Maður sleppir netinu í einn dag og missir af stærstu slúðurfrétt mánaðarins. Mér finnst ég alltaf lenda í þessu og gærdagurinn var engin undantekning. Eins og Einar Örn fjallaði um hefur breska pressan stillt miðið tryggilega á Fernando Torres og segja hann vera næsta leikmann Liverpool.
Blöðin sögðu það allavega í gær. Í dag? Ekki beint. The Guardian segir frá því að forseti Atletico Madrid hafi útilokað sölu á Torres og vitna í hann:
“This happens every year. Everyone talks about rumours and throws figures about but Atletico are clear. Anyway, even if we put him up for sale, would he really want to leave?”
Virðist einfalt: hann er ekki á förum. Ekki satt? Tja … næsta dagblað í Englandi, The Mirror, gerir málið bara enn flóknara því á sama tíma og The Guardian leiða með þann pól í hæðina að við fáum Torres ekki lýsa Mirror-menn því yfir að við séum við það að ganga frá kaupunum:
“LIVERPOOL are poised to sign Spanish super striker Fernando Torres in a sensational £24million deal that will help make the peace with boss Rafa Benitez.
The new American owners of Anfield have made the Atletico Madrid hitman a priority in an attempt to show their manager they mean business and hope to seal the deal by the end of the week.”
Það eina sem við vitum um Torres, án nokkurs vafa, er að hann er með svokallaða ‘buy out’-klausu í samningnum sínum. Þannig að eini möguleikinn á því að báðar fréttirnar séu réttar er ef forseti Atletico hafi sagst ekki ætla sér að selja Torres, vitandi það þó að ef eitthvað lið bjóði það fé sem þarf til að virkja klausuna geti hann ekki hindrað Torres í að fara. Þá gæti Liverpool, skv. Mirror-fréttinni, verið að virkja klausuna með 24m punda boði (skv. fréttinni) og því sé þetta undir Torres sjálfum komið.
Hinn möguleikinn er sá að enginn hinna ensku blaðamanna sem hafa verið duglegir að slúðra um Liverpool í sumar viti neitt um það hvað klúbburinn aðhefst á markaðnum um þessar mundir. Það gæti verið útskýring á misvísandi fréttum af Torres, allavega.
Ég ætla samt að leyfa mér að vona að hið fyrra sé satt. Menn geta rökrætt um Torres gegn Eto’o gegn Bent gegn Villa o.sv.frv. endalaust en fyrir mér myndu kaup á manni eins og “El Nino” hafa einn stóran kost í för með sér: the feel-good factor. Eins og staðan er núna hangir dökkt ský yfir klúbbnum því menn eru að farast úr óvissu; getur Rafa styrkt leikmannahópinn eða ekki? Ef Torres kæmi fyrir meira en 20m punda gætu menn hrópað svarið: “JÁ!”
Ég vona að af þessu verði. Ef Rafa missir af þremur eða fjórum fyrstu valkostum sínum í framherjastöðuna og þarf að lokum að “sætta sig við” að borga 14m fyrir Darren Bent verða einhverjir frekar þunglyndir í haust.