Everton á morgun

Jæja, merkilegur leikur á sunnudaginn við kuntur nokkrar sem kjósa að kalla sig Everton. Ég tel mig núna vera kominn hringinn á Liverpool-blogginu því fyrsta færsla mín hér á blogginu var einmitt leikskýrsla eftir fyrri viðureign Liverpool og Everton á tímablinu. Þetta eru ávalt frábærir leikir og úti í Liverpool borg er þetta upp á líf og dauða. Það eru fáir Íslendingar sem ég þekki sem hata Everton meira en t.d. man utd eða Chelsea, en þeir eru þó nokkrir og allavega einn penninn hér á blogginu flokkast í þann hóp, krúttið okkar. Harkan og hatrið skín af leikmönnum í þessum viðureignum og þetta verður alltaf svo breskt og hart að það er æðislegt. Reina mun spila sinn 100. deildarleik fyrir Liverpool á sunnudaginn og ef Arbeloa og Aurelio verða með ná þeir 50 deildarleikjum hvor. Gaman af því.

Carragher, sem er eldri en tvævetra í nágrannaslögunum, segir í viðtali við opinberu síðuna…

“If we can keep our heads then we’ll have a better chance of winning, it’s as simple as that.”

Skemmtilegt viðtal þar sem Carra bæði einfaldar og skýrir út hlutina og hvernig hann sér nágrannaslagina og ég hvet menn til að lesa viðtalið.

Þegar ég ber saman þessi tvö lið og reyni að vera eins hlutlaus og ég get, þá verð ég að segja að Liverpool er með töluvert sterkari hóp, töluvert. En ég get ekki skilið af hverju Everton er búið að sigra 17 leiki á tímabilinu en Liverpool 16. Ég vil bara að við tökum þetta meðallið, sem spilar leiðinlegan bolta að mínu mati og hefur lengi gert og einfaldlega kjöldrögum þá. Við erum að berjast við þá um 4. sætið, nú erum við á heimavelli og verðum að sigra og skilja bláliðana eftir, ekki flókið.

Ég hef mikið velt mér uppúr leikskipulagi Rafa í síðustu leikjum sem ég er mjög hrifinn af, ætli hann haldi sig við það eða breyti til? Ég held að hann haldi sig við það, hendir einfaldlega Lucas inn fyrir Mascherano sem tekur út bann. Reynum þá að átta okkur á byrjunarliðinu shall we?

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Rökstuðningur:
Arbeloa frekar en Finnan, Finnan er reyndari í nágrannaslögum en Arbeloa hefur hreinlega meira fram á að færa, sérstaklega sóknarlega. Aurelio var að mínu viti besti leikmaður Liverpool gegn utd og mun skárri kostur en Riise. Carra og Skrtel munu svo skilja Hyypia eftir á tréverkinu.
Lucas kemur inn fyrir hinn funheita Mascherano, Alonso heldur stöðu sinni. Restin er mjög augljós fyrir mér, eina sem gæti orðið öðruvísi þarna er að Pennant kæmi fyrir Kuyt á hægri kantinn en ég tel það ólíklegt því Kuyt er svo duglegur og vinnur vel aftur.

Ég ætla ekki að hafa mörg orðin um Everton liðið og ástandið á þeim fyrir þennan leik, ef Liverpool spilar sinn leik og áhorfendur á Anfield halda uppteknum hætti, þá skiptir ekki svo miklu máli hvaða lið kemur þangað og hvernig standi þeir eru í.

Það er allt undir. Stoltið, 4. sætið og síðast en ekki síst, að þagga niður í Everton mönnum í svolítinn tíma. Gerrard og Carra munu spila extra stórar rullur fyrir þennan leik þar sem þetta er mikilvægasti leikurinn fyrir þá upp á stoltið. Vissulega hafa þeir spilað mikilvægari leiki, klárlega, en þessi skiptir þá einna hvað mestu máli. Liverpool voru á gríðarmiklu skriði áður en kom að síðasta leik og nú er ekkert annað að gera en að leika það eftir og taka Meistaradeildarsætið föstum tökum. Ef við skoðum tölfræði yfir leiki þessara liða á Anfield síðustu 3 tímabil kemur í ljós að við höfum unnið þá 2-1, 3-1 og svo gert markalaust jafntefli. Tölfræðin er með okkur í leikjunum á Anfield sem sýnir að þrátt fyrir að derby slagirnir séu oft óútreiknanlegir, þá er Liverpool með svakalegan heimavöll og tapar ekki mörgum viðureignum þar.

Mín spá: Ég held að gæðin sigri um helgina. Menn geta barist vel og drengilega sem bæði lið munu gera á morgun, en gæðin eru okkar megin að mínu mati og það mun vonandi koma í ljós á vellinum. Knattspyrnulega séð er Liverpool sterkara, en Everton er mjög vel skipulagt, liggja sterkir til baka og koma svo hratt á andstæðingana. Liverpool munu sennilega koma til með að stjórna leiknum meira, og Everton að beita skyndisóknum. Því er lykillinn að því að brjóta upp leikstíl og skipulag Everton manna að skora nokkuð snemma leiks á þá, þá þurfa þeir að koma framar og þá fara svæðin að opnast fyrir eldfljótan Torres og útsjónarsaman Gerrard. Ég spái 2-0 sigri heimamanna. Torres mun gera allt sjóðandi kolvitlaust með einhverju svakalegasta marki sem menn hafa séð um miðjan fyrri hálfleik. Svo rétt fyrir lok leiks þegar Everton sækja sem mest og freista þess að jafna mun Liverpool fá skyndisókn, Torres felldur inn í teig, rautt spjald á loft og Gerrard mun klára vítið. Pottþétt? Hélt það.

Hérna er ágætis video sem kemur mönnum í rétta skapið fyrir sunnudaginn.

Takk fyrir kaffið, YNWA.

37 Comments

  1. Halló Siguróli….. hvað með varamenn,bekkurinn?????. Ég er sammála með liðið ,nema með vörnina. Hyypia og Finnan!!!inná ,þessi vörn sem þú ert með er alls ekki að ná saman eins og er.Smá innskot hjá mínum …Hættur

  2. hehe, ég var ekki í stuði til að tippa á 5 menn á bekkinn. annars kæmi mér ekkert á óvart ef að rafa myndi henda eftirtöldum leikmönnum á tréverkið:
    Einar Örn, Kristján Atli, SSteinn, Aggi og Doddi. Maggi er að dæma um helgina og því gat Rafa ekki valið hann.

  3. Hvað Everton liðið varðar þá þykir mér þeir heldur vanmetnir. Þeir eru með öfluga leikmenn innanborðs sem myndu sóma sig í Liverpool liðinu eins og Arteta, Cahill, Yakubu og Andy Johnson. Þeir eru vel skipulagðir og gríðarlega öflugir í föstum leikatriðum. Þeir njóta e.t.v. góðs af því að vera vantmetnir af andstæðingum í einhverjum tilfellum.
    Það er alveg á tæru að þetta verða slagsmál frá upphafi til enda. Hlakka til að sjá Lucas koma inní liðið, strákur sem þarf að spila mikið meira.
    Ég spái 1-1, það verður Torres sem jafnar leikinn fyrir okkur, eftir að Yakubu skorar eftir aukaspynu við vítateig.

  4. “Torres mun gera allt sjóðandi kolvitlaust með einhverju svakalegasta marki”
    mér líst vel á þetta……

  5. cahill ,yobo og andy johnson verða víst ekki með á Sunnudagin.cahill verður ekki meira með á tímabilinu andy johnson meiddist víst á ökla og spilar ekki.veit ekkert hvað amar að yobo.Feignastur samt að losna við fokking cahill því hann hefur alltaf reynst okkur erfiður…En samtsem áður er þetta evrton og þjálfarinn næst alltaf það besta út úr þeim leikmönnum sem eru inná og svo er þetta bara Liverpool-everton og þar gefa allir allt sitt í leikinn sama hvað þeir heita og því má ekki vanmeta þá þótt lykilmenn þeirra séu ekki með

  6. Glæsilegt upphitun Olli, en hvað er með þetta “krútt” dæmi? 🙂

    Ég vil nú ekki hafa mörg orð um þennann leik svona fyrirfram, en við VERÐUM að sigra Bitter Blues á Anfield á morgun, flóknara er það ekki. Ég mun hreinlega verða tæpur gagnvart innlögn á geðdeild ef við töpum fyrir tveim þessum erkifjendum á rúmri viku. Það er EKKERT verra sem ég veit um tengd Liverpool FC en að tapa fyrir Everton. Mér líst bara vel á liðið hjá Olla hér að ofan, og ég skal gjarnan taka sæti á bekknum, enda verður maður víst að spila meira sjálfur til að geta haldið áfram að tjá sig um boltann 🙂

  7. Sæir félagar
    Ég vil benda á það sem Didi#6 bendir á. Þessir menn eru broddurinn í sókninni og Cahill er sá þeirra sem hefur verið okkur erfiðastur undanfarnar viðureignir.
    Með þessa menn fjarverandi eigum við að vinna þá bláu nokkuð örugglega. Arteta er mjög góður leikmaður en þegar hann er án þessara þriggja sterku manna þá verður lítið úr leikni hans og leikskilningi.
    Ef okkur tekst að setja mark nokkuð snemma í leiknum (um miðjan fyrri í seinasta lagi) þá vinnum við þennan leik með þrem mörkum, 3 – 0 eða 4 – 1. Hitt getur aftur á móti reynst erfitt að brjóta á baka aftur 11 manna herbúðir í teig þeirra bláu.
    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Þetta eru nú aðal mennirnir þeirra og er yobo ekki varnarmaður og það mikilvægur varnarmaður fyrir þá??en everton eru alltaf everton og þeir muni spila sinn kraftabolta og tækla mann og annann út um allann völl,en samt eigum við að taka everton anytime anywere sama með hvaða leikmenn þeir spila.
    En cahill er ég feiginn að losna við

  9. Flott upphitun Olli og setur mann í réttu stellingarnar fyrir leikinn.

    Ég er hins vegar pottþéttur á því að við vinnum þennan leik og skal ég útskýra það:
    1) Við vorum niðurlægðir gegn Man U um síðustu helgi, þurfum að svara fyrir það.
    2) Við erum næstum með okkar sterkasta lið á meðan Everton á í meiðsla vandamálum.
    3) Við töpum EKKI fyrir Everton á heimavelli. Síðast þegar það gerðist var tímabilið 1999-2000 og fengum þá þeir Westerveld og Gerrard rauð spjöld í seinni hálfleik.
    4) Við erum betra lið…

    Mín spá: 3-1 þar sem Gerrard, Torres og Babel skora.

  10. Já Siguróli það rétt að það er komin tími til að kjöldraga þetta Everton lið og það er alveg rétt að þeir spila áveg ótrúlega leiðinlegan bolta, en það má heldur ekki taka það af þeim að hann skilar árangri. Varðandi liðið þá er ég ekki sammála að Arbelola sé betri en Finnan mér finnst Finnan mjög stekkur varnarlega og svo á hann mjög góðar sendingar inn á tegin og oftast skapast hætta eftir sendingar hanns, nokkuð sem ég er ekki ánægður með hjá Arbeloa ekki það að Arbeloa sé slæmur varnamaður og það sem ég held (en vona ekki) að komi Arbeloa til góða er að Finnan er að koma til bara eftir meiðsli. Og í svona leikjum þá finnst mér að Finnan ætti að vera í vörnini hann er búinn að spila vel á þessu tímabili það sem hann hefur verið að spila og reynsla hans í svona leikjum gæti vegið þungt… en hvað sem því líður þá er aðal málið í svona nágranna slag að missa sig ekki í eitthvað tæklinga vesen og vera sendu af velli ég held að það eigi eftir að vera eitthvað mikið að gera hjá dómarannum því þetta er harðari nágrannaslagur en áður þekkist venga báráttunara um fjórða sætið…. en ég er nú þannig að ég hef óbilandi trú á Liverpool og held að okkar menn vinni þetta 3 – 0 og hana nú…

  11. Vildi óska þess að við tækjum 3 stig á móti LITLA LIÐINU Í LIVERPOOL – en óttast að við séum með hugann við miðvikudaginn meira en góðu hófi gegnir. Leikurinn á morgun er ekkert minni: 4. sætið er í húfi. Gleymum öllu kjaftæði um 1-3. sæti í deildinni. Þangað komumst við ekki nema hin klikki illilega. Við erum ekki með mannskap til þess. Reynum að horfast í augu við staðreyndir. Það hefur Rafa reynt að gera og nær frábærum árangri með ekki sterkari mannskap. Burt með liðleskjur og letingja. Kewell og Riise eru þar ofarlega á blaði. Við þurfum að bæta heildarmyndina til að þola 90 leiki: 70 í deild, 10 í bikar og 10 í Meistaradeildinni. Þvi miður erum við ekki komnir þangað ennþá og Rafa veit það en eigendurnir ekki. ÞAR LIGGUR VANDINN..

  12. Jæja, ég meinti 40 í deild eða þar um bil. Vona að menn fyrirgefi mér!!! Ætli ég hafi eki verið með NBA í huganum; það er alvöru deild og þar þrífast engar veimilitítur!

  13. Helgi ég er nokkuð viss um að leikur við everton er alltaf efst í huganum sama hvað leikur kemur á eftir honum.Gerrard og Carra munu sko ekki láta samherja sína hugsa um eitthvað annað en þennann eina leik.Eins og Carra seigir sjálfur þá skoðar hann alltaf fyrst hvenær þeir eiga mæta everton þegar leikjaniðuröðin er komin fyrir hvert tímabil…..Svo ég persónulega hef ekki neinar áhyggjur af því að menn séu með hugann við eitthvað annað enda er þetta aðalleikirnir í deildinni fyrir menn eins og Carra

  14. Ég get alveg fallist á það sem þú segir, didi. Auðvitað eiga menn að hugsa þannig – EIGA – en gera ekki alltaf. ÞVÍ MIÐUR. Maður sér þessa stráka með 10-15 milliur á viku labba inn á völlinn og svitna ekki einu sinni. Það finnst mér móðgun við okkur áhorfendur, stuðningsmenn.Og mér finnst það til marks um ákafann og dugnaðinn í leiknum hvort menn svitna. Mér er alveg sama þó menn séu þarna ósammála. En aðalatriðið er að liði vinni sem HEILD og geri eitthvað af VITI. Til dæmis og skora mörk og vinna stig.

  15. Arsenal eru að tapa 2:1 fyrir Bolton og misstu Diaby útaf eftir hálftíma. Ef við vinnum á morgun þá minnkum við í 5 stig á þá og eigum leik gegn þeim á Emirates um næstu helgi. Við skulum ekki afskrifa okkar lið í baráttunni um þriðja sætið. Hinsvegar ættum við að gleyma Chelsea og ManUtd að ég tel.

    Veit ekki hvort það sé rétt hjá mér en mér skilst að þrjú efstu sætin í deildinni gefi sæti beint í riðlakeppninni á næsta tímabili í CL.

  16. Það má þakka Páló fyrir þessi úrslit. 😉

    3-2 fyrir Arsenal gegn Bolton á útivelli. Þegar hálftími var til leiksloka var staðan 2-0 fyrir Bolton og Arsenal manni færri, og þá sá maður fram á að mórallinn í Arsenal-liðinu myndi verða í ræsinu fyrir leikina gegn okkur. En þökk sé þessu getulausa Bolton-liði náði 10-manna lið Arsenal að skora þrjú mörk og vinna svona „priceless“ sigur sem gerir það að verkum að þeir mæta vígreifir og grimmir til leiks gegn okkur.

    Takk, Bolton!

  17. Hafði ekki fyrir því að lesa hin comment-in og kannski einhver búin að benda á þetta, en það er ótrúleg breyting á byrjunarliðinu síðan í fyrri leiknum gegn everton.

    Mín spá: 3 – 2 – Torres 2, Lucas 1

  18. Jæja kæru púlarar og blogg vinir ég er að fara út að borða í kvöld, vona að það vrði gamana hjá ykkur hérna á blogginu. Vildi bara minna ykkur á að þessi leikur fer 3 – 0. love you all…

  19. Helgi alveg sammála að fótboltamenn séu “ofdekraðir aumingjar” miða við það sem áður var þegar alvöru naglar sem höfðu gaman að þessu voru að spila.En samt með þennann leik á morgunn þá erum við að tala um alvöru borgarslag þar sem infæddu leikmennirnir okkar þeir Gerrard og Carra vita alveg uppá hár hvað þessir leikir þýða fyrir alla teingda Liverpool og þeir munu ekki leyfa restinni af liðinu eitthvað vera með hangandi haus á morgunn,þú getur treyst því

  20. 5-0 (Torres 4, Carragher 1) – það verður óvenju létt yfir manni annað kvöld

  21. klárlega stórleikur og mikið í húfi, megi betra liðið í Evertonborg vinna!
    kv.
    Evertonkunturnar

  22. held að það verður góður sigur með carragher í hægri bakverði

  23. Rétti andinn TÓTI, það eiga allir séns, líka Evertonkuntur 😀
    Væri ekkert gaman af þessu öllusaman ef ekki væri verðugur andstæðingur á vellinum, ég hef allavegana alltaf haft gaman af fótbolta og það er ekkert að breytast

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  24. Vil sjá Hyypia í vörninni hann er búinn að vera okkar jafnbesti varnarmaður í vetur. Söknuðum hans sárt á móti Man.utd. Vara samt menn við of mikilli bjartsýni. Við höfum klúðrað heimaleikjum gegn mun slakari liðum en Everton.

  25. Sælir félagar
    Ég hefi víst mistekið mig á Yobo. Hann er auðvitað varnarmaður. En hvað um það þetta er mikil veiking á liðinum og þeir munu pakka í vörn sem erfitt verður að brjóta á bak aftur.
    Þegar það tekst hinsvegar þá munu þeir opna sig í sóknaraðgerðum sínum og þá munu Gerrard og Torres slátra þeim. Carra minn maður mun svo setja eitt úr aukaspyrnu eða úr hornspyrnu þar sem hann lúrir á fjær og neglir hann inn með hægri uppí þaknetið fyrir framan Kop stúkuna og þeir bláu hníga grátandi til …
    Nei annars þeir eru verðugir andstæðingar og ég er ekki sáttur við að kalla þá kuntur 🙁 . Þetta er alvörulið sem ber að sýna virðingu.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. Ég er farinn á pöbbinn, upphitunin er byrjuð hér í Stavanger 😀

    Hlakka til að kommennta á STÓRSIGUR BESTA LIÐS Í HEIMI, KOMA SVO ALLIR / ÖLL SAMAN – OLEEEE OLE OLE OLEEEE OLE OLE OLE OLE OLE OLE OLE VIÐ VINNUM ÞENNANN LEIK

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  27. Ég er frekar svartsýnn á þennan leik og ætla að koma með raunhæfa spá. 6-0 Carragher með þrennu, Torres, Gerrard og Babel eitt hver.
    Síðan er bara að krossleggja fingur og vona það besta 😀

  28. Kemur einn svartsýnn :|, býst við því að leikurinn við United frá síðustu helgi sitji í okkar mönnum. Höfum sýnt það undanfarið að við eigum erfitt með að koma til baka frá tapleik sem skipti miklu máli. Þetta verði markalaust fram á síðustu stundu og þá er það matsatriði hvort þetta fellur okkar eða Everton megin. Kannski að Skrtel eða Lescott setji skallamark? Ómögulegt að segja….

  29. The Liverpool line-up in full is: Reina, Carragher, Hyypia, Skrtel, Riise, Lucas, Alonso, Gerrard, Kuyt, Torres, Babel. Subs: Itandje, Finnan, Benayoun, Crouch, Pennant.

Smá leiðrétting

Liverpool búið að semja við þrjá leikmenn