Masch að skrifa undir

Javier Mascherano segir í dag að það sé bara dagaspursmál hvenær hann skrifi undir langtíma samning við Liverpool FC. Hann staðfestir jafnframt að það sé ekkert sem beri í milli er varðar kaupverð á honum eða samning hans við liðið. Þetta snýst orðið bara um að klára einhverja pappírsvinnu:

“There are no problems with the fee or with the contract, it’s just getting the papers finished. “

Ég hef persónulega aldrei verið hræddur um að hann væri að fara eitthvað annað, kannski var það bara barnaleg trú, en ég hef engu að síður ávallt slegið það út af borðinu þegar menn tala um að hann færi eitthvað annað að lánstíma loknum. Það er þó engu að síður mikill léttir að málin séu kláruð fyrir fullt og allt, því þeir eru fáir í heiminum sem eru betri í ryksugu hlutverkinu heldur en Javier. Eftir að Makalele varð allt í einu gamall, þá finnst mér Javier vera sá sem kemst næst honum í þessu hlutverki. Javier virðist ekkert vera síður ánægður með þetta:

“I am very happy that in the next week I will be able to say I have signed for Liverpool. It will be the best moment of my career to be able to say I will be playing my football with Liverpool.”

Það er gott að geta yljað sér við eitthvað á meðan beðið er eftir næsta leik.

38 Comments

 1. Glæsilegt,frábær leikmaður sem át inter menn upp til agna..Samt merkileg staðreynd að hann hefur eingöngu skorað 1 mark á sínum ferli og það var fyrir Argentínu..En hann er ekki nema um 23 ára og á bjarta og vonandi langann og farsælann feril með Liverpool..Er ekki Torres einnig 23 og nokkrir t.d Agger og Reina á svipuðum aldri..Framtíðin hlýtur bara að vera björt hjá Liverpool og ég trúi ekki að Rafa verði látinn fara fyrst hann er búinn að byggja upp þennann mannskap.Tel það verða mikil mistök þar sem þessir leikmenn virðast allir elska hann og virða…

 2. Nú jæja 2 mörk,það er nú ekki alslæmt,greinilega markaskorari af guðs náð:)..Spurning samt hvort það eigi ekki frekar að tala um hversu mörgum mörkum hann hefur komið í veg fyrir í hann tilviki..Þau eru örugglega talsverð þótt við munum aldrei geta komist að því fyrst hann kom í veg fyrir þau væntanlega

 3. Ágæt tíðindi, en í raun ekkert nýtt. Það er jú löngu vitað að hann væri ekkert á förum…

  Þetta er fréttnæmara að mínu mati:
  http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158990080227-1646.htm

  Gerrard í opinskáu viðtali þar sem hann segir að jafnvel sigur í Meistaradeildinni séu ekki næg sárabót fyrir slakt gengi í deildinni. Hann skýtur þarna föstum skotum að liðsfélögum sínum, sjálfum sér, Rafa og eigendunum. Auðvitað er þetta gengi ekki ásættanlegt, segir Gerrard réttilega.

 4. Mascherano er góður, en De Rossi er honum fremri, það er gutti sem klúbburinn ætti að reyna að fá. Einhver vanmetnasti fótboltamaður í heimi.

 5. Bara hið besta mál. Hann er án efa efni í að verða betri leikmaður en Makalele. Í dag erum við án efa með eitt best mannaða miðjuteymi í deildinni.
  Get alveg tekið undir með Gerrard, þetta tímabil er algjör vonbrigði eins og mörg önnur á þar á undan. Er reyndar ekki sammála honum að hópurinn að þessu sinni hafi verið nægjanlega sterkur til þess að geta keppt við topp 3 liðin, því miður eru of margir veikir hlekkir sbr. bakvarðastöðurnar og vængina. Er hins vegar sammála honum að liðið er sterkara á pappírnum frá því í fyrra og ef gerð verða góð kaup í sumar t.d. bakvarðatöðurnar verða styrktar þá held ég að liðið gæti komist ansi nálægt top 3 liðunum.

 6. Gott að gengið sé frá kaupum á Mascherano, hann er einn sá besti í stöðunni. Hins vegar höfum við ofmetið liðið okkar töluvert á liðnum árum og Gerrard er greinilega að gefa þau skilaboð að hann fari ef ástandið breytist ekki. Okkur vantar senter með Torres og bakverði og kantmenn sem geta sótt og skorað. Við höfum markmann, hafsenta, miðju og einn senter í heimsklassa en annað vantar einfaldlega upp á. Þá þarf Benítez, ef hann verður áfram, að leggja meiri áherslu á reitabolta og five a side svo menn tapi ekki algjörlega touchinu eins og gerst hefur með Kuyt, Riise og fleiri.

 7. Gerrard er greinilega að gefa þau skilaboð að hann fari ef ástandið breytist ekki

  Eh, nei. Hann var ekkert að gefa það í skyn.

 8. I’m running out of time at Anfield, says Gerrard

  Daily Mail gera aðeins of mikið úr þessari frétt, en okkar ástkæri fyrirliði er samt greinilega orðinn ansi pirraður á stöðu mála.

  Ég hef aldrei skilið þennan pirring hans í deildinni fyrr en kannski á þessu tímabili. Á fyrri tímabilum okkar finnst mér liðið aldrei haft burði í að vinna deildina, en með komu Torres, Babel og Mascherano held ég að liðið sé til alls líklegt á næsta ári með 2-3 nýjum og betri leikmönnum.

  Svo eru það náttúrulega frábærar fréttir að Mascherano sé að fara að skrifa undir, en eins og SSteinn þá hafði maður aldrei miklar áhyggjur af þessu.

 9. Spáið í það, gaurinn er 23 ár!!!

  Man ekki hver var að ræða það hérna um daginn en var kaupverðið ekki eitthvað á reiki þar sem mögulegt var að laun myndu ganga uppí kaupverðið eða eitthvað álíka?

 10. Skiptir ekki mali i minum huga hvad hann kostar okkur! Thetta er bara snilldar leikmadur, svo eg er mjog sattur!

 11. Mascherano er án efa einn af bestu holding miðjumönnum heimsins í dag. Alveg í hópi með Makalele, Vieira, Gattuso, Essien og auðvitað Jon Obi Mikel.

 12. Auðvitað Jon Obi Mikel?!?

  Þessu verð ég að vera ósammála. Nema þú hafir sagt þetta í kaldhæðni. Þá er ég sammála þér, þá er Mikel klárlega langbestur! 😉

 13. Flott færsla !!!
  að mínu mati er Masce einn af þremur bestur varnarsinnu miðjumönnum í heimi í dag
  Finnst hann samt alltaf langbestur í stóru leikjunum.

 14. Ingi #10, ég var að tala um þetta um daginn, mér hafði einhvern veginn skilist að díllinn væri svona. Ég hef ekki heyrt neitt meira til eða frá um það síðan þá. Veit einhver hér eitthvað meira um hvernig þetta er hugsað?

 15. Þetta með Mikel var klárlega kaldhæðni.

  Annars hlýtur hann að vera að gera eitthvað rétt fyrst hann heldur Makalele og Ballack til skiptis útúr byrjunarliðinu, sem er óskiljanlegt. Kannski er hann geðveikt góður á æfingum. Einn vinur minn er þannig. Hann heitir Brynjar.

 16. Vieira???Breitist hann ekki í markvörð á Anfield um daginn???Og einnig vieira er búinn að vera sem leikmaður,hann kannski VAR með þeim bestu en er það klárlega ekki leingur..Held að ástæðan fyrir því að mikel er þarna í liðinnu oftast á kostnað makalele er einfaldlega sú að hann er ungur og er framtíðinn meðann hinir eru fortíðinn..
  Og einnig á ég líka vin sem heitir Brynjar og hann getur ekki rassgat,hvorki á æfingum né öðru.fínn á bekknum:)

 17. Þetta er orðið dálítið off-topic umræða en Carrick er mjög góður varnarsinnaður miðjumaður líka, þótt hann sé ekki sama týpa af varnarsinnuðum miðjumanni og ofangreindir. Er meiri svona Pirlo týpa, en mjög mikilvægur hjá Man Utd. Þeir spila alltaf betur þegar hann er með heldur en Hargreaves.

  Mahamadou Diarra er heldur ekkert lélegur.

 18. Hvað eru menn að setja út á Mikel.. hann er ótrúlega fjölhæfur og snjall miðjumaður.

  Eins og Mourinho sagði þá þarf maður virkilega að skilja fótbolta til þess að sjá hversu góður Mikel er. Ég kinkaði nánast kolli þegar ég sá hann segja þetta (í viðtali á Eurosport). Sumir virðast bara ekki sjá það og sumir eru svo vitlausir að geta ekki litið framhjá 2-3 (kannski fleiri, veit ekki) illa tímasettum tæklingum.

 19. Ég vil líka taka það fram að Mascherano er líklega besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi og kæmist í hvaða knattspyrnulið sem er, á hvaða degi sem (nema stundum hjá Benitez).

 20. Eins og Mourinho sagði þá þarf maður virkilega að skilja fótbolta til þess að sjá hversu góður Mikel er.

  Mourinho er snillingur!

  Ég segi líka að ég sé vanmetinn snillingur á knattspyrnuvellinum. Þið þurfið bara að hafa almennilegt vit á fótbolta til að sjá það.

 21. Hehe Einar ég er einmitt með svipað vandamál.
  Gott dæmi er t.d. Bojan hann minnir mig óneitanlega á sjálfan mig þegar ég var upp á mitt besta, ef hann væri ekki ári eldri en ég og ég gæti eitthvað í fótbolta 😀

 22. Stefán, þetta var ekkert bögg útí þig. Mér finnst Mikel ágætur, en hann er samt alls ekki kominn í hóp með Makalele, Vieira, Gattuso og Essien.

  Ég var bara að benda á hversu kostulegt það er hjá Mourinho að segja að einhver sé svo og svo góður og ef að þu fattir það ekki, þá bara hafir þú ekki vit á fótbolta.

  Slaka svo. 🙂

 23. Hehe, ég er rólegur, engar áhyggjur.

  Menn vita það bara (sérstaklga Liverpool, sem hafa almennt meira fótboltavit en Man United hér á Íslandi) að maður er ekki góður varnarmaður ef maður er góður tæklari. (Er ekki að segja að þú eða aðrir haldi það samt)

  Mikel er t.d. mjög ógnandi á menn sem eru með boltann, lang oftast mjög vel staðsettur á miðjunni bæði varnar- og sóknarlega, gefur allt í leikinn í 90 mínútur fyrir liðið og góður og rólegur á boltann. Leikmaður sem á eftir að halda áfram að þroskast og vera með þeim allra allra bestu. Engin spurning.

 24. Sælir félagar
  Þetta eru auðvitað gleðifréttir þó ég segi eins og fleiri hér að þetta kom ekki á óvart. Hefur legið í loftinu að Javier Mascherano vildi og mundi skrifa undir þennan samning. Það hefði þurft afburðasnillinga eins og kanana til að eyðileggja það. En … ef til vill gera þeir það þrátt fyrir allt???!!!???! 😛
  Nei bara djóka. Ég er sammála Stefáni um Mikel, hann er helv… góður. En hann kemst ekki með sínar löngu tær þar sem dvergvaxna tröllið Javier Mascherano hefur sína nettu hæla. Ekki til að tala umm.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 25. Algjör snilld einn af bestu mönnum LFC um þessar mundir ásamt Torres, Gerrard og Carra.

 26. Það seigir margt um getu mikel að bæði unted og chelsea slógust um hann á eftirminnilegann hátt.Og fyrst þessi 2 lið vilja bæði ólm kaupa þig þá hlýturðu að geta eitthvað í fótbolta þótt mér persónulega finnst hann ekki hafa sýnt það almennilega tilhvers öll þessi læti voru á milli þessara beggja liða um eignaréttinn á honum….En hann kann klárlega að spila fótbolta þótt það væri ekki fræðilegur möguleiki á að vilja skipta honum og Mascherano..Mascherano pakkaði kaka saman í Aþenu og kaka sást ekki fyrr en Liverpool varð að færa sig framar og Mascherano var tekinn út af að mig minnir og kaka fékk þá meira frjálsræði….Og kaka var að spila sitt langbesta tímabil þá en Mascherano pakkaði honum..Seigir allt um hæfileika hanns..Snildar kaup,set þau á stall með kaupunum á Reina og Torres

 27. “Ég segi líka að ég sé vanmetinn snillingur á knattspyrnuvellinum. Þið þurfið bara að hafa almennilegt vit á fótbolta til að sjá það.”

  Glæsilegt komment Einar! Þó ykkur sé illa við The Special One þá þýðir það ekki að allt sem hann segir sé tjara.

  Ég er langt frá því að vera mesti aðdáandi Mikil en hann hefur t.d. verið að spila betur en flest allir miðjumenn LFC í vetur. Ég tel hann þó ekki betri en Mascherano en er sammála Móra um að maður þurfi virkilega að skilja knattspyrnu til að sjá hve mikilvægri vinnu hann skilar.

 28. stb.Kannski skil ég knattspyrnu ekki það vel að ég sjái þessa mikilvægu vinnu hanns,mér finnst frekar tuddinn hann essien vera aðalmaðurinn þarna á miðjunni hjá þeim.Kannski hefur mikel verið að spila fannta vel án þess ‘EG hafi tekið eitthvað eftir því sérstaklega vel,enda ekki á hvers manns færi að hafa gáfurnar hanns Móra.Og hvaða flest alla miðjumenn í Liverpool ert þú að tala um sem mikel hefur spilað betur??Mascherano?? Gerrard??ekki fræðilegur.Kannski Alonso jú enda sá búinn að vera í bölvuðu bassli allt þetta tímabil,svo yrði það ósanngjarnt að bera hann saman við Lucas Leiva því hann þarft þetta margumtalaða fyrsta tímabil til þess að venjast aðstæðum.
  Hvaða fleirri miðju menn eru í boði svo??valla telurðu kanntaranna með???ef svo er þá nátturulega hefur hann spilað betur en margir af okkar könnturum,en því miður þá er ekki hægt að bera þá saman því þetta er algjörlega gjörólík staða.
  Eru einhverjir fleirri sem koma til greina í Liverpool sem spila sömu eða svipaða stöðu og mikel??En hann er örugglega búinn að spila betur en Alonso,það get ég tekið undir

 29. Það er enginn (nema einn gaur þarna) að gera lítið úr Gerrard, Mascherano og Essien með því að hrósa Mikel. Það er hægt að tala um leikmenn og hæfileika og gæði þeirra án þess að endilega bera þá við aðra leikmenn.

 30. Macherano er búinn að skrifa undir 4 ára samning.
  Þá er bara að senda þennan frábæra baráttu hund í sendinga skóla:)

  áfram liverpool

 31. Stefán minn kæri vinur,varstu að svara mér,er bara að spyrja í góðu og svo til að fyrirbyggja allann misskilning þá var ég að svara stb og ég geri einnig ráð þá fyrir að þessi eini gaur var ekki meint um mig:)..Bara svona til að fá þetta allt á hreint í góðu.Er greinilega lítið að skilja boltann þessa stundina….

  En að hinu hjá þér stefán þá er að sjálfsögðu alltaf hægt að tala um gæði einstakra leikmanna og hver hefur sínar skoðanir á hinum og þessum leikmönnum.En til þess að geta sagt að þessi einstaki gaur sé alveg með þeim bestu þá verður að sjálfsögðu að bera þá saman við þá bestu..Og þótt ég sé litaðri en allt sem litað er þá finnst mér mikel ekki komast með tærnar þar sem t.d Steve G hefur hælanna og það eru til ótal sannanir fyrir því.Mascherano er að mínu mati að sjálfsögðu miklu betri en mikel og bara hefur sýnt það í hverjum leiknum á fætur öðrum hversu rosalegur varnarsinnaðu miðjumaður hann er.Hann er snillingur að vinna boltann af andstæðingunum og koma honum aftur í spil og ég veit það að hann er orðinn gríðalega vinsæll á Anfield meðal stuðningsmannanna og mun bara verða vinsælli,hann er þetta sem aðdáendur vilja sjá að leggja sig 150 % í leikina og étur hvern miðjusnillinginni á fætur öðrum..

 32. Nei, didi minn, allt í góðu. Auðvitað er Mikel ekki í sama klassa og Gerrard, enda er Gerrard einn allra allra verðmætasti leikmaður í heimi.

Agger snýr aftur

Mascherano skrifar undir!