Crouch byrjar í dag.

Byrjunarliðið í dag:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio

Pennant – Gerrard – Macherano – Lucas

Torres – Crouch

Bekkur: Itandje, Finnan, Benayoun, Babel, Kuyt.

Ég ekki hugmynd um það hvernig Rafa stillir liðinu upp þar sem það er enginn eiginlegur vinstri kantmaður inn á né hægri bakvörður. Verðum við með þriggja manna varnarlínu og Aurelio og Pennant sem “wing backs” eða Gerrard og Pennant lausir fyrir framan Mascherano og Lucas? En hvað um það… VIÐ VERÐUM AÐ VINNA ÞENNAN LEIK.

30 Comments

  1. herðu þetta er bara eit það stekasta sem hann gæti stilt upp held ég… nokkuð sáttur.. allavega fyrir leik…

    kveðja úr snjónum á austulandinu..

  2. Ég er efins um að þetta sé rétt sett upp. Finnst þriggja manna varnarlína líklegri en ég veit jafn mikið um það og aggi. Ég er samt ánægður með breytingar á liði sem nær ekki sigri á móti West Ham og það þarf að gera einhvejrar taktískar breytingar og því vona ég að um sé að ræða þriggja manna varnarlínu.

  3. þó Finnan sé búinn að vera slappur á þessu tímabili þá er skárra að vera með hann í bakverðinum en Carragher…. hefði verið upplagt að hvíla Hyypia og hafa þá saman Skrtel og Carra í hjarta varnarinnar

  4. held að það sé ekki um þriggja manna varnalínu að ræða heldur eins og þú segjir verði jamie c í bakverðinum og gerrard á að sjá um vinstri kantinn ásamt því að vera í svona nokkuð lausu hlutverki

  5. minni á að Liverpool hefur gengið afar vel með Lucas í byrjunarliðinu í deildinni!

  6. Líka minna menn á það að Tottenham er að vinna Man U og Chelsea er að gera jafntefli 😀
    Líst vel á byrjunarliðið, 7-0 Torres 3, Gerrard, Lucas, Crouch og Carra með 1 hver.

  7. Hvort byrjar leikurinn 1715 eða 1745
    BBC segir 1715
    Kop.is segir 1745 ???? 🙂

  8. Já ég veit auðvitað alveg jafn mikið um byrjunarliðið eins og Aggi og Unnar. Þetta var bara mitt guesstimate. En ég held að flestir ef ekki allir lesendur þessarar síðu séu sáttir við að fá Lucas í byrjunarliðið. Babel hefði bara mátt vera þarna líka.

  9. Já Sæll!!!
    Spái við byrjum í 4ra manna vörn, en svo sé viðbúið að sóknin eigi meira að fara upp hægra megin, þannig að viðbúið sé að Pennant og Aurelio verði Wing-backs.
    Skemmtilegt og ég hlakka til að sjá þetta lið, sérlega Lucas og Skrtel!

  10. Með þessari uppstillingu hefur Rafa sjálfkrafa skrifað upp tvo leikmenn sem hann þarf að kaupa; hægri bakvörð og vinstri kant. Kannski er hann að ranka við sér, karlinn……….sjáum til eftir leik.

  11. þeir eru bara búnir að spila nokkuð vel þessar fyrstu 16 mínútur, að mínu mati..

  12. Vá, þegar maður horfir á Carrra þarna í bakverðinum þá skil ég af hverju ég sagði einu sinni að Liverpool verði aldrei meistarar með Carragher innanborðs. Þessi maður er andfótboltamaður. Hann á aldrei að vera í bakverði!

  13. Í mínum huga er skyldubreyting í hálfleik.
    Mascherano út, Babel inn. Masch er óþarfur í svona leik þar sem mótherjarnir koma með 8 menn til að verjast.

  14. Maggi: Ég er sammála þér að það er lítil þörf á Macherano í þessu leikkerfi… spurning hvort við ættum ekki bara að spila með 3 miðverði og taka Aurelio útaf.
    Einhvern veginn svona:

    Reina

    Carragher – Skrtel – Hyypia
    Macherano

    Pennant – Gerrard – Lucas – Babel

    Torres – Crouch

  15. Þetta segir allt um þennan leik so far:
    Half-time Liverpool 0-0 Sunderland

    The half-time whistle sounds and the odd boo can be heard. Far from impressive by the Reds. Sunderland have set their stall out for a draw and so far, so good.

  16. Einar Örn er úti á vellinum og hann sendi mér SMS í hálfleik: “Sama gamla sagan.”

    Þetta er ekki mest spennandi leikur sem hann hefur farið á, það er alveg á hreinu. Þetta er svo lélegt að það er átakanlegt …

  17. Mér þætti það nánast fyndið ef þessi leikur endaði með jafntefli 😛

  18. Það er átakanlegt að horfa á þetta. Sóknarleikur okkar er svo hugmyndasnauður að manni verkjar. Og hugsið ykkur að þessi framistaða kalli einungis á eina skiptingu eftir 60 min leik, Finnan inn fyrir Aurelio! það er aldeilis verið að tefla djarft í dag hum…..

    og í þessum töluðu orðum leggur Carrager upp mark, hvur djöfullinn 🙂

  19. Bendi á snilldar lýsingu á gamecast. Mikill húmor þar á ferð.

  20. CROUCH! Eftir sendingu frá engum öðrum en Carra, réttu mennirnir að stíga upp. Samt smá áhyggjur með það hvð við erum lítið að koma með leikkerfi upp völlinn og sköpum okkur lítið, þetta lýtur hinsvear að brjóta ísinn.

  21. Fyrirgefði Carra að ég hafi efast um þig. Þarna áttir þú besta kross liðsins á öllu tímabilinu.

  22. þurfti nú ekki stjörnufræðing til að átta sig að nota torres og crouch sem mest frammi.!!!!!!!!

  23. Halló!!! svo setur hann Dirk inná fyrir mann leiksins. ótrúlegt hvað annar hollendingurinn fær að spila mikið en hinn ekki.

  24. já Kristinn #23 game castið er að fara á kostum… segir eftirfarandi:
    my word, there is still time for dirk to remind us why he is the worst player in history. his rank fist touch inside the box means a great chance to make it four goes begging. he´s usless

    gaman af þessu.

  25. Góður sigur. En þetta Hollendingana er bara farsi verri er tekinn fram yfir betri að mínu mati og Kyut átti bara ekkert að fá að koma inná.

Torres styður Rafa og fleira.

Liverpool – Sunderland 3-0