru ekki gerðar.

 8. Ljósi punkturinn er að Chelsea kláraði ekki Newcastle og því óbreytt staða á toppnum. Alonso hefði átt að byrja leikinn, annars koma strax í byrjun seinni hálfleiks. Lucas var alls ekki að standa sig.
  Greinilegt er að liðið þolir fjarveru eins af þessara þriggja, þ.e. Alonso, Gerrards og Torres, en ekki þegar tveir eru fjarverandi.
  Er sannfærður um að leikurinn hefði unnist ef Alonso hefði byrjað.
  Maður leiksins Xabi Alonso.

 9. Djöfull er ég pirraður!!!! Þetta var fokking ömurlegt!! Erum búnir að gera jafntefli við Stoke og Fulham á heimavelli, STOKE OG FULHAM! Gætum verið komnir í þægilega stöðu á toppnum en erum algjörlega búnir að klúðra því eintómum fávitaskap! Þetta á pottþétt eftir að telja í vor, ég skal lofa ykkur því! Það er nákvæmlega ekkert drápseðli í þessu liði. Spiluðu eins og djöfulsins aumingjar í fyrri hálfleik og Murphy og Bullard átu Masch og Lucas með húð og hári. Vá hvað Lucas er mikill kéttlingur. Kostaði hann virkilega 8 milljónir punda? Hvernig er það svo með 20 milljóna punda stormsenterinn frá London? Ætli hann gæti drullast til að skora ef hann stæði inni í djöfulsins markinu?

 10. Tek undir með mörgu sem þú sagðir Maggi en það var ekki það eina rétta taktíska í stöðunni að taka Mach útaf en ekki Lucas, Mach er að sjá um varnarvinnuna miklu meira.. það var sóknarspilið sem var gjörsamlega handónýtt á miðjunni.. það var Lucas sem hefði átt að fara út fyrir Alonso en ekki Mach.

  En að Alonso skuli ekki hafa byrjað þennan leik er fáránlegt.

 11. Robbie Keane og Dirk Kuyt voru algjörlega skelfilegir í dag, Keane þar þó skrefinu verri. Afhverju hann fór ekki útaf er mér algjörlega óskiljanlegt. Er Dirk Kuyt búinn með kvótann sinn fyrir góða leiki? Var ekkert spes í síðasta leik en alveg skelfilegur í dag.

  Lucas gerði sjálfum sér lítinn greiða með sinni framistöðu en honum til varnar þá er hann ekki í mikilli leikæfingu, eitthvað sem hinir geta ekki falið sig á bakvið.

  Stæsta mínusinn og algjöra falleinkunn fær þó Rafael Benitez. Hvað er maðurinn að spá? Vandræðalegur sóknarleikur enn og aftur og þeir sem halda að Liverpool spili ágætan sóknarleik ættu að taka þennan leik og skoða til mergjar, þetta var átakanlegt. Afhverju hann tók ekki Robbie Keane, sem gat ekki RASSGAT, útaf skil ég ekki og afhverju Dirk Kuyt fór ekki útaf fyrr skil ég ekki heldur. Síðan loksins þegar Babel var settur inná þá er honum troðið á kantinn og Rieira, sem hafði þó verðið aðeins ógnandi, tekinn útaf. Afhverju ekki Robbie Keane út og Babel upp með Torres þar sem hann er bestur og vill spila? Ég ætla svo sem ekkert að reyna halda því fram að Babel hafi staðið sig vel, alls ekki, en hann fékk úr litlu að moða og í það minnsta reyndi, eitthvað sem tíður Robbie Keane getur ekki sagt. Ég get þó alveg fyrirgefið Keane og Kuyt að hafa verið slakir, en ég get illa fyrirgefið aðgerðaleysið hjá Rafa. Sóknarvangeta og hvað hann er oft frosinn í skiptingum er skelfilegt. Maðurinn verður að vakna. Hvað á þessi steingeldi sóknarleikur að fá að ganga lengi?

  Jákvætt í þessum leik fannst mér þó Torres sem sýndi smá vilja, aðrir voru langt undir pari.

  Nú verður Rafael Benitez að ráða sér þjálfara sem veit hvað orðið sóknarleikur er, því ekki virðist vera sá maður til í þjálfarateyminu sem veit það, síst af öllum Rafa. Spurning hvort Rush og Barnes séu á lausu? 🙂

  Það að Chelsea hafi tapað stigum gerir þetta jafntefli enn meira pirrandi. Við verðum aldrei meistarar fyrr en Rafa lærir hvað orðið sóknarleikur þíðir.

  Spurning hvort við sendum Rafa vekjaraklukku svo hann vakni úr þessu sóknarleiksvankunnáttu sinni :p

 12. Það er alveg ljóst að Benitez verður ekki stjóri þessa mánaðar….

  Þegar maður horfir á leikjaplanið þá gerir maður ráð fyrir vissum sigrum og þegar Portsmouth leikurinn var búinn hugsaði ég með mér að í næstu 7 leikjum ættum við að hala inn stigum og vera á toppnum fyrir Arsenal leikinn á útivelli.
  Kannski er þetta líka sjónarmið Benitez og hann telur að þessir leikir séu auðveldir. Ég reiknaði með að við myndum vinna minnst 5 leiki af þessum 7 og kannski gera jafntefli á móti Tottenham og Blackburn á útivelli.

 13. Sælir aftur félagar
  Takk fyrir góða leikskýrslu Maggi og vinsamleg orð í minn kálgarð. Ég segi að vísu hér fyrir ofan að þessi leikur hafi verið svo lélegur að hann væri ekki leikskýrslu virði. En takk samt.
  Menn sem voru að spila sæmilega Voru Reina, Agger, Carra og – takið eftir Aurelio ;-), Arbeloa og svo auðvitað Torres. Alonso var svo auðvitað góður en átti að koma inná um miðjan fyrri. Skiptingar RB orka oft tvímælis og gerðu það svo sannarlega í dag.
  Ég er sammála Benna Jóni um skiptingar á Babel og Keane og einnig vildi ég Leiva útaf fyrir Alonso því Masco getur alveg séð um varnarhlutverk miðjunnar og það sem kom honum í koll í þessum leik var hvað Leiva var algjörlega handónýtur og þá fór Litla Tröllið að reyna að spila sókn sem er ekki hans sterkasta hlið.
  Annars verður maður bara að reyna að gleyma þessarri hörmung sem fyrst og vona að RB hugsi málin upp á nýtt.
  Það er nú þannig

  YNWA

 14. Keane, Babel og Lucas eru leikmenn sem kostuðu Liverpool tæpar 40 milljónir punda, er frammistaðan þeirra ásættanleg? Klárlega ekki. Ég vildi telja Kuyt upp í talningunni en hann er stikkfrír þessa helgi vegna overall góðrar framistöðu á tímabilinu.

  Sú staðreynd að Alonso byrjaði ekki þennan leik er fáranleg, ég tek undir það að ef Alonso hefði byrjað hefðum við sigrað. Leikmenn vissu ekki neitt hvert hlutverk þeirra væriu fyrr en Alonso kom inná. Því miður á þeim tíma sem Alonso var inná kom leikmaður að nafni Babel inná. Þvílík hörmung sem hann er, legg til að við lánum hann út leiktíðina til Leeds til að láta hann vita að fótbolti er hópíþrótt og það er æskilegt að gefa boltann áður en maður missir hann með tilgangslausu boltaklappi.

  Veit ekki hvort jafnteflið hjá Chelsea geri þessi úrslit betri en verri en ella. Mismunandi eftir mönnum en mér finnst það bara svekkjandi að hafa ekki tryggt okkur toppsætið með auknu sjálfstrausti. Veit ekki með aðra. Þessi leikur átti að vera fyrirfram 3 stig með fullri virðingu fyrir Fulham en nú er það ljóst að ef við töpum deildinni í Maí með 3 stigum eða minna getum við hugsað um leikina við Stoke og Fulham, tveir skyldusigrar þar sem leikmenn biðu eftir að einhver annar myndi taka af skarið og slútta leiknum á eigin spýtur. Það virkar bara ekki svoleiðis.

 15. Hvernig nennið þið að vera væla yfir þessu? Einn daginn eru þetta bestu leikmenn í heimi og bestu kaup í heimi en annan daginn þá blablabla. Auðvitað áttum við að vinna Fulham á heimavelli en það gerðist ekki í þetta skiptið. Fulham eru með fjórðu bestu vörnina í deildinni. Fjórðu! Búnir að fá á sig einu marki minna en Man Utd sem eru að spila nuna. 14 leikir bunir, 24 eftir, og síðast þegar ég kíkti út þá ver ekki kominn heimsendir ennþá…

 16. Ég legg til að Maggi verði settur í skammarkrókinn eins og íslenska krónan og ekki settur í að skrifa pistla næstu 4 mánuðina! 🙂

 17. búinn að telja upp í 677 en er samt svekktur. Benitez missir nokkur prik hjá mér. Hef aldrei verið hrifinn af Lucasi og hafa hann og macca saman á miðjuni er náttúrulega harmleikur. Benitez hefur ekki skipt fyrr vegna þess að hann hefur ekki verið búinn að slá því inn í tölvuforritið fyrir leik.
  Þessu verður ekki breytt, horfum fram á við. Hugheilar

 18. Það var nú ekki allt slæmt í þessum leik. Torres virkar í hörkuformi eftir meiðslin. Reina sýndi í þessum leik hversu góður markvörður hann er. Arbeloa er mjög vaxandi sem leikmaður. Riera sýndi fína takta.
  Agger og Carragher ná vel saman.
  Vonandi heldur Aurelio sér heilum því hann er besti vinstri bakvörðurinn okkar.
  Hins vegar á Lucas Leiva ekki heima í þessu liði virkar dáldið brothættur.
  Keane og Babel verða að fara að sýna meira í leik sínum.
  Kuyt virðist þreyttur.
  masco virkar ekki í leikjum þar sem við sækjum allan tímann.
  En Alonso er hins vegar í sérklassa ásamt Torres og Gerrard.
  Eitt jafntefli er ekki heimsendir og mistök rafa í liðsuppstillingu í þessum leik það er að byrja ekki með Alonso inná í stað Leiva gera hann ekki að lélegasta framkvæmdastjóra í heimi.
  Það voru landsleikir í þessari viku og það sást á leik liðsins. Smá þreyta í gangi.

 19. Nr.2 “Hvenær átta menn sig á því að Mascherano getur ekki neitt?” (Andri Fannar)
  Vááá, þetta er með allra heimskulegustu kommentum sem ég hef séð á þessari síðu. Ertu öfundsjúkur Arsenal aðdáandi í dulargervi?

  Ég bara bið til Guðs að Aston Villa vinni Man Utd á eftir, þá verða þessi úrslit ok. Ef Utd vinnur þá verð ég brjálaður. Þetta áhugaleysi sem leikmenn Liverpool sýndu í dag er fullkomlega óásættanlegt. Þetta lið sem byrjaði í dag á að vinna Fulham á heimavelli. Það er bara svo einfalt. Ég geri þá skýru kröfu til atvinnumanna í heimsklassa að þeir klári svona botnlið 3-0 strax í fyrri hálfleik.

  Það er fullkomlega kristaltært að sóknarleikurinn er ekki nógu skipulagður og hópinn skortir breidd. Við bara verðum að nota janúargluggann og kaupa 1-2 hæfileikaríka leikmenn sem þora að taka varnarmenn á og geta skapað færi og skorað fyrir utan. Við erum alltof fyrirsjáanlegir í svona leikjum og liðið spilar bara með hangandi haus treystandi á að Torres klári sóknir með einstaklingsframtökum.
  Svo má einhver taka að sér að reyna við konuna hans Rafa svo hann verði pirraður og fái smá cojones aftur.

  Enska deildin er maraþon og þetta er svosem enginn heimsendir en Rafa verður að fara læra af mistökunum gegn Stoke og Fulham og koma í veg fyrir þennan leka. Ef við vinnum næstu 4 leiki gegn þessum miðlungsliðum í deildinni þá fyrirgef ég honum aumingjaskap í uppstillingu og skort á mótiveringu í dag.

 20. Ég segi bara, Kean, Babel og M J voru ekki inná vellinum, þótt þeir væru á leikskýrslu og Babel á bekknum, sm kom svo inná. Ég hef verið að gagnrína Keane og það var sagt að ég væri með einelti gaggnvart honum,,,, en hann er að skýta í sig og meira en það. Keane verður að fara að vinna vinnuna sína en ekki að vera bara ánægður að hafa komist í besta liðið í heimi og bara dúlla sig þar, ég er alls ekki ánægður með hann

 21. Hvernig þið getið gagnrýnt Babel svona, dísús kræst. Gæjinn var ekki góður eftir að hann kom inná, ég er alveg sammála því. En þetta er maður sem er rúinn af trausti frá Rafa og ekki í neinu leikformi, enda fær hann bara nokkrar mín hér og þar. Hann kemur í dag inní lið þar sem enginn er sóknarleikur og allt í bulli. Hann fékk úr sára litlu að moða en reyndi þó, meira en allavega Keane getur sagt.

  Það eina bjánalega við Babel í dag var að Rafa ákvað að troða honum enn og aftur á kantinn og taka Rieira útaf þegar hann átti klárlega að henda Robbie Keane út og setja Babel fram þar sem hann er bestur. Bæði Keane og Kuyt áttu að fara útaf á ca 20.min þegar Fulham var búið að vera 81% með boltann og við í bulli.

 22. ég vil bara gefa Fulham stórt kredit fyrir að koma á Anfield og spila fótbolta en ekki liggja í vörn,sérstaklega í fyrrihálfleik…En mikið hata ég svona leiki með Liverpool þar ekkert fer inn.Áttum fullt af góðum sénsum til að skora en nei ekkert gekk..Lucas var ekki sá besti,vægast sagt hörmung í fyrrihálfleik skánaði aðeins í seinni.Riera reyndi og gerði það sem hægt var að gera nema skora.átti flottar rispur.Arbeloa fannst mér bara langbestur í dag í liðinu..Torres nátturulega er bara Torres og þvílík ógnung frá honum..Samt merkilegt með þann snilling að í heilu og hálfu leikina sést hann ekki rassgat en poppar svo upp og skorar 2-3 mörk og klárar leikina.En núna var hann að allann tímann sífelt að ógna en loksins þegar það gerist þá skorar hann ekki.alveg stórmerkilegur andskoti…Annars var miðjan glötuð þangað til Alonso kom inn á.Kuyt var lala bara.óheppin að skora ekki þegar markvörðurinn hjá þeim óvart varði í seinnihálfleik…….
  En svona heilt yfir var þetta pirrandi og ógeðslega böggandi leikur og eingum um að kenna nema liðinu.Rafa á einga sök finnst mér.þetta lið á að valta yfir Fulham á heimavelli….En í lokin þá bara kredit til Fulham,sýndu eina bestu frammistöðu aðkomuliðs á Anfield í langann tíma finnst mér

 23. Hvernig er hægt að segja að Mascherano geti ekki neitt ?? Hann getur átt slakan dag eins og Torres og Gerrard. Frábær leikmaður og leggur sig alltaf fram.. annað en Lucas sem að mér finnst engan áhuga sýna.. gjörsamlega áhugalaus. Alonso átti að byrja þennan leik.. en allavega þá erum við enn jafnir Chelsea og fáum vonandi Gerrard inn í næsta leik

 24. Gífurlega svekkjandi leikur. Þó hægt að hugga sig við að Fulham eru greinilega engir vesalingar, þeir eru ekki að fá mörg mörk á sig. Auk þess sem staðan á töflunni er enn alveg í lagi. Torres, Arbeloa og Reina eru þeir helstu sem ég man eftir að voru ekki alveg að gera upp á bak eins og flestir af hinum í liðinu.

 25. Benni Jón ég er einn af hörðustu aðdáendum Babel – en hann gat ekkert þessar mínútur sem hann var inná, það er staðreynd.
  Ég er sammála þér hvað það varðar að hann átti auðvitað að koma inná fyrir Keane. En – samt. Hann er ekki að heilla mann hvar sem hann er staddur á vellinum.
  Það er líka rétt hjá þér að hann er ekki í neinni leikæfingu og er ekki að spila sína óskastöðu, -en samt.
  Hann mætti vera miklu agressivari og meira spilandi á boltanum. Með því að koma inn og spila af meiri krafti og meira með liðinu í stað þess að reyna að sóla mann og annan og skjóta svo úr hæpinni stöðu. Skilar engu fyrir hann og ekki fyrir liðið.
  Það er nú þannig -því miður.

  YNWA

 26. Hann fékk tvisvar pláss á þessum 10min sem Rafa ákvað að gefa honum er hann tróð honum enn og aftur á kantinn. Í fyrra skiptið náði hann skoti sem reyndar var mjög slakt en í seinna skiptið, þarna í blálokin, var átakanlegt hvað menn voru staðir fyrir framan hann því þegar hann tók hlaupið meðfram vítateignum þá ákváðu bara allir að standa kyrrir þannig að hann hafði enga sendingamöguleika og endaði með að gefa vonda sendingu ætlaða El Zahr en fór beint á varnarmann. Að menn skyldu ekki taka einhver hlaup til að reyna opna þessa vörn skil ég ekki. Ef t.d. Robbie “ég get ekki rass” Keane hefði drullast til að hreyfa á sér rassinn og Babel hefði haft sendingarmöguleika á hann þá hefði þetta verið magnaður sprettur hjá honum….nei, ég tek þetta til baka. Ekki myndi ég treysta Robbie Keane í dauðafæri. Ef El Zahr eða Torres hefðu tekið hlaup….

  Ég sagði það hér að ofan að hann hefði ekki átt góða innkomu, en hann gerði í raun ekkert rangt heldur. Hann fékk tvisvar pláss og tók á rás í bæði skiptin. Að ætla að fara skamma hann fyrir sínar 10mín þegar hann kemur inná í lið sem neitar að spila sóknarleik, en ekki Keane og Kuyt sem báðir spiluðu átakanlega illa(Keane þó verr) er auðvitað bara kjánalegt.

  Babel sýndi allavega að honum er ekki alveg sama og reyndi.

 27. Og svo gerðu Man Utd jafntefli við Aston Villa sem er auðvitað fínt mál, en gerir mig bara enn svekktari yfir okkar mönnum að nota ekki daginn til að setja þessi lið lengra aftur fyrir okkur.
  Næsti leikur er heima gegn West Ham, það er leikur sem er fyrir fram krafa á sigur…eins og leikurinn í dag.
  Djöfull er svona pirrandi!

 28. Ryan Babel á alveg örugglega skilið séns.
  En frammistaða hans gegn Tottenham og innkoman í dag finnst mér ekki réttlæta neina mótmælagöngu! Með allri virðingu sem er til, ef þú ert ekki í liðinu verður þú að sýna þig þegar þú færð sénsinn!!!!
  Hjartanlega sammála því að Keane átti að fara útaf fyrir hann, en þessi endalausu ef og hefðu hinir gert eitthvað hefði hann verið góður finnst mér ekki réttlæta það að maður sem kostaði 11,5 milljónir kom ferskur inná í dag og sýndi ekkert.
  En ég tel hann sko ekki verri í dag heldur en Keane, Kuyt, Lucas, Mascherano og El Zhar. En ég vonaði að þegar hann kom inná myndi eitthvað miklu meira koma frá honum.
  Ég skil ekki að menn kalli Mascherano slakan, það er bull. Ég er líka sammála því að hann er góður varnartengiliður. Í dag var hann ekki að gera það vel í fyrri hálfleik og sóknarlega var hann einfaldlega vonlaus og óþarfur, vegna þess að allan leikinn höfðum við FJÓRA menn í vörn, með hann og Lucas voru yfirleitt mest fjórir að sækja!
  Nóg í bili, ætla að syngja af mér hausinn í karókíinu sem verður í ammælinu sem ég er að fara í.
  Ég meira að segja skánaði eiginlega ekkert við það að United gerði líka 0-0 jafntefli!!!!

 29. Benni Jón af hverju sækir þú ekki um stjóra ´stöðu í Landsbankadeildinni þú virðist vita allt betur en aðrir um allan skapaðan hlut.Sama hvort Liverpool vinnur,tapar eða gerir jafntefli þá er allt ómögulegt og hinn og þessi leikmaður ömurlegur og svo núna er Rafa líka vonlaus,það sjá það
  allir sem lesa þessi comment þín að þau dæma sig flest sjálf og yfirleitt flest öll alveg út úr kú.Að þú skulir vera í stjórn Liverpool klúbbsins er með ólíkindum þú átt að standa með liðinu en ekki stanslaust að ráðast og rakka niður Liverpool Football Club.Við erum nu einu sinni efstir í deild og í CL riðlinum okkar.Annað hvort verður þú að segja af þér stjórnarsetu eða taka þig á,ég myndi taka SStein mér til fyrirmyndar ef ég væri þú.Steini ég held að þú verðir nú að fara að róa félaga þinn úr stjórninni,þetta er að verða Liverpool S.C á Íslandi til skammar!!!!

 30. Ætla menn í alvöru að dæma Babel útfrá Tottenham leiknum og þessum mínútum hérna? Come on. Hann spilaði í varaliði sem stóð sig illa gegn Tottenham. Hann þó sýndi í þeim leik að honum er ekki sama og reyndi. Það kom lítði sem ekkert útúr því, en hann reyndi. Ég er búinn að útskýra hans framistöðu í dag.

  Ég er alveg sammála mönnum um að þetta var ekki nógu gott hjá honum. En að ætla hengja hann útaf þessum tveimur framistöðum er bara kjánalegt finnst mér. Hann hefur líka átt mjög góðar innkomur í haust, t.d. gegn PSV og Man Utd.

  Ef hann fengi segjum 10 leiki í röð og myndi standa sig eins og Keane þá finnst mér réttlætanlegt að gagnrýna hann. En þegar hann fær örfáar mínútur í liði sem neitar að spila sóknarleik og spilar síðan leik í varaliði þar sem allir spila illa og menn ætla að hengja hann, þá er fólk komið í bullið af mínu mati.

 31. Rosco, í fyrsta lagi, hvernig væri að hafa pung og skrifa undir nafni!

  Í öðru lagi, er það sem ég er að segja núna svona svakalega vitlaust? Lestu þetta yfir og svaraðu mér síðan.

  Í þriðja lagi, hvaða helvítis máli skiptir þó ég sé í stjórn klúbbsins? Má ég ekki hafa skoðanir á liðinu fyrir því? Þarf ég að segja mig úr stjórn klúbbsins til að meiga hafa skoðanir? Eða er það þannig að maður má bara hafa skoðanir ef maður er já-maður og sammála öllu? Að þú skulir halda að ég standi ekki með liðinu er í besta falli fáviska hjá þér vinur minn.

  Svona þér að segja Rosco þá hefur okkar stjórn gengið mjög vel einmitt vegna þess að í henni eru mjög mismunandi einstaklingar með mismunandi sjónarhorn. Þessi ummæli þín eru með öllu bjánaleg!

 32. Við erum enn þá á toppnum og værum eflaust á aðal toppnum ef helvítið hann Keane hefði gert það sem allir krakkar hefðu gert og jafnel áhugamen, að setja boltann inn. Ekki sáttur með Keane, hann er ekki maður í LIVERPOOL liðið. Er ekki tími til kominn að sumir eiga að hætta á toppnum, ef toppurinn skildi kalla, vegna þess að Keane er löngu búinn að ná toppnum, en það vissi engin af því…..þ..

 33. Hvað meina Mogga menn með þessu??????

  Spurt er: Er Liverpool orðið nógu sterkt til að verða meistari?
  Já 47,6%
  Ekki viss 7,1%
  Nei 45,3%
  Alls hafa 4732 svarað

  Ég hélt að það þyrrfti ekki að notast við spurningar í þessu máli

  VIÐ ERUM SKO LANGT OG LÖNGU KOMNIR MEÐ ÞAÐ GOTT LIÐ AÐ VIÐ SIGRUM DEILDINA OG GOTT BETUR EN ÞAÐ – ÞIÐ HEIRÐUÐ ÞAÐ FRÁ MÉR FYRRRRRRRRRRRRST

  AVANTI LIVERPOO – http://WWW.KOP.IS – RAFA

 34. Ég ákvað nú Rosco að lesa aftur yfir það sem ég er búinn að skrifa í þessum þræði, hvort það væri eitthvað til í þessu hjá þér og ég skal viðurkenna að það var eitt sem ég hefði átt að sleppa. Ég sagði “Robbie “ég get ekki rass” Keane”. Þetta var það eina slæma og ég biðst afsökunar á því. Ég sagði þó fyrr að ég gæti alveg fyrirgefið honum fyrir að spila illa.

  Fyrir utan þetta þá rökstuddi ég bara mál mitt mjög vel. Er skiljanlega pirraður á báglegum sóknarleik okkar, en var ekki á nokkurn hátt með leiðindi. Það gerir þennan póst þinn enn kjánalegri.

  Ef þú vilt ræða við mig um mína stöðu í stjórn Liverpoolklúbbsins þá er þér velkomið að senda mér mail á innvortis@liverpool.is og skrifa undir nafni, ekki hérna inni.

 35. Ég segi, ef eitthvað hefði getað látið Liv vinna, þá átti Alonso að koma inná, c, a, eftir 40 min

 36. Rafa kennir á opinberu síðunni þreytu um val sitt á Lucas á kostnað Alonso. Ég er ekki glaður að heyra það. Er pínu hræddur um að hann hafi ákveðið að klára CL frekar á miðvikudaginn en leikinn í dag og það gleður mig ekki! Hefði alveg skilið hann hvíldi Masch, en ekki Alonso miðað við veturinn!
  Ég held að við þurfum öflugri sóknartýpur á kantana og á miðjunni í janúarglugganum. Svíður enn að Simao sé ekki að vaða upp kantana okkar og vona að Rafa fari í hann þá. Þriðja 0-0 jafnteflið í vetur gengur ekki upp og það vantar öflugri ógn í “maður á mann” stöðum á vellinum.
  En auðvitað er ástæðulaust að sökkva í kjallarann miðað við stöðu liðsins í dag, þrátt fyrir slaka frammistöðu töpuðum við engu í stöðu okkar gagnvart fimm efstu liðunum!
  Svona að tölfræðinni þá erum við núna búnir að fá 17 stig á Anfield, 16 á útivöllum. Markatalan heima er 11-4 en úti 10-4. Augljóst að við verðum að fá meira út úr heimavellinum í framtíðinni en hingað til.
  Liðin eru ekki beint að skjálfa þegar þau mæta á Anfield þennan veturinn. Því þarf að breyta, fyrst núna á miðvikudaginn gegn Marseille sem vann þar í fyrra og svo gegn West Ham eftir rúma viku!!!

 37. Benni að sjalfsögðu mega menn hafa misjafnar skoðanir en það er bara mitt mat að þú verðir að sýna liði og leikmönnum Liverpool meiri viðingu þar sem þú ert í forsvari fyrir Liverpool klúbbinn á Íslandi í að halda og bæta ímynd Liverpool útá við og fjölga félögum í klúbbnum.Það er allt í lagi að gagnrýna liðið okkar en ekki með nafnagiftum og skítkasti oft á tíðum sama hvernig gengur.Og að segja svo að Rafa þurfi að ráða sér spes þjálfara til að stýra sóknarleiknum finnst mér ótrúlegt. Til að mynda í fyrra ef þú tekur liðin sem voru í CL í fyrra þó skoruðum við flest mörgin þ.e.a.s ef þú tekur CL og deilarleiki hjá þessum liðum. Síðan eigum við markametið í CL 8-0 !!.
  Og svo að öðru þú ert að gagnrýna skiptingar Rafa ok þín skoðun, en hver snéri leiknum í Istanbul á hálfleik m.a með snilldarskiptingum ? hver tók báða bakverðina út í s.h gegn Wigan um daginn ? og að lokum hversu mörgum leikjum höfum við snúið við í vetur m.a með taktiskum skiptingum´? Það er alla vegna mín skoðun Poolara í 37 ár að við eigum að vera stolltir af liðinu okkar og ekki vera endalaust að rakka menn niður og uppnefna,hvað þá núna þegar að það hyglir undir nýja og skemmtilega já félaginu sem við elskum allir.
  YNWA Rósmundur Magnússon

 38. Ég held að það sé kominn tími til fyrir stjórnendur þessa bloggs að hætta að birta bréf benna jóns. Bróðir minn Rosco skrifar hér og fær stæla í andlitið. Það virðast allir vera fífl og vitleysingar nema benni jón hvert þeir séu á englandi og Íslandi og nú er einfaldlega kominn tími til að mál linni. Ég ætla mér ekki að skrifa hér oftar eða koma hér inn nema þessi maður verði fjarlægður af þessu spjallborði.

  mbk
  HM

 39. Jæja Rósmundur, takk fyrir að skrifa undir nafni. Maður tekur einhvernveigin mun meira mark á þeim sem skrifa undir nafni. Vil einnig þakka hlý orð í minn garð 🙂

  Það sem ég skrifa hérna inn um einstaka leik eða leikmenn sé ég bara ekki hvað skiptir stöðu mína hjá klúbbnum máli. Ég er mikill púllari, of mikill segja margir, en ég er afskaplega gagnrýninn. Það er ekki til sá leikur þar sem ekki sé eitthvað sem betur má fara. Þegar ég gagnrýni Rafa fyrir báglegan sóknarleik þá er það einungis því ég vil að liðið spili betur og gangi betur…ekki afþví að ég vil Rafa eitthvað illt. Sama á við Dirk Kuyt, Robbie Keane eða hvern sem er. Ég t.d. var mjög ánægður þegar Keane var keyptur, eftir samtal við Phil Thompson í vor þá var ég algjörlega sannfærður um að Keane væri sá maður sem við þyrftum. Ég hef enn trú á honum, en það breytir því ekki að hann hefur ennþá ekki sannfært mig og gerði það svo sannarlega ekki í dag.

  Og þetta með skiptingarnar, þá er Rafa ekkert stikkfrí afþví að í einhverjum leikjum virkuðu hans skiptingar. Það er allt of oft sem hann er fyrirsjáanlegur í skiptingum sínum og oft finnst mér hann taka vitlausar ákvarðanir þar. Eins og í dag að taka Rieira af velli í stað Keane. Þegar sóknarleikur okkar er jafn bitlaus og hann er þá finnst mér bara eðlilegt að menn gagnrýni, þó auðvitað sé ég sammála þér að leiðindi séu ekki rétta leiðin.

  Lestu það sem ég er búinn að skrifa í þessum þræði aftur. Ég er ekki með nein leiðindi. Einhver sagði hérna um daginn að ég væri of ákafur og of árásargjarn í mínum skrifum en í innihaldinu væri margt til í…kannski það sé bara rétt.

 40. ég er ekki í neinum felum og margir þekkja mig undir Rosco en við eigum að tala vel um börnin okkar og Livepool er í augum alvöru Poolara barnið okkar allra. Maður á ekki að þurfa að vera hér að skipta á skoðunum eins og hér sé eintómir Scummarar eða Everar það eru þeir sem tala svona um Liverpool við eigum ekki að gera þó að sjálfsögðu við eigum að gagnrýna liðið okkar sanngjarnt og málefnalega
  RM

 41. Vil bara þakka Herði Magnússyni fyrir hlý orð í minn garð, sannur öðlingur þarna á ferð

  🙂

 42. Benni Jón ekki gera þig að einhverjum píslarvætti hér. En batnadi mönnum er best að lifa

 43. Píslavætti? Hvað ertu að meina Rósmundur? Mér fannst pósturinn hjá bróðir þínum algjörlega út úr kú og ákvað að nota smá kaldhæðni, slá þessu uppí grín.

  Ég held að hann ætti að lesa aftur það sem þú skrifaðir hérna fyrst og svo hvernig ég svaraði því. En ef hann ætlar ekki að skrifa fyrr en ég er farinn þá hann um það, mér er nokk sama þó auðvitað sé alltaf leiðinlegt þegar menn taka svona dramaqueen köst.

  En hvað meinarðu með að batnandi mönnum sé best að lifa? Ég hef skrifað eins í mörg ár, bæði inná liverpool.is og svo hérna og mun ekkert breytast. Ef þér eða öðrum líkar ekki það sem ég skrifa, þá einfaldlega lesið þið það ekki, þetta er ekkert flókið. Ég hef aldrei verið já-maður og verð aldrei. Ég hef alltaf skoðanir á hlutunum og mun koma þeim á framfæri ef mér finnst ég hafa þörf til þess.

 44. öll þessi skrif þín dæma sig sjálf ætla ekki að rökræða það við þig hér
  Benni Jón þú ert greinilega snillingur í Total Football

 45. Ekki meiri en svo að ég veit ekki einu sinni hvað Total Football er…tölvuleikur?

  En ég nenni ekki að þræta við þig Rósmundur, mér finnst þú algjörlega í bullinu og öfugt, eigum við ekki bara að láta þar kyrrt liggja?

 46. nei það er ekki tölvuleikur,getur þú Maggi Jóns kannski sagt Benna hvað Total Football er eða einhver hér ? Reyndar hissa á að þú vitir ekki hvað það er miðað við alla þá visku á taktik og leikmönnum sem þú virðist hafa

 47. Merkilegt að maður má ekki hafa skoðun á hlutunum þá koma gæjar hérna inn eins og þessi Rósmundur gæji og gera lítið úr þeim og mér…hver er með leiðindin núna spyr ég nú bara???

  Ég hef mína skoðun Rósmundur og kem henni á framfæri. Ef hún er rökstudd eins og ég gerði í kvöld, hvað er þá vandamálið? Er þetta eitthvað persónulegt því ég man ekki eftir að hafa talað við þig áður þó ég viti hver þú ert.

  Ég er enginn boltaséní þó ég hafi mína skoðun á hlutunum. Ef þú ert ekki sammála mér, geturðu þá ekki bara útskýrt afhverju og rökstutt það? …eða er ég að fara fram á of mikið?

  Ég ætla núna í annað skipti að reyna enda þetta. Við verðum bara að vera ósammála og/eða ósáttir í þessu máli.

 48. Til að byggja upp grunninn mæli ég með að Benni tileinki sér þær upplýsingar og reynsluna sem fæst með því að spila:
  http://beta.www.mousebreaker.com/games/jumpersforgoalposts/playgame
  Þarna er farið í þessu helstu atriði, auk ótrúlegra smáatriða. Svo sem mömmu sem rekur mann til að finna kærustu og vinir sem vilja fá mann út á lífið. Ef það er ekki total football þá veit ég ekki hvað.

 49. ´hef ekkert á móti þér og hef rökstut mjög vel nokkur atriði sem þú varst að setja útá over AND OUT

 50. Hef því miður ekki mikinn tíma til að taka mikinn þátt í umræðunni milli Rósmundar og Benna Jóns. Mun gera það betur á morgun, en mig langar þó að benda Benna á að það er nú ekki lengra síðan en um síðustu helgi að umræða um sigurleik okkar í Bolton snerist upp í það nákvæmlega sama og þú hefur náð að gera hér núna.
  Ótrúlega vannýtta hæfileika Babel og viðvörunarbjöllur voru það þá, og núna þarf Rafa að fá með sér sóknarþjálfara, og jú, líka að nýta Babel betur!
  Benni ég ætla að fá að segja nú, eins og þá, að mér finnst skrif þín afar oft skorta virðingu fyrir þeim sem þú ert að ræða við hér á spjallinu og ert í MORFÍS stuði heimtandi rökstuðning á meðan þú uppnefnir leikmenn liðsins og talar á stundum niðrandi til þeirra sem á annarri skoðun eru.
  Nú ertu búinn að pósta hér níu sinnum á þennan link, talar meðal annars um þinn góða rökstuðning, sem ég myndi nú frekar telja þína skoðun á uppstillingu liðsins og aðferðarfræði þjálfarans. Að ekki sé nú minnst á þá göfugu dyggð, gagnrýnina og þá augljósu staðreynd að þú ert ekki já-maður!
  Ég er nú kannski ekki sáttur við leikinn í kvöld og vel má vera að ég hafi verið of harður í leikskýrslu minni, en gagnrýni míni kemur til af því ég veit að liðið getur betur, eins og það hefur sýnt í leikjum t.d. gegn United, Chelsea, W.B.A., Bolton, Man. City, PSV og Marseille sem dæmi.
  Svo var ég nú svo einfaldur að telja það að halda alltaf með sama liðinu, sama hvað á gengi væri dæmi um hinn fullkomna já-mann.
  Ég held semsagt að ég fái að nota tilvitnun í SStein frá í athugasemdum eftir Boltonleikinn þegar hann taldi þig Benni Jón vera búinn þeim hæfileika að koma af stað rifrildi í leigubíl, jafnvel þó enginn annar væri í honum.
  Ég ætla svo ekki að skipta mér af störfum þínum fyrir Liverpoolklúbbinn en leyfi þér að ákveða það hvernig þú vilt koma fram við samherja þína varðandi aðdáun og liðsins, og hvort slík rifrildi eins og hér eru að birtast eru Liverpoolklúbbnum á Íslandi til góðs eða ills.
  Nú verð ég að kveðja í kvöld, en áskil mér rétt til að ræða þetta betur á morgun félagar…..

 51. Ef þetta var ekki kjörið tækifæri fyrir Lucas til að sanna sig þá veit ég ekki hvað. Gerrard meiddur, Alonso hvíldur og með Mascherano fyrir aftan sig og Torres fyrir framan og það á móti Fulham á heimvelli.

  Það er spuring hvenar það verður réttlætanlegt að gefa honum 90min á næstunni. Hann hefur ekkert getað með Liverpool þessi drengur og klúðrar svona tækifærum. Kannski hann hafi einfaldlega farið í oft stórt lið.

  Leikurinn í dag undirstrikar svo mikilvægi Gerrard. Djöfull hlítur að vera sárt fyrir hann að sitja í stúkunni og horfa á liðið gera 0-0 jafntefli.

  Kannski Babel ætti að fá nokkra leiki í röð til að sanna sig. Eins og Keane, og Crouch þar á undan

 52. Maggi maggi maggi maggi….eini leikmaðurinn sem ég hef uppnefnt er Kuyt og ég tók það skýrt fram um daginn að það væri í gamni gert. Ég reyndar uppnefndi Keane en baðst nú afsökunar á því stuttu síðar.

  Þetta með sóknarþjálfunina var sett inn sem grín enda broskall þar á eftir, en þó smá sannleikskorn í því þar sem sóknarleikur okkar er nú ekki merkilegur.

  Ég er búinn að lesa yfir þessa umræðu núna tvisvar, og ég bara sé ekki hvernig það sem ég segji hérna er svona slæmt. Ég er ekki sammála Rafa og hans gjörðum í dag og bendi á það sem mér finnst að hann mætti gera betur. En að vilja Babel inn er alveg skelfilegt að virðist á sumum, jafnvel þó Keane sé að standa sig jafn illa og raun ber vitni. Síðan kemur Rósmundur hérna inn með þvílíkar sleggjur að það hálfa væri nóg, ég svara honum en þó hvergi nærri því í sama tón og hann, en samt er ég vondi kallinn…alveg merkilegt.

  Mín vera í stjórn klúbbsins verður ekki rædd hér og vil ég biðja menn að gera það ekki, enda kemur það málinu ekkert við. Bendi aftur á netfang mitt hér að ofan ef einhver vill ræða það.

 53. Það er komið nóg að því að menn þurfi að sanna sig. Torres þurfti ekki að sanna sig, og menn sem hafa ekki þettað í blóðinu, geta gert eitthvað annað en að spila alvöru bolta.. þeir geta verið á róluvellinum að leika sér við Keane

 54. Til að byrja með…
  * Ekki gott að klára þennan leik ekki.
  * Það er einfaldlega staðreynd að Keane hefur ekki staðið undir væntingum. (ekki mínum allavega)
  * Babel er frábær spilari, fullt af hæfileikum þar.

  Það sagt…

  Benni Jón…
  * Hvað hefuru fyrir þér að Babel sé bestur upp á topp?
  * Hefurðu séð Babel spila fleiri en 2-3 leiki sem fremsti maður?
  * Liverpool er í toppslagnum, satt best að segja hefur liðið ekki litið
  svona vel út á þessu stigi í allt of mörg ár. hvernig væri að halla sér aftur og njóta þess?
  * Ég hef lesið ummælin þín hérna í dágóðan tíma, langmest af því hefur verið í flottu lagi. En undanfarið, fyrst með talinu um Aurelio og núna Babel/Keane, er þetta tja… í besta falli þvaður og kjaftæði. Það er í sjálfu sér allt í lagi, eeeeeen í góðu hófi. Þú ert að mínu viti löngu farinn fram úr góða hófinu.

  Til ritstjóra…
  * Kop.is einfaldlega langbesta fótboltasíða landsins. Efni og efnistök síðunar á að sjálfsögðu þar stærstan þátt. En ritstýrt og málefnalegt athugasemdakerfi á einnig mikilvægan þátt.
  * Ég veit að þið allir sem komið að síðunni gerið það með ærinni fyrirhöfn og jafnvel töluverðum tilkostnaði. Án efa eru þakkirnar í engu samræmi við það.
  * Fyrir mér er það orðinn partur af LFC leikjum að lesa leikskýrslur og lesa mismunadi upplifanir manna af þeim. Fyrir mína parta þá gera “comment” frá Benna Jóni, og hans líkum, ekkert nema eyðileggja það. Eitthvað segir mér að ég sé ekki einn um það.

  Að lokum…
  Benni jón:
  * Ég frábið mér allt þrugl um að ég sé á móti “málefnalegri umræðu” Steypann sem frá lyklaborðinu þínu kemur á ekkert skylt við slíkt.

  Áfram rauðir

 55. Sælir félagar,
  ég ætla að verja aðeins hann Lucas.
  Lucas Leiva er fæddur 09/01/1987 sem gerir hann 21 gamlan. Hann kom til Liverpool í Júlí 2007 og hefur því verið á Englandi í rúmt ár. Lucas hefur spilað 41 leik fyrir aðalliðið og skorað 2 mörk. Hann er þegar kominn með 3 A-landsleiki fyrir Brasilíu og verða að ég held mun fleiri. Okkar ástkæri fyrirliði er fæddur þann 30/05/1980. Gerrard tók sín fyrstu skerf í aðalliði 1998. Já þið lesið rétt ég er að bera saman Gerrard og Lucas.
  Ég hef fulla trú á að Lucas eigi eftir að verða mjög góður fótboltamaður. Mér finnst hann er með góða grunntækni, spila einfalt, hann er harður í návígi og hikar ekki við að fara í 50/50 bolta. Gerrard!!?!, Masch!!?! og Alonso!!?! engir smá kallar sem hann er að berjast við um stöður. Ég vona að Lucas verði hjá okkur a.m.k. fram að 25 ára og við sjáum hvað verður úr honum.
  Ég sá bara seinni hálfleikinn í dag og ég verð að vera sammála Rafa um að fórna Masch, úr því að Kean kom ekki til greina þegar Alonso kom inn á ( ég hefði viljað sjá Lucas færðan upp í stað Kean).
  Það vantar alveg hrikalega mikið í þetta lið þegar Gerrard er ekki. En ég spyr: Er Lucas Leiva betri eða verri leikmaður og Gerrard var á hans aldri?

 56. Vil þakka Sigurjóni fyrir að halda sér á málefnanlegum nótum og sleppa leiðindum(fyrir utan síðustu setninguna, en so what 🙂 ), eitthvað sem við margir mættum taka okkur til fyrirmyndar.

  Það sem ég hef fyrir mér í Babel uppá topp er fyrst og fremst það sem ég hef séð af honum þar og svo ekki síður hans orð, að hann sé fyrst og fremst framherji en ekki kantmaður. Rafa sagði einmitt nákvæmlega þetta um daginn í viðtali og sagðist ætla nota hann sem framherja meira, enda væri það hans staða. Mér finnst klárlega þess virði að prófa það í ljósi spilamennsku Robbie Keane.

  Ég ætla þó að leyfa mér að vera þér algjörlega ósammála með pósta kvöldsins. Jújú, kannski var framsetningin ekki uppá 10, enda hef ég aldrei gefið mig út fyrir að vera góðan penna og mætti sjálfsagt anda nokkrum sinnum áður en og skrifa. En innihaldið, ef menn reyna að lesa framhjá framsetningunni, stend ég 100% við.
  Þó við séum á betri stað í deildinni en oft áður, þá finnst mér við samt ekki vera að spila nógu vel. Okkar sóknarleikur og okkar markaskorun sýnir það svart á hvítu. Við erum allt of fyrirsjáanlegir og hægir í okkar sóknarleik. Mér finnst það deginum ljósara að sóknarleikinn þarf að laga og það strax. Þegar menn eru farnir að tala um WBA, Bolton og Man City sem leiki þar sem við spiluðum vel þá finnst mér menn vera farnir að teygja sig hættulega langt. Þetta eru einmitt leikir sem mér fannst við langt frá því að vera góðir í. Jújú, við náðum úrslitum en úrslit og spilamennska er ekki það sama. Auðvitað eru góð úrslit það sem máli skiptir en það vita það líka allir að því betri sem spilamennskan er, því meiri möguleiki á góðum úrslitum…eins og sást í dag. Léleg spilamennska og því léleg úrslit.

 57. Ég bara verð að spyrja, og um leið taka aðeins upp hanskan fyrir Benna Jón, ekki það að hann er örugglega fullfær um það sjálfur, en:

  -Er bara í lagi að hafa skoðun á hlutunum ef þær skoðanir eru jákvæðar?
  -Má maður ekki segja sínar skoðanir ef þær eru neikvæðar?
  -Ef maður segir sínar skoðanir á hlutunum og þær eru ekki eins og hjá öllum öðrum, kallast þau skoðanaskipti þá rifrildi?
  -Ef maður er ekki sammála næsta ræðumanni og setur fram sín rök gegn hans skoðunum er þá umræðan ómálefnaleg?
  -Heldur einhver hér inni að örlítill gagnrýni og “góðlátleg uppnefni” á leikmenn og þjálfara Liverpool setji allt á annan endan á Anfield?
  -Er það ekki bara gott að einhver skuli koma með annað sjónarhorn til þess halda uppi skemmtilegum umræðum og skoðanaskiptum hér á þessari síðu?

  Ég verð bara að segja að ég skil ekki þessi viðkvæmni í mönnum gagnvart skoðunum Benna og því hvernig hann kemur því frá sér. Ég er sammála mörgu því sem hann segir og ég er ósammála einhverju en er ekki að fara að missa mig á lyklaborðið afþví að hann missir út úr sér í eitt skipti eitthvert viðurnefni á leikmanni Liverpool. Ég man ekki betur en að einhver hafi uppnefnt Júsless Bennayon í einhverjum þræði fyrir nokkru en engin sagt neitt við því vegna þess að það eru svo margir sammála um það að hann er hálf júsless. Þessir menn eru ekki yfir gagnrýni hafnir og það að menn skuli taka það nærri sér að aðdáandi skuli segja sínar skoðanir sem eru ekki jákvæðar finnst mér fáránlegt. Mismunandi skoðanir á hlutunum halda síðu eins og þessari lifandi og skemmtilegri.

 58. En hvað með persónulegt skítkast Baldvin er það í góðu lagi líka? Það er eitt að uppnefna lið og leikmenn og annað að detta niður á plan eins og BJ fór hérna í umræðu síðustu helgar.

 59. Ég gat ekki skilið það þannig að Benni væri að skíta yfir neinn að ráði eftir Bolton leikinn. Sigursteinn æsti hann greinilega aðeins til að byrja með og eftir það rúllaði einhver bolti af stað þar sem hann átti að vera í brjálaður yfir þessu öllu saman. Mig grunar að þeir sem hafa verið að gagnrýna hans skrif hafi hreinlega ekki lesið það almennilega sem hann var að segja, og mér finnst það sama vera uppá teningnum núna. Athugaðu það líka að meiningin á hlutunum verður margfallt kröftugri þegar þú skrifar þá. Ef að Benni hefði sagt sína skoðun við þig face to face þá hefðirðu varla tekið eftir því.

 60. Rétt hjá þér Benni jón að síðasta setninginn var ekki nógu vel hugsuð, og þegar ég les þetta aftur var ég ” out of line”. Þetta er afsökun og vonandi þarf ekki að ræða það frekar.

  Það sagt…

  Þú sagðir fyrr að Babel gæti ekki verið dæmdur af tottenham leiknum osfrv. Staðreyndin er samt sú, að við höfum ekkert annað til að dæma eftir! Kannski ættum við að við hafa eitthvað meir til að moða úr. kannski!

  LFC er ekki að spila af fullri getu! það er rétt hjá þér. en hvað veldur? kannski að Gerrard er inn og út vegna meiðsla? Besti framherji í heimi er búinn að spila tja.. 10 leiki? Masch og Keane eru langt frá sínu besta.

  Það sem að ég er að segja að hvar Babel er spilað er einfaldlega ekki vandamál. hvað þá “vandamálið”

  En í alvöru Benni jón…
  Ég veit alveg að þú ert 100% og þú ættir svo sannarlega að anda svolítið oftar áður en þú skrifar, í fullri vinsemd, ef þú villt þá ættirðu að telja upp að 3 áður en þú kallar hluti og menn nöfnum.
  Þetta á reyndar einnig við Rosco og Hörð…

  Koma svo rauðir…………..

 61. Ég stend með Benna Jóni, þó hann geti stundum verið harðorður og dragist oft inní eitthvað rifrildi. Hann er ábyggilega svolítið misskilinn 😉
  Það yrði mikill missir ef hann yrði bannaður, en hins vegar lítill ef Höddi Magg yfirgæfi þessa annars ágætu síðu…….

  P.S. Það er bara kórrétt hjá honum, sóknarleikur okkar er skelfilegur !!!

 62. Baldvin að gera virkilega gott mót hérna og hans orð eru bara eins og töluð út frá mínu hjarta.

  Mér finnst þú Sigurjón(og aðrir) gera rosalegt mál yfir þessu uppnefni. Ég bakkað strax með Keane, enda uppnefnið sem ég gaf honum ekki boðlegt, en þetta með Kuyt er bara sagt sem saklaust grín.

  Hvar Babel er spilað finnst mér einmitt vera hluti af vandamálinu. En það er ekki eina vandamálið. Vandamálið er allur sóknarleikur okkar í heild sinni, ekki bara Babel. Þetta er eitthvað sem Rafa hlítur að vita vel af og hlítur að vera reyna laga. Meiðsli Torres hefur auðvitað lítið hjálpað okkur en það sem ég gagnrýndi var þó aðalega að þessa sjö leiki sem hann var fjarverandi spilaði Keane einn uppá topp og gat lítið en Babel fékk aldrei séns. Þar byrjaði þetta Babel dæmi. Mér fannst, og finnst enn, eðlilegt að Babel fengi séns í sinni bestu stöðu þegar Torres var meiddur og Keane ekki að virka.

  En ég held að allir séu sammála um að sóknarleikurinn er eitthvað sem verður að laga. Hvernig hann er lagaður er kannski álitamál en ætli það sé ekki fyrst og fremst sóknarleikur alls liðsins í stað einstakra leikmanna. Ég fer þó ekkert ofan af því að mér finnst að Babel eigi að fá meira traust en hann hefur fengið. Það er svolítill munur á að koma kaldur inn í leik með “varaliði” þar sem liðið allt hittir á mjög slæman leik eða fá nokkra leiki með öllum okkar aðal stjörnum.

 63. Verður þetta svona í hverjum þræði héðanífrá á kop.is?
  Benni Jón með einhverja Davíð Oddsson komplexa og flytur ræður um ekkert annað en ímyndaða andstæðinga sína hér, sjálfan sig og hversu miskilinn snillingur hann er og dálæti sitt á Ryan Babel (frjálshyggju og íslensku krónunni)?

  Menn tala um Nýtt Ísland. Ég bið um nýtt umræðuefni.

  Mér finnst augljóst á þessum leikjum gegn Fulham og Stoke að okkur skortir sárlega alvöru Target-Striker. Einhverja hávaxna og líkamlega sterka framherjatýpu sem dregur í sig varnarmenn, skýlir bolta vel og bolar inn mörkum innan teigs og hægt er að dæla boltum á. Torres er bara ekki þessi týpa. Einhver Luca Toni, Heskey, Klose eða Nistelrooy.

  Janúargluggann verðum við að nýta rétt til að eiga séns á titlinum í ár. Eitthvað var ég að lesa frétt um 8m punda fyrir Adriano hjá Inter, hvað finnst mönnum um það? Sjálfum líst mér ekkert á taugahrúgu úr ítalska boltanum þó Adriano sé með betri sóknarmönnum í heimi á góðum degi. Efast að hann myndi þola agann hjá Rafa og menninguna í Liverpool.

  Svo vantar alvöru vinstri bakvörð og hægri kantmann eða creative miðjumann sem getur tekið menn á og búið til færi og mörk fyrir utan. Okkur vantar einhver x-faktor í liðið eins og er til að verða meistarar. Hvað gæti það verið?

 64. Fyrir utan þetta efsta hjá þér(sem var auðvitað alveg út úr kú) þá sýnist mér við bara vera nokkuð sammála. Getur verið að þetta sé þessi fyrirfram ákveðna skoðun sem menn virðast stundum búnir að gera sér á mínum skrifum hérna sem eru að hrjá þig Sölvi? 🙂

 65. Jæja og já. það hefur verið sagt að maður jafni sig með tímanum, og maður verði rólegur þegar að frá líða stundir. En ég fer ekki ofan að því að Liv átti að vinna. Við erum búnir að gera 3. jafntefli, og tvö eru gerð á heimavelli, sem er ekki ásættanlegt. Frá því að Torres kom þá hefur hann kanski klúðrað einu sinni dauða færi, en Keane hefur að minsta kosti klúðrað þremur DAUÐA færum, sem ég er ekki að digga. Rafa gerði breytingar, sem voru alls ekki að virka, Riera átti alls ekki að fara útaf, og Babel kemur inná kantinn sem er ekki hans besta staða. Hvers vegna eru menn ekki teknir útaf sem eru að klúðra færum. þettað er eins og að Reina væri að gera tóma steipu í markinu og að hann væri tekinn útaf og að Babel færi í markið. Alonso er búinn að vera feikna sterkur, en hann er á bekknum???? hvaða rugl er þettað, maður hefur það á tilfinninguni að Liv og Che$$ séu að vinna saman í sambandi við úrslit. Keane FARÐU AÐ SKORA ‘UR DAUÐA FÆRUM, eða farðu að æfa þig….

 66. P:S ég er sammála dídí, að fulham voru alls ekki að spila slæman bolta, þettað var þeirra dagur……

 67. ég held að friðgeir ragnar hafi hitt jákvæða naglann á höfuðið, rafa vildi gefa þeim yngri möguleika en þeir standa ekki undir því. og jú, kannski tekur rafa enn og aftur cl fram yfir hinn eina sanna bikar.

 68. Fjögur dýrmæt stig týnd og tröllum gefin á heimavelli og það gegn Stoke og Fullham. Þetta er meir pirrandi en tárum taki. Andskotans. Hélt að eftir Stoke ruglið þá myndi maður ekki sjá annað eins klúður þessa leiktíð… eeee how wrong was I!! Þessi leikur var verri og okkar menn meiga þakka fyrir jafnteflið. Þessi jafntefli gætu kostað okkur titilinn. Hörmungas.

 69. arnbjörn, hvað meinar þú með naglan á hausinn. Er Rafa að gefa yngri mönnum séns, Lukas er á eini sem fær séns og hann er bara varaskeifa, ef nánast allt liðið er slasað, sem sagt, hann á bara að vera notaður í hallæri. Hefur þú séð mikið af varaliðsmönnum inná, nema í einhverjum framrúðubikar….

 70. Uhhh, ég er ekki alveg að skilja þessa umræðu og þá sérstaklega ekki öll þessi fjölmörgu innlegg hans Benna J. Er þetta ekki besta start Liv í “god knows how long” og samt er menn að væla út í eitt. Ekki misskilja mig, ég var masspirraður eftir leikinn í gær, fannst við hefðum getað klárað þennan leik og tekið efsta sætið af Chelsea og aukið forskotið á Man United. Því miður eiga lið “off day” og þjálfarar líka, svona er lífið, “get used to it”. En ef við horfum heilt yfir tímabilið, þá ættum við nú að vera sátt. Spilum fínan bolta, erum á toppnum, unnum Chelsea og Man United, og erum svo gott sem komin áfram í CL. Gleðjumst því frekar bræður og systur og hættum að væla.

 71. Bobby,,, Alveg 100% sammála, en maður verður pirraður að Liv hafi ekki unnið í gær, og heimavöllurinn á að gefa 1 mark í + eða þannig. Og þeir sem segja að Keane komi til með að gera góða hluti, þá segi ég að hann er búinn að fá miklu meiri sénsa en allir hafa fengið.. Eru peningar í dæminu, T,D ef hann skorar meira en 20 mörk þarf Liv að borga extra meira fyrir hann. það hefur verið talað um svoleiðis vittleysu, svo kanski er hann að spara mörkin??????????????????????

 72. Rétt hjá Bobby. Alveg hárrétt finnst mér.
  Er svekktur yfir leiknum en er ánægður með veturinn hingað til. Glaður að sjá komment Rafa varðandi það að hann er jafn svekktur og við að hafa ekki nýtt tækifærið og bíður spenntur eftir Gerrard/Torres samvinnunni.
  Liðið tekur bara út pirringinn á Marseille og West Ham. Er sannfærður um það!
  Tvennt samt sem ég verð að fá að tala um hér. Mér finnst alltaf mjög slæmt þegar samskiptum hér er þannig háttað að einhver hyggist hætta að kommenta. Við Höddi Magg erum alls ekki alltaf sammála en ég myndi sakna rödd hans hér mikið! Við hér eigum að vera samherjar og því afar leiðinlegt þegar svona hendir.
  Svo er nú það sem ég er að benda þér á Benni Jón að þú ert stjórnarmaður í Liverpoolklúbbnum á Íslandi og það þýðir að sjálfsögðu það að þú ert ákveðin fyrirmynd. Ég er bara að benda þér á að þú verður dæmdur út frá því á meðan þú gegnir því starfi. Alveg eins og Steini hefur fengið að heyra í gegnum tíðina, þá skapa svona störf mönnum ákveðna stöðu. Það er svo algerlega þitt að skapa ímynd þína í þeirri stöðu og svo auðvitað félaganna að dæma þig af þeirri ímynd og störfum.
  Það að skrifa undir nafni á jafn vinsælli síðu og Kop.is skapar auðvitað stóran hluta af ímynd þinni. Hérna er ég ekki að dæma þig, heldur lýsa því hvernig ég met umræðuna um þín störf í klúbbnum.
  En ég ætla að vera sammála Bobby aftur, því satt að segja leiðist mér þetta rifrildi eftir leikinn sem endaði ekki eins og við vildum, en vegna annarra úrslita er helgin ekki ónýt.
  En annað er hægt að segja um getraunaseðillinn, sá fór illa!!!!!

 73. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Robbie Keane og var mjög ánægður í sumar þegar við keyptum hann, en ég verð að viðurkenna að ég er að verða ansi pirraður. Tímabilið er bráðum hálfnað og hann er búinn að gera 2 mörk í deildinni! Það er hreint út sagt arfaslakur árangur, s.s. ef tekið er tillit til þess að maðurinn kostaði fokking 20 milljónir punda! Mikið hrikalega var þetta illa nýtt hjá honum í gær, og eiginlega svona skólabókardæmi um það hvað á ekki að gera þegar maður er einn á móti markmanni. Hann leit aldrei upp og bombaði boltanum í andlitið á markmanninum. Mikið vona ég að einhver gefi Keane DVD diskinn með 100 fyrstu mörkum Robbie Fowler svo hann sjái hvernig á að klára svona færi. Fowler hefði pottþétt litið upp og séð hvað markmaðurinn ætlaði að gera og sett boltann svo yfirvegað meðfram jörðinni í annaðhvort hornið.

  Þessi staða er farinn að minna óþægilega mikið á ástandið hjá síðasta leikmanninum sem var í treyju númer sjö. Harry Kewell var keyptur til Liverpol sumarið 2003 og var á þeim tíma búinn að sanna sig sem einn af allra bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Sá leikmaður sem kom til Liverpool var þó langt frá því að vera sá Harry Kewell sem menn þekktu hjá Leeds. Eitthvað svipað virðist vera að gerast núna. Við keyptum einn af bestu framherjum úrvalsdeildarinnar sem hefur raðað inn mörkum á undanförnum tímabilum, en til okkar er kominn framherji sem getur ekki einu sinni ýtt boltanum yfir línuna fyrir opnu marki, eins og á móti Bolton!

  Vonandi eru þetta bara byrjendaörðugleikar hjá Keane og hann fari að sýna okkur af hverju hann var keyptur á þennan pening. Vonandi fer ekki fyrir honum eins og Kewell, þ.e. að hann nái sér aldrei á strik. Ég hef enn trú á honum, en trúin fer minnkandi með hverjum leiknum sem líður.

 74. Ég ætla ekki að svara þessu efnislega þannig. Ég bað menn að ræða mína veru í stjórn klúbbsins ekki hérna, enda þetta ekki vettvangur í það. Samt ákveður Maggi að hunsa þá ósk mína og heldur áfram. Er þetta ekki komið fínt hjá þér?

  Ég hvet menn til að lesa bréfin mín aftur í þessum þræði. Ég skal viðurkenna að ég þarf að laga mína framsetningu oft á tíðum, en innihaldið, ég stend 100% við það. Baldvin útskýrir þetta mjög vel hérna að ofan.

 75. Sælir félagar
  Nýr dagur ný sjónarmið 🙂
  Samt vil ég byrja á að segja; Benni Jón hefur oft mikið til síns máls og sá er vinur er til vamms segir. Hinsvegar má deila um framsetningu hans á stundum. Hver er það sem ekki missir sig þegar vonbrigðin verða mönnum um megn? Mér er spurn.
  En að öðru Einhverstaðar einhverntíma áður las ég það á þessu spjalli að það væru ekki endilega leikirnir milli hinna “fjögurra stóru” sem skildu á milli feigs og ófeigs í titilbaráttunni. Heldur það að vinna þá leiki sem samkvæmt getu og styrk liða í milli ættu alltaf að vinnast.
  Ef við setjum dæmið þannig upp að öll stóru liðin fjögur gerðu jafnt sína á milli. Þ. e. að þau ynnu heima og töpuðu úti. Þá er morgunljóst að það eru leikirnir við “minni” liðin sem ráða úrslitum.
  Samkvæmt þessu getum við verið að tapa deildinni með Jafntefli við Stoke og Fulham og tapi fyrir T’ham. Miðað við að við vinnum stóru liðin heima og klárum þessa leiki sem við eigum að klára þá ættum við að vera með 7 stiga forustu núna og ættum svo að auka hana í 10 stig þegar Ce$$$$ heimsækir okkur á Anfield. Því auðvitað eiga hin “stóru” liðin ekki að gera, né geta, Það sem við getum.
  Í hinum besta heimi allra heima væri staðan sú. 🙂

  YNWA

 76. Halli segir,,,,,, Vonandi eru þetta bara byrjendaörðugleikar hjá Keane og hann fari að sýna okkur af hverju hann var keyptur á þennan pening. Vá,,,,, hvenær byrjaði Keane, var það í gær eða í fyrradag. Við getum varla kallað þettað byrjendaörðuleikar, hvenær endar þettað byrj bla bla bl bla

 77. Rafa að gefa í skyn, eins og kemur fram í ótal fréttaveitum, að Gerrard og Torres séu sóknarparið sem virkar! Þarf ekki snilling til að sjá það…Keane var greinilega keyptur til að leyfa Gerrard að fara í draumastöðu sína á miðjunni…það er ekki að virka. Keane á að geta miklu betur en hann er bara slakur, punktur. Mér finnst líklegast að Gerrard hafi viljað fá þennan vin sinn til að geta dottið aftur á miðjuna og Rafa hafi látið það eftir honum og því í raun keypt Keane fyrir Gerrard. En mikið hljóta þeir félagar, Rafa og Gerrard, að vera súrir með írska snillinginn. Ég vona svo innilega að Keane komi til og nái að blómstra en ég verð því miður að segja að ég er farinn að efast um að það gerist. Held þetta hafi verið sóun á peningum og ekki fáum við mikið fyrir hann í endursölu, enda maðurinn kominn á 30 ár sitt eftir rúma 13 mánuði. En einn maður hefur hlegið síðan við keypum Keane og því miður hlær hann væntanlega enn…

 78. Benni Jón… 14 póstar af 80 eru þínir og 12 af þeim um innbyrðis rifrildi milli ákveðinna manna, er ekki málið að leysa þetta á MSN og halda umræðunum hér um Liverpool en ekki skoðanir ykkar hvor á öðrum.

 79. Ég er of þunnur til að fara mikið út í leikinn, hef ekki heilsu í það en þakka Óhappa-Magga fyrir góða skýrslu.

  Ég er samt búinn að lesa allt heila klabbið í þessum þræði og get bara ekki annað gert en að taka undir með Baldvini vini mínum og taka upp hanskann fyrir Benna Jón. Eruð þið ekki að grínast eða?

  Mér fannst hann aðeins dansa á línunni í umræðum eftir Bolton leikinn með drulli á Steina (eflaust fleiri dæmi), en að öðru leiti sé ég bara ekki margt athugavert þannig í þessum þræði og er jafnvel sammála svona 70% af því, ef ekki meira.

  Menn eiga að hafa fullan rétt á að tjá sig hérna inni og Benni hefur ekkert gert það á ómálefnalegri hátt heldur en aðrir hérna. Sumir höndla það greinilega afar illa að heyra illa talað um liðið sitt (ég þar með talinn) og taka gagnrýni bara alls ekki nógu vel. Margir mættu held ég svei mér þá líta sér nær áður en farið er að drulla yfir menn eins og Benna.

  Þetta er íslensk bloggsíða um lið sem svona 95% lesenda hennar eru allir gallharðir poolarar…..allir á sinn hátt. Af því gefnu skil ég ekki hvurn guðsvolaðan grefalann það á að skipta máli þótt gagnrýnin sé svolítið óvægin eða jafnvel í sumra augum ósanngjörn og grimm, þá er bara um að gera að annaðhvort leiða það hjá sér eða svara því, málefnalega.

  Er það svo ekki frekar mikil viðkvæmni að rjúka upp til handa og fóta þegar einstaka leikmenn eru uppnefndir eða sagt er að þjálfarinn ætti að ráða sér sóknarþjálfara? Þið ættuð að lesa að ég held bara öll erlend spjallborð, eitthvað held ég að sjokkið yrði. Að það skapist umræða hérna í marga mánuði vegna þess að t.d. Kuyt er líkt við smalahund finnst mér alveg magnað, það er ekki einu sinni það neikvæð samlíking enda bæði kvikindin þræl hjálpsöm, dugleg og mikilvæg 😉

  Annað, hvað varðar Liverpool klúbbinn, þá er þetta klúbbur sem við erum líklega allir stoltir af enda ótrúlegt starf unnið þar.
  En:
  A – Þá mega menn ekki rugla saman embætti formanns Liverpool klúbbsins (eða þá varaformanns) eða hvers sem er úr stjórn þar og t.d. embætti forseta íslands eða segjum seðlabankastjóra. Þessir gaurar eiga að hafa fullt umboð til að tjá sínar skoðanir umbúðalaust á bloggsíðu tileinkaðri Lliverpool, ekki þær skoðanir sem aðrir vilja að þeir hafi. Það á ekki að hafa eins mikil áhrif og t.d. þegar Seðlabankastjóri ræpar einhverju út úr sér í kastljósi.
  B – Svo held ég að það sé afar lítið óeðlilegt við að einmitt þeir sem starfa í sjálfboðavinnu fyrir Liverpool klúbbinn hafi þörf fyrir að tjá sig um klúbbinn í góðum hópi poolara (eins og t.d. hér). Þessir kappar ættu held ég að öllu eðlilegu að hafa hvað mesta þörf fyrir að tjá sig, jafnvel þegar þeir eru þræl pirraðir yfir leik liðsins.
  C – svo hef ég bara ekki tekið eftir því að þeir hafi verið klúbbnum til skammar, hvorki hér né annarsstaðar og eru mikilvægir hlekkir í hópnum.

  Að segja Benna Jóni að segja af sér embætti varaformanns eftir ummælii sín hérna finnst mér fáránleg ósk og svolítil óvirðing. Hvað þá að “heimta” að hann sé bannaður hérna inni fyrir það eitt að fara ofboðslega í taugarnar á manni. (Hvet þig Höddi til að endurmeta þá ákvörðun að láta ekki sjá þig hérna aftur).
  Ég er ekki endilega að segja að ég sé alltaf sammála Benna, en hann má svo sannarlega vera ósáttur við t.d. Benitez og segja frá því hér, þó að hann sé varaformaður Liverpool klúbbsins, hell, meira að segja eigendur liðsins voru ósáttir við hann og fóru ekki (nógu) leynt með það. Það er þá okkar hinna að mótmæla því. Það mætti halda að margir hérna breytist í reiða og bitra konu þegar þeir sjá comment eftir Benna og heyri bara það sem þeim vilja heyra, en lesa ekki póstinn.

  Reynum nú að halda umræðunni um Liverppol og leikmenn Liverpool, ekki fara, oft nafnlaust, út í persónulegar árásir. Minna af ummælum eins og nr.31.

  Takk fyrir.

 80. samt var þessi leikur ef ég má vitna í Ólaf Ragnar vin okkar einhvernveginn á þessa leið… ÖLL LJÓS KVEIKT OG ENGINN HEIMA… smá svona til að draga athyglina af þessum innherja deilum… en við erum allir/öll með það að leiðarljósi að gera LFC að veldi sem öll lið hræðast alltaf og menn taki andköf bara þegar það er talað um þá…

 81. Nú var ég að renna yfir kommentin hér og sé að mest allt af þessu er bara kjánalegt skítkast. Að sjálfsögðu eru góð komment um eitthvað af viti inn á milli, en alltof mörg skítakomment.
  Ég hef lesið þessa síðu nánast frá stofnun og líkað vel. Hún jókst sífellt í vinsældum, fleiri pennar fengnir, fleiri komment póstuð og fleiri færslur settar inn. Nú finnst mér þessi síða ekki eins góð og áður og þá sérstaklega hve mikið er um barnalegt skítkast hér í kommentum, ég er 14 ára strákur og mér finnst þetta ótrúlega barnalegt, þá er nú eitthvað mikið að!
  Hvernig væri nú að sleppa þessu og fara tala um fótbolta og liðið sem við styðjum flest öll sem lesum þetta ágæta blogg?!

 82. Sammála Babel og þeim sem á eftir komu… Ef svona úrslit ættu sér ekki stað einsog um helgina myndum við vinna deildina auðveldlega. Þannig verður það aldrei og ekkert skrýtið að misstíga sig aðeins. Sigurgangan sem Einar Örn vildi sjá klikkaði á frumstiginu.
  ÞAð gerðist ekkert í stöðu efstu liða og nú er bara að rífa sig uppúr þessu.

 83. 78 SigKarl.

  Það var víst ég sem tók þetta saman, við höfum í gegnum tíðina átt slakan árangur gegn þessum veikari liðum og því úrslit eins og um helgina ekki neitt nýtt.
  Auðvitað ættum við að vera með 7 stigum meira, en það að við séum samt í sæti 2 með jafnmörg stig og efsta liðið, talsvert fleiri en sitjandi meistarar gefur okkur von.
  Því liðið okkar á MIKIÐ inni………..

 84. Mér finnst nú alger óþarfi að skíta yfir liðið fyrir þennan leik. Stoke er engan vegin sambærilegt við Fulham. Í síðustu fimm leikjum er Fulham með sama árangur í ManU og 2 stigum lakari árangur en Liverpool.

  Fulham er í 5. sæti í síðustu 5 leikjum á eftir Chelsea, Spurs, Liverpool og everton og samanlagt í 9. sæti. Það telst nú varla að vera lakara lið. Þeir eru með hörkulið.

 85. Svolítið sammála Arnari Ó, þetta Fulham lið er bara alls ekki jafn slappt og það sem ég sá spila í fyrra og þeir hafa góðan stjóra sem hefur að ég held oftast staðið sig vel. Það er ekki þar með sagt að ég sé sáttur við leikinn eða frammistöðu liðsins, bara að við vorum kannski ekki eins viðbjóðslega slappir og af er látið.

  Mark í markinu átti t.a.m. tvær heimsklassa markvörslur, fyrst frá Keane sem ég veit að menn virðast “elska að hata” hérna og svo frá Kuyt. Þar fyrir utan áttum við nokkur góð færi sem fóru forgöðrum en heppnast stundum. Í dauðafærinu hjá Keane þá lokaði hann vel og var heppinn að verja, í tilviki Kuyt þá var hann ennþá heppnari því boltinn fór beint á hann.

  Þar fyrir utan held ég að ég hafi ekki verið svo langt frá því þegar ég sagðist í kalhæðni vona að leikmenn Fulham yrðu ekki jafn þreyttir og okkar menn eftir landsleiki vikunnar, við virkum smá þreyttir svei mér þá.
  Það var á miðjunni fannst mér sem við töpuðum aðallega í þessum leik (þar til Alonso kom inná) enda 3 af 4 ekki að gera gott mót. Lucas var alls ekki sannfærandi (var hann ekki að spila í S-Ameríku gegn Portúgal um daginn?), Mascherano var alls ekki öflugur og leikir eins og á móti Fulham eru ekki þeir sem hann nýtist best í, Kuyt var ekki að gera gott mót heldur en Riera var nokkuð líflegur. Þetta gerði það að verkum að framherjarnir, Torres og Keane fengu nú úr afskaplega litu gáfulegu úr að moða, Keane sást varla, en Torres var engu að síður bara nokkuð góður og alltaf ógnandi. Eins má ekki gleyma að Super Danny Murphy var að spila fanta vel og át Lucas gjörsamlega í fyrri hálfleik.

  Það er rosalega fúlt að klára ekki Fulham heima, en kannski ekki heimsendir, sérstaklega ekki í svona FÁRÁNLEGRI umferð þar sem Liverpool, United, Chesea, Arsenal og Villa skora ekki eitt mark!!! Vonum allavega það besta því liðið á nóg inni….og lítum á björtu hliðarnar, við erum í það minnsta ekki með jafn slappan fyrirliða og Arsenal var með 😉 Þeim dettur varla nokkur maður í hug til að leiða liðið á meðan við eigum nánast fyrirliða-material í hverri stöðu!

 86. Þetta jafntefli og gegn Stoke á eftir að koma í bakið á okkur seinna.
  En áfram LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Byrjunarliðið í dag….

Xabi Alonso