Chelsea 0 – Liverpool 0

Jæja, þetta verður stutt leikskýrsla þar sem ég er að fara í fótbolta eftir hálftíma og mér fannst það meira spennandi áðan að spila Fifa með vini mínum eftir leik heldur en að skrifa um þetta jafntefli. Svona er forgangsröðunin hjá mér.

En allavegana, Rafa Benitez fór með Liverpool til London í dag og náði í **fyrsta skipti** stigi gegn stóru liðunum þremur í deildinni. Það er í sjálfu sér mjög gott og einsog einhver sagði hér í kommentunum, þá tapast titlarnir ekki með jafntefli á Stamford Bridge. Rafa stillti svona upp

Reina

Finnan – Carragher – Skrtel – Riise

Gerrard – Mascherano – Lucas
Kuyt – Babel
Crouch

Það má kalla þetta 4-5-1 en Kuyt fór oft fram í sókninni, en datt niður á hægri kant í vörninni.

Liverpool var slapppt í upphafi og ég og vinur minn vorum orðnir hálf geðveikir á feilsendingum okkar manna, sem virtust gefa boltann oftar útaf eða á mótherja en samherja. En smám saman náðu okkar menn völdum á vellinum og sköpuðu sér nokkur góð færi. Crouch fékk tvisvar gott skallfæri og einu sinni gott skotfæri þegar hann skaut með vinstri rétt framhjá.

Chelsea náði sér aldrei inní þennan leik, hvorki í fyrri né seinni hálfleik og þeir voru slappir. Okkar menn náðu þó aldrei að nýta sér það. Í fyrri hálfleik var það klaufaskapur að klára ekki færin, en í þeim seinni voru færin einfaldlega afskaplega fá. Þar átti afspyrnu slakur dómari leiksins mikla sök, því hann lét leikinn **aldrei** ganga heldur flautaði einsog óður maður eftir hvert einasta návígi. Það drap niður allt tempó í leiknum. Liverpool menn voru líka heppnir þegar að Mascherano braut á Joe Cole og hefði auðveldlega verið hægt að dæma víti þar.

**Maður leiksins**: Reina hafði **nákvæmlega ekkert** að gera í leiknum. Bakverðirnir okkar voru fínir í leiknum, mun betri en við eigum að vonast. Á köntunum var Babel verulega ógnandi og ég varð fyrir vonbrigðum þegar hann var tekinn útaf. Á hinum kantinum sýndi Dirk Kuyt nákvæmlega ekki neitt. Það sem mér fannst sérstaklega pínlegt var hversu slök móttaka boltans hjá Kuyt er. Hann fékk til að mynda fínt færi þegar stutt var til leiksloka en missti boltann alltof langt frá sér og klúðraði færinu. Það má vel vera að honum sé spilað útúr stöðu, en grundvallarmálið er að góður framherji á ekki að vera svona slappur að taka á móti bolta.

Crouch var sæmilega ógnandi frammi, en hann hefði mátt skora mark til að eiga einhver frekari hrós skilið. Á miðjunni voru þeir Gerrard og Lucas afskaplega daufir og það er einsog að Gerrard hálfsofni þegar að hann mæti Chelsea. Það var alloft, sem ég öskraði á Gerrard að keyra almennilega á þetta Chelsea lið því tækifærin voru nóg. Mascherano var hins vegar góður.

Í vörninni vour svo þeir Carra og Skrtel góðir. Ég ætla að velja **Skrtel** mann leiksins. Hann kom þarna á einn erfiðasta útivöllinn og hafði Anelka í vasanum allan tímann. Skrtel spilaði víst hálf illa í sínum fyrstu leikjum, en í dag sáum við hvað Rafa sér í þessum strák.

Semsagt, ágætt jafntefli en miðað við spilamennskunni, þá hefði Liverpool átt að vinna. Það er ljóst að baráttan um 4. sætið verður erfið.

65 Comments

 1. Vorum betri og hefðum átt skilið, og þurft á því að halda, að stela sigri en svona er þetta.
  Maður leikins: Martin Skrtel, ekki afþví að hann spilaði frábærlega heldur afþví að hann kom með eitthvað nýtt. Við þurftum ekki að verjast jafn aftarlega og við höfum þurft með Hyypia-Carra í hafsentunum. Þar af leiðandi spiluðum við framar og pressuðum hátt.

 2. Já, held að þetta hafi bara verið nokkuð góð úrslit þegar öllu er á botninn hvolft. Ég var sjálfur eiginlega handviss um að Chelsea myndi taka þennan leik, þannig að ég er nokkuð sáttur við jafnteflið.

  Sammála því að Skrtel komi sterkur inn sem maður leiksins, hann virkað MJÖG solid, a.m.k miðað við kannski shaky byrjun eftir að hann kom til LFC. Vonandi að hann haldi svona áfram.

 3. Þetta var arfaslakur leikur út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. En það er líka alveg ljóst að titlar tapast ekki með jafntefli á Stamford Bridge. Miðað við frammistöðu Liverpool síðustu vikurnar þá er jafntefli fín niðurstaða. Leikurinn var hundleiðinlegur en ég kenni Chelsea um það, Liverpool spilaði eins og við var að búast og beið eftir sóknum Chelsea liðsins sem aldrei komu. Ég man ekki eftir skoti á rammann í þessum leik, er það vitleysa í mér?

 4. Skv. samantekt hjá Canal+ þá er þetta fyrsta stigið sem Liverpooll nær í á útivelli á móti hinum stóru þremur í deildinni síðan Benitez tók við. Það má fagna því þótt grátlegt sé.

 5. Skrtel las leikinn eins og gamalreindur leikmaður og var að vinna alla þess bolta sem hann fékk á móti sér….flottar tæklingar og stóð fyrir sínu allan tíman. Klárlega maður leiksins.

  Okkar menn voru nú töluvert oddhvassari í þessum leik og var Crouch óheppinn að smella honum ekki á ramman í fyrrihálfleik. Ballack átti hættulegt færi en sem betur fer fór sá bolti framhjá. Eina færið þeirra var þegar að Riise skallaði til baka á Reina (næst því sem þeir komust rammanum, tæknilega séð).

  Góður leikur hjá okkar mönnum yfir heildina myndi ég segja!

 6. Þetta er auðvitað bara vandræðalegt. Hvernig er hægt að réttlæta það að spila mönnum hægri vinstri út úr stöðum bara til Kuyt geti verið inn á? Og nei, hann er ekki frammi hann er á fokking hægri kantinum. Hann er jafnvel lélegri þar en frammi og það er sennilega það vandræðalegasta sem ég hef heyrt lengi. Hvernig ætlar hann að hafa tekið Babel út á undan Kuyt? Babel var sífellt að reyna og maður býst alltaf við hinu óvænta frá honum. Kuyt er fyrirsjáanlegasti maður sem ég hef séð. Hvernig á ég að geta tekið þennan stjóra alvarlega?

  Það sem þetta þarf eru ekki einhverjir kantmenn. Heldur bakverðir. Sóknarleikurinn verður aldrei góður þegar bakverðirnir okkar kæmust ekki í liðið hjá Hamar. Og svo auðvitað verður liðið aldrei gott né tekið alvarlega þegar trúður eins og Kuyt spilar. Kannski þarf hann bara sjálfstraust en hann er fjandinn hafi það ekki að fá neitt sjálfstraust út úr því að spila meðan hann er að setja ný viðmið í lélegri spilamennsku. Og ekki er það að gera liðinu gott að hafa manninn inn á. Þetta er auðvitað bara móðgun við menn eins og Gerrard, Torres og fl. að þurfa að spila með honum og okkur sem stuðningsmenn. Jesús Bobby

 7. Jæja, ég er ánægður með stigið – bjóst ekki við því. Reynslan benti til annars. En með svolítilli heppni hefðum við tekið þetta. Gleymum ekki að við vorum heppnir að fá ekki víti á okkur. Torres hefði klárað leikinn en … en stig er stig. Verum ánægðir með það.

 8. Ég er algjörlega sáttur við þessa niðurstöðu. LFC var betri aðilinn í leiknum og stjórnaði honum lengst af. Miklu meira en maður bjóst við miðað við undanfarna leiki. ‘eg var líka sáttur við uppstillingu RB en hefði þó viljað hafa Babel með Langa Pésa og Benayoun á kantinum. Pennant f´´ekk tækifæri til að sanna það sem mér hefur alltaf fundist. Frekar slakur leikmaður sem hefur engin eistu. Leikinn en slakur.
  Það sjá allir menn

  YNWA

 9. Þetta er ágætis jafntefli, svo sem. Ef mér hefði verið boðið að sleppa með 0-0 fyrir leikinn hefði ég þegið það fegins hendi, þannig að ég get ekki kvartað. Þetta er í fyrsta sinn sem Rafa Benítez fer á útivöll gegn einu af stóru liðunum þremur í Úrvalsdeildinni og tapar ekki. Ég vona að sú þróun haldi áfram gegn United og Arsenal. 🙂

  Skrtel fannst mér okkar besti maður í dag, steig ekki feilspor og hafði Anelka í vasanum, en eins fannst mér Mascherano, Crouch og Babel fínir og þeir tveir síðarnefndu óheppnir/klaufar að skora ekki a.m.k. eitt mark. Lucas fannst mér lítið komast í gang við þennan leik, á meðan Kuyt og báðir bakverðirnir, Riise og Finnan, voru enn og aftur eins og farþegar í þessum leik. Það er svo slappt kantspilið hjá bakvörðunum okkar að það er pínlegt.

  Annars var merkilegast hversu illa þetta Chelsea-lið spilaði. Það segir kannski sína sögu að maður hefði fyrirfram verið drullufeginn með jafntefli í þessum leik en eins lélegt og Chelsea-liðið var í dag fannst mér allt að því grátlegt að við næðum ekki að skora og innbyrða sigur. Ojæja.

 10. Fín niðurstaða.
  Chelsea spilaði ekki betur einfaldlega vegna þessa að Masch og Lucas hirtu miðjuna og varnarlínan öll spilaði vel, líka Riise!!!
  Stigið virkilega mikilvægt, sáum allir hvað okkar drengir glöddust í lokin, var glaður að sjá það. Í fyrri hálfleik var Gerrard á fullri ferð og Kuyt fékk að vera senter, í seinni pressaði Chelsea hærra og þá fórum við í 451. Lucas leit svakalega vel út, Babel sprækur í 60 mínútur og svei mér þá, við virðumst vera með flottan hafsent í Skrtel!
  Glaður í dag, hlakka til að heyra það hvort enginn mun gagnrýna Alex fyrir “squad rotation” í dag, og gladdist gríðarlega yfir því að við skyldum, aðra helgina í röð, standa okkur betur en United.
  Maður gleðst yfir litlu………

 11. Já, í raun frábær niðurstaða miðað við hvað maður bjóst við fyrirfram. Hefði svo sannarlega tekið 0-0 fyrirfram enda fannst mér okkar menn ekki líklegir.

  Mér þótti LFC betra liðið á vellinum fyrstu 70 mínútur leiksins eða svo án þess að fá færi (fyrir utan skot Crouch rétt framhjá sem var besta færi leiksins). Vissulega var greinilega lagt upp með að fá alls ekki á sig mark eins og sást á liðsuppstillingunni og að Kuyt væri látinn hlaupa á hægri kanti svo e-ð sé nefnt.

  Rafael gerði afar áhugaverða breytingu upp úr 70 mín þegar hann ákvað svo að taka hættulegasta mann okkar fram á við útaf. Var hann þá bara að gefa skilaboðin um að halda 0-0. Babel var mesta ógnin okkar fram á við og skildi ég ekki af hverju Kuyt var ekki tekinn útaf enda er sá maður aldrei líklegur til þess að skora eða búa til nokkurn skapaðn hlut. Skrítið að Rafa hafi ekki viljað halda eina manninum á miðjunni sem ógnaði fram á við inná vellinum.

  Ég er reyndar ekki að segja að LFC hefði skorað með Babel inná en við hefðum alla vega verið mun líklegri. Niðurstaðan þó framar vonum, miðað við mannaval og fleira, og ber að fagna því. Skrítill góður sem og Carragher en maður tók nánast aldrei neitt svakalega eftir honum í leiknum sem sýnir hve vel hann spilaði.

  Babel kemur vonandi inn í lið LFC í hverjum leik hér eftir en það sást í þessum leik að hann er ljósárum á undan J. Pennant. Babel getur tekið með bolta og ólíkt öllum kantmönnum LFC virðist það sem hann gerir með boltann náttúrulegt en ekki þvingað. Rafael hlýtur að hafa séð hvers megnugur hann er. Babel fékk loksins að koma inn í byrjunarliðið á líklegasta erfiðasta vellinum í deildinni. Á brúnni þar sem heimamenn spila mikla og þetta vörn. Þó komst hann afar vel frá þessu.

 12. Ég áttaði mig á því í þessum leik að ég og Rafa ( sem ég hef btw aldrei sagt styggðaryrði um þó hann hafi oft átt það skilið) höfum ekki sama skilning á fótbolta. Að taka Babel út af sem var okkar hættulegasti maður fram á við og, þrátt fyrir að ekki hafi allt verið að ganga upp hjá honum, sá maður sem var líklegastur til að skora eða skapa eitthvað á undan Kuyt er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja. Kuyt var algjörlega vonlaus í þessum leik sem og öðrum leikjum með Liverpool. Ógnaði ekki neitt, hvorki markinu né Ashley Cole. Við eigum menn á bekknum sem voru miklu betur til þess fallnir að spila þessa stöðu en Kuyt. Pennan, Benayoun og meira að segja Kewell hefðu verið líkelgrari til þess að gera eitthvað.
  En þessi úrslit ef manni hefði verið boðið þau hvort sem væri fyrir tímabilið, núna eða á 20 leikja unbeaten runni eru alltaf ásættanlegt.

 13. Þetta var bara enn eitt steindautt jafnteflið hjá okkar mönnum og það er hálfleiðinlegt að segja það að maður er farinn að bíða eftir leikjum með manu og arsenal til að sjá almennilegan fótbolta spilaðan, þótt að manu hafi tapað í dag að þá er gaman að horfa á boltann sem þeir spila svona 90% af tímanum. Það sem okkur vantar eru leikmenn með sköpunargáfu og kraft og áræðni til að taka menn á einn á einn, slíkir menn eru ekki til hjá okkur í dag að því er virðist!!!
  Annað mál ef ég má, þeir Gummi Ben og Höddi Mag töluðu um það fyrir leikinn að Rafa hefði verið að tjá sig eitthvað frekar um deilurnar við eigendurna í sunnudagsblöðunum þarna úti og hefði ekkert verið að spara það, er nú ekki mál að linni og kominn tími til að horfa fram á veginn. Einnig nefndu þeir að Rafa væri nú kannski ekki sá saklausasti í málinu og að hann hefði verið að ræða við bæði Bayern M og Real M, hálf ömurlegt af honum ef satt reynist, með tilliti til þess sem gengið hefur á undanförnum vikum og þann stuðning sem hann hefur fengið.
  Biðst forláts á því að hafa farið út fyrir efnið hér að ofan en ég er bara dálítið forvitinn um þetta efni og finnst sem mikill hluti skíringa á okkar lélega gengi undanfarið sé að finna í þessum hremingum utan vallar. Vonandi fer þeim að linna!!

 14. Bendi mönnum á að Rafael Benitez er búinn að benda mönnum á að frétt News of the World er illa þýdd lygi. Í guðs bænum, við skulum ekki lenda í því að telja þann snepil áreiðanlegan og tala um að Benitez hafi talað við önnur lið.

 15. Guardian segir ad thetta hafi verid eins og ad horfa a sjonvarpsutsendingu fra skak. 🙂

 16. Það var tvennt sem gladdi mig við þennan leik. Í fyrsta lagi innkoma Skrtel sem mér fannst spila mjög vel. Hann er hraður, harður og vel spilandi og það hefur liðið mikla þörf fyrir. Í öðru lagi var það baráttan í öllu liðinu en hana hefur mjög skort undanfarið.

  Neikvæðu punktarnir eru hins vegar mjög hægir framherjar og máttleysi Crouch við mark Chelseamanna.

  Chelsea eru gríðarlega sterkir og svolítið broslegt að sjá menn tala um að þeir hafi verið slappir í dag og þess vegna hafi þeir ekki unnið. Getur það ekki verið vegna þess að Liverpool lokaði vel á þá og þeir ekkert komist áfram? Það er alla vega mitt mat:-)

 17. Þið sem bölvið þessari skiptingu tókuð kannski ekki eftir því að Babel gat enganveigin sent boltann frá sér og eflaust hefur pennant átt að bæta úr því þarna í lokin, þ.e. senda fyrir markið. Sendingar Babel enduðu því miður oftast á 1. varnarmanni og náðu því sjaldan alla leið.
  Babel er hörku fljótur og flinkur með boltann og á hann vonandi eftir að fá sem flest tækifæri hjá okkur.

  samantekt:
  Besta færi leiksins var skallinn hjá Riise… vá hvað hann var kaldur.

  Flottasta momentið þegar Mascherano sendi boltann beint í dómarann sem átti þessa líka dýfu 🙂

  Staðreynd dagsins
  Lampard gat ekkert í þessum leik frekar en öðrum leikjum á móti okkur.

 18. Flottur Einar.
  Squad rotation og landsleikjahlé. Spurning hvort munur er á Jóni og séranum Jóni.

 19. Liverpool var miklu betri aðillinn það er alveg á hreinu.
  Ég er sammála að Skrtel var klárlega maður leiksins og Crouch átti að setja boltann tvisvar í markið hann var máttlaus.

 20. Þessi ummæli Crouch segja sína sögu um skort á alvöru marktækifærum í leiknum: (Af Vísi)

  “Spurður um hvað besta færi hans hefði verið kvaðst hann ekki viss. „Kannski vinstrifótarskotið. Ef ég hefði hitt markið hefði hann sennilega farið inn.”

 21. Einar, við erum alveg sammála Queiroz. Þetta landsleikjahlé, vegna gjörsamlegra óþarfra og tilgangslausra vináttuleikja, gerði mönnum ekkert nema illt, sérstaklega stóru liðunum sem misstu flesta menn sína í burtu og fengu marga þeirra til baka þreytta og/eða meidda.

  Queiroz hefur rétt fyrir sér. Benítez ætti hins vegar að hætta þessu væli! 😉

 22. Skelfilega leiðinlegur leikur að hætti Chelsea og Liverpool, það á að banna þessa leiki, ég get svo svarið það.

  En við getum allavega hætt að væla yfir vítinu á Anfield. Dómarinn í dag kvittaði fyrir það. 1 stig í sarpinn, verðum að vera sáttir við það.

 23. Ég verð að vera ósammála ykkur, mér fannst þetta aldrei víti!

  Cole keyrir á löppina sem Mascherano stendur í og getur enga björg sér veitt.

  Það eina sem ég ætla að hrósa Riley fyrir því hann er hörmulegur dómari.

 24. Það hefði verið afar harður dómur að dæma víti. En ég verð að segja að mér finnst flestir vera of neikvæðir út í frammistöðu okkar manna í þessum leik. Ég er búinn að vera neikvæður lengi en mér fannst okkar lið vera mun betra og leikmenn einbeittari í þessum leik en oftast áður. Það eina sem ég var virkilega ósáttur við var að taka Babel útaf. Hvað var Rafa að hugsa þar??? Við stóðum okkur vel, stjórnuðum leiknum og með smá heppni hefðum við unnið. Menn voru á tánum, fljótari að skila boltanum en oft áður og Gerrard virtist núna vera að spila með meira passion en oft áður. Það vantaði bara smá meiri áræðni og við hefðum klárað þetta. Það eru ekki mörg lið sem fara á Brúnna og stjórna leiknum. Tvímælalaust framför.

 25. Jafntefli á Stamford bridge.. mín spá gekk eftir. Flott stig.

  Sammála Einari… Skrtel maður leiksins.

  Og svo margt fleira sem gladdi í dag…. (Unt. tap…. yeaaaaaaa) 🙂

 26. Ég skil ekki Babel….með þennan hraða og Belletti var á gulu spjaldi…..að hann þori ekki að taka manninn á….það er alveg ótrúlegt. 4-5 sinnum tékkaði hann inn á miðju þegar hann var einn á móti Belletti. Ég hefði tekið hann út af líka ef ég hefði verið Rafa…..ég hefði reyndar tekið Kuyt útaf á sama tíma…..eða bara áður en leikurinn byrjaði!!!

  Skrtel var maður leiksins…..lélegasti maður leiksins Riley…..neee…Lampard var lélegri.

 27. Sælir – góður punktur að titillinn tapaðist ekki með þessu jafntefli og úrslitin voru góð. Hins vegar tek ég undir með ykkur hérna að Kuyt á ekki að vera í þessu liði. Ég er ágætlega hrifinn af þessu kerfi 4-5-1 en þá þurfa góðir og ógnandi kantmenn að vera með í spilinu. Kuyt getur því miður ekki flokkast undir það. Hins vegar hef ég oft séð Babel betri en í þessum leik og var í sjálfu sér ekkert ósáttur við skiptinguna á honum en ég hefði bara viljað sjá tvöfalda skiptingu og að Kewell hefði komið inn á sama tíma fyrir Kuyt. Það hefði hrist aðeins upp í leiknum. Hins vegar gott stig á erfiðum velli og við vorum betri aðilinn í leiknum. Þokkalega sáttur.

 28. Nákvæmlega, um leið og Belleti fékk spjaldið hugsaði ég að Babel myndi bara keyra á hann alltaf á fullri ferð en hann gerði það bara einu sinni eða tvisar og það olli mér smá vonbrigðum, mun hraðari en Belletti en nýtti sér það ekki að Belletti var á spjaldi.

 29. Bölvað væl í Queiroz 🙂

  Eru menn ánægðir með jafntefli? Af er það sem áður var hjá okkar mönnum þó að ég skilji það í ljósi aðstæðna. En þá vaknar spurningin, er svona fyrir okkur komið?

 30. Eru menn ánægðir með jafntefli? Af er það sem áður var hjá okkar mönnum þó að ég skilji það í ljósi aðstæðna. En þá vaknar spurningin, er svona fyrir okkur komið?

  Daði, ég leyfi mér að fullyrða að stuðningsmenn allra liða á Englandi séu sáttir við jafntefli á Stamford Bridge.

 31. Er meinið að búið er að dæma menn eins og Riise, Finnan og Kuyt hreinlega til dauða? Þessir þrír leikmenn hafa átt slæmt tímabil og það er ekki hægt að neita því, en mér finnst umræðan hér mikið til snúast um það að þeir séu ömurlegir, jafnvel þó þeir eigi þokkalegan leik. Mér hefur t.d. fundist Kuyt oft spila verr en í gær, hann skorar jú ekki en hann hleypur og berst, hann reynir. Ég tek ofan fyrir því. Riise hefur jafnvel átt þokkalega spretti undanfarið þótt tímabilið hafi verið slakt í það heila, Finnan hefur líka átt sæmilega spretti. En hér eru þeir bara dæmdir út frá einhverju viðhorfi sem menn geta/vilja ekki breyta, en ekki frá eiginlegri frammistöðu. Mér fannst t.d. Lucas ekki sjást í leiknum í gær og þ.a.l. kom ekkert út úr honum – enginn nefnir það, menn eru bara uppteknir af því að drulla yfir Kuyt, Finnan og Riise.

 32. Helgi J – í leikskýrslunni hrósaði ég bæði Riise og Finnan fyrir góðan leik.

  Kuyt er hins vegar 11 milljón punda framherji, sem er með lélegri boltamóttöku en ég. Ég skal vel viðurkenna að ég dæmi hann harkalega, en í gær (þótt hann væri skárri en vanalega) átti hann einfaldlega ekki skilið mikil hrós.

 33. Skrtel var maður leiksins. Babel var ógnandi EINN allann tímann sem hann var inná, pælið í ef hann hefði sókndjarfann bakvörð með sér (á sama kaliberi og Evra og A.Cole) þá væri vinstri kanturinn okkar eitraður.

  Það er samt eitt sem ég á rosalega erfitt með að skilja með hann Rafa, þegar við verjumst, af hverju er hann ekki með einn fljótann (Babel?) sem lúrir í hafsentunum á meðan hinir 10 verjast? Ef við vinnum boltann þá er allavega hægt að prófa að kýla hann fram og eiga von á að einhver eiturfljótur nái honum og komist hugsanlega í gott færi. Crouch er góður framherji en hann er ekki sú týpa sem stingur sér aftur fyrir hafsenta og tekur þá á sprettinum. Sá það oft í gær, við unnum boltann á miðjunni og þá þurfti viðkomandi nánast undantekningalaust að senda boltann til hliðar eða til baka svo okkar framherjar fengju góðan tíma til að jogga fram.

 34. Það er auðvitað rétt hjá Helga #35 að það er búið að jarða þessa menn niðurá sex fet og ekkert virðist geta breytt því.
  Hitt er svo annað að RB hefur trú á Kuyt og stendur þétt við bakið á honum hvað sem á gengur. Eitthvað hlýtur því að vera að gerast á æfingavellinum sem við sjáum því miður aldrei í leik. Einar bendir réttilega á að hann kostaði ansi mikið en hefur litlu skilað.
  Einar hrósaði líka bæði Riise og Finnan enda er Riise milljón sinnum betri bakvörður en Aurelio sem er svo ömurlegur að maður fær krabbamein í augun af því að horfa á hann.
  Það sjá allir menn

  YNWA

 35. Það sorglega við Kuyt er einmitt að hann hefur oft verið verri en í gær. Það segir sitt þegar við erum með sóknarmann í liðinu sem er bestur án bolta ( ekki ólíkt adda vidd í íslenska landsliðinu)

 36. Persónulega finnst mér sú gagnrýni sem Finnan, Riise og Kuyt hafa fengið á þessari leiktíð eiga fullkomin rétt á sér svo lengi sem hún er málefnaleg. Staðreyndin er sú að allir þessir leikmenn hafa verið að spila langt undir fyrri getu. Kannski var Lucas ekki áberandi í gær sbr. commenti 35. en mér finnst harkalegt að fara gagnrýna leikmann sem er 21 árs, á sínu fyrsta tímabili í nýrri heimsálfu í leik á útivelli á móti Chelsea, með liði sem er búið að vera með buxurnar á hælunum undanfarnar vikur.
  Kuyt, Finnan og Riise eru allt reynsluboltar, hátt launaðir og því hægt að gera meiri kröfur til þeirra en ungu leikmannana eins og Babel og Lucas sem eru á sínu fyrsta tímabili.
  Kuyt er einfaldlega ekki nægjanlega góður til þess að spila þarna og það er búið að nefna fjölmargar ástæður þess hér að ofan sem ég ætla ekki að endurtaka.
  Tími Finnan og Riise er einfaldlega liðinn hjá Liverpool. Finnan er kominn af sínu léttasta skeiði og Riise hefur einfaldlega ekki þann klassa að bera sem þarf til að koma LFC í fremstu röð. Báðir þessir leikmenn hafa skilað sínu til klúbbsins og eru e.t.v. bara orðnir saddir. Myndi vilja fá að sjá öflugari bakverði í þeirra stað sem væru virkari sóknarlega og hungraðari.

 37. Einar Örn, ég verð nú að fá að leika lögfræðing Satans. Það hlutverk fer mér svo vel 🙂

  Ég var nú bara að skjóta því að að það eru nokkur ár síðan að Liverpool fóru ávallt sigurvissir á Stamford Bridge. Svona breytist fótboltinn. Það er líka áhugavert að fyrir ári síðan voru menn að spá fyrir um óendanlegan valdatíma Chelsea sem myndi hirða allar dollur um alla framtíð, sama hvað. Þeir eru ekki alveg í sömu stöðu núna. Svona breytist fótboltinn.

  En Liverpool er ekki lengur sama liðið og það sem ég byrjaði að halda með. Svo mikið er víst. Svona breytist fótboltinn.

  Get ég gert kröfur á að eitthvað breytist hjá okkar mönnum eða sætti ég mig bara við að vera minnsta liðið af “fjórum stóru”? Get talið upp fullt af ástæðum sem afsaka það:
  – Lítill völlur
  – Erum ekki í London
  – Vantar pening
  – Getum ekki fundið eða keypt almennilega leikmenn
  – Eigendurnir bera ekki hag klúbbsins framyfir eiginhagsmuni
  – Landsleikjahlé
  – Sækjum og sækjum í hverjum leik en skorum ekki…óheppni
  – Önnur lið eins og Man City og Portsmouth eru að sækja á
  – Stærri liðin eru svo langt í burtu frá okkur, við náum þeim aldrei hvað varðar pening og leikmenn
  – osfrv. osfrv.

  Eða getur fótboltinn breyst? Ég vona það.

 38. Myndi nú segja að þetta væri gott stig, reyndar mjög gott miðað við ástand klúbbsins.
  Ég er hins vegar ekki sammála því að okkur vanti pening. Höfum haft peninga en eitt þeim eins og kálfar. Höfum haft tök á því að tryggja okkur góða leikmenn en ekki týmta ð borga rétt verð. Heldur í staðinn keypt 2 meðalskussa. Góður þjálfari agði að ekki væri til óheppni, Svokölluð óheppni væri ávísun á ð smáatriði væru ekki í lagi hjá viðkomandi liði.
  Öll lið lenda í landsleikjahléum. Ástæðan fyrir því að man. city sækir hart fram núna er sú að þeir eru með topp stjóra reyndar mun álitlegri en hr Benitez.
  Fótboltinn þarf ekki að breytast það þarf bara aðeins að laga til.

 39. Daði: “Ég var nú bara að skjóta því að að það eru nokkur ár síðan að Liverpool fóru ávallt sigurvissir á Stamford Bridge. Svona breytist fótboltinn. “

  Frá 1992 er útivallaárangur okkar í deild á móti Chelsea þessi: W: 1; D: 4; T: 11 – þannig að það er nú meira en “nokkur ár” síðan við gátum verið sigurvissir á Stamford Bridge. Svo það er svolítið erfitt að segja að einhver meiriháttar breyting hafi orðið á því nýlega hvaða væntingar megi hafa til útileikja á móti Chelsea. Fyrir utan að það er ekki eins og Liverpool séu þeir einu sem eiga í vandræðum með að ná sigri þar – Chelsea eru taplausir á heimavelli frá 2004, svo það er hæpið að eitthvert lið geti mætt “sigurvisst” á Stamford Bridge…

 40. Kiddi #44, það sem ég var að meina var að Liverpool fór aldrei á neina velli sem “underdog”, s.s. almennt í umræðu talið lakara lið og lakari klúbbur. En það er ömurlegt hlutverk.

  Og til að leika lögfræðing Pollýönnu svara ég mér líka sjálfur: 🙂
  – Völlurinn okkar á að vera mikill styrkleiki, algjör ljónagryfja. Arsenal gat byggt upp sigursæl lið á minni velli, Juventus íhuguðu þegar þeir voru bestir í Evrópu að byggja minni völl. Chelsea er með svipaðan stóran völl.
  – Manchester er ekki í London.
  – Magn peninga skiptir minna máli heldur en hvað er gert við þá. Liverpool er ekki með lélegt lið heldur með toppleikmenn á borð við Torres, Mascherano, Alonso, Reina, Agger, Gerrard, Carragher, Babel, Crouch og Lucas. Kuyt, Riise og Kewell voru flott kaup á sínum tíma miðað við efnið í þeim.
  – Sevilla er búið að finna leikmenn á borð við Luis Fabiano og Daniel Alves undanfarin ár. Valencia fann leikmenn eins og Silva og Villa. Man City fann Elano. Þetta er ekki afsökun.
  – Eiginhagsmunir eigenda eru nátengdir hagsmunum félagsins. Þannig er það bara. Ímyndið ykkur chaosið í kringum Real Madrid og Barcelona, samt fúnkera þau lið. Glazer er ekki búinn að steypa United í glötun eins og allir spáðu (ennþá). Þrátt fyrir allt komu H&G með leikmann eins og Torres í sumar.
  – Búhú
  – Í einum leik óheppni. Tveimur kannski. Aftur og aftur og þá þarf að breyta um áherslur.
  – Og hvað, enska deildin var jafnari ef eitthvað er þegar Liverpool vann allt hér um árið. Alvöru sigurvegarar sigra undir hvaða kringumstæðum sem er.
  – Hlutir geta breyst í fótbolta.

 41. Það er augljóst með ýmsa leikmenn Liverpool að þeir hafa varla neitt sjálfstraust í dag. Hafi fótboltaleikmaður lítið traust á sínum hæfileikum er boltamóttakan það fyrsta sem fer. Boltinn verður eins og sápa undir fótunum á þeim.

  Þessar endalausu blammeringar útí ákveðna leikmenn Liverpool hér eru komnar útí algerar öfgar. Menn eru lélegustu þetta og hitt í sögu Úrvalsdeildarinnar. Best væri að borga með þeim til annarra liða o.s.frv.

  Þetta ber þess merki að deildin er búin hjá Liverpool og mönnum sárvantar
  einhvern sökudólg.
  Ef menn skoða blaðaumfjöllun í kringum enska landsliðið þá er nákvæmlega það sama í gangi. Menn sem eru góðir leikmenn eitt árið eru talaðir niður í svaðið sem aumingjar ef þeir eiga 1 lélega leiktíð.
  Þið sjáið hvað svona götupressa hefur skilað enska landsliðinu miklum árangri…..

  Svona létum við Liverpool aðdáendur ekki í gamla daga.

 42. Sættum okkur bara við það að núna er árið 2008 og liðið er bara ekki að standa sig í PL,og Daði að halda því fram að deildin hafi verið eitthvað jafnari árið 1988 og þar í kring en hún er núna árið 2008 er vitleysa..Í PL eru núna t.d 4 lið öll í fyrsta styrkleika CL,þarna eru 3 lið sem voru í undanúrslitum CL á síðasta tímabili.Þetta eitt og sér seigir okkur það að PL hefur aldrei verið sterkari en einmitt núna..
  Og annað sem ég var að hugsa um í gær.Við Liverpool menn erum allt of fljótir að gleyma.Menn vilja fyrst og fremst skella skuldinni á Rafa eins og staðan er í dag og telja hann ekki hæfann stjóra..Ok gott og vel á 3 árum 1 CL titill 1 FA cup titill 2 CL úrslitaleikir,bætti stigamet Liverpool í PL (kannski einginn titill sem hægt er að vinna með að bæta stigametið,en seigir okkur það að hann hefur náð betri árangri en allir hinir sem reynt hafa).Ef við skoðum þetta þá spyr maður sig,hvað hefur hann gert svona rangt til þess að eiga alla þessa vitleysu skilið???Eru menn ekkert að átta sig á því að við höfum ekki verið nálægt PL titlinum síðann 1990.margt hefur verið reynt en ekkert tekist.Rafa kemur og hann byrjar á því að yfirtaka evrópu;),PL er ekki alveg að gera sig hjá honum EN þá kemur maður aftur að því að þetta er ekki eingöngu 1 lið sem þú ert að keppast við um titilinn,Newcastle er frábært dæmi um hvað getur gerst ef sumir hérna fá sínu framgeingt,Sam er rekinn og Kevin tekur við,allir svaka kátir með það.EN hvað gerist??er liðið að brillera núna eftir þessi stjóra skipti??Ég var bara svona að pæla í þessu í gær á meðan ég beið eftir að chelsea myndi skora sigurmarkið og klára okkur í lokinn..

  En að leiknum þá var það bara þannig að í fyrsta skipti á mínum Liverpool ferli hefði ég tippað á ósigur og ekkert furðulegt með það miða við hvað undan hefur geingið + einginn Torres..Þannig að ég var bara vel sáttur með liðið og Skrtel var hreint út sagt frábær í gær,svo magnaður var hann ..OG miða við lágmarks væntingar til leiksins í gær þá bara getur maður ekki annað en verið sáttur..Allavega betra að vera sáttur við þennann leik eftir lágmarks væntingar heldur en að vera alltaf sigirviss en verða oftast fyrir vonbrigðum sem er allt of algeingt hjá manni og er búið að vera það síðann 1990

 43. Ég verð nú bara að segja þrátt fyrir allar afsakanir sem í boði eru þá er ég bara aldrei sáttur við jafntefli í deildarleik, alveg nákvæmlega sama á móti hverjum er spilað. Þetta var 11 eða 12 jafnteflið okkar í deildinni í vetur sem er náttulega bara bull.

  Ef menn eru sáttir við stig á móti Chelski þá er ekki nema von að við séum ekkert að vinna þá í deildinni.

  Annars tek ég undir allt sem hér hefur verið sagt um harðduglega smalahundinn Kát

 44. Ég held að menn sem eru ekki að missa sig úr bræði yfir jafntefli á Stamford Bridge of jafnvel almennt sáttir séu meira að vera raunsæir en að líta á öll jafntefli sem eitt stig unnið.
  Ef að Rafa hefur sest niður fyrir tímabilið og velt fyrir sér plani um hvernig deildin vinnst þá hefur sigur á Stamford Bridge ekki verið krúsíal þáttur í því. líklegasta niðurstaðan þar fyrir flest lið er 0 til 1 stig.
  Auðvitað er engin ánægður með það en ef þetta mót hefði farið á þann hátt sem við vonuðum í sumar þá værum við að berjast um efstu sætin við Chelsea og jafntefli væri alltaf líklegasta niður staðan á brúnni sama hvernig form liðanna er.

 45. mér fannst þetta nú vera besti leikur Kuyt í háa herrans tíð… ég tek það fram að hann er ekki í uppáhaldi hjá mér og hefur aldrei verið, hann barðist vel í leiknum í gær og átti nokkra ágæta krossa og góð hlaup (NB ég er alls ekki að segja að hann hafi verið maður leiksins eða neitt slíkt né það að hann hafi átt frábæran leik… komst bara vel frá sínu)… ég hefði nú viljað sjá Gerrard dúndra á markið þegar hann gaf stungusendinguna inná Kuyt í seinni hálfleik, hann var alveg í upplagðri stöðu til að láta vaða á markið

  Skrtel var hent út í djúpu laugina og hann hélt sér vel á floti í henni, ánægður með hans framgöngu. Crouch kom sér í færi en vantaði herslumuninn að klára þau. Mér finnst alltaf styrkur að vera með hann uppá topp, skapast oft hætta t.d. þegar hann nær að nikka boltanum til hliðar/aftur/flikka á samherja.

 46. Allavega að plan næsta ár er að breita þessum jafnteflum yfir í sigra og þá verðum við í fínum málum..Síðan er annað sem er kannski bara smávægilegt atriði en til leingri tíma litið gæti skipt sköpum.Það er útivallaformið okkar.Áður fyrr þá klúðruðum við alltaf okkar málum á útivöllum en núna er það Anfield sem er ekki að gefa eins mikið og til er ætlast.Sást vel í gær á móti Chelsea að það vorum við sem reyndum að spila og sækja til sigurs en chelsea áttu bara eingin svör sóknarlega séð þrátt fyrir allar þessa stjörnuleikmenn sem þeir voru með..Svo bara til þess að vera jákvæður þá erum við allavega að gera betri hluti á útivöllum á þessu tímabili en við höfum verið að gera undanfarin tímabil,síðann er bara að koma Anfield í gang og breita þessum jafnteflum yfir í sigra (sem við ættum leikandi létt að gera) og þá kannski fara menn að verða sáttir við Liverpool aftur

 47. Didi #47, ég verð nú að benda á að vitleysan er ekki öll eins.
  Liverpool vann Evrópumeistaratitilinn 77, 78, 81 og 84
  Nottingham Forest Evrópumeistaratitilinn 79 og 80
  Aston Villa vann Evrópumeistaratitilinn 82
  Everton vann Cup Winners Cup 85
  Tottenham vann UEFA Cup 84
  Ipswich vann UEFA Cup 81

  En það var auðvitað ekki spilaður alvöru fótbolti fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar, er það nokkuð?

 48. Úrslitin framar mínum væntingum fyrir leikinn. M.v. spilamennsku liðsins undanfarið og vera án Torres finnst mér jafntefli á Brúnni vel ásættanlegt. Held að Rafa hljóti að sjá það eftir þennan leik að Babel á að vera fastur maður í byrjunarliðinu. Hann er einn af fáum mönnum sem er ógnandi og líklegur til að búa eitthvað til. Svoleiðis menn verða að fá tækifæri. Held líka að Crouch hafi sýnt hvað hann er miklu betri en Kuyt. Maður hefur trú á að Crouch geti skorað þegar hann er inná en enga trú á því þegar Kuyt er þarna. Það er eitthvað mikið að hjá honum. Það er ekki endalaust hægt að rembast með hann inná. Var að horfa á Arsenal áðan. Ótrúlega gaman að horfa á þetta lið. Neita því ekki að ákveðin öfund kemur útí aðdáendur þeirra þar sem þeir fá nánast alltaf skemmtilegan bolta hjá sínu liði ólíkt okkur. Sjá t.d. bakvörðinn Sagna hjá þeim. Mjög skemmtilegur bakvörður sem tekur virkan þátt í sókninni. Okkar bakverðir verjast, geta ekki sótt. Það er ótrúlegur galli í nútíma fótbolta.

 49. Daði ég myndi telja að CL sé nú mikið mun sterkari er það ekki án þess að gera lítið úr árangri hinna liðanna.Kannski erfitt að vera að dæma svona hvort deildin var betri þá eða nú,þótt deildirnar heita öðrum nöfnum þá er þetta enþá fótbolti bara geingur út á annað í dag en gerði þá(geingur út á peninga í dag,gekk út á stoltið þá).En eins og ég sagði að í CL eru ÖLL stærstu og bestu liðin saman kominn og að 3 þeirra s

 50. Ýtti óvart á senda án þess að klára það sem ég vildi seigja
  Daði ég myndi telja að CL sé nú mikið mun sterkari er það ekki án þess að gera lítið úr árangri hinna liðanna.Kannski erfitt að vera að dæma svona hvort deildin var betri þá eða nú,þótt deildirnar heita öðrum nöfnum þá er þetta enþá fótbolti bara geingur út á annað í dag en gerði þá(geingur út á peninga í dag,gekk út á stoltið þá).
  En eins og ég sagði að í CL eru ÖLL stærstu og bestu liðin saman kominn og að 3 þeirra frá sama landinu séu í undanúrslitum seigir okkur bara ALLT um styrkleika ensku deildarinnar í dag og 4 liðið arsenal eru sko allseingnir meðalskussar….Þarna erum við bara að tala um ein af 4 bestu liðum heimsins í dag,staðan eins og hún er í dag er kannski ekki jöfn en ég myndi telja hana erfiðari,það voru eingin 4 bestu lið heimsins að berjast um ensku deildina á þessum tíma sem þú ert að tala um

 51. Þið verðið að fyrirgefa en ég skil ekki þau rök hjá sumum að lélegur sóknarleikur liðsins sé bakvörðunum að kenna. Ég er búin að pirra mig á því lengi að lesa það hér á spjallinu að leikirnir hafa tapast (endað í jafntefli) á því einu að Riise og Finnan séu svo lélegir. Það eru nokkrir hér sem eru að fatta það að lélegur og tilviljanakenndur sóknarleikur liðsins er ekki þeim að kenna. Nú er ég að tala um almenna umræðu sem hefur átt sér stað í vetur á spjallinu, ekki þennan einstaka leik, þannig séð. Mér finnst að þegar bakvörður getur komið upp og ógnað fram á við vera bónus og til þess að það sé mögulegt þá þarf góða miðju. Og þar, að mínu mati, liggur hundurinn og grefur sig.
  Hver tók eftir því að á köflum í leiknum þá átti sér stað einnar snertingar bolti inn á miðjunni og boltinn gekk nánast kanta á milli. Eitthvað sem ég hef ekki séð í langan tíma hjá Liverpool. Það þurfti þrjá miðjumenn, sem btw áttu engan sérstakan leik, til þess. Mér fannst þetta skemmtilegur leikur að því leitinu til að ég sá þetta gerast og sá ljós í myrkrinu. Að mínu mati náðum við jafntefli vegna þess að miðjan var að skila sínu og vegna þess að Finnan og Riise fylgdu sinni dagskipun sem var að stoppa Cole og Wright-Phillips (þess vegna var Anelka alltaf að sækja boltan upp að miðju). Það sorglegasta er að það þurfti ÞRJÁ MIÐJUMENN TIL ÞESS AÐ KREISTA FRAM ÞOKKALEGT MIÐJUSPIL.
  Menn tala um að einhver sé í hjarta varnarinnar þegar lið er að verjast vel. Einhvern tímann auglýsti ég eftir teknískum framsæknum miðjumanni og ég ætla að gera það aftur, og þá er ég ekki að tala um einhvern sem lúrir fyri aftan Torres. Mig langar í hjarta á miðjuna. Mig langar í ungan John Barnes og Gerrard í stöðuna sem Mascherano er í. Mér finnst vanta einhvern sem er bara á miðjunni, með tvo framherja fyrir framan sig og býr til spil. Pennant, Kewell, Benayon og Babel er fínir leikmenn sem vantar bara þetta hjarta á miðjuna og þá held ég að það muni losna um þá og bakverðina.
  “Nútímafótbolti” er bara bull. Fótbolti er bara fótbolti. Hemmi Hreiðars og Grétar Rafn væru ekki að spila í ensku deildinni ef það væri til eitthvað sem heitir “nútíma fótbolti”. Máli mínu til stuðnings bendi ég á að miðja þeirra liða sem eru á toppnum og þau lið sem eru að berjast um fjórða sætið við okkur hafa þessi “hjörtu” sem okkur skortir. Þeirra sóknarleikur byggist ekki á BAKVÖRÐUNUM, heldur öflugum miðjumönnum og svo að sjálfsögðu framherjunum og kantmönnum (Ronaldo og Giggs td.).
  Mitt point í þessu öllu saman er: Vörnin er búin að skila fínu hlutverki í vetur. Við erum búnir að fá á okkur 17 mörk, sem er næst besti árangurinn í deildinni. Lélegur sóknarleikur liðsins er ekki Riise og Finnan að kenna heldur slappri miðju. (Það er svo hægt að diskútera áhrif sápuóperunar hjá Gillet á þessu öllu saman)

 52. Af hverju er alltaf verið að gera lítið úr smalahundum, sem eru virkilega gagnlegar skepnur séu þær þjálfaðar rétt, með því að líkja þeim við atvinnufótboltamann hjá Liverpool?

 53. Baldvin segir:

  „Mér finnst að þegar bakvörður getur komið upp og ógnað fram á við vera bónus og til þess að það sé mögulegt þá þarf góða miðju. Og þar, að mínu mati, liggur hundurinn og grefur sig.“

  Baldvin, ég meina þetta alls ekki illa, en hefurðu spilað sem bakvörður? Hefurðu einhvern tímann átt samræður við knattspyrnuþjálfara um mikilvægi bakvarða fyrir sóknarleik?

  Ég spilaði í mörg ár sem bakvörður og ég get sagt þér af reynslu að bakverðir fá ólík hlutverk hjá liðum sem leggja upp með að verjast og liðum sem leggja upp með að sækja. Ef við tökum dæmi um neðrideildarlið sem myndi mæta á Old Trafford í bikarnum, þá yrði dagskipun þjálfarans til bakvarðanna sennilega eitthvað á þá leið að þeir ættu að vernda sitt svæði í vörninni, taka þátt í taktískum varnarleik (rangstöðutaktík, svæðisvörn o.fl. slíkt) og svo að þeir ættu sinn mann og yrðu að stöðva hann. Þannig yrði til dæmis vinstri bakvörður þess liðs settur í það hlutverk, fyrst og fremst, að fylgjast með Ronaldo og reyna að halda honum niðri allan leikinn.

  Liverpool er hins vegar ekki lið sem leggur upp með að hanga í vörn í 90 mínútur, og fyrir vikið breytast kröfurnar til bakvarða talsvert. Horfðu á Arsenal-liðið, hvaðan kemur kantspilið þeirra? Ég skal gefa þér vísbendingu: breiddin hjá þeim kemur að litlum hluta til frá Rosicky/Diaby og Hleb, þótt þeir séu oft “kantmenn” liðsins. Breiddin hjá þeim kemur til af því að boltinn gengur vel manna á milli og bakverðirnir, Clichy/Traore og Sagna/Eboue, sækja með alla leið upp að vítateig andstæðinganna.

  Horfðirðu á Man Utd – Man City á sunnudaginn? United-menn söknuðu Rooney í þeim leik, en þeir söknuðu Patrice Evra jafnvel meira. Breiddin í sóknarleik þeirra var slæm en það var ekki bara af því að Ronaldo og Nani voru daufir, heldur að þeir fengu engan stuðning frá Wes Brown og John O’Shea. Vængmaður eins og Ronaldo er frábær en það er ekki alltaf hægt að ætlast til að hann geti keyrt einn á sinn mann og sólað hann í hvert skipti. Lykillinn að því að nýta slíkan mann er að “frelsa” hann, og það gerist best þegar bakvörður kemur upp með honum og ógnar, inná svæði bakvarðarins í hinu liðinu, og dregur hann þar af leiðandi til sín. Þá losnar um vængmanninn og þá eru menn eins og Ronaldo banvænir.

  Rifjaðu upp þrennutímabilið okkar, þar sem við höfðum Carragher öðrum megin, sem sótti ekki mikið, en svo Babbel hinum megin sem bombaði fram völlinn við hvert tækifæri. Rifjaðu svo upp Meistaradeildarsigurinn fyrir þremur árum, þar sem Finnan og Riise voru að leika sennilega hvað best á ferlum sínum með Liverpool. Hugsaðu svo aðeins um leikina sem eru búnir á þessu tímabili. Hversu mörg mörk hafa komið vegna stoðsendinga eða samspils bakvarða upp völlinn?

  Þau eru örugglega nokkur í viðbót þarna inná milli, en ég man bara eftir einu: þegar Crouch skoraði eftir fyrirgjöf Carragher í síðustu viku gegn Sunderland. Og það var Carragher, ekki þeir Finnan, Arbeloa, Riise og Aurelio.

  Hugsaðu svo um öll mörkin sem Adebayor er búinn að skora í vetur. Hversu mörg þeirra hafa komið eftir sendingar utan af kanti, og hversu margar af þeim sendingum heldurðu að Sagna, Eboue, Clichy og/eða Traore hafi átt?

  Bakverðir skipta miklu máli fyrir sóknina. Ef þú heldur að þeir geri það ekki þá er það sennilega af því að þú hefur aldrei gefið því gaum. Ég mæli með að þú horfir á næsta leik með Arsenal, sérstaklega ef Sagna og Clichy eru að spila, eða fylgist náið með Patrice Evra í næsta United-leik, og þá sérðu svart á hvítu hvað vantar í sóknarbreidd Liverpool-liðsins þessa dagana.

 54. Við Didi erum komnir langt út fyrir efni þráðsins en það er gaman að ræða þessa hluti og því heldur maður áfram.

  Ég man nú vel eftir gömlu Evrópukeppni Meistaraliða. Sérstaklega var mér minnistæð fyrsta umferðin 1987 þegar mitt lið á Ítalíu, Napoli með Maradona innanborðs komst í fyrsta sinn í þá keppni. Ítalska deildin var þá sterkust í heimi, og þvílík ógæfa þegar liðið dróst á móti Hugo Sanchez, Michel, Butragueno og félögum í Real Madrid. Real vann heimaleikinn, jaftefli varð í Napoli og meistararnir í sterkustu deildinni voru dottnir út.

  Þegar Liverpool vann Champions League 2004-2005 tapaði liðið leikjum fyrir Graz, Olympiakos og Mónakó áður en janúarmánuður hófst. Á leið sinni að titlinum gerði liðið jafntefli við Deportivo, Juventus og Chelsea. Í fyrra töpuðu Evrópumeistarar Milan leikjum gegn Man Utd, AEK Aþenu og Lille. Ég man líka eftir stofnun Meistaradeildarinnar á sínum tíma og það var ekki til að gera keppnina erfiðari, heldur einmitt til að gera hana “auðveldari”, s.s. að varna stórum liðum frá því að detta út með því að búa til fleiri möguleika á “öðrum séns”, sbr. riðlafyrirkomulagið, og þá staðreynd að 3-4 lið frá stærstu löndunum komist inn sjálfkrafa.

  Þú bentir á að enska deildin hefði átt 3 lið í undanúrslitum í fyrra og því væri enska deildinn sterkari og erfiðari en áður. En með sömu röksemdarfærslu má benda á að það var jafnvel erfiðara að komast alla leið í gömlu Evrópukeppninni fyrir tæplega þrjátíu árum en samt voru þrjú lið sem gerðu það frá Englandi með því að einoka keppnina í fjölda ára. Fyrir utan árangurinn í UEFA Cup og CWC, en ensk lið hafa nú ekki verið að slá í gegn í UEFA Cup undanfarin ár.

  Þannig að ég stend fast við minn keip að enska deildin var jafnari hér áður fyrr og ekki síður erfitt að vinna hana en Liverpool gerði það nú bara samt.

  Ég hef nú áhyggjur af því að öll stemningin í kringum Liverpool sé orðin þannig að menn sætti sig við mun minna en þá.

 55. Ég verð nú að taka undir með Daða hérna í “baráttu” hans við Didi. Það að ensk lið skuli hafa unnið evrópukeppnina 6 skipti í röð (frá 77-82), 7 skipti af 8 (með 84 sigri liverpool) og verið í úrslitum keppninnar í 8 ár af 9 segir mér ansi mikið meira um styrk deildarinnar heldur en það að hafa 3 lið í undanúrslitum og ekkert þeirra endar uppi sem sigurvegari. Hver veit hversu löng þessi sigurganga hefði orðið ef ekki hefði komið til 5 ára bannsins eftir Heysel slysið. Enska deildin er sterk, því er ekkert að neita og það má alveg færa rök fyrir því að þetta sé sterkasta deildarkeppni heims. Og nú hefur enskt lið verið í úrslitum CL 3 ár í röð og engin ástæða til að ætla annað en að svo geti einnig orðið í ár en deildin á enn töluvert í land með að verða jafn dóminerandi og hún var í kringum 1980.

  Hvað pælingar Baldvins um bakverði varðar gæti ég ekki verið honum mikið meira ósammála. Við eigum miðjuna til að bakka upp bakverðina, og það sem meira er hún er að spila á þann veg að bakverðirnir ættu að hafa töluvert frjálsræði til að æða upp kantana. Mascherano er beinlínis settur inn á völlinn gagngert til að gefa þeim meira frjálsræði, hversu oft hefur maður ekki séð hann kominn á hárréttan stað í tæklingu þegar Riise hefur tekið eitt af sínum ómarkvissu hlaupum upp kantana og verið gripinn þar í landhelgi?

  Ég hafði það oft á orði við félaga minn (sem féll í þá gryfju að halda með manutd) á síðasta tímabili að Gary Neville væri enginn bakvörður, hann væri einfaldlega að spila wing-forward, því meirihlutann af tímanum eyddi hann langt inni á vallarhelmingi andstæðinganna og þá sér í lagi náttúrulega á old trafford. Svona spila bakverðir manutd og það gera bakverðir Arsenal líka, þeir sækja alltaf þegar færi gefst og þeir sækja alla leið upp að endamörkum en reyna ekki að senda boltana fyrir einhvers staðar frá miðlínu eins og við erum að sjá allt of oft frá bakvörðunum okkar (öllum nema Arbeloa sem virðist vera sá eini sem þorir upp að hornfána). Þetta verður til þess að það losnar um ronaldo, giggs og Anderson/scholes hjá manutd eða Fabregas, hleb og rosicky hjá Arsenal, m.ö.o. það losnar um mennina sem eru að fá allt hrósið fyrir góða spilamennsku. þeir fá aukið pláss til að galdra eitthvað fram einmitt vegna þess að bakverðirnir eru að draga til sín menn sem annars væru að anda ofan í hálsmálið á þeim. Ef þið berið þetta saman við spilamennsku liverpool þá erum við hvað eftir annað að sjá benayoun/pennant/gerrard/babel umkringdan þremur varnarmönnum og eina opna sendingarmöguleikann að senda til baka á miðverðina eða bakverðina sem hanga einhvers staðar við miðlínu, breiddin í spilinu er engin og það er dapurri spilamennsku bakvarðanna okkar að miklu leyti að kenna.

  Bakverðir sem sækja upp kantana auka á breiddina í spilinu og opna þannig fyrir betra miðjuspil en ekki öfugt…. en það er auðvitað bara mín skoðun.

 56. “Ég hafði það oft á orði við félaga minn (sem féll í þá gryfju að halda með manutd) á síðasta tímabili að Gary Neville væri enginn bakvörður, hann væri einfaldlega að spila wing-forward, því meirihlutann af tímanum eyddi hann langt inni á vallarhelmingi andstæðinganna og þá sér í lagi náttúrulega á old trafford. Svona spila bakverðir manutd og það gera bakverðir Arsenal líka, þeir sækja alltaf þegar færi gefst og þeir sækja alla leið upp að endamörkum en reyna ekki að senda boltana fyrir einhvers staðar frá miðlínu eins og við erum að sjá allt of oft frá bakvörðunum okkar (öllum nema Arbeloa sem virðist vera sá eini sem þorir upp að hornfána). “

  Ég get nánast fullyrt að Gary Neville hafi ekki verið að komast upp að hornfánanum einn og óstuddur. Ekki heldur Bakverðir Arsenal. Til þess að bakvörður geti sótt þá þarf hann að fá hjálp frá miðjunni (alveg eins og kantmennirnir). Ég hef ekkert á móti því að bakverðir sæki. Mér finnst bara svo vitlaust að byggja sóknarleik liðs á því. Skipulag sóknarleiks á að koma frjá miðjunni ekki bakvörðunum.
  Hvernig á bakvörður að komast upp völlinn þegar að miðjan sendir boltan alltaf aftur til baka á vörnina í stað þess að reyna að snúa sér eða senda út á kant? Mér finnst í raun ekkert skrítið að vörnin sé alltaf að sparka yfir miðjuna, því miðjan gerir ekkert við boltan. Ég hugsa að Riise, Finnan, Aurelio og Arbeloa þori alveg upp að hornfána. Þeir geta það bara ekki einir.

  Svo er eitt í þessu líka og það er dagskipun Benitez í hverjum leik fyrir sig.
  Kristján segir:
  “Ef við tökum dæmi um neðrideildarlið sem myndi mæta á Old Trafford í bikarnum, þá yrði dagskipun þjálfarans til bakvarðanna sennilega eitthvað á þá leið að þeir ættu að vernda sitt svæði í vörninni, taka þátt í taktískum varnarleik (rangstöðutaktík, svæðisvörn o.fl. slíkt) og svo að þeir ættu sinn mann og yrðu að stöðva hann. Þannig yrði til dæmis vinstri bakvörður þess liðs settur í það hlutverk, fyrst og fremst, að fylgjast með Ronaldo og reyna að halda honum niðri allan leikinn.”
  Mér finnst þetta vera lýsingin á leik Riise þegar við mættum Manú á Anfield. Ronaldo sást ekki allan leikinn. Er Liverpool kannski bara eitthvert neðrideildarlið?
  Ég er kannski vitleysingur, en mér finnst vörnin eigi að sinna vörninni númer 1 og 2. Númer 3 er svo sókn. Miðjan á að sinna sókninni og ef miðjan getur ekki sótt, hvernig í ósköpunum á þá vörnin að geta sótt.

 57. Eins og ég sagði hérna einhverstaðar að ofann að það er kannski erfitt að vera meta hvort enska deildin hafi verið betri tímabilið 1980 og þar um kring eða núna árið 2008.Og ef við miðum við það Daði að ensku liðin hafi dóminerað þessa keppni á þessum tíma þá nátturulega seigir það sig sjálft að það voru eingnir aumingjar að spila þá nema þá að liðin frá öðrum löndum hafi einfaldlega ekki verið betri en það að lið á borð við aston villa og forest gátu sigrað þessar keppnir.Forest voru nátturulega með stórlið á þessum tíma með Clough sem stjóra,man nú ekkert eftir Villa og hvort þeir hafi afrekað eitthvað meira en þetta 1 tímabil.
  En á þessum tíma voru nú þessi stórlið að mæta til Íslands til að spila í þessari keppni ásamt að leika í öðrum löndum sem eru með deild í svipuðum styrkleika og Íslenska deildin.
  CL deildin var stofnuð til að fleirri stórleikir færu fram og öll bestu liðin mættust oftar en áður.
  Ég man þegar að svona stórleikir áttu að fara fram þá beið maður í eftirvæntingu mörgum vikum fyrir leik nánast,en núna þá er þetta orðið svo vanalegt að sjá stærstu liðin keppast innbirgðis að maður kippir sér ekki upp við það leingur…Með tilkomu CL þá eru fleirri leikir á milli þessa allra stærstu liða og ekki bara meistarar hvers lands fyrir sig fá keppnisrétt sem gerir þessa deild en erfiðari…
  Því ætla ég að standa á mínu og seigja að CL sé sterkasta keppnin…

 58. Ég held að miðað við fyrir þrjátíu árum er staðreyndin sú að þá voru ekki jafn margir af bestu leikmönnunum að safnast í jafn fá lið og jafnvel ekki spila neitt.

  T.d. var lið Rauðu Stjörnunnar með Prosinecki og Savicevic, CSKA Sofia með Stoitchkov og Kostadinov, Marseille með Papin, Amoros, Boli og Francescoli, Steua með Hagi, Belodedici og PSV með Koeman, Vanenburg, Van Breukelen.

  Þessir leikmenn væru flestir í dag á bekknum hjá Chelsea og Inter Milan. Þannig að Steua Búkarest og PSV í dag eru ekki sambærileg við þau sem áður voru.

  Meistaradeildin var stofnuð undir pressu frá Berlusconi og öðrum félögum sem urðu að G-14. Tilgangurinn var frekar að forðast vandræðalegt tap fyrir Dynamo Moskvu í fyrstu umferð og að verða af gífurlegum fjármunum heldur en að ná í aukaleik við Real Madrid. Berlusconi sagði það bara beint út á sínum tíma, að það væri ekkert vit í því að Milan ætti á hættu að tapa fyrir einhverju smáliði og detta strax úr leik. Ef þetta yrði ekki lagað myndi hann stofna eigin deild með öðrum risum.

  Vissulega er keppnin gífurlega sterk í dag, en það hlýtur að vera erfiðara að vinna keppni þar sem þú mátt varla við því að eiga einn slakan leik, hvað þá tvo-þrjá. Og hvað þá nokkrum sinnum á skömmum tíma.

  Munið þið eftir þessum leikmanni PSV?
  http://www.youtube.com/watch?v=FV6quoD_0sU

 59. Margir af bestu leikmönnum heims eru einmitt í þessum 4 liðum á englandi og því ættu þessi lið að vera mikið mun sterkari nú en fyrir 30 árum.Einnig mikið mun fleirri frábærir leikmenn í hinum liðunum í PL því PL heillar.Núna skiptir nánast eingu máli hvað liðið heitir í PL því þau geta alltaf feingið til sín topp leikmenn eingöngu út af því að PL heillar og þar vilja þeir bestu spila..Þetta seigir manni það að PL hlýtur að vera sterkari fyrir vikið.

Liðið gegn Chelsea

Ekki bara vítabani