Latest stories

  • Watford á morgun.

    Á morgun förum við til Vicarage Road og heimsækjum fyrrum félaga Heiðars Helgusonar, Elton Johns og Vialli. Waford er sem stendur í öruggu fallsæti eða neðsta sæti deildarinnar með heil 12 stig eftir einn sigur og 9 jafntefli í 20 leikjum. Það er ekki langt síðan við spiluðum við Watford á Anfield þar sem við [unnum góðan 2-0 sigur.](http://www.kop.is/gamalt/2006/12/23/16.56.03/)

    Waford er jó-jó lið og er því oftast eitt tímabil í úrvalsdeildinni og næstu 2 í þeirri fyrstu. Síðast þegar við spiluðum á Vicarage Road þá var það í undanúrslitum deildarbikarsins og [við unnum þá 1-0.](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/25/21.45.13/) Síðast þegar við mættum þeim í deildinni á Vicarage Road var tímabilið 1999-2000 og unnum við þá 3-2 í hörkuleik. Þá skoruðu fyrir okkur þeir Patrik Berger (sem Sigursteinn er hrifinn af), David Thompson og Vladimir Smicer. Þetta var fyrsta mark Smicer fyrir Liverpool. Byrjunarliðið þá var eftirfarandi:

    Westerveld

    Carragher – Henchoz – Hyypia – Matteo

    Thompson – Gerrard – Hamann – Berger

    Owen – Camara

    Bekkurinn: Nielsen, Staunton, Traore, Murphy og Smicer.
    Ekki margir eftir frá þessu liði eða eingöngu þeir Hyypia, Carra og Gerrard. Allir hinir hafa verið seldir, gefnir eða ekki fengið nýjan samning.

    Ég tel að það lið sem sem Rafa stillir upp á morgun er betra en þetta lið þrátt fyrir þau meiðsli sem hafa herjað á okkur nýverið. Það er ljóst að Kewell, Garcia, Gonzalez, Zenden, Sissoko og Warnock eru ekki með vegna meiðsla. Það styttist vonandi í að Kewell og Sissoko verði klárir en þeir hafa verið lengi frá en þeir Gonzalez og Warnock eru frá í 2-3 vikur. Hvenær Zenden verður klár hef ég ekki hugmynd og er slétt sama. Hvernig stillir Rafa þessu upp? Ég ætla að giska á það:

    Reina

    Finnan – Carra – Agger – Riise

    Pennant – Gerrard – Xabi – Aurelio

    Kuyt – Bellamy

    Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Guthrie, Paletta og Crouch.

    Þetta er gott lið sem á að geta unnið Waford um hverja helgi! Hins vegar er ljóst að sjálfstraustið hjá okkar mönnum hefur beðið hnekki eftir útreið gegn Arsenal í ensku bikarkeppnunum. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir liðið og að vinna þennan leik sannfærandi myndi gera mikið fyrir liðið, þjálfarana og stuðningsmennina. Tap eða jafntefli væri afar slæmt og í raun óhugsandi niðurstaða. Við þurfum á sigri að halda og ég held að leikmennirnir séu klárir slagsmál gegn Aidy Boothroyd og félögum.

    Spá: Við vinnum þennan leik og við vinnum stórt 4-1. Við viljum sanna okkur tilbaka og við munum gera það. Við náum að breyta yfirburðum okkar yfir í mörk og skorum 2 mörk í hvorum hálfleik. Kuyt (2), Bellamy og Gerrard skora mörkin fyrir okkur.

    Koma svo… hendum í gang!

  • Insúa kominn (staðfest)

    322958-1586188-458-238.jpeg

    Jæja, þá er það komið staðfest á [Official síðunni að Emiliano Insua](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154669070111-1338.htm) er kominn til Liverpool. Til að byrja með verður hann á 18 mánaða lánssamning.

  • Allt búið!

    Einar benti á þessa grein í ummælum við síðustu færslu og mér fannst hún nógu góð til að hún verðskuldaði sér færslu. Afskaplega góð eftirmæli um þessa fáránlegu umfjöllun, sem hefur grasserað eftir Arsenal leikina.

    [It’s all over for Liverpool](http://www.squarefootball.net/article/article.asp?aid=4059).

  • Bascombe skýrsla

    Það síðasta sem ég ætla að segja um þennan leik við Arsenal er að [benda á leikskýrslu Chris Bascombe](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0400matchreport/tm_headline=liverpool-3%2D-arsenal-6-%2Decho%2D%26method=full%26objectid=18436486%26siteid=50061-name_page.html), sem er afbragðsgóð og bendir vel á það, sem vantar hjá Liverpool í dag.

    Bascombe getur nefnilega gagnrýnt liðið grimmilega án þess að falla niður í þá ömurlegu gryfju að uppnefna menn og ausa yfir þá fúkkyrðum, einsog menn hafa gert á þessari síðu eftir tvo síðustu Arsenal leiki.

  • Garcia frá út tímabilið

    Jæja, þá er það orðið ljóst að [Luis Garcia mun ekki](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1987239,00.html) spila meira með Liverpool á þessu tímabili.

    Mark Gonzalez verður frá í þrjár vikur.

  • Héðan og þaðan (uppfært x3: Leto og Padelli koma!) – Garcia frá út tímabilið

    Ég bara verð að byrja daginn á að fá nýja færslu efst á síðuna. En allavega, við erum enn að fá fréttir af eftirmála leiksins í gær: Stephen Warnock kveinkaði sér í baki eftir árás Jeremie Aliadiere í gær en er heill heilsu í dag, á meðan hinir tveir, Luis García og Mark Gonzalez, fara í frekari skoðanir í dag þar sem ræðst hversu lengi þeir verða frá. En það verður víst talsvert lengi, úr því að Rafa á að hafa sagt í gær að Harry Kewell verði orðinn leikfær á undan þeim báðum.

    Þótt Warnock sé heill er ekki víst að hann verði mikið lengur á Anfield, þar sem hann er víst orðinn bitbein Liverpool og Blackburn í kaupsamningnum um Lucas Neill. Upphaflega var talið að þetta væri að tefjast af því að Blackburn væru tregir til að þiggja Warnock í beinum skiptum við Neill, sem á fimm mánuði eftir af samningi sínum, en nú benda fregnir til þess að þetta sé að tefjast vegna þess að við séum að heimta Neill og 500,000 pund í stað Warnock. Skrýtið. Almennt held ég að Neill sé dýrari leikmaður en af því að hann á svo stutt eftir af samningi er Warnock sennilega metinn á meira í dag. Samt, ef það er það sem þarf til finnst mér að menn eigi að sleppa þessum 500kalli og þiggja bara bein skipti, við þurfum Neill inn í þetta lið og það eins og skot!

    Svo erum við víst við það að kaupa ungan argentínumann, miðjumann að nafni Sebastián Eduardo Leto, frá klúbbnum Lanús. Ég veit ekkert um manninn né klúbbinn hans, en hann er tvítugur og metinn á 1.85m punda, þannig að kannski er eitthvað varið í hann. Eins og kom skýrt fram í gær þurfum við á talsvert betri ungliðum að halda til að þrýsta á aðalliðið, það gengur ekki að á meðan Arsenal getur kallað á menn eins og Walcott, Djorou og Denilson inn í sitt lið skuli okkar bjartasta von í dag vera Danny Guthrie, með fullri virðingu fyrir honum.

    Einn leikmaður sem ég vona í laumi að við kaupum er Ashley Young frá Watford. Þeir eru víst búnir að ákveða að selja hann hæstbjóðanda í næstu viku, en sem stendur eru Tottenham að reyna að prútta við þá um leikmannaskipti auk þess sem Aston Villa hafa boðið meira en Liverpool, þannig að þetta er ekki líklegt eins og stendur. En það gæti þó breyst.

    Sváfu menn ekki annars vel? 🙂


    Uppfært – 10:00 (KAR): Hinn ungi, argentínski Leto hefur staðfest komu sína til Liverpool. Hann fær að vera á láni hjá Lanús út tímabilið og kemur í sumar. Sjálfur segir hann um málið:

    >”I am calm. Liverpool is a club with a lot of history. I do not fear the challenge. I’ve not spoken with (Rafa) Benitez, although I’ve seen a lot of Premiership matches on television. I’m a winger who likes to counter-attack. I don’t anticipate struggling to adapt to life in England.”

    Flott hjá honum. Fyrsti nýji leikmaður sumarsins er kominn í ljós, en eins og ég sagði hér að ofan er erfitt að vera spenntur fyrir leikmanni sem maður veit ekkert um. Við dæmum hann þegar hann er mættur og byrjaður að spila fyrir okkur.


    Uppfært – 10:28 (KAR): Ókei, þetta gerist greinilega hratt í dag. Fyrir hálftíma bárust fréttir af því að við hefðum keypt ungan, argentínskan kantmann sem kemur til liðsins í sumar og nú hefur BBC fréttir af því að við séum búnir að fá lánaðan Daniele Padelli, 21s árs gamlan ítalskan markvörð Sampdoria. Sagt er að hann komi á láni fram á sumarið með möguleika á kaupum þá, þannig að væntanlega vill Rafa meta hann betur áður en hann ákveður sig endanlega. Ætli þetta þýði ekki að tími Dudeks sé endanlega liðinn? Ég get ímyndað mér að þessi Padelli, sem er markvörður ítalska U-21 landsliðsins, gæti fengið leiki fram yfir Dudek í deildinni í vor ef að Reina meiðist eða lendir í leikbanni.

    Tveir ungir leikmenn til liðsins í dag. Við sáum stórt vandamál í uppbyggingu klúbbsins í gær og það er greinilegt að Rafa hefur séð það líka og er að vinna úr lausn vandans.


    Uppfært – 16:36 (HÞH): Ákvað að reita Kristján ekkert til reiðis með nýrri færslu 🙂

    Í það minnsta verður Luis Garcia frá út tímabilið vegna meiðsla. Þetta eru auðvitað skelfileg tíðindi fyrir okkur þar sem hann er mikilvægur hlekkur í liðinu og sérstaklega í Meistaradeildinni þar sem við eigum tvo stórleiki fyir höndum, þar sem Luis Garcia sýnir yfirleitt sýnar bestu hliðar.

    Mark Gonzalez verður svo frá í þrjár vikur.

    Það er því ljóst að Riise er ekkert að fara að missa byrjunarliðssæti sitt á næstunni. Hann og Aurelio verða væntanlega á vinstri kantinum næsta mánuðinn eða svo, þar til Gonzalez er tilbúinn að koma inn. Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvenær Kewell snýr aftur en það eru væntanlega nokkrar vikur í það.

    Hvað gerir Rafa eiginlega eftir að hafa misst Garcia? Ætli hann vilji fá einhvern lánaðan út tímabilið, einhvern kantmann? Ég veit ekki… David Beckham er víst á lausu 🙂 En hann er ekkert að koma til Liverpool….

  • Liverpool 3 – Arsenal 6

    FOKKING SJENSINN AÐ ÉG NENNI AÐ SKRIFA LEIKSKÝRSLU UM ÞENNAN LEIK!

    Þið megið rífast um þetta, en ég ætla að blokka þennan leik útúr mínu minni frá og með þessari mínútu.

    Góða nótt.


    Viðbót (Kristján Atli): Ég er í svipað vondu skapi og Einar Örn, en ég ætla samt að reyna að hafa smá stjórn á fýlunni og koma eftirfarandi punktum frá mér. Þetta eru þau sjö atriði sem við höfum lært á leikjunum tveimur við Arsenal sl. fjóra daga:

    1. Ef Pepe Reina helst heill heilsu fram á vorið hefur Jerzy Dudek leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Hann átti sérstaklega annað og þriðja markið í kvöld og þótt hann skyldi verja vítaspyrnu sást greinilega að hann er ekki jafn góður markvörður og Pepe, auk þess sem vörnin er ótrúlega ótraust um leið og Pepe vantar. Dudek fékk á sig þrjú mörk gegn Reading, Pepe hélt hreinu gegn Birmingham með sömu vörn og nú hefur Dudek fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum gegn tveimur ólíkum Arsenal-liðum á fjórum dögum. Game over, Jerzy.

    2. Gabriel Palletta á laaaaaaaaaaaangt í land með að geta barist um sæti í þessu Liverpool-liði. Það er kannski hart að dæma menn eftir einum leik, og hann átti vissulega tvær stoðsendingar í kvöld, en varnarlega var dómgreind hans kolröng. Jeremie Aliadiere hefur aldrei litið jafn vel út og óskar sér þess sennilega að Palletta geti dekkað hann í hverri viku.

    3. Tomas Rosicky, Julio Baptista og Jeremie Aliadiere. Arsenal-menn sem hafa farið halloka í vetur en blómstra skyndilega gegn okkar mönnum. Við hljótum að vera nýja uppáhaldslið Arsenal-manna!

    4. Mark Gonzalez og Luis García eru meiddir, og allavega sá fyrri frá í lengri tíma. Johnny Riise er í lægð og Fabio Aurelio á enn eftir að finna fæturna í Englandi. Rafa .. mér er sama hvað þarf til, reddaðu bara þessum málum með Lucas Neill og það strax! Annars endum við með hreint ótrúlegan skort á mönnum til að spila þarna vinstra megin. Og nei, ég held ekki að Stephen Warnock geti enst út tímabilið heill heilsu …

    5. Robbie Fowler er Guð. Robbie Fowler er goðsögn. Ég, eins og allir Liverpool-aðdáendur, elska og dái Robbie Fowler. En hans tími er kominn og löngu farinn sem leikmanns liðs á hæsta stigi. Það er helvíti hart þegar maður er farinn að vona að goðið sjálft fái ekki að spila meira það sem eftir er tímabils, en sú er bara staðan núna. Því miður.

    6. Ég veit ekki með ykkur hina, en ég sakna Momo.

    7. Við sem héldum fyrir tímabilið að liðið okkar væri hugsanlega með mestu breidd á Englandi. Við erum með breiðan hóp, svo mikið er víst, en það er á hreinu að gæðin í þessari breidd okkar eru alls ekki jöfn gæðum hinna þriggja toppliðanna. Þetta voru unglingar og varamenn Arsenal í kvöld sem jörðuðu okkur, að undanskildum Touré og Fabregas voru þetta aukaleikararnir þeirra. Og við áttum aldrei séns!

    Úff … nóg komið af þessu í bili. Ég ætla að fara og reyna að hugsa um eitthvað annað. Ég trúi því varla að ég hafi tekið mér frí frá vinnu til að horfa á þessa hörmung.

  • Liverpool býður í skoska strákinn

    BBC hafa [staðfest að Liverpool hefur boðið í James McCarthy](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/r/reading/6244339.stm), 16 ára skoskan strák, sem við höfum fjallað [áður um](http://www.kop.is/gamalt/2006/12/31/15.03.59/). Félag McCarthy hefur þó ekki samþykkt tilboðið.

  • Stutt um JM

    Stutt frétt frá hr. Bascombe um [Mascherano málið](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=reds-begin-legal-battle-to-sign-mascherano%26method=full%26objectid=18419798%26siteid=50061-name_page.html):

    >LIVERPOOL have begun a legal battle to complete the transfer of Javier Mascherano.

    >Mascherano played for Brazilian club Corinthians after the World Cup in August 2006, just before his switch to West Ham. West Ham have agreed to allow the 22-year-old to leave, Mascherano has agreed a move to Anfield and Liverpool want to sign him, and it’s hoped FIFA will assess his case on this principle.

    >Lawyers will argue no-one is suffering but the player.

    Ætli þetta skýrist ekki að miklu leyti í þessari viku.

  • Arsenal á morgun – aftur…

    rosicky_wtf.JPG.jpg

    Á morgun eigum við leik gegn Arsenal í Deildabikarnum. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn.

    Ég tel mig vera nokkuð dagfarsprúðan dreng. Ég tel mig líka vera harðan stuðningsmann Liverpool. Ég eyði samt sem áður yfirleitt ekki miklu púðri í að pirra mig á hlutum, eins og því hvort Liverpool hefði unnið leikinn gegn Arsenal á laugardaginn ef Dudek hefði ekki verið í markinu. Það skiptir mig engu máli, leikurinn er búinn og þessu verður ekki breytt. Auðvitað er pirrandi að tapa fyrir liði eins og Blackburn en ég læt þetta samt ekki eyðileggja fyrir mér daginn.

    Það skiptir mig heldur engu máli hvort ég horfi á leik heima í stofu, á einhverjum klúbbi, með einhverjum eða ekki, hvort ég sé örugglega í happatreyjunni minni (á reyndar enga sérstaka þrátt fyrir nokkrar treyjur), í Ecco inniskónnum mínum eða hvort að kanínufóturinn sé á sínum stað. Það sem ég geri, eða ekki, hefur engin áhrif á úrslit Liverpool. Ég er því ekki mjög hjátrúafullur.

    Eins og ég sagði áðan þá reiðist ég sjaldan þegar liðið fær á sig mark, það bara gerist. Ég nenni ekki að velta mér upp úr því lengur, en ég tek það fram að ég hef ekki alltaf verið barnanna bestur í þessum efnum. Ég reiddist þó alveg ótrúlega mikið þegar Rocicky skoraði annað mark sitt í leiknum gegn Arsenal á laugardaginn, eitthvað sem okkar menn þurfa að læra af fyrir leikinn á morgun í deildabikarnum. Ég sendi Kristjáni Atla meðal annars orðið SKANDALL í sms-i, með hástöfum þegar Tékkinn skoraði.

    Ég skil ekki af hverju Kuyt og Garcia gerðu ekki betur, af hverju Alonso stóð bara og horfði á eftir að Henry sendi framhjá honum, af hverju Carra fór ekki út á móti, af hverju Finnan gerði ekkert og sama má segja um Gerrard en þessi tímamótamynd sem ég setti sig saman útskýrir sig nokkurn vegin sjálf 🙂 Þetta gerði mig pirraðan. Við megum ekki við því að gera svona fáránleg mistök á móti liði eins og Arsenal, sem er með mjög gott lið eins og allir vita.

    Fyrsta markinu kenni ég engum sérstaklega um, nema kannski Riise (ég sé að ég er ekki sá eini, sem betur fer, af því hann er farinn að bögga mig smá, sá norski). Ég held að Reina hefði ekki varið þennan bolta frekar en Dudek. Minni líka á að um daginn sagði ég að Dudek yrði líklega seldur í sumar og Carson yrði markmaður númer tvö á næsta tímabili. Ég stend við það!

    Carragher hef ég mikið verið að hugsa um undanfarið. Honum var boðinn góðgerðarleikur fyrr í vikunni þar sem hann er á sínu tíunda ári í aðalliði Liverpool og nálgast nú óðfluga 450 leiki. Hann er svona “no-nonsense” varnarmaður sem hefur það mottó að ef boltinn er ekki nálægt eigin marki þá er andstæðingurinn ekkert að fara að skora. Ég negli þessum bolta bara í burtu, ekkert mál, við höldum áfram. Hann klikkaði illa á því í síðasta leik gegn einum besta leikmann heims sem gerði grín að honum og skoraði frábært mark.

    Carragher er ekki besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann er einn sá hliðhollasti og fáir spila af meiri ástríðu og hann. Carra mun aldrei fara frá Liverpool, aldrei. Honum óx ásmegin á síðari hluta tímabilsins, á þessu ári, eftir dapra byrjun þar sem hann gerði mörg mistök (eins og svo margir í liðinu). Hann er einn af mínum uppáhaldsmönnum og hann lærir auðvitað af þessum mistökum sem hann gerði.

    Það er alveg ljóst að Liverpool þarf EKKI að leika betur gegn Arsenal á morgun til að vinna leikinn. Við þurfum bara smá heppni með okkur, það er allt og sumt. Við stjórnuðum þessum leik, nánast frá A til Ö, en því miður skorti okkur þessa síðustu snertingu til að skapa dauðafærið. Það kemur vonandi á morgun. Það sem skildi á milli á laugardaginn voru einstaklingsframtök af bestu gerð.

    Þessi leikur á morgun gæti orðið skemmtilegur, ég veit ekkert um það, en ég hef það á tilfinningunni að Wenger stilli upp einhverju kjúklingaliði. Þessir kjúklingar eru samt sem áður góðir og það er spurning hvað Rafa gerir.

    Staðreyndin núna er sú að liðinu okkar hefur farið fram á hverju ári eftir að Benítez tók við því. Ef það á að halda áfram þarf liðið að vinna Meistaradeildina aftur, svo einfalt er það, “bikaralega séð” auk deildarkeppninnar. Ég held að það efist enginn um það að liðið er miklu, miklu, já miklu betur mannað en þegar Houllier var með það og er að spila betri bolta.

    Ég gef ekki ýkja mikið fyrir þennan Deildabikar en samt sem áður yrði gaman að vinna hann, engu að síður yrði það bara sárabót. Það er mín skoðun. Mér er satt best að segja alveg sama um hvernig Arsenal stillir upp á morgun, ég nenni ekki að pæla í því. Ég nenni heldur ekki að vera að finna til einhverja tölfræði um leiki þessara liða og svo framvegis, þessi keppni er aukaatriði í huga flestra, á þessu stigi amk. Þetta verður allt annar leikur en á laugardaginn…..

    Hópurinn okkar er ágætlega breiður núna. Það er erfitt að segja til um hvað Benítez gerir á morgun. Ef Riise verður ekki hvíldur og Aurelio kemur inn yrði ég mjög undrandi. Rafa er ekkert heimskur, hann sér alveg eins og við hin að Riise hefur átt í erfiðleikum undanfarið. Af hverju veit ég ekki. Kannski skortir hann sjálfstraust eða kannski varð hann fyrir áfali í fjölskyldunni nýlega, í það minnsta er hann ekki upp á sitt besta.

    Ég ætla bara að tippa á þetta lið, en stuðullinn er ekki ýkja hár hjá mér:

    Dudek

    Finnan – Hyypia – Agger – Aurelio

    Pennant – Gerrard – Guthrie – Gonzalez

    Bellamy – Fowler

    Bekkurinn: Reina, Carra, Alonso, Riise, Kuyt.

    Dudek var lofað að hann spili alla bikarleiki á tímabilinu. Peltier gæti komið inn fyrir Finnan en mér finnst það ólíklegt. Paletta gæti líka verið í miðvarðarstöðunni fyrir annanhvorn. Ég veit ekki hvort Paul Anderson sé tilbúinn til að byrja á hægri kantinum og líklegt er að Rafa reyni að gefa Alonso eða Gerrard smá pásu. Guthrie lærir mikið af því að spila með manni eins og Gerrard.

    Gonzalez á vinstri, þarf ekkert að bakka það upp svosem og svo hlýtur Fowler að fá tækifæri, hvenær á hann annars að fá það? Bellamy hefur verið að ná sér vegna meiðsla en það er bara kjaftæði að hann hefði ekki getað spilað, komið inn á, á laugardaginn útaf meiðslum. Af hverju setti Rafa hann þá á bekkinn? Hann er ready og kemur sér vonandi í leikform í þessum leik.

    Mér er alveg sama hvernig Arsenal stillir upp…

    Mín spá: Kristán Atli sagði að við myndum vinna tvo leiki gegn Arsenal af þremur á Anfield á þessu tímabili. Eitt tap komið í hús, næst er það því sigurleikur enda trúi ég Kristjáni alveg! Við vinnum þetta 2-1 og Fowler skorar annað markið, Bellamy hitt.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close