Liverpool 2 – Inter 0

Það er búið að vera nánast óbærilegt að vera Liverpool aðdáandi síðustu mánuði. Við höfum þurft að þola tap gegn Man U, rifrildi á milli eigenda og þjálfara, slappt spil, tap gegn Chelsea í deildarbikarnum, ótal jafntefli í deildinni og tap gegn Barnsley í bikarnum. Og svo höfum við á þessari síðu rifist sirka milljón sinnum um það hvort Rafa sé ómögulegur eða ei og hversu margar kartöflupoka við eigum að biðja um í skiptum fyrir Dirk Kuyt.

Þegar ég kom heim af djamminu á laugardagskvöldið, talsvert í glasi, opnaði ég fartölvuna og las kommentin við Barnsley leikinn. Ég lokaði tölvunni og hugsaði með mér: Hvernig nenni ég þessu? Hvernig nenni ég að láta þetta lið hafa svona mikil áhrif á mig? Fæ ég einhverja ánægju útúr þessu?

660592_biglandscape.jpg

Svo koma svona kvöld einsog í kvöld. Þar sem ég sit á bar í frábærum félagskap og horfi á **mína menn** vinna frábæran sigur í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu. Og þá rifjast það upp fyrir manni að það er hreinlega afskaplega fátt sem er skemmtilegra en að sjá Liverpool vinna svona leiki. Hvað er skemmtilegra en að hoppa upp og fagna einsog maður gerði þegar að Dirk Kuyt skoraði í kvöld? Hvað er skemmtilegra en að öskra sig hásan af fögnuði yfir velgengi Liverpool?

Fátt skal ég segja ykkur og þess vegna nennum við þessu. Þess vegna gefumst við ekki upp í öllu mótlætinu. Og þess vegna getum við ekki hætt að halda með Liverpool. Við fáum okkur kannski oft fullsödd af þessu liði, en það er alltaf eitthvað sem dregur okkur aftur.

Við einfaldlega elskum þetta lið!

Rafa Benitez stillti liðinu upp svona í byrjun:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Aurelio

Gerrard – Lucas – Mascherano – Babel

Torres – Kuyt

Þetta var nokkuð djarft hjá Rafa. Að stilla Lucas upp á móti Stankovic og Cambiasso var eitthvað sem gat vel sprungið í andlitið á honum. En þetta gekk upp því Liverpool var EINA liðið á vellinum í kvöld. Liðið byrjaði strax að sækja og var með boltann nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Eina svar Inter var að senda langa bolta uppá Cruz og Zlatan, sem að Hyypia og Carra réðu auðveldlega við.

Masche vann allt á miðjunni og Babel og Gerrard voru ógnandi upp kantana og inná miðjuna og svo var Lucas líka mjög góður. Í raun var þetta allt annað Liverpool lið en við höfum átt að venjast. Til að mynda komu nánast engar háar þversendingar frá bakvörðunum á framherja. Þegar að bakverðirnir fengu boltann, þá gáfu þeir uppá vængina eða þá að Lucas eða Masche voru komnir í aðstoð og fengu boltann meðfram jörðinni. Þetta var einfaldlega **allt annað lið**.

Varnarmenn Inter áttu svo í vandræðum með Torres og það fór svo að _fyrrum Everton maðurinn_ Marco Materazzi tókst að fá á sig tvö gul spjöld. Í bæði skiptin væri hægt að segja að það hefðu verið gul spjöld, en dómarnir voru samt *strangir* (ég á reyndar afskaplega erfitt með að vorkenna Marco Materazzi, hann er bæði asni og fyrrum Everton maður). Seinna gula spjaldið kom á þrítugustu mínútu og þar með var restin af leiknum ákveðin. Inter hafði verið í vörn fyrsta hálftímann og það fór svo að síðasta klukkutímann héldu þeir áfram í vörn.

Liverpool liðið náði ekki að skapa sér mörg dauðafæri, en Gerrard komst þó einn á móti markverði eftir frábært samspil við Lucas og Babel (að mig minnir).

Í seinni hálfleik var sama uppi á tengingnum – Liverpool í sókn og Inter í vörn. Rafa breytti hlutunum smám saman. Fyrst kom Crouchy inn fyrir Lucas og við það fór Dirk Kuyt útá hægri kantinn og Crouch fram. Svo kom Jermaine Pennant inn fyrir Babel (sem hafði verið mjög ógnandi í fyrri hálfleik, en hafði horfið í þeim seinni). Smám saman urðu færin betri hjá Liverpool. Hyypia fékk dauðafæri, Vieira varði boltann með hendi inní teig, Crouch skaut rétt framhjá, Torres komst í dauðafæri einn á móti markverði en brenndi af og svo framvegis og framvegis.

Ég var farinn að gefa upp alla von en á 84. mínútu fékk Jermaine Pennant boltann útá hægri kantinum, gaf frábæran bolta fyrir þar sem að enginn annar en uppáhalds Liverpool leikmaður minn fyrr og síðar **DIRK KUYT** var mættur, skaut boltanum í jörðina og uppí markhornið. Frábært mark.

Inter komu eftir það boltanum yfir miðiju, en Liverpool menn áttuðu sig þó á því að þeir gátu gert meira og á 89. mínútu fékk Pennant boltann útá hægri kanti, gaf á **Steven Gerrard**, sem að fór framhjá einum varnarmanni og skaut svo frábæru skoti frá vítateigshorni í fjærhornið hjá Cesar, stöngin INN!

**Maður leiksins**: Það eiga ALLIR leikmenn Liverpool hrós skilið, nema kannski Pepe Reina sem að þurfti ekki að verja einn einasta bolta! En það er varla honum að kenna. Hyypia og Carra réðu léttilega við Zlatan og Cruz og bakverðirnir voru verulega góðir, sérstaklega Steve Finnan sem lék einsog það væri 2005. Aurelio var ekki óskeikull, en hann átti samt sem áður verulega góðan leik.

Í fyrri hálfleik var Masche frábær en minna áberandi í þeim seinni. Lucas stóð sig einsog hetja og Gerrard var góður á kantinum (eða aðallega samt á miðjunni) og skoraði frábært mark. Babel var mjög ógnandi í fyrri hálfleik. Frammi var Torres svo fínn, hann klúðraði sínu besta færi, en hann var þeim Materazzi og Cordoba erfiður í leiknum.

Ég ætla hins vegar að velja **Dirk Kuyt** sem mann leiksins. Hann spilaði í þremur stöðum í leiknum, fyrst frammi (þar sem hann var sístur) – svo á hægri kantinum þar sem hann átti frábæra spretti og sendingar fyrir og svo á vinstri kantinum þaðan sem hann skoraði markið sem að kom okkur á blað. Ég hef gagnrýnt Dirk Kuyt ótal sinnum á þessari síðu, en í dag var hann hetja liðsins og þó hann hafi kannski ekki verið okkar besti maður í 90 mínútur, þá finnst mér hann samt verðskulda það að vera valinn maður leiksins.

En allt liðið á líka skilið hrós fyrir að hætta ALDREI. Það virtist fátt ganga í sókninni, en menn gáfust ekki upp heldur héldu áfram að sækja þangað til að Inter menn gáfu sig.

Og einsog svo oft áður í Meistaradeildinni gerði Rafael Benitez nákvæmlega ALLT rétt í þessum leik. Liverpool stjórnaði leiknum frá fyrstu mínútu, það virkaði frábærlega að hafa Lucas og Masche saman á miðjunni og skiptingarnar virkuðu fullkomlega. Það virkaði meira að segja fullkomlega að hafa framherjann Dirk Kuyt á vinstri kantinum þar sem hann náði að skora mark. Liverpool var með boltann **68% í leiknum**. SEXTÍU OG ÁTTA PRÓSENT. Og það gegn liðinu sem er að rústa ítölsku deildinni.

Núna fara okkar menn til Mílanó 11.mars og geta klárað Ítalíumeistarana. Hvað sem að menn segja um þetta Liverpool lið og Rafel Benitez, þá er hreinilega ekki hægt að þræta fyrir það að betra lið og þjálfari í Meistaradeild eru vandfundin.

Njótum kvöldsins og sigursins. Við Liverpool aðdáendur höfum haft alltof fáar ástæður til að fagna undanfarna mánuði.

94 Comments

 1. þann 19.02.2008 kl. 18:4141Sævar Sig
  2-0
  Babel 15 mín
  Torres 42 mín

  og svenska pylsan fær rautt á 13 mín

  réttar tölur en ekki hverjir skoruðu og líka með rauða spjaldið

 2. Góður 2-0 sigur en leikmenn Liverpool þurfa að fara á námskeið í hreyfanleika og sköpun. Gáfum boltann miklu oftar til baka en fram á við.

  Mikið rosalega var Babel samt slappur. Aftur á móti var Mascherano frábær.

 3. Mér fannst Babel margfalt betri heldur en Kuyt og fannst algjörlega óskiljanlegt hjá Rafatollah að taka hann útaf fyrir Pennant. Var algjörlega klár á því að Kuyt væri að fara útaf þegar ég sá að Pennant var að gera sig líklegan til þess að koma inná. Reyndar setti Kuyt síðan mark og það var frábært í alla staði en mér fannst Babel betri á heildina litið.

  Allt í allt þá var þetta frábær sigur í leik þar sem dómarinn sýndi og sannaði fyrir sjálfum sér og heimsbyggðinni að hann er á rangri hillu í lífinu. Rauða spjaldið á Materazzi og hendin á Viera voru ótrúlegir dómar, og ekki dómar. En vá hvað það er samt ömurlegt að spila svona vel í CL en geta síðan ekki blautan í EPL, maður verður nett pirraður.

 4. Hvað heldur þetta lið sem spilar svona gegn Inter og Barcelona sig þess á milli?

  Ekki leiðinlegt að sjá boltann fara inn 2-0. Hvað var eiginlega posessionið í þessum leik?

 5. hversu sætt var þetta? 😀

  frábær karakter í liðinu og baráttan til fyrirmyndar, svona eiga allir leikir að vera og þá er erfitt að stoppa okkur. fæðingin var mjög erfið en hún kom.

  ég er mjög ánægður með rafa að skella crouch inná (svosem ekki annað hægt) þar sem kuyt var ekki hættulegur inn í teig þegar krossarnir komu vinstri hægri ville væk. en kuyt vinur minn stóð sig ágætlega og lét mig éta smá sms sem ég sendi í hálfleik ofan í mig, hmm..

  þegar inter misstu materazzi útaf þá fannst mér liverpool vera full lengi á boltanum og hann fékk aldrei að ganga nógu hratt. svo þegar kantarnir opnuðust þá var lítið hægt að senda á inn í teig. en með innkomu crouch þá fannst mér myndast stærri svæði sem menn gátu nýtt sér og ég vill hafa þennan mann í byrjunarliðinu fyrir kuyt, fer ekkert ofan af því.

  en við erum í toppmálum fyrir seinni leikinn og það væri fínt að lauma inn einu marki á ítalíu og komast áfram í næstu umferð.

  en hver annar en gerrard kemur með svona snilld í lokinn, þessi kullkálfur er ótrúlegur og ég veit ekki hvað hann hefur oft gert þetta, ómetanlegur 🙂

 6. 68/32 okkur í hag.
  Brilliant sigur. Vonandi klárum við þetta á San Siro eftir 3 vikur.

 7. þetta var svo fáránlegt rautt á materazzi að ég á ekki til eitt aukatekið orð. Þótt að maðurinn sé almennur fantur og stundum hrotti í boltanum að þá var þetta algjört einelti að hálfu dómarans og línuvarðarins, sérstaklega þess síðarnefnda sem flaggaði eins og að hann væri með byssu við hausinn. Enginn annar leikmaður hefði fengið seinna gula spjaldið, og ekki var fyrra laust við vafa.

  annars áttu Liverpool þetta svosem skilið en ef að það hefði verið jafnt í liðum þá hefði leikurinn spilast á allt annan hátt

 8. Hreint frábær sigur en betri úrslit fyrir seinni leikinn var vart hægt að óska sér.

  Liverpool hreinlega dómineraði leikinn, vissulega manni fleiri, og Inter átti ekki breik. Frammistaðan baka til var hreint frábær og skipulag, eins og í öllum leikjum, ekki hægt að vera betra.

  Enn og aftur sannar Rafael Benitez að hann er líklega besti Meistaradeildarþjálfari í heimi. Það kæmi mér hreinlega ekkert á óvart ef Liverpool færi í úrslitaleikinn á þessu ári en enn eitt árið mætir allt annað lið til leiks í Meistaradeildinni. Það lið kann fótbolta, er frábærlega skipulagt og sigrast á sínum andstæðingum.

  Kuyt átti hreinlega virkilega góðan leik, þá er ég ekki bara að tala um markið. Allan leikinn var hann ógnandi og kom meira út úr honum en alltaf áður. Hann var alltaf að skapa usla. Vonandi að mark tvo leiki í röð kveiki hjá honum sjálfstraust en hann er svo sannarlega ekki slakari þarna á kantinum en fjölmargir kantmenn LFC ef hann leikur svona.

  Annars gerði Torres ótrúlega hluti og ógnin af honum hreinlega ótrúleg. Inter menn sparka hann niður trekk í trekk og hann nær svo einum útaf (reyndar algjör bull spjöld – en hann er alltaf að skapa usla). Með þessu framhaldi stefnir hann í að slá út ótrúlegustu framherja hjá LFC í fótboltagæðum.

  Einnig ætla ég að minnast á þátt Macherano. Þó að menn eins og Andri Fannar skilji ekki af hverju sé verið að kaupa hann þá sýndi hann í dag enn og aftur hve frábær fótboltamaður hann er. Hann vinnur alla skíta vinnuna og hans framlag í dag ómetanlegt. Hann leggur sig alltaf fram, ólíkt mörgum þarna, og gerir hluti sem hreinlega verður að gera.

  Þetta var gaman, loksins. Vonandi átta okkar menn sig á að þetta er mikið skemmtilegra en hitt. Vonandi halda þeir áfram að mæta til leiks.

 9. Bolir…

  2-0 rétt spá hjá mér..Og þið sem hafið ekki gert neitt annað en drullað yfir Kuyt eigið að skammast ykkar.
  Borgin blómstrar á ný og brælan er senn á enda!
  Stöndum saman því það er að koma titill í hús!

 10. Frábær sigur á sterku liði Inter!!!
  Mestallt liðið að spila gríðarvel.

  Andstætt Magga, gæti mér ekki verið meira drullusama hvort að brottrekstur Materazzi var réttur eða rangur, því að Liverpool vann!! Því að það er fyrir mikilvægara en allt annað.

 11. varðandi þá sem ætla að gagnrýna Benítez fyrir skiptinguna á Babel, þá finnst mér eins og ég hafi séð viðtal við Babel á einhverjum netmiðlinum, þar sem hann segist sjálfur ekki vera orðinn 90 mínútna maður ennþá. Hann ráði einfaldlega ekki við þennan hraða sem enski boltinn býður uppá, í 90 mínútur… ég sel það ekki dýrara en ég keypti það…en það gæti útskýrt margar af síðustu skiptingum Rafa..sem okkur hafa fundist óskiljanlegar…

  En..2-0 sigur i kvöld… ég spáði 3-0!!! Þetta var bara alveg eins og þetta átti að vera…ég sagði það fyrir leikinn, og segi það aftur..stemmningin á Anfield á Evrópukvöldi er engu lík! Andstæðingarnir voru farnir að sleppa brúnu í brók eftir 5 mínútna leik, þegar þeir upplifðu að þetta væri nákvæmlega jafn hrikalegt og allir höfðu talað um..ef ekki verra…þeir áttu aldrei breik !

  Áfram Liverpool….

  Carl Berg,Akureyri

 12. Nákvæmlega Halldór #11 haha
  og það er ekki eins og þetta sé fyrsta skipti sem lið spilar einum færri stóran hluta af leik. En það er langt síðan Inter hafa lent í svona grimmum andstæðingum og þvílík stemmning 🙂
  Þeir spiluðu eins og hræddar skólastúlkur….

 13. Góð leikskýrsla. Það er fátt betra en svona dagar.
  Virkilga gaman að sjá liverpool spila saman eins og eitt samstillt lið, menn voru sívinnandi, alltaf að hlaupa í eyðurnar og bjóða sig og nánast aldrei vandamál að koma boltanum á næsta mann án þess að spila til baka og draga úr öllum sóknarþunga. Þó frammistaða einstaka leikmanna hafi á köflum verið jafn framúrskarandi og frammistaða annarra þá unnu menn svo sannarlega vel fyrir liðið og þannig vinna menn leiki.

 14. Meira:

  Fólkið á Anfield var einnig frábært – hreint ótrúlegt að menn sem hafa skitið svona á sig fái svona mikinn stuðning. En það borgaði sig, stuðningsmennirnir áttu gríðarlegan þátt í þessu. Frábært að heyra sönginn í 90 mín.

  Verð reyndar að svara einu hjá EÖE. Gerrard var í raun aldrei á kantinum í þessum leik, þetta var eins og gegn Chelsea þar sem Kuyt var á kantinum hægri og Gerrard fyrir aftan framherjann. Því voru Lucas og Macherano ekki beint “einir” gegn Stankovic og Cambiasso.

  Skiptir þó afar litlu máli en það sem skiptir máli er að liðið okkar gladdi okkur loksins og því ber að brosa mikið af.

 15. Kuyt, í mínum huga, búinn að “redeema” sig, því ef hann skorar samhliða öllum þessum dugnaði þá er hann algert gull. Ef hann skorar ekki er hann smalahundur með vonda hárgreiðslu.

  Þegar við spiluðum sem best í fyrra og byrjun tímabils núna var einn maður undantekningalaust í byrjunarliðinu og hann hét ekki Ryan Babel heldur Jermaine Pennant. (Ekki misskilja mig Babel verður magnaður, en gaf ekki einn cross í kvöld!)

  Nú er bara að vona að leikmennirnir horfi á spólur með frammistöðu sinni í kvöld annars vegar og restinni af 2008 hinsvegar og drullist til að mæta með Liverpool-hjartað sem við sáum í kvöld í hvern einasta andskotans leik!

  ps. Maradona hafði rétt fyrir sér, Mascherano er Monster.

 16. Það var beðið með mörkin fram á síðustu mínútur og var ég farinn að halda að markaleysi yrði niðurstaðan. En mörkin komu og það er það eina sem skiptir máli. Mér fannst frammistaða liðsins ágæt en með teknu tillliti til andstæðingsins þá var þetta frábær frammistaða. Liverpool sýndi enn og aftur fram á það að liðið er skapað fyrir þessa keppni og allir “spekingar” sem afskrifa Liverpool fyrir hverja einustu viðureign gera lítið úr sjálfum sér með slíkum spádómum.

  Rauða spjaldið á Materazzi var mjög strangur dómur en við áttum líka að fá tvær vítaspyrnur í leiknum sem við fengum ekki. Ég hefði frekar þegið vítin og leyft Materazzi að hanga lengur inni á vellinum.

  Við eigum spennandi leik framundan á San Siro og vonandi munu þessi tvö mörk duga til í einvíginu því ég sé okkur ekki skora mörg í þeim leik. En við eigum a.m.k. jafn mikla möguleika og Inter að fara í gegnum þetta einvígi.

 17. Hvað er hægt að segja? maður er bara orðinn vanur svona kvöldum og farinn að gera ráð fyrir svona frammistöðu af hálfu Liverpool. En maður var samt ekki of bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. Allt gekk upp og þetta var í alla staði frábært evrópukvöld á Anfield.
  Ég er reyndar ósammála uppstillingu Einars og sjónvarpsmannana á liði kvöldsins. Ég vil meina að þetta hafi verið 4-3-3 og Kuyt hafi verið í sömu stöðu og Babel. Hann hafi bara farið aðeins meira inná miðjuna og Gerrard verið hreyfanlegri á hægri. Ekki að það skipti neinu máli en það hljóta allir að vera sammála um að Gerrard var allavega ekki á kantinum.
  Þegar ég sá hvernig leikurinn þróaðist heimtaði ég Alonso inná þar sem að gamli góði Alonso hefði verið flottur á móti svona liði. Á móti kemur að gamli góði Alonso hefur ekki verið að spila uppá síðkastið.
  En Rafa sýndi að hann kann þetta allt saman. En það sem er þó greinilegt að leikmennirnir mættu alveg brjálaðir í leikinn. Maður veltir fyrir sér hvers vegna geta þeir ekki mætt svona í leiki í deildinni. Er það þjálfarinn? Eða eru leikmennirnir svona öruggir með sig fyrir leiki á móti meðalliðum?

 18. Maður er búinn að segja ýmislegt um Kuyt og Benitez undanfarið, mest utan þessarar góðu síðu, en mikið var yndislegt að öskra sig hásan þegar Dirk dúndraði honum í netið. Sem betur fer var eitthvað eftir að röddinni til að fagna marki kvöldsins. Geðveikt, geðveikt!

 19. Frábær sigur í kvöld, adeins eitt lid á vellinun og sigurinn verdskuldadur.
  Til lukku öll saman !

 20. Við vissum vel að Rafa kynni á þessa keppni. Ekki láta eins og þetta hafi verið
  eitthvað óvænt. Því var Barnsley leikurinn ekki svona mikilvægur í augum þessara manna?…því eru menn að láta niðurlægja sig á slikan hátt?
  Nú er Rafa bara að spá í að komast í úrslitaleikinn í CL og ná 4 sætinu í
  Premiership. Þetta mun takast hjá honum. Trúi því alveg en hvað svo?

 21. Held að fyrirfram hefðu flestir verið sáttir með 0-0 og eiga svo möguleika á að læða inn einu á útivelli. Ekki satt?
  Djöfull er ég glaður í kvöld, af hverju eru menn ekki að commenta núna?

 22. “hann er bæði asni og fyrrum Everton maður”

  Er ekki dálítið barnalegt að hata Everton bara af því maður heldur með Liverpool? Ég held með Liverpool, en hef þannig séð ekkert á móti Everton. Svona hatur á liðum á að byggjast á svona hverfisdeilum, rétt eins og Breiðablik hatar HK og öfugt, KR vs. Valur o.s.frv. Það meikar ekkert sens fyrir mann að hata nágrannaklúbbanna bara af því það eru nágrannaklúbbar. Maður myndi t.d. eflaust telja þann sem myndi byrja að halda með Portsmouth í dag heldur skrýtinn ef hann myndi þá sjálfkrafa fara að hata Southampton.

  En að leilknum. Vítaspyrnudómarnir sem menn kvarta undan að við fengum ekki, eru dómar sem við höfum sjálfir ekki vælt undan að hefði verið púra víti þegar við lendum í þessu sjálfir, vægast sagt verið mjög strangir dómar.

  Mér finnst síðan ótrúlegt hvað menn velta sér upp úr þeirri tölfræði sem hentar hverju sinni. Alltaf verið að tala um fjölda skota þegar Liverpool vinnur ekki. Ég sá bara fyrstu 60 mín (því miður), en skv. tölfræði frá uefa.com þá átti Inter nú 16 skot, sem er svipað og Liverpool í sínum jafnteflisleikjum, og þá nefna menn hvað Liverpool var lengi með boltann. Það var varla við öðru að búast, þegar lið er á útivelli í meistaradeild og manni undir, þá er ekki mikið hægt að gera annað en að verjast.

  En miðað við það sem ég sá af leiknum þá var Javier Mascherano langbesti maður vallarins. Maðurinn átti stóran þátt í því að stoppa allt hættulegt hjá Inter, og stígur sjaldan feilspor fyrir Liverpool. Er ekki frá því að þetta sé eiginlega besti leikmaður liðsins, að því leytinu til að allir dýrka Gerrard og Torres fyrir augljóst framlag þeirra (enda frábærir leikmenn), en líta oft framhjá því hvað Mascherano er ógeðslega góður.

  Nú þarf Liverpool bara að skora eitt mark snemma á San Siro og þá getur maður kannski loksins horft á einn leik án þess að vera að naga á sér handarbökin í 90 mínútur.

  YNWA

 23. Materazzi er alla vega búinn að kynnast fyrirbæri sem heitir “karma”.

 24. Tilkynning frá veðurstofu helvítis!
  Það mun að öllum líkindum snjóa einhvern tímann á næstu dögum. Þetta er ekki vitað með fullvissu en fyrst Dirk Kuyt skorar tvo leiki í röð getum við ekki reiknað með öðru. 🙂

 25. Mér fannst skemtilegast að sjá háaldraðan finna pakka Slatan & co saman.

  Kuyt og Hyypia menn leiksins

 26. Eins og mér fannst þetta, þá voru Inter komnir á Anfield til þess að halda hreinu og í vonum sínum að lauma inn einu. Maxvell og Zanetti (einn besti maður þeirra í leiknum) á köntunum og Chivu í bakverð, nett varnarsinnað, jafnvel fyrir ítali. Þeir voru líka í vörn fyrsta hálf-tímann og eftir að Materazzi fór útaf, sem mér fannst mjög hart, þá þéttu þeir pakkann og gáfu vonir sínar um eitt mark upp á bátinn.

  Að mínu mati varð þá í raun enn erfiðara fyrir LFC að setja mark, því allur þeirra leikur snérist um að halda markinu hreinu.

  Ég hef gagnrýnt þetta lið ansi mikið í allan vetur en í kvöld voru þeir frábærir. Ég reyndar skil ekki alveg lofið sem Babel hlýtur hér því að mínu mati var hann okkar lakasti maður, þó hann sé nú efnilegur og lofandi leikmaður.

  Masch frábær, Gerrard frábær, Kuyt, frábær, Torres frábær og að lokum tvær frábærar skiptingar frá Benitez. Pennant gerði mjög vel eftir að hann kom inná og átti góðan kross fyrir Kuyt sem kláraði vel.

  En það var skiptingin á Crouch sem gerði gæfumuninn að mínu mati. Við vorum alltaf stoppaðir fyrir framan teiginn og vorum ekki að ná að taka boltann niður í hættusvæðinu og spila honum. Þegar Croucy kom inná breyttist þetta. Hann tekur alltaf til sín varnarmenn og þar að auki tekur hann boltann ágætlega niður og skilar honum aftur. ´

  Fyrir mig þá opnaði skiptinginn á Crouch vörn Inter.

  Allir leikmenn eiga skilið hrós. Masch maður leiksins í fyrri hálf leik og Kuyt í þeim seinni. Kuyt lokaði hvort sem hann spilaði á hægri eða vinstri og skoraði svo fyrsta markið.

  Til hamingju Liverpool stuðningsmenn.

 27. Halldór, hvernig nennirðu að eyða helmingnum af kommentinu þínu eftir svona leik í eitthvað kvabb? Ég sagði nákvæmlega ekkert um að hata Everton í þessari leikskýrslu. Materazzi væri til að mynda jafnmikill asni ef hann væri fyrrverandi Arsenal, Man U eða Chelsea maður.

  Mér finnst síðan ótrúlegt hvað menn velta sér upp úr þeirri tölfræði sem hentar hverju sinni.

  Ég nefndi eina statistík, sem mér fannst lýsa vel yfirburðunum. það var enginn að “velta sér” uppúr tölfræðinni. Ein statistík í þúsund orða leikskýrslu.

 28. Fróðlegt að heyra í sérfræðingnum sem var Arnari Björns til halds og trausts í lýsingunni í kvöld:

  1) Capello mættur á völlinn til að skoða Steve Finnan.
  2) “Gerrard færir sig inn á miðjuna” þegar Crouch kom inná. Eftir rúman klukkutíma var hann ekki búinn að sjá að Liverpool var að spila 4-3-3 með Gerrard sem fremsta miðjumann. Reyndar virðist þetta hafa farið framhjá skýrsluhöfundi líka …
  3) Nafnið “Ibrahimovic” var borið fram með sérhljóðum af handahófi.

  Mikið væri gaman ef þessir sérfræðingar gætu bætt einhverju við lýsinguna!

 29. Ég trúi því ekki að ég hafi gleymt að nefna Finnan áðan. Hann hefur átt betri leiktíð fyrir okkur en þessa, en í kvöld var hann virkilega góður og einn af okkar bestu mönnum.

 30. Úfff…. geðheilsunni bjargað (í bili í það minnsta). 🙂

  Eigum raunhæfa möguleika núna að komast í 8 liða úrslit. Þegar fyrra markið loksins kom hugsaði ég með mér að það væri ekki nóg. Gerrard heyrði hugsanir mínar og bætti úr því!!

  Rauða spjaldið á Matterachi…. aðeins eitt orð yfir það… Karma. Hann átti ekkert inni hjá þessum dómara frá mínútu eitt. Svoleiðis er það.

 31. Reyndar virðist þetta hafa farið framhjá skýrsluhöfundi líka …

  Ég setti þetta upp svona eftir upphituninni. Oftast stilli ég þessu nú bara upp í 4-4-2 þar sem það geta sprottið upp endalausar deilur um það hvaða formation Rafa er að stilla upp. Til dæmis ef ég set þetta í 4-3-3 – hvaða stöðu var Kuyt í? Og af hverju var Babel að vinna aftur á völlinn ef hann var framherji í 4-3-3?

  Ég benti líka á það í skýrslunni að Gerrard hefði verið mest inná miðjunni, en hann sótti líka upp hægra megin.

 32. Ég efaðist svosem ekki um að Einar hefði áttað sig á því hvaða kerfi var verið að spila. En í kerfinu 4-3-3 er oftar en ekki talað um 4-5-1 í vörn. Þ.e. kantmenn verða að vinna til baka líka en það er ekki sama álag á þeim varnarlega þar sem miðjumenn eiga að falla niður og hjálpa til á köntunum.

  En þetta er auðvitað algjört aukaatriði frábær sigur og mér fannst þetta flottur leikur.

  Það sem þó skildi þennan leik að frá fáránlega mörgum leikja okkar í vetur var að við einfaldlega kláruðum leikinn. Oft höfum við verið að spila svipaðan bolta en mörkin hafa látið standa á sér.
  Sýnir bara að það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótbolta.

 33. Þolinmæði er dyggð og þegar leikir þróast eins og þessi þá er eins gott að eiga nóg af henni. Þegar maður sá hvernig liðið var að spila eftir að Inter urðu 10 og hvernig þeir hættu aldrei og misstu aldrei “coolið” þrátt fyrir að illa gengi að koma tuðrunni í netið, þá gat maður frekar gert ráð fyrir að við myndum klára þetta með marki í restina, frekar en ekki. Þetta var flott – dugnaður í leikmönnum og sannkallaður vinnusigur. Mascherano er magnaður og það er alveg klárt að hans vinna er að skila okkur gríðarlega miklu, þó að það sé ekki hann sem er mest áberandi í sóknarleiknum.

  Við vorum miklu betri í þessum leik og það er með ólíkindum að menn nenni að koma með tuðkomment á síðuna eftir svona yndislegt evrópukvöld á Anfield. Þetta er það sem menn voru að bíða eftir – nú er bara að njóta þess og bíða eftir næsta leik og næsta sigri.

 34. Einhver lýsandinn hafði orð á því að þetta væri fyrsta tap Inter Milan í öllum keppnum síðan 19. september…. Ef það er rétt, þá var Liverpool að stöðva 5 mánaða taplausa hrinu efsta liðsins á Ítalíu

  Stevie frændi er meistari

 35. Þetta var frábær sigur og allt liðið á skilið hrós. Það léku einfaldlega allir vel í kvöld, þá sérstaklega þeir sem hafa verið lakir á tímabilinu (Finnan, Kuyt t.d).

  Það verður að fara að koma með svona stemningu inn í deildina líka!

  Annað sem mér fannst geysilega jákvætt við leikinn var það að Logi Ólafs kallaði Gerrard aldrei Sjerard, eins mikið og það fer í taugarnar á mér 🙂

 36. 24

  ” Ég sá bara fyrstu 60 mín (því miður), en skv. tölfræði frá uefa.com þá átti Inter nú 16 skot, sem er svipað og Liverpool í sínum jafnteflisleikjum, og þá nefna menn hvað Liverpool var lengi með boltann.”

  Ég fór líka á uefa.com og fékk þessa tölfræði lánaða.
  Liverpool Internazionale
  7 Shots on goal 0
  11 Shots wide 3

  samkvæmt mínum útreikningum (3+0) átti inter 3 skot sem öll voru framhjá, á meðan Liverpool átti 18

  Áfram Liverpool
  YNWA!!!

 37. Það er orðið svo að maður er bara orðinn óvanur því að heyra einhvað jákvætt frá bítlaborginni, eins og margir aðrir líklega hafði ég samt gríðarlega mikla tilfinningu fyrir þessu og byggði það eingöngu á því að Liverpool er allajafna bestir þegar þeir eru taldir vera underdogs og alveg í takt við stöðugleika liðsins að tapa fyrir Barnsley og taka Inter sannfærandi nokkrum dögum seinna!!! En mikið djöfull var hressandi að geta gargað smá í lokinn enda hefði verið algjört slys að fá ekkert út úr þessum leik.

  En varðandi leikinn þá er ég fyrir það fyrsta alls ekki sammála vali á manni leiksins, þó að Dirk Kuyt hafi náð að skjóta í varnarmann og LOKSINS LOKSINS í fjandans markið, hann var ekki að gera nokkurn skapaðan hlut í dag sem hann hefur ekki verið að gera áður. Ekki misskilja, mér finnst hann ekki vera vonlaus, hann er bara ekki nógu góður og við eigum mun betri miðjumenn og kanntara heldur en hann, hann skapar afskaplega lítið og þó hann skori eitt og eitt þá finnst mér hann alls ekki nógu góður, hann er sóknar maður for christ sake og á að skora!!! Það er mjög þreytandi að vera með svo lélega menn í liðinu að það er hringt í mann sérstaklega til að stríða manni þegar hann loksins skorar!!!!!

  Ég var enn einn leikinn búinn að bíða mjög lengi eftir Peter Crouch og það kom á daginn að hlutirnir fóru loksins að gerast þegar hann kom nná, leiðinlegt að sverta bleika Kuyt skýið sem menn eru svífandi á vegna þess að Kuyt skoraði í dag og gegn Barnsley en álit mitt á honum hefur lítið breyst. Hann er mjög duglegur, en ekkert rosalega hraður og skapar mjög litla hættu. Ekki erum við að skora mikið allavega með hans framlagi, svo mikið er víst.

  Menn leiksins að mínu mati voru Javier “the monster” Mascherano, þessi drengur er bara ekki hægt í varnarleik, ef þeir fara framhjá honum þá étur hann þá bara. Eins fannst mér nú Oscar Cordoba mjög góður í dag.

  Þrátt fyrir að hafa hlustað vel á Man United útgáfuna frá íþróttadeild Sýnar þá er ég ennþá á því að bæði spjöldin voru vel réttlætanleg á Materazzi, í fyrra dæminu stakk Torres hann gjörsamlega af og Materazzi fór aftan í hann, kannski óvart en hvað á hann mikið inni, karma is a bitch eins og einhver sagði.
  Seinna spjaldið er klárt gult, Torres er kominn frjamhjá honum er togaður til baka og missir við það jafnvægið. Niðurstaða, Materazzi átti ekki break í Torres.
  Eins finnst mér gríðarlega grunsamlegt hvernig dómaranum tókst að dæma ekki víti á góða markvörslu Vieira sem var með báðar hendur hátt á lofti og varði glæsilega í horn fyrir allra augum.

  Hvað varðar Babel þá fannst mér Rafa vera að gera hárrétt, ég vildi reyndar fá Kuyt útaf fyrir Pennant en Babel var svosem ekki búinn að gera neitt að ráði í seinni hálfleik og greinilega orðinn þreyttur. Þessi strákur er að fá að spila svipað mikið og hann hefur úthald til og lofar mjög góðu fyrir framtíðina. Var reyndar sammála M V Basten um daginn þegar hann skammaði hann fyrir að hanga of mikið á boltanum.

  En Lliverpool var að spila í dag eins og maður þekkir það undir Rafa Benitez, andstæðingurinn komst varla í tæri við markið. Vonandi er það versta afstaðið á þessu tímabili, þetta lið er ekki eins vonlaust og það hefur litið út fyrir að vera síðustu mánuði. Það er allavega auðveldara að tala vel um Benitez í dag heldur en í gær.

  Að lokum vil ég koma á framfæri áskorun til sýnar, þ.e að fylla studio-ið ekki alltaf af MJÖG HLUTDRÆGUM United eða Everton mönnum alltaf þegar Liverpool er að spila við lið sem kemur þeim ekkert við.
  Þ.e. ekki ensku liði. Það er mjög stór meirihluti þeirra sem horfa á leiki eins og Liverpool – Marseille/Porto/Besiktas/Inertr o.s.frv. sem halda með Liverpool og þessum hópi langar ekkert að heyra hvað fokkings Tómasi Inga eða t.d. Leifi Garðars finnst um Liverpool, sérstaklega ekki þegar illa gengur, þetta eru mjög hlutdrægir besservisserar og skipa sér auðveldlega í flokk með “spekingum” eins og Henry Birgi, sem líklega viðurkennir sjálfur að væri ekki góður kandídat í hlutlaust spjall um Liverpool.

  Að sama skapi var þó smá gaman að sjá hvað Höddi Magg var feginn í leikslok.

  Þetta er þó bara hálfleikur í MJÖG ERFIÐUM leik, það er allavega einhvað bitastætt að hlakka til ennþá.

  YNWA
  Babú

 38. Mognud thessi bjartsýni hjá Tedda LeBig ad spá 3-0 svona rétt fyrir leik.

  Annars gaman adessu…. Hljótum ad komast í gegnum thetta lid eftir tvaer.

 39. 24-Halldór WTF!!!! Inter með 16 skot, hvernig í fjandanum fá menn út??? Á uefa.com stendur að þei áttu heil 3 skot og þar af ekkert á ramman. Ég trúi þeim tölum þar sem ég sá leikin, Liverpool átti leikin frá fyrstu mín. það er bara þannig.

  Varðandi vin okkar Materazzi, þá var hann nú bara ótalegur auli og klaufi að fá þessi spjöld á sig. Að mínu mati var það fyrra óþarft, aukaspyrna átti að nægja en senilega hefur dómarinn ætalað að setja hina margfrægu línu í leikin. Seinna spjaldið tel ég var GULT og ekkert annað. Hreinn og klár aulaskapur hjá Materazzi, alls ekki hættuleg brot en samt gult. Torres er komin fram hjá honum g Materazzi grípur í öxlina á honum. Það er bara klárt dæmi um ólöglegt og óíþróttamannslegt leikbrot, bara svipað og peysu tog, og það er bara gult skv. reglunum held ég allavega.
  Ég tel það gott fyrir boltan að hafa svona reglur til að ýta undir sóknarleik og koma í veg fyrir að varnarmenn séu að reyna að stöðva eða hindra sóknarmenn með lúalegum brögðum. Breytir engu hvort það hafi verið hættulegt eða ekki í svona tilfellum.

  Svo er það auðvitað ekkert annað en víti þegar menn eru með hendur út frá líkamanum eða upp í loftið og “fá” boltan í þær innni í teig. Þtta er nú einu sinni FÓTbolti. Það er annað mál ef höndin meðfram líkamanum og þetta er klárlega svona bolti í hönd atvik. En í atvikinu með Viera til dæmis þá var hann klárlega með hendur á lofti og hefði átt að dæma víti að mínu viti. En guð minn almáttugur hvað Viera var RIÐGAÐUR og lélegur í kvöld.

 40. Verður gaman að lesa ferðasögu frá Ssteina 🙂

  Flottur sigur og allt það, en mér finnst enn eitt vanta í Liverpool-liðið í dag, explosive kantmaður. Okkar C. Ronaldo, eins erfitt og það er að segja það. Það sem vantaði frá 30. mínútu til þeirrar 84. var maður sem gat sólað tvo menn, dregið til sín tvo í viðbót og komið með fullkomna sendingu á mann í hlaupi inn í teiginn og búið þar með til dauðafæri, nú eða bara skorað sjálfur. Ef við eigum þann mann er hann ekki mikið að sýna okkur það, með áherslu á orðin “ekki mikið”.

  Næsti leikmaður sem ég vil að Liverpool kaupi er þannig leikmaður, sem kostar yfir 20 milljónir punda. Maður í Torres-Gerrard klassa inn í þetta lið, og margt er bætt. Auðvitað ekki allt, en margt…

 41. Vá Babu. Við höfum átt nokkrar skrautlegar syrpur hér um Kuyt og þú virðist jafnvel vera með aumingja Hollendinginn á heilanum. Helmingurinn af pistlinum hjá þér snýst um hversu glataður hann sé þrátt fyrir að hafa skorað 2 leiki í röð.
  Ég er ekki að segja að Kuyt hafi verið stórfenglegur í þessum leik eða langbesti maður vallarins (þann titil á Mascherano, kannski Gerrard með húð og hári) en hans vinnusemi hélt vel aftur af bakvörðum Inter í byrjun leiks og hann var virkur þátttakandi í sóknarleiknum. Hann var að taka góð hlaup og spilaði liðsfélaga vel uppi. Að þú verðir að draga leikmann Liverpool í svaðið loksins þegar hann sýnir gamalkunna takta og er byrjaður að skora aftur er mjög ómaklegt svo ekki sé meira sagt.

  Þegar menn gera vel og sýna framfarir ber að hrósa sama hver á í hlut. Sjálfum finnst mér Crouch mjög takmarkaður og hálf glataður leikmaður en hann gerði allt rétt þegar hann kom inná og stóð sig mjög vel, var ekkert að hanga á boltanum heldur kom honum strax á samherja vitandi að varnarmenn myndu hrúgast í kringum sig.

  Eins og ég sagði í hinum þræðinum í hálfleik þá snerist sá seinni um þolinmæði. Þreyta varnarmenn Inter nógu mikið til að þeir geri á endanum einstaklingsmistök. Bíða eftir réttu færunum og taka þau þá.

  Við erum í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn því Inter eru nánast miðvarðalausir. Liverpool ættu því að geta keyrt hraðar skyndisóknir á þá með Torres fremstan í flokki. Hljótum að skora allavega 1 mark og með Mascherano í hörkustuði stórefast ég að Inter skori 4 mörk gegn okkur.

  Frábært kvöld og hreint frábær úrslit.

 42. Eins og Quaresma er snjall leikmaður og getur nú leikið vel, þá eru fáir leikmenn sem fara jafn mikið í taugarnar á mér og hann. Menn slá ekki lengur grasið á völlunum í Portúgal því hann liggur alltaf í því. Þar að auki þá hangir hann alltof mikið á boltanum. Nú átta ég mig á því að spil Porto fer mikið í gegnum hann og leikur liðsins stjórnast oft á honum. Það er oft gott fyrir þá en ég er t.a.m. sannfærður um að þeir hefðu jarðað okkur í fyrsta leik riðlakeppninnar ef ekki hefði verið fyrir endalausa töffarastæla Quaresma með boltann.

  Má vel vera að hann sé einhver lausn fyrir okkur á kantinn en ég þoli sjaldan svona leikmenn og hann þyrfti að mannast mikið áður en ég myndi fagna kaupum á honum.

 43. Held að Quaresma sé mjög ofmetið fyrirbæri. Gat ekkert hjá Barcelona og mun EKKERT geta í Englandi.

 44. Nóg af mönnum til, hvort sem þeir heita Mancini, Silva, Quaresma, Samir Nasri eða Ben Arfa, bara spurning hver er réttur fyrir Liverpool 🙂 EN, við skulum ekki missa okkur hugsanlegum í sumarkaupum alveg strax…

  Gleymdi að minnast á að Mascherano var að mínu mati maður leiksins, Torres fær hrós fyrir frábæra baráttu. Lucas var ekki góður og mér fannst Aurelio ekki nógu góður sóknarlega.

  Flott innkoma hjá Crouch og Pennant og góð mörk. Getum vel klárað þetta á Guiseppe Meazza…

 45. Algerlega frábær leikur. Fannst allt annar bragur á liðinu og gamla leikgleðin komin aftur. Mér fannst byrjunarliðið allt standa sig vel og vil ekki taka neinn sérstakan þar út. Fannst allir sína að þeir ættu heima í okkar sterkasta byrjunarliði og í raun átti enginn skilið að vera tekinn út af.

  Var sérstaklega ánægður með Finnan og vonandi heldur hann svona áfram. Líka með Crouch sem fór illa með lágvaxna varnarmenn Inter. Henter honum gríðarvel að koma inn í leik þar sem hitt liðið er búið að pakka í vörn. Verður samt að skora til að vinna sér rétt í byrjunarliðinu.

  Vil svo sérstaklega hrósu mönnum fyrir að gefa hvorum öðrum five á meðan á leik stendur. Gerir ekkert annað en að bæta andann og sýna okkur stuðningsmönnunum að menn séu að vinna sem lið og að peppa hvorn annan upp.

  Koma svo Rafa- sama lið næstu þrjár vikurnar. Ok meiðsli og getuleysi kannski undantekning en plís ekkert rugl.

  Áfram Liverpool!

 46. Nr 45 Arnór.
  Kuyt var valinn maður leiksins hérna og menn voru að hefja hann hálfpartinn upp til skýjana hérna, aumka sér yfir honum þar sem hann skoraði loksins. Ég var bara að segja mína skoðun, en vissulega finnst mér hann vera áberandi veikur hlekkur í sóknarleik liðsins og mér fannst hann bara hreint ekkert svo sérstakur í kvöld, alls ekki lélegur en ekkert frábær heldur. En ég vona innilega að hann fái aukið sjálfstraust við þessi mörk og fari að sýna hvað hann getur. Persónulega finnst mér hann spila allt of aftarlega á vellinum og það fer gríðarlega í taugarnar á mér enda þ.a.l. með skelfilegar staðsetningar.

  Varðandi Quaresma þá finnst mér það einnig frekar pirrandi karakter en bendi á að C.Ronaldo þótti/þykir það einnig, hver myndi ekki vilja hafa hann í sýnu liði? Eins held ég að hann sé stórgóður leikmaður, þó hann hafi ekki meikað það hjá Barca. (mér datt hann samt bara fyrst í hug)

  En já, það er allt allt of snemmt að fara pæla í þessu núna 😉 til þess er sumarið.

 47. Góður sigur vonandi náum við að fá eitthvað sjálfstraust úr þessu.

  Kuyt var góður einnig er að sjá hvernig liðið spilar miklu betra þegar Pepe er í markinu.

  Áfram LFC

 48. Frábær sigur og mjög nauðsynlegur fyrir Liverpool ef skoðað er stöðu stjórnar og þjálfara. Hef sjaldan hoppað jafn mikið af ánægju en þegar maskínan Kuyt skoraði þetta mark. Það má segja að Gerrard er maður sem öll lið í heiminum vildu hafa í sínum röðum. Hann er frábær leikmaður og ekki verri fyrirliði.
  Nú veit ég að við klárum þetta Inter lið og þá er leiðin í úrslit á mjög góðri leið.

  YNWA

 49. Jæja.
  Alveg klárt að enginn í Evrópu er jafngóður þjálfari í Meistaradeildinni. Þetta kom manni kannski ekki á óvart en það er með hreinum ólíkindum að við vinnum lið sem hefur ekki tapað 29 leikjum í röð og unnu síðustu 5 leikina sína í CL eftir baslið að undanförnu! Hann Rafael kann þetta ótrúlega vel í Evrópu og ég veit að Ferguson (1 úrslitaleikur á 21 ári) og Wenger (1 úrslitaleikur á 12 árum) horfa með öfund á getu Spánverjans þarna. Hún er óumdeild enn eitt árið!
  Leikurinn var einfaldlega þarna frábært upp settur. Vinstri varnarvængur Inter, Chivu og Materazzi veiku hlekkirnir sem sótt var á af krafti frá byrjun, alger stjórn leiksins strax okkar og Ítalirnir farnir að halda 0-0 eftir 10 mínútur. Eftir brottrekstur Materazzi sem var vissulega strangur en að mínu mati réttlætanlegur var alveg ljóst hvað yrði uppi á teningnum á Anfield. En að Pepe Reina þyrfti ALDREI að verja og eina vitræna skot Ítalanna kæmi frá Patrick Viera af 30 metrum er ótrúlegur árangur!
  Allir hér vita að ég er nú ekki sérlega glaður með Dirk Kuyt en ég styð Einar alveg í vali hans hér á manni leiksins. Margir tilkallaðir í kvöld, Babel dó út eftir hálfleik og Gerrard og Torres skiptu miklu. Skiptingar Benitez frábærar og Pennant og Crouch komu flott inn í leikinn. Vissulega var Mascherano að spila vel þegar þurfti til, en í þessum leik var nú ekki mikil sóknarógn að díla við og því finnst mér rétt að velja Kuyt sem var að spila vel í kvöld að mínu mati, skoraði flott mark, átti mikin þátt í sterkri byrjun og lagði upp fín færi, m.a. dauðafæri Hyypia.
  En liðið var að leika virkilega vel og það þarf sögulega frammistöðu Inter á San Siro til að slá okkur út. Rafael Benitez hefur aldrei tapað útileik sem þjálfari Liverpool í Evrópukeppni með meira en einu marki og aðeins einu sinni fengið á sig þrjú mörk í evrópuleik. Að auki tekið þátt í þremur vítakeppnum og unnið allar.
  Þannig að í þetta sinn getum við verið bjartsýnir og glaðir, ekki nokkur ástæða til að draga upp skotfærin til að fella menn og lið, heldur brosa út í bæði, þessi leikur hefur allavega bjargað minni vinnuviku!!!!

 50. Nokkrir punktar – þegar Materazzi var rekinn af velli var posesso de balla 60:40 okkur í vil. Það endaði í 68:32. Það breytti því ekki miklu að vera einum fleiri því inter tjaldaði öllu liðinu djúpt á eigin og ætlaði að sætta sig við 0:0 eða setja eitt úr skyndisókn.

  En veit ekki hvort menn tóku eftir því að eftir leikinn þá var gefið upp að Liverpool hefði átt 18 skot og Inter 16. Þetta var nú bara algert rugl enda er þetta það sem er á heimasíðu UEFA í dag.
  Liverpool – Inter
  7 Shots on goal 0
  11 Shots wide 3

  kv/

 51. varðandi debatið um uppstillinguna þá byrjaði hún í 4-3-3…. Gerrard fremstur á miðjunni, Kuyt hægra megin og Babel vinstra megin síðan skiptu þeir stundum um vængi þeir Kuyt og Babel í fyrri hálfleik… horfið bara aftur á kick-off ið ef þið trúið mér ekki 🙂 Logi Ólafs fattaði þetta ekki einu sinni, sem sýnir hversu rosalega taktíska innsýn hann hefur, eða þannig

  En allavega þá var þetta frábær sigur og held maður hafi ekki sleppt sér svona yfir mörkum síðan Gerrard jafnaði á móti West Ham í úrslitum FA-Cup hér um árið… vonandi að við klárum leikinn á San Siro með stæl

 52. Það var frekar pirrandi að geta ekki komið á netið og skoðað skýrsluna eftir leik í gær. Í kjölfarið ætlaði ég að koma hér inn í morgunsárið, í vinnunni, og skrifa einhver ósköp.

  Ég er hins vegar alveg kjaftstopp við að koma hér inn. Gerði Einar Örn Kuyt að sínum manni leiksins? Og eru ummælendur síðunnar virkilega að hrósa honum? 😀

  Í hnotskurn: 2-0 sigur gegn Inter á Anfield. Skorum tvö, fáum ekkert á okkur. Kuyt skorar, Gerrard með annað glæsimark í sarpinn, og mesta kunta Evrópuboltans fær verðskuldað rautt spjald eftir að hafa í tvígang reynt að knúsa Torres aftan frá (ég veit hann er sætur, en samt …)

  Ef þetta er ekki frábært Evrópukvöld þá veit ég ekki hvað. 😉

 53. Eitt af því sem var fyrirfram spennandi við þennan leik var að sjá hvernig vörn Liverpool gengi að eiga við Zlatan. Maður af þessum gæðaflokki á að geta strítt varnarmönnum illa ef hann fær boltann hátt uppi á vellinum, en það er skemmst frá því að segja að hann sást varla í leiknum. Þó hann hafi eflaust fengið færri tækifæri til að láta ljós sitt skína eftir að Inter missti Materazzi af velli finnst mér varla hægt að kenna brottrekstrinum um að Zlatan var svona ósýnilegur, hann á að geta látið til sín taka þegar hann fær boltann frammi, óháð því hvort varnarmennirnir eru þrír eða fjórir aftan við hann. Vörn Liverpool var einfaldlega með hann í vasanum. Með Skrtel í bakhöndinni og Agger vonandi fljótlega leikfæran aftur er því óþarfi að hafa áhyggjur af vörninni, sérstaklega ef bakverðirnir halda áfram að sýna batamerki eins og mér fannst þeir gera í gær.

 54. Þetta var ævintýri líkast. Benitez er ótrúlegur í þessari deild. Hann verður að ná þessum árangri í Ensku deildinni þá verður hann hjá okkur næstu 20 árin.
  TIL HAMINGJU ALLIR SANNIR PÚLLARAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 55. Flottur leikur og góður sigur. Spila svo svona allt til loka leiktíðarinnar 🙂

  PS. Þið stjórnendur vefsíðunnar, þið verðið að geta heimilda hvar þið takið efni og myndir, s.b.r. myndin af Gerrard hér að ofan er tekin af vef BBC

 56. Svo verður það aldrei of oft endurtekið að Mascherano var frábær í þessum leik, eins og reyndar oftast nær. Vonandi dregst ekki mikið lengur að klára kaupin á honum.
  Varðandi þann díl hefur verið talað um 18,6 millur, þar af er 1,6 gjaldið fyrir að fá hann að láni frá jan 2007 fram á vor 2008, svo eftirstöðvarnar eru 17 millur. Svo hefur verið talað um að laun hans í 5 ár séu líka inni í þessari tölu, og ef hann er með 50.000 á viku eru það væntanlega amk 12,5 millur. Þá er kaupverðið sjálft ekki nema 4,5 millur, sem er auðvitað hlægilegt fyrir svona mann.
  Yfirleitt eru laun á samningstímanum ekki inni í þeim tölum sem gefnar eru upp sem kaupverð, svo samkvæmt því ætti að bera 4,5 millur fyrir Mascherano saman við t.d. 18 millur fyrir Hargreaves. Ég veit alveg hvort mér þætti betri díll 😉
  Getur einhver staðfest eða afsannað að þetta sé svona?

 57. PS. Þið stjórnendur vefsíðunnar, þið verðið að geta heimilda hvar þið takið efni og myndir, s.b.r. myndin af Gerrard hér að ofan er tekin af vef BBC

  Það er rétt hjá þér. En myndin kemur af uefa.com.

 58. Vissulega frábær sigur í leik sem Liverpool var miklu betra liðið á vellinum. Leikurinn var eins og maður bjóst við, Ítalska liðið stillir sér upp í vörn og lætur heimaliðið sækja. Það hentar vissulega þegar um Liverpool er að ræða því við erum heimsmeistarar í því spila boltanum fyrir utan vörn andstæðinganna án mikils árangurs. Í kvöld hinsvegar bar það tvisvar sinnum árangur og er gott veganesti til Milanóborgar og vonandi verður það nóg. Ég tel samt að Benitez sé sáttur við að vera í þessari stöðu þar sem hann þarf ekki að sækja of mikið á útivelli.

  Mér fannst maður leiksins vera Fernando Torres þar sem hann fiskaði Materazzi útaf, skapaði 99% af þeirri hættu sem við fengum og átti þar að auki 3-5 góð færi/skot til að setja skora. Aðrir leikmenn stóðu sína pligt upp að því marki að hleypa Inter ekki inn í leikinn og miðjan spilaði sterkan enskan bolta gegn taktísku Ítölsku liði. Fernando Torres er bara yfirburða maður í þessu liði og ætti aldrei að hvíla nema hann sé meiddur eða í leikbanni!

 59. (#60)
  Góður samanburður þeas ef tölurnar eru réttar hjá þér, Siggi. Ef allur kostnaður er inn í þessum pakka er þetta náttúrulega útsala á háu stigi! Ef hægt væri nú að búast við eins og 3 stk af þeim klassa í sumar sem Mascherano býr klárlega yfir værum við að styrkja liðið gífurlega!
  Ég sé fyrir mér 6-7 leikmenn láta fara í staðinn fyrir 3x 18-20m sem myndu skila meiru en þeir sem seldir voru. Fyrir svo utan að þessir 6-7 leikmenn gætu skilað til baka allt að 50% af verðinu á þeim nýju (færi eftir hverjir yrðu seldir) og eflaust launakostnaðurinn ekki mikið meiri fyrir vikið.

 60. Greinilegt að leikirnir á Englandi sama hvort þeir eru í PL eða WC eða FC eru ekki nógu stórir til þess að við förum að spila eins og menn.Það þarf að fara að breita þessu svo áragur á að nást þar…

 61. Ég er ekki sammála þér Hjalti Þór varðandi Lucas. Mér fannst hann skila sínu hlutverki mjög vel. hann kemur boltanum fljótt frá sér og er oft að koma með spil sem andstæðingarnir eru ekki búnir að lesa fyrir löngu. Að vísu þarf hann að bæta aðeins sendingarnar.
  annar sem þarf að bæta sendingarnar er Finnan. hversu margar fyrirgjafir fóru í fremsta varnarmann

 62. Hérna er kannski útskýring á vandamálum Kuyt fyrir framan markið. Þetta er líklega eini senterinn í heiminum sem leggur meiri áherslu á að halda hreinu en að skora mark.
  Þetta er tekið af icliverpool

  “It was funny because just before I scored I said to Steven that maybe we ought to keep the ball and keep the clean sheet.

  “But he said to me we needed to have another go and he was right because the goal came and 2-0 is a great result

 63. Smá off topic, en getur einhver bent mér á slóð þar sem eru teknar saman uppl. um eyslu liða fyrir tímabilið og jafnvel í janúar glugganum líka ?
  Ég er að vinna með sauð sem ég þarf að koma á jörðina : )

 64. Sælir félagar
  Ég þakka RB og liðinu fyrir gærkvöldið. Þetta voru dásamlegar 95 mínútur og ég ætla ekkert að gera annað en gleðjast yfir þeim. Eftir svona leik má allt nöldur og pirringur útí einstaka leimenn og stjórann bíða annarra tím.
  Sem sagt frrrááááábææærrrrt og ég óska okkur öllum til hamingju.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 65. Þetta eru snilldar ummæli hjá Kuyt, alveg með varnarvinnuna á hreinu enda hefur hann verið að breytast í síhlaupandi bakvörð á síðustu mánuðum.

  En hann skoraði í gær og fær hrós fyrir það. Bíðum með allt nöldur fram yfir næsta tapleik, Boro eru að koma í heimsókn 🙂

 66. Ég var ekkert að meina þetta beint sem nöldur gagnvart Kuyt enda allir leikmenn Liverpool vígmenn á velli og snillingar upp til hópa í dag.
  Mér fannst þetta bara kostulegt komment frá stormsenternum.

 67. Ég held að leiðin liggi bara í að Riise fær að fara eftir tímabilið og Kuyt verður okkar sterkasti vinstri-bakvörður ! 🙂

 68. þetta eru nú samt ekki svo vitlaus ummæli hjá Kuyt….
  á móti Barnsley passaði Liverpool sig ekki nógu mikið í restina þegar þeir voru að reyna vinna leikinn og fengu svo þetta mark á sig í restina.
  í stöðunni 1-0 á móti inter hefði verið skelfilegt að láta þá jafna…

 69. Nema hvað Kuyt sagði þetta í stöðunni 0-0 og hitt liðið reyndi ekki einu sinni að stíga fæti inn á vallarhelming okkar.

 70. Tekið af liverpoolfc.tv:

  “It was funny because I said to Stevie that maybe we have to keep hold of the ball and keep the clean sheet but he said we want to get ANOTHER goal and he was right. He got a great goal and 2-0 is a great result, though we have one game to go in Milan, so it will be a tough night again.”

  Rétt skal vera rétt.

 71. Í fyrsta lagi að reyna að halda boltanum of mikið og ekki reyna að skora mark númer 2 á móti 10 inter mönnum þar sem við erum miklu betri og markið lá en í loftinu er bara rugl. Það átti eftir að spila útileik á san siro og þar tel ég að þetta seinna mark verði óheyrilega mikilvægt.
  Bottomlænið er samt að ég held að þetta sé eini senterinn í heiminum sem láti svona útúr sér.

 72. Var á leiknum og verð að segja að ég var með gæsahúð allann tímann!

  Erfitt að segja hver var maður leiksins þar sem allir skiluðu sínu enn Kuyt og Masche voru magnaðir! Kuyt var ALLTAF í samspili og að búa til pláss og að aðstoða manninn með boltann Masche átti miðjuna með húði og hári!

  Moskva 2008….?

  YNWA

 73. Ég er sammála þér Jóhann. Auðvitað var rétt að sækja í átt að öðru marki.

  Ég finnst samt ekkert óeðlilegt að við vissar aðstæður skoppi hugsanir sem þessi inn í hausinn á mönnum. Sér í lagi ef menn hafa átt dapra daga marga mánuði aftur í tímann.

  Áfram Liverpool!

 74. Jóhann, mark frá Inter hefði haft gríðarleg áhrif, þannig að það er vissulega eðlilegt að menn fari ekki fram í einhverjum brjálæðislegum æsingi gegn liði með menn einsog Zlatan inná. Jafnvel þó við séum 1 fleiri.

 75. það virðst gæta ákveðins miskilnings varðandi þetta komment mitt. Auðvitað átti liðið ekki að slaufa öllum varnartilburðum, setja Carragher í sóknina og Riise inná til að fá annað mark. En við vorum með Lucas og Mascherano inná sem báðir eru duglegir vinnuhestar ásamt þéttri vörn þá á þetta að vera í lagi. En Gerrard, Torres, Crouch og Kuyt eiga auðvitað að einblína á að klára þennan leik og fara eins langt og hægt er með að klára einvígið enda mun seinni leikurinn að öllum líkindum spilast allt öðruvísi og mikið mun mæða á vörninni vegna ágangs meðal annars Zlatan og annara sentera Inter.
  En í hversu mörgum leikjum höfum við ekki gagnrýnt Liverpool fyrir að drepa ekki leiki þegar færi gefast þar sem þeir hafa fallið niður í jafntefli?
  Lykilatriði í þessu komennti er að senterar eiga að vilja skora mörk og ekki vera saddir eftir eitt mark. Það sást líka að Gerrard hafði rétt fyrir sér og við settum annað mark. Ef liðið hefði fallið aftur á völlinn og Inter hefði jafnað þá væri klárlega annað hljóð í strokknum. Allir væri brjálaðir yfir því að við hefðum ekki farið framar á völlinn og klárað leikinn.

 76. Eru menn í alvöru að ræða þessi ummæli Kuyt?

  Mér finnst þetta fulleðlilegt og það ætti flestum að finnast sem hafa spilað fótbolta. Þegar mark er skorað seint í leik er eðlilegt að menn líti til þjálfara eða leiðtoga inná vellinum og samræmi aðgerðir.

  Menn fagna markinu, reyna svo að róa sig og einbeita sér að því að klára leikinn. Á röltinu aftur fyrir miðju getur Kuyt í hita leiksins hafa spurt Gerrard hvert planið væri, eigum við að draga okkur aðeins í hlé og halda þessu eða? Kuyt þarf að vita þetta svo hann sé ekki einn að pressa í leit að öðru marki á meðan aðrir vilja halda hreinu, eða svo hann leggist ekki einn í vörn á meðan aðrir pressa. Menn lesa ekki hugsanir hver annarra og því er eðlilegt að einhver einn taki af skarið. Gerrard virðist hafa gert það í þetta sinn, hann virðist hafa svarað spurningu Kuyt með því að segja, “Nei maður, reynum að ná öðru markinu! Það er alveg hægt!” Og í kjölfarið hélt liðið pressunni áfram.

  Ég ímynda mér allavega að þetta geti hafa verið einhvern veginn svoleiðis. En það er svo sem týpískt af sumum að stökkva upp á nef sér og túlka eitthvað sem Kuyt virðist hafa látið út úr sér, svona til að undirstrika ákveðni Gerrards í að ná öðru markinu, sem afdráttarlausa sönnun þess að hann sé varnarsinnaðasti framherji í heimi. 🙄

 77. Láttu ekki svona Kristján. Kuyt er ömurlegasti framherji í sögu Liverpool. Maður sem gæti ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni. Sama má segja um Riise o.fl. Þetta eru allt aumingjar.

  Veistu ekki að allt er að fara til fjandans hjá Liverpool? Hvernig dirfistu að skrifa svona yfirvegaða pistla þegar liðið er í algerum molum? Af hverju geturu ekki verið raunsær eins og við hinir og einblínt stöðugt á hið neikvæða? 😉

 78. Nákvæmlega Arnór.

  Kristján, viltu gjöra svo vel að koma þér úr þessum fuc#%$ pólíönnufíling og niður í neikvæða þunglyndis-NORMIÐ með okkur hinum….óþolandi hugsunarháttur og þér alls ekki til tekna!!!

  🙂

 79. Þetta segir Kuyt við Liverpool Echo þannig að það segir að hann sagði þetta í stöðunni 0:0 en ekki 1:0

  But Kuyt admitted there was a stage in the game when he feared Liverpool’s dominance would not be rewarded and they might have had to settle for a goalless draw – only for skipper Gerrard to urge his team to keep pushing forward and go in search of goals.

  “It was funny because just before I scored I said to Steven that maybe we ought to keep the ball and keep the clean sheet.”

  Svo er mér reyndar alveg sama hvenær hann sagði þetta. Inter var aldrei að fara að gera neitt og við áttum að sjálfsögðu að þjarma að þeim áfram.

  Sýnir bara að Kuyt hugsar frekar um varnarleikinn en sóknina og það er kannski þess vegna sem að Benitez fílar hann. Ég vil framherja sem er gráðugur í mörkin frekar en varnarsinnaðan senter.

 80. Er loksins búið að finna eitthvað neikvætt við þennann leik gegn Inter??Á núna að hamra á því að Kuyt var ekki viss hvað skildi gera á þessum tímapunkti??Hverjum er ekki sama hvað hann sagði og hvenær hann sagði þetta,maðurinn lék vel og skoraði mikilvægt mark og við unnum 2-0,allt annað er aukaatriði er það ekki??

 81. Ég les nú ekki mikið alvarlegt út úr þessum ummælum Kuyt, ekkert óhugsandi í þessari stöðu að taka 1-0 fegins hendi og vera ekkert að klúðra því……m.ö.o. nokkuð sammála KAR Nr. 82
  Allt í lagi að velta þessu fyrir sér með Gerrard, en að sjálfsögðu var best að halda áfram og reyna að skora annað, enda þó nokkuð eftir ennþá.

 82. Mér er sama hvað hver segir hvernig og hvenær.

  Við unnum Inter!!! 🙂

 83. Nákvæmlega, Daði. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum ekki enn búnir að uppfæra á síðunni með nýjum færslum. Það er svo gaman að sjá þessa mynd af Gerrard á forsíðunni. 🙂

 84. Ég verð að segja það að ég er fastur í einhverjum neikvæðum fíling varðandi Liverpool þessa dagana og skal engan undra. Það eru víst fleiri sýnist mér.

  En auðvitað vinnum vil leiki öðru hvoru eins og í fyrradag og það með glæsibrag. En það er stöðugleikinn sem skiptir máli og því er ég ekki að missa mig yfir þessum úrslitum. Jújú þetta var frábær frammistaða gegn ofsagóðu liði en var þessi frammistaða komin til af góðu, NEI, þarna voru menn einfaldlega að berjast fyrir því eina sem gæti hugsanlega bjargað einhverju þetta tímabilið. Að því leytinu til fannst mér þessi úrslit sjálfsagt mál, Liverpool FC er með góða fótboltamenn innan síns liðs.

  Ég sagði við félaga minn, Nalla, í gær að Liverpool gæti vel unnið hvaða einasta lið í heiminum og einn einstakur leikur við eitt einstakt lið hræðir mig ekki, ALLS EKKI. Eeen við getum ekki unnið marga leiki í röð, lesist deildarfyrirkomulag.

  Þetta kann að hljóma undarlega og jafnvel óskiljanlega fyrir þá sem hugsa ekki nema ákveðið langt en ég er að vona að við missum af þessu fjórða sæti og lendum jafnvel í einhverju niðurlægjandi sæti í deildinni, ja segjum 9. sæti. Og afhverju vil ég þetta? Jú svo að ekki verði enn eitt tímabilið þar sem menn segja eins og þeir hafa sagt svo oft upp á síðkastið: “jæja þetta var nú bara smá vesen, ekkert disaster, þetta er allt að koma, við náðum allavega meistaradeildarsæti þannig að þetta getur ekki verið svo slæmt.” Ég vil að klúbburinn fái rassskell þannig að þessi risi sem hann er vakni loksins!

  Eina vandamálið eru peningamál en þau verða bara að leysast, herða sultarólina.

  Í stuttu máli; lenda í svaka veseni, hisja upp um sig brækurnar og svo sigra heiminn.

 85. Ég ímynda mér allavega að þetta geti hafa verið einhvern veginn svoleiðis. En það er svo sem týpískt af sumum að stökkva upp á nef sér og túlka eitthvað sem Kuyt virðist hafa látið út úr sér, svona til að undirstrika ákveðni Gerrards í að ná öðru markinu, sem afdráttarlausa sönnun þess að hann sé varnarsinnaðasti framherji í heimi.

  Ég biðst bara velvirðingar á þessu mér fannst þetta frekar fyndið en nokkuð annað. Hef nú ekki hingað til talið mig neikvæðan í garð Liverpool. Hef kannski verið eitthvað neikvæður í garð Kuyt hérna á blogginu en það er eingöngu vegna þess að það hefur verið full ástæða til þess.

  En leiðinlegt að menn hafi ekki séð skoplegu hliðina á þessu þetta átti ekki að vera til þess að draga menn niður úr skýjunum eftir frábæran sigur á Inter.

  Ég verð nú reyndar að viðurkenna að ég hef spilað fótbolta einu sinni eða tvisvar og ég held að flestir inni á vellinum aðrir hefðu hugsað um að skora annað mark.

  En lykilatriðið er Liverpool 2-0 Inter.

 86. Sælir félagar
  Enn og aftur til hamingju með frábæran leik og frábæran sigur. Menn hafa verið að tjá sig um einstaka leikmenn og leikinn sem slíkan. Á sínum tíma þegar dregið var sagði ég að Inter væri minn óskadráttur (allt að því dónalegt orðalag). Ég sagði líka að Slatan mundi kynnast því að bíta grasið á Anfield því vörnin mundi jarða hann. Það er gaman að vera sannspár en staðreyndin var sú að á þriðjudaginn var ég svo hræddur að ég var að hugsa um að sleppa leiknum. En svo fór sem fór og það var reglulega gott. Eiginlega dónalega gott.???!!!!

  Mér fannsty að allir leikmenn væru að spila vel nema einn. Og það var Fabiano Aurelio. Hans besti leikur í vetur en samt var hann ömurlegur. Kuyt spilað’i eins og venjulega hljóp og barðist og hefði verið hengdur eftir leikinn ef hann hefði ekki skorað þetta mark. Það var samt magnað hjá þessum víðavangshlaupara. En maður leiksins er án alls efa Litla tröllið á miðjunni. Masco mannæta, argentíska martröðin. Þvílíkur leikur hjá honum. Algjörlega ódrepandi og sleit í sundur allt spil Inter milli varnar og sóknar. Þessvegna varð þetta bara kýlingabolti hjá ítölunum yfir miðjuna. Hann át allt annað. Nú er hann að komast upp að goðinu mínu flekklausa Carragher. Torres er náttúrulega magnaður leikmaður og nú er mænan í liðinu án tvímæla; Reina, Carra, Masco, Gerrard og Torres. Þessir menn eiga að byrja alla leiki og svo á Babel náttúrulega alltaf að vera í byrjunarliði. Ég var samt ekki ósáttur við að hann færi útaf í seinni. Aðrir menn í liðinu mega svo raðast eins og verkast vill nema Aurelio greyið. Hann má fara í snemmsoðið sumarfrí.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 87. nr. 91 Gunnar – Jáneinei, það er enginn lógík í því að fá rassskell og lenda í 9. sæti og halda að það leiði til einhvers góðs. Menn eru í þessu til að ná árangri og að halda það að það muni hjálpa klúbbnum að fá rassskell og þá komi þetta bara allt í kjölfarið er röng nálgun. Held að við höfum verði rassskelltir og niðurlægðir nóg á Souness tímabilinu. Hef ekki séð að það hafi rifið klúbbinn upp í hæstu hæðir í kjölfarið. Auðvitað á að leggja ofuráherslu að ná inn í meistaradeildina á þessu sísoni úr því sem komið er – landa meistaradeildardollunni í Moskvu og hafa þolinmæði og trú á framhaldinu.

 88. Getur verið Gaui, ég er ekki að segja að ég hafi endilega rétt fyrir mér. En guð minn góður er ég orðinn leiður á þessu slaka gengi í deildinni.

One Ping

 1. Pingback:

Inter Milan á morgun

Fréttir af miðvörðum og Alonso