Er Dirk Kuijt á leiðinni? (uppfært: líklega!)

Fréttaþurrð síðustu þriggja vikna er búin að vera gjörsamlega fáránleg! Það þarf bara að líta á skrif okkar Einars í júní í fyrra til að bera saman og sjá, sem er, hversu ótrúlega lítið af leikmannaslúðri hefur verið í gangi það sem af er sumri.

Þannig að ég vona að þið skiljið að ég er orðinn örvæntingarfullur að finna eitthvað, bara eitthvað, sem gæti talist líklegt. Þannig að ég skellti mér á hollenska íþróttamiðla og – þar sem ég tala enga hollensku – fékk hjálp frænku minnar til að þýða það sem stóð í þessari frétt: Liverpool wil Kuijt voor 10 miljoen plus Dudek!

Þarna stendur í grunndráttum að Rick Parry sé búinn að hitta Dirk Kuijt og komast að samkomulagi við hann, auk þess sem búið sé að járna út flestalla hluti á milli liðanna tveggja, Feyenoord og Liverpool. Það eina sem er eftir, skv. þessari hollensku frétt, er að sættast á kaupverð. Feyenoord vilja víst fá 15m Evrur fyrir kappann en Liverpool eru bara tilbúnir að borga 10m.

Til að hjálpa samningunum í höfn eru Parry og Benítez hins vegar tilbúnir að láta Jerzy Dudek og a.m.k. einn ungan leikmann (líklegast Tony Le Tallec, mín ágiskun) fylgja með 10 millunum og vonast þeir til að Feyenoord samþykki það tilboð fyrir helgina, svo hægt sé að klára kaupin áður en Rafa og leikmennirnir hefja undirbúningstímabilið á mánudaginn n.k.

Þessi frétt er reyndar frá 17. júní sl., föstudeginum síðasta, og því ljóst að margt vatn hlýtur að hafa runnið til sjávar síðan þessar upplýsingar láku í hollenska fjölmiðla. Og auðvitað gæti maður táknað það að við höfum ekkert frekar heyrt, sem tákn um að illa hafi gengið að semja við Feyenoord. En við vonum það besta. 🙂

Hvað meira getur maður sagt? Það er fokið í flest skjól ef ég er farinn að redda þýðendum fyrir mig til að komast í meira slúður af Liverpool! :p

Ég vona hins vegar að af þessum kaupum verði – ef Reina er að koma í markið er líklega best að Dudek fái að fara hvort eð er – og þótt Le Tallec sé enn hörkuefnilegur þá held ég að Rafa hafi ekki fulla trú á honum og því sé kannski betra að hann fái að fara líka.

Mig langar bara í Dirk Kuijt (eða Kuyt, eftir því hvaða fréttamiðla maður les). Mig dreplangar að sjá þennan leikmann í Rauðu Treyjunni okkar, fallegasta búningi í heimi! Ég er sannfærður um að hann myndi reynast okkur miklu, miklu betri kostur en Peter Crouch!

Slúður, gjörið svo vel. Þetta er kannski langsótt, en þetta er þó eitthvað. Vonandi líður ekki önnur eins gúrkutíðarvika eins og sú síðasta hefur verið … ég mun sennilega fara yfirum og byrja að naga hnén á mér ef, næsta miðvikudag, við verðum ekki enn búnir að kaupa einn einasta helvítis leikmann!

p.s.
Annars las ég það eftir einum á spjallborði YNWA.tv að þegar væri búið að ganga frá kaupunum á Reina, Milito og Zenden og væri bara beðið þangað til í næstu viku, þegar æfingar hefjast og Milito er laus úr Álfukeppninni, með að halda fréttamannafund og kynna þá þrjá. Það yrði fín tilbreyting frá undanförnum vikum – þrír kynntir á einu bretti! 🙂


Uppfært (Kristján Atli): Var að finna aðra frétt FRÁ ÞVÍ Í DAG á sama miðli. Þessi segir að allt sé frágengið og Kuijt muni fara til Liverpool um leið og Feyenoord ákveða hvort þeir vilji 10 milljónir Evra + Dudek eða bara 10 milljónir Evra. Sem sagt, vantar þá markvörð eða ekki?

En allavega … skv. hollenskum fjölmiðlum virðist vera orðið déskoti líklegt að Kuijt verði orðinn Liverpool-leikmaður áður en júnímánuður er úti. Hversu mikil snilld yrði það?!?!?

10 Comments

 1. Já er þessi hollenski svona svakalega góður? Ég hef aldrei séð hann spila.

 2. Líklega þar sem besti framkvæmdastjóri í heimi, virðist hafa gríðarlega mikinn áhuga á kvikindinu.

 3. Ég hef trú á því að það verði blaðamannafundur 1.júlí nk og þar fáum við “slatta” af leikmönnum sem verða “viðraðir” fyrir framan fréttasjúka blaðamenn. Þetta var svona sl sumar líka og við fengum Rafa á svipaðan hátt þeas eftir 1.júlí þar sem allir samningar voru lausir þá og hægt var að brjótast út úr skápnum með fréttina. Zenden losnar t.d. 1.júlí þannig að því ekki að taka “pakkann” á sama tíma?

 4. Það mundi án efa bæta liðið um til muna ef að þessir leikmenn sem að orðaðir hafa verið við okkur munu ganga til iðs við okkur og etv án jafn mikilla meiðsla og á síðasta tímabili (god forbid) og lélegra dómgæslu þá getur Liverpool minkað 37 stiga muninn á Chelsea vonandi niður í 15 eða 10.

  Ég er samt 100% sannfærður um það að Liverpool vantar enn kantmann, ala Shaun Wright-Phillips, því að okkur skortir breidd á því svæði (nema ef að menn hafi þá blindandi trú á því að Nunez sé heimsklassaleikmaður).

 5. Mér líst vel á kauða og já Dirk Kuyt er betri kostur en Peter Crouch… það er pottþétt.

  Vonandi er þetta að gerast. Ég er að fara á límingunum á þessa fréttaleysi. Ég fer á netið á hverjum morgni um leið og ég vakna…….. :confused:

  Það hlýtur bara eitthvað mikið að fara að gerast.
  Miðað við allar yfirlýsingarnar í vetur og vor hjá Rafael Benites….

  Pleaseeeeeeeeeeee……… eitthvað concrete á næstu dögum.

  Hvað haldið þið að sé að gerast með fyrirliðann okkar? Finnst ykkur ekkert skrítið að ekki sé búið að ganga frá þeim málum ennþá????????

 6. Þetta með að engra frétta er að heyra af leikmannamálum og slíku er sennilega vegna þess að menn eru að njóta sumarfrísins. Leiktíðin hjá Liverpool byrjar jú óvenju snemma og því ekkert annað að gera en að njóta þess litla sem fólk fær í frí.

  Leikmannamarkaðurinn er opinn eitthvað fram á haust og svo framarlega sem leikmenn sem munu koma til okkar eru ekki að leika með sínu liði í meistaradeildinni (sem mundi þá gera þá óvirka fyrir okkur – líkt og með Morientes í fyrra) finnst mér þetta bara allt í lagi.

  Fjörið byrjar líklega 1. júlí – þannig að slöppum bara af og slökum á fram til þess !?

 7. Líklega þar sem besti framkvæmdastjóri í heimi, virðist hafa gríðarlega mikinn áhuga á kvikindinu.

  Í fyrsta lagi þá er hann ekki besti framkvæmdarstjóri í heimi, en annars þá hafa allir gert mistök í kaupum á leikmönnum. Síðan hafa alls ekki allir staðið sig.

  Kezman hefur t.a.m. ekki náð að sanna sig hjá Chelsea.
  Morientes hefur ekki verið það sérstakur hjá Liverpool.
  Kluivert sýndi ekki sitt rétta andlit hjá Newcastle.
  Francis Jeffers hjá Arsenal
  Diego Forlan hjá Man Utd.

  Það fer ekki á milli mála að þetta eru allt góðir leikmenn (nema kannski Jeffers), en enginn þeirra stóð eða hefur staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar.

 8. Jæja Pétur jákvæði 🙂

  Benítez ekki besti framkvæmdastjóri í heimi? Okkur finnst það og þá er hann það. Það er alltaf matsatriði hver er sá besti, en hann getur svo sannarlega gert tilkall til þessa titils. Maður sem gerði Valencia tvisvar að meisturum á Spáni á þremur árum (skaut Real Madrid og Barca ref fyrir rass) og það án þess að fá að kaupa alvöru leikmenn og að missa bestu leikmenn liðsins frá sér nánast á hverju tímabili.

  Svo kemur hann til Liverpool, lendir í versta meiðslatímabili sem liðið hefur nokkurn tíman lent í, en kemur samt heim með stærstu dollu í bransanum á sínu fyrsta tímabili og í fyrsta skipti í yfir 20 ár. Sorry, mér finnst Arnor hafa meira til síns máls en þú :biggrin:

  Jú, rétt. Allir hafa gert mistök í leikmannakaupum. Tel samt að Rafa hafi ekki gert stór mistök í þeim málum ennþá. Þeir sem teljast til slakra leikmanna sem hann hefur fengið hafa annað hvort verið frítt, eða þá afar ódýrir og eiga flestir enn eftir að sanna sig (hvort sem það gerist eða ekki)

  Svo að lokum dettur þú í þá gryfju að bera nokkra kappa saman við Fernando Morientes. Munurinn þá þessu er sá að þessir kappar sem þú nefnir hafa allir verið heilt tímabil hjá sínum liðum, tóku þátt í undirbúningstímabilinu og hafa haft sinn tíma í aðlögun. Morientes kemur til Liverpool í janúar og það án þess að hafa neitt verið að spila í fleiri fleiri mánuði. Það er alltaf erfitt að spá fram í tímann hverjir munu “meika” það og hverjir ekki. Mér persónulega finnst þú vera að bera saman epli og appelsínu. Það er í fyrsta lagi hægt að bera frammistöðu Fernando saman við þessa menn þegar hann er búinn að vera í eitt ár hjá félaginu.

 9. Athyglisvert að núna 2 dögum seinna eru Echo að tala á svipaðan hátt um þetta mál.

  Sjá [hér](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15662898%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dclose%2din%2don%2ddutch%2dstriker%2dkuyt-name_page.html). Echo segja að Rick Parry hafi m.a.s. borðað með Kuyt.

  Þetta hlýtur að þýða að Baros muni fara þrátt fyrir allt. Annars erum við fjóra algjöra topp strækera plús sinama pongolle, sem verður súper innan 1-2 ára að mínu mati.

Meira um Meistaradeildina

Leikjalisti