beach
« Hyypia skrifar undir | Aðalsíða | Pistill um Le Tallec »

10. ágúst, 2005
CSKA Sofia 1 - Liverpool 3

  • _40676364_morientes203x152.jpg
  • Guess who’s back!
Jæja, þetta var mikill léttir. Liverpool vann CSKA Sofia 3-1 í Búlgaríu í leik, þar sem Liverpool virtist aldrei spila á nema hálfum hraða.

Núna ætti það væntanlega að vera formsatriði að klára seinni leikinn á Anfield eftir tvær vikur.

Það sem enn skemmtilegra er að báðir framherjarnir okkar, Djib og Fernando skoruðu í dag.

Morientes setti m.a.s. tvö mörk, sem er í fyrsta skipti sem það hefur gerst hjá honum með Liverpool.

En allavegana, Rafa stillti upp nokkurn veginn sínu sterkasta liði miðað við þá menn, sem voru heilir:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Warnock

García - Gerrard - Alonso - Riise

Morientes - Cisse

Semsagt, hann spilaði með tvo framherja, sem gæti hafa komið einhverjum á óvart.

En leikurinn spilaðist nokkuð svipað og hinir leikirnir í þessari endalausu forkeppni. Liverpool var mun betra liðið, en samt var spilað á hálfum hraða. Og aftur, þá var vörnin ótrygg á köflum.

Leikurinn hafði verið nokkuð jafn í byrjun, en Liverpool var þó alltaf sterkari aðilinn. Fyrsta markið kom eftir sendingu frá Steven Gerrard. Cisse komst einn inn fyrir og kláraði færið vel. Hans fjórða mark á leiktíðinni.

Fimm mínútum seinna fékk Liverpool svo aukaspyrnu. Gerrard gaf fyrir beint á kollinn á Morientes, sem skoraði. Stuttu fyrir leikhlé komust þó CSKA menn upp vinstri kantinn og gáfu fyrir, þar sem einn þeirra skallaði í netið af stuttu færi. Reina átti ekki sjens, en dekkunin í vörninni var hreinasta hörmung. Finnan lét kantmanninn komast alltof auðvelt með boltann fyrir og Gerrard missti af sínum manni, sem skoraði markið. Vissulega áhyggjuefni hversu auðveldlega við fáum á okkur mörk og Rafa var augljóslega pirraður nokkrum sinnum útí vörnina.

Allavegana, seinni hálfleikurinn var nokkuð svipaður, en Morientes skoraði annað markið af stuttu færi. Morientes hafði átt nokkur færi og brenndi m.a. af í upplögðu færi. En tvö mörk ættu að gera fullt fyrir sjálfstraustið. Ég sagði einmitt við vin minn þegar hann skoraði fyrra markið að hann þyrfti nauðsynlega að skora tvö mörk og það var augljóst að Morientes var virkilega ánægður eftir að hafa sett seinna markið.

Rafa var greinilega nokkuð sáttur í stöðunni 3-1 og hann tók bæði Alonso og Gerrard útaf fyrir Hamann og Sissoko. Antonio Barragan kom svon inná fyrir Morientes (Garcia fór á kantinn og Barragan á kantinn). Því miður sást lítið til hans, þar sem útsendingin frá Búlgaríu datt alveg út. Við sáum þó síðustu mínútuna þegar Reina varði frábærlega frá Sofia mönnum í dauðafæri. Það hefði dofnað verulega yfir manni ef þeir hefðu skorað úr því færi.

Maður leiksins: Það var enginn, sem bar af í liðinu. Warnock og Garcia voru frekar slappir, en annars voru menn nokkuð jafnir. Ég verð þó að velja Fernando Morientes. Hann skapaði sér nokkur færi og skoraði tvö mörk. Góður leikur hjá honum og þetta veit á gott fyrir átökin í deildinni. Við þurfum á Morientes að halda í vetur og þetta er góð byrjun. Munum

En allavegana, góður sigur og Liverpool ætti að klára þetta á Anfield nokkuð auðveldlega. Þrátt fyrir allar dómsdagsspár okkar í fyrra, þá lítur það út fyrir að við séum á leið inní Meistaradeildina að nýju. Það er náttúrulega æði. :-)

En næsti leikur er á laugardaginn gegn Boro í deildinni á Riverside. Það verður erfitt, en það væri fullkomin byrjun að byrja á sigri á þessum velli, sem hefur reynst okkur svo erfiður í gegnum tíðina.

.: Einar Örn uppfærði kl. 22:24 | 565 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (20)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Fulham 2 - Liverpool 0
·Anderlecht 0 - Liverpool 1
·L'pool 1 - Blackburn 0
·Liv'pool 1 - Chelsea 4
·L'pool 0 - Chelsea 0

Síðustu Ummæli

A.Olafsson: Liverpool spilaði ekki á hálfum hraða. Þ ...[Skoða]
BiggiBaros: Já Riise og Garcia voru ekki að virka á ...[Skoða]
broi: Gerrard var besti maður liðsins fannst m ...[Skoða]
árni úrsbekistan: ég er algjörlega sammála agga með kantma ...[Skoða]
Mummi: Þetta fer svolítið eftir því hvernig þú ...[Skoða]
Einar Örn: Jamm, verst að missa af því að sjá Barra ...[Skoða]
Aggi: Það er vonandi að Pepe Reina haldi áfram ...[Skoða]
Sigtryggur Karlssons: Það var ekki bara Gerrard sem klikkaði í ...[Skoða]
Gauti: Menn hafa oft rætt um að tryggja hina og ...[Skoða]
Einar Örn: >Klikkaði útsendingin á Sýn? Jammm, ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Blaðamenn úti að tapa sér...
· Crystal Palace á morgun!
· Rafa jafnfúll og við
· Raven sennilega með á miðvikudaginn morgun
· Mörk?
· Sunnudagshugleiðingar (+viðbót)

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License