Liverpool 4 – Portsmouth 1

Jæja, okkar menn unnu í dag sannfærandi **4-1 sigur á Portsmouth** á Anfield og komu sér því aftur á beinu brautina í Úrvalsdeildinin eftir tvo tapleiki í röð. Það átti sér víst stað einhver bilun hjá tæknimönnum á Anfield og því misstum við af tæpum hálftíma í byrjun leiksins, þannig að þessi leikskýrsla verður eitthvað rýr og ber þess merki.

Rafa Benítez stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell

Torres – Kuyt

**BEKKUR:** Itandje, Aurelio (Kewell), Lucas (Torres), Babel (Benayoun) og Voronin.

Við rétt náðum að sjá Riise fá aðvörun fyrir tæklingu á John Utaka á annarri mínútu leiksins áður en útsendingin datt út. Í staðinn, á meðan við biðum eftir að tæknimálin á Anfield kæmust í lag, var okkur boðið upp á þrautleiðinlegan leik Fulham og Wigan í tæpan hálftíma svo að maður var nálægt því að gefa þetta upp á bátinn og fara og skreyta jólatréð í staðinn. Ef þið viljið pynta ykkur um jólin, horfið á Fulham eða Wigan spila knattspyrnu.

Allavega, það var pirrandi að missa af fyrsta hálftímanum en það var víst ekkert við því að gera og ekkert sem þeir á Sýn2 gátu gert heldur, þannig að maður bara beið rólegur, og þegar útsendingin frá Anfield datt aftur inn eftir tæplega hálftíma leik var staðan orðin 2-0 fyrir Liverpool. Í hálfleik sá maður mörkin endursýnd; fyrst skoraði **Yossi Benayoun** eftir góða sókn Torres inn í teiginn og svo fyrirgjöf frá Kewell frá vinstri, og svo skoraði **Sylvain Distin** algjört slysamark eftir að Sol Campbell reyndi að hreinsa boltann frá fótum Torres en skaut beint í hnéð á Distin og framhjá James í marki Portsmouth. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Liverpool.

Í seinni hálfleik minnkaði **Benjani** muninn fyrir Portsmouth með góðu marki eftir slakan varnarleik Liverpool, en þar var John Arne Riise í aðalhlutverki með vægast sagt skelfilega varnartilburði. Portsmouth-menn komust þó ekki lengra en það þar sem **Fernando Torres** innsiglaði sigur Liverpool með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútunum; fyrst skoraði hann í tómt markið með frákasti eftir að Babel hafði sloppið innfyrir og James rétt náð boltanum á undan honum og svo skoraði **Torres** aftur með góðu vinstrifótarskoti, viðstöðulaust utan úr teignum eftir að Gerrard hafði skallað boltann niður á hann. Lokatölur í þessum leik 4-1 fyrir Liverpool.

Spilamennska liðsins var ekki upp á marga fiska. Þar sem ég er í jólaskapi ætla ég ekki að agnúast yfir því hversu illa liðið lék þann tíma sem maður sá þá á skjánum, heldur ætla ég að taka því sem merki um styrk að liðið skuli hafa getað verið jafn andlaust og það virkaði í dag en samt skorað fjögur mörk.

Þó dylst engum að liðið var lélegt í dag. Sumir virkuðu áhugalausir (Gerrard, Carra, Kewell) á meðan aðrir virtust varla vita hvaða íþrótt þeir voru að spila (Riise, Kuyt). Arbeloa, Hyypiä og Benayoun voru ágætir í dag en að mínu mati voru aðeins tveir menn að spila af eðlilegri getu í dag; Javier Mascherano og Fernando Torres. Ég var kominn langt með það að gefa Mascherano nafnbótina Maður Leiksins, en …

**MAÐUR LEIKSINS:** … það er bara engin leið að gera lítið úr því hversu mikilvægur ‘El nino’ er orðinn fyrir þetta lið. Hann var hálf ósýnlilegur mest allan leikinn í dag og fékk minna en enga þjónustu frá samherjum sínum, en hann skoraði samt tvö mörk og var auk þess lykilmaður í báðum mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Til að gera langa sögu stutta, þá er Liverpool-liðið einfaldlega nokkrum klössum betra þegar Fernando Torres er á vellinum. Svo einfalt er það bara.

Torres, fyrir þá sem ekki vita, er núna búinn að skora 14 mörk í öllum keppnum, þar af 8 í Úrvalsdeildinni. Þetta hefur hann gert í aðeins 21 leik, enda missti hann úr heilan mánuð vegna meiðsla í haust. Og það eru ekki enn komin jól. 🙂

Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Derby County á annan í jólum, en það er leikur sem liðið bara á að vinna og engar afsakanir verða teknar gildar ef það ekki hefst.

En fyrst slökum við aðeins á og njótum hátíðarinnar sem gengur í garð. Við hér á Liverpool Blogginu óskum ykkur, lesendum okkar, gleðilegra jóla, og sjáum ykkur vonandi með umfjöllun um sigurleik á annan í jólum! 😉

33 Comments

 1. Gleðileg Jól

  1 – Gerrard
  1- Torres
  1- Alonso
  1- Kuyt
  ………………………
  4—0
  takk fyriri
  næstum því rétt úlala

 2. Flottur sigur . Mér fannst hann Mascherano vera helvíti góður í dag ( eins og alltaf). En ég er nú ekki mikill stuðningsmaður kuyt og mér fannst hann ömurlegur í dag ( eins og alltaf)

 3. Frábær sigur þrátt fyrir kannski ekki mjög góða frammistöðu, fyrir utan Mascherano og Torres (og Yossi í fyrri hálfleik kannski).

  Vonandi að þetta gefi tóninn og svo er ég að spá í að dressa mig upp í blátt og halda með Everton á morgun, líklega í fyrsta (og eina skiptið) á ævinni 🙂

 4. Einn þriðji af 12 stigunum mínum komið í hús. ^^ Ég geri kröfur eftir sársaukann síðastliðinn Sunnudag! Fer ekki að fagna fyrr en Derby liggur í duftinu og Man. City líður eins og hraðlest hafi ekið yfir þá alla á drullugum járnunum.

  YNWA

 5. Flottur sigur þrátt fyrir að eiga engan stjörnuleik….. En djöfull er helvítið hann Dirk Kuyt lélegur !! Fullyrði það að hann er slappari en Fernando Morientes……….. Mascherano, snillingur og var maður leiksins að mínu mati. Torres þar á eftir fyrir að klára leikinn og vera alltaf hættulegur. Babel í framherjann !!!!!!!!!

 6. Ég held að ég ætti að fara í kvöldskóla í stærðfræði…… 🙁
  Vildi sagt hafa einn fjórði af 12 stigunum!!!!!! Og bæta við ..að ég vil einnig að Wigan mönnum líði eins og þeir hafi hlaupið á vegg eftir leikinn 2. janúar.

  Fjóra sigra í röð og ég verð sáttur… !!!! Svo feit er fýlan eftir tvö úldin töp í deildinni fyirir leikinn í dag.

  YNWA

 7. Ég vil líka vekja athygli á því að Portsmouth voru virkilega daprir í dag, hvers vegna? Líklega af því að þeir mættu betra liðið sem þrátt fyrir það spilaði alls ekkert vel í dag. Reyndar áttum við fyrri hálfleikinn með húð og hári en í stöðunni 2-0 er ávallt hætta fyrir hendi. Portsmouth minnkaði muninn í 2-1 en komst aldrei nær.

  Mascherano var góður en fyrir mér var Torres klárlega maður leiksins… alvöru framherji er ekki góður en skorar samt 2 mörk!

 8. Mascherano maður leiksins ekki spurning.Og knattspyrnumaður íslands var hálf slappur fannst mér.En verð samt að minnast á Babel og hvað hann er alltaf að verða betri og betri og verður bestur (vonandi)…En auðvelt í alla staði þrátt fyrir að liðin voru jöfn á stigum og Hemmi og félagar búnir að vera á bullandi siglingu,þá bara áttu þeir aldrei breik þótt svo að hafa minkað muninn í 1 mark,þá bara settum við í smá gír og kláruðum þetta

 9. En Magnús Agnar,það mun aldrei viðurkennast tel ég á meðal “knattspyrnuspekingana á íslandi” að Portsmouth hafi bara verið teknir í smá kennslustund af mikið mun betra liði,þeir verða sagðir hafa verið lélegir en ekki að Liverpool hafi bara látið þá líta út sem lélegt lið sem þeir eru allsekki miða við stöðu þeirra

 10. didi: Hjartanlega sammála þér. Það virðist vera einhver lenska að tala ágæti Liverpool niður. Eigum við ekki að segja að það sé öfund?

 11. Ég næ þessu ekki alveg ,,,, það dylst engum að liðið var lélegt í dag ,bíddu þið hrósið að Liv var gott á móti M U en samt gerðu þeir ekki neitt nema að sækja. nú sækja þeir og skora 4 mörk. Hvernig getur lið verið gott og ekki skorað en viku síðar var þettað sama lið að rúlla Ports upp og þá er sagt að liðið var lélegt?Hvað er í gangi????????? ekki sammála

 12. Ég er samála Einsa Kalda svona á vissan hátt…en þrátt fyrir að ManU lögðu okkur vorum við að spila mjög vel…það er ekki tekið af þeim.

  Einfallt mál í dag var að Ports. voru frekar slakir og bytu ekkert fast frá sér, en það sást að Liverpool er bara klassa yfir þeim í boltanum…við spiluðum ekkert svakalegan bolta en við gerðum það sem við þurftum og skiluðum þremur stigum í hús og það er mjög gott!!

  Takk fyrir mig!!

 13. Mér finnst nú rétt að það komi fram að Sýnarmenn voru hreinlega að ljúga að okkur þegar þeir sögðu að útsendingin lægi niðri vegna vandræða á Anfield. Ég var staddur á Ölver að horfa á leikinn og eftir að það sást ekkert af leiknum í nokkrar mínútur var einfaldlega skipt yfir á Canal+ þar sem leikurinn sást vel og þar með talin fyrstu tvö mörkin.
  Mér finnast þetta alveg fáránleg vinnubrögð hjá Sýn að hreinlega ljúga svona að áhorfendum og gera ráð fyrir því að enginn komist að hinu sanna, sem er að þetta var eitthvað klúður hjá þeim.
  En varðandi leikinn, góð úrslit og enn og aftur er það Torres sem er munurinn á því hvort við vinnum eða ekki.
  Gleðileg jól

 14. Hmm.. þetta datt út hjá mér á Sýn2 en ég fór bara á netið og náði leiknum þar (sopcast) , þannig að það er spurning hvort þetta “klúður” hafi verið á Anfield eða innanlands.

 15. það hálf furðulegt að menn séu að halda því fram að liðið hafi spilað vel á móti man utd hugmyndasnauðann og geldann fótbolta. Svo í dag þegar við flengjum Hemma og félaga af miklu öryggi þá erum við að spila undir væntingum. Hvaða bull er þetta

 16. Missti af eins og fleiri fyrstu 30, en samkvæmt lýsendum opinberu heimasíðurnar töldu þeir fyrstu 20 mínúturnar vera besta kafla liðsins í vetur og hældu Kewell og Torres gríðarlega. Um það leyti sem við fengum myndina voru þeir farnir að tala um að Liverpool væri komið í “Cruise control”.
  Sem mér sýndist. Héldu boltanum í drep og einungis afburða aulagangur Riise gaf þeim einhver færi. Skulum ekki gera lítið úr því að vinna Pompey svona örugglega, 4-1 sigur á þeim eru flottar tölur sem ég reiknaði alls ekki með. Er sammála vali á manni leiksins, en þetta fannst mér einn besti leikur Mascherano sem ég hef séð og Carra og Hyypia stigu ekki feilspor.
  Varðandi þá félaga Riise og Kuyt. Ég er ekki að segja að þetta séu ekki ágætir leikmenn. Landsliðsmenn auðvitað og ekki má gera lítið úr því. En þessir leikmenn eru veikustu hlekkir Liverpoolkeðjunnar í dag. Því miður virðist Aurelio ekki muni ná sér á strik og Voronin og Crouch eru bara í svipuðum klassa og Kuyt. Það er bara vandræðalegt að horfa á Kuyt með Torres, maður kemst ekki hjá því að bera þá saman og Hollendingurinn bara roðnar og blánar. Ég held að við eigum að fá peninginn fyrir þessa tvo og kaupa okkur menn í heimsklassa í staðinn. Vaða bara aftur í Heinze eða nappa frá Inter í bakvörðinn og sækja gamlan vin, eða vini, Anelka og Owen. Sennilega fáum við bakvörðinn ekki strax, en ef Anelka verður seldur í janúar vill ég að við hendum okkar hatti í þann hring.
  En flottur sigur, þá bara að taka Derby á Pride Park og verða officially efstir í “útileikjatöflunni”, taka þá sætið af Portsmouth……

 17. BÍDDU. VORUM VIÐ AÐ HORFA Á SAMA LEIKINN. Ég bý á spáni þar sem leikurinn datt út á 2. mín og kom aftur inn á 7.mín.
  Mér fannst liverpool menn spila MJÖG VEL. Þeir spiluðu skemmtilega og góða knattspyrnu. Maður sá þarna þessa týpísku púllarastemmingu sem hefur verið allsráðandi í okkar sigurleikjum.
  Ekki veit ég hvort munurinn á ykkur og mér er að ég sá allann leikinn fyrir utan 5 mín. en þið sáuð aðeins 60 mín. Allavegana þá var þetta mín upplifun af leiknum.
  ps. hérna á spáni sýna þeir nánast alla liverpool leiki í opinni dagskrá því það eru svo margir spánverjar innanborðs. skemmtilegt það.

 18. Þetta var nú ekki skemmtilegasti leikurinn í heiminum en varð skárri þegar Portsmouth vaknaði og minnkaði muninn. En sigur er sigur og þessi varð frábærari þar sem 4-1 var í rauninni aldrei í kortunum en samt raunin.
  Gleðileg jól!

 19. Sfinnur,ég verð að segja það að mér fannst Liv spila betri bolta í dag,en á móti M u .Torres fannst mér vera miklu sterkari en hann var á móti M u og Kuyt var skárri en hann var,(og er kominn tími til).Ég segi að LIVERPOOL verði að VAKNA OG SÍNA AÐ ÞEIR ERU BESTIR. þú segir að Liv sé klassa yfir Ports, en þeir eru ekki mörgum stigum á eftir okkur ,en VIÐ TÓKUM 3 STIG FRÁBÆRT.Sfinnur ég held að Ports hafi ekki verið slakir, þeir gerðu sitt besta eins og öll lið gera þegar þau koma á Anfield.Gleðileg LIVERPOOL JÓL

 20. Til hamingju LFC fan nær og fjær, storglæsilegur sigur okkar manna 😀

  Sá ekki leikinn, því miður, en er einhver með link á mörkin í leiknum ?

  Gleðileg jól kæru félagar og takk fyrir ALLAR stundirnar hér á vefnum 😀

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 21. Mér fannst þetta bara vera klassískt dæmi um að Liverpool lék ekkert betur en þeir þurftu. Þeir greinilega keyrðu yfir Porstmouth á fyrstu 20 mínútunum, sem flest okkar sáu ekki, og eftir það gátu menn einfaldlega slakað á.

  Svo kom þetta aulamark og þá var hraðinn keyrður aftur upp. Við vorum að vinna lið sem hafði unnið 6 leiki í röð á útivelli og var með besta útivalla-árangurinn í deildinni. Það er sko sannarlega nógu gott fyrir mig.

  Ég ætla meira að segja ekki að eyða orðum í Dirk Kuyt. 🙂

 22. Flottur sigur okkar manna í dag á liði sem fyrir leikinn í dag voru með 100% árangur á útivöllum.
  Ég get stoltur sagt frá því að vera einn af þeim sem sem láta ekki 365 taka sig í ósmurt ras****ið og horfði á leikinní þetta skiptið á netinu með prýðilegum enskum þulum og sá að sjálfsögðu allann leikinn og skemmti mér vel, fyrir utan þennan kafla sem maður hefur séð áður þar sem við hleypum andstæðingnum inn í leikinn eftir að hafa yfirspilað þá og vorum komnir tveimur mörkum yfir.
  Svo er bara að vona að Man Utd klikki á morgun og helst Chelsea líka.
  Annars gleðileg jól bara allir / öll hér á síðunni og megiði öll eta yfir ykkur : )

 23. Góð umfjöllun þrátt fyrir tækniörðugleika. Góður sigur hjá okkar mönnum og ég er alveg rosalega sammála þér Kristján í því að t.d. Gerrard virkaði mjög áhugalaus í leiknum þó hann hafi alveg verið að hlaupa sín hlaup og þannig, en virkaði eins og eitthvað allt annað væri á huga hans. Var þetta nokkuð Sissoko í Gerrard búning???

  Það þarf vart að nefna að ég sé sammála þér um Kuyt og Riise enda orðið frekar leiðinlegt að horfa á svona.

  Babel rosalega hress eftir að hann kom inná. Allavega einn Hollendingur að gera sig.

 24. En ég held að Torres þurfi samt að fara í klippingu.

  Ég var búinn að leggja til hópferð sem samanstæði af Lucas, Torres, Voronin (plís) og Benayoun, en Yossi tók af skarið.

  Jæja, best að drífa sig út.

 25. Ég segi bara LIVERPOOL spilið eins og þið voruð í dag,og KOMA SVO LIVERPOOOOOOOOOL

 26. Mikið hlakkar mann til þegar Torres verður búinn að aðlagast enska boltanum. 🙂

 27. Daginn. Ég var að skoða Liverpool liðið og fattaði þá að þegar Liv, vinnur þá vinna þeir leikina stórt.T D.8- o, 3 – 0 , 4-1 o s f,en þess á milli eru þeir að tapa.Spurningin er sú hvort þeir séu að klára mörkin í þessum eina leik og séu búnir með kótann og geti ekki skorað í næsta leik ,væri ekki betra að vinna leikina eins og M U og Ars gera ,1-0 eða 2-1.Annars þettað er smá djók:-) 😉 …Áfram Everton bara í dag

 28. glæsilegur leikur hjá okkar mönnum og takk fyrir góða skýrslu kar 🙂

  gleðileg jól félagar.

Torres og Gerrard byrja en enginn Alonso.

Hvað vantar til að ná í þann stóra?