Það var stór stund á Anfield í kvöld þegar Robbie Fowler mætti til leiks með félögum sínum í Cardiff. Sannkallaður skyldusigur hjá okkar mönnum og eðlileg krafa gerð um áframhaldandi þátttöku í deildarbikarnum.
Svona var byrjunarliðið:
Itandje
Arbeloa – Hobbs – Carragher – Aurelio
El Zhar – Gerrard – Lucas – Leto
Babel – Crouch
Bekkurinn: Martin, Riise, Benayoun (´63 fyrir Leto), Kewell (´71 fyrir El Zhar), Mascherano (´87 fyrir Lucas).
Leikurinn byrjaði fjörlega í kvöld og bæði lið mjög frísk. Brotið var á Fowler snemma í leiknum rétt fyrir utan teig. Fowler tók góða aukaspyrnu en Itandje varði vel. Cardiff pressaði stíft, Fowler og Hasselbaink spiluðu vel saman og gömlu brýnin ollu smá usla í byrjun. Liverpool átti góða sókn þar sem El Zhar átti góða fyrirgjöf en Lucas náði ekki að klára í fínu færi. Aftur góð sókn hjá Liverpool, Crouch með fallegan snúning en skotið hans fór rétt framhjá.
Aurelio var nálægt því að skora með mjög óvæntu skoti af löngu færi, frábært skot á nærstöng en góð varsla og gaman að sjá að Aurelio hefur sjálfstraust í að hamra á markið því hann er virkilega góður skotmaður. Babel fékk færi en skalli hans rataði ekki í möskvana. Liverpool voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik. Cardiff áttu nokkrar sóknir og Paul Parry átti frábæran skalla en Itandje varði í utanverða stöngina. Liverpool með frábæra sókn, en Leto endaði hana með slöku skoti framhjá. Fyrirliðinn tók málin í sínar hendur með góðum spretti, en það var brotið á honum. Aukaspyrnan fór að sjálfsögðu á kollinn á Crouch sem skallaði á Leto en Leto þrumaði yfir, það virtist vanta mikið upp á sjálfstraust Leto í leiknum en vonandi að það komi fljótlega með fleiri leikjum.
Cardiff hljóta að hafa farið sáttir inn í hálfleik, staðan 0-0, en Liverpool gátu varla verið sáttir því þeir höfðu klúðrað nokkrum góðum færum. Jack Hobbs átti fínan fyrri hálfleik og virkaði öruggur með Carragher við hlið sér, maður beið og beið eftir markinu því það lá sannarlega í markinu, en 0-0 í hálfleik.
Eitthvað hefur Rafa sagt við sína leikmenn í hálfleik því Liverpool byrjaði seinni hálfleik með látum. Gerrard lék boltanum út á kantinn til El Zhar sem gerði sér lítið og þrumaði boltanum í netið, frábært skot hjá honum og stórkostlegt mark fyrir framan The Kop, 1-0. Cardiff áttu varla séns í upphafi síðari hálfleiks og stuttu eftir mark El Zhar fékk Steven Gerrard algjört dauðafæri en inn fór boltinn ekki. Cardiff sótti í sig veðrið og vann sig aftur inn í leikinn, fengu dauðafæri en Itandje varði glæsiglega.
Á 65. mínútu dró til tíðinda þegar að fyrirliði Cardiff Darren Purse átti góðan skalla og jafnaði metin 1-1, ágætis mark hjá buddunni. En nokkrum andartökum síðar átti Benayoun frábæran sprett og sendi magnaða sendingu á Steven Gerrard og Steingerði brást ekki bogalistann í þetta skiptið og skoraði frábært mark, 2-1. Frábært svar við jöfnunarmarkinu og frábært hjá Yossi Benayoun að koma inná og breyta leiknum. Stuttu síðar fékk Babel gott færi en Hollendingurinn náði ekki að skora, virðist erfitt hjá honum að klára færin sín. Á 71. mínútu var markaskoraranum El Zhar skipt útaf og inná kom Ástralinn skemmtilegi Harry Kewell, hann kom inn í framlínuna við hlið Crouch og Babel datt niður á kantinn. Kewell kom mjög frískur inn í spilið og virkaði mjög ferskur og graður, átti skot á markið stuttu eftir að hann kom inná. Peter Crouch lét verja frá sér í góðu færi og stuttu síðar snéri Guð sjálfur Carragher af sér, en Itandje varði skot hans.
Cardiff pressuðu vel í lok leiks en vörnin hélt vel og góð barátta kom í veg fyrir jöfnunarmark. Liverpool áttu góða skyndisókn undir blálokin þegar Mascherano sendi boltann á Benayoun en hann klikkaði. 2-1 Lokatölur í fjörugum leik sem var vel sóttur á Anfield í kvöld. Eftir leikinn fór Robbie Fowler og þakkaði fyrir sig fyrir framan The Kop og allt ætlaði um koll að keyra þegar Guðinn var hylltur í sennilega sínum síðasta leik á Anfield.
Ég er virkilega sáttur við mína menn eftir leikinn í kvöld þrátt fyrir harðlifi í markaskorun í fyrri hálfleik. En leikmenn mættu í seinni hálfleik miklu kraftmeiri og gerðu leikinn skemmtilegann.

Itandje stóð sig mjög vel í markinu og átti nokkrar gríðarlega mikilvægar og góðar vörslur. Hann gat því miður lítið gert þegar gamla brýnið Darren Purse þandi möskvana, en heilt yfir átti Itandje góðan leik.
Arbeloa átti svosem engan stórleik í bakverðinum hægra megin og spurning hvort hann sé sterkari vinstra megin á vellinum. Hann er að upplagi hægri bakvörður en virðist spila betur í þeim vinstri, sem er frekar skrýtið.
Carragher átti venjulegan leik, klassískur og solid leikur hjá honum.
Hobbs kom frábærlega inn í vörnina og átti stórleik. Hann bjargaði okkur nokkrum sinnum og tók hárréttar ákvarðanir. Virkaði öruggur á boltanum og er framtíðarmiðvörður hjá okkur. Ég vona svo sannarlega að hann fái tækifæri í deildinni fljótlega.
Aurelio átti ágætisleik. Hann þrumaði einu sinni á markið langt fyrir utan teig og sýndi okkur enn og aftur að hann ef með magnaðann vinstri fót.
El Zhar kom sér hægt og rólega inn í leikinn og tókst að nýta hraða sinn vel á kantinum, hann náði líka nokkrum fyrirgjöfum og var frískur. Hann skoraði fyrra mark Liverpool með bylmingsskoti og það var hans fyrsta mark fyrir aðalliðið. Frábært hjá honum og spurning hvort hann fari á bekkinn í næstu leikjum.
Gerrard átti mjög góðann leik og hann virkar núna betri og betri með hverjum leiknum sem líður, skorar mikið og berst vel. Hann skoraði seinna mark okkar og þótti það afar glæsilegt. Gerrard dró vagninn í kvöld og átti nokkur góð skot að marki, hann heldur vonandi áfram að skora fyrir okkur og sýna að hann er með betri miðjumönnum í heiminum.
Lucas spilaði sæmilega, lenti í vandræðum í seinni hálfleik og braut oft klaufalega af sér. Hann uppskar spjald og var í kjölfarið skipt útaf.
Leto olli nokkrum vonbrigðum með spilamennsku sinni. Hann virkaði óöruggur í dauðafæri sem hann fékk og tapaði boltanum nokkrum sinnum klaufalega á kantinum, hann haltraði af velli í síðari hálfleik en vonandi er það ekkert alvarlegt.
Crouch spilaði fínan leik, kom sér í nokkur færi og nýtti hæð sína í að leggja upp færi með kollinum. Hann reyndar tapaði tveimur skallaeinvígjum gegn Darren Purse en hvað um það.
Babel átti góða spretti og nokkrar marktilraunir. Hann fékk góð færi en kláraði þau ekki, en nýtti hraðann og leiknina vel í að skapa hættu.
Benayoun kom frábær inn í leikinn og sýndi okkur að hann getur breytt leiknum, mjög góður leikmaður sem spilaði vel í kvöld.
Kewell er að stíga upp úr meiðslum en spilaði að venju vel í kvöld, átti skot á mark og virkaði hress í framlínunni.
Mascherano kom inná í nokkrar mínútur og komst eðlilega lítið inn í leikinn.
Maður leiksins: Steven Gerrard…
hér má nálgast tölfræði úr leiknum.
Ég mun reyna að nálgast video af mörkunum eins fljótt og ég mögulega get og set þau þá inn.
Þrumufleygur El Zhar
Sigurmarkið hjá Gerrard
YNWA.