CSKA Sofia á morgun!

Okkar menn eiga seinni leikinn við CSKA Sofia frá Búlgaríu á morgun á heimavelli, Anfield Road, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-1 í Búlgaríu.

Sem sagt, til að vinna þetta einvígi þarf Sofia-liðið að vinna á morgun annað hvort 3-0, 3-1 til að fá framlengingu eða 4-2 (eða 5-3, 6-4 o.sv.frv. … )

Geta þeir það? Þetta lið kann að spila, við sáum það í Búlgaríu, þannig að ef Graz AK gátu unnið okkur á Anfield fyrir nákvæmlega ári síðan geta Sofia-menn það svo sem líka. En geta þeir skorað þrjú mörk á okkur á Anfield? Stutt svar: NEI!

Þannig að það er frekar erfitt að vera að spenna sig upp yfir þessum leik, í hreinskilni sagt. Mér líður eins og ég gæti allt eins eytt tímanum í að velta fyrir mér mögulegum mótherjum í Meistaradeildinni, en það er dregið í riðla á föstudag, í stað þess að eyða tíma í þessa upphitun. Þannig að þetta verður stutt og blátt áfram.

LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:

Reina/Carson

Josemi – Carragher – Whitbread – Warnock

Potter – Alonso – Hamann – Riise
García
Cissé

Með öðrum orðum, Rafa stillir upp sterku liði en hvílir samt lykilmenn. Við vitum að Gerrard er meiddur og ég giska á að hann hvíli einnig Morientes, Sissoko, Zenden, Finnan og Hyypiä – sem hafa allir byrjað síðustu tvo leiki okkar – auk þess sem það kæmi mér ekkert á óvart að sjá Carson fá að spreyta sig í markinu.

MÍN SPÁ: 4-0 fyrir Liverpool. Ég spáði markasúpu sl. laugardag á þeim rökum að okkar menn væru hungraðir í mörk eftir markaleysið gegn Boro. En svo náðum við bara einu marki, úr aukaspyrnu, gegn Sunderland, og því ættu menn að vera orðnir verulega hungraðir núna. Og með stórlið eins og Liverpool er það yfirleitt raunin að því lengur sem líður án þess að liðið rassskelli eitthvað lið, því styttra er í næstu rassskellingu. Og ég væri alveg til í að sjá Sofia-menn komast að því hvar Davíð keypti ölið annað kvöld.

EINNIG MÍN SPÁ: Cissé skorar allavega tvö mörk. Sjáiði bara til. Rafa gefur Morientes frí en setur hann inná í seinni hálfleik í von um að báðir framherjar hans skori – til að drepa gagnrýnina aðeins niður – en aðallega mun hann vona að Cissé sýni mönnum að við þurfum ekki að örvænta. Gleymum því ekki að Cissé er þegar kominn með 4 mörk á þessu tímabili og Morientes 2, en samt virðast ansi margir alveg pottþéttir á því að við séum ekki með neinn framherja sem getur náð 20 mörkum yfir veturinn. Skrýtið, ef þið spyrjið mig.

Allavega, þetta verður kannski ekkert ofboðslega spennandi leikur en hann gæti orðið skemmtilegur. Vonum það allavega! 🙂

5 Comments

  1. Er ekki möguleiki á því að Pongolle og Traore verði á bekknum?

    Þetta verður auðveldur sigur og margir ungir leikmenn fá góða reynslu út úr þessum leik og ennþá aðrir smá boozt fyrir sjálfstraustið!

  2. Nokkrir áhugaverðir punktar af bbc:

    • If Liverpool avoid defeat against Sofia they will stretch their unbeaten sequence in Europe to 14 matches.
    • Only nine clubs have built undefeated sequences of 14 matches or more in the 50 years existence of the Champions Cup/Champions League. The Merseysiders are one of those nine. They managed 14 games without defeat in the competition from 17 September 1980. The sequence of 10 wins and four draws was ended by CSKA Sofia.
    • The Red’s current run is comprised of 10 wins and three draws, the last five of which have been victories. If they make it six successive victories (all qualifying ties) they will achieve the fifth joint longest winning run alongside Manchester United and Leeds.
  3. Já, ég væri til í að sjá Barragan spila í kvöld. Forvitinn að sjá hvað hann getur, úr því Rafa telur hann geta komið beint inn í hópinn aðeins 17 ára gamlan.

    Svo býst ég við að sjá Hamann og Potter, að minnsta kosti.

Baros út = Kuyt inn (Uppfært)

Góðar varaliðsfréttir