Liðið komið!

Þá hefur hulunni verið svipt af byrjunarliði dagsins gegn Ívari og félögum:

Reina

Arbeloa – Carragher – Sktel – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkurinn: Itandje – Hyypia – Riise – Crouch – Benayoun.

Fínt sigurlið á ferðinni!!!

15 Comments

 1. Þetta lið á að geta tekið Reading án of mikilla vandræða og ég hef fulla trú á að það geri það. Það sem mig langar hins vegar að vita er hvort SSteinn sé með sömu sambönd og gaurinn sem spáði rétt fyrir um meistaradeildardráttinn í gær eða hvort spádómsgáfan sé bara farinn að slá sér niður um allar trissur? 😉

 2. Ekkert út á þetta lið að setja. Klárum þetta 3-0 (Torres, Kuyt og Babel).

 3. Djöfulsins snillingur er Ssteinn í liðsspánni!! Er þetta ekki bara í 3. eða 4. skipti sem hárréttu liði er spáð?? 🙂

  Anyhoo… með þetta lið á vellinum – þá eigum við að vinna 5:1 alla vega og því stend ég við þá spá. En hvort af því verður … kemur í lugtir.

  Áfram Liverpool!

 4. Glæsilegt mark hjá Macherano. Mjög við hæfi að hann skoi sitt fyrsta mark rétt eftir að hann skrifi undir hjá liverpool. Og gaman að sjá hann taka Luis Garcia fagnið með þumalfingur í túllanum.

 5. Það er greinilegt að reading ætla að reyna að sparka Torres útaf vellinum !

  Læra þeir ekkert ?!?

 6. Já, sammála þér. Það er greinilega að virka …. EKKI !!!!!!!!!

  muhahahhaha

 7. eruði að grínast með Babel? Hann fær alveg núll í teamplay fyrir leikinn í dag! Talandi um að flækja eins einfalda íþrótt og fótbolti er! Baah!

 8. Getur liðið ekki drullast til að skora 3ja markið. Góð byrjun væri að taka Kuyt útaf, hann er gagnlausari en vanalega í dag !

 9. Rólegur Johnny Haim, ef við sigrum leikinn þarftu ekki að kvarta, auðvitað viljum við loka leiknum með vænnri stöðu, en sérðu fyrir þér að þeir skori mark í þessari stöðu heheheheh ó nei.

  A.V.L.R. http://www.kop.is

 10. Við unnum og ég held að ég hafi slegið persónulegt met í því að spá fyrir um rétt byrjunarlið og BEKKINN líka, þrátt fyrir orð einsa kalda 🙂 Ég held ég hætti bara hér með að spá fyrir um byrjunarlið, þ.e. þetta verður síðasta upphitunin, er ekki alltaf talað um að hætta á toppnum 🙂

Reading á morgun

Liverpool – Reading= 2-1