Liðið gegn Arsenal: Crouch BYRJAR!

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Gerrard – Mascherano – Alonso

Kuyt – CROUCH – Torres

**Bekkur:** Itandje, Riise, Arbeloa, Lucas, Benayoun, Babel, Voronin.

Það er nú bara það. Crouch gerði sjálfum sér greiða á laugardag og fær verðskuldað að byrja þennan leik.

Arsenal-liðið:

Almunia

Touré – Gallas – Senderos – Clichy

Eboue – Fabregas – Flamini – Diaby – Hleb

Adebayor

Jahá. Van Persie ekki frískur til að byrja og Wenger notar tækifærið og bætir við miðjumanni. Sjáum hvað setur, en þetta verður seint túlkað sem sókndjörf uppstilling hjá honum. Gæti Wenger verið að gera hið ómögulega og (gasp!) spila varlega á útivelli?

Eitt enn sem ég vil koma að áður en leikurinn hefst. Ég skrifaði pistil um málefni Liverpool og Arsenal sl. sunnudag, og ég stend við þann pistil hvernig sem þessi leikur í kvöld fer. Þetta er bara einn leikur, ef hann vinnst er það ekki þar með sagt að Arsenal-liðið sé ömurlegt og Liverpool-liðið snilldargott, en ef hann hins vegar tapast munum við örugglega heyra helling um það hversu miklu betra Arsenal-liðið er. Þetta er bara einn leikur sem ræðst á dagsforminu, heppni og ýmsu öðru. Mín orð um stöðu Liverpool og Arsenal, heilt yfir í dag, stendur sama hvernig þessi leikur fer.

Þetta verður spennandi að sjá!

Koma svo! YNWA!!!

22 Comments

 1. Verður þetta ekki bara 4-4-2 með Kuyt og Gerrard á vængjunum og Torres og Crouch uppá topp ?

 2. Já, þetta verður spennandi!

  En erum við með tvö Aurelio-a í liðinu? 🙂

  Geri ráð fyrir að það sé Arbeloa sem byrjar leikinn í vinstri-bak ….

 3. það er engu líkara en Crouch hafi verið bætt við sem 12 manni. þvílíkt lið sem höfum… getum ekki tapað þessu…

 4. Á opinberu síðunni stendur að Gerrard sé á kantinum. Ætli Mascherano og Alonso séu ekki fyrir framan vörnina, Crouch fyrir aftan Torres og Kuyt og Gerrard á köntunum.

  Spennandi.

 5. Spái því að við sjáum Torres droppa með Crouch uppi á topp. Líst mjög vel á þetta, Babel var ekki að höndla leikinn í síðustu viku, þ.e. að byrja. Flott að fá hann inn af bekknum.

 6. 4-5-1 hjá báðum liðum.

  Láttu ekki eins og Liverpool sé að spila sóknarbolta stjáni. Það er blindni.

 7. Ég sé nú ekki betur en að Liverpool sé með þrjá sóknarmenn inná, en það er víst ekki sóknarbolti því að nafnið á liðinu byrjar ekki á A.

 8. -, ummæli nr. 6, skrifaðu undir nafni ef þú ætlar að kalla mig Stjána. Hvernig færðu það út að Liverpool – með Torres, Kuyt og Crouch alla inná – og Arsenal – með Adebayor eina framherjan í sínu liði – séu að spila „eins“?

 9. Núna erum við að sjá alvöru fótboltalið á móti okkar liði sem hegðar sér eins og neðrideildarlið í útsláttarkeppnum og tekur fjórða sætið í deildinni. Guð hvað ég vona að ég þurfi að éta þessi orð ofan í mig.

 10. Vei 0-1 fyrir Arsenal eftir 12 mín. 🙁

  Hvað í fjáranum var Rafa að hugsa að setja Crouch inná í svona stórleik, bara útaf einum góðum leik. Crouch hefur ekkert að gera í þennan hraða, getur aldrei varist og þarf endalausa þjónustu.
  Guð hvað ég vona að ég þurfi að éta þessi orð ofan í mig.

 11. Ég væri frekar til í einn senter og vera að halda Arsenal á sínum vallarhelmingi heldur en að vera með þrjá “sentera” og liggja til baka á okkar eigin vallarhelmingi:)

  Vonandi tökum við þetta 2-1 en ég er ekki nægilega bjartsýnn. Slæm byrjun en betra er að þeir skori snemma en seint.

 12. Hvað er Gerrard að gera á vinstri kant? Búa til pláss fyrir Kuyt eða Crouch, svoldið skringileg tilraunastarfsemi við þessar aðstæður.

 13. Hyypia sannar gildi sitt fyrir klúbbinn. Frábær vinna hjá honum í teignum.

  Markið hjá Arsenal kveikt í okkur og við höfum núna 60 mínútur til að tryggja okkur þetta. Skárra heldur en að Arsenal hefði sett hann á 80. mín.

 14. SÆLIR
  mitt álit er það að liðið sem kemst aftur marki yfir vinnur en þó held ég að þetta endi 1-1 í fjórða skipti á tímabilinu.

  Lokatölur 1-1 eftir að liverpool sækja gríðarlega mikið ómögulegt að segja til um framlengingu og inn með babel í stað crouch á 65 min

  áfram Liverpool

 15. Hrikalega er þetta að verða leiðinlegt hvað menn eru alltaf að TROÐA á Torres!!! ég bara skyl þetta ekki 🙁 AAAAARRRRRRGGGGGHHHHHHH!!!!!!!!!

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 16. Hvað var ég að segja um Babel?
  Hann er maðurinn sem kláraði þetta og hann var MAÐURINN
  Besta skipting vetrarins :D:D:D

  Áfram Liverpool
  p.s. aftur Chelsea í semi final

 17. AAAAAArhhhhhhhhhh. djöfull þoli ég ekki livescore!
  Klikkar alltaf þegar mesta spennan er!
  Er þetta búið?
  Ég veit að staðan er 3-2!
  Er þetta búið?
  AAAARRRHHHHHHHH!!!!!

 18. JÁÁÁÁÁ það er búið!!!!!!!
  4-2!!!!
  Til lukku öll saman : )
  Hlakka til að lesa skýrsluna, djöfull að hafa misst af þessu !!!!

 19. 1989 hvað? Djöfull var þetta góður þriðjudagur.

  Sjáið byrjunina á umfjölluninni á arsenal.is:
  “Allar forsendur voru fyrir góðum leik þar sem taktíski snillingurinn Rafael Benitez tefldi fram tveimur framherjum þó hinn sókndjarfi Arsene Wenger léti sér nægja að stilla upp einum framherja.”

  Sá sókndjarfi tefldi fram einum en taktíski snillingurinn tveimur? Duh…

  Og kórónan á þessu bulli er vælið í Fabregas í “blaðagrein” í Telegraph. Þetta er ekki blaðamaður sem skrifar þessi grein, þetta er blaðafulltrúi.
  http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2008/04/06/sfnfab106.xml
  Sorglega fyndin grein.

Arsenal á morgun

Liverpool 4 – Arsenal 2 !!!