Latest stories

  • Spá Kopverja er mætt!

    Já mín kæru.

    Enn eitt árið setjumst við niður til að skutla inn okkar spá fyrir tímabilið sem hefst föstudaginn 11.ágúst þegar meistarar City mæta til nýliða Burnley og Vincent Kompany. Það er vissulega býsna bratt að henda í spá þegar enn eru rúmar þrjár vikur eftir af glugganum og kannski rétt núna bara að koma hraði í leikmannakaup liðanna en við gerum það nú samt. Fyrst er þó ágætt að rifja upp spádómana okkar frá í fyrra…eða kannski bara ekki? Júbb, kíkjum.

    Við spáðum Liverpool meistaratitli, líklega ölvaðir eftir tímabilið á undan og sigur í Community Shield, sannarlega stóðst það ekki. Við spáðum City, Spurs og Chelsea hinum CL-sætunum og Bournemouth, Brentford og Fulham falli. Svo líklega hætta flestir að lesa bara núna!

    Hér gefast menn ekki upp og við leggjum af stað eins og fyrr með liðin í sætum 11 – 20 og topp 10 kemur svo á fimmtudaginn. Við vorum 10 sem spáðum og röðuðum liðunum öllum upp, það lið sem hver spáði sigri fær 20 stig og það sem var neðst 1 stig. Mest hægt að ná 200 stigum og minnst 10 stig. Endilega hendið ykkar spám í athugasemdir við þessa spá okkar félaga.

    Byrjum ballið!

    (more…)

  • Hvað er betra núna en fyrir ári síðan?

    Liverpool átti mjög vont tímabil í fyrra m.v. standardinn sem félagið hefur sett undanfarin ár. 5.sæti og 67 stig duga reyndar í Meistaradeildarsæti á þessu tímabili en 23 stig af 27 mögulegum í síðustu níu umferðunum fegra stöðuna í deildinni umtalsvert. Raunar voru það þessi fjögur stig sem okkur vantaði á endanum uppá Meistaradeildarsæti. Kosturinn við það þegar nýtt tímabil byrjar  eftir svona vetur er að það er hellings svigrúm til bætinga. Aðalumræðuefnið núna er auðvitað skortur á nýjum leikmönnum en það er ekki eins og það sé ekki margt jákvæðara núna en fyrir ári síðan.

    Stigasöfnun gegn neðri helmingi deildarinnar

    Það sem helst felldi Liverpool á síðasta tímabili var fullkomlega afleit stigasöfnun gegn liðunum sem enduði í 11. – 20. sæti deildarinnar, liðin á blaðsíðu 2 á textavarpinu. Þarna hafði Liverpool árin á undan verið allt að því óaðfinnanlegt og síðasta ár því rosaleg vonbrigði.

    Það eru 60 stig í boði í þessum 20 leikjum og Liverpool náði bara 36 stigum eða 1,8 stig (60%) að meðaltali í leik. Árangurinn var í raun eins í þessum 18 leikjum sem Liverpool spilaði gegn liðunum í efri hluta deildarinnar eða 1,7 stig að meðaltali í leik.

    Man City vann titilinn í þessum leikjum, töpuðu stigum í aðeins tveimur leikjum gegn liðunum í 11.-20. sæti, báðir enduðu með jafntefli. Man City var raunar litlu betra en Liverpool í leikjunum gegn efri helmingi deildarinnar.

    Hjá Arsenal var jafnvægið nokkuð gott en töpuð stig í þessum leikjum á endanum gerðu útslagið. Það má reyndar líka alveg hafa í huga að þeir tóku 5 stig af Liverpool á síðasta tímabili sem hefðu aldrei átt að vera svo mörg m.v. gang þeirra leikja.

    Til að setja betur í samhengi hversu lélegur árangur Liverpool var gegn lélegustu liðunum er að horfa til þess að Chelsea var með fleiri stig gegn þessum liðum í 18 leikjum (þeir telja sjálfir sem eitt af liðunum í neðri hlutanum). Á móti er reyndar rosalegt að horfa til þess að Chelsea fékk 10 stig gegn liðunum í efri hluta deildarinnar af 60 mögulegum. Þar af tvö gegn Liverpool!

    Gegn nýliðunum á síðasta tímabili náði Liverpool í aðeins 10 stig af 18 og þar af töpuðust tvö strax í fyrsta leik gegn Fulham og hefðu mjög hæglega getað verið þrjú töpuð þar. Vonandi er Liverpool núna betur undirbúið fyrir veturinn að ná meira en 10 stigum gegn Sheffield United, Luton og Burnley.

    Eins var árangurinn gegn liðunum sem féllu lélegur, 13 stig af 18 mögulegum, fullt hús þar og Liverpool væri í Meistaradeildinni í vetur. Þar svíður aðallega tapið á heimavelli gegn Leeds, liði sem Liverpool vann 1-6 í útileiknum. 4-4 jafntefli gegn Southampton í lokaleikjum þarf kannski ekki að taka of hátíðlega enda ekkert undir í þeim leik.

    Hvernig bætir Liverpool sig gegn rútuliðunum?

    Hérna gildir það að hafa sóknarleikinn í lagi það er fjölmargt sem bendir til þess að Liverpool sé vel í stakk búið til að spila miklu betri og beinskeyttari sóknarleik gegn þessum liðum í vetur. Eins vinnur miklu lengri uppbótartími vonandi með okkar mönnum enda pakka þessi lið flest gjörsamlega í vörn og komast upp með allar mögulegar útgáfur af leiktöfum sem til eru í bókinni.

    Liverpool skoraði ekki mark í sjö af þessum tuttugu leikjum gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar á síðasta tímabili sem er galið lélegt. Liverpool skoraði eitt mark í þremur leikjum til viðbótar. M.ö.o. í helmingi leikjanna gegn liðunum i neðri hluta deildarinnar skoraði Liverpool aðeins þrjú fokkings mörk.

    Liverpool fann fjölina ágætlega undir lok síðasta tímabils og skoraði t.a.m. 27 mörk í síðustu 10 leikjunum á tímabilinu.

    Hópurinn er mun betri á blaði sóknarlega

    • Diogo Jota missti alveg af fyrri helmingi síðasta tímabils og var búinn að spila tæplega 200 mínútur í deildinni eftir 20 umferðir. Hann náði heilu ári án þess að skora mark sem er ótrúlegt m.v. hvernig hann hefur verið eftir að hann skoraði loksins. Hann var augljóslega lengi að ná sér af meiðslunum eftir áramót. Núna er hann búinn að vera heill frá því um áramót og náði öllu undirbúningstímabilinu þannig að vonandi er Liverpool bókstaflega að fá auka leikmann í Jota m.v. stöðuna fyrir ári síðan.
    • Darwin Nunez (einu alvöru leikmannakaup síðasta sumars) var búinn að spila 35% af mögulegum mínútum eftir 11 umferðir. Hann fékk heimskulegt rautt í öðrum leik sem hjálpaði alls ekki og náði hann sér aldrei almennilega á strik. Hroðaleg holning á Liverpool liðinu hjálpaði honum alls ekki en eins var fullkomið hrun í færanýtingu hans m.v. árið á undan hjá Benfica. Hann var með 33,3% færanýtingu þar sem er sturlað en um 10% hjá Liverpool í fyrra. Ef hann nær einhverjum milliveg á þessu í vetur er Liverpool í fínum málum með Nunez.  Eins fer Liverpool í inn í tímabilið með það góða breidd í frammlínunni að Nunez er líklega 4. eða 5. valkostur Klopp.
    • Luis Diaz gæti einn og sér gefið okkur ástæðu til að vera bjartsýnni á sóknarleik Liverpool núna, auðvitað gefið að hann verði heppnari með meiðsli í vetur. Diaz var langbesti leikmaður Liverpool fyrstu 10 umferðir síðasta tímabils en kom svo ekkert við sögu í 21 leik eftir það og var varamaður í þremur eftir það. Hann missti því nánast alveg af 24 af 38 leikjum síðasta tímabils. Hefði Liverpool náð þessum fjórum stigum sem vantaði með Diaz í fullu fjöri mest allt tímabilið? Líklega er aðeins vanmetið hversu mikið Liverpool saknaði hans í fyrra og eins má alveg gera ráð fyrir að hann geti enn bætt sig umtalsvert rétt eins og Nunez, Diaz var líka að skila frábærum tölum hjá Porto áður en hann kom til Liverpool.
    • Cody Gakpo var ekki leikmaður Liverpool fyrr en undir lok janúar og hefur aldrei fengið neinn æfingatíma að ráði til að læra á aðferðafræði Klopp líkt og jafnan er gert á dýptina á undirbúningstímabilinu. Hann hefur verið mjög góður hjá Liverpool en ætti á sama tíma alls ekkert að vera kominn upp í sitt þak sem leikmaður. Áður en hann fór til Liverpool var hann að koma að marki hjá PSV á 54 mínútna fresti. 9 mörk og 12 stoðsendingar í 14 leikjum!
    • Ben Doak ætti svo mjög fljótlega að fara koma meira inn í umræðuna sem valkostur og verður líklega töluvert á bekknum í vetur. Spáið í því að hlaupa á eftir Salah eða Diaz í 85 mínútur og fá þennan svo síðustu fimm og svona 10 mínútna uppbótartíma!
    • Salah átti tölfræðilega eitt sitt versta tímabil í fyrra, kannski eðlilega m.v. hvað sóknarleikurinn var steingeldur. Hér er klárlega töluvert svigrúm til bætinga.
      • Salah skoraði 19 mörk en spilaði mun fleiri mínútur en oft áður. Hann var að skora mark á 174 mínútna fresti sem er töluvert frá hans besta. Tvö af þessum mörkum voru úr vítum en hann klúðraði líka tveimur mikilvægum vítum.
      • Á móti er Salah að skapa helling fyrir samherja sína og kannski réttara að dæma hann út frá beinni aðkomu að mörkum, mörk + stoðsendingar. Hann var að koma að marki á 106 mínútna fresti á síðasta tímabili sem er sjötta besta árið hans undanfarin átta tímabil.
      • Samkeppni í liðinu verður mögulega til þess að Salah spilar ekki eins mikið í vetur, inn í þessa tölfræði vantar líka alveg Meistaradeildina þar sem Salah hefur einnig spilað nánast alla leiki og kom að 10 mörkum síðasta vetur.

    Miðjan partur af sóknarleiknum? 

    Það er hægt að ná árangri á ýmsa vegu og t.a.m. hefur Liverpool sýnt það alla stjóratíð Klopp að það er ekki lögmál að miðjan sé lykilpartur af sóknarleiknum. Hópurinn núna bendir engu að síður sterklega til að planið í vetur sé að snarbreyta því.

    Mesta sem miðjumaður hefur skorað undir stjórn Klopp er átta mörk  (Lallana 16/17 og Fabinho 21/22). Þetta er kjánalega galið rétt eins og tölfræðin yfir spilaðar mínútur miðjumanna Liverpool undir stjórn Klopp. 

    Szoboszlai, Jones og Elliott eru allir miklu meira sóknarþenkjandi miðjumenn heldur en varnatengiliðir og hafa allir sýnt að þeir geta bæði skorað og lagt um mörk. Meðalaldur þeirra er 21,7 ár og bindur maður miklar vonir við að þeir verði miklu oftar til taks en sóknartengiliðir eins og Keita, Ox, Lallana (og Jones) hafa verið undanfarin ár. Það að losna við Keita og Ox fyrir vonandi hraustari leikmenn er eitt og sér töluvert breyting til batnaðar.

    Mac Allister sem líklega verður aftar en þessir þrír skoraði 10 mörk á síðsta tímabili sem er jafn mikið og Jordan Henderson hefur skorað í deildinni frá tímabilinu 2016/17, eða semsagt frá því Klopp tók við Liverpool. Höldum samt alveg í hestana varðandi AMA, sex af þessum mörkum komu af vítapunktinum. Arsenal er kannski betra dæmi til að miða við, Ödegaard setti 15 mörk í fyrra og Xhaka 7 mörk. Væri gaman að sjá svona framlag frá miðsvæðinu hjá Liverpool og líklegra með núverandi leikmenn.

    Kaup á Lavia (7,9,13) og valkostir eins og Thiago og Bajcetic benda svo til að Liverpool ætlar að stilla upp meira sóknarþenkjandi aftasta miðjumanni en við þekkjum. Þetta er nota bene alls ekkert endilega jákvæð þróun…

    Iðnaðarmiðjan svokallaða með Henderson, Wijnaldum, Fabinho og Milner var partur af besta Liverpool liði sögunnar og engin ástæða til að tala þá niður, leikplanið snerist klárlega ekki um sóknarframlag frá þeim, en það er líka alveg spennandi að sjá nýja hugmyndafræði og smá sóknarleik frá miðsvæðinu.

    Útivallarformið

    Liverpool tapaði stigum í 13 leikjum af 19 á útivelli og náði aðeins í 23 stig. 40% árangur sem er bara skelfilegt. Þar af eru aðeins 13 stig (af 30) í útileikjunum gegn liðunum í 11. – 20.sæti

    Þetta er litlu skárra en Chelsea síðasta vetur og eins er áhugavert að sjá United með litlu betri árangur á útivelli. Þeir voru hinsvegar mjög solid á Old Trafford. Eins Man City, þeir kláruðu nánast alla sína heimaleiki.

    Ekki bara var Liverpool lélegt á útivelli, þarna inn á milli eru leikir eins og 3-0 skellur gegn Wolves, 3-0 niðurlæging gegn Brighton, 3-1 gegn Brentford og svo tap gegn Bournemouth sem Liverpool vann 9-0 á Anfield. Tap gegn Nottingham Forest svíður líka hressilega, það komið í kjölfarið á tapi heima gegn Leeds!

    Vonandi dugar sóknarkraftur Liverpool til að stórbæta árangurinn í þessum leikjum.

    Markatalan almennt

    Þrátt fyrir að ekki sé búið að kaupa arftaka Fabinho og Henderson á að vera hægt að gera kröfu á félagið að bæta markatöluna í vetur frá báðum endum.

    2022/23 var afleitt ár varnarlega, verra en tímabilið þegar allir miðverðir Liverpool lentu í langtímameiðslum fyrir áramót!

     

     

    • 22/23 – 47 mörk fengin á sig
    • 21/22 – 26 mörk
    • 20/21 – 42 mörk (árið sem vörnin var ekki með)
    • 19/20 – 33 mörk
    • 18/19 – 22 mörk
    • 17/18 – 38 mörk
    • 16/17 – 42 mörk

    47 mörk á síðsta tímabilið er í raun bara galið dæmi, mögulega erum við að fara inn í tímabil varnarlega sem svipar eitthvað til 2013/14 eða 2016/17 en krafan á samt að vera á að skafa 10-15 mörk af þessu bulli frá síðasta tímabili. Það gæti vel skilað sér í 10-15 stigum nota bene.

    Fyrsta ár Klopp þegar Liverpool fór í úrslit í öllum bikarkeppnum og var með afleita vörn og verri markmenn var fimm mörkum betra varnarlega en síðasta tímabil. Phillips og Williams vörnin með Kabak og skuggann af Ben Davies til vara fékk líka “bara” á sig 42 mörk. Það ætti að gefa einhverja mynd af því hvað síðasta tímabil var ömurlegt varnarlega,

    Liverpool á aldrei að fá á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik og það er satt að segja mikið áhyggjuefni að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á það í sumar að gera eitthvað í þessari tölfræði.

     

    Liðið á einnig mjög mikið inni sóknarlega.

    Síðasta tímabil var nefnilega svo rosalega kaflaskipt. Eftir 28 umferðir í byrjun apríl var Liverpool búið að skora 48 mörk eða 1,7 mörk að meðaltali í leik. Partur af þeirri tölu eru 9-0 og 7-0 leikir.

    Þannig að í hinum 26 leikjunum var Liverpool bara búið að skora 32 mörk eða 1,2 mörk að meðaltali í leik! Þarna er ROSALEGT svigrúm til bætinga.

    Liverpool endaði síðustu 10 leikina með því að skora 27 mörk eða 2,7 mörk að meðaltali í leik sem er miklu nær því sem við þekkjum frá Liverpool. 75 mörk síðasta vetur gefa því eiginlega ekki alveg rétta mynd af síðasta tímabili. Það væri kannski allt í lagi ef við dreifum 22 mörkum í þremur leikjum betur á hina leikina. Liverpool er samt núna með 90-100 marka sóknarlínu myndi maður halda.

     

    • 22/23 – 75 mörk
    • 21/22 – 94 mörk
    • 20/21 – 68 mörk
    • 19/20 – 85 mörk
    • 18/19 – 89 mörk
    • 17/18 – 84 mörk
    • 16/17 – 78 mörk

    Eðlilegra undirbúningstímabil og ekkert HM

    Liverpool skeit í buxurnar á leikmannamarkaðnum síðsta sumar og það kostnaði hressilega. Síðasta sumar vantaði einmitt hvað mest ferskt blóð á æfingasvæðið því að líklega er aðeins vanmetið hversu mikið tímabilið á undan tók úr Liverpool liðinu, bæði andlega og líkamlega. Liverpool fór í úrslit í öllum keppnum og tapaði útslitaleik Meistaradeildarinnar og helvítis deildinni aftur á einu stigi. Gamla bandið var einfaldlega orðið bensínlaust, sérstaklega á miðsvæðinu eins og sást. Þar vantaði mest nýtt blóð og var öllum ljóst. Eins fóru bæði Mané og Salah alla leið í Afríkukeppninni til að toppa leikjaálagið. Bobby Firmino var svo ekkert Bobby Firmino síðustu tvö tímbilin sín hjá Liverpool.

    HM hafði einnig töluverð áhrif á undirbúning síðasta tímabils þó líklega hafi það mót verið hálfgerð guðsgjöf í nóvember m.v. formið hjá Liverpool. Gengi liðsins batnaði samt lítið sem ekkert eftir að HM lauk en maður myndi ætla að Klopp og flestir þjálfarar í deildinni séu því fengir að þessi vitleysa sé ekki yfirvofandi aftur í vetur.

    Liverpool spilaði 63 leiki af 63 leikjum mögulegum 2021-22 og breytti hópnum nánast ekki neitt um sumarið. Núna í vetur spilaði Liverpool “aðeins” 52 leiki og framundan er leikaprógramm í Evrópu þar sem fram að áramótum er hægt að dreifa álaginu töluvert mikið meira en mögulegt er að gera í Meistaradeildinni.

    Fimm lið frá Englandi í Meistaradeildina

     

     

    Eins vont og síðasta tímabil var þá hefði það samt dugað til að ná í Meistaradeildina núna í vetur þegar England fær fimm sæti.

    Auðvitað er samkeppnin rosaleg áfram en Liverpool á sannarlega að vera vel samkeppnishæft, sérstaklega ef Meistaradeildin er takmarkið, titillinn virkar full langt frá í bili eftir kjaftshöggið sem síðasta tímabil var og aðgerðarleysi í sumar.

    Arsenal er klárlega að gera það sem þeir geta til að stimpla sig inn sem Meistaradeildarlið og ættu að ná því með leikmannakaupum sumarsins. Jafnvel klárir í titlbaráttu aftur, það er samt öllu erfiðara samhliða Meistaradeildinni. Þeir voru ekki sterkari í Evrópudeildinni en svo að Sporting sendi þá heim í 16-liða úrslitum.

    United og Newcastle ætla sér klárlega líka að festa sig í sessi en síðasta tímabil fannst mér þau bæði meira ósannfærandi en niðurstaða í deildinni gaf til kynna og raunar alveg sorglegt að Liverpool hafi verið svo slappt að enda fyrir neðan þessi lið. Vantaði á endanum bara fjögur stig þátt fyrir allt sem kannski segir eitthvað.

    Chelsea hugsa ég að sjái fyrir sér flug-come-back og blandi sér strax aftur í Meistaradeildarbaráttuna. Þeir eru með alvöru stjóra núna og kaupa bara allt það sem þeim langar á leikmannamarkaðnum. Þeir eru alls ekkert í sumar að reyna rétta af eyðslu síðasta tímabils, bæta frekar í ef eitthvað er.

    Önnur leið í Meistaradeildina er svo auðvitað að vinna Evrópudeildina. Liverpool hefur nú farið fjórum sinnum í úrslit í Evrópukeppni undir stjórn Klopp og er satt að segja með allt of gott lið til að vera í þessari helvítis keppni.

    Þannig að, þetta er ekkert bara bölmóður hjá okkar mönnum, næsta tímabil er jú að sjálfsögðu okkar.

  • Síðasti æfingaleikur fyrir fréttir

    Núna kl. 17:30 (UPPFÆRT: 18:15 vegna tafar) að ísl. tíma mæta okkar menn á heimavöll Preston (eru sjálfsagt komnir á staðinn nú þegar…) og mæta þar þýska liðinu Darmstadt. Svo er það bara alvaran um næstu helgi.

    Liðið byrjar svona:

    Alisson

    Trent – Konate – Virgil – Robbo

    Mac Allister – Szoboszlai

    Gakpo

    Salah – Jota – Díaz

    Bekkur: Adrian, Kelleher, Gomez, Matip, Quansah, Tsimikas, Curtis, Elliott, Clark, Nunez, Scanlon, McConnell

    Það fylgir svo sögunni að Liverpool ku hafa lagt fram þriðja tilboðið í Lavia, upp á 45 millur, og því hafi verið hafnað.

    Hér er hugmynd: væri kannski málið að styrkja hópinn ÁÐUR en glugginn lokast?

    Allavega, við uppfærum svo færsluna eftir því sem leikurinn þróast.

  • Staðan á leikmannamarkaðnum

    Undanfarin ár hefur Liverpool bara alls ekkert verið snjallari á leikmannamarkaðnum en helstu andstæðingar í deildinni, mikið nískari en ekkert snjallari. Raunar má vel færi rök fyrir því að níska undanfarin ár sé að kosta félagið núna.

    Fyrir utan Klopp og hans teymi hefur verið lítill sem enginn stöðugleiki í stærstu stöðunum bak við tjöldin og kannski erum við að sjá afleiðingar þess núna í sumar og síðasta sumar. Stjórnartíð Michael Edwards var alls ekkert fullkomin hjá Liverpool en maður gat alltaf treyst að þeir sem réðu ríkjum bak við tjöldin vissu hvað þeir væru að gera og það væri langtímaplan sem verið var að vinna eftir. Út á við virtust menn ganga í takti og árangurinn var í samræmi við það.

    Vildarpunktastaða stuðningsmanna Liverpool varðandi leikmannakaup kláraðist endanlega á lokadegi síðasta sumarglugga þegar Arthur kom meiddur á lánssamningi sem varnarsinnaði miðjumaðurinn sem hafði verið orðaður við Liverpool allt árið fram að því. Panic viðvanings viðskipti sem gátu á endanum ekki farið neitt verr. Frá áramótum var búið að tala um Tchouaméni sem endaði með Arthur á láni. Liverpool liðið hafði þá um vorið endað í öðru sæti í deild og Meistaradeild og unnið báða bikarkeppnirnar. Hlutabréfin gátu ekki verið neitt mikið hærri komandi inn í leikmannagluggann.

    Núna er slíkt kjaftæði ekki í boði enda búið að selja Fabinho og alla helstu mögulegu varamenn hans. Það er rosalega vont að ekki sé búið að klára byrjunarliðs varnartengilið þegar vika er í fyrsta leik en sjáum til hvað kemur upp út hattinum í ágúst, þetta er alls ekki sannfærandi enn sem komið er allavega. Það er eins gott að félagið samþykkti ekki tilboð í Fabinho án þess að vera nokkurnvegin búið að ganga frá arftaka hans. Liverpool var alfarið í bílstjórasætinu í þeim viðskiptum og þurfti alls ekkert að selja Fabinho og ætlaði sér líklega ekkert að gera það. Það að tilboði í hann sé tekið á núll einni gefur til kynna að félagið sé klárt með mótleik.

    Það að Liverpool sé ekki lengur neitt snjallara á leikmannamarkaðnum en önnur topplið er miklu stærra vandamál núna en það var enda komin of mörg lið sem eru að eyða mun hærri fjárhæðum í leikmannakaup en okkar menn. Hin toppliðin mega betur við mistökum á leikmannamarkaðnum. Hjá Liverpool skiptir það í alvöru máli að lánsmaðurinn Arthur geti ekki spilað meira en 13 mínútur. Man City gat á sama tíma keypt Kalvin Phillips á €50m og haft hann á bekknum allt tímabilið.

    Hóparnir og leikmannakaup sumarsins hjá hinum liðunum.

    Skoðum hópana eins og staðan er í dag (5.ágúst) hjá hinum liðunum, hvað er búið að kaupa og hvað þau eru líkleg til að gera á næstu vikum og hvernig koma þau til leiks.


    (more…)

  • Varnarverkir – 10 dagar í mót

    Í dag eru 10 dagar í það að flautað verði til leiks í ensku deildinni og okkar menn verða fyrstu mótherjar Pochettino hjá Chelsea. Liðið er búið með fjóra æfingaleiki í sumar, sá síðasti á mánudaginn. Lokaskrefin í undirbúningnum í gangi þessa dagana, sá hefst í Kirkby á morgun miðað við viðtölin í gær eftir Bayern leikinn.

    Liverpool 3 – Bayern 4

    Æfingaleikur gærdagsins í Singapore var eins og þeir flestir hingað til, sannkallað Jekyll og Hyde leikrit. Við náðum góðum köflum inn á milli, sóknarleikurinn var lipur og flottur og sannarlega spennandi að sjá hver verður með Salah frammi á Brúnni, ég held að Gakpo sé orðinn kostur í níuna frekar en Darwin og þá bara að sjá hver fyllir þriðja spottið. Sóknarþáttur miðjunnar er bara allt önnur en áður, Szobo farið ágætlega af stað og leikir Mac Allister gegn Leicester og Bayern í það heila bara fínir. Hann er öflug átt í linkup spilinu og mun eiga töluvert af “second assist”. Þeir sem hlustuðu á podcastið okkar EMK í vikunni heyrðu mig klifa töluvert á því að Bayernleikurinn myndi sýna betur hvar við stæðum varnarlega og því langar mig að fá að ræða það mál aðeins í dag.

    (more…)

  • Gullkastið – Nýja leikmenn strax!

    Það hafa verið viðræður undanfarna daga við Southampton varðandi kaup á Romeo Lavia auk þess sem André leikmaður Fluminense var orðaður við Liverpool í þessari viku. Liverpool þyrfti helst að klára báða í þessari viku. Henderson og Fabinho eru formlega og staðfest farnir og flest hinna liðanna ættu að eiga eftir að gera slatta á leikmannamarkaðnum í sumar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi

    Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



    Verdi Travel  Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 433

  • Nýr fyrirliði

    Saga Liverpool er full af stjörnum og alvöru leiðtogum sama hafa borið fyrirliðabandið hjá Liverpool. Nú hefur það verið staðfest Virgil Van Dijk er nýi fyrirliði Liverpool og Trent ætlar að vera númer 2 í röðinni.

    Ég er fæddur á því herrans ári 1981 og þeir sem hafa borið bandið frá því ári eru:
    Phil Thompson 1979-1981
    Greame Souness 1982-1984
    Phil Neal 1984-1985
    Alan Hansen 1985-1988 og 1989-1990
    Ronnie Whelan 1988-1989 og 1990-91
    Mark Wright 1991-1993
    John Barnes 1993 og 1996-1997
    Ian Rush 1993-1996
    Paul Ince 1997-1999
    Jamie Redknapp 1999-2002(mikið meiddur og aðrir töku stundum við keflinu)
    Robbie Fowler 2000-2001
    Sami Hyppia 2002-2003
    Steven Gerrard 2003-2015
    Jordan Henderson 2015-2023
    Virgil Van Dijk 2023 – ?

    Fyrir mér var þetta val mjög auðvelt enda Van Dijk klárlega fyrirliða týpa sem nýtur gríðarlega virðingar innan liðsins. Það sem var samt mjög flott er að Trent er næstur í röðinni og er alltaf extra sæt þegar Liverpool strákur verður Liverpool fyrirliði.

    YNWA – Van Dijk og vonandi sjáum við hann lyfta nokkrum bikurum áður en hann réttir Trent bandið.

  • Æfingaleikur gegn Leicester

    Nú í morgunsárið fer fram æfingaleikur í Singapor þar sem okkar menn mæta Leicester. Það er spilað í hvítu og grænu treyjunum, og liðinu er stillt upp svona:

    Kelleher

    Trent – Konate – Virgil – Robbo

    MacAllister – Jones – Clark

    Salah – Jota – Nunez

    Við fylgjumst með leiknum og uppfærum skýrsluna eftir því sem þarf.


    UPPFÆRT Í HÁLFLEIK: staðan 3-0 með mörkum frá Nunez, Clark og Jota. Salah greinilega í stoðsendingastuði.

    Nýtt lið í seinni, fyrir utan að Kelleher fær að halda áfram enn um sinn:

    Kelleher

    Gomez – Matip – Quansah – Tsimikas

    Elliott – McConnell – Szoboszlai

    Doak – Gakpo – Díaz


    UPPFÆRT AÐ LEIK LOKNUM: það bættist eitt mark við í seinni hálfleik, Ben Doak með flott mark eftir horn. Alisson kom inná á 60. mínútu, Scanlon kom inná fyrir Szoboszlai, og Frauendorf kom inná fyrir Quansah sem fékk smá byltu.

    Fínasti æfingaleikur, Mac Allister var að sýna af hverju hann var keyptur, Darwin heldur áfram að minna á hvað hann er baneitraður sóknarmaður, Jota sömuleiðis. Curtis spilaði í sexunni og var að standa sig vel. Clark og Doak með flott mörk.

    Eins og gengur þá var þetta jú bara æfingaleikur gegn andstæðingi sem er svona og svona að styrkleika. Næsti leikur gegn Bayern, og þá fer kannski að reyna almennilega á okkar menn.

  • Jordan Henderson að kveðja

    Jordan Henderson sendi þetta frá sér í dag. Hvað er það sem þú hugsar fyrst um þegar þú hugsar um feril Jordan Henderson hjá Liverpool?

    Stiklum aðeins á stóru í þessum texta og kannski síðar gerum við honum en þá betur skilið og þeim goðsögnum sem eru að kveðja okkur nei Naby ég er ekki að tala um þig(Hendo, Firmino og líklega Fab)

    Hann var sem sagt að senda stuðningsmönnum Liverpool kveðju eftir 12 ára samveru. Hann var keyptur til Liverpool 9.júní 2011 á 16m punda af King Kenny sem hafði trölla trú á stráknum en stuðningsmenn Liverpool voru ekki allt of sannfærðir. Þetta var stór upphæð fyrir leikmann sem þeim fannst ekki það merkilegur en sagan segir manni að kóngurinn hefur oftar en ekki rétt fyrir sér um leikmenn og það átti heldur betur eftir að standast með Henderson.

    Því 492 deildarleikjum síðar hefur hann stimplað sig inn sem Liverpool goðsögn og verður alltaf fyrirliðinn sem lyfti númer 6 og batt enda á 30 ára bið eftir þeim enska.

    Ferilinn hjá Henderson hjá Liverpool fór frekar rólega af stað en Kenny notaði hann til að byrja með á hægri kantinum og var hann ekki að finna sig alveg þar. Hann hljóp úr sér lungun en hann var ekki mikil sóknarógn en Henderson var samt oftar en ekki í liðinu hjá Liverpool.
    Daglish var aðeins eitt tímabil með Hendo og tók Brendan Rodgers við liðinu og vildi Brendan fljótlega skipta honum Hendo fyrri Clint Dempsey hjá Fulham og verður að segjast að stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir spenntir fyrir því. Hendo var ekki tilbúinn að fara og vildi fá að sanna sig og viti menn það tókst honum heldur betur. Hann var ekki mikið að stimpla sig inn í liðið hjá Rodgers til að byrja með en menn fóru samt að sjá meira og meira að það bjó einhver kraftur í þessum strák sem öll lið hafa not fyrir.

    Tímabilið 2013/14 stimplaði hann sig heldur betur inn og þótt að hann byrjaði á hægri kantinum í 4-2-3-1 kerfi Brendan þá var hann fljótlega settur með Gerrard á miðsvæðið þar sem hlaupa getan hans í pressuni kom að góðum notum. Liðið spilaði frábærlega en rétt missti af titlinum og vilja margir kenna því um að Henderson fékk rautt spjald í leik gegn Man City og missti því að heimaleik gegn Chelsea sem tapaðist og liðið fékk að bíta í það súra. Á þessum tíma var Hendo búinn sannfæra flesta stuðningsmenn Liverpool að hann væri kominn til að vera.

    2014/15 hélt Hendo áfram að spila lykilhlutverk hjá liðinu en þetta var síðasta tímabil Steven Gerrard hjá Liverpool sem þýddi að Liverpool þurfti nýjan fyrirliða.

    Hendo tók við fyrirliðabandinu af Gerrard fyrir 2015/16 tímabilið og hélt því alveg til dagsins í dag. Mörgum fannst Hendo alveg vera þessi fyrirliða týpa en margir voru ekki alveg sannfærðir að hann væri nógu góður til að vera í flokki með köppum eins og Souness,Hansen, Rush, Barnes, Gerrard og Hyypia til að bera bandið en sá átti eftir að troða sokk upp í marga.

    Jurgen Klopp tók við liðinu af Brendan eftir erfiða byrjun árið 2015 og voru ekki allir vissir um að Hendo myndi vera fyrirliði Liverpool mikið lengur því að það var orðrómur um að Klopp væri að far að taka reynslubolta úr Dortmund fljótlega til sín sem myndu vera líklegri að taka við bandinu. Klopp leyst vel á Hendo og fannst hann strax leiðtogi innan vallar sem utan og ákvað að halda honum áfram sem fyrirliða enda ef maður pælir í því, þá var Hendo fullkominn Klopp leikmaður sem setti liðið í fyrsta sæti og var heldur betur tilbúinn að hlaupa úr sér lungun í hápressu kerfi Klopp.

    Það má eiginlega segja að rest is history því að Hendo hefur verið frábær fyrirliði og leiðtogi liðsins frá því að hann fékk bandið. Hans leikur var betri og betri og var hann lykilmaður í meistaraliði Liverpool bæði í Evrópu og heima. Henderson þrátt fyrir að vera frábær leikmaður upp á sitt besta þá varð hann aldrei eins góður leikmaður og Gerrard en það hafa mjög fáir á þessu jarðríki orðið en ég er á því að hann hafi ekki verið síðri fyrirliði eða leiðtogi fyrir liðið. Hendo var leikmaður sem auðvelt var að hrífast með. Alltaf á fullu, alltaf að öskra menn áfram og einfaldlega stór góður fótbolta leikmaður sem réði yfir góðum leikskilning og góðri sendingarkunnátu.

    Það sást samt vel á síðasta tímabili að hlutverk hans í liðinu hefur farið aðeins minnkandi enda það er aðeins farið að hægjast á kappanum svo að kannski er þetta bara frábær tímapunktur að kveðja liðið okkar.

    Við á Kop.is viljum þakka Hendo fyrir allt sem hann hefur gert fyrir liðið innan vallar sem utan og óskum honum velfarnaðar.

    YNWA – Verður rauður til dauða dags.

  • Æfingaleikur við Greuter Furth endar 4-4

    Leik lokið

    Fyrri hálfleikur fínn, seinni alger þvæla eftir fyrsta kortérið. Líklega leikur sem átti bara ekkert að vera að sýna, lítið á honum að byggja.

    Jákvæðnin sannarlega framlínan öll og tilraun með Gakpo sem miðjuógn er spennandi. Varnarleikurinn þarf að verða betri svo sannarlega, hvað þá það sem sást þegar lykilvörnin fór útaf í síðari. Úff.

    Þá snúa menn heim til Liverpool um stund áður en haldið er til Singapúr í næstu tvo æfingaleiki gegn Leicester og Bayern. Vonandi verður komin ákveðnari mynd á leikmannahópinn þá, sér í lagi á miðju og í vörn.

    Gangur seinni hálfleiks

    Mark númer þrjú upp úr sendingu upp miðjuna þar sem Nunez nýtir hraðann og sprengjuna og klárar svo virkilega vel.

    Liverpool strax upp og skora mark númer tvö, Salah á sendingu inn á teig, Darwin leggur hann nett fyrir sig og setur hann framhjá markmanninum úr markteignum. Vel klárað.

    Greuter Furth gera mark númer 2 á mínútu 67, mögulega rangstaða en rosalega vond varnarvinna hjá Kostas og Matip.

    Jafna með þriðja markinu eftir skyndisókn þar sem auðnin milli varnar og miðju okkar varð ljós og síðan Kostas langt fjarri og enginn gerir árás á skotmann.

    Fjórar skiptingar í kjölfarið hjá LFC. Sjáum vonandi Adrian aldrei aftur í LFC-treyju, Jaroz fyrir hann. Elliott og Curtis útaf líka, Koumas á vængnum fer líka.

    Aftur skyndisókn, Kostas að ákveða að verða lélegasstur í liðinu í dag, gerir enga tilraun og við lentir undir. Seinni hálfleikur er bara rusl.

    Á 89.mínútu kemur löng sending upp vinstri væng, Nunez nýtir hraðann og kemst upp að endamörkum, á erfiða sendingu á fjær en þar nær Salah að klára virkilega vel.

    Síðari hálfleikur – 11 breytingar

    Eins og reiknað var með þá eru 11 breytingar.

    Adrian er í markinu, Gomes RB, Matip og Quensah í hafsent, Tsimikas LB. McConnell djúpur aftan við Elliott og Jones. Koumas RW, Nunez senter og Salah LW.

    Adrian kominn í markið og gaf mark á 47.mínútu upp á sitt einsdæmi líkt og hann er orðinn þekktur fyrir. Einhver bullsending á McConnell étin í teignum. Treysti því að hann spili ekki alvöru mínútur í vetur. Plís.

    Hálfleikur

    Við leiðum 1-0 í hálfleik eftir flott einstaklingsmark hjá Luis Diaz, honum var held ég létt að setja þetta mark. Aðeins búið að vera hikst og hann þarf sjálfstraust eins og allir framherjar og það verður sterkast með því að skora mörk.

    Jota fékk dauðafæri, Doak og Gakpo líka í leik þar sem við höfum stýrt honum eiginlega allan tímann. Finnst þó liðið aðeins þyngra í skónum en á móti Karlsruhe og miðjan vissulega á miklu tilraunastigi með Trent aftan við Mac og Gakpo. Heilt yfir fínn fyrri hálfleikur, sérstaklega gaman að sjá það að framlínan okkar virðist bara öll tilbúin í slaginn.

    Reiknað með 11 skiptingum í hálfleik.

    KICK OFF

    Mikil rigning í morgun þýddi seinkun á upphafi leiksins um 20 mínútur.

    Komið af stað…

    Uppfært – SEINKUN

    Veðuraðstæður eitthvað að stríða mönnum í Þýskalandi…búið að fresta upphafi leiksins eitthvað, líklega a.m.k. 15 mínútur.

    Mánudagur í hádeginu. Ekki venjulegur leiktími en er ekki sumarfrí fyrir einmitt þessa leiki?

    Byrjunarlið LFC í dag komið.

    Staðfest að Szoboszlai verður ekkert með í dag en spennandi verður að sjá að það virðist sem Gakpo verði hluti af miðjupakkanum og Doak verði sleppt lausum frá byrjun. Alls 15 varamenn, þar á meðal bæði Jones og Elliott. Gætum þá séð nýtt lið í hálfleik og aftur skiptingu eftir 75 mínútur.

    Uppfæri fréttir af leiknum í hálfleik og strax eftir hann.

    Leikmannaslúður

    Satt að segja þá er sérstök þögn. Bara í öllum fótboltaheiminum liggur við. Í raun júlí mjög rólegur bara. Hendo virðist búinn í læknisskoðun en ekkert þó staðfest, í gær komu svo fréttir um það að snurða væri hlaupinn á þráðinn hjá Fab þar sem að hundategund fjölskyldunnar er ekki leyfð í Saudi Arabíu…sem er náttúrulega bara enn ein snilldin í þessum sirkus öllum. Þá kom upp að Bayern væru þá tilbúnir að stíga inní.

    Varðandi innkomuslúður þá hefur í raun ekkert nýtt eða sterkt komið upp um helgina. Engin ný nöfn og þau sem við höfum verið orðaðir við hækka að því er virðist nokkuð reglulega í verði. Klopp var mjög skýr í viðtölum fyrir helgi að von væri á fleiri leikmönnum og að þeir yrðu að vera tilbúnir til að spila við Chelsea. Um helgina voru þó nokk góðir twitter pennar á því að Kheprem Thuram væri enn fyrsti kostur LFC en verið væri að horfa vítt yfir markaðinn…og þá bæði miðjumenn og hafsenta.

    Liðið flýgur heim eftir leik í dag og stoppar aðeins við áður en farið er til Suður Asíu að spila við Leicester og Bayern. Í gær kom upp eilítil umræða um mögulegar breytingar á ferðinni þeirri vegna mikilla rigninga þar austurfrá en á það var svo blásið. Ég held að menn hljóti að stefna á að nýir menn fengju að koma inn í þá ferð.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close