Kapteinn ofurbrók

Gleðifærsla á miðvikudegi, af hverju ekki?

Eins og flestir hafa tekið eftir eru okkar menn á miklu skriði og ekki nóg með að Liverpool séu að vinna leikina sína, heldur eru þeir að rasskella andstæðinga sína með sannkölluðum kafsiglingum. Við byrjum svo sem ekki að sigla fyrr en í síðari hálfleik í leikjum okkar, þar sem tölfræði sýnir að flest mörk okkar eru skoruð á síðasta korterinu. En sigur er sigur og það er á hreinu að það skiptir engu máli hvenær mörkin koma, svo framarlega sem 3 stig koma í hús. Það muna allir eftir jafnteflishrynunni okkar hér fyrir nokkrum vikum síðan. Það gékk hvorki né rak hjá liðinu og síðkvöld voru mörg hver orðin ansi erfið þegar maður hugsaði um Liverpool. Við töpuðum mörgum dýrmætum stigum á heimavelli með því að gera jafntefli m.a. við Tottenham, Birmingham og töpuðum svo fyrir Marseille líka á heimavelli. Framhaldið þá var ekki bjart og það var orðið ansi þungt yfir mönnum á tímabili. Menn hökkuðu Steven Gerrard í sig fyrir að vera að spila langt fyrir neðan getu og margir skelltu skuldinni á hann, eðlilega þar sem hann er fyrirliðinn, heimamaðurinn og hetjan sem á að draga vagninn.

Eftir seinni leikinn gegn Besiktas hefur eitthvað rosalegt gerst. Liðið hefur unnið 5 leiki í röð, alla örugglega og markatalan úr síðustu 5 leikjum í öllum keppnum er 21-1. Hvað veldur svona rosalegri breytingu hjá liðinu? Ég þykist vera með gott svar við því sem ég ætla nú að rökstyðja aðeins betur. Svarið er augljóst: Steven Gerrard. Hann hefur núna skorað í síðustu 5 leikjum í röð, 1 mark í hverjum leik. Hann hefur líka verið að leggja upp mörg mörk og spilað eins og engill á miðjunni. Engu máli virðist skipta hvort hann spili með Mascherano við hlið sér eða Lucas, því þeir sjá um skítverkin, á meðan kapteinninn okkar fær að æða fram og stjórna sóknarleiknum, sem betur fer. Það má hann alveg halda áfram að gera því liðið virðist leika vel ef hann er að spila vel. Hann var sem leikmaður í mikilli lægð þegar illa gékk um daginn, reyndar voru fáir að spila vel þá, en um leið og hann reif sig upp af rassgatinu þá fylgdu hinir.

Ég er með hreint athygliverða tölfræði upp í erminni sem ég ætla að sýna ykkur. Frá 24. október (útileikurinn gegn Besiktas í Meistaradeildinni) hefur Gerrard skorað 8 mörk í 9 leikjum, liðnar eru 6 vikur síðan þá og Gerrard hefur þá samtals skorað 9 lummur á öllu tímabilinu. Til samanburðar þá skoraði hann 11 mörk á öllu síðasta tímabili.

Ég er ekki að segja að það sé einungis Gerrard að þakka, þetta góða gengi undanfarið, að sjálfsögðu ekki, en er það ekki hann sem ber mestu ábyrgðina? Hann er leikmaðurinn sem rífur hina með sér og peppar alla upp, sér til þess að allir séu klárir. Hann hefur stigið upp og dregið þennan títtnefnda vagn síðustu vikurnar með miklum sóma.

Ef Gerrard heldur áfram að skora og leggja upp jafn mikið af mörkum og hann hefur verið að gera, þá erum við í toppmálum varðandi framhaldið. Ég bara hreinlega man ekki eftir manninum í svona góðu formi áður.
Hér er flott viðtal við fyrirliðann þar sem hann segir að honum sé sama hvort Lampard eða Fabregas skori fleiri mörk en hann, svo framarlega sem Liverpool endi ofar á töflunni heldur en Chelsea og Arsenal. Mæli eindregið með að fólk lesi þetta viðtal.

Við erum að berjast við 3 mjög öflug lið um enska meistaratitilinn, með Gerrard í þessu formi þá hef ég góða tilfinningu fyrir framhaldinu og ég vona að hann haldi áfram að sýna og sanna fyrir okkur, að þarna fer einn besti leikmaður heims. Ég get ekki beðið eftir næsta leik!

Kóngurinn hefur verið hress upp á síðkastið og hlaðið haglabyssuna ósjaldan.

59 Comments

  1. Flottur pistill Olli og ég er bæði sammála honum og ósammála (kemur á óvart, veit það).

    Ég er sammála því að stór hluti af því að liðið er á góðu skriði er að Stevie Wonder er farinn að spila á getu á ný. Það eina sem ég er að spá í er með orsök og afleiðingu. Við höfum séð það í sumum leikjum að hann getur reynt og reynt, en hann gerir ekkert einn síns liðs. Hann er líka fljótur á bragðið ef menn eru færanlegir í kringum hann. Á sama tímapunkti og Stevie fór að spila sinn leik á ný, fór Javier í gang aftur. Tilviljun? Með því fékk Stevie aftur meira frjálsræði og færi á að blómstra. Síðan hefur Lucas leyst hann prýðilega af hólmi.

    Ég er einnig bæði sammála og ósammála þessu með að það skiptir engu máli á hvaða tíma mörkin séu skoruð, svo lengi sem þau eru skoruð. Jú, það er númer eitt, tvö og þrjú að þau séu skoruð, en tímasetning getur að mínu mati oft skipt verulegu máli. Það er t.d. mun erfiðara fyrir andstæðinginn að gera eitthvað í málunum þegar við skorum seint í leikjum. En á móti kemur (og við höfum séð það nokkrum sinnum að undanförnu) þá getur verið gríðarlega mikilvægt að skora snemma gegn liðum sem koma með því markmiði að pakka í vörn.

    En eins og áður sagði, skemmtilegar pælingar og flottur pistill.

  2. Miða við það að flest mörkin okkar koma á síðasta korterinu seigir okkur bara það að við erum að spila á fullu gasi allar 90 min alltaf og er það bara gott mál…
    Og með hann Steve G,þá er bara ekki til nógu sterk lysingarorð yfir hversu gríðalega heppnir við erum að hafa hann í liðinu og uppalinn í þokkabót.Það er alltaf talað um að oftast skilur á milla manna og músa í þessum stóruleikjum og þar hefur captaininn sannað trekk í trekk að hann er sko alvöru maður en ekki einhver feik sem á góða leiki þegar ekkert er undir EN þegar að kemur að þeim sem skipta öllu máli þá er sko einginn annar leikmaður í veröldinni sem ég vil hafa í Liverpool en Steve G

  3. Góður pistill

    Það sem mér finnst kannski gleymast er að þessi sigurhryna okkar byrjar í rauninni þegar Harry nokkur Kewell dettur inní liðið, kannski er það bara tilviljun en fyrir mér finnst mér hann hafa gjörbreyt leik liðsins með hreyfingum sínum og stanslausri ógnun.

  4. Liðið sem var svona hryllilega lélegt gegn okkur um daginn var að enda við að gera jafntefli við Arsenal. Ætli þeir séu orðnir svona góðir allt í einu, eða voru Skytturnar eitthvað illa upplagðar í kvöld? Maður spyr sig.

  5. Hummm…. góð spurning Búi, förum allir (öll) á andfótboltann og komumst að því : )

  6. Þetta er orðið alveg rosalegt dæmi. Bolton vinnur Man.Utd og geta svo akkúrat ekkert á móti okkur. Newcastle gátu ekkert á móti okkur en gera svo jafntefli við hið stórbrotna Arsenal lið. Ætli öll þessi lið séu að þiggja Asíu veðmálapeninga þegar þau spila gegn okkur, eða leyfum við þeim einfaldlega ekki að spila sinn bolta? Þegar stórt er spurt…

  7. ég held að það séu brögð í tafli..neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii..

    liverpool eru bara að krúsa elskurnar mínar 😉

  8. Ég talaðu um það(c/a 2 mán síðan) að Rafa væri að hræra í liðinu til að slípa menn saman og ef einhver meiddist ,þá hefði hann mann sem gæti leyst hann af 99%.Þá er spurning hvort hin liðin hafi ekki svona stórann hóp sem gjörþekkir liðið sitt.Þannig að hræringar(roteringar)Rafa eru að skila sér. Koma svo KIVERPOOOOOOL og RAFA

  9. Það er alveg gefið mál að skiptikerfið er að sanna sig núna.Alltaf maður sem er tilbúinn í slaginn ef einhver annar dettur út..Og hvar eru blammeringarnar núna um að Rafa kunni ekki á enskudeildina..Það fer alltaf að verða erfiðara og erfiðara fyrir fjölmiðla og annað fólk að finna eitthvað til að setja út á Liverpool,er þetta “múturhneigslismál” ekki bara það nyjasta sem fjölmiðlar munu reyna að að koma með,bara til að búa til einhverja sögu sem á sér einga stoð í raunveruleikanum til þess eins að finna höggstað á Liverpool???kæmi mér ekkert á óvart..Rafa sást brosa í leiknum á móti bolton svo ekki er hægt að væla um það (eins lákurlegt og það var)

  10. Þó ég sé en á jörðinni og ætla að halda mér þar þrátt fyrir velgeingnina undanfarið og ætla bara að taka einn leik í einu og allt það,þá verð ég bara að seigja að það verður stór dagur og annsi erfiður dagur fyrir vissa fjölmiðlamenn þegar það rennur loks uppfyrir þeim að Liverpool er orðið sterkara en áður hefur verið undanfarin ár og að þeir (fjölmiðlamenn nokkrir allavega) þurfi að viðurkenna það á opinberum vetvangi fyrir okkur hinum..

    En einn leikur í einu og halda sér á jörðinni þótt svo maður sé farinn að skynja hræðslu hjá öðrum stuðningsmönnum,þá getur en allt gerst

  11. Fjandinn, núna vil ég að við förum að leika þennan leik sem við eigum inni á móti West Ham (held ég), þegar við verðum búnir að vinna hann þá erum við komnir í 2. sætið (miðað við núverandi stöðu) aðeins 4. stigum á eftir Arsenal : )
    Svo var einhver að segja að tímabilið væri búið hjá okkur…..piffft…amatörar : )

  12. ég eyrnamerki þetta frekar endurkomu Torres… en vissulega hefur Gerrard farið hressilega í gang… það hefur verið hrein unun að fylgjast með frammistöðu þessara tveggja manna í síðustu leikjum

  13. Takk fyrir góðann pistil.

    Við höfum á að skipa BESTA MARKMANN Í HEIMI, BESTA VARNARMANN Í HEIMI, BESTA MIÐJUMANN Í HEIMI OG BESTA FRAMMHERJA Í HEIMI er einhver ósammála þessu?

    … við getum svo bætt inní þeim næstbestu og við höfum nóg af þeim líka 😀

    AVANTI LIVERPOOL

  14. Drengir, núna er ég búinn að fá nóg af honum Henry Birgi og blogginu hans. Í gær fullyrðir hann að Liverpool geti ekki unnið stórsigra nema með mútum og í dag segir hann að Kapteinn Ofurbrók sé svindlair.
    Hann er með einhverja komplexa þessi drengur og ég legg til skipulagða árás á bloggið hans. Hvernig eigum við að standa að þessu?
    Sjá: http://blogg.visir.is/henry

  15. leyfum henry bara að væla í friði. sáuð þið þetta ekki alveg fyrir eða? mynstrið er auðlesanlegt og 5 ára krakki gæti séð hvað er að hrjá stuðningsmenn annara liða! menn eru orðnir skíthræddir við þetta flug sem liverpool er á, en það er allt gott og blessað og eðlilegt að mínu mati. menn mega dæla inn vídjóum af gerrard og segja að hann sé hræsnari og koma með ómálefnalega umræðu um liverpool-besiktas leikinn, við höfum það gott sem stuðningsmenn liverpool og getum einbeitt okkur af því að horfa á okkar lið og njóta þess. við erum að koma sterkir inn og ógna þessum 3 liðum allverulega og þeir eru orðnir skelkaðir, og ekki bara þeir heldur pressan líka.

    svona pistlar eins og frá henry eru aumkunarverðir og erfitt að taka mark á honum sem blaðamanni þegar hann kemur með svona kjánalegar færslur … maður hlær bara af þessu 😀

  16. Lang best að láta Henry bara í friði. Ég er löngu hættur að nenna að lesa síðuna hans. Hann er svo fáránlega ánægður eitthvað með sjálfan sig að það hálfa væri nóg, egóið hjá þessu besserwisser skín í gegn í hverri einustu færslu. Seinast þegar ég las síðuna hans var hún uppfull af hrósi eða lasti á umgjörð handboltaleikja og þá skipti hann mestu máli hvar hann fékk mest af kóki, sælgæti og pizzasneiðum.

    Ignora bara síðuna hans, það er best.

  17. En Henry er united maður að mér skilst og talar um hræsni í Gerrard og kemur með þetta myndband….En sá einginn hitt myndbandið sem einhver skellti þarna inn..Top 30 ronaldo dive:)

    http://youtube.com/watch?v=QB6Cd87s2D0&feature=related

    Talandi um að hafa svindlara í sínu liði…Og þarna er bara talað um top 30..

    En samt held ég að meigin ástæðan fyrir því að hann bloggaði um þessa hræsni er sú að í blogginu á undann þá var hann að tala um svokallaða (múturhneigsli) og viðbrögðin frá sumum Liverpool mönnum voru bara það hörð að hann skellti þessu um hann Gerrard inn bara til að bögga okkur.Hann fann þetta á united spjallinu um hann Gerrard og varð bara að hella smá bensíni á eldinn

  18. Eitt sem mér finnst gæti hafa haft áhrif á gengi liðsins og núna verða margir frústreraðir á endalausri rotation umræðu. Ég er nú ekki með statístíkina á hreinu en er Benitez karlinn ekki búinn að rótera minna með liðið upp á síðkastið? Sérstaklega finnst mér miðjan búinn að vera svipuð upp á síðkastið, meint á þann hátt að einn daginn er það Gerrard/Mascherani og næsta Alonso/Sissoko.

    Afsaka umræðu um rotation 🙂

  19. Æji, sleppum þessari Henry umræðu. Mér finnst hann vanalega fínn (og þá sérstaklega í tengslum við NFL leiki), en þessar færslur eru vægast sagt hallærislegar og á svipuðum nótum og þær á Andfótbolta.

    Við gætum gert svipað og komið með færslur þar sem segir að “Ronaldo sé ljótur aumingi og svindlari (ha ha ha)” og um leið og Man U menn byrjuðu að segja að þetta væri ekki rétt, þá gætum við kallað þá húmorslausa vælukjóa.

    Þannig að það er best að halda sér fyrir utan slíkar umræður.

  20. Nei Dagur, ekki alls kostar rétt. Tók þetta aðeins saman. Hrinan okkar byrjaði eftir Blackburn leikinn:

    Blackburn -> Besiktas = 4 breytingar
    Besiktas -> Fulham = 0 breytingar
    Fulham -> Newcastle = 6 breytingar
    Newcastle -> Porto = 4 breytingar
    Porto -> Bolton = 4 breytingar

    Eina skiptið þar sem hann breytti óeðlilega litlu, þá áttum við í mesta strögglinu og ekkert gerðist fyrr en hann var búinn að skipta varamönnunum inná.

    Varðandi miðjuna, þá eru það 4 menn sem eru búnir að spila í þessum leikjum á miðri miðjunni (í einum þeirra voru þeir þrír inná).

    Gerrard – 5 leikir
    Javier – 3 leikir
    Lucas – 2 leikir
    Sissoko – 1 leikur

    Þannig að ég held að Rafa sé trúr sinni rotation taktík.

  21. Strákar come on (varðandi Henry). Ekki láta hann æsa ykkur upp með svona augljósu wind up.

    Ég er ekki frá því að ég hefði gert það nákvæmlega sama, það er miðað við viðbrögðin sem hann fékk við fyrri færslunni var alveg borðleggjandi að skvetta slatta bensíni á eldinn með þessu Gerrard video-i.

    Á milli United og Liverpool er heiðvirt hatur og hressilegur rýgur og ég sé enga ástæðu til að fara hætta því, fyrir utan að bróðurpartur þeirra United manna sem ég þekki er jafn “sorglegur” og Henry Birgir er búinn að vera í síðustu 2 færslum, án þess að maður hafi lent í teljandi vandræðum með að svara fyrir mig 🙂

  22. Besta svarið við þessu er að BROSA og HLÆJA :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D OG FYRIR ALLA MUNI HAFA GAMAN AF ÞVÍ ÞEGAR MENN SÝNA SINN INNRI MANN EINS OG HANN

    AVANTI LIVERPOOL UM ÓKOMNA TIÐ MEÐ RAFA Í HJARTA

  23. Afhverju að fara yfir höfuð inná síðuna hans Henrys. Maðurinn virðist svo uppfullur af sjálfum sér að það hálfa væri nóg. Þessi sælkera síða hans um kaffidrykkju og kökuát íþróttafréttamanna er í besta falli brosleg. Þá vel ég nú frekar að horfa á Jóa Fel ef ég vill kynna mér bakstur eða önnur heimilsstörf. Annars er ég lítill sælkeri og mér er alveg sama hvað ég set ofaní mig, hvað þá íþróttafréttamenn.

  24. Ég legg til að þið skoðið ummælin hér að ofan og kynnið ykkur viðbrögð mín við svokölluðu „wind-up“ bloggi Henrys Birgis.

    Mín viðbrögð við þessu eru þau réttu.

  25. hehe #30 akkúrat, eða það 🙂

    ….ég skrollaði samt upp og leitaði 😉

  26. Góður Kristján Atli bara góður heheheh 😀

    en ég verð að segja eitt, ég hef aldrei áður nennt að leita eftir einhverju á “youtube” en ákvað núna réttáðan að prufa og viti menn það er með hreinum ólíkindum hvað mikið er til af óförum okkar mannanna og annar VÁÁÁÁÁÁÁÁ ég ætla ekki að hella mér útí þá ummræðu, læt myndböndin tala sínu máli segi nú bara eins og amma gamala “JESÚS MINN OG ALLIR HANNS VINIR”

    AVANTI LIVERPOOL UM ÓKOMNA TIÐ MEÐ RAFA Í HJARTA OG EINNIG http://WWW.KOP.IS

  27. Fyndið að honum sé sama hvort hann skori meiri en lampard og Fabregas og Scholes og allir þeir gaurar ef liverpool lendi fyrir ofan á töflunni. Það hefur hversu oft gerst á seinustu árum?

  28. Og af hverju er það fyndið Davíð? Finnst þér persónulegur sigur koma framar en velgengnin liðsins? Heldur þú að hann fái einhvern bikar eða verðlaunapening fyrir það að skora fleiri mörk persónulega en þessir upptöldu leikmenn?

    En fyrst þú spyrð, þá hefur liðið hans lent tvö síðustu ár fyrir ofan Arsenal.

  29. Bara flottur pistill og ekki myndbandið af fyrirliðanum til að skemma það.
    Ekki þarf að kvarta við erum að láta verkin tala 🙂

  30. Þetta myndband og þetta blogg þ.a.l. er bara grín það er væntanlega ekki til leikmaður sem hefur ekki gert neitt af sér tæki alltof langan tíma að telja þá alla upp en það toppar þó enginn Suður-Ameríkubúana Messi og Maradona með hönd/hendur guðs og síðan Rivaldo með hið heimsfræga högg í lærið nei úps andlitið og núna Dida í CL. Finnst líka gaman hvað Man jú menn eru fljótir að rakka Gerrard niður, en ég segi nú bara eins og máltækið góða segir
    Fólk sem býr í glerhúsum…..ætti ekki að ganga um nakið.

  31. Þetta verður skrýtinn pistill. Emotions og rugl.

    SSteinn. Takk fyrir að nenna að taka saman statistíkina. Það er merkilegt hvað lítið þarf til þess að láta aðra vinna svona vinnu fyrir sig. En, og núna vill ég bara starta umræðu um Captain Fantastic, er Gerrard ekki búinn að spila allt aðra rullu þegar Alonso er búinn að vera meiddur? Ég er mikill Alonso aðdáandi en hef samt alltaf verið skeptískur á þann hátt að ég er viss um að hann og Gerrard eigi heima í sama liði. Hvað finnst mönnum um það? Mér finnst líka ekki rétt að byrja tölfræðina við einhvern ákveðinn leik, heldur frekar við hvenær meiðslahrinan mætti. Mér fannst Liverpool spila t.d. virkilega vel í Tottenham leiknum, en virkilega óstillt vörn gerði það að verkum að við unnum ekki þann leik. Þannig get ég argumenterað fyrir því að meiðslin neyddu Benitez til þess að organisera allt öðruvísi upp.

    Punkturinn sem ég er að reyna að komast að er sá: Upp á síðkastið (líka þegar Liverpool var að gera asnalega jafntefli og tapa fyrir Marseille) þá hefur það verið augljóst hver THE Midfield General á að vera = Gerrard. Ef Alonso hefði verið tiltækur þegar Liverpool spilaði ekki nógu vel, þá hefði Alonso líklegast fengið rulluna sem General. Ég er mikill Benitez maður og styð hann 100% í rotation hugsun, en þegar það kemur að spænu liðsins þá finnst mér hann stundum hafa verið of grófur.

    Þegar Alonso kemur tilbaka þá er ég hræddur um að þetta ruglist aftur. Mér hefur nefnilega oft fundist, þegar Gerrard og Alonso spila saman, þetta vera óljóst. Þess vegna spurði ég líka lesendur þessarar síðu hvaða miðjupör maður vill sjá, því að mig hlakkar pons til að sjá Alonso spila með Leiva.

    Hvað finnst mönnum um þetta mas?

    Já störtum umræðu um liðið okkar. Leyfum einhverjum Henryum (óheppinn með nafn) að fr** sér að gömlum aukaspyrnum teknum af Beckham í friði. Umræðu um MancWankers á ekki að eiga sér stað á þessari síðu(afsakið orðbragðið).

    Byrjum að tala og diskutera Liverpool. Mér finnst persónulega umræðan á þessari síðu í heimsklassa og þar sem ég bý í útlöndum þá þarf ég að eyða miklum tíma í það að þýða umræður fyrir Liverpool vini, en plís hættum að tala um eitthvað gjörsamlega ónýtt moggablogg. Tölum um : Af hverju heldur þú með Liverpool?

    Ég held með Liverpool út af því að Fernando Torres, eftir að hafa verið straujaður á hægri kantinum rýkur upp úr tæklingunni og ætlar að halda áfram einungis til þess að heyra flautuna. Ég held með Liverpool út af því að ég sé ekki allt liðið storma dómarann þegar dæmt er á móti þeim og ég þarf ALDREI að skammast mín fyrir framgöngu liðsmanna á vellinum. Þegar Liverpool tapar leik þá er það út af því að þeir spiluðu ekki nógu vel. Punktur.

    Ég hef aldrei séð Liverpool vinna deildina og myndi deyja sem stoltur fan án þess. Auðvitað snýst Liverpool um það að vinna titla, en ef það á að gerast með rúllumháttum Mancs eða sífelldu nöldri Arse þá tek ég frekar glory í dauðann.

    Victory is for the moment. Glory is forever.

  32. Virkilega gott innlegg Dagur og ég er þér hjartanlega sammála um að mér gæti ekki verið meira sama þótt einhver sem titlar sig sem “íþróttafréttamann” á Íslandi, sé með einhvern skít á sinni bloggsíðu. Hef ekki tekið mark á þessum blaðamönnum, og þetta dæmi skipti engu þar um.

    Ef eitthvað er, þá styrkist maður í trúnni við að sjá og heyra einhverja Mancs hella úr sínum viskubrunnum.

    Ég er reyndar á því að Stevie og Xabi geti vel spilað vel saman, en það reyndar bakkar þína kenningu ágætlega upp að þegar Stevie var tábrotinn, þá gekk bara skratti vel með Xabi á miðjunni.

  33. Jámm, glæsileg síðustu tvö innlegg frá Degi og SSteina en mér finnst reyndar Meistari Alonso og King Gerrard geta spilað saman. Það hefur oft virkað vel, voru þeir ekki saman á miðjunni gegn Arsenal þegar Xabi brotnaði aftur?

    Báðir frábærir leikmenn náttúrulega en held það væri vissulega fróðlegt að sjá:
    Gerrard
    Alonso – Lucas
    útfært í 4-3-3 kerfinu með Torres frammi, Babel og Benayoun/Pennant á köntunum.

  34. Menn eru svolítið að misskilja. Steven Gerrard hefur margoft komið fram og sagst vera á móti dýfingum en stundar þær svo sjálfur. Það gerir hann að hræsnara og því koma Ronaldo, Drogba og Messi þessu máli ekkert við.

  35. Flottar pælingar hér eins og alltaf á þessari toppsíðu. Málefnalegt og heilbrigt blogg. Ekki mikið af því í gangi…(hmmmm…. Henry Birgir…). Allavega hef ég hamrað á því ,þegar ég hef commenerað hér, að L’pool liðið sé í titilbaráttu á meðan liðið er stutt frá Man U og Chelsea. Persónulega held ég að Arsenal nái ekki að halda þessu tempói. Gerrard hefur heldur betur stigið upp. Hann virkar ánægður og ákveðinn. Þegar hann virkar svona á vellinum spilar hann vel, það er staðreynd. Athyglivert að liðið er að spila frábæran bolta án Alonso og Agger. Sérstaklega finnst mér gamli maðurinn Hyypia eiga hrós skilið. Of hefur hann verið skotinn niður en sá hefur sýnt að lengi lifir í gömlum glæðum. Leikurinn gegn Reading er mikilvægur, við eigum að vinna hann m.v. að allt sé eðlilegt. Síðan er úrslitaleikurinn við Marseille. Ef Gerrard heldur þessu formi hef ég engar áhyggjur af þeim leik. Núna er momentið. Ef liðið heldur þessum dampi erum við klárlega meistara kandídatar. Það er ekki flóknara en það.

  36. magggi, þú ert að misskilja. Að láta sig falla þrisvar á næstum 10 ára ferli er ekki “að stunda dýfingar”. Maður eins og Ronaldo sem lætur sig falla í öðrum hverjum leik er “að stunda dýfingar”. Það væri gaman að vita hvað Gerrard hefur fengið mörg spjöld á ferlinum fyrir leikaraskap, ég allavega man ekki eftir neinu. Einnig væri gaman að vita hvenær Liverpool leikmaður fékk síðast gult spjald fyrir leikaraskap. Magggi, ert þú rétti maðurinn til að tjekka á þessu fyrir mig?

  37. Bjöggi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Ronaldo er mun verri þegar kemur að þessum svokölluðu dýfingum og hefði ég kannski mátt nota önnur orð en “að stunda.” Gerrard er engu að síður hræsnari. Að gera eitthvað sem maður hefur opinberlega talað gegn þrisvar sinnum er hræsni.

    Varðandi þessi gulu spjöld. Afar sjaldan eru menn að fá spjöld fyrir leikaraskip. Menn komast mun oftar upp með það að láta sig detta heldur en öfugt. Ég er ekki þinn maður, þegar kemur að þessari leit. Ég var einfaldlega að benda á að Gerrard hefur gert sig saka um hræsni og það sýnir umrætt vídjó.

  38. Ég held að Gerrard og Alonso séu frábærir saman á miðri miðjunni – er fólk búið að gleyma hvernig við vorum að spila í byrjun tímabilsins!

    Minni sérstaklega á leikina í ár á móti Chelsea og Arsenal. Við slátruðum Chelsea með þá á miðjunni. Við vorum búnir að vera að spila illa í leikjunum fyrir Arsenal leikinn en síðan kom Xabi inn í liðið og við vorum nálægt því að vinna þá.

  39. Magggi það er líka hægt að færa sönnur á það að það séu allir hræsnarar. Ferguson er hræsnari, Benítez er hræsnari, ég er hræsnari, þú ert örugglega hræsnari. Hefur þú ávallt 100% fylgt þeim gildum sem þú trúir á? Mér finnst hreinlega magnað að sjá (tek það fram að ég veit ekki hverra manna þú ert) Mancs stuðningsmenn úthrópa Stevie sem hræsnara. Þetta með nektina og glerhúsið á vel við. Ég er ekki að halda því fram að Stevie sé heilagur, langt því frá. En þeir sem vilja kalla hann hræsnara ættu að líta sér nær.

  40. Rétt er það, SSteinn, að það sé hægt að sanna á einhvern hátt að allir séu hræsnarar. Það er samt á misalvarlegu stigi hjá hverjum einstaklingi. Það breytir því líka ekki að mér finnst fáranlegt að segja við fjölmiðla “ég er á móti leikaraskap” þegar þú hefur sjálfur látið þig detta. Ég styð ekki Liverpool og ekki ManU heldur en í því liði sem ég held með eru alveg karakterar sem hafa gert sig saka um einhverskonar svindl (eins og að láta sig detta). Ég lít ekkert framhjá því…en það er alveg tvöfalt verra þegar menn, í þessu tilviki Steven Gerrard, eru að spila sig sem einhverskonar talsmenn gegn svindli. En svona er þetta bara. Hef ekkert persónlega á móti Gerrard og margir verri en hann þegar kemur að óheiðarleika, fáir betri en hann í fótbolta. Fannst þetta video hinsvegar alveg eiga rétt á sér en hinsvegar var hin færsla Henry um Liverpool-Besiktas allt annar handleggur. Hún var hlægileg.

  41. Ég hef oft í gegnum tíðina séð að það eru tvær hliðar nánast á öllu.Leikaraskapur eða ekki?Fowler var fyrir mörgum árum að spila og var inni í vítateig í sókn með boltan og varnar maður í honum,þegar að hann fellur,hann stóð strax upp og gaf til kinna að hann hefði dottið ,en ekki verið feldur.Deginum eftir voru ensku blöðin að dásama Fowler fyrir drengskap.Ég hef oft pælt í því hvað var Fowler að gera .Var hann með drengskap eða var hann að segja við dómarann þettað var ekki dífa hjá mér .Eins er þettað oft sem maður veit ekki hvort að leikmenn eru með leikaraskap eða eru að detta út af því að þeir misstigu sig eða renna til eða bara feldu sjálfan sig.Við sem erum að horfa á segjum oft um mótherja þettað var leikaraskapur,en þegar að okkar menn eiga í hlut þá er oft sagt hann rann eða eitthvað því um líkt.En það er pottþétt að þegar að maður dettur,(út af engu eða leikaraskap)og lítur betl augum á dómarann ,þá er það, tja; leikaraskapur.Takk fyrir, en langaði bara að tjá mig um þettað

  42. Ég er nú svo vitlaus að ég vil eiginlega frekar hafa Alonso á miðjunni heldur en Gerrard. Hafa Alonso + Mascerano/Lucas (bara alls ekki Sissoko) saman á miðjunni með Gerrard út á kannti eða fyrir framan í free role.
    Þetta er reyndar mjög mismunandi eftir leikjum.
    En ég er líka á því að Gerrard og Alonso passi oft mjög vel saman í miðjunni líka. Við eigum bara alveg fáránlega marga möguleika í liðsuppstillingum.

  43. Gerrard og Alonso virka að mínu mati. Hvernig hefur miðju-battlið farið þegar þeir 2 eru á miðjunni í stórleikjum? Nákvæmlega.

    En auðvitað er þetta misjafnt eftir andstæðingum hvernig miðjan er, en að hugsa til þess að við höfum þarna 3 heimsklassa miðjumenn + einn efnilegasta miðjumann enska boltans, er mjög ljúft 🙂

    og hvað varðar gott form Gerrards, við vitum það að Alonso á að vera “playmakerinn” á miðjunni og Gerrard þá meira frjáls aðeins fyrir ofan hann, en ég held að það dragi ekkert úr markaskorun fyrirliðans þegar Spánverjinn kemur aftur. málið er bara það að hann er í fanta-formi og þegar þú byrjar á svona hrynum þar sem þú skorar fullt af mörkum, þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa sterkara inn og hann heldur áfram að vera yfirvegaður fyrir framan rammann og skora. ég ætla því að spá því að gerrard haldi sínu striki hvað varðar markaskorun, þó hlutverk hans vissulega breytist við endurkomu Alonso.

    ég persónulega er með kenningu um Gerrard. Hún hljómar þannig að Gerrard spilar best þegar mikið mæðir á honum og þegar mesta pressan er. Alonso hefur verið meiddur og Gerrard spilað rosalega mikið í vetur. Hann hefur spilað 20 leiki núna og spilað þá flesta heila. Hvernig fór þegar við vorum ráðalausir í Istanbúl, Cardiff? Kom hann þá ekki og reddaði okkur? Mikil pressa, allt virðist vonlaust og ekkert að gerast, enn og aftur, ég er ekki að þakka honum einum þetta, en til að koma ragettu á loft þarf oft að kveikja í henni…

    en ég hlakka hins vegar mjög mikið til næsta leiks og vonandi að liðið haldi áfram að krúsa 😉

  44. Eg sjálfur í # 50: “Alonso hefur verið meiddur og Gerrard spilað rosalega mikið í vetur. Hann hefur spilað 20 leiki núna og spilað þá flesta heila.”

    þarna er ég að meina að það hefur mikið mætt á Gerrard, bara svona þannig það fari ekki framhjá neinum. Það mun (held ég, sjá rökstuðning í #50) samt ekki draga úr markaskorun hans þótt Alonso komi inn.

  45. Mig langar að leggja aðeins orð í belg um dýfingar. Mér finnst menn oft vera ansi fljótir til og dómharðir þegar leikmenn detta, að því er virðist við litla snertingu. Þeir sem hafa spilað fótbolta vita að ef maður er kominn á sæmilega ferð, eða er að reyna erfiða hluti (s.s. stinga sér framhjá varnarmanni) þarf snerting ekki alltaf að vera mikil til að maður missi jafnvægið og detti, þó þeim sem lýsa í sjónvarpi finnist það ástæðulaust. Ég get ekki skilið hvað menn eru alltaf snöggir að slá því föstu að um óheiðarlegar dýfingar sé að ræða þegar menn detta við slíkar aðstæður. Þetta á jafnt við alla leikmenn, hvort sem þeir heita Gerrard, Ronaldo eða eitthvað annað. T.d. fannst mér ansi hart að Ronaldo skyldi fá gult spjald á móti Fulham um daginn (og verð ég þó seint talinn í hópi dyggustu aðdáenda hans eða hans liðs), þegar greinilega var um snertingu að ræða, þó lítil væri. Það þarf ekki mikla snertingu til að koma manni úr jafnvægi þegar hann kemur á fullri ferð og stekkur yfir liggjandi markmann. Öðru máli gegnir um þau tilfelli þar sem augljóslega var ekki um snertingu að ræða, um þau þarf ekki að hafa mörg orð og því miður eru allt of mörg dæmi um slíkt. Fyrst hér er verið að ræða um Steven Gerrard er rétt að taka fram að ég held að hann komi ekki við sögu í mörgum þeirra tilfella, ef nokkrum.

  46. Þreytt þessi umræða um dýfingar, en ég er sammála Sigga með það að þegar menn eru komnir á fleygiferð þarf ekki nema örlitla nær ósýnilega snertingu til að lappirnar flækist fyrir fólki. Þetta vídeó með 30 Ronaldo-dýfingum er t.d. með mjög mörgum svoleiðis dæmum. Það er hins vegar þegar menn fara að ýkja þessar aðstæður, kasta sér upp í loftið og taka þrefaldan snúning í loftinu sem maður fær óbragð í munninn. En talandi um Ronaldo, hér er yndislegt dæmi um það þegar hann dettur án þess að nokkur maður fari í hann… 😀 😀 😀

  47. Mig langar að leggja aðeins orð í belg um dýfingar. Mér finnst menn oft vera ansi fljótir til og dómharðir þegar leikmenn detta, að því er virðist við litla snertingu. Þeir sem hafa spilað fótbolta vita að ef maður er kominn á sæmilega ferð, eða er að reyna erfiða hluti (s.s. stinga sér framhjá varnarmanni) þarf snerting ekki alltaf að vera mikil til að maður missi jafnvægið og detti, þó þeim sem lýsa í sjónvarpi finnist það ástæðulaust

    Já, ég er að mörgu leyti sammála þessu. Maður dettur vissulega mjög oft í fótbolta án þess að vilja fá eitthvað fyrir það. Það er aðallega þegar að menn gera sér upp meiðsli eða krefjast þess við dómara að fá eitthvað útúr málinu, sem að fer í taugarnar á mér.

  48. Málið er bara að t.d bæði ronaldo og drogba eiga ekkert inni hjá dómurunum,og ronaldo getur bara sjálfum sér um kennt að hann fái ekki að njóta vafans í svona tilfelum eins og gerðist á móti fulham,það sést bara greinilega í þessu myndbandi eða heilmildaþætti mætti frekar kalla þetta og það bara 1 sería af mörgum um 30 flottustu dýfurnar hanns ronaldo að maður sem er svona rosalegur svindlari eins og sást svo greinilega í síðustu dýfunni að hann á bara ekkert skilið að fá eitt né neitt dæmt sér í hag…Svona menn eins og hann eiga bara ekki að fá dæmdar aukaspyrnur sér í hag sama hvort brotið hafi verið á honum eða ekki,þá kannski fattar hann það að kannski sé bara betra fyrir hann að hætta að svindla og reyna að blekkja dómarann trekk í trekk og standa bara í lappirnar en ekki kasta sér marga hringi í loftina og horfa á dómarann í leiðinni,þá kannski fer hann að fá þessi vafaatriði dæmt sér í hag…..

    ronaldo og drogba hafa bara eingannveginn efni á að byðja um hitt eða þetta,mannorð þeirra er ónýtt gagnvart þessu og þeir verða bara væla í sér sjálfum en ekki seigja að þetta hafi verið víti eða þetta hafi verið aukaspyrna við aðra því það tekur einginn mark á þeim

  49. Það vita það allir sem hafa spilað fótbolta (eða bara hlaupið yfir höfuð) að þegar þú ert á mikilli ferð og misstígur þig eða einhver rekst í þig eða hvað sem er það skiptir ekki máli, en þá áttu að standa upp og halda áfram en ekki biðja um sjúkrabörur og heimta síðan rautt spjald.
    En varðandi Fulham-Man U þá var þetta greinileg snerting þegar Ronaldo fékk gulu spjaldið en er ég einn um það að finnast að hann ætti að fara í bann fyrir að klappa fyrir dómarunum?

  50. Já ef dómarinn spjaldar hann ekki ætti aganefnd knattspyrnusambandsins að gera líka það hefði ekki getað komið betra tækifæri og mun líklega ekki koma þ.e.a.s. að taka Ronaldo og refsa honum eftir leik það hefði sýnt mönnum að sá leikmaður sem hefur komist upp með mest (ásamt Drogba skal viðurkenna það) er ekki undanskilinn vanvirðingu við dómarinn og ætti að senda skýr skilaboð um að það er dómarinn sem ræður, virkilega lélegt af þeim að láta þetta bara “slide-a”

Hobbs er tilbúinn í slaginn.

Bragðpróf