Portsmouth á morgun

Þessi upphitun er seint á ferðinni og verður í styttra lagi. Við biðjumst velvirðingar á því. En allavega, Liverpool ferðast á morgun lengst suður í rassgat og heimsækir spútniklið Portsmouth á Fratton Park í þriðju síðustu umferð Úrvalsdeildarinnar. Portsmouth-liðið hefur átt gott tímabil, en eftir að hafa rétt sloppið við fall í fyrra hafa þeir verið í hópi sex efstu liða í nær allan vetur og eiga góða möguleika á Evrópusæti. Liðin mættust í haust á Anfield en sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Liverpool-liðið er í þriðja sæti eins og er, fjórum stigum á undan Arsenal þegar þrír leikir eru eftir, og þar sem þessi útileikur við Portsmouth (eins langt ferðalag og hægt er að fara frá Liverpool innan Englands) kemur inn á milli leikjanna tveggja við Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er nokkuð ljóst að Rafa mun skilja lykilmenn eftir heima.

Í ljósi þess gæti ég trúað því að liðið sem við sjáum á morgun yrði eitthvað í þessa veru:

Dudek

Arbeloa – Hyypiä – Paletta – Riise

Pennant – Sissoko – Zenden – Gonzalez

Bellamy – Fowler

BEKKUR: Reina, Agger, Mascherano, Peltier, Crouch

Ef við leiðum líkum að því að Carragher, Gerrard, Alonso og Kuyt byrji á þriðjudag fá þeir langa hvíld á morgun, á meðan þeir Reina, Agger, Mascherano og Crouch byrja á bekknum. Það eru átta stöður byrjunarliðsins í seinni leiknum gegn Chelsea sem fengju mikla eða algjöra hvíld á morgun. Þá gæti ég séð Arbeloa, Riise og Pennant bætast við í fullklárt byrjunarlið gegn Chelsea (eða Finnan í stað Arbeloa ef hann verður heill), þannig að ef þetta gengur svona nokkurn veginn eftir hjá mér er ljóst að Rafa nær að hvíla menn heilan helling á meðan Chelsea-liðið þarf að nota alla sína krafta á morgun gegn Bolton í baráttunni við United um Úrvalsdeildina.

Lykilatriðið á morgun verður því sennilega opinn og skemmtilegur leikur gegn liði sem hefur gengið vel á heimavelli í vetur. Við gætum séð mörk á báða bóga og ég veit að ég ætla alltént ekki að stressa mig ef okkar menn tapa á morgun með hálfgert varalið, þótt auðvitað vilji maður vinna alla leiki.

MÍN SPÁ: Ég ætla að segja 2-1 eða 3-1 fyrir Portsmouth. Bellamy, byrji hann inná, gæti orðið okkar helsta vopn eins og venjulega á útivelli gegn liðum sem pressa á okkur (sem Chelsea gerðu ekki á miðv.dag, og því sást Bellamy ekki) og ég gæti séð hann fyrir mér skora, en á endanum held ég að þessi leikur skipti Portsmouth-menn einfaldlega meira máli en Liverpool og því munu þeir hafa þetta.

Vona bara að við fáum skemmtilegan leik, Arsenal tapi stigum um helgina og enginn okkar leikmanna meiðist fyrir þriðjudagskvöldið. Áfram Liverpool! 🙂

10 Comments

 1. Gerrard, Jamie Carragher and keeper Jose Reina will be left at home when the squad travel for the match at Portsmouth.” (via Soccernet)

  Ætli Padelli verði þá ekki bara á bekknum.

 2. Sammála, ekkert stress þótt þessi leikur tapist. Hef góða tilfinningu fyrir seinni leiknum gegn chel$kí og svo skemmir ekki fyrir að unglingaliðið okkar urðu bikarmeistarar með því að vinna manjú á trafford :biggrin:

 3. Já, það hlýtur að vera fyrst Reina er heima. Rafa má eiga það að hann er kaldur. Ef hann tapar á morgun OG gegn Chelsea á þriðjudag verður hann sennilega gagnrýndur fyrir að halda Reina, Carra og Gerrard ekki í leikformi. Vonum að til þess komi ekki. 😉

 4. Fínt að leyfa óþreyttum mönnum að spreyta sig á móti Portsmouth og vonandi gefa þeir sig alla í leikinn þannig að við vinnum hann.
  Maður myndi samt helst vilja spóla yfir þennan leik því maður getur ekki beðið eftir leikinum á þriðjudaginn. Það verður þvílík spenna.
  Síðan finnst mér frábært hjá unglingaliðinnu að vinna í gær. Þeir stóðu sig mjög vel og áttu að klára þetta í leiknum sjálfum enda miklu betri. Maður sá 3-5 framtíðarmenn að spila þarna og það var gaman.

 5. Ég verð að leiðrétta, Portsmouth er ekki rassgat. Það má jafnvel halda því fram að New Forest sé fallegri en Mersey.

 6. Þetta mun verða markaleikur og þrælskemmtilegur. Vitið til… hvort við hins vegar náum að vinna hann er óljóst… vonandi.

 7. Rafa kemur öllum á óvart, Insua í byrjunarliðinu og með Hobbs og El Zhar á bekknum.

  Leikurinn er skyndilega orðinn mjög áhugaverður!!

Smá vandamál

Liðið gegn P’mouth – Insua byrjar!