Manchester United á morgun

Á morgun, sunnudaginn 16. desember kl. 13:30, mun fara fram einn stærsti leikur keppnistímabilsins. Við fáum Englandsmeistara Manchester United í heimsókn á Anfield. Þetta er enginn smá leikur! Og þegar maður tekur sig til og les upphitanir og greinar um leikinn á netinu, þá fær maður meira en nettan titring: maður fær skjálfta. Spennan er rosaleg og hún verður sko rosalegri á morgun. Umræðan hér á blogginu hefur nú þegar gefið vísbendingu um það hversu “fáránlega stór leikur” (KAR) þetta er, frændfólk mitt (sem af óskiljanlegum ástæðum heldur með Ferdinand og félögum) er löngu byrjað að kynda mann og maður kyndir á móti.

Tölfræði lýgur aldrei … en tölfræði vinnur ekki leiki. Í 148 viðureignum liðanna hefur Man U betur og síðan Rafa kom á Anfield … þá er eini sigur Liverpool á Manchester 1:0-sigurinn í bikarnum í fyrra. Hins vegar er gaman að lesa frétt um að Alex Ferguson eigi þá ósk heitasta að ná titlafjöldameti Liverpool (18 sigrar gegn 16) í ensku deildinni, en ég á móti trúi ekki öðru en því að sú ósk hans rætist aldrei. Þetta er ekki úrslitaleikurinn í deildinni, en þetta er fáránlega stór leikur! Sigur í þessum leik gefur svo miklu miklu meira en 3 stig … hann gefur vissu, kjark og ótrúlega ánægju. En pælið í einu … hingað til hefur enginn leikmaður Liverpool skorað deildarmark gegn Manchester United síðan Rafa tók til starfa … !! Er ekki kominn tími á að enda þessa markaþurrð – og er þessi leikur ekki einmitt tilvalinn til þess?? Sjöundi deildarleikur liðanna síðan Rafa kom og sjö er happatala!

Hvernig er ástandið á mönnum? Í færslu KAR – Meiðslafréttir – er sagt frá því að Alonso sé byrjaður að æfa, og það kemur reyndar fram í erlendum miðlum líka, en Agger og Finnan verða frá og því virðist vörnin vera nokkuð sjálfgefin. Pennant er meiddur. Ferguson kemur með sitt sterkasta lið, fyrir utan það að ónefndur J.S. er tæpur. Ég ætla ekki fyrir mitt litla líf að spá um byrjunarlið United. Fókusinn er fyrst og fremst á okkar menn og þetta er mín spá um byrjunarliðið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell

Torres – Kuyt

Það þarf ekkert að pæla í markmanni og vörn … get ekki ímyndað mér að einhverjir ætlist til að Hobbs fari í vörnina og með meiðslalistann eins og hann er, þá er þetta nokkuð borðleggjandi – spurning þó hvort Aurelio komi inn þarna? Koma Leiva og/eða Babel inn í byrjunarliðið, og þá á kostnað hvers? Mun Alonso spila eitthvað? Verður ekki vinnsla Kuyt og hraði Torres sú blanda sem muni gera varnarmönnum United lífið leitt? Mark Torres gegn Marseille um daginn er mér enn í svo fersku minni og ég myndi hreinlega garga af gleði ef svipað mark liti dagsins ljós gegn Ferdinand og félögum.

Sálfræðin er hrikalega stór hluti af þessu – og spurningin einföld: hvort liðið höndlar pressuna betur? Alex Ferguson hefur ekki bara sagst vilja titlametið frá Liverpool … hann hefur einnig talað um það að Torres hafi einu sinni verið á óskalista hjá honum og að leikirnir við Liverpool á Anfield séu engu líkir:

“There’s no game like it in the calendar. The passion and fervour of the fans, the ability of the footballers, the competition. The history between the clubs is terrific. — No matter what position the clubs are in, it’s the highlight of my season. I always look at that game as the one to look forward to.”

Rafa hefur verið frekar rólegur hvað varðar mikilvægi leiksins. Hann hefur einnig minnst á áhuga Fergie á Torres, en hann sagði það líka, að Torres VILDI frekar koma til Liverpool. Það væri líka yndislegu salti stráð í sár Man U ef Torres sýndi þeim snilli sína og skoraði nokkur mörk á þá.

Og hversu gaman verður það fyrir vinina Tevez og Mascherano að mætast??

– Mun tveggja leikja bann Ferguson eitthvað trufla einbeitinguna fyrir leikinn á morgun?
– Gabriel Heinze vill hefnd gegn Man U, vegna þess að honum var meinað að skipta yfir í Liverpool og er núna hjá Real.
– Ef Rooney og Ronaldo verða fljótt pirraðir, þá held ég að hlutirnir falli okkar megin. Og vissulega gildir þessi pirrings-kenning um allt liðið … en maður sá það á Marseille – pirringur doesn’t get you anywhere!

Ég hef, hvort sem þið trúið því eður ei, setið hér í rólegheitum og browsað á netinu og verið með nettan skjálfta og skrifað nokkur uppköst að upphitun – síðan um miðnætti … þremur klukkustundum síðar finnst mér upphitunin ekki nægilega góð, þar sem mér hreinlega finnst þessi leikur vera svo stór að hann á glæsileik skilið.

‘You gotta have faith…’ söng þrælgóður söngvari í laginu “Faith”. Ég hef trú á því að við vinnum þennan leik, ég vona að sama trú sé til staðar í liðinu sjálfu. Persónulega finnst mér betra að liðsmenn og þjálfari tali um að “auðvitað vinnum við þennan leik” í staðinn fyrir að segja fyrirfram, að mótið sé ekkert ónýtt þó svo þessi leikur tapist … — en er þetta sálfræði? Er verið að blöffa? Á maður virkilega að trúa því að fyrirfram séu menn alveg búnir að sætta sig við mögulegt tap? Nei, alls ekki. Við mætum sem grenjandi ljón og tökum fast á Ronaldo og látum ekki dívurnar hans trufla okkur. Það verður markalaus fyrri hálfleikur, en Torres hristir af sér slen og varnarmenn í byrjun seinni hálfleiks og skorar eftir glæsilegan einleik í gegnum vörnina. Man U jafna um 15 mínútum síðar en sigurmarkið skorar Torres undir lok leiksins. Ég spái sem sagt 2:1 sigri okkar manna.

Aaarrrgh! 🙂 Ég er svo spenntur að ég er ekki lengur þreyttur … er kominn í góðan gír og tilfinningin er góð. Þetta er fáránlega stór leikur! Það var vitur maður sem mælti þessi orð!

45 Comments

  1. Tökum hann 3-1.
    Ekkert flókið eða kokký, er bara viss um að við séum með betra lið, aðal munurinn á þessum leik og heimaleiknum okkar í fyrra er Torres !
    Hann gerir gæfumuninn á morgun.
    Áfram LFC !

  2. Sammála þér með liðið Doddi.Samt gæti Rafa látið Voronin vera frammi í stað Koyt, en það ætti ekki að vera verra,eða hvað.tökum þettað 2-0 eða3-0

  3. Ég hélt að mér myndi takast að halda ró minni fyrir leikinn og um leið halda blóðþrýstingnum niðri.

    Sú von mín er farin – núna er ég gjörsamlega að springa af spenningi og klukkan er rétt rúmlega 9 á laugardagsmorgni!

    Trúi því að liðið mæti dýrvitlaust til leiks á morgun – hápressa og læti. Munurinn á þessum leik og leiknum á Anfield í fyrra (afsakið, í mars!) er sá að nú erum við loks komnir með sambærileg gæði í framlínuna og hin liðin.

  4. Skemmtilegar pælingar eins og vanalega hjá þér Doddi. Reyndar held ég ennþá að Kewell verði sparaður og Aurelio verði á bakvið Riise. En auðvitað veit maður aldrei hvað Benitez gerir, nema ég er nokkuð viss að Sissoko og Mascherano verði ekki settir saman á miðjuna….
    Annars er maður búinn að vera með skjálftann frá miðvikudagsmorgni, búningurinn tilbúinn nýþveginn og uppáhaldstrefillinn klár.
    Verður hátíð, enda langt síðan við höfum mætt United á jöfnum grundvelli í deild. Styð töluspá þína fullkomlega, í rosalegum leik!

  5. Ég held að þú hafir rétt fyrir þér Doddi, Rafa mun ekki breyta liðinu neitt frá leiknum gegn Marseille. Alonso kemur líklega á bekkinn.

    Það er betra að láta Kewell byrja leikinn heldur en koma inná sem varamaður því óvíst er hversu lengi hann getur spilað á því háu tempói. Síðan hefur Babel ávallt staðið sig vel þegar hann kemur inná sem varamaður og það eru ekki allir sem koma inná og eru tilbúnir.

    Þetta verður svakalegur leikur líkt og ávallt þegar við mætum Man U en það sem skiptir á endanum mestu máli er að við nýtum þau færi sem við fáum í leiknum. Ég hef trú á að Torres gæti verið “match-winner” týpan sem okkur hefur vantað undanfarin ár.

    Verð reynar að viðurkenna að ég áttaði mig ekki á því fyrr en Doddi benti á það að við höfum EKKI skorað í deildinni á Man U síðan Rafa tók við… það er ótrúleg tölfræði.

  6. vildiv bara minna á
    Jæja þá liggja úslitin fyrir
    liverpool 3 vs Man utd 1

    Rise 1
    Torres 1
    Geirharður 1

    fyrir Man utd? Anderson

  7. Vá af hverju gat þessi leikur ekki verið í dag 🙂

    Þvílik spenna og ég hef bullandi trú á að við förum með sigur af hólmi á morgun.

    Ég vill ALLS ekki sjá Sissoko í miðjunni á morgun ALLS EKKI.

    ———————-Reina——————-

    Arbeloa——-Hyypia—-Carragher—–Riise

    Benayoun—Gerrard—-Mascerano—-Kewell

    —————–Babel —-Torres——————

    Mín spá 2-1 Torres og Gerrard hjá okkur en Ronaldo fyrir Júnætid

  8. það væri gaman að sjá Babel og Torres saman .Ásmundur leikurinn getur ekki verið í dag ,vegna þess að hann er á morgun:)

  9. Fyrir áhugasama er vert að benda á að ég mun taka mína eigin upphitun fyrir þennan leik. Þ.e.a.s., ég verð í útvarpsviðtali á Reykjavík FM 101.5 í dag á milli kl. 12 og 13, þar sem mér skilst að ég og einhver ónefndur United-aðdáandi eigum að hita upp fyrir leikinn. 🙂

  10. en annars að upphituninni. ég er algjörlega sammála með byrjunarliðið og tel að rafa muni koma mönnum á óvart með nákvæmlega sama byrjunarliði og á móti marseille. menn eru ferskir eftir þann leik þar sem hann var spilaður á þriðjudaginn og ég reikna ekki með öðru en að þetta verði leikur fárra marktækifæra en torres og gerrard klára þá, flóknara verður það ekki!

  11. Ef við fáum ekki þrjú stig úr þessum leik eigum við eftir að eiga erfitt uppdráttar í átt að titlinum.
    Við tökum þetta, 2-0.

  12. Ekki í vafa að við vinnum þennan leik, er svo sultuslakur að ég bara man ekki eftir öðru eins. Við vinnum þennan leik, jafnvel stórt. Hinsvegar er ég stressaður yfir öðru, og mjög stressaður reyndar. Gunði E. G. stórvinur og fóstursonur mun varla lifa fram að leik, svo mikil er spennan. Eru menn beðnir að senda honum róandi hugsanir og jafnvel slökunargeisladiska :).

  13. verður spennandi leikur held að man utd komist yfir fljót í leiknum en liverpool vinnur so leikin 3-1. Vonast til að sjá liðið svona:

                                             Reina 
    

    Arbeloa—————-carra—————hyppia——————aurelio

    benayoun————–gerrard————alonso——————-kewell

                                torres-----------------crouch
    
  14. ” VIÐ ERUM STERKIR STRÁKAR Á STRÖNDINNI, ER VIÐ SJÁ UM MARKIÐ STANDA ÞEIR Á ÖNDINNI ” HEHEHEH

    Við vinnu þennann leik, hvernig sem horft er á hann og dæmi hver fyrir sig 😀

    Þessi upphafslína hefur dugað núna í tvígang og ég á ekki von á öðru en að hún virki líka núna 😉

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  15. Ég er skíthræddur, United hefur bara of oft tekið þetta með meistaraheppninini. Í fyrra var gott dæmi gátu ekki rassgat í 90 min en unnu samt. En ég ætla binda vonir mínar við ungan spánverja sem virðist vera maðurinn sem okkur er búið að sárvanta síðustu ár

    Úrslitinn verða 1-0 og Fernando nokkur Torres setur hann á 77 mín. Og eftir það verður hann GUÐ á Anfield.

  16. Ég held að Rafa hafi þettað svona. Torres og Voronin frammi,ef ekkert gengur og mu eru að spils sóknarbolta,þá setur hann Koyt inn fyrir Voronin,en ef þeir spila eins og í fyrra, þá kemur Crouch inn.Tóku þið eftir því að ég skrifa mu með litlum stöfum.Ég held að lömbin hans Ferguson ÞAGNI KOMA SVO LIVERPOOL

  17. Yfirleitt er ég jákvæður fyrir leiki en mér lýst ekkert á þennan leik. Þetta er alveg típískur leikur þar sem ekkert gengur upp og manjú grísar 1-2 mörk.

    Ennn…..
    Það þarf tvennt að gerast á morgun til að það fari ekki illa: Gerrard verður að spila eins frábærlega og hann hefur gert undanfarna leiki, og Voronin má alls ekki spila þennan leik. Það gengur því miður ekki að vera 10 á móti manjú.

    Áfram Liverpool!!

  18. Ég er drullu spenntur yfir þessum leik og leyfi mér ekki að vera jafn bjartsýnn og nánast allir hérna. En ein pæling hérna, haldið þið og vonið þið að Carragher fari að spila aftur með landsliðinu eftir að hinn mikli meistari, Fabio Capello, tók við því?

  19. Júlli, hvað meinaru með Voronin?

    Annars, þá er prógrammið næstu daga ekkert slor. United á morgun, Chelsea á miðvikudaginn og Portsmouth eftir það.

    Get ekki beðið eftir morgundeginum – vona að leikirnir verði skemmtilegri en Fulham Newcastle sem ég er að horfa á núna. Þvílíkt grín þessi leikur.

  20. Ég er viss um að við vinnum þennan leik… Mig kvíður heldur fyrir honum.. Búinn að vera veikur í 3 daga.. En við tökum hann 3-0

  21. Sigmar vertu veikur 1 dag enn, og við tökum þá þettað 4-0. Ég segi það sama og Einar Örn og Andri Fannar hvað er að með Voronin, þettað er reynslu bolti og kann sitt fag .Sumir segja það að allir framherjar okkar séu lélegir eftir að Torres kom.Við megum ekki ætlast til þess að silfur sé á sama stalli og gull.torres er frábær en hinir eru mjög góðir……KOMA SVO LIVERPOOL og nú ætla ég að búa til broskall, ég reyni og reyni 😉 🙂 🙂

  22. Ég reyndi þettað á komment á NR 8 en það gekk ekki, o k það gekk núna:-)

  23. Voronin byrjaði frábærlega í upphafi tímabilsins en hefur pínu dalað eins og oft er með leikmenn úr þýsku deildinni (Berbatov ofl.) Voronin nánast sást ekki gegn Reading, ætli það sé ekki það sem Júlli á við. Fráær squad player þó.

    Annars gæti Liverpool alveg spilað 10 gegn 11 og samt pakkað þessum klæðskiptingum í Man Utd saman.

    Ég hef engar áhyggjur af þessum leik. Gerrard og Torres í toppformi sjá til þess. Bara nóg að rugla greiðslunni á C.Ronaldo í upphafi leiks. Rafa veit síðan uppá hár hvernig á að stoppa Shrek og Gollum þarna frammi.

    Öruggur 2-0 sigur segi ég og skrifa.

  24. sssssæll hvað ég var að sjá áhugaverða tölfræði:

    Liverpool have suffered more Premier League defeats to Manchester United than any other club (16), and conceded more Premier League goals against them than to any other side (44). Manchester United did the double over Liverpool for the fourth time in the Premier League last season, and the second time in three seasons. Manchester United were the only club to win home and away against the Merseysiders last season, but Liverpool were one of 12 doubled by the Red Devils in the last campaign. United are aiming to beat Liverpool in the league for the fourth time in a row. The only point in 18 Liverpool have notched against United came from a goalless draw at Anfield on 18 September 2005 Liverpool fans can talk about history all they want. for the best part of 20 years now, Man United have been so superior a side its not even funny!

  25. Voronin er alveg þess verður að vera í Liverpool en ég held að vandamálið sé bara að hann hefur fengið frið. Í byrjun var sagt að hann væri ekki verður að vera í Liverpool og bla bla bla, þá ætlaði hann að sýna fólki hvað í sér bjó og stóð sig mjög vel en núna virðist hann bara vera sáttur að vera striker nr.4 og hefur ekki gefið neitt annað til kynna. Ef hann fengi bara smá mótlæti hugsa ég að hann myndi sýna aftur það sem hann sýndi í byrjun tímabilsins og held ég að þetta sé þess vegna tilvalinn leikur fyrir hann að byrja. Fólk mun gagnrýna Benitez fyrir að spila ekki með sitt “besta” lið og hann mun sýna fólki hvers megnugur hann er og skora.

  26. Við megum ekki dæma leikmenn þegar LIV var í lægð, þá voru allir drulluslappir og gerðu jafntefli trekk í trekk og voru með 1 stig eftir 3 leiki í meistaradeildini. En nú eru menn allir að spila frábærann bolta , það er að segja ef þeir fá að spila sína stöðu KOMA SVO LIVERPOOOOOOOOL

  27. Úff, þetta verður rosalegt. Við verðum að vinna þennan leik – bara löngu kominn tími á að vinna þá á Anfield í deildinni. Yrði gríðarlegur sigur fyrir Rafa. Skil nú ekki þetta comment með Voronin. Hann hefur farið langt fram úr mínum væntingum. Er alveg sammála Dodda með byrjunarliðið. Við tökum þetta 2-0. Torres skorar í fyrri og svo kemur Crouch inná og innsiglar sigurinn.

  28. Mjög góð upphitun Doddi. Þetta verður svakalegur leikur. Ég ritaði komment fyrir Arsenal leikinn að hann yrði að vinnast, bæði hvað varðar liðsandann og svo að missa ekki toppliðin of lang framúr sér. Það er einfalt mál með þennan leik. Við verðum að vinna hann. Jafntefli sýnir okkur bara það að við erum ennþá jafn mörgum stigum á eftir Utd og væntanlega lengra frá Arsenal ef þeir vinna sinn leik sem miklar líkur eru á. Þetta er tækifæri fyrir okkur að koma með smá “statement” inn í baráttuna. 4-1 fyrir okkur!

  29. Ef til vill mikilvægasti leikurinn á tímabilinu. Ef við vinnum hann er Liverpool búið að stimpla sig endanlega inn sem alvöru Champions Contender þessa leiktíð. Þá fara okkar menn fyrst fyrir alvöru að finna blóðbragðið af þeim Stóra..

    Ég held að sigur yrði svo mikið andlegt “búst”. Gefur mönnum trúna á að allt sé hægt. Liverpool er tvímælalaust með hópinn til þess að gera alvöru atlögu að titlinum… spurningin er bara hvort þetta smellur allt saman þessa leiktíð.

    Svo er bara kominn tími á sigur gegn Man. Unt. 🙂

    Koma svo Liverpool…
    Torres, Kuyt og Riise með mörkin. Vinnum þetta Man. Unt. lið.

  30. Frábær síða strákar, takk fyrir gott og óeigingjarnt starf!
    1-0
    Danny Murphy úr víti eða Gerrard! :p

    YNWA!!!

  31. spenntur…stressaður..hræddur…eftirvæntingarfullur…glaður…sjálfsöruggur… kvíðafullur….örvæntingarfullur…vongóður…

    Nokkur af þeim lýsingarorðum sem lýsa ágætlega sálarástandi mínu þessa stundina….

    Guð minn almáttugur og allir hans jólasveinar… ég get illa beðið eftir að flautað verði til leiks og ég er að farast úr stressi og spenningi. Ég hef að sjálfsögðu trú á okkar mönnum og ætla að spá okkur sigri… hvernig treysti ég mér ekki til að segja til um.

    En það kæmi mér ekki á óvart þó svo að einhverjir stuðningsmenn reki upp stór augu þegar þeir sjá byrjunnarliðið. Ég gruna Rafa um að hafa plottað í langan tíma í sambandi við þennan leik og spái því að hann komi á óvart. Komi ÖLLUM á óvart…. Gerrard gæti verið á kantinum, Varnarsinnaður maður á vinstri kanti, og jafnvel Leiva á miðjunni… maður veit aldrei..

    En þið sem eruð norðan heiða…það er mæting snemma á ALLann… Það verður opnað kl 12 og við verðum mættir þá….

    Carl Berg

  32. Við bara verðum að vinna þenna leik! Skiptir engu hvað gengur á! Ég trúi á okkar menn. Alveg sammála um byrjunarliðið!!

    Svo er eins gott að Sissoko byrji ekki inn á.

    Svo leitiði bara eftir Íslenska Fánanum í THE KOP! Sjáumst þar!

    YNWA – Áfram LIVERPOOL

  33. Liðið verður 4-5-1, þetta eru taktískustu leikir ársins og hafa ekki hátt skemmtanagildi að mínu mati vegna fallegrar knattspyrnu heldur felst skemmtanagildið í að þarna er verið að eiga við erkifjendurna og einn aðalkeppinautinn um titilinn. En að lminni spá um liðið:

                                Reina
    

    Arbeloa Carra Hyypia Riise

                Mascherano      Sissoko
    

    Benayoun Gerrard Kewell

                                Torres
    
  34. Þetta verður gaman og ég sá að Færeyingar eru ekki síður spenntir kíkið á http://liverpool.fo sem er síða Liverpool klúbbs þeirra og ég datt inná í flakki mínu.
    urrrrggg ég get varla sofið, er svo spenntur
    YNWA beibí

  35. Susssssss.
    Maður bara vaknaði fyrir átta, búinn að reyna að slefa allt “skúbb” dagsins, en svosem lítið á því að græða.
    Er bara svo feginn að leikurinn er snemma, væri erfitt að bíða til kl. 3 eða kl. 4!

  36. Svona til að drepa tímann,veit einhver ,hver það er sem mest hefur verið brotið á og úr hefur orðið víti.Mig grunar að það sé Gerrard,það eru allir drulluhræddir við hann

  37. Ég þarf greinilega að útskýra Voronin kommentið mitt. Ég hef ekkert út á Voronin að setja, fínn leikmaður en mér finnst hann einfaldlega ekki nógu góður. Meðal leikmaður sem getur að mínu mati ekki haft áhrif á leik eins og þennan.
    Hann gæti alveg gert usla á móti lélegri liðum deildarinnar…..og jafnvel skorað! En að mínu mati á hann ekkert erindi í þennan leik.

    Eftir lítinn svefn í nótt út af spenningi þá get ég ekki beðið eftir leiknum. Ef Liverpool vinnur og Arsenal tapar þá er kominn ansi skemmtileg staða upp á toppi deildarinnar. Þá verður aðeins eitt stig á milli hinna fjögurra stóru (þ.e.a.s. ef Liverpool vinnur leikinn sem þeir eiga inni) Staða sem hefur ekki sést í mörg mörg ár.

    Áfram Liverpool

  38. Ég vil ekki slá á þessa að sem virðist “fyrirfram unna” skemmtun sem framundan er á eftir en ég vildi bara minna menn á staðreyndir síðustu ára. Scums hafa verið að raða niður dollunum á meðan við höfum ekki unnið hana í að verða hundrað ár (eða mér líður þannig). Það er einhvern veginn meiri séns á að Scums nái þeim átjánda en við þeim nítjánda eins og staðan er í dag en bilið minnkaði töluvert með Torres.

    Ég ætla að spá sigri Liverpool í dag og er í raun nokkuð viss um að við verðum góðir í dag eftir comment Saur Alex um að hann vildi að Liverpool falli frekar en að vinna dolluna. Svona hlýtur að kveikja í Anfield og leikmönnum liðsins. Vona bara að “Lady Luck” yfirgefi Scums að þessu sinni.

  39. Júlli ef þú ert að dæma Voronin út frá Reading leiknum þá voru hann og Gerrard ekki að spila sínar bestu stöður .Mér finnst Voronin hafa komið á óvart þettað er fanta góður leikmaður og reynslubolti,en þegar að hann var að spila og allt liðið ekki að spila vel , þá er ekki hægt að dæma einn né neinn á því tímabili. Og plús framherjar fengu ekki úr neinu að moða.En allt í góðu ,annars? fer ekki uppstillingin að koma hjá LIV

  40. Reina
    Arbeloa-Carragher-Hypia-Riise
    Benayoun-Mascherano-Gerrard-Kewell
    Kuyt-Torres

Man(/#&”er

Óbreytt lið gegn Man U