beach
« Liðið gegn Portsmouth | Aðalsíða | Samningaviðræður við Reina »

29. nóvember, 2006
L'pool 0 - P'mouth 0

Ja hérna. Í kvöld tóku okkar menn á móti Portsmouth á Anfield í Úrvalsdeildinni og þrátt fyrir að hafa haft yfirburði á vellinum nær allan leikinn og sótt án afláts tókst okkar mönnum ekki að skora og niðurstaðan því grátlegt 0-0 jafntefli.

Eftir meiðsli miðjumanna á undanförnum dögum gerði Rafa það sem flestir bjuggust við og setti Jamie Carragher á miðjuna. Liðið í dag var sem hér segir:

Reina

Finnan - Hyypiä - Agger - Riise

Pennant - Gerrard - Carragher - García

Crouch - Kuyt

Bekkur: Dudek, Paletta, Guthrie, El Zhar, Fowler.

Í fyrri hálfleik fannst mér okkar menn spila virkilega góða knattspyrnu. Við vorum að sækja upp báða kantana og sérstaklega var Jermaine Pennant að fá gott pláss upp hægri kantinn. Oft var þó eins og síðasta sendingin væri óvönduð eða að kæruleysi einkenndi leik liðsins upp við vítateig Portsmouth-liðsins. Gestirnir stilltu upp svipað og við höfum verið að sjá aðkomulið stilla upp á Anfield nýlega, með einn framherja og svo mjög varnarsinnaða miðju þar fyrir aftan. Þeir voru sterkir líkamlega og náðu að trufla sóknarspil okkar manna allan leikinn.

Mér fannst liðið okkar spila vel í fyrri hálfleik en vera helst til of þolinmóðir varðandi markaskorun. Það er eins og menn hugsi með sér að það liggi ekkert á þótt eitt færi klúðrist, þetta komi á endanum. En í kvöld bara gerðist það ekki. Í síðari hálfleik þéttu Portsmouth-menn vörn sína og í raun fjaraði sóknarleikur okkar manna út fljótlega eftir hlé. Ef ykkur finnst ég vera að sleppa því að tala um dauðafæri leiksins, þá er það af því að þau voru svo til engin. García átti góðan skalla í hliðarnetið í fyrri hálfleik og Gerrard annan slíkan undir lok leiks, en að öðru leyti var lítið í leik okkar manna - þrátt fyrir alla yfirburðina á vellinum - sem benti til þess að þeir væru að fara að skora mark.

Sem sagt, markalaust jafntefli staðreynd og það verður að teljast mikil vonbrigði. Arsenal, Everton, Bolton og Aston Villa töpuðu öll sínum leikjum í kvöld, ef okkar menn hefðu bara náð að skora eitt helvítis mark hefðu þeir farið upp í þriðja sætið í deildinni, tveimur stigum á undan Arsenal sem ættu þó leik til góða. En allt kom fyrir ekki og í staðinn jöfnuðum við Arsenal að stigum í 6.-7. sætinu.

Það er ekki við miklu meira að bæta eftir þennan leik. Dirk Kuyt og Peter Crouch náðu sér aldrei á strik í sókninni í kvöld og þótt Luis García hafi verið næst því að skora hjá okkar mönnum vantar enn töluvert uppá leikformið hjá honum. Jermaine Pennant heldur áfram að njóta góðs pláss á kantinum en það veldur vissulega áhyggjum hversu lítið kemur út úr öllum hans tækifærum. Kannski kemur þetta hjá honum, hann er enn nýkominn til liðsins, en það er oft ansi frústerandi að bíða eftir að hann hrökkvi í gang.

Eini bjarti punktur kvöldsins var sá að þeir Nabil El-Zhar og Danny Guthrie spiluðu sína fyrstu leiki fyrir Liverpool í kvöld. Hvorugur þeirra sá reyndar mikið af boltanum en þetta var þó byrjun og það er vonandi að þeir fái frekari tækifæri í næstu leikjum, í meiðslaveseninu á miðjunni.

Að lokum koma fimm fullyrðingar sem liggja mér á hjarta eftir að hafa horft á Liverpool spila þrjá heimaleiki, halda hreinu í þeim öllum en ná bara að skora þrjú mörk í tveimur þeirra:

  1. Agger, Hyypiä og Carragher hljóta að vera meira með boltann við fæturna en allir aðrir leikmenn Liverpool til samans. Það er áhyggjuefni hversu keimlíka aðferð öll lið nota gegn okkur, eins og menn viti hvernig auðveldast sé að stoppa þetta lið okkar.

  2. John Arne Riise þarf að hætta að reyna að senda boltann upp kantinn í gegnum klofið á andstæðingum. Ég legg til að Rafa sekti hann í hvert sinn sem hann reynir þetta, þetta hefur ekki gengið síðan fyrir páska. Árið 2002.

  3. Reina hefur núna haldið hreinu í fjórum leikjum í röð. Fyrir ykkur Pollýönnurnar þarna úti (og mig líka) þýðir þetta bara eitt: YESSSSSS!!!!!!!

  4. Robbie Fowler er að klárast sem knattspyrnumaður hjá toppliði. Því miður, en svona er þetta bara. Kallinn er á sínu síðasta tímabili hjá Liverpool og ég hreinlega efast um að hann fái fleiri leiki með liðinu eftir að Bellamy kemur til baka eftir réttarhöldin sín. Eigum við að kalla á Sinama-Pongolle tilbaka í janúar?

  5. Pennant, þegar þú ert kominn framhjá manninum er engin þörf á að sóla hann aftur. Og aftur, og aftur, og aftur … líttu bara upp, sjáðu hvar Kuyt er, og gefðu svo helvítis boltann þangað. Í níu af hverjum tíu skiptum sem hann gefur boltann fyrir er hann búinn að mála sig út í horn og þarf að senda fyrir í blindni, þegar hann hefði getað gefið fyrir í góðu rými örskömmu áður. Þetta er fáránlega pirrandi upp á að horfa.

Maður leiksins: JAMIE CARRAGHER. Það er sama hvar goðsögn er látin spila, hún spilar alltaf eins og goðsögn.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:48 | 828 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (46)

Ég veit ekki af hverju, en ég hafði aldrei neinar áhyggjur - ég var alveg handviss um að sigurinn myndi koma. Ég hafði ekki áhyggjur ... ég hafði ekki áhyggjur ... en svo dundu þær yfir mann, svona síðari hluta fyrri hálfleiks. Piri piri kjúklingurinn sem ég hafði eldað mér og byrjaði að borða í byrjun leiks ... hann varð fljótt kaldur og allt varð einhvern veginn svo vont. Ég vildi alltaf trúa að markið kæmi, því mér fannst við eiga það skilið ... en svo komu vonbrigðin. Það var líka einsog væri verið að reyna að gefa okkur extratíma til að skora (2+5 mínútur í extra tíma, sem mér fannst persónulega svolítið mikið!) en þess lengri varð þá bara þjáningin.

Það pirraði mig rosalega hvað Portsmouth menn voru lengi að taka sum innköst (í gamla daga sagði ég alltaf: "einköst" ... ), einnig hrundu þeir átakanlega niður í nokkrum tilfellum og það fór í taugarnar á mér. En það fór samt meira í taugarnar á mér að þolinmæði og skipulag var gjörsamlega horfin hjá okkur, Pennant við það að fjúka út af vegna skapsins og pirringur og trúleysi einhvern veginn ráðandi ríkjum í liðinu. Portsmouth voru leiðinlegir en spiluðu sinn leik virkilega vel - þeir gerðu það sem þeir ætluðu að gera.

Besti punktur leiksins fannst mér samt sá þegar ég gargaði (með kjúklingaleifar í kjaftinum - kaldar) á sjónvarpið á Sol Campbell fyrir að tefja tímann og fara viljandi úr skónum ... og þegar enski þulurinn sagðist ekki hafa séð annað eins og kommentaði: "Sol has lost his sole...", þá fannst mér sá fimmaurabrandari bara svo fyndinn og ég hló upphátt.

Ég ætla samt að Pollýannast núna og segja: Hey, við töpuðum þó ekki! ... Hver veit nema andstæða Pollýönnu birtist síðar í kommentunum? :-)

Klukkan tíu í morgun sagði ég í vinnunni að þetta væri greinilega svona dagur að hann myndi enda á því að Liverpool myndi ekki vinna í kvöld (ég hafði fest bílinn í snjónum, ég hafði áður hellt niður mix-morgundrykknum mínum út um allt eldhúsgólf ... og nokkrir smáhlutir féllu ekki fyrir mér, sennilega kemst kærastan ekki til mín um helgina sökum veðurs ... o.s.frv.)

Just one of those days ... ég er bara feginn að hann er búinn!

Áfram Liverpool!

Doddi sendi inn - 29.11.06 22:55 - (Ummæli #14)

Sá ekki leikinn en vill samt kommenta á einn hlut sérstaklega sem margir hérna hafa tekið undir.

Ég leyfi mér að halda því fram að engir leikmenn í ensku deildinni séu með boltann jafnmikið og miðverðirnir okkar tveir. Það er pínlegt að horfa uppá hugmyndaleysið.

Öll bestu lið veraldar reyna að láta bakverðina bera boltann upp völlinn. Það er oft gert þannig að t.d. hægri bakvörður fær boltann og kemur honum annað hvort á kantmanninn og kemur svo með overlappið eða á annan senterinn sem reynir að liggja eins framarlega og hann getur, helst upp við vítateigshornið og kemur svo með overlappið.

Þetta er í raun ekki flókið en maður sér t.d. manu og Arsenal reyna þetta oft í leik. Takmarkið er alltaf að koma annað hvort bakverði eða kanntmanni upp að endamörkum til að senda fyrir. Í augnablikinu man ég helst eftir Nevill, Beckham og Nistilrooy sem náðu að mastera þetta. Okkur tekst þetta því miður sjaldan aðallega að mínum mati vegna þess að við erum ekki með nógu sterka leikmenn í þetta.

Eins og kemur fram hér að ofan eru miðverðirnir okkar tveir afar mikið með boltann. Ég vil meina að getuleysi bakvarðanna okkar sóknarlega sé hluti af vandamálinu. Hversu oft í leik sér maður t.d. Finnan fá boltann á kantinum horfa fram og senda´nn svo á miðverðina án þess að reyna hitt. Allt of oft.

Kannski er svo líka því um að kenna að sá leikmaður sem á að spila sem stór senter og vera eins framarlega og hann getur er ekkert sérstakur í að halda bolta ofarlega á vellinum og því oft erfitt að finna hann í lappirnar. Hann er jú ágætur þegar hann dettur til baka, enginn miðvörður eltir hann, og hann sendir aftur á miðverðina. Stór senter á að liggja frammi. Halda boltanum þar með miðvörð í bakinu og senda svo boltann á kantmann eða bakvörð sem kemur í overlappið.

Þetta er kannski einföld greining á knattspyrnuleik en kannski á leikurinn ekki að vera svo flókinn.

Annars skelfileg úrslit í keppninni um fjórða sætið.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 29.11.06 23:40 - (
Ummæli #19)

Ég hrósaði Rafa Benitez fyrir að þora loksins að nota 3-5-2 í leiknum gegn Man City. VIÐ UNNUM.

Núna liggur enn eitt liðið í vörn á móti okkur á Anfield. Við förum aftur í 4-4-2. VIÐ GERUM JAFNTEFLI.

Er ekki augljóst að þegar svona marga menn vantar á miðjuna hjá Liverpool þá erum við alveg bitlausir frammá við. Hvernig dettur Benitez í hug að sóknarleikurinn batni ef bæði Carragher og Pennant eru á miðjunni. Einn sem kann ekki að sækja og hinn sem missir boltann frá sér í annaðhvert helvítis skipti, gjörsamlega ekkert jafnvægi. Carragher stóð sig samt vel en maðurinn kann ekki að bera upp hraðar sóknir frekar enn amma mín.

Að sjálfsögðu áttum við að halda áfram með 3-5-2 eða hreinlega 3-4-3, maður þarf fjandakornið ekki 4 varnarmenn til að stoppa 1 sóknarmann andstæðinganna, sérstaklega þegar svona metnaðarlaus skussalið pressa Liverpool ekki fyrr en við nálgumst miðjuna. Önnur lið eru gjörsamlega löngu búin að lesa okkar leik og þessi endalausa passífni í Rafa Benitez er farin að fara mjög mikið í taugarnar á mér. Það er engin furða að við töpum alltaf á útivöllum þegar við hugsum fyrst og fremst um að verjast andstæðingunum. Jafntefli var sama og tap í svona leik. Algerlega til skammar að fara ekki í all-out attack enda sárvantar okkur sigra og sjálfstraust til að draga hin liðin uppi. Rafa fær mikla skömm frá mér fyrir þessa hræðslu. :-)

Pennant er pulsa. PUNKTUR. Riise ræður ekki ríkjum, hann * rækjum ...

Þetta eru hræddir aumingjar allt saman. Líka Rafa Benitez.

Arnar sendi inn - 29.11.06 23:56 - (
Ummæli #23)

Þetta er það sem koma skal hjá þeim liðum sem mæta á Anfield, fyrir utan (ars, man, che). anfield er það sterkt vígi að lið eru auðvitað ánægð með að hanga á jafntefli. Að lið skuli spila með einn frammi, fimm á miðju og massíva 4 mann vörn gegn Liverpool á Anfield á ekki að koma neinum á óvart.

Því spyr ég , afhverju er ekki meiri fjölbreitni í sóknarleik okkar? Meiri hraði ?

Liverpool sækir svo hægt upp völlin að mótherjar þeirra ná alltaf að koma sér í varnarstöðu og loka svæðum. Eins og menn sáu í kvöld.

Á heimavelli gegn liði sem spilar upp á jafntefli verða bakverðir okkar að taka mjög virkan þátt í sóknarleiknum, það er mun erfiðara að verjast kantmönnum okkar ef bakverðirnir eru alltaf að bjóða sig í overlappið.

Allt tal um að Pennant þurfi að aðlagast er með ólíkindum, þessi leikmaður er búinn að spila í úrvalsdeildinni í 5-7 ár að ég held. Vandamálið snýr ekki að aðlögun heldur er þetta spurning um getu. Eins og ég hef marg oft sagt þá er Pennant ekki nógu góður fyrir Liverpool. Það hlakkar ekkert í mér að sjá hann svona slakan eins og hann var í kvöld, því það bitnar á liðinu.

Fowler er kominn yfir það besta, rosalega er kappin slakur, hann hefur ekkert að segja í þessa sterku varnarmenn úrvalsdeildarinnar. Skiptingin á honum og Crouch í kvöld voru mistök að mínu mati, því slakur Crouch er betri en slakur Fowler. Mikið hefði verið gaman að sjá Bellamy spila þar sem allan hraða vantaði í sókn Liverpool.

En stærsta vandamál Liverpool í dag er hugmyndasnauður sóknarleikur.

Krizzi

Krizzi sendi inn - 30.11.06 00:19 - (
Ummæli #26)

Þar sem ég næ ekki að sætta mig hversu slakur Pennant er og hversu ósáttur ég er með kaupin á honum, hef ég ákveðið að taka saman smá pistil um gaurinn (til að losa gremju mína).

Jermaine Pennant er fæddur 1983 sem gerir hann 23 ára gamlan í dag. Hann komst í sviðsljósið 15 ára gamall þegar Wenger keypti hann frá Notts County á 2 milljónir punda, sú upphæð gerði Pennant að dýrasta unglingi Bretlands á þeim tíma. Þetta var árið 1999.

Á sex árum hjá Arsenal náði Pennant aldrei að sanna sig og var aðalega í sviðsljósinu utan vallar. Á þessum tíma spilaði hann 26 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim 3 mörk, þau komu öll í sama leiknum gegn Southampton á tímabilinu 2002/2003.

Arsenal lánaði Pennant fjórum sinnum á þessum 6 árum:

Fyrst var hann lánaður til Watford sem spilaði þá í 1. deildinni, það var tímabilið 2001/2002. Pennant spilaði 9 leikir og skoraði í þeim 2 mörk, ekkert mark lagt upp. Tímabilið 2002/2003 lánaði Arsenal hann aftur til Watford sem voru en í 1. deildinni, þar náði hann að spila 12 leiki en engin urðu mörkin og ekki náði hann heldur að leggja upp nein mörk.

Tímabilið 2003/2004 er sennilega besta tímabil Pennants, á því tímabili var hann í láni hjá Leeds. Hlutur Leeds var samt dræmur þar sem þeir féllu um vorið niður í 1. deild. Pennant spilaði 33 leiki fyrir Leeds og skoraði í þeim 2 mörk og lagði upp 7 mörk.

Tímabilið 2004/2005 fór Pennant í láni til Birmingham, hann spilaði 12 leiki fyrir þá, skoraði ekkert mark en lagði upp 3 mörk.

Í júlí 2005 keypti svo Birmingham Pennant á 3 milljónir punda frá Arsenal.

Á tímabilinu 2005/2006 spilaði Pennant 35 leiki í deildinni og skoraði í þeim 2 mörk, auk þess lagði hann upp 5 mörk. En með deildarbikar og FA bikar urðu leikirnir samtals 45, 3 mörk skoruð og 10 lögð upp. Um vorið féll síðan Birmingham niður í 1. deild.

Sumarið 2006 í júlí ákveður Liverpool að kaupa Pennant á 6,7 milljónir punda (munið að árinu áður hafði Birmingham greitt 3 milljónir fyrir hann). Ekki skil ég hvernig Pennant gat verið meira en helmingið dýrari ári síðar. Ég skil heldur ekki afhverju Liverpool var tilbúið að borga yfirverð á honum (er ekki meira en 4-5 milljón punda maður) þegar yfirlíst stefna LFC er að borga ekki yfirverð og láta ekki draga sig út í neina vitleysu í kaupverðum leikmanna.

Á þessu tímabili hefur lausn LFC við "vandræðum á hægri kanti" spilað heila 13 leiki í deildinni án þess að skora né leggja upp mark. Í það heila hefur Pennant nú spilað 22 leiki án þess að skora mark, að vísu er hann búinn að leggja upp 3 mörk, en 2 þeirra voru í deildarbikarnum gegn mjög svo slökum andstæðingum.

Annað sem ég skil ekki er afhverju Benitez kaus að taka Pennant, mann sem er einn ólíklegasti leikmaðurinn á vellinum til að skora mark, þar sem Benitez leggur mikla áherslu á að fá mörk af miðunni. Hjá öllum betri liðum boltans í dag eru kantmenn þeirra að skora 10-20 mörk á tímabili. Að fá mörk af köntunum er svo gríðarlega mikilvægt, tekur pressuna af sóknarmönnum okkar, meiri hætta af fleiri leikmönnum og skilar liðinu mun fleiri mörkum. Í fyrra skoraði "hægri kantmaður" okkar 23 mörk, auk þess sem Cisse setti meirihluta sinna marka sem hægri kantmaður.

Er von að maður sé svekktur með kaupinn á Pennant, leikmanni sem er klárlega enginn Winner og gefur liðinu ekkert Extra. Ástæða þess að ég tala svona mikið um deildina er sú að Pennant var fyrst og fremst keyptur til að bæta gengi okkar í henni. Hann þekkir vel til hennar og hefur spilað gegn öllum þeim liðum sem við mætum í vetur, því er ekki um aðlögun að ræða hjá honum (harkan, hraðinn, veður ofl.) eins og fyrir t.d. Gonsalez.

Eins og hægt er að sjá í yfirferð minni þá er Pennant góður leikmaður í slöku liði og en miðlungs leikmaður í góðu liði eins og Liverpool er og á að vera.

Krizzi

Krizzi sendi inn - 30.11.06 11:23 - (
Ummæli #36)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·L'pool 0 - P'mouth 0
·Liverpool 1 - Manchester City 0
·L'pool 2 - PSV 0
·Middlesboro 0 - Samansafn af aumingjum í gulum búningum 0
·Arsenal 3 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

Mundi: Ég sé ekki hvað hægt er að græða meira á ...[Skoða]
Einar Örn: >sérstaklega þar sem við erum ekki með s ...[Skoða]
eikifr: Auðvitað eigum við að kalla Pongolle til ...[Skoða]
Óli Fr: SSteinn og Einar Örn, ég held að þeir h ...[Skoða]
Gummi H: Nú er Rafa Benitez í miklum metum hjá mé ...[Skoða]
Einar Örn: Jamm, SSteinn þetta fór óheyrilega í tau ...[Skoða]
SSteinn: Eitt fór alveg óstjórnlega í taugarnar á ...[Skoða]
Seðill: Fatta ekki umræður um að þetta hafi veri ...[Skoða]
Krizzi: Elías, B'ham keypti líka Emile Heskey af ...[Skoða]
Elías Már: Krizzi. Munurinn á kaupverðinu á Pennant ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Samningaviðræður við Reina
· L'pool 0 - P'mouth 0
· Liðið gegn Portsmouth
· Bellamy saklaus!
· Nokkrir punktar
· Portsmouth á morgun

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License