Nýr Liverpool-bloggari: Babu

Um síðustu mánaðarmót auglýstum við á Liverpool Blogginu eftir öflugum nýjum penna sem gæti hugsað sér að verða hluti af teyminu okkar hérna. Okkur bárust nokkrar góðar umsóknir og þökkum við þeim sem sóttu um kærlega fyrir sýndan áhuga.

Á endanum fór það svo að Einar Matthías Kristjánsson varð fyrir valinu og kynnum við hann því hér með til sögunnar sem sjöunda bloggara Kop.is. Þrátt fyrir stórkostlegt nafn (við, Einar og Kristján, erum hrifnir af nafninu Einar Kristjánsson 😉 ) er það þó ekki það nafn sem hann er þekktur fyrir á þessari síðu, því hann hefur verið einn ötullasti spjallari síðunnar undir nafninu Babu.

Þið getið lesið allt sem þið þurfið um Babu á prófíl-síðunni hans sem þið finnið hér til hægri ásamt tenglum á prófíl-síður ykkar hinna.

Við hinir Liverpool Bloggararnir vonum að þið takið vel á móti Babu sem nýjasta penna síðunnar. Velkominn í hópinn, félagi!

15 Comments

  1. Þetta eru mistök hjá ykkur… MISTÖK!!!!!!!!!! Einar er snælduruglaður…

    Hahaha… til hamingju með djobbið gamli, og til hamingju með afmælið í dag!

  2. “Hér og bara allajafna á netinu geng ég undir viðurnefninu Babu sem er ólíkt því sem sumir virðast halda ekki neitt dulnefni, þetta festist við mig þegar verið var að velja nöfn á búninga hjá leikmönnum utandeildarliðs sem ég spilaði með á Selfossi í kringum aldarmótin.”

    Og þekkja allir Íslendingar Babu? Bara pæling. Hvað er eiginlega dulnefni. Menn rakka alltaf menn niður þegar þeir skrifa undir nafninu “Man Utd rokkar” en ef “Jón” kommentar þá er ekkert sagt. Auðvitað eru menn ekkert að skrifa undir dulnefni, en svo lengi sem menn eru ekki með mynd af sjálfum sér og kennitölu, þá vitum við ekkert hvern við erum að eiga við.

    En auðvitað óska ég Babu hjartanlega til hamingju með að vera orðinn penni hérna, hef haft gaman af ummælum þínum hérna á Liverpool blogginu 🙂

  3. Dísús kræst, afhverju var ekki valinn einhver með smá vit á fótbolta!!!

    😛

  4. Til hamingju með þetta Babu og gangi þér vel. Þessi sjöund ykkar verður þrælöflug í vetur og mér líst vel á ykkur. Ólíkir einstaklingar, ólíkar umfjallanir, ólíkar greinar … allt á besta íþróttabloggi landsins og víðar.

    Til lukku – áfram Liverpool!

  5. Sæll félagi Babu!!??!!

    Til hamingju með djobbið. Mér hefur fundist þú vera oftast málefnalegur og góður skríbent. Og augljóslega með hjartað á réttum stað. Óska þér góðs gengis á hinum opinbera ritvelli.

    YNWA

  6. Til hamingju Babu. Vel að þessu kominn. Enda situr þú sjaldan á þínum skoðunum á veraldarvefnum 🙂

  7. Kærar þakkir fyrir það piltar.

    GK – jú jú það er ég sem er snarruglaður!! 🙂

    Halldór – ég meinti það nú ekki þannig, nöfn eins og Babu og KLÁRLEGA Man Utd Rokkar (í alvörunni datt þér EKKKERT ANNAÐ dæmi í hug???) fara oft í taugarnar á mönnum og réttilega svo, en ég hugsaði þetta alltaf þannig að þeir sem þó þekkja mig vita frekar hver ég er sem Babu heldur en einfaldlega Einar, annars hugsaði ég ekkert sérstaklega út í þetta fyrr en KAR benti einmitt á að hann hefði alltaf tekið Babu sem barnalegt dulnefni.

    Benni Jón – þetta hefur ekkert með vit á fótbolta að gera, ég var fengin hingað til að spila á appelsínu.

    ….og að lokum þá viðurkenni ég að ég var ég búinn að Gúggla nafnið Einar Kristjánsson áður en ég fattaði afhverju ritstjórum síðunnar líkaði svona vel við það!!! 🙂

  8. VIÐ ÆTLUM OKKUR UPP UM DEILD SELFOSS, SELFOSS!
    VIÐ ÆTLUM OKKUR Í ÚRVALSDEILD SELFOSS, SELFOSS!

  9. Velkominn Babu. Hlakka til að fylgjast með Liverpool blogginu í vetur.. (er ekki enn farinn að venjast því að kalla síðuna kop.is 🙂

    Skyldi árið í ár verða ÁRIÐ??

Hver er besti stjórinn! (Uppfært)

Sagan endalausa um Gareth Barry (uppfært x8)