beach
« maí 2004 | Main | júlí 2004 »

30. júní, 2004
Holland í kvöld!

Þar sem í kvöld er stórleikur landsliða er lítið að frétta af Liverpool, annað en hið venjulega slúður og úr-samhengi-teknar tilvitnanir eftir hina og þessa. Til að mynda langar Tomas Rosicky voðalega mikið að komast til Liverpool, þar sem hann getur ekki sofið fyrir æsingi við tilhugsunina um að fá að mata Milan Baros á stoðsendingum allan næsta vetur. Þá virðist Benítez, skv. slúðrinu, ætla að kaupa hálfa spænsku deildina. Hann ætlar m.a. að versla Miguel Angel, varnarsinnaðan miðjumann hjá Malaga, auk þess sem hann ætlar að því er virðist að kaupa Xabi Alonso hjá Real Sociedad og Ruben Baraja hjá Valencía, í sömu stöðu og Miguel Angel spilar. Nú, ef við bætum við Didi Hamann, Danny Murphy og John Welsh ættum við ekki að vera á flæðiskeri staddir hvað miðjuna varðar, hmmm?

Einn er þó miðjumaðurinn sem er ekki á leiðinni til L’pool: Rick Parry segir að L’pool séu alls ekki að fara að kaupa Michael Ballack! Skv. frétt KopTalk.com þá finnst manni líklegast að Ballack hafi í rauninni bara viljað koma því í fjölmiðla að önnur lið en Barcelona væru að eltast við hann, til að setja þrýsting á Barcelona að bjóða betur en þeir hafa verið að gera í hann.

En það þýðir að leikmenn og lið geti notað sér fjölmiðla til að beita þrýstingi á aðra leikmenn og/eða önnur lið? Neeeeeei! Getur ekki verið, er það nokkuð herra Abramovitsj???


Annars er aðeins eitt knattspyrnumál á dagskrá í kvöld og það er stórleikur Portúgala og Hollendinga í undanúrslitum EM 2004. Áfram Holland, það er mitt lið og Einars líka! En þótt ótrúlegt megi virðast þá mun ég ekki horfa á leikinn. Já, ég játa: kærustunni tókst að draga mig í “leikhús” - á FAME - þannig að í stað þess að fagna með Robben, Davids & co. í kvöld verð ég klappandi Jónsa og Sveppa svona þrisvar upp á svið. Spáið í því … enda sagði ég við kærustuna að ef hún vogaði sér að efast um mig eftir kvöldið í kvöld þá myndi ég svoleiðis…..

…..reka hana út og horfa einn á Tékkland - Grikkland annað kvöld!

En ég örvænti ekki, leikurinn verður tekinn upp á spólu þannig að ég dansa (vonandi) hollenskan stríðsdans um tvö-leytið í nótt eða svo! Tjái mig svo bara um dæmið á morgun, auk þess sem Einar snýr eflaust aftur úr Ameríkunni annað kvöld með mikla innsýn í Gerrard-málin. Það verður gaman að heyra hvað honum finnst um þróun vikunnar.

Að lokum, mín spá: Portúgal 2 - Holland 2 (Holland fer áfram í vító). Edwin van der Saar var bara ooof svalur um helgina þegar hann varði vítið frá Mellberg - hann verður hetjan aftur í kvöld. Sjáið bara til!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 16:18 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Almennt

29. júní, 2004
Juve vilja fá Baros!

Það hlaut að koma að því. Í kjölfar frábærrar frammistöðu sinnar á EM er Milan Baros orðinn eftirsóttur - og Juventus vilja kaupa hann!

Ekki séns. Það bara má ekki selja. Liverpool eiga að gera mönnum það ljóst strax eftir EM að hann sé ekki til sölu. Einnig á Benítez að gera Baros það ljóst að hann þurfi ekki að fara neitt annað því hjá Liverpool fái hann fullt af tækifærum og verði liðinu mjög mikilvægur í vetur. Ég vill a.m.k. ekki sjá að Baros verði seldur, jafnvel þótt verðmiðinn á honum verði hár eftir EM. En þið? Gætuð þið séð af Milan Baros?

Önnur frétt: Númerabreytingar leikmanna Liverpool FC!

Liverpool FC gáfu í dag út yfirlýsingu um væntanlegar númerabreytingar hjá leikmönnum LFC. Eins og í fyrra, þegar Smicer gaf #7 eftir fyrir Harry Kewell, gefur El-Hadji Diouf núna eftir #9 fyrir Djibril Cissé. Það var búist við því að Cissé tæki níuna og kemur það því ekki á óvart. Það eina sem vekur athygli við þetta er það að ekki er tekið fram hvaða tölu Diouf tekur í staðinn. Þýðir þetta að Diouf sé á förum frá Liverpool?

Þá tekur Steven Gerrard við treyju #8 í kjölfar brotthvarfs Emile Heskey. Sem er gott, því Gerrard spilaði í áttunni í gegnum alla yngri flokkana og þegar hún var ekki laus þegar hann kom fyrst inn í byrjunarliðið valdi hann að leika í #17 í staðinn, en eins og allir vita þá er 1+7=8. :-) Þannig að fyrirliðinn er loksins kominn í rétt númer.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 15:32 | Ummæli (7) | TrackBack (0) | Flokkur: Almennt

Slúður, ó slúður!

elcapitan.jpg Þriðjudagurinn er runninn upp - og ég er í alveg óstjórnlega góðu skapi. Hmm… af hverju skyldi það vera?

En að fyrirliðanum okkar frátöldum - hvað er þá eiginlega títt þessa dagana í heimi Liverpool-leikmanna, núverandi og verðandi? Jújú, þar sem ekkert var leikið í gær eða í dag á EM hafa blöðin haft lítið annað að gera en að slúðra. Við skulum kíkja á það helsta:

FansFC.com: Liverpool in sensational Spanish swap-deal! Þessi frétt leiðir líkum af því að Owen, úr því hann vill ekki skrifa undir samning við Liverpool (?), gæti verið á leiðinni til Atletíco de Madrid í skiptum fyrir hinn unga og efnilega Fernando Torres. Ókei, Owen sem sagt vill ekki spila fyrir jafn metnaðarlítið lið og Liverpool (Meistaradeild, toppbarátta, heimsklassaleikmenn) og er því til í að fara til Atletico Madrid (engin Meistaradeild, engin toppbarátta, einn heimsklassaleikmaður sem færi í skiptum fyrir Owen)???

Sure. Næsta frétt…

Soccer365.com: Hargreaves available at right price! Já, mér líst aaaðeins betur á þessa sögu. Ég veit að Hargreaves er (enn) ekki í sama klassa og Gerrard sem miðjumaður … en ég væri samt mikið meira en til í að fá hann. Hann er fjölhæfur, getur spilað allar stöður á miðju og báða bakverðina og gæti að mínu mati alveg komið á óvart og leyst hægri-kantstöðuna hjá okkur prýðilega. Hann er frábær spyrnumaður, tekur allar hornspyrnur og fyrirgjafir hjá Bayern þegar hann er inná. Ég held að hann gæti orðið frábær kaup fyrir okkur, og vonandi ekki á of háu verði. Góðar fréttir, ef þetta slúður reynist vera rétt.

KopTalk: Ballack reveals Liverpool talks! Já nú líst mér á! Finnst þetta reyndar ólíklegt … en þá bara af því að Ballack er víst svo hátt metinn af Bayern … nema þá að Hamann fari í hina áttina uppí verðið. En ég væri alveg rosalega mikið til í að sjá Michael Ballack og Steven Gerrard saman á miðjunni hjá Liverpool - með Harry Kewell og Owen Hargreaves á köntunum. Ójá, það væri sko miðja í lagi…

Annars er það helst í fréttum í dag að Valencía hafa kært Rafael Benítez fyrir að hafa ekki virt samning sinn við þá. Hann kærði svo á móti, segir að þeir skuldi honum peninga. Þetta er eitt af þessum málum sem ég hef lítinn áhuga á að lesa um, þeir hóta hvor öðrum með lögsóknum og semja svo um málið áður en það nær inn í réttarsalinn. Þetta tilheyrir fortíð Benítez, sem er ekki það sem við erum að hugsa um. Okkur aðdáendum Liverpool er meira annt um framtíð Benítez.

Þá er það Milan Baros sem allir eru að keppast við að hrósa þessa dagana. Hafið bara í huga að þið heyrðuð það hér fyrst - við Einar vorum manna fyrstir til að þora að spá því opinberlega að Baros yrði stjarna EM og nú, þegar allir aðrir hoppa á vagninn og þykjast alltaf hafa vitað að hann ætti þetta til brosum við Einar bara. :-)

En allavega, Baros er ákveðinn í að nýta sér þá virðingu sem hann hefur öðlast á EM til góðs fyrir frama sinn hjá Liverpool: Baros wants to impress Benítez - and reach final! Gott hjá honum … hann á þetta skilið. Ég efast eiginlega ekki um að Benítez mun láta drenginn spila helling í haust, það gæti líka létt álaginu á Cissé sem gæti þurft meira en einn eða tvo leiki til að venjast hraðanum í enska boltanum. Þannig að ég sé Baros fyllilega fyrir mér vera í ómetanlegu hlutverki fyrir okkur næsta vetur. Þ.e. að skora mörk.

Jæja, það dettur eflaust meira slúður inn eftir því sem líður á vikuna - og svo kemur Einar heim á fimmtudag, rétt í tæka tíð til að sjá Baros jarða Grikkina okkur til mikillar ánægju. En þangað til verð ég á slúðurvaktinni.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:15 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Góð Grein & Vond Grein...

Ég las tvær mjög áhugaverðar greinar í kvöld. Ég var rosalega sammála annarri, rosalega ósammála hinni. Þær fjalla báðar um mann dagsins, Steven Gerrard. Mig langar að taka þær aðeins fyrir hér.


Grein eftir Paul Tomkins sem birtist inni á RAWK.com: Kiss My Badge: The Gerrard Saga Concluded.

Í þessari grein gerir Tomkins upp síðustu tvær-þrjár vikur, fjölmiðlafárið í kringum meintan samning Gerrard og Chelsea og að lokum það sem Bretarnir kalla ‘the fall-out’, eða augnablikið þegar andstæð öfl í máli rekast á og sagan hlýtur lausn - með hvelli. Það augnablik kom í dag þegar Gerrard, á nákvæmlega 2 mínútum og 45 sekúndum, gerði að engu allan rógburð, allar lygar og allt slúður um meint svik hans við Liverpool FC.

Sérstaklega finnst mér þetta hérna góður punktur. Hér finnst mér Tomkins negla nákvæmlega af hverju við, áhangendur og stuðningsmenn Liverpool FC, vorum svona reiðir út í Steven Gerrard:

A relationship between players and fans is just that: a relationship. We feel cheated only when we care; no-one batted an eyelid when Bruno Cheyrou looked longingly at Marseille last week. When someone you don’t have strong feelings for leaves you, you breathe a sigh of relief. When it’s someone you love, you call them all the names under the sun. The latter is precisely what happened on message boards across the internet. Steven Gerrard was (somewhat prematurely, it transpired) subjected to outrageous insults by Liverpool fans; but if he is wise, he will take it as the biggest compliment imaginable. Emile Heskey left with only good wishes - because he was an amazingly nice bloke, but mostly because we were happy to see the back of his inexplicable under-achievement. It was amicable: it suited both parties.

Nákvæmlega! Ástæðan fyrir því að okkur er sama um að Heskey og Cheyrou yfirgefi “sökkvandi skip” er það að þeir eru að hluta til ábyrgir fyrir að sökkva því. Þeir eru holurnar í skipinu. Steven Gerrard er tappinn sem hefur - hingað til - haldið stærstu holunni í kili skipsins í skefjum og því væri það túlkað sem ótrúleg svik ef sá “tappi” myndi skyndilega segja: Ég nenni þessu ekki lengur, og synda svo bara í burtu. Þannig túlkuðu aðdáendur Liverpool meint svik Gerrard og urðu því, skiljanlega, öskureiðir þegar allt benti til þess að þetta væri satt. Og það segir allt sem segja þarf að okkur er skítsama um það hvort Heskey, Cheyrou eða Biscan fara … en við liggjum andvaka bara við tilhugsunina um að vera án Gerrard.

Annar góður punktur sem Tomkins kemur inná í þessari grein sinni:

Had Gerrard gone, this would have been the summer of a new blockbuster: The Betrayal of the Badge Kisser. To me, there were three top-flight players who most symbolised the special affinity between local lad who was a fan and the masses they left behind in order to represent the team of their dreams: Alan Smith, Steven Gerrard and Gary Neville. The latter didn’t count as much as the first two, though; he clearly loves his team (and hates scousers), but I don’t think any United fan would say he also represents their team’s best hopes of success. Basically, he’s a yard-dog.

Alan Smith took breaking fans’ hearts to a new level: he wanted to play in Italy or Spain, he said, so he could return to play for Leeds within a couple of years; within a week, he signed for Manchester United - something he had every right to do, of course, but which made him into a monumental hypocrite. He let these fans carry him around the Elland Road pitch on the final day of the season, and then made his decision in the knowledge it would tear out their hearts. The ‘best’ bit about his stupidity is that he thought it was okay (and get this!) to do so - as Leeds were relegated, therefore Leeds and manchester united were “not rivals anymore” (and there was no hint of irony, either). As an act of great personal sacrifice, he forewent his “loyalty” bonus from Leeds; apparently, they’re not so well off anymore.

Nákvæmlega! Tomkins nefnir hér til sögunnar tvö frábær dæmi um heimamenn sem voru orðnir aðalmennirnir í liðunum sem þeir ólust upp með og lofuðu - í óbeinum orðum - að svíkja stuðningsmennina aldrei. En á meðan Smith leyfði Leedsurum að bera sig á öxlum sér í grátlegri kveðjustund - og samdi svo við erkifjendurna viku síðar - sýndi Steven Gerrard í dag hvað orðið hollusta þýðir. Hann fékk gylliboð frá Chelsea, hlustaði á fortölur frá Frank Lampard (og eflaust Wayne Bridge og Joe Cole líka), íhugaði málið vel og vandlega og komst svo að niðurstöðu. Niðurstaðan: ég er Liverpool-maður. Það væri hugsanlegt að yfirgefa Liverpool fyrir Real Madríd, Barcelona eða AC Milan. Það er óhugsandi að yfirgefa Liverpool fyrir Chelsea eða ManU. Ekki erkifjendurna, ekki þegar liðið sem hann hefur dýrkað alla sína ævi þarfnast hans mest.

Auðvitað brosum við Liverpool-aðdáendur bara að sölu Smith til ManU, þetta gefur okkur bara enn eina ástæðuna til að hata/líta niður á lýðinn á hinum enda hraðbrautarinnar. Og ég er nokk viss að Alan Smith mun ekki hafa það náðugt næsta vetur - þeir eru ófáir leikmennirnir í deildinni sem vilja eflaust láta hann finna til tevatnsins fyrir svik sín. Ef ég væri Carra myndi ég allavega fá meiri ánægju út úr því að tækla Smithy en aðra leikmenn ManU á næsta vetri. Og trúið mér - ég og Carra eigum ansi margt sameiginlegt… :-)

Ég leyfi Tomkins að eiga síðasta orðið, enda finnst mér þetta ótrúlega vel að orði komist - hann fangar kosti tryggðarinnar á ótrúlega einfaldan hátt:

Steven Gerrard arrested a possible trend. Ambition is important in life; but less so than being true to yourself, and your roots. I often think of Matt Le Tissier, who was roundly criticised (in the media, mostly) for “lacking ambition” in staying at Southampton. Unlike other “bigger” clubs, they never got relegated. He played his entire career in the top flight, and scored 250-odd goals (many of them breathtaking). He enjoyed his life off the pitch; he enjoyed his football. And he was - and will remain for the rest of his life - adored by the people of that city, despite winning bugger-all with them. Zilch. Zip. Zero. And yet it didn’t stop fans of other clubs - such as myself - admiring his immense talent. Perry Groves, Steve Morrow, Stuart Ripley: men such as these will be able to polish their medals in their old age; but men like me will have long-since forgotten who the hell they were (I almost had, and had to look up their names). Being remembered: now that is immortality. We remember greatness more than medals (although ideally the two go hand-in-hand; Kenny Dalglish, anyone?). One of the best-ever teams - still revered to this day - is the Dutch side of the 1970s; the current crop could win Euro 2004, but still not come close to being remembered as fondly. Clarence Seedorf could win yet more medals (to add to his three Euopean Cups with three different sides), and never be thought of as a “great” of the game.

Nákvæmlega!


En því miður er ekki allt sem skrifað er í dag hrós í garð fyrirliðans okkar. Í grein sem birtist í The Independent á morgun skrifar James Lawton svo: Nedved fills void as Gerrard loses way.

Ég og Lawton erum sammála um eitt: Pavel Nedved er ein af stjörnum EM 2004. Ekki spurning. Því miður erum við ósammála um flest annað sem fram kemur í grein hans, sérstaklega þegar hann ákveður að ráðast harkalega að Steven Gerrard og halda því fram að “óviðunandi” frammistaða hans í Evrópukeppninni með Englandi sé sönnun þess að hann sé einn ofmetnasti leikmaðurinn í boltanum í dag. Gefum Lawton orðið:

If you took a poll now there wouldn’t be much doubt about it. Pavel Nedved would walk in as the top midfielder of Euro 2004. There is, however, one big problem. Nedved, athletic, quick, and with the capacity to hit wondrous defence-splitting passes on the run, is not really a midfielder in any classic sense, no more than the hopelessly overvalued Steven Gerrard. Also, he will soon be 32, a late age to revive a football fashion.

Og það er ekki allt. Hann heldur áfram að kasta steinum…

While his fellow Merseysider Wayne Rooney explained what it is to be a truly world-class player, Gerrard, like most of his celebrated team-mates, floundered on another inferior level. Of course he has great attributes. Of course he can explode into the action. But that’s not what we are talking about. We are discussing players who bend games to their will, who impose not just their talent but their understanding of what they are supposed to be doing.

Og það er meira…

Gerrard was a disaster in Euro 2004 because he consistently revealed his ignorance of what great midfielders do. One thing they definitely don’t do is spend most of their time trying to catch the eye. It is true that sometimes they do erupt spectacularly - Bobby Charlton, Johan Cruyff, Gerson, Franz Beckenbauer, sweeping out of a withdrawn position, could all do it quite beautifully and with devastating effect - but most of the time they are determining the rhythm of their team. They are getting into optimum positions to take the ball and then use it. Gerrard’s lack of economy for England over the last week or two has been quite shocking.

Jahá? Búin að lesa nóg? Ekki? Lesið þetta…

You might say he has plenty of time to improve. Yet he is 24 and at this age most great players are moving towards the final stages of their development. Gerrard has great talent, but has he the mind of a true midfielder? Does he have the technique and the craft and the care to build a performance rather than produce sporadic, eye-catching assaults on the opposite goal? All available evidence says no.

Vááááááááááááá!!!

Var Hr. Lawton að horfa á sömu keppni og ég? Ennfrekar: horfði Hr. Lawton á leiki Liverpool í deildarkeppninni í vetur? Eina ástæðan sem ég get ímyndað mér fyrir því að nokkur atvinnupenni myndi láta svona skrif frá sér fara er að hann sé annað hvort ManU-aðdáandi (sem útskýrir þetta í sjálfu sér) eða þá Chel$ki-aðdáandi sem er fúll og reiður út í Gerrard fyrir að neita peningum.

Ef hann er að byggja þetta mat sitt á fótboltalegum grundvelli þá … nei, dokið aðeins við. Hann er ekki að byggja þetta mat sitt á fótboltalegum grundvelli. Þetta “mat” hans, sem “sérfræðings”, á sér engar stoðir í veruleikanum, hvað þá í fótboltanum.

Aðeins ManU-aðdáandi gæti horft á frammistöðu enska liðsins í keppninni í Portúgal og gagnrýnt þá Gerrard og/eða Lampard - án þess að minnast einu orði á Scholes og Beckham. Því staðreyndin er sú (og þetta er ekki mitt mat, heldur staðreynd) að Paul Scholes var andlega fjarverandi í þessari keppni og David Beckham sýndi að hann er gjörsamlega vanhæfur sem fyrirliði og “leiðtogi” enska liðsins. Hann brenndi af tveimur mikilvægum vítaspyrnum, var gjörsamlega heillum horfinn í hverjum einasta leik liðsins (það eina sem hann gerði af viti var að leggja upp mark Lampard gegn Frökkum) og ég efa að hann hafi átt fimm eða fleiri fyrirgjafir í allri keppninni. Og hann er hægri kantmaður.

Að mínu mati er frammistaða Scholes og Beckham auðskýranleg. Scholes var látinn spila úti til vinstri, sem var algjört rugl því hann er ennþá verri þar heldur en Emile Heskey. Hann er bara ekki vinstri kantmaður. Ef hann gat ekki komið Scholes fyrir neins staðar annars staðar á vellinum átti Sven Göran Eriksson bara að sjá sóma sinn í að leyfa Dyer eða Hargreaves að spreyta sig í þessari stöðu. Scholes verður ranglega dæmdur af þessari keppni því hann var látinn spila stöðu sem hann hefur aldrei nokkurn tímann spilað á ferlinum. Að sjálfsögðu var hann ömurlegur í þessari keppni - hann hefur góða afsökun!

David Beckham hefur líka rosalega góða afsökun. Hún er bara ekki eins heiðvirð og sú sem Scholes ber fyrir sig. Beckham er búinn að standa í svo miklu rugli síðustu árin - fljúgandi heim til Englands í öllum fríjum í stað þess að vera kyrr með liðinu og æfa sig (spyrjið Gerrard, hann veit hvað “auka”-æfingar þýðir). Hann er búinn að hugsa meira um útlitið, auglýsingasamningana (maðurinn hefur ekki tekið sér almennilegt sumarfrí í sjö ár, hann er alltaf í Asíu að gefa eiginhandaráritanir fyrir peninga!) og þá ímynd að hjónaband hans og Posh Spice sé fullkomið en nokkurn tímann fótboltann. Sjáið bara hvað hann spilaði illa í Portúgal - hann var aðeins skugginn af þeim leikmanni sem við vitum að hann getur verið.

Frank Lampard skoraði tvö mörk og Steven Gerrard eitt - að öðru leyti máttu þeir sín lítils gegn margnum mestalla keppnina. Þeir voru látnir vinna tvöfalda vinnu í andlegri fjarveru þeirra Becks og Scholesy. Frakkarnir lokuðu á þá í 90 mínútur (og voru samt að leika illa, ímyndið ykkur ef Vieira og Zidane hefðu verið í stuði gegn Englandi, úff!) og Króatarnir yfirspiluðu þá á miðjunni. Ef ekki hefði verið fyrir Wayne Rooney hefðu þeir tapað fyrir Króötum - og það var einn af tveimur leikjum sem Rooney spilaði vel í í þessari keppni. Hann spilaði illa gegn Sviss og var hakkaður af Carvalho hjá Portúgal í 30 mínútur áður en hann fór útaf.

Rooney, talandi um ofmetinn leikmann - Owen hefur verið kosinn knattspyrnumaður Evrópu, verið markahæsti maður enska landsliðsins og Liverpool í núna fimm-sex ár í röð og hefur staðið sig eins og hetja á hverju einasta stórmóti sem hann hefur tekið þátt í. Hann vann FA bikarinn fyrir okkur einn síns liðs árið 2001, tryggði okkur hvern Evrópusigurinn á fætur öðrum það ár (og öll ár síðan - Olympija Ljubljana einhver?) og hefur alltaf skilað 20+ mörkum inn fyrir okkur.

En neeeei … Rooney á tvo frábæra leiki og þá er hann allt í einu 100% heimsklassi á meðan Owen er ofmetinn, heillum horfinn, búinn að vera, útbrunninn, one-hit-wonder, lélegur leikmaður, fölnar í návist hins mikla Wayne Rooney. Fucking snilld af atvinnupenna að láta svona út úr sér.

Og Steven Gerrard? Ég ætla ekkert að fjölyrða um það hér … en aðeins þeir sem hafa ekki horft á einn einasta fótboltaleik með Liverpool eða enska landsliðinu (Tyrkland á útivelli í fyrra? Þeir komust á EM - þökk sé Gerrard sem var ótrúlegur í þeim leik) síðustu fjögur árin eða svo. Það lýsir aðeins ótrúlegum fávitaskap og/eða illkvittni viðkomandi greinarhöfundar að láta svona hluti út úr sér.

Og til að toppa þetta gerir hann lítið úr Nedved á endanum:

While so many of his fellow superstars have fallen dismayingly short of acceptable standards of passion and performance, Nedved has been true to the best of his game. That makes him a huge man of the moment. Unfortunately, that doesn’t make him one of the great midfielders. Until we find one, the game will continue to lack its most important dimension. That will always be the capacity to create.

Ha? Nedved vann Serie A fyrir Lazio. Svo gerði hann það aftur fyrir Juventus. Og EM 2004 er ekki fyrsta stórmótið sem hann skín á - hann var besti maðurinn í liði Tékka sem fór í úrslitin árið 1996. Það var fyrir átta árum síðan og síðan þá hefur hann komið liði sínu í úrslit Meistaradeildarinnar (hann vann Real Madríd einn síns liðs - ein flottasta frammistaða hjá MIÐJUMANNI sem ég man eftir á síðustu árum), unnið eina erfiðustu deild heims með tveimur mismunandi liðum og er núna aðal-driffjöðurin í hinu frábæra liði Tékka sem virðast líklegri en flestir aðrir til að fara alla leið og vinna Evrópukeppnina.

En neinei … hann er bara ‘man of the moment’! One-hit-wonder. Á allra vörum í dag, gleymdur á morgun. Ha? Svona skrif skil ég ekki.

Jæja - ég er búinn að eyða nægu púðri í þennan Lawton-vitleysing. Ég þarf ekki að fordæma hann eða gera lítið úr honum - hans eigin orð sjá fyllilega um það af sjálfsdáðum. Hann þarf enga aðstoð við að líta út eins og asni, svo mikið er víst. Og ef það verður ekki gert ljóst þegar Nedved vinnur Evrópukeppnina með Tékkum og tryggir þar með stöðu sína sem einhver albesti miðjumaður sem hefur heiðrað okkur með nærveru sinni síðasta áratuginn - þá mun hann endanlega þurfa að éta orð sín í vetur þegar Gerrard sýnir honum nákvæmlega hvað það þýðir að vera alhliða miðjumaður!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:02 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Almennt

28. júní, 2004
Blaðamannafundur: Gerrard verður kyrr!

Og þar með dó safaríkasta frétt síðari ára í enskum íþróttum. Á blaðamannafundi sem haldinn var kl. 15:00 að staðartíma á Anfield í Liverpool í dag staðfesti Steven Gerrard, fyrirliði vor, það sem við vorum öll búin að vona: HANN ER EKKI AÐ FARA FET!!!!!

Ég get rétt ímyndað mér andlitið á Einari þegar hann fréttir þetta. Ætli hann lesi þetta á netinu? Ætli einhver hafi hringt yfir hafið til að láta hann vita? Ég veit að þegar ég stökk inn á skrifstofu um 5 mínútur yfir og sá staðfestar fregnir þá hringdi ég einhver 10 símtöl út um allt land og sendi því fleiri SMS-skilaboð. Það þurfti einhver að taka að sér að deila gleðinni í dag og mín var ánægjan! smile

Þetta eru vægast sagt frábærar fréttir fyrir Liverpool FC. Maður var orðinn svo vonlítill að ég var meira að segja búinn að skrifa uppkast að pistli sem ég ætlaði svo að setja hér inn um leið og salan á Gerrard yrði staðfest. Ég þarf sem betur fer aldrei að leyfa þeim pistli að líta dagsins ljós … og það verður við hátíðlega athöfn sem ég eyði honum út af tölvunni heima í kvöld!

Þess í stað skrifa ég hér gleðiorð því í stað þess að þurfa að byrja stjórnartíð sína hjá Liverpool á að finna eftirmann Stevie G getur Benítez með bros á vör eytt næstu vikum í að finna hentuga menn til að spila við hliðina á fyrirliðanum. Liverpool verða miklu sterkari fyrir vikið.

Annars viðurkenndi Gerrard ýmislegt á þessum blaðamannafundi, sem þó stóð ekki nema í alls 2 og 1/2 mínútu eða svo. Hann sagðist hafa verið mjög ringlaður síðustu 3-4 vikurnar og viðurkenndi hann að eitt af því sem hafi hvarflað að honum hafi, jú einmitt, verið möguleikinn á því að skipta um félag. Hins vegar var ljóst að um leið og hann kom heim frá Euro 2004 og var búinn að tala við fjölskyldu sína, kærustu, Benítez og Parry þá var ákvörðunin í raun auðveld.

Annað sem ég tók eftir við Gerrard - sem hefur alltaf átt erfitt með að tala fyrir framan stóran hóp af fjölmiðlum - og það er það hversu ákveðinn hann virtist á þessum fundi. Sumir vildu meina að hann hafi verið sorgmæddur á svip en að mínu mati var það alls ekki svo. Að mínu mati leit hann út eins og honum væri mikið í mun að koma þessum málum á hreint - sem er einmitt það sem við vonuðumst til að hann myndi gera.

Ég sagði það á föstudaginn sl. að ef mánudagurinn kæmi og færi án þess að Stevie eða Liverpool FC væru búin að tjá sig um málið gæti maður nánast bókað það að hann væri á förum. Reyndar var ég orðinn mjög svartsýnn um helgina og nánast öruggur um að hann væri að fara - en svo kom mánudagurinn og Gerrard reddaði málunum!

Ég er svo ánægður núna - og mér er svo rosalega létt! Vissulega er enginn leikmaður stærri en Liverpool FC og liðið hefði örugglega lifað það af að missa Gerrard. Hins vegar hefði það verið óþarfa vesen, eitthvað sem Benítez gæti alveg lifað af án í byrjun stjórnartíðar sinnar. Ef Gerrard hefði farið hefðum við fengið pening til að kaupa en það er ekki víst að þeir sem hefðu komið inn í liðið í staðinn hefðu staðið undir væntingum. Það er alltaf áhætta að kaupa nýja leikmenn, sama hversu virtir þeir eru, á meðan við vitum nákvæmlega hvað við höfum í Steven Gerrard: heimsklassi. Maður sem svínvirkar með Liverpool og er algjör leiðtogi liðsins.

Nú er bara tvennt á dagskrá fyrir Benítez, að mínu mati. Fyrst af öllu þarf að klára þessi samningsmál með Owen sem allra fyrst - úr því Gerrard er til í að gefa þessu allavega eitt-tvö ár í viðbótt ætti að vera lítið vesen að fá Owen til að samþykkja það sama. Síðan þarf að hella sér út á markaðinn, vonandi með sem mesta peninga, til að styrkja liðið. Gerrard hefur verið fjölyrður um þörfina á að kaupa nýja menn til liðsins - og úr því að hann hefur ákveðið að vera áfram geri ég ráð fyrir að það sé að hluta til af því að Parry og/eða Benítez hafa sagt honum góðar fréttir af fyrirhuguðum leikmannakaupum.

En spurningin er, hverjir koma? Við vitum allir hvaða stöður þarf nauðsynlega að manna: miðvörður, miðjumaður með Gerrard, hægri kantur og jafnvel einn sóknarmiðjumaður.

Dæmi um góð kaup í sumar: Ayala, Baraja, Hargreaves og Van der Vaart.

Dæmi um slæm kaup í sumar: Wiltord, Rosicky og Rufete.

Bætið við þessa jöfnu (þá góðu) að Djibril Cissé mun looooksins skrifa undir samning og vera formlega kynntur á fimmtudaginn, auk uppgangs Mílans nokkurs Baros, og þá sjá menn að við höfum fulla ástæðu til bjartsýni í haust … að því gefnu að Benítez kaupi vel á næsta eina og hálfa mánuðinum!

Gerrard verður áfram og líklegast/vonandi Owen líka. Bring on 14. ágúst! :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:03 | Ummæli (5) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Blaðamannafundur í dag!

SkySports: REDS TO MAKE ANNOUNCEMENT

Frá þessu hefur verið sagt víða á netinu en nú í hádeginu barst sú tilkynning að haldinn yrði blaðamannafundur klukkan 15:00 að staðartíma (14:00 að ísl. tíma) á Anfield í Liverpool.

Ekki er vitað eins og er hvaða tilkynning mun fara fram á þessum fundi en líklegt þykir að það sé eitt af eftirtöldu:

1: Liverpool hefur samþykkt tilboð Tælendinganna í 30% hlut klúbbsins.

2: Liverpool hefur ákveðið að selja Steven Gerrard, líklegast til Chelsea.

3: Michael Owen hefur framlengt samning sinn við Liverpool.

4: Steven Gerrard vill halda blaðamannafund og ítreka það að hann sé ekki á leið frá Liverpool.

5: Liverpool hefur fest kaup á leikmanni/leikmönnum og ætla að kynna hann/þá í dag.

S.s., eitt af þessu þykir mér líklegast. Reyndar held ég að þeir myndu aldrei halda blaðamannafund til að tilkynna söluna á Gerrard, Chelsea myndu frekar halda blaðamannafund til að tilkynna kaupin. Þá finnst mér ólíklegt að það að Owen framlengi samning sinn sé tilefni í fréttamannafund.

Þá eru aðeins þrír kostir eftir: Tælendingarnir, Gerrard verður kyrr eða nýir leikmenn. Og þar sem Cissé skrifar ekki formlega undir fyrr en á fimmtudaginn n.k., 1. júlí, og verður kynntur á blaðamannafundi þá þá er ljóst að við erum að fara að sjá mjög spennandi tilkynningu hér á eftir.

Mín spá: Liverpool hefur tekið tilboði Tælendinganna Mín von: Steven Gerrard verður um kyrrt hjá Liverpool

Það er að sjálfsögðu fylgst grannt með þessu á öllum Liverpool-tengdum síðum og bendi ég mönnum á að fylgjast með tilkynningum á Liverpool.is. Ég er staddur í vinnu og mun því varla uppfæra fyrr en að fundinum loknum, þannig að þið getið fengið skúbbið annars staðar. Ég mun svo að sjálfsögðu koma með mína skoðun á tilkynningu dagsins að fundinum loknum.

Vonum bara það besta!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:30 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

27. júní, 2004
Milan Baros: 5 mörk í 4 leikjum!

barosdenmark.jpg Það verður að segjast, við Einar Örn vorum búnir að margspá þessu hér á blogginu. Fólk þarf bara að skoða færslurnar frá því í lok maí/byrjun júní til að sjá að við vorum ekki efins, við vorum vissir um að Milan Baros yrði ein af stjörnum EM 2004.

Í ljós hefur komið að við höfðum rangt fyrir okkur. Milan Baros er ekki ein af stjörnum EM 2004. Hann er stjarna EM 2004. Punktur.

Í kvöld lágu Danir í því. Þeir steinlágu fyrir Tékkum, 3-0 í leik sem var í raun jafnari en þær tölur gefa til kynna. Það sem bar á milli í hnífjöfnum leik var það sem hefur skilið Tékka frá öllum mótherjum sínum í þessari keppni hingað til: þeir hafa leikmenn sem þurfa ekki nema eitt tækifæri. Þeir refsa andstæðingunum best allra liða í Evrópu í dag.

Jan Koller. Marek Heinz. Pavel Nedved. Karel Poborsky. Tomas Rosicky. Vladimir Smicer. Og Milan Baros. Þetta eru allt leikmenn sem refsa andstæðingunum grimmilega fyrir mistök …

Eins og staðan er núna eru Tékkar komnir í undanúrslit og mæta þar Grikkjum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast heimamenn í Portúgal og hinir sókndjörfu Hollendingar. Milan Baros er nú markahæstur í Evrópukeppninni með 5 mörk í 4 leikjum og hefur skorað í síðustu sex landsleikjum Tékka í röð. Ágætt það … aðeins Ruud Van Nistelrooy getur ógnað honum sem markakóngi EM, sá hollenski er kominn með 4 mörk í 4 leikjum og er sá eini af markahæstu mönnum keppninnar, fyrir utan Baros, sem er enn með í keppninni. Þannig að annar þeirra mun væntanlega verða markakóngur … og eins og staðan er í dag myndi ég ekki veðja á móti Baros.

Þvílík mörk. Í fyrra markinu gaf Poborsky frábæra stungusendingu innfyrir vörnina og Baros stakk sér á milli varnar og markmanns, sumir myndu segja í anda Michael Owen, og lyfti boltanum svo rólega yfir Sörensen í marki Dana. 2-0.

Seinna markið var öllu massífara, en engu að síður alveg jafn öflugt. Aftur kom stunguboltinn innfyrir, í þetta sinn vinstra megin við miðverði Dana, og Baros hljóp þá einfaldlega af sér. Tók eina snertingu inn í teiginn og dúndraði boltanum svo upp í þaknetið með vinstri fæti … óverjandi fyrir Sörensen sem verður varla sakaður um neitt af mörkum Tékka í kvöld!

Þessi drengur er bara orðinn svo góður framherji að það hálfa væri nóg. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann frá því að hann var reiðubúinn að yfirgefa Liverpool í vor áður en að Houllier var rekinn. Sennilega væri hann farinn frá félaginu í dag ef Houllier væri enn stjóri - þar sem hann (og við aðdáendurnir) var mjög ósáttur við það að vera alltaf settur á bekkinn á meðan gúmmítékkinn Emile Heskey fékk að spila, alveg sama hversu lítið hann skoraði.

Svo fór Houllier, Benítez kom og Heskey var seldur. Nú sér Baros fram á bjartari tíð hjá Liverpool og þrátt fyrir komu Djibril Cissé í sumar ætti Baros, í ljósi framgöngu sinnar á EM, að geta gert ráð fyrir miklu fleiri tækifærum með liðinu næsta vetur. Sem er gott - því nú eigum við þrjá heimsklassaframherja sem eiga allir jafnt tilkall til byrjunarliðsins í vetur. Sem þýðir að við þurfum vonandi aldrei aftur að líða Owen að spila áfram í byrjunarliðinu þrátt fyrir 10-leikja markaþurrð. Hann er að sjálfsögðu okkar maður #1 (þ.e.a.s. ef hann er enn á Anfield í byrjun leiktíðar) en ef hann eða Cissé (sem ég geri ráð fyrir að fái að byrja leiki með Owen í upphafi leiktíðar) eru ekki að spjara sig þá á að slúffa þeim, umsvifalaust. Baros er ekki lengur framtíðin - Baros er núna og hann á að fá að spila með byrjunarliðinu NÚNA!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:26 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Holland í undanúrslit!

swedenholland.jpg Ókei, þannig að uppáhaldslið okkar Einars, Hollendingar, rétt mörðu Svía í vítaspyrnukeppni í kvöld. Sem betur fer, annars held ég að Einar hefði staðið sig frekar illa á viðskiptafundum í Houston næstu vikuna… :-)

Þessi leikur olli samt nokkrum vonbrigðum að mínu mati. 0-0 eftir framlengingu var ekki það sem ég hefði giskað á, enda um tvö af skemmtilegustu sóknarliðum keppninnar að ræða. En þegar svona langt er komið í stórmóti sem þessu er ekki við öðru að búast en að menn leggi ofurkapp á að fá ekki á sig nein klaufamörk - og fyrir vikið varð leikur beggja liða mjög varkár, hægur og fyrirsjáanlegur. Vissulega fengu bæði lið nóg af tækifærum til að klára dæmið en á endanum var jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða og því þurfti happdrættið til að útkljá það hvort liðið fékk að halda áfram.

Á morgun: Milan Baros gegn frændum vorum: Tékkland - Danmörk! Það ætti að verða rrooooossalegt! Ég á enga ósk heitari en þá að Baros endi keppnina með fleiri mörk skoruð en Wayne “Shrek” Rooney. Og það væri líka það besta sem gæti komið fyrir okkur Liverpool-menn, að með góðri frammistöðu í þessu móti myndi Baros neyða Benítez til að líta á sig sem hugsanlegan byrjunarliðsmann í vetur. Við þurfum smá heilbrigða samkeppni þarna frammi, Owen og Heskey voru öruggir í liðið síðustu árin en nú ber annað við. Cissé, Baros og Owen eiga að standa jöfnum fæti í þessu liði að mínu mati.

Sjáum til, en ég spái allavega einu marki hjá okkar manni í bláu skónum á morgun…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:16 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

26. júní, 2004
Bruno Cheyrou til Marseille

Skv. frétt Liverpoolfc.tv gæti Bruno Cheyrou verið á leiðinni til Marseille í Frakklandi innan fárra daga. Þá segir Daily Post einnig frá því að Cheyrou sé á förum: Cheyrou agrees terms with Marseille

Skv. frétt D.P. eru Marseille og Liverpool búin að komast að samkomulagi um verð fyrir kappann og nú á hann aðeins eftir að semja um kaup og kjör við franska liðið. Sem ætti ekki að vera mikið mál, þar sem honum er víst mikið kappsmál að komast aftur til Frakklands þar sem hann fær að spila reglulega, uppá að komast í landsliðið fyrir HM 2006.

Eins og ég sagði í stuttri færslu fyrir tveimur vikum, þar sem ég sagði fyrst frá möguleikanum á færslu hans til Marseille, þá er mér í raun nokk sama þótt Bruno Cheyrou fari. Hann hefur ekkert getað fyrir okkur og þótt Gerrard færi og það opnaðist meiri séns á hann að komast inn í byrjunarliðið hjá okkur í vetur efast ég um að hann myndi nýta sér það.

Að mínu mati er Bruno Cheyrou einfaldlega ekki nógu góður til að spila fyrir lið í titilbaráttu á Englandi - og ef rétt reynist að hann sé að fara til Marseille er það eflaust af því að Rafael Benítez er sammála mínu mati. Farið hefur fé betra og allt það…

Annars er í raun gott að taka sér smá frí frá kaupum Chel$ki á ‘you know who’ og pæla í einhverju glaðlegra, eins og brottför Bruno Cheyrou. En fyrir þá sem fá ekki nóg af aðal-slúðursögu mánaðarins, mætti alveg benda á tvær þrusugóðar greinar sem birtust inni á RAWK.com í morgun:

Grein 1: The Big ‘If’: IF Gerrard Leaves Liverpool

Grein 2: The Leaving of Liverpool, or The Colour of Money

Þá er þegar farið að ræða um það hver eigi að verða næsti fyrirliði Liverpool að Gerrard förnum. Að mínu mati kannski eilítið ótímabær og/eða fyndin umræða … en ef ég ætti að segja mitt álit þá er ekki spurning hver eigi að verða næsti fyrirliði Liverpool: Jamie Carragher. Gjörsamlega, algjörlega, nákvæmlega. Hann er bara sá eini sem kemur til greina … að undanskildum Sami Hyypiä, en hann hefur verið að ná sér á strik eftir að hafa losnað undan fyrirliðaskyldunum og ég væri ekki viss um að það myndi gera honum gott að þurfa að taka við fyrirliðabandinu á ný.

Allavega, Stevie G er fyrirliði þangað til annað kemur í ljós. Það verður að teljast líklegt að hann fari úr því hann hefur ekki neitað neinu - hann er í það minnsta að hugsa sig um. Skv. frétt Liverpool 24/7 mun Gerrard ræða við Benítez um framtíð sína og Liverpool um helgina, áður en hann heldur í frí til Karíbahafsins með fjölskyldu sinni. Úr því er aðeins hægt að lesa eitt: ef hann ætlar að fara mun hann segja Benítez og Parry frá því á þessum “fundi” yfir helgina, sem þýðir að á meðan hann er í fríi munu Liverpool og Chel$ki reyna að komast að samkomulagi um kaupverð og/eða leikmannaskipti á meðan hann er í fríi. Hann myndi svo semja sjálfur við Chel$ki þegar hann snýr aftur úr fríi, að því gefnu að liðin komist að samkomulagi.

Hafið í huga að hann á enn 4 og 1/2 ár eftir af samningi við Liverpool og þótt hann vilji fara er ekkert sem segir að liðið þurfi að gefa hann frá sér. Ef þeir vilja setja 45m-punda verðmiða á hann er það í fínu lagi og þá verður Abramovich bara að punga út. Látið það ekki koma ykkur á óvart þótt Liverpool neiti þeim tilboðum sem Chel$ki gera í Gerrard og hann verði bara samt hjá okkur næsta vetur.

Eða… …að Benítez sannfærir Gerrard um að gefa sér a.m.k. eitt ár yfir helgina, sem þýðir að við fáum væntanlega yfirlýsingu um að hann verði áfram strax eftir helgina, um leið og Gerrard heldur í frí með fjölskyldu sinni.

Við sjáum til, eins og undanfarnar vikur getum við lítið annað gert en beðið eftir að annað hvort Gerrard eða Liverpool FC rjúfi þögnina með einhverjum afgerandi ummælum af eða á. Þangað til er þetta allt bara slúður og vangaveltur…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 15:47 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Duff fyrir Gerrard

Flest blöðin í Englandi eru í dag með frétt um að þetta Gerrard mál snúist ekki lengur um Steven Gerrard, heldur hvaða leikmenn fari í hina áttina.

Times halda því fram að það sé ólíklegt að Chelsea bjóði aðra leikmenn í skiptum fyrir Gerrard nema að Liverpool biðji um það.

Guardian ganga skrefinu lengra og halda því fram að Liverpool vilji sjá Damien Duff í staðinn fyrir Gerrard.

Braced for the inevitable backlash from their supporters, Liverpool will seek to secure Duff’s signature to salvage more than just a hefty transfer fee. The Irish winger has been a long-standing target on Merseyside, with the former manager Gérard Houllier twice thwarted in his attempts to sign him from Blackburn.

Duff, whose first season at Chelsea was marred by injuries, has yet to settle in the capital and Liverpool are confident he would welcome a return to the north-west.

Though Chelsea would instinctively prefer to retain him, they have bought the left-sided Dutch international winger Arjen Robben for £12m from PSV Eindhoven and may be more receptive to including Duff as a makeweight in a deal to sign Gerrard.

Núna er bara að sjá hversu snjall samningamaður Parry er í rauninni. Liverpool hefur ÖLL spil á hendi sér. Gerrard er nýbúinn að skrifa undir samning og það er enginn “escape clause” í samningnum. Þannig að Liverpool gæti þess vegna haldið honum nauðugum næstu fjögur árin.

Annars er ég (Einar Örn) að fara í stutta viðskiptaferð til Bandaríkjanna og því verður það Kristján, sem mun sjá um að halda síðunni uppi á meðan.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 13:07 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

25. júní, 2004
Frakkar líka úr leik!

Frakkar töpuðu fyrir Grikkjum í kvöld, 1-0, í 8-liða úrslitum EM 2004. Og það sem meira er, þá var það sanngjarn sigur. Þannig að nú eru bæði liðin úr B-riðlinum dottin út í 8-liða úrslitum; Frakkland og England.

Nú spyrja margir sig …… hvað vantaði Frakka svona sárlega í þessari keppni? Svar:

cisse03.jpg

Það skal enginn segja mér að ef Frakkar hefðu haft Djibril Cissé í þessari keppni hefðu þeir skorað fleiri mörk og gengið betur með lið eins og Grikki og Englendinga, sem þrífast á sterkum og skipulögðum vörnum. Ekki aðeins voru bæði Trézeguet og Henry í miklu óstuði alla keppnina (fyrir utan þessar 10 mínútur gegn Sviss þar sem Henry skoraði tvö mörk) heldur virtist Santini þjálfari ekki treysta Luyindula eða Saha til að koma inn fyrir þá. Hann hefði átt að láta Saha byrja inná fyrir Trézeguet í kvöld, þá er ég viss um að Frakkar hefðu aldrei lent undir í þessum leik. En hann vildi það ekki, enda var hann alla undankeppnina búinn að nota aðallega Henry, Trézeguet og Cissé og augljóst að hann treysti engum öðrum framherjum til að koma í þeirra stað.

Þannig að þegar Cissé fékk 5-leikja bannið sem varð til þess að hann missti af EM í sumar grunaði mig að það gæti farið illa fyrir Frökkum ef svo ólíklega myndi vilja til að Henry og Trézeguet myndu báðir eiga dapra keppni.

Nú - hið ólíklega gerðist. Zidane bar þetta lið á öxlum sér upp úr riðlakeppninni en þá komu Grikkirnir með sitt skipulagða baráttulið og sögðu hingaðogekkilengra! Au revoir, Francois…

Á HM 2006 munu Frakkar skarta nýju framherjapari: Thierry Henry og Djibril Cissé. Og þá, vinir mínir, munum við sjá hættulegri sóknarbolta hjá Frökkum en í síðustu tveim stórmótum til samans … sjáið bara til!

p.s. Þessi Djibril Cissé sem þið eruð eflaust að spá í hver er … ekki segja neinum en … hann skrifar undir samning við Liverpool á næsta fimmtudag. smile

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:02 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Shit (framhald)

Echo eru með ágæta grein, sem mér finnst trúverðugari en þetta með að 36 milljóna tilboðinu hafi verið tekið: Reds expect Gerrard offer

LIVERPOOL have rubbished reports today suggesting Chelsea have clinched a British record-breaking £35.7m deal for Steven Gerrard.

“That is completely untrue,” said a senior Anfield official. But privately the Reds believe Gerrard has already made up his mind to go and they are bracing themselves for a formal bid soon.

Einnig góður punktur varðandi verðmæti Gerrards

The Reds, however, are bitterly disappointed by Gerrard’s decision so soon after he committed himself to a new contract and was made club captain.

And they may yet test the player’s resolve to leave by placing a prohibitive price tag on his head. So far fees in the region of £30m have been suggested, but with the 24-year-old tied to a four-year contract Liverpool still hold all the aces.

Og í The Times segir

Such a public pursuit of Gerrard is causing much irritation on Merseyside, with the Anfield hierarchy understood to be less than impressed at an approach they believe has contributed greatly to the player’s increasingly itchy feet. Privately, Liverpool may be resigned to losing their club captain, but they are anxious to avoid the humiliation of being cast in the role of a club who can no longer hang on to their prized assets.

At least Gerrard’s departure would provide a welcome injection of cash to help to fund Benítez’s rebuilding programme, with Owen Hargreaves, the Bayern Munich and England midfield player, already touted as a likely replacement.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 12:47 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Shit.

gerrardtochelsea.jpg

Eins og Kanarnir segja: the shit has hit the fan. Eins og ég talaði um í gær þá kvaðst ég spenntur yfir að heyra Gerrard tjá sig, annað hvort af eða á, um þetta Chelsea-slúður í dag. Ég fór vongóður til rekkju í gærkveld … vaknaði svo í morgun og sá þetta: KopTalk - GERRARD SALE AGREED!

Þarna vitna og vísa þeir KopTalk-menn í grein sem birtist í Express-blaðinu í Bretlandi í dag, og sjá má úrklippu úr þeirri grein efst í þessari færslu.

Takið eftir að í þessari blaðagrein, í fyrsta skipti að því er ég veit, er því ekki haldið fram að Gerrard sé “líklega” á leiðinni til Chelsea. Hér er því haldið fram að hann sé búinn að semja, að salan sé frágengin og meira að segja nákvæmt kaupverð og laun eru nefnd til sögunnar!

Það sem skiptir máli að hafa í huga eru skaðabótalög í Bretlandi. Þú mátt skrifa eins mikið og þú vilt um að einhver sé “líklega” eða “kannski” á leiðinni eitthvað. En um leið og þú skrifar að einhver sé “búinn að semja” við eitthvað lið, þá ertu að leggja orð þitt að veði. Ef það svo reynist vera tómt slúður er hægt að lögsækja þig og þitt dagblað fyrir að birta róg um viðkomandi lið/leikmann. Eins og blaðamennirnir sem lugu því að Martin O’Neill væri þegar búinn að samþykkja að verða næsti stjóri Liverpool komust að nú í vor.

Harry Harris, penninn sem er ábyrgur fyrir þessari grein, hlýtur því að hafa andskoti konkrete-upplýsingar fyrir þessari sölu fyrst hann fullyrðir að salan sé frágengin og að Benítez sé farinn að leita að eftirmanni Gerrard.

Enn og aftur - höldum ró okkar þangað til Gerrard sjálfur eða Liverpool FC tjá sig um málið, opinberlega og til að taka af allan vafa. En staðreyndin er samt sú að þetta er svona 98% líklegt eins og staðan er í dag, og svo að ég vitni í greinina á KopTalk:

The current silence from Anfield is deafening

Nákvæmlega. Þetta er einhver óþægilegasta þögn sem ég man eftir…


Uppfært (Einar Örn): Þetta virðist vera komið útum allt. BBC, sem eru nú áreiðanlegir, slá þessu upp á forsíðu. Þar segir m.a.

The paper said new Anfield boss Rafael Benitez had told one leading European agent: “Let’s go and find some players - I’ve just sold Steven Gerrard.

Þetta er rosaleg. Roooooosalegt!

Uppfært aftur (Einar Örn) Menn eru víst sammála um að þetta Benitez kvót sé bara bull. Enda er það hálf hallærislegt.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 11:55 | Ummæli (6) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

England töpuðu fyrir Portúgal!

owenportugal.jpg Haldiði að Englendingar hafi ekki tapað fyrir Portúgölum í 8-liða úrslitunum á EM í kvöld? Og það 6-5 í vítaspyrnukeppni … eftir að Owen hafði komið Englendingum yfir og Lampard jafnað fyrir þá í framlengingu töpuðu þeir 6-5 í vítaspyrnukeppni. Vondu kallarnir: David Beckham (yfir) og Darius Vassell (varið). Sem betur fer fyrir okkur L’pool-aðdáendur skoraði Michael Owen úr sinni spyrnu … hann hefði eflaust misst allt sjálfstraust á ný ef hann hefði klúðrað enn einni spyrnunni.

Vissulega er aðeins eitt sem allir Liverpool-aðdáendur hugsuðu þegar þeir sáu Englendinga ganga niðurlúta af velli. Nefnilega: “Núna leysist Gerrard málið vonandi strax á morgun!”

Og það er einmitt málið. Nú, þar sem Englendingar eru úr leik, er Steven Gerrard ekki lengur bundinn þagnarskyldu varðandi félagsliðamálefni. Næst þegar hann talar við blaðamann, væntanlega á morgun, verður hann 100% örugglega spurður hvort hann sé á leið til Chelsea. Og þá fáum við væntanlega svar … þar sem hann er ekki þekktur fyrir annað en hreinskilni í viðtölum!

Annars benti félagi minn mér á góða grein um Gerrard-málefnin núna í kvöld og mér fannst rétt að deila henni með ykkur. Greinina í heild sinni má lesa hér á spjallborði Liverpool.is, en ég hef valið úr nokkra frábæra punkta:

The rumours spread like wild fire. Just like the vermin press many Liverpool supporters completely overlook the fact Gerard was happy to sign an extension to his contract earlier this year. They instead jump all over Gerrard. They are all raging. No matter what Gerrard does now he will be damned for eternity in their eyes. Why can’t Gerrard just come out and say something? Why cant Gerrard just open his mouth and let the supporters who love and adore him know his true intentions? “We have helped him be where he is today, we deserve better than to be hoodwinked” is the familiar cry. A large percentage of Liverpool’s own fan base are seriously angered and now talk of Gerrard with pure hatred NOT love.

Nákvæmlega. Gleymum ekki hvað það er stutt síðan Gerrard skrifaði undir samning við liðið. Krossfestum hann ekki fyrr en hann sjálfur hefur staðfest að hann sé að fara, ókei?

In Portugal Gerrard is aware of what’s happening but two things are a problem here. Firstly he can’t talk to the press about club football, the FA have banned it. Secondly, he still wants a few world-class players to be signed. That hasn’t been achieved yet. If he was to come out and say “I’m staying put” and then get home to find there will be no knew players he will then look a right * if he then decided to go. Bringing in Benitez was the right way to go. It has helped matters but there still needs to be new faces of real quality.

Og að lokum…

I am sure Gerrard will stay. Like I have already said it doesn’t make sense for him to leave now when we are about to embark on a new dawn. I am sure he will at least give the manager one season to see how things go. But why would he if the majority of supporters decide to lower their support for him just because he didn’t, for the umpteenth time, pledge his future to the club. And just because he didn’t break FA rules and speak out about it. Because he waited to see what new faces where in place first before saying something. If he commits then Parry will take this as being off the hook. Yet many Liverpool supporters know we need a few new faces of real quality. Gerrard could just be using the player power he has to force the clubs hand. Owen was being praised for doing this yet Gerrard isn’t being afforded the same thing.

Þetta mál með Gerrard hlýtur að leysast á morgun eða hinn … þ.e.a.s. að ef hann ætlaði sér aldrei að fara og þetta er bara slúður hlýtur hann að leiðrétta það sem fyrst, nú þegar hann má loks tjá sig aftur um klúbbamál. Ef hann hefur enn ekkert sagt á mánudaginn næstkomandi tek ég það sem sterkustu sönnunina hingað til um að hann sé virkilega að fara. Þannig að nú bíð ég bara spenntur eftir að fara á netið á morgun, þar sem ég vænti þess að sjá Steven Gerrard tjá sig um málið!


Annars var eitt enn fréttnæmt fyrir okkur Liverpool-aðdáendur í leiknum í kvöld og það var mark Michael Owen. Þetta mark reyndist frekar merkilegt, eins og kom fram í frétt á YNWA.tv í kvöld. Með því að skora í kvöld sitt fyrsta mark á EM 2004 varð Michael Owen fyrsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að skora mark/mörk fyrir sitt landslið í fjórum eða fleiri stórmótum landsliða.

Þá spilaði hann einnig sinn 60. landsleik sem þýðir að hann er nú leikjahæsti enski leikmaðurinn í sögu Liverpool-landsliðsmanna. Og það aðeins 24 ára gamall. Þá er hann á góðri leið með að verða markahæsti leikmaður Englendinga fyrr og síðar … mig minnir að hann vanti aðeins 18 mörk í að ná Gary Lineker, sem ætti alveg að takast ef hann spilar með landsliðinu í 7-9 ár í viðbót.

Jæja, látum þetta nægja í bili. Sorglegt tap hjá þeim ensku en mikil víma hjá heimamönnum í Portúgal. Núna kæmi mér ekkert á óvart þótt þeir fari bara alla leið, úr því þeir kláruðu Englendingana … samt kem ég til með að halda með Milan Baros, og Hollendingum! Væri til í að sjá Holland - Tékkland í úrslitum!

Á morgun: ummæli frá Steven Gerrard. Þ.e.a.s. ef allt er með felldu í Bítlaborginni. Ef hann er ekki á förum vill hann eflaust kveða niður orðróminn sem fyrst … ef hann er að fara mun þögn hans yfir helgina segja meira en þúsund orð!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:08 | Ummæli (3) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

24. júní, 2004
Ok, núna getum við byrjað að tala saman

Daily Telegraph í dag: Chelsea’s £ 50m Gerrard bid.

Chelsea are ready to launch an audacious attempt to sign Liverpool midfielder Steven Gerrard in a deal worth £50 million by offering Damien Duff and Scott Parker, plus £20 million in cash for the England midfielder.

Þarna er komið eitthvað, sem er farið að komast nálægt virði Stevie G. Allt þetta fáránlega bull um 30 milljónir punda (svipað og Verón kostaði ManU) fyrir Gerrard, var náttúrulega bara bull.

En segjum sem svo að Gerrard vilji fara, þá verðum við bara að sætta okkur við það og reyna að fá sem mest fyrir hann.

Call me Crazy, en gætum við ekki actually verið með betra lið ef við seldum Gerrard og fengjum Parker og Duff í staðinn plús 20 milljónir punda. Þær 20 milljónir gætum við notað til dæmis að hluta til að fá Aimar til liðsins. Hvernig væri þessi miðja:

Duff - Parker - Aimar - Kewell

Ekki slæmt, ha?

Sannarlega betri en

Kewell - Gerrard - Hamann - Diouf


Uppfært: Einar Örn. Einnig hér athyglisverð frétt, um það að Rosicky, sem VILL spila fyrir Liverpool sé falur fyrir 4 milljónir punda

Hvernig væri þá að eyða 4 milljónum í Rosicky og eiga þá 16 eftir og eyða þeim í varnarmenn!

Miðja með Duff - Parker - Rosicky - Kewell væri frábær. Allt ungir (allir undir 25 að ég held) og gríðarlega skemmtilegir leikmenn. Svo væri hægt að kaupa topp miðvörð til að spila með Hyppia fyrir restina af Rússagullinu.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:06 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Erfiður fyrst leikur.

Á næsta tímabili mun Liverpool byrja á því að keppa við Tottenham á White Hart Lane. Það er ljóst að það verður erfiður leikur. Fyrsta umferðin verður 14. ágúst.

Í næstu umferð á eftir mun Liverpool spila við Manchester City á Anfield.

Hér má nálgast lista yfir alla leikina í ensku deildinni

Liverpool verður á Old Trafford 18. september, á Stamford Bridge 2. október og Arsenal kemur á Anfield 27. nóvember. Síðasti leikurinn verður svo á heimavelli gegn Aston Villa, 14. maí 2005.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 10:34 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Enski Boltinn

23. júní, 2004
Takk, Milan!

milanbarostyskaland.jpgEfaðist einhver um það, þegar að Milan Baros fékk boltann 40 metra frá markinu, að hann myndi skora?

Ég er svo viss um að hann vissi það allan tímann. Honum hefði verið nokk sama, þótt varnarmennirnir hefðu verið þrír, hann ætlaði að fara beint á markið og skora. Frábær frammistaða.

Þar sem flestar Liverpool fréttir undanfarna daga hafa verið slæmar fréttir, þá getum við svo sannarlega glaðst yfir frammistöðu Baros. Núna er hann búinn að skora 3 mörk í rúmlega tveimur leikjum. Ekki slæmt fyrir mann, sem komst ekki í Liverpool liðið vegna þess að þar var Emile Heskey fyrir!!

Og þar sem ritstjórar þessar síðu eru báðir Hollands-aðdáendur, þá verðið þið að fyrirgefa þennan Hollands áróður, en það geta fáir haldið því fram að Þjóðverjar hafi átt skilið að komast áfram. Bestu liðin í riðlinum, Holland og Tékkland komust áfram.

Núna er bara að vona að Baros haldi áfram á sömu braut. Ég er alveg ofboðslega hrifinn af Tékkum og ef að Hollendingar vinna þetta ekki, þá vona ég allavegana að Tékkar taki þetta. Danir eru nú ekki með sterkustu vörnina, þannig að Baros ætti að geta haldið áfram á sömu braut.

Viðbót (Kristján Atli): Ég var að átta mig á að Hollendingar og Svíar mætast í 8-liða úrslitunum á laugardaginn. Þau tvö lið sem eiga litríkustu áhorfendurnar. Getiði ímyndað ykkur litadýrðina á vellinum í Faró á laugardaginn? 50% gulur, 50% appelsínugulur. Brilljant! Áfram Holland … og áfram Baros!

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 21:42 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Milan, við treystum á þig!

Í kvöld verður mikil spenna í Evrópukeppninni. Við Kristján styðjum báðir Holland og því þurfum við að treysta því að Tékkar vinni Þýskaland.

Ég held að ég geti nánast fullyrt að það yrði ósigur fyrir knattspyrnuna ef hið grautfúla þýska lið kæmist áfram. Þeir eiga það einfaldlega ekki skilið.

Því bindum við allar vonir við okkar mann í Portúgal, Milan Baros. Hann er búinn að setja mörk í báðum leikjum Tékka í Portúgal og búinn að leika frábærlega. Á meðan að Englendingar froðufella yfir Wayne Rooney, þá virðist enginn taka eftir Baros.

Núna er tíminn fyrir Baros að sanna sig enn frekar. Þrjú mörk í kvöld væru svo sannarlega velkominn. Áfram Tékkland og Áfram Holland! :-)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:06 | Ummæli (5) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Chelsea vill fá Gerrard. Döööh!

Peter Kenyon, sem sveik vini okkar í ManU fyrir meiri peninga hjá Chelsea, kom fram í þætti á gervinhattastöð Chelsea.

Þar kom það í fyrsta skipti opinberlega fram að Chelsea menn hafa áhuga á Gerrard. Hann segir:

“But it’s speculation at this stage. [Gerrard]’s made his views known in the press I think, how relevant they are I don’t know but if he was to become available we would definitely be in for Steven Gerrard.”

Þetta þarf nú ekki að koma mörgum á óvart. Öll lið í heimi hafa áhuga á Gerrard og því er eðlilegt að liðið, sem getur dreymt um að sjá hann í liðinu, sé að pæla í honum.

Það er alveg ljóst að klúbbarnir munu koma sér saman um verð ef Gerrard vill fara. Chelsea á nógan pening. Þetta snýst bara um hvað Gerrard sjálfur vill gera.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 00:31 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

22. júní, 2004
Gúrkutíð...

Það er þriðjudagur - og gúrkutíð. Í kjölfar sigurs enskra á Króötum í gær, 4-2, er lítið rætt um annað en ágæti Wayne Rooney og væntanlega mótherja Englendinga, heimamenn í Portúgal. Það er meira að segja svo lítið rætt um annað en enska landsliðið að það hefur varla verið minnst á sölu Steven Gerrard. Sem er gott … okkur Púllurum veitti ekki af dagsfríi frá þeirri sturlun.

Annars langar mig bara að nota tækifærið og óska nágrönnum vorum í Danmörku og Svíþjóð til hamingju með að hafa slegið út hið grútleiðinlega lið Ítala í kvöld. Ekki það að ég hafi neitt á móti Ítölum, frábært fótboltalið og stórkostlegir knattspyrnumenn þarna inn á milli … en mér fannst það á HM 2002 og mér hefur fundist það aftur í sumar, að þeir spila allt of neikvæðan og leiðinlegan fótbolta. Þeir geta miklu meira en þeir hafa verið að sýna og ég vona bara að þessi skammarganga þeirra í kvöld verði til þess að Ítalir hristi upp í fótboltamálunum heima fyrir hjá sér og mæti til leiks á næsta stórmót með sóknarbolta í huga. Sem Svíar og Danir gerðu - og eiga því fyllilega skilið að komast í 8-liða úrslitin. Til hamingju!

Á morgun: Milan Baros v/s morðingjar knattspyrnunnar. Já, ég veit þetta uppnefni var eitt sinn notað á Liverpool en ekki meir. Nú eru það augljóslega Þjóðverjar sem eru að þessum titli komið - leiðinlegra fótboltalið hef ég aldrei séð og sá fáheyrði atburður átti sér stað sl. laugardag að ég slökkti á leik á EM, ég hreinlega nennti ekki að horfa á leik Þjóðverja og Letta. Þeir eru þetta leiðinlegir!

Mín spá, svo það sé skjalfest: 4-0 fyrir Tékka og Baros með þrennu. Er ekki um að gera að vera bjartsýnn? smile

.: Kristján Atli uppfærði kl. 23:10 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Guess who!

Maður getur sennilega orðið alveg geggjaður á því að lesa allar greinarnar, sem eru skrifaðar um Steven Gerrard þessa dagana. Í raun hef ég lítið til að bæta við það, sem við Kristján skrifuðum um helgina.

Allavegana, ég rakst á eina grein, skrifaða af Chelsea stuðningsmanni, þar sem hann talar um það af hverju Gerrard muni koma til Chelsea. Greinin er blessunarlega laus við allt mont og þann hroka, sem hefur einkennt Chelsea menn eftir að þeir unnu í rússneska happdrættinu fyrir ári. Ólíkt flestu sem maður les, þá er hún jarðbundin og nokkuð sannfærandi.

Meðal góðra punkta:

Liverpool’s words were an open admission that the club were facing a struggle on their hands to hold on to the player, a struggle that they might well lose. If the club does make such an admission, at this stage of a protracted transfer, it is not to erect the kind of walls that will keep the player at the club, it is to prepare the supporters for his departure, and the defence, when Gerrard does leave, that the club did what they could but they were powerless to stop him.

These two items merely add to a number of other articles claiming, with an increasing confidence, that the transfer will happen. Why would Liverpool legends Mark Lawrensen and Alan Hansen, for instance, each take the trouble to write in their respective columns that they understand why Steven will - and should - take the unique opportunity to move to Chelsea? Did these two die-hard Liverpool supporters idly decide to write their pieces, or where they spurred on with the knowledge that it would happen?

Þetta var nákvæmlega það sem mér datt í hug þegar ég las grein Hansen. Ef hann er ekki viss, þá er greinin hans óafsakanleg.

Einnig:

Meanwhile, the Liverpool faithful are clutching at straws. There are all sorts of fan websites that are telling all and sundry, with a certain desperation, that it is unthinkable that the local lad, the Liverpool captain, would move to Chelsea. All sorts of reasons are offered for this: that he’s not interested in money, that he’s Liverpool through and through, that Liverpool have just appointed an exciting new manager. All of these are nothing more than speculation. The truth is that none of the supporters know what is motivating the player. After all, their club’s chief executive himself has confirmed that the player was unhappy at the club, and wanted to have a better chance of success. That must weigh more than a third hand report of an unnamed friend of the player having said that actually he loves Liverpool.

Eftir allt þetta umtal, þá er hugsunin um Liverpool án Steven Gerrard ekki eins hræðilega svakaleg og hún var fyrir einni viku. Kannski er þetta bara allt gert til þess að við Liverpool fólk fáum ekki öll hjartaáfall á sama tíma. Kannski er þetta allt bara til að draga úr sjokkinu, sem við fáum þegar Gerrard segir okkur öllum að hann hyggist fara til Chelsea.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 17:11 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Bla bla bla Steven Gerrard bla bla

Fyrrverandi Liverpool leikmenn er hópur, sem fer sífellt meira í taugarnar á mér. Það virðist vera nær takmarkalaust framboð af fyrrverandi Liverpool mönnum, sem halda fram öllum mögulegum skoðunum. Vantar blaðmanni einhvern til að hvetja Gerrard til að fara til Chelsea? Þá hlýtur að vera hægt að finna einhvern fyrrverandi leikmann til þess að gera það.

Alan Hansen ákvað að skrifa grein til að lista allar mögulegar ástæður fyrir því af hverju Gerrard eigi að fara til Chelsea. Ef Hansen styður virkilega Liverpool enn í dag, hvaða andskotans tilgangi þjóna þá svona skrif?

The question he will have asked himself - the same one that Rafael Benitez will also be considering - is how long until Liverpool are in a position to challenge for major trophies? Five years? Six? Seven? Does Gerrard have the time to wait around for the new manager to build the team around him while there is an opportunity to walk into a Chelsea side who will be very serious challengers next season?

At Chelsea, Gerrard will have an immediate chance of the big trophies. At Liverpool, right now, he does not.

Hvaða vitleysa er þetta? Liverpool með Steven Gerrard, Michael Owen, Milan Baros, Harry Kewell og Djibril Cisse getur vel blandað sér í baráttuna á næstu tveimur til þremur árum.

Ég skil ekki hvað Hansen fær útúr svona pistlum, sem gera bara slæma hluti verri.


Talandi um að gera slæmt ástand verra, þá eru m.a.s. farnir að birtast pistlar, þar sem Gerrard er harkalega gagnrýndur af stuðningsmönnum. Ég er ansi hræddur um að svona skrif geri bara illt verra.

Ég er búinn að jafna mig nokkurn veginn á þeirri tilhugsun að Gerrard geti farið. Eftir að hafa lesið alltof mikið af greinum er ég farinn að hallast að því að það séu meiri líkur á að hann fái borgað með illa fengnum rússneskum olíupeningum á næsta ári.

That it is Chelsea who tempt him, a club with no history of success or widespread support makes it even worse and leads people to suspect it is greed alone that is his motivation. (feitletranir mínar)

En ég reyni samt að segja við sjálfan mig að Steven Gerrard hefur ekki enn sagt orð um þetta mál. Hann hefur aldrei gefið neitt í skyn annað en að hann vilji vera áfram hjá Liverpool. Þangað til að hann gerir annað, þá verðum við að halda ró okkar.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 00:18 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

21. júní, 2004
Houllier og Benítez

gerardbenitez.jpg Sjáiði þetta? Þetta eru Gérard Houllier og Rafael Benítez að spjalla saman á leiðinni í flugvél til Portúgal sl. föstudag. Skv. frétt Liverpool Echo í dag þá fór vel á með þeim félögum og þeir virtust niðursokknir í fótboltaspjall bæði fyrir og eftir flug.

Einhvern veginn finnst mér þessi mynd svo einkennandi fyrir Liverpool FC. Gérard Houllier er greinilega nógu mikill maður til að óska Benítez góðs gengis, tala við hann og jafnvel gefa honum nokkur góð ráð varðandi leikmannahópinn sem hann erfir. Sem segir meira um Gérard Houllier en allar niðrandi blaðagreinar síðustu mánuða til samans. Hann er mikilmenni - og vonandi munu ráð hans koma Benítez að gagni.

Annars er gott að sjá að slúðurpressan hefur fleira en Stevie G á milli tannanna þessa dagana. Skv. Liverpool Echo gætu Blackburn og Man City viljað skipta á Robbie Fowler og Andy Cole. Hmmm … ég efa það, þótt það sé í sjálfu sér ekkert of vitlaus hugmynd. Í þessari sömu grein er síðan talað um að Benítez ætli sér að kaupa Vicénte, vængmann Valencia og Spánar, á um 8 milljónir punda. Sem væri frábær díll, að mínu mati.

Mánudagar: slúðurdagar. Það verður ekki miklar fréttir að hafa í dag - nema það sem varðar landsleikinn á eftir. England - Króatía er í beinni í kvöld og nú er bara spurningin hvort Owen skorar loksins!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:15 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Af hverju Gerrard verður áfram

Kristján hafði bent á þessa grein í ummælunum við síðustu grein, en mér fannst hún það góð að hún ætti skilið sér færslu.

Paul Tomkins: Why Gerrard Will Remain At Liverpool . Allir ættu að lesa þessa grein. Margir góðir punktar en ég bendi á þessa tvo:

What players do [Chelsea] have that Gerrard would dream of playing alongside? They’ve made a lot of expensive signings, but no Zidane, no Henry, no Ronaldinho. Would you want to swap Duff for Kewell? Not particularly. Or any of their strikers for Owen? Has any Chelsea player (or target, such as Deco) come even remotely close to playing to the level of Milan Baros during Euro2004?

Have they signed anyone as exciting as Djibril Cisse this summer? I can tell you no, they haven’t. Lots of Porto players eager to leave a weak league

Sérstaklega er þó þessi punktur góður:

I hope people don’t start turning on Steven Gerrard or the board over pure speculation; otherwise it becomes a self-fulfilling prophecy: he leaves as he feels unwelcome, when up to then he’d wanted to stay. We should be getting behind him, and not believing any of this; nothing has been said by either him or his agent. Until it has, then we must ignore it all - as hard as it is.

Annars eru umræðurnar við síðustu færslu um Gerrard mjög skemmtilegar og bendi ég fólki á þær.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 12:06 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

20. júní, 2004
Hvað er í gangi hjá Stevie G?

Ég veit hreint ekki hvað maður á að halda varðandi þetta Gerrard mál. Benítez fór víst til Spánar á föstudag og ræddi við Gerrard, Owen og Carragher. Eftir það talaði hann við opinberu vefsíðuna og nánast staðfesti að Gerrard væri í raun að íhuga að fara frá Liverpool, auk þess sem hann ítrekaði að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stendur til að telja hann á að vera áfram í Liverpool.

Á meðan á því stóð hefur breska pressan að sjálfsögðu farið mikinn um fyrirhuguð kaup Chelsea á kauða, enda hafa þeir varla komist í jafn feitt síðan Beckham svaf hjá konu sem er ekki kölluð “Posh” í vetur. Meðal þess sem nú er rætt er möguleikinn á að Scott Parker komi til L’pool í skiptum fyrir Gerrard, auk einhverra 30milljón-punda í reiðufé.

Önnur frétt segir samt að Liverpool muni aldrei selja Gerrard fyrir minna en 50milljónir punda, og miðað við að Parker kostaði Chelsea 10millur í janúar þá hljóta 30millur + Parker (alls 40 millur) að teljast of lítið fyrir Steven Gerrard, ekki satt?

Kannski það sem veldur mér hvað skrýtnustum tilfinningum eru sögusagnirnar um að Carragher og Gerrard hafi hnakkrifist í Portúgal fyrir skömmu. Þetta veldur mér bæði létti og áhyggjum; létti af því að ef ég væri Carra þá myndi ég líka lesa Stevie G pistilinn fyrir að íhuga svona græðgissölu - en þetta veldur mér samt áhyggjum því kannski gerir ósætti þeirra í milli Gerrard ákveðnari í að fara.

Hvað sem verður þá efast ég um að við fáum úrlausn á þessu máli fyrr en eftir Euro 2004. Þegar Gerrard er kominn heim til Liverpool, búinn að sjá þróun leikmannamála hjá Benítez og búinn að fá smá frið til að hugsa málin, þá fyrst tekur hann væntanlega endanlega ákvörðun. Við getum bara vonað að það sé rétt ákvörðun og að hann verði fyrirliði Rauða Hersins á næsta ári.


Eitt er það samt sem ég skil ekki og það er allt þetta tal um að Gerrard vilji fara til Chelsea af því að hann vilji vinna titla. Ef hann segðist vilja fara frá Liverpool fyrir lið sem gæti unnið titla - og færi svo til Arsenal eða ManU, þá gæti ég skilið það. En til Chelsea??? Hvað hafa þeir sem við höfum ekki?

Berum aðeins saman liðin: Þjálfarar: Bæði lið nýbúin að ráða nýja stjóra. Benítez og Mourinho eru vafalítið tveir efnilegustu og heitustu þjálfarar Evrópu í dag og erfitt að gera upp á milli þeirra.

Aðstaða: Skv. ummælum Mourinhos þá er aðstaðan hjá Chelsea FC til háborinnar skammar, þannig að Liverpool FC hefur augljóslega vinninginn hér.

Saga og fyrri afrek: Liverpool er sigursælasta lið enskrar knattspyrnusögu. Og hefur unnið sex titla á síðustu fimm árum. Chelsea hafa unnið einn bikar á þessum sömu fimm árum, minnir mig alveg örugglega. Þannig að Liverpool hefur öruggan sigur hér líka.

Peningar: Chelsea geta eytt án tillits til kostnaðar í leikmenn. Flott hjá þeim. En Liverpool eru skv. öllum miðlum að gíra sig upp í að eyða allt að 50-60 milljónum punda í leikmenn áður en nýtt tímabil hefst, sem er ekkert slor. Talað eru m Ayala, Aimar, Vícénte, Sylvail Wiltord, Ricardo Quaresma, Scott Parker, Damien Duff og endalaust fleiri leikmenn í því sambandi. Þannig að Chelsea hafa hér vinninginn, en það er naumara en mætti ætlast til þar sem Liverpool hafa líka vissulega fjármagnið til að eyða í heimsklassamenn í sumar!

Persónulegt umhverfi: Hér ætti sterkasta vopn Liverpool að liggja. Stevie er uppalinn púllari, fyrirliði liðsins sem hann dýrkar og dáir og launahæsti leikmaður liðsins. Ef hann fer fram á launahækkun fær hann hana, eins lengi og hann verður um kyrrt. Hann er að spila hjá sínu liði, fyrirliði, og það lið er á mikilli uppleið. Af hverju ætti hann að fara???

Eins og ég sagði, þá væri það erfitt en ég myndi skilja það ef Gerrard færi til Arsenal, ManU, Real Madríd eða AC Milan. Af því að það eru lið sem hafa undanfarin ár verið að vinna fleiri deildarsigra og fleiri titla í öllum keppnum en við í Liverpool. En að fara til Chelsea, sem er að versla leikmenn og með nýjan þjálfara og á mikilli uppleið - EINS OG VIÐ - en hefur ekki sömu hefð fyrir titlum og við? Það væri að mínu mati óskiljanlegt … og þá held ég að ég gæti lítið annað en haldið að Gerrard væri bara að fara þangað til að elta peningana.

Það verður mikið um fréttir af þessu á næstunni þannig að ég legg til að við öndum öll rólega. Eins og Benítez sjálfur sagði þá mun hann gera allt sem í hans valdi stendur til að halda Gerrard en ef allt kemur fyrir ekki og við missum hann til Chelsea - þá er það ekki endir alls. McManaman var einu sinni talinn ómissandi - og Robbie Fowler líka. Ian Rush var einu sinni talinn ómissandi en án hans unnum við tvennu. Gerrard og Owen eru vissulega taldir ómissandi fyrir Liverpool FC í dag - en hafið það á hreinu að ef þeir velja að fara frá klúbbnum sem ól þá upp þá verður það ekki endir alls fyrir Liverpool Football Club!

Að lokum minni ég á styrjöldina í kvöld: Portúgal - Spánn. Þetta verður ROSALEGT … kannski ekki jafn rosalegt og Milan Baros í stuði, en samt roooooosalegt!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 16:40 | Ummæli (14) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

19. júní, 2004
Má ég kynna: Milan Baros!

Ég held með Hollandi og hef gert síðan ég var 10 ára. Því á ég erfitt með að jafna mig eftir Tékkaleikinn. Þvílík vonbrigði að Holland skuli hafa tapað þessu í seinni hálfleik. Dick Advocaat fær fyrstu opinberu viðurkenningu þessa Liverpool bloggs:

“Gerard Houllier verðlaunin, fyrir heimskulega áherslu á varnarleik”

Það er nokkuð ljóst að Chelsea hafa gert góð kaup í þessum Arjen Robben, allavegana var hann ógnandi allan leikinn. Því var alveg hreint óskiljanlegt að Advocat hafi tekið hann útaf fyrir varnarmann þegar meira en hálftími var til leiksloka. Hélt einhver virkilega að Holland myndi halda fengnum hlut?


Allavegana, þessi síða fjallar ekki um Holland, heldur Liverpool. Og þá kem ég að því, sem fær mig til að halda sönsum í kvöld. Það er frammistaða Milan Baros.

Baros er búinn að vera frábær á EM. Hann var maður leiksins á móti Lettum og hefði ekki verið fyrir hreint stórkostlegan leik hjá Nedved, þá hefði hann verið besti maður Tékka aftur í kvöld. Ég veit ekki hversu oft ég hef haldið því fram að Baros væri vanmetnasti maðurinn í enska boltanum. Hann er ekki lengur bara efnilegur, hann er einfaldlega orðinn einn af bestu framherjum í Evrópu. Og það án þess að fá almennileg tækifæri undir Gerard Houllier.

Þeir sem ekki styðja Liverpool hafa nefnilega ekki skilið almennilega hversu stórkostleg vonbrigði það voru fyrir okkur Liverpool menn að hafa Heskey alltaf í byrjunarliðinu. Allir vissu að Heskey var lélegur, en það voru bara þeir Liverpool stuðningsmenn sem horfðu á alla Liverpool leikina, sem gerðu sér grein fyrir því hvað brosmildi Tékkinn á bekknum var góður.

Það er hreint magnað þegar maður hugsar útí það að Gerard Houllier hafi verið svona blindur að halda að Liverpool myndi spila betur með EMILE HESKEY í liðinu í staðinn fyrir Baros. Það er bara ekki hægt að skilja það! Fyrir EM var Baros sá Liverpool maður, sem ég vonaðist einna mest að gæti sannað sig. Hann hefur svo sannarlega gert það í fyrstu tveimur leikjunum og ég vona að hann haldi áfram á sömu braut. Núna má hann skora þrennu á móti Þjóðverjum og senda þetta grautfúla þýska lið heim til Berlínar.

Við Liverpool stuðningsmenn höfum vitað hvað Baros getur. Það var kominn tími til að aðrir knattspyrnuunnendur kæmust að því.

Leikurinn í kvöld var náttúrulega stórkostleg skemmtun. Ágætis upprifjun á því af hverju maður elskar fótbolta. Baros gerði nánast allt rétt í leiknum. Hann barðist einsog ljón, sem sýndi sig einna best þegar hann hafði betur en þrír hollenskir varnarmenn í fyrsta markinu, sem hann lagði algerlega upp fyrir Koller.

Hann var svo sí ógnandi allan leikinn, hljóp útum allt og skoraði svo eitt besta mark keppninnar með þrumuskoti. Koller skallaði á Baros, sem var við vítateigslínuna, Baros tók boltann á lofti og þrumaði honum uppí samskeytin. Frábært mark og frábær leikur. Vonandi heldur Baros áfram á sömu braut.

Já, og svo langar mig að minna fólk á það að Baros er 22 ára gamall. Þvílíkur leikmaður! Það er nokkuð ljóst að Rafael Benitez brosir breitt eftir þennan leik.


Viðbót (Kristján Atli): Það er ljóst að Milan Baros er, eins og við vonuðumst til, að stimpla sig inn all-rækilega í Portúgal í sumar! Sem er einmitt það sem ég vildi, þar sem Benítez hlýtur að fylgjast náið með þessum leikmönnum Liverpool sem eru á EM hlýtur hann að átta sig á því hvílíkur gæðaframherji Milan Baros er. Og þar sem hann veit nú þegar að hann hefur Michael Owen og Djibril Cissé til umráða þá sér hann vonandi hversu rosalega vel mönnuð framherjastaðan hjá okkur er með Baros sem þriðja mann.

Ég geri sterklega ráð fyrir að Benítez vilji samt byrja með Owen og Cissé frammi í haust, eða finnst það allavega lang-rökréttast. Það er bara of gott tækifæri til að sleppa því, að sjá þá tvo saman. En að sama skapi þá finnst mér engu að síður að Baros eigi að sitja við sama borð og þeir, þ.e. hann á ekki alltaf að vera átómatískt varamaður fyrir þá, eins og Houllier hafði hann alltaf. Houllier valdi Heskey alltaf fram yfir Baros. Ef Cissé eða Owen eru kaldir, eða annar þeirra lendir í markaþurrð, þá er mér sama þótt sá maður heiti “Saint Michael Owen of Wales” eða “Djibril landsliðsmaðurfrakklands Cissé” … Milan Baros á að fá að spila ef þeir standa sig ekki!

Að mínu mati erum við núna með þrjá framherja sem eru allir áþekkir að gæðum, þótt hver þeirra hafi sína sérstöku eiginleika fram yfir hina tvo. Cissé er bomban í hópnum, algjör Batistuta í raun, á meðan Owen hefur hraðann og þefvísina. Baros hefur svo að mínu mati sitt lítið af öllu, en sérgrein hans verður að teljast hvað hann er rosalega grimmur.

Þetta verður spennandi tímabil… vonandi er Benítez sá þjálfari sem leyfir þeim öllum að spila til jafns!

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 22:29 | Ummæli (8) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Ricardo Quaresma á leið til L'pool?

quaresma.jpg Tekið af RAWK.com: Benítez lines up Quaresma

Þetta er að sjálfsögðu bara slúður eins og er en í raun og veru er þetta ekki svo langsótt. Vitað er að Quaresma hefur verið að tjá sig undanfarna daga um að hann vilji aldrei aftur spila undir stjórn Rijkaards hjá Barcelona og hefur meðal annars sagt að hann snúi ekki aftur til liðsins í haust ef Rijkaard er enn stjóri liðsins eftir sumarfríið. Sem verður að teljast líklegt, þar sem liðinu gekk þrusuvel eftir áramót á síðasta tímabili.

Þá get ég ekki ímyndað mér annað en að Quaresma renni hýru auga til Benítez, sem rústaði honum og hinum í Barca í spænsku deildinni á síðasta tímabili. Þá er alkunna að Benítez notar allan völlinn og spilar mikið uppá kantmenn, þannig að leikmaður eins og Quaresma getur verið viss um að fá mikið vægi innan liðs sem Benítez stjórnar.

Þá sárvantar okkur hægri kantmann. Lesist: sárvantar, svo nauðsynlega að það liggur við að ég hringi út til Liverpool og bjóði þeim að kaupa Jón Þorgrím hjá FH. Hann væri betri en enginn. Okkur sárvantar kantmann og það helst í gær!!!

Quaresma uppfyllir vissulega þær kröfur. Hann er “undrabarn”, spilaði fyrsta landsleik sinn 18 ára gamall og er nú rétt rúmlega tvítugur og þegar kominn með reynslu af landsliðum, Evrópukeppnum og erfiðustu deild heims, spænsku La Liga. Hann er geysifljótur og rosalega góður dribblari með boltann en hans sterkasta vopn eru fyrirgjafirnar. Já, þið lásuð þetta rétt: FYRIRGJAFIR. Ímyndið ykkur Cisse, Owen og Baros í liði sem getur gefið fyrir bæði frá hægri og vinstri. Ímyndið ykkur bara…

Þetta væru frábær kaup hjá Liverpool, að mínu mati. Vissulega er drengurinn með dáldið Egó en það breytir engu, Benítez hefur gert meiri prímadonnur en hann að hlutum í liðsheild (lesist: Vícente Rodriguez). Þá telja Portúgalir almennt Quaresma vera mikið betri leikmann en t.d. Christiano Ronaldo hjá ManU. Eina ástæðan fyrir því að það eru ekki allir að tala um Quaresma í sumar er sú að hann meiddist í næstsíðasta leik Barca í vor og missir af EM 2004 vegna meiðsla. En hann er aðeins tvítugur og á því nóg af stórmótum eftir.

Er þetta ekki málið bara? Kaupa hann…


Og þá er það grínfrétt dagsins: Harry Kewell lögsækir Gary Lineker fyrir ummæli sín í kjölfar sölu Leeds á Kewell til Liverpool. Já, Harry kærir Gary fyrir ærumeiðandi ummæli sem áttu sér stað í blaðagrein fyrir 10 mánuðum síðan. Gvöð má vita af hverju Harry var svona lengi að kæra ef hann ætlaði sér það á annað borð … en í kjölfar kærunnar hefur blaðagreinin verið fjarlægð af öllum netmiðlum, að sjálfsögðu, og því getum við aðeins velt því fyrir okkur hvað í ósköpunum Gary Lineker sagði.

Hins vegar er fyrirsögn blaðagreinarinnar þessi: “Kewell transfer makes me feel ashamed of football”. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Gary fjallaði um í þessari grein.

Spurningin er: þýðir þetta að Lineker þarf að vera fjær Kewell en 500m? Því þá getið þið gleymt að sjá Liverpool á BBC Sport í vetur… :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 16:38 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Benitez í Portúgal

Rafa Benitez er víst kominn til Portúgal, þar sem hann ætlar að hitta Liverpool mennina í enska hópnum, Carragher, Owen og auðvitað Gerrard. Mér finnst þetta nokkuð gott múv hjá Benitez, það er að fara strax og tala við Gerrard.

Jafnvel þótt að Gerrard eigi að vera að einbeita sér að EM, þá þarf enginn að segja mér annað en að þessi Liverpool mál trufli hann í undirbúningnum. Þess vegna væri gott fyrir hann að tala út um þessi mál við Benitez sem fyrst.

Auðvitað vonum við að niðurstaðan úr þessum fundum verði jákvæð.

Annars er hérna einkaviðtal LFC.tv við Benitez.

Svo er nú dálítið fyndið að Houllier og Benitez rákust á hvorn annan þegar þeir voru að tékka inn töskurnar sínar í Lissabon. Houllier óskaði Benitez góðs gengis (hvað gat hann eiginlega sagt annað?)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:30 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

18. júní, 2004
Phil Thompson hættir

Það ætti svo sem ekki að koma mörgum á óvart, en Phil Thompson var sagt upp hjá Liverpool í dag.

Þrátt fyrir að mér þyki þetta eilítið sorglegur atburður, þá er ég alveg viss um að þetta var hárrétt ákvörðun hjá Benitez og Rick Parry. Thompson er sennilega ekki besti þjálfari í heimi, en hann ólst upp sem stuðningsmaður Liverpool, var einn abf bestu mönnum liðsins lengi vel og það var augljóst að honum var virkilega annt um gengi liðsins.

Það var þó alveg ljóst að Benitez varð auðvitað að gera almennilegar breytingar á liðinu. Thompson og Houllier voru teymi og það hefði verið hálf hallærislegt að halda Thompson eftir. Christiano Damiano hætti einnig hjá Liverpool fyrr í vikunni. Það virðist sem að Sammy Lee og Ian Rush séu þeir einu, sem eru öruggir með starf sitt í þjálfaraliðinu.

Einsog Kristján minntist á er líklegast að Benitez ráði Paco Ayesteran, gamla aðstoðarmann sinn frá Valencia, sem aðstoðarmann sinn hjá Liverpool.

En allavegana, þá getur maður ekki gert annað en þakkað Thommo fyrir góð ár. Ég mun ekki sakna þunglynds Gerard Houllier í varamannaboxinu, en maður mun auðvitað sakna þess að sjá Thommo, rauðan af æsingi, öskrandi á hliðarlínunni.


Já, og svo eru nokkur minni tíðindi: Aston Villa halda því fram að Angel sé ekki til sölu. Ég hafði nú ekki mikla trú á Angel sölunni, þannig að mér er nokk sama hvort hann sé til sölu eður ei.

Hef það á tilfinningunni að Liverpool verði orðað við alla þá leikmenn, sem Rafa Benitez hefur fylgst með undanfarin ár.

Talandi um það, þá var einn af þeim leikmönnum, sem Benitez dáðist að, Djibril Cisse, sem er einmitt á leið til Liverpool.

Benitez sagði um Cisse:

When I talked to scouts at Valencia they always talked to me about Cisse, they always said to me ‘if we have Cisse, we will win the league for two or three years more.

Einnig:

When you have four or five fantastic players on the team, you have to play in the right manner, because you have Owen, Cisse and Baros, you need to say to them it is possible to play with everybody but it depends on the game.

Ég hélt því fram við vin minn í gær að Michael Owen gæti hugsanlega verið framherji númer 3 hjá Liverpool á næsta tímabili. Er það svo galin fullyrðing?

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 20:50 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Red Rafa kominn á kaf í vinnu!

redrafa.jpg Rafael Benítez, nýr framkvæmdarstjóri Liverpool, er bara strax byrjaður að taka til hendinni! Og það ekki seinna vænna.

Fréttir Liverpool Echo í gær, 17. júní, snerust flestar um það hvað Rafael Benítez ætlaði sér að gera af sér í fyrstu dögum sínum í starfi sem stjóri Liverpool. Fyrst ber að nefna fund hans með Phil Thompson í gærdag, þar sem væntanlega var rætt um framtíð Thommo hjá félaginu. Þar sem langlíklegast þykir að Benítez muni gera Francisco ‘Paco’ Ayesteran að aðstoðarþjálfara sínum (þeir hafa starfað sem teymi hjá mörgum klúbbum og í mörg ár) þá er ljóst að eina leiðin fyrir Thommo að halda áfram að starfa fyrir Liverpool er undir breyttum titli. Hann verður ekki aðstoðarframkv.stjóri lengur - en það gæti verið laus staða fyrir hann í þjálfaraliðinu. Eðlilegt er á Spáni að hafa allt að 8-10 þjálfara starfandi beint undir framkvæmdarstjóranum/yfirþjálfaranum … á meðan þeir eru oftast ekki mikið fleiri en sex í Englandi. Christian Damiano, einn af Frökkum Houlliers, er þegar farinn frá klúbbnum og því er laus staða í þjálfaraliðinu. Það er talið langlíklegast að Benítez vilji halda Sammy Lee, Joe Corrigan og Ian Rush sem varnar-, markmanns- og sóknarþjálfurum sínum og kannski gæti Thompson fallið inn í það skipulag sem fitness-þjálfari eða eitthvað álíka. Eflaust vill hann svo fá a.m.k. einn Spánverja með sér, en við sjáum til.

Rafa lét ekki staðar numið þar, ónei. Hann talaði um fyrirætlanir sínar og sagðist þurfa að tala við alla starfsmenn liðsins til að geta skipulagt sig vel. Gott að vita að hann vill hafa allt á hreinu.

Þá fjallaði hann líka um fyrirhuguð leikmannakaup og tókst meira að segja að vera bendlaður við Sylvain Wiltord … og Jermain Pennant í dag. Busy day, huh?

Þannig að ljóst er að hann er þegar byrjaður að kafa djúpt niðr’í þau málefni sem þarf að afgreiða sem allra fyrst. Væntanlega vill hann vera kominn með þjálfaraliðið, æfingaáætlun og allt slíkt og jafnvel eitthvað af leikmannakaupum sínum á hreint þegar að EM 2004 lýkur eftir rúmlega tvær vikur - til að geta sýnt Stevie G og Owen fram á það hversu mikill metnaður er í gangi hjá honum, þegar hann loksins hittir þá eftir EM 2004.


Að lokum langar mig til að benda á góða grein um það erfiða/spennandi verkefni sem bíður Rafa “Red” Benítez: Benítez’s hopes rest with Houllier’s legacy. Margt gott sem fram kemur í þessari grein, sér í lagi þetta:

Benitez is different, he is a modern European coach. He may come up with some transfer targets, but he will also be comfortable with the clubs owners (in this case the board of directors) buying or selling players with or without his involvement. This should allow the board to clear the decks at Anfield and move on the dozens of French speakers that were acquired during the Houllier years – players and coaches.

But as he is a coach and not a manager he will be concentrating on improving the first team, looking at tactics and opponents – getting the most out of what he is given.

The bottom line: Benítez mun láta liðið spila fótbolta, eitthvað sem fólk vill borga til að sjá. Spennandi…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:59 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

17. júní, 2004
Houghton bullar

Á meðan 99% af öllum Liverpool stuðningsmönnum eru uppfullir af bjartsýni eftir að Liverpool réð Rafa Benitez, einn efnilegasta þjálfara í heimi, þá eru ekki allir sáttir.

Rafa Benitez hefur gert Valencia að meisturum í erfiðustu deild í heimi, en það er greinilega ekki nóg fyrir suma. Ray Houghton, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að byrja að gagnrýna Benitez áður en hann stjórnar sinni fyrstu æfingu fyrir Liverpool. Og á hverju byggist gagnrýnin? Hæfileikum Benitez? Árangri Benitez? Nei, Houghton gagnrýnir ráðninguna útaf því að Benitez er útlendingur:

We should have gone for a home-grown coach.

We seem to be having “foreign coach” syndrome. It seems fashionable but myWe seem to be having ‘foreign coach’ syndrome. It seems fashionable but my answer to that is, how many foreign coaches have actually won the Premiership?

Látum það vera að það er enginn enskur þjálfari, sem hefur náð svipuðum árangri og Benitez, sem hefði verið raunhæfur kostur fyrir Liverpool. Benitez var langbesti kosturinn í stöðunni. Þetta komment er bara með svo ólíkindum vitlaust.

Ég gat skilið fyrrverandi leikmenn Liverpool þegar þeir gangrýndu stundum Houllier, en þeir eiga á hættu að byrja að hljóma einsog hópur af gömlum kellingum. Þeir voru góðir leikmenn, en hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að þjálfa lið í dag. Það minnsta sem þeir gætu gert fyrir sitt gamla félag væri að steinhalda kjafti og leyfa Benitez allavegana að sanna sig.

Þetta er ekki góð leið til að bjóða nýjan þjálfara velkominn til Liverpool.

Houghton minnkaði allavegana í áliti hjá mér við þessi komment.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:40 | Ummæli (3) | Flokkur: Þjálfaramál

16. júní, 2004
Vicente fúll út í Valencia

Vicente.jpgSkySports: Unhappy Vicente Blasts Valencia

Skv. þessum fréttum þá er talið líklegt að Vicente Rodriguez fari frá Valencia, svo lengi sem þeir stórhækki ekki samningstilboðið sem hann var að hafna. Hann vill víst fá mikið hærri laun en hann er að fá (ku vilja fá jafn mikið og David Albelda, fyrirliði og launahæsti leikmaður Valencia) og er alls ekki sáttur með það “lága” tilboð sem hann fékk frá Valencia.

Vicente er aðeins 22 ára gamall og ef þið eruð búin að horfa á leiki Spánar gegn Rússum og Grikkjum í EM 2004 eins og ég þá vitið þið vel að þar er heimsklassaleikmaður á ferð. Algjörlega. Mikið dj… væri ég til í að fá hann á vinstri vænginn á næsta tímabili, með Kewell þá á hægri vængnum. Þótt þeir séu báðir örfættir þá væri ég alveg til í það, ég er viss um að þessi drengur myndi blómstra hjá Liverpool undir stjórn Benítez!

Annars er eflaust of snemmt að spá í hverja Benítez kaupir. Hann fer á markaðinn á næstu dögum og verslar, það er ljóst, en í kvöld ætla ég að láta mér nægja að fagna komu Spánverjans snjalla.

Samt, gaman að ímynda sér menn eins og Vicente Rodriguez í rauðri treyju…


Viðbót (Einar Örn):. Ég leitaði að fréttum af Vicente á Google og rakst þá á þessa frétt af Marca, sem er vinsælasta fótboltablaðið á Spáni (kemur sér vel að kunna spænsku).

Fréttin er á spænsku og er innihaldið svipað og Sky fréttin, það er að Vicente sé ósáttur við að sér sé ekki boðinn nýr samningur. Hjá Marca er talað um að núverandi samningur hans gildi til 2007 og einnig að það sé “buy-out” klásúla uppá 60 milljónir Evra, eða 39 milljónir punda.

Hins vegar segir einnig að ef að Vicente sé virkilega ósáttur og vilji fyrir alla muni fara, þá geti hann leitað til UEFA og fengið klásúluna í samningum lækkaða um helming, eða niður í 19 milljónir punda. Umboðsmaður hans segir hins vegar að “ennþá” sé Vicente ekki svo ósáttur að hann myndi fara þá leið. En þetta er greinilega óbein hótun frá honum.

Annars, ef maður leitar að fréttum af Vicente, þá er búið að orða hann við nokkurn veginn öll stórliðin í Evrópu: Juventus, Milan, Barcelona, Arsenal, Man United, Real Madrid, etc, etc. Sá hann ekki orðaðan við Chelsea, en það hljóta bara að vera einhver mistök hjá blöðunum.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:55 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Blaðamannafundurinn

Kristján benti á þetta í kommentum, en allavegana.

Fundurinn er kominn inn á opinberu síðuna. Vídjó af fréttamannafundinum má finna með því að smella hérna.

Svo má, fyrir þá sem ekki hafa vídjó, lesa transcript af fundinum hér á KopTalk.com.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:26 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur:

Blaðamannafundur í dag!

LiverpoolFC.tv (opinbera síðan): Liverpool FC SET TO UNVEIL NEW BOSS!

Staðfest. Ekki lengur slúður heldur staðfestar fréttir, ókei? Við getum andað léttar, það er blaðamannafundur kl. 14:30 að íslenskum tíma þar sem Rafael Benítez verður loksins kynntur opinberlega sem nýr framkvæmdarstjóri Liverpool FC.

Blaðamannafundur þessi, sem og fyrsta einkaviðtalið við Benítez sem stjóra Liverpool, verður fáanlegt frítt fyrir alla á opinberu síðunni síðdegis, strax að fréttamannafundinum loknum. Þannig að endilega kíkjið á opinberu síðuna síðdegis í dag og brosið hressilega! smile

Næsta mál: hverja kaupir hann fyrir tælensku peningana?

.: Kristján Atli uppfærði kl. 12:10 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

15. júní, 2004
Engar áhyggjur - Benítez kemur!

Einar sagði hér áðan frá afsögn Zaccheroni hjá Internazionale. Fyrir 10 dögum eða svo hefðu þessar fréttir valdið mér verulegum vonbrigðum, þar sem vitað er að Inter höfðu áhuga á að lokka Benítez til sín.

En ekki í dag. Skv. frétt BBCsport þá mun Liverpool FC halda blaðamannafund á fimmtudag eða föstudag að öllum líkindum, þar sem Rafael Benítez verður kynntur sem nýr framkvæmdarstjóri Liverpool FC.

Þar að auki hefur víða verið sagt frá því í kjölfar uppsagnar Zaccheronis að hinn ungi þjálfari Roberto Mancini hjá Lazio muni taka við liði Inter. T.d. má sjá fréttir um þetta á Fótbolta.net og hjá Morgunblaðinu.

Þannig að það er ekkert að óttast býst ég við. Þetta ætti að verða orðið opinbert í síðasta lagi á föstudag. Hjúkk!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 16:00 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Zaccheroni hættir

Án þess að maður fari í eitthvað panic mode, þá var Rafa Benitez fyrst og fremst orðaður við tvö lið: Liverpool og Inter Milan.

Jæja, Zaccheroni , þjálfari Inter var að segja af sér.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:20 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur:

Snilld!

Ha ha ha ha! Ég skrifaði í kommenti við færsluna um að Bruno Cheyrou vildi fara til Marseille: “Vá, frábært! Eitthvað lið hefur actually áhuga á Bruno Cheyrou! Hvað næst? Lið, sem vill kaupa Biscan og Diao? Eða er það kannski fullmikil bjartsýni”

Og hvað gerist daginn eftir? Jú, gamla stórveldið St. Etienne vill kaupa Diao. Ætli einhver klúbbur fullkomni þrennuna og vilji kaupa Biscan. Mikið væri það nú gaman.


Einnig halda þeir á Shankly Gates því fram að þessar sögur um Gerrard séu bara uppspuni. Þar segir:

But Gerrard has told friends that he is not looking for a move away from Anfield and is happy to stay at the club.

He said that reports claiming that he has handed in a transfer request or is actively looking for a move away from Liverpool are fictitious.

Vonum að þetta sé rétt.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:14 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Benitez í vikunni

Í Echo er frétt um að Bruno Cheyrou vilji fara og bla bla bla. Lang-athyglisverðust er þessi málsgrein:

Rafael Benitez’s unveiling as Liverpool manager will take place before the end of the week, with the Spaniard known to be keen to get started.

Vanalega eru the Echo mjög áreiðanlegir, þannig að spennan fer væntanlega að aukast.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 10:30 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Getur hið ómögulega gerst?

Það er ekki beinlínis uppörvandi að lesa fyrirsagnir blaðanna á morgun (í dag, þriðjudag):

ITV: Gerrard wants Chelsea move
Echo: Red Fight for Stevie
This is London (Daily Mail): Gerrard wants Anfield Exit.

Í stuttu máli þá munu Daily Mail slá því uppá baksíðu á morgun að Gerrard hafi ákveðið að leggja inn beiðni um að verða seldur.

Blaðið segir að hann hafi ekki lagt inn formlega beiðni, en hann sé ákveðinn að gera það vegna þess að hann sé sannfærður um að hann þurfi að fara frá Liverpool til að hugsa um ferilinn sinn. Þar segir meðal annars:

The England midfielder has told the Anfield club of his intention to move this summer - though he has yet to formalise his request by putting it in writing - but was told he would not be allowed to go under any circumstances.

Áður en að fyrsti Liverpool aðdáandinn fær hjartaáfall útaf þessum tíðindum, þá væri rétt að Steven Gerrard kæmi fram og segði hug sinn. Ég er ekki tilbúinn að bíða í þrjár vikur eftir þessu eða þangað til að EM klárast. Ég mun ekki höndla það að missa Gerrard. Það er bara ekki hægt. Það myndi gera milljónir Liverpool aðdáenda þunglynda. Þetta er einsog fyrir Napoli að selja Maradona, Arsenal að selja Henry, United að selja Cantona, Real Madrid að selja Raúl. Það bara á ekki að vera hægt. Ég neita að trúa því að Gerrard vilji fara. Það bara getur ekki verið!

Þetta er ekki einsog þegar United seldi Beckham. Þá var liðið að losa sig við 28 ára leikmann, sem var orðinn of stór fyrir þjálfarann. Í Gerrard erum við að tala um mann, sem er liðið. Hann hélt Liverpool uppi á síðasta tímabili og tilhugsunin um það tímabil án Gerrard er hræðileg. Liverpool hefði sennilega verið nær 10. sætinu en því fjórða.

Þetta er heldur ekki einsog að Alan Smith fari frá Leeds. Hann er að fara frá sökkvandi skipi. Liverpool er, þrátt fyrir allt, ekki sökkvandi skip. Liðið var að reka þjálfarann og er að ráða einn besta þjálfara í Evrópu. Liðið er í Meistaradeildinni, er með ungt og efnilegt lið og langflestir Liverpool stuðningsmenn líta með björtum augum til næsta tímabils. Ef að Stevie G. myndi fara, myndi nánast öll sú bjartsýni hverfa ansi fljótt. Ég myndi allavegana sjá fram á verulegt þunglyndi.

Getur Gerrard farið? Er það löglegt? Það er ekki hægt að líkja þessu við það þegar Keegan fór, eða Rush fór, eða Dalglish hætti. Þetta er ekki eins. Þetta væri algjör uppgjöf fyrir Liverpool. Liðið væri að viðurkenna að það gæti ekki keppt við Chelsea og það yrði stórkostlegur ósigur. Stórkostleg hefð besta knattspyrnuliðs Englands myndi víkja fyrir illa fengnum rússneskum olíupeningum.

Ef að Gerrard fer, þá vona ég svo innilega að það sé vegna þess að hann vilji sjálfur fara. Þá getur hann bara verið minn stærsti óvinur. Ef að hins vegar Liverpool tæki það upp hjá sér að selja Gerrard vegna peninganna, þá myndi ég ekki geta fyrirgefið félaginu. Allavegana ekki fyrr en liðið verður næst meistari.

Við verðum bara öll að vona að þetta sé bara blaðauppspuni. Mikið væri samt gott að fá fyrirliðann okkar til að sannfæra okkur um að það sé engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur. Það er alveg ljóst að þessar sögusagnir eru komnar of langt. Núna þurfa annaðhvort Gerrard eða stjórn Liverpool að koma fram og sannfæra okkur um að þetta sé bull, eða (Guð hjálpi okkur öllum,) dagsatt.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 00:09 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

14. júní, 2004
Guli viðbjóðurinn

Kræst, varaliðsbúningurinn fyrir næsta tímabil er GULUR.

Ég tippa á að búningahönnuðurinn sé litblindur. Það getur engum í alvöru fundist gulur vera flottur litur fyrir fótboltalið, er það nokkuð?

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:24 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Bless bless Bruno Cheyrou

LFC OnLine: Cheyrou hoping for Marseille move

Hvað get ég sagt? Don’t let the door hit you on your way out… takk fyrir lítið félagi.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 14:50 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

England-Frakkland

EM byrjar ekki ýkja vel hjá Liverpool mönnum. Owen og Gerrard voru sennilega (ásamt Scholes) slöppustu leikmenn Englands á móti Frakklandi. Vieira hafði betur í baráttunni á miðjunni. Gerrard virðist hafa verið beðinn um að liggja aftarlega á vellinum til að taka á móti pressunni frá Frökkum og því sýndi hann nánast enga sóknartilburði.

Eflaust mun enska pressan kenna Heskey og Gerrard um tapið. Heskey var náttúrulega algjör bjáni að brjóta af sér 5 metrum fyrir utan vítateig og Gerrard gerðist sekur um vítavert kæruleysi. Henry var náttúrulega fáránlega heppinn, því það var augljóst að hann nennti ekki að hlaupa útúr rangstöðunni þegar hann fékk boltann frá Gerrard.

Owen sást nánast ekki í leiknum. Hann var tekinn útaf fyrir Vassell í afskaplega skrítnum kafla hjá Englandi. Erikson skipti inn þrem mönnum á nánast sömu mínútunni. Tel að hann hafi gert stór mistök þar. Hjá BBC fá Gerrard og Owen 5 í einkunn, þeir eru lægstir í einkunnagjöfinni.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 00:02 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

13. júní, 2004
Houllier um Henry og Owen

Gerard Houllier skrifar í dag grein um Henry og Owen, sem hann hefur báða þjálfað og fjallar um hvernig leikur þeirra hefur þróast undanfarin ár.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 17:00 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Angel inn, Gerrard út

juanpabloangel.jpg Samkvæmt fréttum í Englandi í dag er Rafael Benítez talinn líklegur til að vilja gera Juan Pablo Angel hjá Aston Villa að sínum fyrstu kaupum fyrir Liverpool í sumar, eftir að hann hefur formlega tekið við störfum.

Þetta er eflaust bara slúður og lítið meira en það. Vitað er að Benítez hafði áhuga á Angel á meðan hann stjórnaði Valencia og nú, þegar Angel virðist eiga í vandræðum með að samþykkja nýjan samning við Villa, eru menn augljóslega bara að leggja saman 2 og 2 og fá út 5, í þessari gúrkutíð sem ríkir á Anfield.

Þar að auki hef ég áhyggjur af liðinu ef Benítez kaupir Angel. Ekki misskilja mig, hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og sannaði sig í Úrvalsdeildinni þannig að hann væri ekki slæm kaup. En miðað við það að við vorum að kaupa Djibril Cissé og fyrir hjá liðinu eru Owen, Baros (sem verður heimsfrægur eftir Euro 2004, sjáiði til), Pongolle og Mellor þá finnst mér hreinlega óþarfi að kaupa annan framherja. Allavega ekki í sumar, og ekki fyrr en í fyrsta lagi í janúar … ef í ljós kemur að Cissé ræður engan veginn við enska boltann. Sem er ólíklegt.

Ég held bara að Benítez ætti frekar að eyða milljónunum í nýjan miðvörð, nýjan miðjumann með Gerrard, hægri kantmann og - miðað við frammistöðu hans með spænska landsliðinu gegn Rússum í gær - Vicénte Rodríguez, takk fyrir!

Annað sem veldur mér áhyggjum er hið þráláta slúður um að Chelsea vilji kaupa Steven Gerrard eftir Euro 2004. Ég er í raun viss um að þetta er rétt og að þeir muni reyna, en eins og með Ronaldinho hjá Barcelona þá geri ég sterklega ráð fyrir að Gerrard muni segja “nei takk”, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool-liðið er komið með nýjan stjóra og mun eflaust kaupa mikið í sumar.

Ég veit bara ekki hvað ég gerði ef Stevie G færi til Chelsea - ég myndi örugglega gera eitthvað ólöglegt. Ég fæ í magann bara við tilhugsunina. Ég myndi frekar vilja skipta út öllum öðrum leikmönnum í liðinu … kaupa nýtt lið í kringum Stevie - en að missa hann og halda öllum öðrum. Hann er, rétt eins og Ronaldinho hjá Barca og Henry hjá Arsenal, eini leikmaðurinn sem ég myndi segja að væri Ómissandi Fyrir Liverpool FC.

Þetta er slúður dagsins og við vonum að það haldist þannig - slúður. Ég hefði svosum ekkert á móti því að sjá Angel í rauðri treyju en Benítez þarf að einbeita sér að öðrum svæðum en framherjastöðunni.

Í dag: England - Frakkland. Gleðilega hátíð, knattspyrnuunnendur!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 12:37 | Ummæli (6) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

12. júní, 2004
Emile "been there, done that" Heskey

Glöggir menn hafa kannski tekið eftir að við Einar höfum ekki minnst mikið á Emile Heskey í sumar, ef nokkuð. Það er líka vel, okkur var báðum stórlétt þegar hann var seldur frá Liverpool í vor og held ég að það sé engum ofsögum sagt að líkurnar á því að Liverpool-liðið spili verr með Cissé í liðinu heldur en það gerði með Heskey í liðinu eru í kringum núll prósentin. 0%.

Eeeeen, þar sem það ríkir algjör gúrkutíð þessa dagana í Liverpool-málum og allt snýst um enska landsliðið og Evrópukeppnina í knattspyrnu (sem er að hefjast eftir 20 mín. þegar þetta er skrifað) þá fannst mér við hæfi að leyfa Emile Heskey að eiga gullkorn dagsins hvað varðar landsleikina sem framundan eru.

Í þessari grein talar Heskey um möguleika sína á að gera eitthvað af viti í þessari keppni, þar sem hann situr á bekknum þökk sé Wayne “Shrek” Rooney. En Heskey er hvergi banginn og um væntanlega meistaratakta sína á þessu móti hafði hann þetta að segja:

I want to do as well as I can. I might get a chance so I must be focused and ready to go at a second’s notice. I can offer a different sort of option to the other two.

From my point of view I certainly feel more relaxed after playing in a couple of tournaments previously. I know what is needed.

Hvað getur hann boðið okkur sem Owen og Rooney geta ekki boðið okkur? You guessed it … ef Englendingar vilja fá leikmann sem rennur á rassinn í dauðafæri undir lok leiksins þá eru Owen og Rooney ekki mennirnir sem ber að leita til, heldur Emile sjálfur Heskey!

Veit hann hvers er þörf? Eeeeh, ég hef núna fylgst með hverjum einasta leik sem Emile Heskey hefur spilað í rúm fjögur ár og ég skal ábyrgjast það að hann hefur ekki eina einustu hugmynd um það hvað er ætlast til af framherja. Sorrý, en það er satt. Emile Heskey = clueless.

Sorglegt. Þótt ég hafi ekki jafn hátt álit á Rooney og aðrir þá vona ég það, Englendinga vegna, að hann spili hvern einasta leik á þessu móti … því að öðrum kosti fær Heskey að spila og það veit aldrei á gott fyrir lið sem ætla að ná árangri!

Andvarp … af hverju tókst James Beattie ekki að sannfæra Alan Shearer um að spila með Englendingum á EM? Bara tilhugsunin um Owen og Shearer saman í framlínunni. Það eina sem er meira spennandi en það er tilhugsunin um Gerrard og Aimar saman á miðjunni…..

.: Kristján Atli uppfærði kl. 15:49 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Carragher líklega á bekknum

Svo virðist vera sem að Carragher verði ekki í enska landsliðinu gegn Frökkum. Eriksson segir í viðtali:

“I realise Carragher has more experience in internationals but Ledley is a bit quicker and a better header of the ball. And the only way to give somebody experience is to play him”

Það þarf enginn að segja mér að þetta tengist ekki hroðalegri frammistöðu hans og Biscan í Arsenal leiknum. Í öllum öðrum aðstæðum myndi Eriksson nota Carragher, en hann hefur sennilega fengið martraðir með því að Henry myndi endurtaka leikinn gegn Carragher hjá Englandi.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 13:31 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

11. júní, 2004
Partridge skrifar undir

Richie Partridge hefur einni skrifað undir nýjan samning, til eins árs.

Ég hef aldrei séð Partridge spila, en á tímabili voru allir að mæla með því að hann fengi fullt að spila af því að hann væri ungur og uppalinn og allt það. Núna er hann hins vegar orðinn 24 ára (jafngamall og Owen) og enn er hann ekki búinn að sanna sig hjá neinu liði. Þannig að ég sé ekki tilganginn í því að vera að hafa hann hjá liðinu nema til að ná í lið á æfingum. Hann náði allavegana lítið að sýna hjá Coventry. Nokkuð ljóst að hann mun aldrei verða stjarna hjá Liverpool.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:45 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Stephen Warnock fær nýjan samning

warnock.jpg LiverpoolFC.tv: Warnock Set For New Deal

Vinstri bakvörðurinn ungi, Stephen Warnock, mun á næstu dögum skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool FC. Þessar fréttir gleðja mig mjög, þar sem hann brilleraði í vinstri bakverðinum með Coventry á síðustu leiktíð og ætti með réttu að geta þrýst aðeins á Riise og Carragher í vinstri bakverðinum. Og hver veit? Kannski vill Benítez gefa ungum mönnum séns … kannski fáum við að sjá mikið til Warnock og Jon Otsemobor á næstu leiktíð? Maður veit aldrei, en má alltaf vona.

Það góða við unga leikmenn sem eru uppaldir hjá félaginu er að þeir kosta ekki neitt í leikmannakaupum. Við erum að leita að félaga með Gerrard á miðjuna, hann þarf að vera í sama klassa og Gerrard en mun því verða dýr. Gerrard, hins vegar, var uppalinn og kostaði ekkert. Það er augljóslega hagstæðara að ala upp góða menn fyrir aðalliðið, eitthvað sem Houllier virtist aldrei hafa mikinn áhuga á.

Ekki misskilja mig, ég held ekkert meira með Warnock en Riise bara af því að hann er heimamaður … en Riise hefur alltaf þurft spark í rassinn, hann er einn af þessum leikmönnum sem mér þykir slaka of mikið á ef hann er öruggur með sæti sitt í liðinu. Þannig að smá samkeppni skaðar hann ekki heldur bætir, og er því liðinu til góða.

Stephen Warnock: framtíðarbakvörður Liverpool?

.: Kristján Atli uppfærði kl. 12:10 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Tælenska fjárfestingin

Einhvern veginn get ég bara ekki haft áhuga á þessari endalausu hringavitleysu í kringum tælensku fjárfestinguna í Liverpool. CNN/SI birtu í gær þessa frétt af málinu, sem fer yfir hvað er að gerast í þeim málum:

Trust fund may be set up for Thailand’s Liverpool purchase

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 09:41 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Henry og Michael

Thierry Henry var í viðtali í bresku fjölmiðlunum, þar sem hann sagðist ekki geta spilað einsog Michael Owen.

Henry hrósar ekki beint leikstíl Owen og því hafa bresku fréttamennirnir farið mikinn í umfjöllun sinni.

Það er misjafnt hvernig menn taka þessu. Fjölmiðlar hafa náttúrulega gert mikið úr þessu og hafa birst fyrirsagnir einsog:

Henry: Why Owen’s not in my class

Owen’s game is too boring: Henry

Mér fannst þetta óþarfi hjá Henry.

Orðrétt sagði hann:

“I admire what Michael Owen can do because I can’t do it myself,” said Henry. “I can’t stay in the box or stay around waiting for someone to deliver.

“I just can’t. I would die. I can’t, I can’t. I have to move. Even if I have to drop and get the ball off our goalkeeper I will do it because I need to touch the ball.

Allavegana, hvernig sem menn túlka þetta, þá má Thierry Henry hoppa uppí sitt franska rassgat. Michael Owen er öðruvísi framherji en Henry. Það gefur Henry hins vegar engan rétt til að gera lítið úr þeim leikstíl. Michael Owen hefur nánast borið á herðum sér bæði Liverpool og enska landsliðið undanfarin ár. Hann hefur verið markahæsti leikmaður Liverpool undanfarin 5 ár.

Samt sem áður fær Owen alveg lygilega mikið af gagnrýni á sig.

Michael Owen var valinn knattspyrnumaður Evrópu þegar hann var 22 ára. Á nákvæmlega sama aldri var Henry varamaður hjá Juventus.

Owen hefur spilað með Liverpool undanfarin sex ár. Á þessum árum hefur hann þurft að spilað frammi með Emile Heskey. Henry hefur spilað með Dennis Bergkamp. Henry hefur haft Ljungberg og Pires fyrir aftan sig, Owen hefur haft Danny Murphy og El-Hadji Diouf. Það er augljóst að hann hefur ekki beint haft sama stuðning og Henry.

Owen hefur blómstrað í stórkeppnum. Hann var besti leikmaður Englands á HM 18 ára gamall og skoraði eitt af fallegustu mörkum keppninnar fyrr og síðar. Liverpool hefur alltaf þurft að treysta á Owen í erfiðustu leikjum félagsins.

Ég er orðinn ansi þreyttur á að heyra að Owen sé ekki nógu góður framherji, að hann hafi bara hraða og ekkert annað, eða að hann sé bara potari og að hann sé ofmetinn. Allt þetta er bull. Owen er einn af 10 bestu framherjum í heimi. Punktur!

Hann hefur skorað lygilega mikið af mörkum fyrir miðlungs Liverpool lið. Hann er búinn að skora 25 landsliðsmörk fyrir England. Hann hefur skorað 6 mörk í EM og HM keppnum. Og hann er TUTTUGU OG FJÖGURRA ÁRA! Vitiði hve mörg mörk Ruud Van Nilsteroy, sem er 27 ára, hefur skorað á EM og HM? Núll!

:-)

Svo mæli ég með þessari grein um Owen.


Þegar ég var að fletta upp upplýsingum um Thierry Henry, þá komst ég að hann er fæddur nákvæmlega sama dag og ég, 17. ágúst 1977.. Gott hjá stráknum :-)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 00:07 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

10. júní, 2004
Rivaldo, King og Carragher

Tvær pínu áhugaverðar fréttir af Guardian.

Bolton hættir að eltast við Rivaldo. Ótrúlegt. Fyrir 2 árum hefðu öll lið í heiminum viljað hafa Rivaldo í liðinu en núna nennir Bolton ekki einu sinni að ganga á eftir honum.

Einnig, frekar slæm tíðindi fyrir Liverpool ef rétt er: Allt bendir til þess að Ledley King verði valinn fram yfir Carragher ef að John Terry jafnar sig ekki. Það verður nú dálítið pínlegt fyrir Carra ef hann kemst ekki í liðið þrátt fyrir öll þessi meiðsli. Er hann vanmetinn, eða einfaldlega ekki nógu góður?

Erum við Liverpool aðdáendur kannski alltof hrifnir af Carragher af því hann er baráttuhundur, sem gefur allt fyrir liðið?

Ég var reyndar hálf hræddur um Carragher á móti Henry. Síðasti fundur þeirra var ekkert sérstaklega ánægjulegur, sérstaklega þegar Carragher datt á Biscan þegar Henry var að sóla það. Það er án efa mest niðurlægjandi stundin á síðasta tímabili fyrir Liverpool. Erikson hefur greinilega áhyggjur af því að það myndi endurtaka sig.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:45 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Hamann vill verða áfram

Dietmar Hamann dregur úr sögunum um að hann fari aftur til Bayern Munchen og segist vilja skrifa undir nýjan samning við Liverpool

“I like Liverpool very much and I would like to stay there,”

“All I said is if Bayern made an offer, I would consider it. When you have only one year left in your contract, it is only normal that you consider other options. We haven’t started talking about an extension with Liverpool but we will do it shortly.”

Einsog ég hef sagt áður, þá fyllist maður ekki beint spennu að sjá Hamann í byrjuanrliðinu þessa dagana.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 15:50 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Engar Benitez fréttir

Enn fréttist ekkert af samningaviðræðum Liverpool við Rafa Benitez. Ekki einu sinni slúður um að allt sé að klárast eða allt sé á leið til andskotans.

Samkvæmt fréttum vildu forráðamenn Liverpool klára þessi mál fyrir EM. Þannig að ef það á að gerast, þá þyrftu þeir að halda blaðamannafund á morgun. Það er hins vegar ekki enn neitt, sem bendir til þess.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 09:35 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

09. júní, 2004
Liverpool eða England, Baros eða Van Nilsteroy

Nokkuð athyglisverð grein, skrifuð af Liverpool aðdáenda frá Liverpool um enska landsliðið: England, LFC and me. Þetta viðhorf hefur maður lesið um nokkuð oft. Það er að enskir aðdáendur Liverpool séu ekkert alltof hrifnir af enska landsliðinu. Þeim tengi landsliðið við London vegna þess að liðið spilar vanalega þar.

Allavegana, ég mæli með pistlinum. Þar segir m.a.

England isn’t my team. My team is Liverpool. Liverpool belongs to me in a way that England never can. Liverpool is in my blood, Liverpool affects my moods. Following Liverpool has given me some of the best times in my life, and some of the worst. Liverpool FC is a part of who I am. To me, England is just a sideshow. This coming competition, a bit of interest during a summer barren of league football. England just doesn’t stimulate the same feelings of passion and allegiance that I feel for Liverpool. England isn’t important to me. I may feel a mild sense of pleasure if England wins, but I’m not elated. There may be a quickly passing sense of slight disappointment if they lose but I’m not ‘gutted’. In terms of football, the only team that can make me euphoric or leave me feeling desolate is Liverpool.

Einnig síðar í greininni.

Supporting England with total passion cannot be achieved without overriding your club loyalties. It requires you to switch on and switch off feelings at a whim and I cannot manage to do this. How am I, as a Scouser, supposed to get behind the alleged Liverpool hating Gary Neville. I dislike him with a passion. I just can’t do it. How am I, as a Liverpool supporter, supposed to cheer on Wayne Rooney? I just can’t bring myself to do it. It would go against my whole identity as a Red. I think it could even trigger a personality crisis. Some things are just too dangerous to tamper with.

Ég verð að játa það að ég á oft í erfiðleikum með þetta sama, þó náttúrulega ekki eins mikið og hjá honum. Til dæmis finnst mér það afleitt að þurfa að taka 180 gráðu beygju og segja að Van Nilsteroy sé snillingur þegar hann skorar fyrir Holland, eða vona að Milan Baros skori ekki gegn Hollandi.

Þegar ég horfi á Holland Tékkland mun ég halda með Ruud Van Nilsteroy og vera á móti Milan Baros. Er það í raun hægt? Er það ekki dálítið skrítið að þurfa að svissa svona algjörlega um gír? Þetta tekur stundum á. Ég er ekki í vafa um að aðrir lenda í svipuðum erfiðleikum þegar þeir horfa á EM í sumar. :-)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 19:38 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Sinama-Pongolle til Norwich?

flowerpower.jpg Skv. fréttum dagsins í dag þá er talinn góður möguleiki á að hinn 19-ára gamli Frakki Florent Sinama-Pongolle verði lánaður til Norwich fyrir næstu leiktíð.

Mér datt strax tvennt í hug þegar ég las þessa frétt. Í fyrsta lagi, þá er það skrýtið ef hann er lánaður núna þar sem ég efa að Benítez sé búinn að skrifa undir samning nú þegar, hvað þá búinn að ákveða hvaða mönnum hann vill halda næsta vetur og hverja hann vill lána/selja frá félaginu.

Í öðru lagi, og þetta er mótvægið, þá er Flo-Po enn kornungur og verður væntanlega framherji #4 hjá liðinu á næsta vetri, á eftir Owen, Cissé og Baros. Nú, ef að Mellor fer svo að gera einhverjar gloríur þá gæti hann orðið #5. Þannig að vissulega væri ekkert vitlaust að lána hann. Þá held ég líka að hann hefði bara gott af því að spila 30+ leiki með Úrvalsdeildarliði í efstudeild Englands næsta vetur, þar sem hann fengi þar dýrmæta reynslu og hefði séns á að þróa leik sinn gegn enskum vörnum enn frekar. Hann myndi pottþétt snúa heim að ári reynslunni ríkari.

En í ljósi þess að Benítez er ekki enn orðinn opinber stjóri Liverpool (anyday now, ekki satt?) þá tel ég ólíklegt að af þessu verði … allavega ekki fyrr en ljóst er hvaða menn aðra en Cissé Benítez fær til liðsins í sumar.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 15:31 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Liverpool menn á EM

maskot_euro2004.gifEM er að hefjast eftir nokkra daga og allir að deyja úr spenningi. Ég held með Hollandi og hef gert það alveg síðan ég var 10 ára gamall. Fyrir utan Holland, þá fylgist maður af áhuga með Liverpool mönnum á EM og þeim mönnum, sem Liverpool hafa verið orðaðir við. Ég tók bjó til smá samantekt um þá menn, sem Liverpool stuðningsmenn ættu að fylgjast með á EM.


A Riðill

Santiago Canizares - Spánn. Canizares verður sennilega varamarkvörður á eftir Iker Casillas.

B Riðill

Igor Biscan kemst ekki í króatíska landsliðið. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart.

Hjá Frökkum er Djibril Cisse í fimm leikja banni og verður því ekki með á EM, en væri líklega framherji númer 3 á eftir Trezeguet og Henry. Bruno Cheyrou sem hefur verið við hópinn komst ekki í EM hópinn. Mexes, sem hefur verið orðaður við Liverpool, er ekki í hópnum en Boumsong, sem valdi að fara til Rangers, verður á bekknum.

Hjá Sviss er það náttúrulega Stephane Henchoz, sem heldur uppi merki Liverpool.

Flestir Liverpool mennirnir eru hjá Englandi, alls 3. Steven Gerrard verður án efa aðalmaðurinn á miðjunni hjá Englendingum og Michael Owen hefur alla burði til að verða markahæsti maður keppninnar. Ef að John Terry verður ekki heill mun Jamie Carragher að öllum líkindum spila í miðri vörninni fyrir England, sem væri frábært tækifæri fyrir hann til að sanna sig. Einnig verður spennandi fyrir Liverpool stuðningsmenn að fylgjast með Owen Hargreaves, sem hefur verið orðaður við Liverpool.

C Riðill

Þar er lítið um spennandi leikmenn fyrir Liverpool aðdáendur, nema ef að menn trúi því að Matteo Ferrari gæti verið á leið til liðsins.

D Riðill

Hjá Tékkum eru það náttúrulega félagarnir Milan Baros og Vladimir Smicer. Ef Baros er heill verður hann líklega í byrjunarliðinu en Smicer á bekknum.

Einnig spilar með Tékkum Tomas Rosicky, sem hefur verið orðaður sterklega við Liverpool.

Dietmar Hamann verður væntanlega á miðjunni fyrir Þýskaland. Hann er þó alls ekki öruggur með það að vera í byrjunarliðinu.

Hjá Hollandi munu væntanlega flestir Liverpool stuðningsmenn fygljast spenntir með Rafael Van der Waart, sem hefur verið orðaður sterklega við Liverpool. Einnig er Sander Westerveld, sem langflestir Liverpool stuðningsmenn hugsa hlýlega til, á bekknum. Hann mun ekki spila nema Van der Saar meiðist.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 12:13 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

08. júní, 2004
Benitez byrjar samningaviðræður

Benitez og umboðsmaður hans eru víst komnir til Liverpool og munu hefja viðræður við liðið innan tveggja daga.

Það virðist því vera orðið nokkuð öruggt að Benitez taki við. Get ekki séð að peningamál né annað verði nokkur fyrirstaða. Enn er talað um að önnur lið séu á eftir Benitez en engin lið nefnd. Rick Parry er kominn úr fríi og því ætti þetta að fara að skýrast.


Liverpool eru svo í nokkrum miðlum í dag orðaðir við Matteo Ferrari. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert um hann, en þessi varnarmaður er allavegana í ítalska landsliðinu.


Einnig eru athyglisverð ummæli höfð eftir Vladimir Smicer, þar sem hann gagnrýnir Houllier. Á Koptalk segir

“We never played the same system at Liverpool as I do for the Czech Republic,” said Smicer, when talking about the difference between international and domestic games.

“We won in France 2-0 by playing three attacking midfielders. At Liverpool, we would never have done that. We’d defend and try and nick a 1-0. You can’t win a title playing like that every week.”

Einnig gerir umboðsmaður hans lítið úr áhuga Lens. Hann heldur því fram að Lens hafi ekki tök á að fá til sín leikmann einsog Smicer

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 15:55 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Owen: staying.

LFC OnLine: Owen to sign new deal

Það fór eins og mig grunaði, Michael Owen mun líklega framlengja samning sinn við Liverpool (og fá talsverða launahækkun í leiðinni) að lokinni Evrópukeppni í Portúgal. Í fréttinni er talað um að hann muni skrifa undir 2ja ára samning, sem í raun þýðir bara að hann framlengir núverandi samning sinn um ár, eins og ég fjallaði um í færslu í síðustu viku. Þannig að eftir ár verður hann staddur í sömu stöðu og hann er núna, þarf að vega og meta hvernig liðinu hefur gengið veturinn á undan (2004-05) og hvort hann vill vera áfram.

En þetta eru allavega góðar fréttir. Við fáum allavega að sjá hann og Cissé spila saman í framlínunni, þó ekki sé nema í eitt ár…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 07:57 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

07. júní, 2004
Rosicky

Tomas Rosicky heldur því fram að Gerard Houllier hafi viljað fá hann til Liverpool og hann gefur sterklega í skyn að hann vilji koma til liðsins.

Nú er spurning hvað Benitez vill gera en ég get ekki nefnt marga miðjumenn, sem ég vildi frekar sjá hjá Liverpool en Rosicky, af þeim sem við getum í raunverulega vonast til að komi. Rosicky segir svo:

“I need new surroundings. Last season was the worst of my career and BVB must understand that I am not happy.”

Það eina við þetta er að Rosicky er líklega alltof dýr, þar sem hann á nokkur ár eftir af samningi sínum við Dortmund.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 21:17 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Allt að gerast

í framhaldi af því, sem Kristján póstaði áðan, þá eru Liverpool Echo með þessa grein: Benitez checks in at Anfield.

Chris Bascombe, sem er sennilega einn virtasti Liverpool blaðamaðurinn skrifar m.a.

LIVERPOOL are on the brink of confirming Rafael Benitez’s appointment as manager.

The ex-Valencia coach is heading to Merseyside to rubber-stamp his position as the 16th manager at Anfield.

Liverpool are now preparing an official announcement and Benitez could be in the job within the next 48 hours. Chief executive Rick Parry returned from holiday over the weekend to finalise details of an outstanding selection.

No last ditch problems are anticipated when further talks are held with the 44-year-old coach today.

Semsagt, þetta ætti að klárast innan tveggja daga. Jibbíí! Greinin segir líka að Benitez taki líklega með sér aðstoðarmann sinn, Francisco Ayestaran, losi sig við Phil Thompson en haldi í Sammy Lee og Ian Rush.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:16 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Benítez kynntur á morgun?

ITV Football: Benítez move this week?

Hmmm… skv. þessari frétt er Benítez staddur í Liverpool-borg í dag til að ganga frá samningi við Liverpool, viku á undan áætlun, þar sem aðstandendur klúbbsins eru sagðir vilja fá hann til að byrja að vinna sem fyrst. Það er nóg framundan fyrir Benítez, hann þarf að meta hópinn, kynna sér hverja hann vill selja og hverja hann vill halda í. Þá þarf hann að hella sér út á leikmannamarkaðinn sem allra fyrst og styrkja hópinn.

Þannig að það er í raun ekkert skrítið að þeir vilji semja við hann strax, þótt þeir þurfi að borga Valencia fyrir. Ef þeir hins vegar bíða til 15. júní n.k., þegar tveggja vikna uppsagnarfresti Benítez er lokið, þurfa þeir ekki að borga neitt fyrir hann.

Ég veit að peningalega séð er betra að bíða í viku, en ég væri alveg til í að fá fréttamannafund á morgun! :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 12:06 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Mexes og Smicer

Svosem ekki merkilegar fréttir en Phillipe Mexes er sagður vera að klára sín mál við Roma.

Einnig, þá er Smicer orðaður við Lens, en hann kom einmitt frá því liði. Ég veit að Smicer er umdeildur, en ég get nefnt að minnsta kosti 10 leikmenn, sem ég vil sjá fara frá félaginu á undan Smicer.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 11:56 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

06. júní, 2004
Baros meiddur!

Andskotinn hafi það, en Milan Baros meiddist í síðasta æfingaleiknum fyrir EM.

Baros yfirgaf völlinn eftir 36 mínútur í leik á móti Eistlandi, eftir að hafa afrekað það að skora TVÖ mörk. Það er helvíti góður árangur á rúmum hálftíma. Tékkland vann 2-0. Rosicky, sem vill koma til Liverpool, lagði upp bæði mörkin.

Baros er talinn hafa tognað á lærvöðva, sem þýðir að hann mun að öllum líkindum missa af EM. Þetta eru hræðilegar fréttir fyrir Tékkland, Baros og Liverpool. Ég hef talið að Tékkland gæti komið á óvart í keppninni (þó vonandi ekki á kostnað Hollands, sem er með þeim í riðli) og ég trúði því að Baros gæti verið með markahæstu mönnum keppninnar. Liðið er með frábæra miðjumenn í Nedved og Rosicky og spilaði vel í undankeppninni.

Við verðum bara að vona að meiðsli Baros séu ekki alvarleg, svo við fáum að sjá hann á EM eftir viku.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 17:31 | Ummæli (3) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Canizares

Einn athyglisverðasti leikmaðurinn, sem Liverpool hafa verið orðaðir við í sumar er Santiago Canizares, markvörður Valencia og landsliðsmarkvörður Spánar. Athyglisvert fyrst og fremst því markvarðarstaðan hjá Liverpool er sennilega sú staða, sem er best mönnuð þessa stundina. Canizares, sem er 35 ára gamall er að sögn með útrunninn samning við Valencia og kæmi því ókeypis.

Ég verð að játa það að ég er rosalega hrifinn af Canizares. Hann er gríðarlega litríkur og skemmtilegur markvörður. Hann er “aðeins” 180 sentimetrar á hæð en er samt öruggur og ég man ekki eftir því að hafa séð hann gera mistök í þeim leikjum, sem ég hef séð með honum. Canizares, sem kom frá Real Madrid til Valencia hefur verið fyrirliði liðsins og hefur einnig verið landsliðsmarkvörður Spánar. Hann missti þó af HM 2002 þegar hann missti rakspíra á löppina og skaðaði einhverja vöðva með því.

Það er þá áhugavert að velta því fyrir sér hvað þetta myndi hafa að segja um hina markverðina hjá Liverpool ef að Canizares kæmi. Þetta myndi náttúrulega þýða að Dudek yrði seldur og fyrir hann fást væntanlega 2-4 milljónir punda, þannig að ef að Canizares kæmi frítt kemur Liverpool út í góðum plús með þessu. Þá er það spurning hvað verður um “hr. meiðsli”, Chris Kirkland.

Kirkland var orðinn markvörður númer 1 á síðasta tímabili en hann má nánast ekki fara í takkaskó án þess að meiðast. Það er augljóst að ef Canizares kæmi með Benitez, þá yrði hann markvörður númer eitt og að Kirkland yrði að sitja á bekknum. Kirkland er 23 ára og væri án efa orðinn landsliðsmarkvörður Englands ef hann væri ekki alltaf að meiða sig. Ég vil sjá hann fara í gegnum a.m.k. heilt tímabil án meiðsla áður en ég myndi treysta honum fyrir aðalmarkvarðarstöðunni. Þess vegna held ég að Canizares yrði góður kostur á meðan.

Ef það má taka mark á síðasta vináttuleik Spánar fyrir EM verður Canizares markvörður númer 2 hjá Spáni á EM á eftir Iker Casillas.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 13:13 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

05. júní, 2004
Góð grein um hópinn sem bíður Benítez!

Bendi fólki á góða grein sem er að finna á RedAndWhiteKop.com: What Will Benítez Make Of The Liverpool Squad?

Sérstaklega sammála þessum ummælum um Anthony Le Tallec:

Verdict: Excelled in the reserves playing off the main striker - the role we bought him for (but a role which GH never seemed to favour). He needs to come to terms with the pace of the game over here, but there have been some very encouraging signs, even if only in fleeting glimpes for the first team. No lesser man that Zidane said recently that Le Tallec will do well at a club like Liverpool. While it may still be a year or two too soon to see ALT excel, he could still be the surprise package of next season, depending on the formation Benitez opts for. Once it clicks into place, he will soar. As Arsene Wenger (who was livid at missing out on him) said of David Bentley but which applies equally to ALT and FSP, players of this age present a dilemma:

“We have a big squad of young players. The biggest difficulty I have is when you have to manage them between 19 and 22. Do you get him out on loan or put him in the squad? Do you put him in the first team straight away? It is very difficult. I would like to get him some experience. He is a great talent and he needs to play now.”

Sammála því. Endilega kíkjið á þessa grein, hún er mjög góð og ljóst að nýji stjórinn okkar mun erfa mjög efnilegan hóp, þrátt fyrir eilítið illgresi inn á milli.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 18:22 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

Owen verður áfram!

Frétt dagsins á LiverpoolFC.tv: Owen: I want to stay for life!

Frábær frétt sem ætti að vera einhver léttir fyrir Liverpool-aðdáendur víða. Í þessari frétt segir hann í rauninni tvennt og hef ég valið úr tilvitnanir sem sýna það:

It was important we got Champions League qualification. The most important thing for me is to continue to win as many trophies as possible, in a great club, and Liverpool can be this one.

In a perfect world, it would be the greatest team in the world, and I would stay my entire career. I am dreaming about that.

Og svo:

Now we have to see if Liverpool will quickly become a great club again. A footballer’s career is short and it is important to be at the right place at the right time.

Fyrir mér er það augljóst hvað hann er að segja í þessu viðtali. Eins og fyrri tilvitnunin gefur til kynna vill hann vinna titla á ferli sínum og, í fullkomnum heimi, vill hann helst vinna þessa titla með Liverpool. En hann er þegar búinn að gefa það sterklega til kynna og ítrekar það aftur hér að titlarnir eru númer eitt, tvö og þrjú hjá Owen. Þannig að ef hann vinnur enga titla með Liverpool þá fer hann.

En eins og seinni tilvitnunin gefur bersýnilega til kynna þá er hann ekki á förum … strax! Augljóslega vill hann, í ljósi nýlegra breytinga innan klúbbsins, vera áfram og sjá hvað nýr þjálfari og nýir leikmenn geta gert við liðið næsta vetur.

Af þessu finnst mér nokkuð augljós kostur kominn upp í samningamáli Owens: hann hlýtur að framlengja samning sinn um eitt ár og ekki meira. Með því er hann í rauninni að fresta ákvarðanatöku sinni um hugsanlega brottför í eitt ár, þ.e. næsta sumar væri hann staddur aftur í sömu sporum og hann er í núna.

Munurinn er sá að næsta sumar gæti hann betur metið hvert klúbburinn stefnir með nýjan þjálfara, nýjum leikmönnum og heila leiktíð í Meistaradeildinni og (vonandi) toppbaráttu í Englandi að baki. Mér finnst allavega augljóst á þessu viðtali við hann að hann ætlar ekki að fara í sumar en gæti hugsað sér að fara eftir ár ef klúbburinn er ekki að þróast og afreka næsta vetur eins og hann myndi vilja.

Og þar sem klúbburinn vill síður missa Owen frítt þá munu þeir nær örugglega bjóða honum ársframlengingu með möguleika á lengri samningi næsta sumar. Þá, ef Owen ákveður að fara eftir ár, geta þeir selt hann og fengið væna fúlgu fyrir … eða ef hann ákveður að verða um kyrrt geta þeir boðið honum vænan lengri samning.

Þannig að þetta hljóta að teljast góðar fréttir, allavega þær bestu sem við höfum fengið í langan tíma! Auðvitað á enn eftir að semja um kaup og kjör og ekkert mun gerast í þeim málum fyrr en eftir ráðningu nýs stjóra og eftir Euro 2004, en orð Owen lofa allavega mjöööög góðu!


Annars var landsleikur í dag, eins og flestir landsmenn vita. Englendingar unnu Íslendinga 6-1 í Manchester-borg í dag. Þótt ég sé hálf-fúll yfir tapi sem var í raun of stórt (3-1 hefði verið nærri lagi en þökk sé lélegri vörn varð þetta stórtap) kemur þetta mér í rauninni ekkert á óvart, enska liðið er bara einfaldlega miklu betra en það íslenska. Meir’að segja Eiður Smári mátti sín lítils gegn þeim ensku.

Þó var tvennt sem mér þótti mega túlka sem góðar fréttir fyrir Liverpool-menn í leiknum:

1: Jamie Carragher: Drengurinn var hér að spila sinn fyrsta landsleik sem miðvörður í fjarveru hins hnjaskaða John Terry. Þótt Terry verði eflaust búinn að jafna sig fyrir Euro 2004 eftir viku þá er ljóst að Eriksson telur Carragher vera betri kost en hinn óreynda Ledley King í miðvarðastöðuna. Og hann spilaði líka fantavel í þessum leik.

Að mínu mati býður færsla Carragher inn í miðja vörnina upp á skemmtilegan kost fyrir Liverpool-liðið og nýjan stjóra þess. Segjum, pælinganna vegna, að Benítez verði þjálfari og að hann kaupi Ayala með sér. Ayala er frábær en hins vegar 31 árs gamall. Hyypiä er 30 ára gamall og því teljast þeir varla framtíðarmenn. Henchoz er einnig 31 árs gamall. Þannig að ef huga þarf til framtíðar í miðvarðarstöðunni þá þarf að kaupa þar í það minnsta innan tveggja ára, jafnvel þótt Ayala komi í sumar.

Hins vegar, ef Jamie Carragher gæti fylgt í fótspor Kolo Touré og fært sig úr bakverði inn í miðja vörnina þá myndi ég telja að það henti okkur vel. Sem bakvörður að upplagi er Carra með betri bolta- og sendingatækni en margir miðverðir, en hann er samt sem áður mjög líkamlega sterkur, góður skallamaður, einn besti man-marker deildarinnar og frábær tæklari. Þá er hann mjög fljótur, allavega miðað við miðverði og enn á besta aldri, aðeins 26 ára gamall. Þá er hann mjög virtur innan hópsins og mikill Liverpool-maður að innræti.

Segið mér að hann sé ekki framtíðarmiðvörður hjá okkur?!?!?

2: Owen Hargreaves: Mér fannst Hargreaves eiga góða innkomu í seinni hálfleik og það sem vakti athygli mína er það að í fyrsta skiptið í langan tíma notaði Sven Göran Eriksson hann á miðri miðjunni. Þar sem Lampard og Gerrard skiptust á að stjórna traffíkinni hjá Englandi í fyrri hálfleik tók Hargreaves við því hlutverki í seinni hálfleik og stóð sig rosalega vel. Eins og Gerrard er Hargreaves mjög fjölhæfur miðjumaður, getur spilað báða kanta og í raun bakverðina auk miðjunnar. Þá er hann jafnfættur, vinnur rosalega vel, er þindarlaus og hefur næmt auga fyrir góðum staðsetningum og sendingum. Þá er hann prýðis-tæklari. Ef það er eitthvað sem hann skortir þá er það örlítið meiri líkamlegri styrkur … en það stendur til bóta. Hann er miklu sterkari í dag en fyrir fjórum árum, og þá vann hann Meistaradeildina með Bayern Munchen.

Ef, eins og ég leiddi líkum að í síðustu færslu gærdagsins, við ætlum okkur að selja Dietmar Hamann á lágu verði til Bayern Munchen, þar sem nýi stjórinn Felix Magath tekur honum eflaust opnum örmum, er ekkert svo vitlaust að ætla að við viljum fá aðgang að Owen Hargreaves í staðinn. Og ég tel að Liverpool gætu gert mörg vitlausari kaup en Owen Hargreaves … ég væri í það minnsta til í að fá hann. Hann gæti orðið fullkominn félagi Stevie G á miðjunni, nú og ef við kaupum t.d. Aimar eða Van der Vaart með Stevie G á miðjuna gæti Hargreaves leyst hægri kantstöðuna sem er mikið vandamál hjá okkur. Hann er vissulega góður kantmaður, a la Beckham, sem getur líka spilað bæði á kanti og miðju.

Þannig að ef eitthvað er að marka þennan leik þá eigum við að setja Carra í miðja vörnina og kaupa Hargreaves á miðjuna. Ó, og versla Heiðar Helguson sem back-up fyrir Owen/Cissé/Baros/Pongolle. Haldiði að hann væri ekki skothelt laumuvopn fyrir Liverpool í vetur? Ég sé það fyrir mér, erfiður 0-1 útisigur gegn AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir 10 mánuði … og súper-varamaðurinn Helguson skorar markið … með skalla! Nema hvað. :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 18:02 | Ummæli (5) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

04. júní, 2004
Kaup og sölur? Án þjálfara???

Hmmm… eins og Einar kom inná í síðustu færslu er víst ekkert öruggt með Benítez enn. Allavega ef eitthvað er að marka orð hans, þótt hann gæti verið að leika “feluleik” til að hylma yfir að hann sé þegar búinn að samþykkja tilboð Liverpool.

Það hlýtur þó að koma á óvart, ef mið er tekið af óvissunni sem ríkir enn í þjálfaramálum, að enn sé verið að tala um kaup og sölur innan hópsins. Það nýjasta, eins og Einar talaði um í gær, er hugsanleg brottför Didi Hamann til Bayern Munchen. KopTalk jók enn á getgáturnar í dag með þessari frétt: Liverpool ready to cash in on midfielder:

Newspaper reports will tomorrow claim that Liverpool are prepared to allow midfielder Didi Hamann to return to Germany for as little as £1.5million.

Recent speculation has suggested that Bayern Munich are keen on taking him home and the influential player has admitted that he would consider an offer from the Bundesliga giants should they come forward.

Hamann currently has just a year left on his existing deal and there have been no talks about a new deal. Ultimately his future should be decided by the new manager but rumours suggest that the player is becoming frustrated with the lack of developments at Anfield. Word suggests that the Reds are keen to get him off the wage bill.

Hmmm… eina ástæðan fyrir því að selja hann til Bayern Munchen, að því er mér dettur í hug núna, gæti verið sú að þeir séu fáanlegir til að láta okkur hafa Owen Hargreaves í staðinn?!?!? Að öðrum kosti finnst mér asnalegt að selja fastamann í liðinu á meðan enginn staðgengill er fundinn.

Og svo er það þessi frétt hérna, einnig tekin af KopTalk: Liverpool linked with Ajax graduate:

Reports originating from Spain claim that Liverpool are interested in signing Racing Santander’s Israeli international Yossi Benayoun, despite the fact that the Reds don’t officially have a manager yet.

The 24-year-old attacking midfielder has had a decent season in La Liga and is said to be attracting interest from Tottenham Hotspur which makes the link sound a little suspicious to say the least. However, our motto is never say never. It’s one to throw into the hat for when the funny season gets fully under way, which will hopefully be next week.

Benayoun had a spell at the Ajax academy as a kid and was once hailed as one of the most promising players in the game alongside Liverpool star Michael Owen after he scored two goals for Israel’s youth side against England.

Hmmm… þannig að ef við eigum að trúa slúðrinu erum við að fara að kaupa Rafael Van der Vaart, Pablo Aimar, Thomas Rosicky og Yossi Benayoun, alla í sömu stöðuna??? Það get ég ekki ímyndað mér … myndi í raun sætta mig við aðeins einn af þeim og þá helst annað hvort Van der Vaart eða Aimar. En við sjáum til, nú fer í hönd þagnarhelgi og síðan snýr Rick Parry heim úr fríi á mánudaginn n.k. Ættum við að fara að heyra meira strax eftir helgi, en ég tek undir með Einari: þessi þögn er að gera okkur báða brjálaða!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 22:58 | Ummæli (3) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Benitez enn óákveðinn

Benitez er enn óákveðinn samkvæmt BBC.

Hann segir:

“My agent Manuel Garcia Quilon has told me there is still nothing concrete with any of those teams.”

He added: “When my agent has weighed up the offers, he’ll give me his thoughts and we will decide if one of them is convincing enough.”

Krææææst! Hvað meinar hann að hann sé enn óákveðinn? Ég hélt að þetta væri pottþétt. Er þetta kannski bara umboðsmaðurinn, sem segir honum að halda kjafti svo þeir geti fengið hærri laun hjá Liverpool? Af hverju eru engin önnur lið nefnd?

Ég er að truflast á þessari þjálfaravitleysu.

Bendi fólki á pælingar mínar fyrir nokkrum dögum: Hvert getur Benitez farið?

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:33 | Ummæli (3) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Hamann til Bayern?

Núna er Dietmar Hamann “orðaður” við Bayern Munchen. Í Echo segir hann:

“If Bayern should actually show interest, I will of course have to think very seriously about accepting an offer,” said Hamann.

“There are only four or five clubs in the world of the calibre of Bayern Munich.”

Og bla bla bla.

Ég hef fyrir löngu lagt til að Hamann yrði seldur. Hann er góður að stoppa sóknir andstæðingana í erfiðum leikjum, en vita gagnslaus á móti lakari liðunum. Hann hægir á öllu spili liðsins og skorar nánast aldrei (reyndar þegar hann skorar, þá eru það nær undantekningarlaust stórglæsileg mörk).

Hamann hefur reynst Liverpool vel, en ég vona að nýr þjálfari fái yngri, fljótari og betri mann til að spila með Gerrard á miðjunni.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 10:21 | Ummæli (3) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

03. júní, 2004
Spennandi deildarkeppni framundan!

Það er ekki miklar fréttir að hafa af þjálfaramálum Liverpool þessa dagana. Benítez er enn langlíklegastur til að taka við og maður bíður bara þolinmóður eftir því að einhverjar frekari tilkynningar berist um málið, annað hvort frá honum sjálfum eða frá Liverpool FC.

Á meðan við bíðum er þó ekki úr vegi að velta aðeins fyrir sér framtíð liðanna í efri hluta deildarinnar á næsta tímabili. Vissulega munu nýliðar eins og Norwich, W.B.A. og Crystal Palace eiga erfitt uppdráttar og tel ég einnig að lið eins og Portsmouth, Blackburn, Middlesbrough, Southampton og Bolton muni eiga erfitt tímabil fyrir höndum. Vissulega áttu Bolton-menn frábært tímabil sl. vetur en það áttu Southampton og Blackburn líka árið þar áður. Ég er á því að Bolton-menn muni ekki ná að fylgja þessu frábæra gengi sínu eftir á næstu leiktíð, nema alvarlegar fjárfestingar í leikmannahópnum eigi sér stað.

Reyndar heyrði ég af því á spjallsvæði RAWK að Sam Allardyce vilji kaupa Danny Murphy og Djimi Traoré frá Liverpool, þannig að kannski eru einhver leikmannakaup á dagskrá hjá honum. Engu að síður tel ég að Bolton-liðið muni, eins og hin liðin sem ég taldi upp áðan, eiga erfitt uppdráttar og eflaust verma neðri hluta deildarinnar á næsta tímabili.

Nú, hvað toppinn varðar er það alveg fyrirséð. Eins og venjulega verða Arsenal, ManU, Newcastle, Chelsea og Liverpool þarna uppi við tindinn. Það verður spennandi að sjá hvernig Mourinho tekur til hendinni hjá Chelsea, skv. fréttum í dag ætlar Peter Kenyon honum að gefa æsku liðsins sérstakan gaum, sem hljóta að teljast góðar fréttir fyrir menn eins og Wayne Bridge, Joe Cole, Damien Duff, Glen Johnson og Scott Parker. Þá hefur mér þótt skrýtið hvað lítið hefur heyrst af leikmannamálum hjá Newcastle. Slúðrið er að segja okkur að þeir séu reiðubúnir að selja Dyer, Bellamy og Bramble fyrir rétt verð, sem túlkast sem tveir sem meiðast of oft og einn sem getur ekki neitt verði að víkja til að hægt sé að kaupa a.m.k. tvo góða sem hægt er að treysta á að spili heilt tímabil og það vel. En að öðru leyti er lítið fjallað um kaup hjá Newcastle. Þó tel ég algjöra vitleysu að afskrifa þá, eftir lélegt tímabil er þeim eflaust jafn mikið í mun og okkar mönnum í Liverpool að ná að bæta sig.

Nú, fyrir utan þessi klassísku topp-5-lið þá eru nokkur sem gætu farið á hvorn veginn sem er, þ.e. lent í botnbarátturugli eða barist um Evrópu- og jafnvel Meistaradeildarsæti á komandi vetri. Að mínu mati eru þetta lið eins og: Birmingham, Aston Villa, Charlton, Fulham, Manchester City og Everton. Vissulega fúlsa sumir við því að ég hafi Everton og ManCity þarna en gleymum því ekki að fyrir rétt rúmu ári var þetta Everton-lið að spila hörkubolta og sækja hart að sæti í Meistaradeild ásamt Liverpool. Manchester City-liðið er enn hörkuvel mannað og ef Keegan nær að koma taktískum málum í lag og kaupa a.m.k. einn flottan miðvörð í sumar (þar sem hann er með einhverja slöppustu vorn sem ég hef lengi séð) þá ætti skemmtilega liðið í Manchester-borg vissulega að geta gert okkur hinum skráveifur næsta vetur. Nema við kaupum Shaun Wright-Phillips, þá verður þetta bara erfitt fyrir þá…

Nú eru 19 lið upptalin og aðeins eitt eftir. Lið sem, að mínu mati, gæti orðið það lið sem bætir sig mest á næsta vetri: Tottenham Hotspur. Jú, eins og Einar gat um í færslu hér fyrr í dag voru Spurs að ráða landsliðseinvald Frakka, Jacques Santini sem framkvæmdarstjóra sinn næsta vetur. Hann mun taka við Spurs-liðinu eftir að Frakkar hafa lokið þátttöku í Evrópukeppni Landsliða sem hefst eftir rúma viku. Það verður að teljast líklegt að þeir fari alla leið í undanúrslitin, að minnsta kosti. Þá voru þeir nýlega að reka David Pleat sem umsjónarmann knattspyrnumála hjá liðinu og réðu Danann snjalla, Frank Arnesen sem starfað hefur við góðan orðstír hjá hollenska stórliðinu PSV í hans stað.

En ef við horfum á t.d. Aston Villa-liðið þá ættu menn alveg að geta sagt sér að ef þjálfaramálin verða loksins tekin í gegn hjá liðinu þá er ekki eins og það þurfi að eyða fleiri tugum milljóna í að kaupa nýtt lið. Síðan O’Leary tók við Villa fyrir ári síðan hefur hann aðeins verslað tvo leikmenn: markvörðinn Thomas Sorensen sl. sumar og svo Nolberto Solano frá Newcastle í maí sl. Að öðru leyti treysti hann á ungu strákana í Villa-liðinu, auk þess að vekja Kólumbíumanninn Juan Pablo Angel upp frá dauðum. Sá maður átti 0% framtíð í liðinu undir stjórn Graham Taylor en er undir stjórn O’Leary orðinn einn skæðasti framherji deildarinnar.

Ef við lítum á leikmannahóp Tottenham Hotspurs sést glögglega að svipuð staða er uppi á teningnum: Markmenn: Paul Robinson, Kasey Keller og hinn ungi Rob Burch

Varnarmenn: Stephen Carr, Mauricio Taricco, Goran Bunjevcevic, Gary Doherty, Mbulelo Mabizela, Ledley King, Anthony Gardner, Dean Richards og hinn ungi Stephen Kelly

Miðjumenn: Jamie Redknapp, Michael Brown, Rohan Ricketts, Dean Marney, Johnnie Jackson og Simon Davies

Framherjar: Fréderic Kanoute, Robbie Keane, Hélder Postiga, Jermain Dafoe og hinir efnilegu Lee Barnard og Mark Yeates

Eins og sést glögglega eru nokkrar stöður sem þarf að fylla í, en kjarninn er til staðar. Í Paul Robinson (nýkominn frá Leeds) og Kasey Keller eru þeir með eitt af betri markvarðapörum deildarinnar, í vörninni geta þeir byggt í kringum kjarnann sem samanstendur af Stephen Carr (hægri bak), Ledley King, Dean Richards og Anthony Gardner (miðverðir). Á miðjunni hafa þeir góða menn í Simon Davies (hægri kantur), Jamie Redknapp, Michael Brown og hinum unga Rohan Ricketts (miðjumenn) og í framlínunni hafa þeir frábæra fernu í Kanoute, Keane, Defoe og Postiga.

Það þarf augljóslega að fylla upp í vinstri vænginn hjá liðinu. Eins og er hafa þeir engan góðan vinstri bakvörð og því síður vinstri kantmann. Þá þurfa þeir eflaust að kaupa einn góðan mann á miðjuna þar sem Jamie Redknapp er allt of meiðslagjarn. Ef hann nær að verða heill einhverja mánuði í einu þá er hann gulls ígildi fyrir liðið enda einhver hæfileikaríkasti enski miðjumaðurinn síðasta áratuginn. En það er bara allt of sjaldan, ég man varla hvenær hann náði síðast að spila 10 leiki í röð án þess að meiðast alvarlega. Þannig að þeir verða að fá góðan mann með Brown og Ricketts á miðjuna.

Að öðru leyti eru þeir vel staddir: Flottir markverðir, flottir hægri-menn í Carr og Davies, flottir landsliðsmiðverðir í Richards, King og Gardner og flott framherjaferna. Það þarf ekki mikið til að þetta Tottenham-lið verði alveg stórhættulegt fyrir okkur hin, og miðað við aldur og fyrri störf Santinis (gerði Lyon að Frakklandsmeisturum 1996) ætti hann að vera meira en hæfur til að fylla í þessar tvær-þrjár stöður í byrjunarliðinu sem þarf til að liðið verði öflugt.

Þá er annað sem hann þarf að gera og það er að losa Tottenham við Igor Biscan þeirra Lundúnarbúa: Gary Doherty. Ég get ekki ímyndað mér að Biscan komist í vörnina hjá nýjum þjálfara Liverpool, er hreinlega reiðubúinn til að éta sokkana mína (eða verða morðóður) ef ég sé Biscan aftur í miðri vörn Liverpool þegar Benítez er (væntanlega) tekinn við. Á sama hátt verð ég gjörsamlega hlessa ef, einhverra hluta vegna, Gary Doherty fær leik fyrir Tottenham undir stjórn Jacques Santini.

Við Einar munum spá betur í væntanlegt tímabil þegar nær dregur byrjun mótsins í Englandi en ég þori alveg að spá því hér og nú, í kjölfar ráðningar Santinis, að Tottenham eru mjög líklegir til að verða spútniklið næsta veturs.

Að lokum: Einar, það tók Tottenham 10 mánuði að ráða nýjan stjóra. Er það ekki svolítið ósanngjarnt að við séum óþreyjufullir eftir 9 daga? :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 19:31 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Enski Boltinn

Af hverju Benitez hætti

Benitez hefur í fyrsta skipti talað um ástæður þess að hann hætti hjá Valencia í útvarpsviðtali á Spáni, sem er vitnað í á ESPN: Benitez: ‘Why I quit Valencia’

Það athyglisverðasta við umfjöllun um Benitez undanfarna daga er að hann er aldrei orðaður við neitt annað lið en Liverpool og svo virðist Liverpool ekki vera orðaðir við neina aðra þjálfara en hann síðustu daga.

Meðal annars segir Benitez að ákvörðun sín hafi ekki bara tengst stjórnendum Valencia (sem honum var greinilega illa við), heldur einnig leikmönnunum.

I have the capacity to continue at Valencia, but I don’t have the strength to demand 110% from my players in every game.

‘The relationship with them was not easy and my fourth year at the club was going to be very complicated, that is why I said I was not continuing.

Einnig:

‘I’m 44, I know what I want and my family are settled. I’m not motivated by money and I don’t need it to be happy, what I need are the correct conditions to work in.’

Af hverju staðfestir ekki einhver eitthvað? Ég nenni þessari bið lengur. Meira að segja Tottenham eru búnir að ráða þjálfara. (by the way, eru allir fyrrverandi landsliðsþjálfarar Frakka með svona stór augu?)

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 17:41 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Kaup & Sölur Á Bið?

Þegar Gérard Houllier var rekinn frá Liverpool fyrir rúmri viku voru samningaviðræður við nokkra mögulega nýja leikmenn komnar vel á veg. En í kjölfar fréttanna af brottrekstri Houlliers voru flestar þessar samningaviðræður settar í biðstöðu þangað til nýr framkvæmdarstjóri væri kominn til starfa. Kaupin á Djibril Cissé voru, Guði sé lof, þau einu sem var ákveðið að klára þrátt fyrir brotthvarf Houlliers - enda nokkuð ljóst að það er ekki einn þjálfari í heiminum sem myndi fúlsa við því að hafa Djibo í sínu liði.

En hvað með önnur kaup? Nýlega sagði Sigursteinn Brynjólfsson, formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi, í grein sem birtist á Liverpool.is, frá þessum kaupum sem sett hafa verið á bið. Meðal annars fjallaði hann um kaupin á Joey Barton frá Manchester City:

Einn af þeim sem var á leiðinni var Joey Barton, leikmaður Manchester City. Talið var að hann væri á leiðinni fyrir 2 milljónir punda, en nú er það talið í óvissu. Ekki er þó víst að málið sé dautt með hann, þar sem hann hefur verið einn af fáum björtum punktum í leik City í vetur og fæst á lágu verði.

Og þetta hafði hann síðan um fyrirhuguð kaup á Rafael Van der Vaart að segja:

Rafael Van der Vaart er annar, þar sem samningaviðræður voru komnar á lokastig. Þau kaup hafa líka verið sett í algjöra biðstöðu og verður ákvörðun um hann einnig tekin af nýjum framkvæmdastjóra.

Sigursteinn er að mínu mati alveg jafn áreiðanlegur miðill fyrir slúðrið eins og hver annar. Oft hefur hann átt gátuna og haft rétt fyrir sér, og man ég sjaldan eftir því að hann hafi farið með fleipur, ef nokkru sinni. Ég veit að hann hefur örugga heimildarmenn innanborðs hjá klúbbnum í Bítlaborginni, hverjir það eru veit ég ekki nákvæmlega en mig grunar nokkur nöfn, en ljóst er að hann er að fá mjög áreiðanlegar upplýsingar.

Mörgum léttir eflaust við tilhugsunina um að nýr þjálfari gæti fengið Van der Vaart í hendurnar þrátt fyrir allt - þegar Houllier fór héldu margir að þar með væru þau kaup úr sögunni. Þá líst mér í raun ekkert illa á Joey Barton heldur; hann er einn besti vinur Steven Gerrard, uppalinn Scouser, ungur og baráttuglaður. Kannski enginn heimsklassaleikmaður á miðjuna (það væri Van der Vaart) en frábær viðbót í ‘hópinn’ engu að síður.

Svo er náttúrulega spurning um sölur líka. Margir búast við því að Igor Biscan og El-Hadji Diouf verði seldir í sumar, ef ekki fleiri. Þá hefur Djimi Traoré verið að reyna að komast til W.B.A. undanfarna daga en án árangurs. Rick Parry hefur að sjálfsögðu frestað öllum sölum þangað til nýr framkvæmdarstjóri kemur, enda ekkert vit í að selja gæja sem nýr maður myndi kannski vilja halda.

Ókei, smá hliðarspor: Ef nýr stjóri vill ekki selja Igor Biscan er hann ekki hæfur sem stjóri Liverpool. Ekkert flóknara en það!

Já, hvar var ég? Jamm, leikmenn sem gætu farið frá félaginu. Sumir af þessum gæjum eru þöglir sem gröfin en það gladdi mitt litla hjarta að sjá að Vladi Smicer vill ólmur impressa nýjan stjóra, hvort sem það er Rafa Benítez eða einhver annar! Ég hef nefnilega alltaf haft mikið álit á Smicer. Hann er, að mínu mati, frábær leikmaður til að hafa í hópnum hjá sér. Fjölhæfur, vinnur vel fyrir liðið, er óeigingjarn og mjög hæfileikaríkur. Svona kannski svipaður leikmaður og Danny Murphy, svo að dæmi sé tekið.

Það sem hefur hindrað hann í að verða fastamaður í liði Liverpool er tvennt: meiðslaóheppni og óstöðugleiki. Hann á það til að leika hræðilega í nokkra leiki, en nær samt einhvern veginn alltaf að fá mann til að fyrirgefa sér aftur. Ég held að Vladi verði aldrei fastamaður í liði Liverpool, sama hver kemur inn til að stjórna liðinu, en það er allavega gaman að sjá að hann hefur viljann til að sanna sig undir handleiðslu nýs stjóra:

As far as I’m concerned I want to stay and show the new boss I deserve to play for Liverpool. I have another year to run on my contract and want to stay.

Þetta líkar mér að heyra! Þeir mættu vera fleiri í liðinu sem hugsa svona!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 13:37 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Kewell og Baros

Landsliðsþjálfari Ástralíu er með dómsdagsspár um ökklan hans Harry Kewell. Hann segir að ef hann passi sig ekki, þá gæti ferill hans endað fljótt.

Ég hef nú reyndar áður verið hissa á yfirlýsingum þessa þjálfara.


Já, og Milan Baros, sem ég held gríðarlega mikið uppá, skoraði fyrir Tékka í landsleik á móti Búlgaríu. Ég vona svo innilega að Baros slái í gegn á EM, svo nýr þjálfari Liverpool sjái hvað í honum býr. Meðferð Houllier á Baros (sérstaklega þegar hann vissi að Heskey yrði seldur) var ávallt til skammar.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 09:03 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Liverpool

02. júní, 2004
Mourinho og leikmannahópar

Þá er Mourinho orðinn þjálfari Chelsea og Ranieri orðaður við Valencia. Þessi grein í Times segir allt, sem ég vildi segja um meðferð Chelsea á Ranieri: Endearing Ranieri could not have been treated worse. Þetta þýðir auðvitað að við Kristján tökum tilbaka allt það fallega, sem við höfum sagt um Mourinho :-)

Nei nei, ekki alveg svona. Mourinho á ábyggilega eftir að gera góða hluti fyrir Chelsea. Ég er reyndar enn sannfærður um að hann hefði verið betri hjá Liverpool. Það er samt án efa gaman að fá hann í enska boltann. Það verður fjör að sjá hann og Ferguson mætast aftur.

Allavegana, það athyglisverðasta við blaðamannafundinn hans Mourinho er að hann vill minnka hópinn til muna. Í dag er Chelsea með 34 leikmenn + markmenn í hópnum, en Mourinho vill minnka þetta niður í 21 leikmann + markmenn.

Þetta þykir mér mjög athyglisvert og einnig er gaman að skoða hvernig þessum málum er háttað hjá Liverpool. Í Liverpool hópnum í dag eru 22 útileikmenn. Einnig eru 4 leikmenn í láni hjá öðrum liðum. Að auki eru þarna 6 ungir leikmenn, sem hafa nær aldrei spilað fyrir liðið.

Markverðir: Dudek, Kirkland, Luzi
Vörn: Henchoz, Finnan, Hyppia, Riise, Traore, Carragher, Biscan, Otsemobor
Miðja: Kewell, Diouf, Smicer, Murphy, Diao, Hamann, Gerrard, Le Tallec, Cheyrou
Sókn: Baros, Owen, Sinama-Pongolle, Heskey (Cisse), Mellor

Ungir: Medjani, Welsh, Potter, Warnock, Whitbread, Sheridan
Í láni: Babbel, Partridge, Vignal, Diarra

Þannig að ummæli Mourinho eru afskaplega skiljanleg. Liverpool eru í raun með 26 “pro” leikmenn í hópnum, þar af fjórir í láni. Tveir af þeim fjórum hafa fengið tækifæri hjá liðinu og munu sennilega ekki spila aftur fyrir Liverpool (Babbel og Vignal). Hinir eru “ungir” en munu sennilega aldrei verða nógu góðir til að spila fyrir Liverpool (Partridge og Diarra).


Houllier sagði einu sinni að hann vildi sjá 8 topp varnarmenn, 8 miðjumenn og 5 sóknarmenn í liðinu. Það gera 21 leikmann, sama og Mourinho segir. Liverpool eru ekki með ámóta geðveiki og Chelsea en samt eru í Liverpool hópnum 26 leikmenn, þannig að liðið ætti að losa sig við 5 leikmenn. Það þarf í raun ekkert lið fleiri en 21 leikmann. Þá er liðið með 4 vara-varnarmenn, 4 vara-miðjumenn og 3-vara sóknarmenn. Það hlýtur að vera nóg.

Það að trimma hópinn niður í 21 “pro” leikmann myndi líka þýða að yngri leikmennirnir, sem eru væntanlega á mun lægri launum, gætu fengið tækifæri. Það er algert bull að leikmaður á himinháum launum sé miðjumaður númer 9, einsog Diao virðist vera í dag. Það þarf að minnka hópinn. Þannig lækkar liðið launakostnað, hægt er að gefa yngri leikmönnum tækifæri og væntanlega batnar móralinn í hópnum.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 21:04 | Ummæli (4) | TrackBack (0) | Flokkur: Almennt

Inn/Út

Ef eitt er öruggt við þetta sumar, þá er það að Liverpool mun verða orðað við heilan helling af leikmönnum. Hérna ætlum við að hafa lista yfir þá leikmenn, sem eru orðaðir við Liverpool í sumar. Endilega kommentið ef þarna vantar inn nöfn. Ég tippa á það að við munum ná 30-40 leikmönnum á þennan lista fyrir lok sumar.


Leikmenn, sem hafa verið orðaðir við Liverpool

  1. Michael Dawson
  2. Joey Barton
  3. Yossi Benayoun
  4. Philippe Mexes
  5. Shaun Wright-Phillips
  6. Roberto Ayala
  7. Pablo Aimar
  8. Rafael Van-der Waart
  9. Matteo Ferrari
  10. Alexandr Hleb
  11. Thomas Rosicky
  12. Djibril Cisse (kominn)
  13. Owen Hargreaves
  14. Joe Cole
  15. Santiago Canizares
  16. Marco Caneira
  17. Olivier Dacourt
  18. David Albelda
  19. Juan-Pablo Angel
  20. Sylvan Wiltord
  21. Vicente Rodriguez
  22. Ricardo Quaresma
  23. Edgar Davids
  24. Xabi Alonso
  25. Ruben Baraja
  26. Michael Ballack
  27. Miguel Angel
  28. Damien Duff
  29. Scott Parker

Leikmenn, sem eru orðaðir við það að fara frá félaginu

Emile Heskey (farinn)
Michael Owen
Steven Gerrard
Djimi Traore
Milan Baros
Bruno Cheyrou (farinn)
Jerzy Dudek
Markus Babbel
Milan Baros
Dietmar Hamann
Neil Mellor
El-Hadji Diouf

Þjálfarar, sem hafa verið orðaðir við félagið

Rafael Benitez
Mourinho
Gordon Strachan
Martin O’Neill
Kenny Dalglish
Alan Curbishley
Claudio Ranieri

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 12:03 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Slúður

Hversu góðir eru Valencia?

valencia.jpg Ókei, þannig að nú er nokkuð ljóst að Liverpool munu ráða Rafael Benítez, þjálfara Valencía á Spáni, sem næsta framkvæmdarstjóra liðsins. En þar sem við Íslendingar höfum því miður ekki séð nógu marga leiki með Valencía í vetur (þökk sé Real Madríd-dýrkun þeirra á Sýn, pffft!) erum við enn nokkuð mikið í myrkrinu varðandi spilagetu liðsins.

Þannig að menn spyrja sig nú í gríð og erg: geta Valencia eitthvað?

Svar: Horfið og grátið! Þessi síða inniheldur öll mörk Valencia í öllum keppnum á nýafstöðnu tímabili! Smellið bara á tengilinn, veljið svo ‘Videos’ og þaðan í ‘2003-04 Season’. Þaðan er hægt að velja öll mörk ársins eftir leikjum og keppnum.

Sjálfur mæli ég sérstaklega með 5-1 sigrinum á Real Mallorca á útivelli þann 21. mars sl., hvar Mista skoraði þrennu. Þá er einnig gott að kíkja á 6-1 útisigurinn á Malaga, hvar Oliveira hinn ungi skoraði þrennu. Og fyrir þá sem eru að vonast til að sjá argentínska snillinginn Pablo Aimar í treyju Liverpool á næsta tímabili væri ekki úr vegi að kíkja á 1-1 jafntefli í fyrsta deildarleiknum gegn Real Valladolid, hvar téður Pablo Aimar skoraði mark Valencia.

Í stuttu máli: Valencia-liðið sl. vetur á sér fáa eða enga jafnoka í heiminum í dag. Þeir eru auðveldlega eitt af fimm bestu félagsliðum heims í dag (hin væru, að mínu mati, Arsenal, AC Milan, Porto og líklega Santos þótt ég sé ekki nógu vel að mér um Suður-Ameríska boltann). En góðir eru þeir.

Í enn styttra máli: Pablo Aimar er snillingur, boltaséní af Guðs náð!

Annars hafði ég gaman af að lesa þessa grein í The Times í kvöld, þar sem m.a. kemur fram að…

The arrival of Benítez might not be such good news for Phil Thompson, who served as Houllier’s assistant. Parry has indicated that the new manager will be allowed to assemble his own coaching staff, with reports in Spain suggesting that Benítez would insist on bringing Francisco Ayestaran, his assistant at Valencia.

Bless Thompson. En aðrir eiga sér meiri framtíð…

The future of Sammy Lee, a Spanish speaker, is more secure, with his duties likely to include translating for Benítez until his English, no more than passable at present, becomes fluent.

Og þótt furðulegt megi virðast þora The Times að fullyrða að…

His move to Anfield, though, is agreed. Even while Valencia were trying to persuade Benítez to stay, Parry felt confident enough on Monday to say that “there will be an announcement about our new manager in two weeks”, which coincides with the coach’s notice period.

Auk þess sem þeir eru vongóðir, eins og við hinir, um að…

It is feasible that Benítez will encourage players such as Roberto Ayala, Ruben Baraja or Pablo Aimar to follow him from Valencia, but more important for Liverpool are the players who are already at Anfield.

Úff, spennandi! Hér fyrir nokkrum vikum talaði Einar um hvernig draumasumar sitt gæti litið út. Og ef við tökum smá tékk núna þá er Heskey farinn, Cissé kominn, Houllier farinn og Benítez 99% kominn. Þótt hann hafi ekki nafngreint þá sérstaklega í sínu draumasumri þá held ég að Einar myndi varla fúlsa við að fá Ayala með Hyyypiä í vörnina og Pablo Aimar fyrir framan Stevie G fyrirliða í hjarta liðsins, eða hvað???

Hélt ekki. Sumarið, hingað til, er búið að vera fantastískt fyrir okkur Liverpool-aðdáendur og er aðeins von á meiri spenningi. Hvort það verður Aimar, Van der Vaart eða Rosicky sem kemur á miðjuna, hvort það verður Ayala eða Mexés sem kemur í vörnina, þá er það ljóst að með Cissé, Benítez og tvo-þrjá nýja leikmenn til viðbótar verðum við Einar Örn sleeeeeefandi þegar nýtt tímabil hefst!

Sem er einmitt eftir 54 daga núna. 54 dagar í fyrsta æfingaleik, and counting…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:00 | Ummæli (1) | TrackBack (0) | Flokkur: Almennt

01. júní, 2004
England - Japan

Liverpool leikmennirnir stóðu sig einna best af ensku leikmönnunum í landsleik Japana og Englendinga samkvæmt BBC. Owen (hver annar?) skoraði mark Englendinga og Gerrard var besti leikmaðurinn.

Sven Göran-Eriksson fær reyndar verðlaun fyrir stórkostlegasta asnaskapinn á EM ef hann ætlar að hafa Stephen Gerrard á vinstri kantinum. Það er ágætis regla að þú spilar besta leikmanninum þínum í hans bestu stöðu. Þú notar ekki besta leikmanninn til að fylla einhverja vandræðastöðu!

Stephen Gerrard er besti leikmaður Englendinga. Punktur. Hann á að vera á miðjunni. Punktur. Houllier er sannarlega meistari í því að spila mönnum í vitluausum stöðum en m.a.s. hann lærði (af reynslunn þó) að spila Gerrard ekki á kantinum. Gerrard er góður á kantinum, á því er enginn vafi (ef hægt væri að klóna menn myndi ég klóna Gerrard og láta hann spila allar fjórar stöðurnar á miðjunni fyrir Liverpool :-) ). Hins vegar er hann bara svo miklu, miklu sterkari inná miðjunni.

Allavegana, Gerrard fær 8 í einkunn og Owen 7. Aðeins einn annar fær 8 (Ashley Cole) og aðeins einn annar fær 7 (Rooney), þannig að þeir geta verið sáttir. Þá er bara að vona að Gerrard fái að njóta sín inná miðjunni. Það er alveg glórulaust ef hann verður ekki þar gegn Frökkum.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 22:30 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Landslið

Hvert getur Benitez farið?

Hjá Valencia virðast menn vera verulega fúlir yfir því að Benitez skuli vera hættur hjá félaginu. Hluthafar krefjast þess að öll stjórnin segi af sér.

Valencia virðist hafa klúðrað málunum með því að bjóða Benitez ekki neitt fyrr en hann var búinn að vinna bæði deildina og UEFA bikarinn og eftir að hann var orðaður við Liverpool. Þá hrukku þeir við og buðu honum nýjan samning, en honum fannst það vera of lítið of seint.

Flest virðist benda í þá átt að Benitez fari til Liverpool en ég þori ekki að bóka það fyrr en ég sé hann taka í höndina á Rick Parry.

Benitez er einn eftirsóttasti þjálfarinn í Evrópu og hefur verið orðaður við nokkur lið. Þegar hann átti enn í viðræðum við Valencia sagði hann í útvarpsviðtali:

“I am in no hurry to go to Inter Milan, Barcelona, Real Madrid or any other club. I want to stay at Valencia. It is already a big club.

Hann stóð ekki alveg við þetta, en það er spurning hvert hann getur farið? Í viðtalinu nefnir hann þrjú lið. Einnig hefur hann verið orðaður við Tottenham. Við getum útilokað Barcelona og Real strax, því Real er nýbúið að ráða þjálfara og Riikjard ætti að vera nokkuð traustur hjá Barcelona.

Þá eru eftir þrjú lið: Inter Milan, Tottenham og Liverpool. Það er augljóst að Liverpool er betri kosturinn af ensku liðunum. Leikmannahópurinn, peningarnir, hefðin er öll hjá Liverpool.

Þá eru það bara Inter og Liverpool. Forseti Inter tilkynnti í síðustu viku að Zaccheroni yrði áfram hjá Inter, þrátt fyrir ekkert spes gengi á síðasta tímabili.

Er þá ekki Liverpool besti möguleikinn fyrir Benitez. Er það eitthvað félagslið í Evrópu, sem er að leita að þjálfara, sem er meira heillandi en Liverpool nú þegar Chelsea er búið að ráða Mourinho? Ég held ekki. Benitez segist eiga að fara yfir sína möguleika. Hann má ekki skrifa undir hjá neinum fyrr en eftir tvær vikur, en hann hlýtur að mega tilkynna hvað hann gerir fyrir þann tíma.


Allavegana, Echo eru enn öruggir á því að Benitez komi. Þar segir m.a.

Although Parry is on holiday in Barbados, he confirmed over the weekend an announcement is likely in mid-June. Far from frantically searching for their next boss, there has been an air of calm authority around Anfield since Gerard Houllier’s departure.

Benitez will be able to join the Reds once his two weeks notice in Spain is served.

Gott mál ef þetta reynist allt satt.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 18:35 | Ummæli (0) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Benitez HÆTTUR!

Ja hérna: Benitez quits Valencia

Spennan magnast!

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 11:05 | Ummæli (2) | TrackBack (0) | Flokkur: Þjálfaramál

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

Leit:

Síðustu Ummæli

Kristján Atli: Benni Jón, tveir punktar: 1. Ég sagði " ...[Skoða]
Benni Jón: Kristján, Carra skoraði í sínum þriðja l ...[Skoða]
Kristján Atli: Bjarni, hugsaðu aðeins um hvað þú ert að ...[Skoða]
Gísli K: hahaha. Það sagði enginn að Pennant vær ...[Skoða]
Bjarni: Nei mér langaði rosalega líka til að gag ...[Skoða]
einsi kaldi: liv hefði átt að fá fleiri víti tvisvar ...[Skoða]
Einar Örn: >en að menn séu sáttir við Pennant er ba ...[Skoða]
Bjarni: Einar eru menn ekki orðnir aðeins of sjá ...[Skoða]
Palli G: "Álpast til að vinna einn leik" einmitt. ...[Skoða]
xxx: Kannski ekki rétt að gefa Carragher naf ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Holland í kvöld!
· Juve vilja fá Baros!
· Slúður, ó slúður!
· Góð Grein & Vond Grein...
· Blaðamannafundur: Gerrard verður kyrr!
· Blaðamannafundur í dag!

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License