Liðið komið – Torres byrjar!

Jæja, þá er byrjunarliðið komið, og þvert á slúður dagsins er Fernando Torres heill heilsu og byrjar leikinn í kvöld.

Liðið er sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise

Gerrard – Mascherano – Alonso

Kuyt – Torres – Babel

**Bekkur:** Itandje, Hyypiä, Pennant, Benayoun, Crouch.

Það er ljóst að Rafa er að rótera frekar lítið þessa dagana.

Áfram Liverpool! YNWA!

12 Comments

 1. Hvar er Aurelio? Hans fyrsta mark fyrir klúbbinn um helgina og hann er ekki einu sinni í hóp?

 2. 3 stig algjört must. En vitið þið hvort að Lucas Leiva sé meiddur ?

 3. Einar, Kristján Atli og Ssteinn. Er að horfa á leikinn á SopCast, slökkti í hálfleik og kveikti aftur rétt í þann mund sem leikurinn var að byrja. Var þá verið að sýna áhorfendur í stúkunni og í henni ómaði að sjálfsögðu: “I fell into a burning ring of fire….”

  Jéminn, rifjaði upp rútuferðina fyrir ári síðan 🙂

 4. djövusis leiðindi eru þetta!!

  Maður er bara byrjaður að bíða eftir jöfnunarmarkinu !

 5. Jöfnunarmark smöfnunarmark, Torres er maðurinn!

  Kuyt búinn að vera fínn líka, búinn að leggja bæði mörkin upp og vinna vel til baka. Hann verður að fá hrós fyrir það sem vel er gert!

 6. Var aldrei í vafa um annað en sigur kæru félagar 😀

  HLAKKA TIL AÐ SJÁ LEIKSKÝRSLUNA (SÁ EKKI LEIKINN 🙁 )

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

West Ham á morgun

Liverpool 4 – West Ham 0