Liverpool – Reading= 2-1

Eitthvað var verið að draga galdramennsku Ssteins í efa hér að undanförnu. Þó menn geti spáð fyrir CL-drætti, hann spáði rétt fyrir byrjunarliði Rafael Benitez!!!! Flottastur Steini.

Byrjunarlið okkar manna í dag.

Reina

Arbeloa – Carragher – Sktel – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkurinn: Itandje – Hyypia – Riise – Crouch – Benayoun.

Leist mjög vel á byrjunarliðið, sannfærður um að Reading yrði rekið til baka og bombarderaðir frá fyrstu sekúndu. Því miður var svo ekki, Aurelio byrjaði á að missa boltann illa eftir 4 sekúndur og gaf tóninn fyrir fyrstu 15 mínúturnar sem voru arfaslakar. Reading skoruðu strax á 5.mínútu upp úr aukaspyrnu sem vissulega ekki átti að dæma, en varnartilburðir rauðliðanna voru skelfilegir. Okkar menn virtust ekki alveg tilbúnir í slaginn í byrjun.

Það var svo á 19.mínútu sem jöfnunarmarkið kom, satt að segja úr óvæntri átt! Argentínumaðurinn Javier Mascherano fékk tíma og pláss til að skjóta, skiljanlega, en smurði hann út við stöng með einu kvikindi. Fyrsta mark hans í Englandi og þar með auðvitað fyrsta fyrir Liverpool, glæsilegt ef hann er að verða sóknarmaður líka, sá knái.

Nú fór Liverpool aðeins í gang, vel varið frá Torres og Babel skoraði mark sem var virkilega á mörkum þess að vera löglegt, en satt að segja var nú ekki leiftrandi leikur í gangi hjá okkar mönnum. Menn virkuðu þreyttir/andlausir/einbeitingarlitlir, hvað sem við viljum kalla þá. Alonso átti þó skot rétt framhjá rétt fyrir hálfleik og með það var flautað til hálfleiks í stöðunni 1-1.

Ég var sannfærður um að liðið kæmi með eldinn í augunum eftir hálfleik, en það varð því miður ekki. Þó skemmdi nú ekki byrjunin, 2-1 strax á 48.mínútu þegar Gerrard sendi á Fernando Torres sem skallaði í markið, virkilega nett útfærsla á aukaspyrnu, nokkuð sem ég hef saknað í vetur. Mark nr. 20 í deildinni hjá Spánverjanum frábæra, þvílíkur klárari!

En liðið náði sér aldrei nokkurn tíma á strik og næstu 40 mínútur var lítið að gerast, maður var skíthræddur að jöfnunarmarkið kæmi, um leið og maður pirraði sig á ruddagangi Reading. Liverpool dró sig smám saman aftar og í uppbótartíma áttum við sennilega að fá á okkur víti þegar Gerrard fórnaði sér fyrir málstaðinn.

En virkilega gladdist maður með stigin þrjú, ekki hefði nú skemmt ef að Alonso hefði enn sett hann frá eigin helmingi í blálokin, en þrjú VIRKILEGA mikilvæg stig í höfn.


Varðandi leik liðsins er nú fátt jákvætt í raun, nema það að taka 3 stig í svo slökum leik. Reina var að skila boltanum illa frá sér, en varði það sem þurfti. Aurelio, Carragher og Skrtel voru að mínu mati að spila vel en ég veit ekki hvaða íþrótt Arbeloa var að spila. Vissulega var hann óheppinn að fá á sig aukaspyrnuna í byrjun, en hann lét fara illa með sig og kom ALDREI held ég upp kantinn til að gefa fyrir. Arfaslakur. Mascherano gerði vel að venju, og Alonso er að komast í gang aftur en mér fannst þeir liggja of aftarlega í leiknum. Babel náði sér ekki á strik, Kuyt vonlaus og Gerrard ekki á tánum, nema í lokin. Torres sparkaður niður allan leikinn, skoraði mjög fallegt mark og var ógnandi, þó ekki sé hægt að segja að hann hafi leikið vel í heildina. Skiptingar Rafael fannst mér koma of seint til að hægt sé að dæma Benayoun og Riise, innkoma Hyypia í lokin sýndi stressið best, hann var settur inná til að verjast síðustu aukaspyrnunni!!!

Ég ætla samt að vara mig á því að vera bara jákvæður, því þrjú stig úr þessum leik var skylda uppá framhaldið! Sjöundi sigurleikurinn í röð, ekki dregur það úr gleðinni.

Þegar kemur að vali á manni leiksins var Mascherano nálægt því og Carra fínn, en mér fannst Martin Skrtel bera af, þvílíkur styrkur og smám saman er hann að skila boltanum betur af sér. Varnartrukkur sem virkar! Hyypia búinn að fá arftaka með meiru.

Næsti leikur er á Over the Top, sunnudaginn 23.mars klukkan hálf tvö. Takið daginn frá, spennið beltin og verið tilbúin í það að nú vinnum við Scum United!!!

39 Comments

 1. Sælir félagar.
  Það er megnað hvað þetta Reading lið er okkur erfitt. Góður sigur eftir sem áður og Jav og Torres sáu um það sem þufrti. Smilega sáttur við leikinn og leikmenn en þó óþarfa mess á vörninni til að byrja með. En yfirburðir okkar mana ótvíræðir og góð niðurstaða.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 2. Húhaaaaaa, já við erum á góðri siglingu YESSSSSSS!!!!!!!!!
  Mátulega erfiður leikur, en 3 stig í hús, til hamingju með þitt fyrsta mark Hr. Javier Alejandro Mascherano, þú ert hetja, og þú þarna miljónkall þú ert bara FLOTTASTI FRAMHERJI Í HEIMI.

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 3. Ekki margt sem situr eftir þennan leik nema tvö glæsileg mörk, slakur dómari, leiðinlegt og slakt Reading lið. Liverpool spilaði nú engan super bolta, greinilegt að leikurinn gegn Inter sat í mönnum og menn voru lengi innstilla sig. Þegar Liverpool var komið í gang var þetta aldrei spurning. Það er hins vegar góðs viti að liðið er farið að skila 3 stigum þrátt fyrir að leika illa.

 4. Ég held að þessi leikur sýni svart á hvítu hugarfarsbreytinguna og aukninguna á því sjálfstrausti sem býr í liðinu þessa stundina. Þessi leikur spilaðist rosalega svipað og margir jafnteflisleikjanna í vetur. Síðasta korterið var nánast skelfing upp á að horfa og mark frá reading virtist liggja í loftinu og ef þessi leikur hefði verið í janúar er ég svona 99% viss um að það mark hefði komið. Hins vegar börðust menn fram í rauðann dauðann og höfðu að lokum sigur þrátt fyrir að spila ekkert stórkostlega og það skiptir öllu máli.

  Ég skil það í sjálfu sér mjög vel að liðið hafi ekki verið upp á sitt besta í þessum leik, bæði spiluðu reading menn mjög hart, sem gerir það alltaf erfiðara að ná upp almennilegu spili, og svo hljóta menn að vera með hugann við næstu 5 leiki (manutd, everton, arsenal x3) og þar að auki nýbúnir að spila á San Siro. Það að vinna svona leiki er styrkleikamerki og þrátt fyrir að hafa ekki spilað okkar besta leik í dag hef ég bullandi trú á liðinu í komandi átökum og er bara þokkalega bjartsýnn á að eftir næstu 5 leiki verði liðið með a.m.k. 6 stigum meira á töflunni og komið áfram í CL.

 5. Góður baráttusigur. Er ég sá eini sem fékk nánast blóð í hann bara við að sjá Gerrard hreinlega missa sig á Bikey. Yndislegt og svona á þetta að vera. Torres vandræðalega góður og gaman að sjá Mascherano skora.

  Og Reading niður takk fyrir. Bendið mér á leiðinlegra fótboltalið og ég gef ykkur kassa.

 6. Góður sigur, til lukku öll!
  Mikið rosalega voru öll mörkin þrjú glæsileg, en ég hafði ekki miklar áhyggjur þó að við lenntum undir svona snemma, fílingurinn í liðinu er solid þessa dagana : )
  Annars finnst mér æðislegt að sjá hvað Torres og Gerrard fagna hvorum öðrum innilega……..svona nánast syndsamlega vel ; )
  Ég held að þeir séu rosalega ánægðir með að vera í sama liðinu.
  Áfram Liverpool!

 7. Já flottur baráttusigur og frábært að sjá skrímslið skora sitt fyrsta mark enda fagnaði hann ógurlega.

  Hvað er samt málið með þessi föstu leikatriði hjá okkur? það væri gaman að sjá hvað við erum búnir að fá á okkur mörg mörk eftir þau. Þetta var reyndar ekkert eðlilegt mark sem við fengum á okkur en samt…. Skapaðist líka hætta upp við markið hjá okkur í blálokin eftir aukaspyrnu.

  Jæja nóg væl, við erum á góðu rönni og sjálfstraustið í botni.

  áfram Liverpool!

 8. Baráttusigur. Reading seldu sig dýrt. Dómarinn seinn að taka við sér með gulu spjöldin -pirraði mig mikið. Bikey átti með réttu að fjúka út af með tvö gul þegar Gerrard lét hann heyra það.

  Engin spurning… JM maður leiksins og Skrtel þar nálægt. Ég hélt ég fengi flog þegar Litli Naglinn tók sig til og drap í Reading single handed. Og flott mark hjá honum. Mikið andskoti var ég himinlifandi.

  Núna byrjar magaverkurinn!!! Gamla Tröð fram undan. Hvet alla til að fara á skeljarnar á hverju kvöldi fram að leik!!! Ég þrái svo heitt að vinna Scums á þeirra heimavelli að það hálfa væri nóg. Tími til kominn. Það væri svoooooooooooo ljúffffftttttttttttttttt. 🙂 Allt í lagi að láta sig dreyma. 🙂

  YNWA

 9. Ágætur sigur í döprum leik, er þó ekki sammála með Arbeloa og Aurelio. Fannast Aurelio skelfilegur í leiknum, missti boltann hvað eftir annað og gerði sama og ekkert sóknarlega. Arbeloa var solid að venju að mínu mati 🙂

  Skrtel maður leiksins, Masch í öðru og Torres í þriðja (bara fyrir að skora og gefast ekki upp þrátt fyrir að vera sparkaður niður hvað eftir annað).

 10. Það þarf einhver að fara að banka í hausinn á Babel og segja honum að knattspyrna sé hópíþrótt. Algjörlega óþolandi að sjá hann ekki senda boltann nema hann eigi algjörlega um ekkert annað að velja. Jú fínt að eiga svona mann sem getur tekið menn á en come on, þetta er aðeins of mikið. Ekki koma með ræðu um að hann sé ungur og blabla, ég var svona 9 ára þegar ég áttaði mig á því að maður á að gefa boltann líka, og ekki fæ ég borgað fyrir að leika knattspyrnu!

  Kuyt er eitthvað sem ég skil ekki.. hann gerir nákvæmlega EKKI NEITT til að bæta sóknarleikinn, jújú hann er voða “duglegur” að hlaupa en það telur ekki neitt ef þú gerir akkurat EKKERT fyrir liðið, af hverju ekki að fá einhvern maraþon-hlaupara frá Kenýa til að gera það sama og fá svona 87% minna borgað fyrir það?

  Jákvætt í dag: Skrtel, Mascherano, Torres og 3 stig.

 11. Merkilegur leikur af nokkrum ástæðum:

  • Torres varð fyrsti maðurinn til að skora 20 mörk á einu tímabili fyrir Liverpool síðan Guð gerði það árið 95/96, eins sorglegt og það nú er. Þar með líkur rúmum áratug af hetjum eins og Heskey, Heskey, Heskey (hann var svo slappur að ég tel hann þrisvar), Diouf, Baros, Cisse, Kuyt, Meijer (hetja), og reyndar Owen sem ég hélt að hefði nú afrekað þetta. Guði sé lof. ATH, það er hellingur eftir af tímabilinu og Torres er vonandi ekki hættur.

  • Þetta er jöfnun á mesta stigafjölda sem Liverpool hefur náð eftir 30 leiki síðan EPL var stofnuð sem er hreint út sagt magnað miðað við allt sem gengið hefur á þetta tímabilið og að mínu mati enn eitt dæmið um að sumir spekingana ættu kannski að bera aðeins meiri virðingu fyrir Rafa.

  • Þetta var einnig sá leikur sem mig langaði einna mest á……..ekki sökum gæða leiks þannig heldur vegna þess að ég þekki svo fjandi marga sem voru á leiknum og hringdu óspart í mann fyrir leik og sögðu reyndar mestmegnis það sama “Fernando Torres Liverpool´s number 9”
   Held að klúbburinn hafi farið á þennan leik!?

  En varðandi leikinn sjálfan þá var þetta fyrst og fremst mjög góður sigur, greinilega þó nokkur þreyta í liðinu eftir ítalíuferðina og fyrr á þessu tímabili hefði þessi leikur pottþétt farið 2-2.
  Eink. leikmanna:
  Reina – 7 var ekki eins nákvæmur og oft áður þegar hann var að koma boltanum í leik og eins átti hann auðvitað að verja þetta skot í markinu hjá Reading 😉
  Arbeloa – 5,5 hann hefur svo sannarlega oft leikið betur, allavega aðeins undir meðallagi þó það hafi ekki komið mikið að sök.
  Aurelio – 7 hann er að spila sig inn í þetta lið, svo einfalt er það. Er þó svolítið háður því að JM og Alonso spili eins aftarlega og þeir gera.
  Carra – 7,5 Carra var bara Carra í dag.
  Skrtel – 8 maður leiksins hjá Liverpool, hrikalega sterkur dúddi og á bara eftir að verða öflugri.
  Alonso – 7,5 ég vil bjóða Alonso velkominn aftur til Liverpool borgar, hans hefur verði sárt saknað
  Gerrard – 7,5 hann var ágætur á sinn mælikvarða og þ.a.l. með betri mönnum á vellinum auðvitað.
  JM. – 7,7 Það hefði líklega hentað honum betur að spila með Reading í dag en þar sem andstæðingarnir voru hið nýja Wimbeldon ákvað hann bara að smyrja blöðruna í bláhornið………..það er ekki eins og honum hafi einhvað skort vinsældir hjá okkur fyrir!!!
  Babel – 6 seint talinn hans besti leikur, virkaði smá þreyttur en það er samt alltaf ógn af honum.
  Kuyt – 5 ég námunda í fimm þó hann hafi fallið með 4,9 hjá mér íþessum leik. Hann var auðvitað duglegur að vanda en ég sá nú ekki mikið af viti koma frá honum, það er of mikill munur á ógninni sem kemur frá vinstri kannti og þeirri ógn sem kemur frá hægri kannti.
  Torres – 7,5 var sparkaður niður allann leikinn og sýndi meira að segja smá pirring yfir þessari meðferð, gerði annars ekki mikið í þessum leik þannig………………eða jú, hann kláraði hann.
  Peter Crouch – 7 stóð sig vel í leiknum, hitað lengi upp og teygði ágælega á og var hress á bekknum.

  Rafa Benitez var kátur í dag og eins og sést á fyrirsögninni (sjá link) var hann drukkinn eftir leik http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N159195080315-1815.htm

 12. Byrjunarliðið var reyndar svona:

  [b]4-3-3:[/b]
  Reina
  Arbeloa – Carragher – Sktel – Aurelio
  Alonso – Gerrard – Mascherano
  Kuyt – Torres – Babel

 13. Sælir félagar og til hamingju með úrslitin!
  Þetta var fínn leikur og varð spennandi þegar að Reading skoraði svona snemma. Það var tvennt slæmt við það mark, annars vegar var þetta ekki aukaspyrna og hins vegar það að enginn skyldi vera að dekka manninn á vítateigslínunni.

  En Liverpool var auðvitað miklu betra liðið allan leikinn þó að þeir hafi oft spilað betur. Öll tölfræði sýndi það. Arbeloa var nú ekki svona slæmur eins og þið viljið láta að mínu mati og hann átti allavega eina góða stoðsendingu eða fyrirgjöf þegar Kuyt skaut rétt yfir.

  En litli snillingurinn skoraði sitt fyrsta mark og það eru góð tíðindi. Hann hefur skorað sæmilega fyrir önnur lið og það er mikilvægt að andstæðingar okkar þurfi að taka hann alvarlega fyrir framan markið vegna þess að það losar líka um aðra.

  En Torres er náttúrulega maðurinn og það er snilld að skoða það hvernig hann losar sig við Bikey í markinu. Eins og Gummi Ben sagði þá leit hann út eins og byrjandi í þessari aukaspyrnu og Torres var ekki í vandræðum með hann.

  Fínn sigur og mjög mikilvægur enda margir erfiðir og spennandi leikir framundan.

 14. Lítið hægt að gera í marki Reading, fyrir utan að þetta var aldrei aukaspyrna. Maður hafði þó alveg fulla trú á að Liverpool næði sigri en það reyndist erfiðara og tæpara en ég bjóst við. 3 stig, partý.

 15. JM klárlega maður leiksins. Aurilio algjörlega úti á þekju, en heldur væntanlega stöðu sinni þar sem að samkeppnisaðili hans (Riise) er útbrunninn. Aurilio getur þakkað félögum sínum að hafa bakkað hann upp eftir hann tapaði boltanum í þrígang á hættulegum stöðum. Þá var Arbeloa frekar daufur. Miðverðirnir sterkir ásamt miðjumönnunum. Gaman að sjá Alonso nálgast sitt fyrra form. Kantarnir voru slakir. Kuyt barðist en nákvæmlega ekkert gerðist þegar hann fékk boltann. Held að hann ætti að eyða nokkrum dögum að sparka bolta í vegg og taka á móti boltanum.
  Babel var skárri, minnir óneitanlega á Ronaldo á sínu fyrsta tímabili þ.e. að hann vill hanga of mikið á boltanum og hægir þar af leiðandi á sókninni.
  Gerrard var þokkalegur, sást ekki mikið, greinileg þreytumerki eftir Evrópuleikinn.
  Torres er einfaldlega senter af guðs náð, sást ekki mikið enda í strangri gæslu. Losnaði í nokkrar sek. og refsaði andstæðingnum.

  Sammála mönnum að eins og leikurinn þróaðist þá hefði hann tapast fyrr á leiktíðinni. Greinilegt að sjálfstraust er komið í hópinn enda veitir ekki af. Gríðarstór leikur annan mánudag, spurning hvort að Benitez nái sínum fyrsta sigri á Man Utd í deildinni og fyrsta útisigri sínum gegn stóru liðinum.

 16. Nr. 16 Reynir ef þú ert að vísa í mig þá var ég auðvitað að meina þetta í kaldhæðniston að Reina hefði átt að verja, suddamarki hjá Reading.

 17. Djöfull er Ívar Ingimarss slappur leikmaður. Sást vel í leiknum í dag þegar
  Javier labbaði framhjá honum í jöfnunarmarkinu. Líka þegar hann reyndi að senda á þetta viðrini í markinu hjá þeim. Munaði litlu að poolari kæmist inn í sendinguna. Fékk svo gult fyrir að brjóta á Steve G á miðjum vellinum.
  Hann er rosalega góður í klefanum fyrir leiki…en mígur svo á sig eins og skólastúlka þegar á völlinn er komið,

 18. Steinþór, í guðana bænum slepptu því að skrifa hérna ef þú ert ekki þroskaðri en þetta.

  Fínn sigur í dag, enginn meiddist, 3 stig í hús og Liverpool að vinna leik þó liðið væri að spila undir getu. Frábært líka að Mascherano sé farinn að taka þátt í sókninni líkt og hann gerir af og til með Argentínu.

  Núna er Liverpool skyndilega 8 stigum á eftir toppliðunum. Maður getur ekki annað en hágrátið þessi 11 jafntefli sem við höfum gert fyrr í vetur. Mörg hver alger óþarfi gegn miðlungsliðum. 4-6 stig í viðbót og við værum í alvöru titilbaráttu núna. 🙁

 19. Já galdrar Maggi 🙂 Eins gott að það sé hætt að henda slíkum á bál. Það er hálfpartinn bara skuggalegt að hafa giskað bæði á byrjunarliðið og bekkinn rétt, nema Rafa sé loksins búinn að átta sig á því að það borgi sig að koma inn á Kop.is til að tékka á því hvernig eigi að stilla upp.

  Annars er ég sammála mönnum hérna inni, frekar slakur leikur og hálfgerð skylda bara. Arbeloa og Aurelio ekki upp á sitt besta og sama má segja um Reina. Babel er ógnandi, en eins og téð Kristjana úr liðinu sem við mætum næst, þá er hann að læra það hvenær hann eigi að taka menn á og hvenær sé best að gefa boltann. Ég blæs á svona eins og fram kemur í #12 með að það megi ekki koma með það að hann sé að læra og bla bla bla. Staðreyndin er sú að hann ER AÐ LÆRA og við höfum fjölmörg dæmi um það að leikmenn sem eru stútfullir af hæfileikum átta sig ekki strax á því hvenær menn eiga að reyna sjálfir og hvenær ekki. Þetta kemur með reynslunni. Annars eru menn fljótir að snúast gegn Kuyt kallinum, búinn að vera að leggja upp og setja mörk, svo kemur svona leikur, þar sem hann var þó ekkert verri en hver annar, og þá er hann aftur kominn í pakkann að geta akkúrat ekki neitt.

  Bjartir punktar: Sjöundi sigurleikurinn í röð, Torres skorar enn og aftur, Xabi að snúa tilbaka (þá meina ég okkar Xabi, ekki þann sem við vorum búnir að sjá eftir meiðslin), Ryksugan á fullu (og skoraði í þokkabót) og síðast en ekki síst maður leiksins Martin Skrtel. Þetta er strákur sem er búinn að heilla mig. Hann og Agger eru framtíðin í miðvarðarstöðunum og þegar sá síðar nefndi kemur tilbaka þá erum við að tala um alvöru samkeppni um miðvarðarstöðurnar. Sami gamli þá orðinn pottþétt 4 í röðinni.

 20. Sammála öllu hjá þér ssteinn, en ekki útiloka Sami gamla. Það bara má ekki. Svo má ekki gleyma, fyrir þá sem vilja losna við hann, að kannski og líklega væru Carragher, Agger og Skrtel ekki eins góðir og þeir eru og ekki búnir að bæta sig eins mikið og þeir hafa gert, ef gamli góði Hyypia væri ekki leiða þá áfram. Kæmi mér allavega ekki á óvart. Hann kann auðvitað öll brögðin í bókinni.

 21. Sami Hyypia á mikið hrós skilið fyrir hvernig hann hefur haldið vörninni saman í vetur. Agger meiddur, bakverðirnir úti á þekju, Skrtl nýr og Carragher með ójafnasta tímabil sitt í mörg ár. Því miður hefur þetta komið í veg fyrir að draumurinn rætist og farið verði að nota Hyypia sem stormsenter á síðustu 15 mínútunum a´la Matt Elliott. Erum margir vissir um að Hyypia myndi leysa þá stöðu betur heldur en nokkur framherji og þar Crouch meðtalinn.

  Svo er satt sem Hafliði segir #6, ef það er einhver sem þarf að óttast um stöðu sína við hlið Steve Gerrard í Liverpool-borg þá er það Alex Curran

  Syndin er allavegana sæt þessa dagana. 🙂

 22. Hehe…biðst afsökunar hafi ég móðgað einhvern. En Ívar er bara ekki að gera sig..heldur ekki m landsliðinu. Og þessi Hænu-man í markinu hjá Reading..átti víst rosalega gott season í fyrra. En það var í fyrra. Hef fylgst með karlinum í þeim mörkum sem hann er að fá á sig og oftar en ekki lítur
  hann ansi illa út. En ég vona að Reading reddi sér frá falli. Ég ber mikla virðingu fyrir Coppel sem stjóra. Það er skárra að hafa lið eins og Reading í deildinni en t.d Derby-Birmingham-Fulham-M´boro og allt það drasl.

 23. Bara til að leiðrétta það ef það hefur eitthvað misskilist, Sami Hyypia er legend í mínum augum og vil ég ekki fyrir mitt litla líf missa hann frá okkur. Ég vona heitt og innilega að hann fái allavega 2 ára framlengingu á samningi sínum við okkur. Það sem ég var að reyna að koma frá mér var hversu mikil breidd sé komin í miðvarðarstöðurnar hjá okkur og segir það sitt ef gamli er orðinn 4 val. Reynslan og áreiðanleikinn er ómetanlegur í honum og hann hefur ekki misst niður neinn hraða eftir því sem hann hefur elst 🙂

 24. Óli B. segir.

  „Kuyt er eitthvað sem ég skil ekki.. hann gerir nákvæmlega EKKI NEITT til að bæta sóknarleikinn, jújú hann er voða “duglegur” að hlaupa en það telur ekki neitt ef þú gerir akkurat EKKERT fyrir liðið, af hverju ekki að fá einhvern maraþon-hlaupara frá Kenýa til að gera það sama og fá svona 87% minna borgað fyrir það?“

  Sko, ég ætla ekki að hætta mér út á Kuyt-umræðuna einu sinni enn, og ég er ekki að verja hann og segja að hann sé búinn að vera frábær. EN … ummæli eins og þau sem Óli B. lætur úr sér hér að ofan geta aðeins menn sem engan skilning á fótbolta hafa látið hafa eftir sér. Sorrý. Ef þú heldur að það sé alveg jafn gott að fá maraþonhlaupara inn og Kuyt, af því að þú sérð bara hlaupin hjá honum sem eitthvert athæfi óháð öllu öðru sem liðið gerir, áttu að mínu mati varla erindi í að tjá þig um knattspyrnu.

  Kuyt þarf að skora meira, um það erum við allir sammála. En hann er búinn að búa til slatta af mörkum með bæði stoðsendingum og með því að eiga upphafið að sóknum sem skila mörkum. Oft hefur hann verið grunnurinn að snöggri og hættulegri sókn okkar manna með því að vinna boltann, eða pressa manninn með boltann í það að eiga slæma sendingu sem Mascherano eða einhver álíka hirðir í kjölfarið. Þessi stanslausa vinnsla og pressa í Kuyt bæði skapar pláss fyrir leikmennina í kringum hann og gerir liði andstæðingsins mjög erfitt að spila upp hans megin á vellinum, svo að okkar menn vinna boltann frekar í kjölfarið.

  Heimurinn snýst ekki bara um marka- og stoðsendingatölfræðina. Kuyt þarf að skora meira, svo ég ítreki það enn einu sinni að hann er ekki fullkominn og þarf að gera betur en í vetur, en allt annað sem hann gefur liðinu er með þeim hætti að ég sé ekki hver annar á að sinna þeirri vinnu jafn vel og hann. Ef þú sérð það ekki og finnst alveg eins hægt að hafa víðavangshlaupara þarna veit ég ekki hvað þú ert að horfa á á meðan Liverpool-leikir eru í sjónvarpinu, því varla geturðu verið að horfa á sömu leiki og við hin.

 25. Þetta var frábær sigur í gær þó svo að ég þrái ekkert heitar en að fá einhverjá toppleikmenn í stöðurnar hjá Aurelio og Kuyt.
  Er að horfa á Fulham -Everton og það sem ég vona að Everton geri í buxurnar. Koma svo allir leggjumst á bæn 😉

 26. Ég er ekki að segja að við eigum að setja Carra bara í bakvörðinn á næsta tímabili, og hafa þá Agger og Skrtel sem miðverði nr 1, en sáuði einu fyrirgjöf hans í leiknum? Hann tók tvær slíkar um daginn ef ég man rétt… þetta er eins og besti kantmaður…

  Annað, lét JM sig detta þarna til að fiska aukaspyrnuna? Sýndist það amk, en vona ekki…

 27. Menn vinna ekki titla með að spila eins og skátar. Ef hann lét sig detta til að fá aukaspyrnu og koma sér úr klemmu þá er það hið besta mál.
  Það er aftur á móti óþolandi þegar menn gera þetta endurtekið en að gera þetta öðru hvoru er bara klókt.

 28. Snilld, Everton menn að tapa á móti Fulham 🙂 gerist ekki betra. Svo er bara að vinna næstu 6 leiki og blanda sér i toppbaráttuna

 29. Gat ekki verið betri dagur að Everton tapaði. 🙂
  Styð fyrri ummæli nr 35
  Símon

 30. Flott að fá þrjú stig, en markið sem Reading skoraði pirraði mig mjög mikið. Ástæðan fyrir því er sú að það hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir það með því að dekka manninn fyrir utan teiginn. Ef ég man rétt þá skoraði Man Utd mark sitt á Anfield eftir hornspyrnu vegna þess að Scholes (að mig minnir) var skilinn eftir aleinn fyrir utan teig. Hann skaut að marki og Tevez kláraði dæmið.

  Þetta þarf að laga, zonal marking kerfið er alveg að virka þokkalega en það þarf þá einhver að vera á svæðinu (eða bara dekka manninn) rétt fyrir utan vítateiginn til að koma í veg fyrir svona auðveld mörk.

 31. Hvernig geturu flokkað þetta sem auðvelt mark? Neglu sláin inn fyrir utan teig? Hvað með mann á mann dekkninguna hjá Reading þegar Torres skoraði?

Liðið komið!

Í draumaheimi