Agger snýr aftur

Í kvöld geta þeir sem hafa aðgang að LFC TV (hvort sem er á netinu eða í sjónvarpinu) séð endurkomu Daniel Agger. Ég hef persónulega saknað hans mikið úr liðinu undanfarna mánuði, því hann gefur okkur allt aðra vídd í varnarleikinn. Þetta verður fróðlegur leikur í kvöld því við erum einnig með þá Xabi Alonso og Harry Kewell í byrjunarliðinu og þessi leikur er gegn Man.Utd. Martin Skrtel er svo á bekknum í kvöld. Í liðinu eru einnig nokkrir ungir kappar sem menn hafa verið að lofa góðu með varaliðinu, og augu mín beinast allavega mikið að Emiliano Insúa í vinstri bakvarðarstöðunni. Eins hef ég heillast mjög af leik Damien Plessis á miðjunni, yfirvegaður og sterkur strákur þar á ferð.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld, en útsending á LFC TV hefst korteri fyrr. Liðið er annars svona skipað:

1 Dean Bouzanis
2 Stephen Darby (Fyrirliði)
3 Emiliano Insua
4 Mikel San Jose Dominguez
5 Daniel Agger
6 Damien Plessis
7 Ryan Flynn
8 Jay Spearing
9 Krisztian Nemeth
10 Xabi Alonso
11 Harry Kewell

Varamenn:

12 Martin Skrtel
13 Peter Gulacsi
14 Gerardo Bruna
15 Martin Kelly
16 Jordy Brouwer

39 Comments

  1. Þetta verður fróðlegt og vonandi að við fáum að sjá meira af nokkrum þarna. Helst þá Agger, Insúa, Nemeth, Skrtel, Alonso?, Spearing og jafnvel hinum bráðefnilega Bruna

  2. Það er líka verið að tala um þetta í ECHO í dag. það fer eitthvað að fara að gerast loksins.

  3. Sælir félagar
    Varðandi það sem Helgi #1 er að segja þá vona ég að það sé rétt og við séum að losna við kanana. Hitt er líka gleðilegt ef Agger er loksins að koma til baka. Þá verður gamla sjarmatröllið Hyypia fyrsti eða annar varamaður fyrir Carra og Agger.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Ekki aftur slúðurfréttahrina varðandi eigendaskipti, alveg kominn með uppí kok á þessum eigendafréttum. Loksins þegar liðið er farið að vinna leiki og umræðan um eigendurna dottinn í dvala þá fer þetta að dunka upp aftur…….:(
    Væri gott ef satt reynist en tek þessu með fyrirvara.

  5. Mikið er maður nú búinn að sakna Aggers. Eki bara möguleikarnir sem hann gefur varnarlega, heldur einnig hvað hann getur verið skapandi úr öftustu línu; góður að hlaupa upp með boltann, sendingar og skotið sjálfur. Nú er hann ekki búinn að spila lengi með Liverpool enn hann var bara svo snöggur að stimpla sig inní aðalliðið og setja sitt mark á það.

  6. Getur einhver sagt mér af hverju Aliadiere var að fá fjögurra leikja bann? Mascherano fer með hendina í andlitið á honum, hann klappar aðeins Mascherano í framan og er rekinn útaf og fær þetta bann!
    HVað er málið?

  7. Það er klárlega stigsmunur á því að slá andstæðing og svo að grípa í hann. 4 leikja bann er algjörlega sjálfsagt fyrir þetta ef það var það sem hann fékk. Hann einfaldlega löðrungaði manninn.

  8. Í sambandi við Aliadiere og bannið. Eins og ég skil það þá fær hann bara sjálfkrafa 3. leikja bann fyrir að fá beinnt rautt og svo held ég að það sé reglan ef þú áfrýjar dómi og færð ekki dæmt þér í hag þá bætist einn leikur sjálfkrafa við.

  9. Já það passar. Aliadiere fékk auka eins leiks bann ofan á hið venjulega þriggja leikja fyrir að áfrýja án góðrar ástæðu.

  10. 3 leikir fyrir rautt + 1 fyrir áfrýjun sem FA taldi ekki eiga neinan rétt á sér.

  11. leikurinn fór 2-0. Xabi úr víti og Kewell undir lokin eftir sendingu frá Xabi.

  12. Frábært að Agger sé að koma aftur. Hans hefur verið sárt saknað úr vörninni. Þótt Hyypia hafi staðið sig langt umfram mínar væntingar er Agger einn af lykilmönnum liðsins. Með Agger og Carra í miðvörðunum og Skrtel til vara lítum við bara býsna vel út þar. Vildi að ég gæti sagt það sama um bakverðina…. Þar er fátt um fína drætti.

  13. Sammála þér LP, nema að mér finnst Arbeloa frábær bakvörður. Finnan hefur alltaf staðið sig mjög vel, en er að mínu mati að verða of gamall, Riise er á hraðri niðurleið af einhverjum ástæðum, og Aurelio virðist ekki ætla að standa undir væntingum. Ég hef þó ekki gefist upp á Aurelio.

    En frábært að Agger sé kominn aftur. Hann er klárlega einn af lykilmönnum liðsins. Ein af allra bestu kaupum Rafa.

  14. “leikurinn fór 2-0. Xabi úr víti og Kewell undir lokin eftir sendingu frá Xabi.”

    Nú spyr ég….skaut Xabi í Kewell?!?!?

  15. Xabi gaf sendingu á Kewell á miðjunni í skyndisókn sem rauk upp hægri kantinn og setti hann fallega í fjærhornið með vinstri.

  16. Gott mál, en gaman væri að vita meira.
    Hvernig stóðu “vonandi” leikmennirnir sig ein og t.d. Plessis og Nemeth?
    Og voru einhverjir aðrir sem komu á óvart?

  17. Ég tek það fram að ég sá aðeins seinni hálfleikinn, en ég verð alveg að segja það eins og er að Plessis hélt áfram að heilla mig mjög. Virkilega skemmtilegur og öflugur leikmaður. Svo varð ég ekki fyrir vonbrigðum með Insúa, var afar öflugur sóknarlega og þéttur varnarlega.

    Heillaðist lítt af þeim Flynn og Spearing. Xabi valinn maður leiksins, en það sem ég sá af leiknum, þá sá ég ekki hvað réttlætti það, en eins og áður sagði, þá sá ég ekki fyrri hálfleikinn.

    Xabi var fínn þann hluta sem ég sá, reyndar gaf boltann klaufalega frá sér tvisvar á miðjunni á hættulegum stöðum, en hann gaf stoðsendingu og skoraði úr vítinu. Kewell var mjög sprækur síðasta korterið af því sem ég sá.

  18. Ég sá megnið af fyrri hálfleiknum bara og þá fannst mér Insúa og sérstaklega Nemeth vera að spila virkilega skemmtilega, Nemeth fiskaði m.a. vítið sem Xabi skoraði út og virkaði mjög yfirvegaður í öllu sem hann gerði. Þetta eru tveir leikmenn sem ég væri allavegana spenntur á að sjá spila með aðalliðinu fljótlega, virkilega efnilegir.

  19. Fínn leikur í gær, er ekki alveg sammála með Insúa, ótrúleg orka en lét fífla sig nokkrum sinnum í vörninnni, en ég vona að það hafi verið einsdæmi því þessi strákur er bakvörður eins og þeir eiga að vera, síhlaupandi og ógnandi. Plessis er svakalegt efni, alger brimbrjótur, yfirvegaður og skilar bolta vel frá sér. Síðan er eitthvað Robbie-element við Kristian Nemeth, skýlir boltanum frábærlega, hreyfir sig “rétt” (erfitt að útskýra þetta), og er grimmur í boxinu. Spearing er með “John Welsh” stimplað á ennið á sér, býst ekki við að hann fari upp úr varaliðinu. Síðan var Skrtel eins og meistaraflokks maður á 4. flokksæfingu eftir að hann kom inná, mjög góð kaup þar.

  20. Gaman að heyra að þessir ungu strákar eru að gera góða hluti, eða mest megnið af þeim sem maður hefur verið að fylgjast með. Vill fara að sjá nokkra spila með aðalliðinu, fróðlegt að sjá hvernig þeim á eftir að ganga….ef ekkert gengur að taka þá bara útaf, ekki sakar það mjög nema að þeir gefi mark!

  21. Sælir félagar. Getur einhver sagt mér hvort það séu einhverjar reglur um það hvaða leikmenn sé hægt að velja í varalið? Er það t.d. þannig að leikmaður má ekki hafa spilað með aðalliði í X marga leiki?

  22. Mikið fjallað um kaup á liverpool í gær og í dag. eigum við ekkert að ræða það eitthvað???

    hvar eru þessir nýju pennar sem voru auglýstir hérna í haust?

  23. þessir nýju pennar eiga til að mynda 3 pistla á síðustu dögum. my bad. 🙂

    En aðeins varðandi þessi “kaup”.

    Haldið þið að þetta verði skref framávið?
    Hvað vitið þið um DIC eða þessa stóru karla sem standa á bakvið félagið?
    eru arabar skárri en ameríkanar?
    Verða allt staffið rekið?

    þetta eru bara hugsanir sem koma uppí kollinn á mér þegar maður les þessar fréttir sem hafa verði að birtast á öllum helstu síðunum í gær og í dag.

  24. Frábærir hlutir sem eru að ske hjá varaliðinu, þetta tel ég vera afrakstur þess góða starfs sem Rafa er að gera hjá Liverpool, hann hefur verið duglegur að kaupa unga og efnilega menn, þetta er hugsandi maður sem á eftir að færa okkur deildar bikarinn innan tveggja ára, það er ef þessir blessuðu eigendur verða þá ekki búnir að reka hann, en því miður þá er öll umræða um þá Tom og Gillet að maður veit ekkert hvar maður hefur þá…. og hvort þeir beri haf og hagsmuni LFC númer eitt.

  25. Sendi Hicks ekki frá sér yfirlýsingu í gær vegna þessa Ingi þar sem hann talaði um að þetta væri bara þvaður í bresku pressunni?

    Ég allavega nenni ekki að velta mér upp úr þessu fyrr en ég sé einhver merki um það að eitthvað sé virkilega að gerast. Nú sem fyrr virðist þetta bara vera sem breska pressan sé að búa sér til fréttamat.

  26. Það hefur nú lítið verið að marka þessa menn hingað til. Efast um að þeir fari að játa þessum sögusögnum á þessu stigi máls, það er að segja ef þetta er komið eitthvað af stað. En gott og vel.
    Það sem ég er aðallega að hugsa er hvort að menn telji þetta góðar eða slæmar fréttir, úr öskunni í eldinn og allt það.

  27. Mitt point er að það er búið að vera að ræða þetta í nokkra mánuði, en enn ekkert komið fram sem byggir undir þetta stoðir. Því segi ég persónulega að ég nenni ekki að skrifa pistil um það hvað mér finnst um eitthvað sem ég veit ekki hvort sé einhver fótur fyrir eða ekki. Ég gæti alveg eins skrifað hvað mér fyndist um að Björgólfur myndi selja West Ham og væri að kaupa Liverpool FC.

    Á meðan pressan kemur ekki með vott af einhverju til að styðja þessar tilgátur, og Hicks ber þetta tilbaka með fréttatilkynningu á opinberu síðunni, þá ætla ég persónulega að leiða hugann að einhverju allt öðru 🙂

  28. Horfði á leikinn í gær og væri alveg til í sjá Nemeth gefnar nokkrar mínútur með aðalliðinu, ekki frá því að hann hafi snefil af Torres í sér,´

  29. Ég held að ástandið geti bara skánað á Anfield með nýjum eigendum, það versta sem gæti gerst er að allt yrði óbreytt, ég er allavega tilbúinn að reyna á það. Kanarnir eru algjörlega í minni ónáð eftir klúður síðustu mánuði.

    “They dont care about Rafa, they dont care about fans, Liverpool Football Club is in the wrong hands!” Fólkið í The Kop segir allt sem segja þarf..

  30. Jæja..eru menn að pissa á sig útaf varaliðsleik! Er staðan virkilega orðin þannig að fara verður í varaliðið til að sjá sigurleiki? Dapurt er þetta orðið.
    Ég held að það sé bara ekkert hægt að reikna með Agger fyrr á næsta
    tímabili. Þetta eru ekki það margir leikir eftir að hann komist á nokkurt skrið.
    Hann missir þá af úrslitaleiknum í CL, karlgreyjið. Ég er að spá í að fara að
    bóka miðann til Moskvu. Þetta er að endurtaka sig frá því í fyrra.
    Rafa sparar menn til að geta beitt þeim í CL. Allir verða uppskrúfaðir fyrir þessa CL leiki og hakka andstæðingana í sig. Tapa svo fyrir Bolton,Fulham og öðrum smáliðum.

  31. Já Steinþór, alveg mígum við á okkur hérna í tugatali. Ekki búnir að sjá sigurleiki hjá aðalliðinu svo vikum ef ekki mánuðum skiptir. Agger er ónýtur og mér finnst þú hreinlega í algjöru bjartsýniskasti hérna, ég reikna ekki með honum fyrr en við flytum á nýja völlinn fyrir tímabilið 2011/2012. Jæja, best að fara að skipta um buxur, maður getur brunnið illa eftir að hafa vætt buxurnar svona hressilega yfir varaliðsleik.

  32. Viðurkenni bara alveg að ég er sko alveg við það að missa í buxur yfir því að loksins virðist leikmannahópur vera nálægt öðrum stórliðum í fjölda nothæfra leikmanna. Allan tímann sem Houllier var að stjórna og lungan af tíma Evans og Souness var varaliðið fullt af ónothæfum yngri mönnum og sultuspilurum á of háum launum.
    Í vetur er þar breyting á. Gary Ablett virðist vera að ná fínum árangri með hóp stórefnilegra manna í bland við þá úr aðalliðinu sem þurfa að ná leikæfingu. Er alveg viss um að Insua, Plessis og Nemeth allavega verða fínir leikmenn.
    En auðvitað er misjafnt hvað menn vilja, ég vill sjá alla þætti félagsins í góðu lagi, mér virðist U-18 liðið og varaliðið, sem er nokkurn veginn U-21 liðið í fínum gír. Nú þarf að hlýða félaga Gerrard og styrkja aðalliðið með stjörnuleikmönnum í sumar og þá erum við í bisness.
    P.s. Leitt þótti mér að sjá skot í gangi um lítið lifandi síðu. Er ekki bara gúrkutíð, eina í gangi endalaust fjas um eigendaskipti sem við varla nennum að skrifa um er það fyrr en af verður. Svo ég held að við getum allir hér haldið þessum þræði gangandi þangað til kemur að næsta leik….

Tottenham – Deildarbikarmeistarar 2008

Masch að skrifa undir