Latest stories

  • Arsenal kemur í heimsókn (Upphitun)

    Þegar tímabilið hófst spáðu flestir því að gestir okkar í dag myndu vera titilbaráttu fram á síðasta leik og sumir voru svo frakkir að spá þeim fyrsta titlinum í tuttugu ár. Þegar ljóst varð, í sirka nóvember, að Liverpool yrðu eitt að liðunum sem myndi berjast um þann stóra, fóru margi að horfa á þennan leiuk sem einhversskonar úrslitaleik. Um janúar-febrúar fóru margir púllarar að láta sig dreyma um að klára dæmið fyrir leikinn og horfa á lið Arsenal standa heiðursvörð fyrir Liverpool fyrir leikinn. Sá draumur rættist og leikurinn seinna í dag er í raun ekkert nema tækifæri fyrir liðin tvö að senda skilaboð inn í næsta tímabil.

    Andstæðingurinn – Arsenal

    Fyrrum undrabarnið í þjálfun, Mikel Arteta, hefur nú stýrt Arsenal í sex ár. Strax á fyrsta ári vann liðið bikarinn og þeir hafa náð í tvo samfélagsskildi síðan, en stóru titlarnir hafa verið svo nálægir… en samt ekki. Það stefnir í að þeir endi þriðja tímabilið í röð í öðru sæti deildarinnar, í ár leit út eins og þeir ættu raunhæfan séns að sækja evrópubikarinn en þeirri von lauk gegn PSG í seinustu viku. Liðið hans Arteta virðist vera komið á einhversskonar endastöð, þrátt fyrir að hafa eytt fúlgum fjár þá hefur það síst verið betra en í fyrra og virðist vera komin töluverð óánægja í stuðningsmenn og leikmenn.

    Það er erfitt að spá fyrir hvernig þeir mæta til leiks í dag. Arsenal hafa veirð afar brothættir í vetur og líklegt að vonbrigðin frá París sitji í þeim. Síðustu 3-4 ár hefur gamall rígur Liverpool og Arsenal blossað upp jafnt á vellinum sem á samfélagsmiðlum. Þó Arsenal hafi ekki unnið Liverpool á Anfield síðan 2012, þá hefur liðið haft tak á Liverpool síðustu ár. Í síðustu fimm deildarleikjum hefur Arsenal unnið tvo og liðin þrisvar gert jafntefli.

    Okkar menn

    Englandsmeistararnir fengu högg í síðustu viku þegar prinsinn Trent lýsti því yfir að hann væri á leiðinni út í heimi. Slot tæklaði þetta vel og sagði að Bradley fengi restina af tímabilinu til undirbúa sig fyrir það næsta. Ég myndi ekki gera ráð fyrir að sjá Trent aftur spila í rauðri treyju.

    Vonandi mun þetta drama ekki hafa áhrif á stemninguna á Anfield. Þó Slot hafi lýst því yfir að hann ætla að gefa minni spámönnum nóg af mínútum út tímabilið, þá vonar maður að hann stilli upp sterkasta mögulega liði og sendi Arsenal skilaboð á morgun. Það er alveg eins líklegt að þessi tvö lið muni berjast um titilinn á næsta ári og það væri mjög vont fyrir móralinn ef þeir næðu að sigra á morgun, sem og mjög gott fyrir móralinn hjá þeim, sem við viljum ekki. Þess vegna spái ég klassísku byrjunarliði á morgun, fyrir utan Bradley dekkar hægri bakvörðinn. Semsagt svona:

    Þess má geta að fyrirliðinn mun spila sinn þrjúhundruðasta deildarleik.

     

    Spá.

    Leikurinn gegn Chelsea var ekki til útflutnings og ég vil sjá okkar menn minna alla á hvers vegna þeir eru meistarar. Ég spái að þetta endi 2-0 fyrir Liverpool, Salah skorar eitt og Gakpo hitt. Einnig spá i ég því að það hitni duglega í hamsi í þessum leik og það verði eitthvað kjánalegt rautt spjald í leiknum.

     

    Njótið dagsins meistarar!

  • Lokaleikur tímabilsins hjá stelpunum – heimsókn í höfuðborgina

    Það er komið að lokaleik þessa tímabils hjá kvennaliðinu okkar, þær eru mættar til London og taka þar á móti Chelsea sem urðu meistarar (mjög fyrirsjáanlega) fyrir nokkru síðan, Arsenal var þeirra helsti keppinautur en þegar lið tapar ekki leik í deild yfir heilt tímabil þá er erfitt að stoppa það. Og þannig er staðan í dag, þ.e. það er til nokkurs að vinna fyrir okkar konur að ná sigri í dag, því með því kæmu þær í veg fyrir að Chelsea fari taplausar í gegnum þetta tímabil. Ekki eru nú líkurnar með okkar konum, en þær stóðu þó upp í hárinu á þeim bláklæddu í undanúrslitum bikarsins fyrr í vor og það þurfti mark í uppbótartíma til að slá okkar konur úr keppni. En nóg um það.

    Það er nokkuð ljóst að okkar konur ná ekki 5. sætinu eftir að Brighton unnu Arsenal í síðustu umferð, eru þar með 3 stigum fyrir ofan okkar konur og með mun betra markahlutfall. Þannig að nú snýst þetta í raun um að halda 6. sætinu, og það gæti orðið þrautin þyngri því West Ham, Villa og Everton eru öll að anda ofan í hálsmálið og gætu komist uppfyrir í töflunni með hagstæðum úrslitum í dag. Það er óhætt að segja að ef Liverpool fer frá því að lenda í 4. sæti í fyrra yfir í að lenda í 9. sæti (sem gæti orðið raunin í versta falli), þá sé óhætt að tala um vonbrigðatímabil. En leyfum leikjum dagsins að klárast áður en við förum að gera upp tímabilið.

    Amber Whiteley stýrir liðinu í leik sem gæti mögulega verið hennar síðasti með liðinu, það á eftir að koma í ljós hvaða stefnu klúbburinn tekur varðandi að velja næsta stjóra. Það kemur í ljós í sumar, og gæti þess vegna komið í ljós mjög fljótlega enda er það ákveðið grunnatriði að vera með stjórann á hreinu áður en það verður farið í að sækja nýja leikmenn.

    Svona stillir Amber liðinu upp:

    Laws

    Fisk – Bonner – Evans – Hinds

    Kerr – Nagano

    Smith – Höbinger – Holland

    Roman Haug

    Bekkur: Micah, Kirby, Clark, Matthews, Fahey, Daniels, Kapocs, Enderby

    Þær Leanne Kiernan og Lucy Parry eru báðar frá vegna meiðsla. Alveg magnað að bæði kvenna- og karlaliðin séu að fara inn í sumarglugga þar sem þarf að ákveða hvort það eigi að stóla á “homegrown” hægri bakvörð sem er meiðslagjarn.

    Við sjáum þær Teagan Micah, Niamh Fahey, Jasmine Matthews og Yana Daniels allar í síðasta skipti í Liverpool búning í dag, tja nema þær komi inn í fleiri Liverpool Legends leiki eins og Natasha Dowie…? Skulum ekkert útiloka slíkt.

    Leikinn má sjá á Youtube eins og venjulega: https://www.youtube.com/watch?v=DDXppk-fyIQ

    Það væri gaman að enda tímabilið á sigri, munum að síðasti tapleikur Chelsea í deild kom á Prenton Park í 4-3 sigri okkar kvenna síðasta vor. Nú þarf að finna svipaða geðveiki og var við lýði í þeim leik.

    KOMA SVO!!!!

  • Gullkastið – Hvað Næst?

    Arne Slot gaf hópnum aðeins séns um helgina töluverðum timburmannaleik gegn Chelsea og frammistaðan var ekki til að hrópa húrra fyrir. Skipti ekki öllu enda Liverpool nú þegar búið að vinna titilinn og stemningin á pöllunum í takti við það.
    Trent nýtti tækifærið til að staðfesta loksins brottför sína eftir tímabilið eftir að hafa forðast blaðamenn (og þannig stuðningsmenn Liverpool) mest allt þetta tímabil.
    Næsti leikur og heiðursvörður er gegn Arsenal í deildinni en þeir eiga risaverkefni í Meistaradeildinni í millitíðinni.
    Skoðum Ögurverk liðið og eitt og annað í þætti vikunnar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    MP3: Þáttur 520

  • Trent fer í sumar (Staðfest)

    Þá er komið staðfest á brottför Trent í sumar og PR spin yfirlýsing frá honum um mest allt annað en að hann fær rosalega góðan signing bonus frá Real Madríd fyrir að yfirgefa uppeldisfélagið frítt.

    Hef persónulega rosalega lítinn tíma fyrir PR spin yfirlýsingar frá honum sem stangast á við fyrri PR spin yfirlýsingar hans um Liverpool. Það eru leikmenn í mun minni liðum sem virða sín lið nógu mikið til að semja við þau til að tryggja kaupverð þegar þeir fara. Hafði mikið meiri skilning á brottför Owen en Trent, hann skilaði smá kaupverði, fór frá verra liði og var bara ekki eins almennt vinsæll meðal heimamanna og Trent hefur verið. Hann er að fara frá ríkjandi meisturum og hefur verið að spila til úrslita í öllum helstu keppnum. Eins situr það alls ekki vel að hann sé að fara til Real Madríd eftir einvígi liðanna í tíð Trent.

    Hann um það, frábær ferill hjá Liverpool þar sem hann var lykilmaður.

  • Chelsea 3 – 1 Liverpool

    Mörkin

    E. Fernández 

    J. Quansah 

    V. van Dijk 

    C. Palmer 

    Hvað réði úrslitum

    Liverpool mættu ekki sem beittastir til leiks og Chelsea refsaði þeim umsvifalaust. Markið hans Enzo á þriðju mínútu þýddi að Chealse gátu legið til baka og beitt frábærum skyndisóknum sem ollu Liverpool usla allan leikinn.

    Fyrir utan fyrstu tíu voru okkar menn betri og meira með boltann megnið af leiknum, en tókst ekki að skapa raunverulega hættuleg færi. Sjálfsmarkið hans Quansah kom á vondum tíma, okkar menn voru með undirtökin en ein af þessum skyndisóknum leiddi til einkar klaufalegs marks hjá hinum unga Quansah, sem líklega er ekki búin að spila sig inn í framtíðaráætlanir Slots.

    Okkar menn náðu að klóra í bakkann þegar skammt var eftir af leiknum, fyrirliðinn náði að stanga boltan í netið eftir eina af mýmörgum hornspyrnum Liverpool. Síðustu tíu mínútur leiksins var ekki að sjá að okkar menn væru tilbúnir að tapa, en þeim Chelsea mönnum tókst vel að drepa tíman. Þegar komið var í uppbótartíma braut Quansah hinsvegar einkar klaufalega í vítateignum og ungstirnið Cole Palmer tryggði heimamönnum stiginn þrjú ásamt því að vera fyrsta liðið til að vinna Liverpool Arne Slot með meira en einu marki.

    Hvað þýða úrslitin

    Heilt yfir lítið. Tillinn er komin í hús og allt það.

    Jared Quansah, Harvey Elliot og Curtis Jones hljóta hins vegar að naga sig í handarbökin yfir að hafa ekki nýtt sénsinn í byrjunarliðinu betur. Að sama skapi er ofboðslega erfitt að dæma menn sem þurfa að koma inn þegar svo margar breytingar eru gerðar á liðinu. Þessi leikur mun ekki breyta miklu í áætlunum Slots fyrir sumarið, sérstaklega ekki þessum leikmönnum. Ég vona þó að Elliot og Jones fái að spreyta sig meira út tímabilið, þá helst í liði sem samanstendur af fleiri af okkar bestu mönnum.

    Bestu menn

    Mér fannst Bradley komá virkilega ferskur og góður inn af bekknum og Gakpo virkaði stórhættulegur þó hann næði ekki að skora. Van Dijk fær punkta fyrir markið sem hann skoraði en átti líka þátt í sjálfsmarkinu svo það núllast út.

    Einnig eiga stuðningsmennirnir sem mættu með læti hrós skilið!

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Það má telja upp næstum hálft liðið en ég ætla aðeins að gagnrýna Slot hér. Að skipta út hálfu byrjunarliðinu á Stamford Bridge er ekki vænlegt til árangurs. Þessi frábæri þjálfari hefur marga kosti, en hans augljósasti ókostur er að hann virðist líta á það að rótera hópnum sem illa nauðsyn sem á að lágmarka. Til að liðið taki næsta skref þarf hann að læra að skipta mönnum út minna í einu, en oftar. Þá haldast menn í leikformi og er betur undir það búnir að koma inn í leiki þegar á þarf að halda.

    Næsta verkefni

    Partýið heldur áfram gegn Arsenal næsta sunnudag. Okkar menn þurfa að mæta töluvert betur til leiks, því við viljum ekki lenda í að Arsenal taki stig á Anfield, hvað þá að þeir komi með einhverja yfirlýsingu með því að rústa okkar mönnum.

     

  • Byrjunarliðið gegn Chelsea: Endo og Quansah byrja

    Nú eru aðeins eftir fjórir leikir af tímabilinu hjá Englandsmeisturunum, spáin segir að þeir leikir munu einkennast af partýi í stúkunni og mögulega að leikmenn sýni einhver merki um að hafa farið í partý hjá Englansmeisturunum. Slot hefur valið 11 leikmenn sem byrja fyrir Englandsmeistarana á brúnni. Mesta athygli vekur líklega að Jones, Quansah og Endo hefja leik, hægt að giska á að þeir hefðu ekki byrjað ef Englandsmeistaratitillinn væri ekki komin heim:

    Treystum því að liðið njóti þess að spila í dag og minni bláliða á hvers vegna þeir rauðklæddu er meistarar.

     

    Chelsea stillir svona upp:

     

    Hvernig lýst ykkur á liðið og finnst ykkur rétt af Slot af rótera grimmt í þessum síðustu leikjum?

     

  • Merseyside derby á Anfield hjá kvennaliðinu

    Við minnum á upphitunina síðan í gær fyrir leik dagsins hjá strákunum núna á eftir.

    Núna kl. 11:00 mæta stelpurnar okkar grannkonum sínum í Everton, og þetta verður síðasti leikurinn á leiktíðinni sem þær spila á Anfield. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hefur leikið meira en einn leik á Anfield á sömu leiktíðinni, og uppskeran hingað til er með ágætum: fyrsta markið (og mörkin), og fyrsti sigurinn. Nú væri gaman að bæta í safnið fyrsta Anfield sigrinum á Everton, en þær hafa verið ansi óþægur ljár í þúfu hjá okkar konum upp á síðkastið.

    Fyrri leikur liðanna á Goodison Park endaði með ósköpum þar sem hinar bláklæddu fengu víti eftir brot sem var meira en meter fyrir utan teig. Við vonum að það verði ekki sambærileg fíaskó í dag, en þetta er bara enn frekar ástæða til þess að vinna.

    Byrjum á smá fréttum af leikmannamálum, en í gær var gefið út að þær Jasmine Matthews, Yana Daniels og Teagan Micah muni ekki halda áfram sem leikmenn Liverpool á næsta tímabili eftir að samningar þeirra renna út í sumar. Þetta þarf svosem ekki að koma á óvart, vissulega er stutt síðan Micah kom til liðsins, en hún hefur einfaldlega ekki náð að stimpla sig inn sem aðalmarkvörður og er líklega ekki af því kaliberi sem klúbburinn þarf. Líklega mun því nýr markvörður koma inn í sumar. Matthews og Daniels eru svo með elstu leikmönnum í hópnum, bæði aldurslega séð og hvað varðar leikreynslu, og bara tímabært að þær stígi til hliðar og gefi yngri leikmönnum séns. Þær hafa líka ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu, en Matthews hefur vissulega komið sterk inn þegar á hefur þurft að halda.

    Þá var loksins tilkynnt opinberlega að Niamh Fahey ætli að leggja skóna á hilluna í lok tímabils, nokkuð sem er búið að liggja í loftinu í talsverðan tíma. Hún er líka með elstu konum, hefur lítið spilað, og þetta var einfaldlega óumflýjanlegt. Virðist nokkuð ljóst að hún muni snúa sér að þjálfun í framhaldinu, og verður spennandi að sjá hvert það leiðir hana.

    Semsagt, það má reikna með fjörugum sumarglugga hjá stelpunum, rétt eins og hjá strákunum.

    En þá að leik dagsins. Svona verður stillt upp:

    Laws

    Fisk – Clark – Bonner – Hinds

    Kerr – Nagano

    Smith – Höbinger – Holland

    Roman Haug

    Bekkur: Micah, Kirby, Evans, Fahey, Matthews, Daniels, Bartel, Kapocs, Enderby

    Þetta virðist vera sterkasta liðið sem völ er á, og ekkert víst að það myndi líta neitt mikið öðruvísi út þó allar væru heilar. Líka nokkuð ljóst að það þarf að kaupa inn í sumar til að styrkja vörnina, nýjan markvörð, og eins þarf að styrkja bekkinn og gefa byrjunarliðinu á miðjunni og frammi meiri samkeppni.

    Það er hægt að sjá leikinn á Youtube eins og venjulega.

    KOMA SVO!!!!!

  • Chelsea á morgun

    Það er komið að fyrsta leik eftir að Liverpool landaði 20. deildartitlinum. Tilfinningin venst bara ótrúlega vel og má gjarnan endurtaka sig fljótlega, þ.e. eins og eftir ár eða svo.

    Það má alveg færa rök fyrir því að leikurinn á morgun skipti litlu sem engu máli. Í fljótu bragði eru það tveir hlutir sem klúbburinn okkar ætti að vera að horfa á:

    a) að ná hámarks fjölda stiga út úr leiktíðinni og vinna með sem mestum mun
    b) að nota þessa síðustu 4 leiki til að gefa þeim leikmönnum spilatíma sem hafa lítið spilað, hvort sem það eru aðalliðsmenn eins og Chiesa, Elliott, Endo, Quansah o.s.frv., eða varaliðsleikmenn eins og Nyoni, Morton, McConnell, Ngumoha o.fl.

    Þessi tvö markmið fara ekki endilega alveg saman, enda sást það í bikarleiknum gegn Plymouth að ef of margir sem eru ekki í fyrstu 11 eru látnir byrja, þá gæti það endað með ósköpum. Og andstæðingarnir í þessum 4 síðustu leikjum eru alveg sæmilegir: Chelsea, Arsenal, Brighton og Palace. Allt lið sem geta vel unnið hvaða lið sem er í deildinni sem mætir ekki 100% í leikinn. Slot er þó búinn að gefa það út að það verður róterað, en bara spurning hve mikið. Persónulega ætla ég að veðja á að við sjáum þetta 2-4 “ný” andlit í byrjunarliðinu á morgun, einhvern af þeim sem taldir eru upp í lið b) hér að ofan.

    Ég yrði ekkert hissa þó svo Slot setji stefnuna á að ná í 90 stig. Það væri á pari við nánast öll tímabilin hjá City, nema þau þar sem okkar menn voru að elta þá fram á síðasta dag og þeir urðu einfaldlega að vinna 15 leiki í röð, sem þeir auðvitað gerðu helvítin af þeim. Jafnframt langar Slot örugglega til að munurinn verði sem mestur þegar upp verður staðið, og sem betur fer eru Arsenal að hjálpa ansi mikið til eftir að hafa tapað fyrir Bournemouth fyrr í dag. Svosem ekkert skrítið að þeir séu núna með alla áherslu á seinni leikinn gegn PSG, enda er það þeirra eini séns til að krækja í bikar á tímabilinu.

    Semsagt, ekki reikna með því að okkar menn taki leiknum á morgun með einhverri léttúð, það er enn verk að vinna á þessari leiktíð. Menn vilja líka klára þetta með reisn, og ekki eingöngu með þeirri reisn sem fylgir því að andstæðingarnir stilli upp í heiðursvörð við upphaf leiks.

    Sem er akkúrat það sem Chelsea munu gera, og Maresca er búinn að gefa það út að þeir muni heiðra þessa venju.

    Um þetta Chelsea lið er svo ekki mikið að segja. Jú þeir eru reyndar eitt af fáum liðum sem hafa ennþá að einhverju að keppa, þ.e. bæði í Sambandsdeildinni í Evrópu, og eins vilja þeir örugglega ná í Meistaradeildarsæti. Í augnablikinu eru þeir að slást við Villa og Forest um 5. sætið, og mæta einmitt síðarnefnda liðinu í lokaleik tímabilsins. Þeir hafa því að einhverju að stefna, sem getur jú bæði verið jákvætt og neikvætt. Þ.e. það getur alveg verið jákvætt fyrir Liverpool að spila við lið sem þurfa að sækja og geta ekki bara legið til baka.

    Þeir eru nýkomnir úr heimsókn til Svíþjóðar hvar þeir mættu Djurgården á fimmtudaginn, og eiga svo seinni leikinn gegn sama liðið næsta fimmtudag. Þeir þurfa sjálfsagt að vera með annað augað á þeim leik varðandi leikjaálag og mínútur. Þessir tveir leikir gætu vel spilað inn í varðandi orkustigið hjá þeim á morgun, og eins hvaða leikmenn þeir geta leyft sér að láta spila í 90 mínútur. Það hjálpar þeim reyndar að hafa unnið fyrri leikinn 1-4, og eiga seinni leikinn á Stamford Bridge, svo þessi áhrif verða nú sjálfsagt ekkert svakaleg.

    Nóg um andstæðingana, og aftur að okkar mönnum. Það er náttúrulega eins og að reyna að veðja á 5 rétta í Lottóinu að ætla að stilla upp liðinu, en prófum að stilla þessu upp einhvernveginn svona:

    Alisson

    Bradley – Konate – Virgil – Tsimikas

    Endo – Grav

    Salah – Elliott – Gakpo

    Chiesa

    Það er þó tæpt að Bradley verði klár í að byrja leikinn, svo við skulum ekkert verða hissa þó Trent eða jafnvel Quansah byrji í hægri bakverði. Annars er svosem ólíklegt að Slot byrji þennan leik án þess að vera með MacAllister á miðjunni, þetta er leikmaður sem ætti að vera í umræðunni um leikmann ársins – ef ekki væri fyrir Salah. Og Virgil. Og Gravenberch. Og Allison. Já það er bæði jákvætt og neikvætt að vera í svona vel skipuðu liði!

    Spáum 2-1 sigri okkar manna með mörkum frá Salah og Elliott.

    KOMA SVO!!!

    Bónus leikur: Merseyside derby á Anfield kl. 11 í fyrramálið

    (Hint: þau ykkar sem hafið engan áhuga á kvennaliðinu getið hætt að lesa núna)

    Við sem erum hvað lengst leidd í Liverpool sértrúarsöfnuðinum munum svo taka forskot á sæluna með því að fylgjast með stelpunum okkar spila gegn Everton kl. 11 í fyrramálið. Jafnframt verður þetta lokaleikur þeirra á Anfield í vetur. Fyrsti leikurinn gegn City tapaðist, en þar skoraði Olivia Smith þó fyrsta mark okkar kvenna á Anfield. Næsti leikur var svo gegn United um miðjan mars, og þar var bölvuninni aflétt því stelpurnar okkar unnu magnaðan 3-1 sigur á liði United. Það er ekki mikið eftir af tímabilinu hjá stelpunum, og væri tilvalið að bæta sigri gegn Everton í safnið eftir tímabil sem fer nú seint í sögubækurnar nema fyrir utan þennan fyrsta sigur kvennaliðsins á Anfield.

  • Magnaður Englandsmeistaratitill Liverpool

    Það er alveg sama frá hvaða vinkli það er skoðað Englandsmeistaratitill Liverpool á þessu tímabili er magnað afrek, hvað þá að vinna með svo miklum yfirburðum að mótið er formlega búið í apríl með fjórar umferðir eftir.

    Stuðningsmenn Liverpool vissu vel að Jurgen Klopp skilaði af sér mjög góðu búi og liði fullu af leikmönnum sem unnið hafa stóra titla. Liðið fór langt í öllum keppnum á síðasta tímabili svosem ekkert kraftaverk að þessi hópur geti tengt saman heilt tímabil og unnið deildina. Líkt og við fórum yfir fyrir tímabil er hópurinn alls ekkert veikari en hópar Arsenal og Man City sem dæmi.

    Hinsvegar var nýr stjóri fullkomlega spurningamerki fyrir mót og hvað þá í ljósi þess að hann er að taka við stærsta karakter félagsins síðan Bill Shankly hætti og hann “fékk ekki” að kaupa neina nýja leikmenn. Félagið var með eitt stórt nafn í sigtinu sem það svo á endanum landaði ekki. Man City keyptu ekki leikmenn fyrir nema €243m á þessu tímabili og Arsenal fyrir tæplega €109m. Liverpool keypti Chiesa á €12m og tryggði sér markmann fyrir næsta tímabil.

    Satt að segja var hópurinn töluvert veikari á pappír fyrir þetta tímabil heldur en það síðasta. Thiago og Matip fóru á elliheimili án þess að nýr leikmaður kæmi inn í staðin. Bajcetic fór í endurhæfingu hjá öðrum liðum í Evrópu, eitt mesta efni félagsins fyrir síðasta tímabil. Carvalho og Van Den Berg voru báðir seldir til annars Úrvalsdeildarfélags, Bobby Clark var líka seldur og Ben Doak lánaður. Strákar sem hjálpuðu m.a. við að landa deildarbikarnum á síðasta tímabili. Enginn af þessum fyrir utan Matip var lykilmaður á síðasta tímabili en að missa þá stækkaði ekkert hópinn sem Slot hefur úr að vinna.

    Liverpool vann deildina tímabilið 2024-25 og á í raun leikmanamarkaðinn algjörlega inni. Nördarnir eru komnir aftur þannig að hvað ef Slot er bara rétt að byrja og á nóg inni?

    Samanburður á leikmannakaupum

    Árangur Liverpool í samkeppni við önnur lið á Englandi og reyndar í Evrópu líka nær þó mun lengra aftur en bara þetta fyrsta tímabil Slot. Helstu sérfræðingum og stuðningsmönnum annarra liða er tíðrætt núna um hversu góðu búi Slot tók við og að hann sé bara að njóta góðs af vinnu Klopp undanfarin ár. Hann er allra manna síðastur til að neita fyrir það og var raunar að syngja nafnið hans á sunnudaginn. Hinsvegar spáði enginn af þessum sérfræðingum Liverpool sigri í deildinni sl. sumar. Meistaradeildarsæti í besta falli og nánast enginn ofar en 3.sæti. Opta var held ég með rúmlega 9% líkur á sigri Liverpool.

    Mikel Arteta og hans menn hafa lengst af í vetur helst verið næst því að veita Liverpool samkeppni og heldur betur farið mikinn á samfélagsmiðlum. Hann tók við Arsenal liðinu árið 2019 og greinilega blandað sínu Everton hjarta vel í sál félagsins. Það er áhugavert að skoða leikmannakaup enskra liða frá því hann tók við sumarið 2019.

    Hvernig hroðalegur árangur Chelsea undanfarin ár er ekki meira til umfjöllunar og hvað þá hvernig fjármál félagsins hafa ekki meira verið undir smá sjá síðan er með ólíkindum. Sérstaklega frá því kúrekarnir keyptu félagið af Roman, hver hefði trúað að ruglið yrði bara ennþá meira? Kaupverð leikmanna frá 2019 er um €1,8ma og nettó eyðsla €840m

    Manchester United sem nú vermir 14. sæti eftir 34 umferðir er að sama skapi magnaður árangur eftir að hafa keypt leikmenn fyrir €1,1ma og með nettó eyðslu upp á tæplega €840m sem er það sama og hjá Chelsea. Man City hefur þó verið að kaupa árangur fyrir sína peninga.

    Það fer hinsvegar töluvert undir radarinn að frá því Arteta tók við Arsenal hefur félagið eytt tæplega €950m í nýja leikmenn og nettó eyðslan er um €660m eða á pari við Man City. Það er kannski ekki alveg jafn mikið kraftaverk og af er látið að hann sé á sjötta ári með þessum nútíma Tony Mourinho Dyche bolta að ná að byggja upp gott lið.

    Arsenal er búið að kaupa leikmenn fyrir rúmlega €430m meira síðan Arteta tók við heldur en Liverpool. Það eru um €70m á hverju tímabili eða svipuð fjárhæð og Liverpool borgaði fyrir MacAllister og Gravenberch.

    Jurgen Klopp var sannarlega búinn að byggja upp geggjað lið þrjú tímabil áður en Arteta tók við Arsenal en nettó eyðsla Liverpool þá þrjá leikmannaglugga var tæplega €125m á móti €165m nettó eyðslu Arsenal. M.ö.o. Arsenal var að kaupa leikmenn fyrir meiri pening m.a.s. áður en Arteta tók við.

    Það er sannarlega hægt að gagnrýna FSG fyrir að eyða svona mikið minna í leikmannakaup heldur en liðin sem Liverpool er að keppa við enda höfum við oft upplifað hópinn þannig að í hann vanti 2-3 lykilmenn. Það á m.a.s við núna líka. Það að Arsenal sem var aldrei í Meistaradeildinni á tímabili geti keypt leikmenn á hverju ári fyrir svona mikið hærri fjárhæðir getur verið pirrandi.

    Þrátt fyrir þetta hefur Liverpool núna unnið deildina tvisvar og tekið tvö +90 stiga tímabil til viðbótar við það. Eins hefur félagið unnið Meistaradeildina einu sinni og spilað þrisvar til úrslita í henni. Það fyrir utan minni bikarkeppnir og vel heppnaða stækkun og breytingar á Anfield.

    Eitthvað er FSG að gera rétt í rekstri félagsins, félagið er eðli málsins samkvæmt t.a.m. aldrei í vandræðum með FFP sem dæmi. Jurgen Klopp á sannarlega mikinn heiður fyrir það hvernig hann breytti félaginu en það er rosalega spennandi og jákvætt að nú sé búið að ráða annan mann sem er að sanna það að hann getur líka náð árangri með félagið. Leikmannakaup er svo augljóslega ekki lausnin á öllum vanda, sjáið bara Chelsea og Man Utd.

    Þrengra samanburðartímabil

    Árangur Liverpool í samanburði við önnur lið verður ekkert minna merkilegur ef við þrengjum aðeins tímabilið og skoðum síðustu þrjú tímabil á leikmannamarkaðnum.

    Hérna fyrst verður “árangur” Chelsea magnaður, þeir hafa núna yfir þrjú tímabil keypt leikmenn fyrir €1,4ma, megnið af þeim leikmenn sem orðaðir voru við Liverpool og hefðu líklega allir betur komið til okkar og árangurinn er barátta um CL sæti þrátt fyrir að það eru fimm sæti í boði. Þetta félag ætti að vera með 117 stig af 114 mögulegum á þessu tímabili. Nettó eyðsla er €805m og þeir eru ekki einu sinni til rannsóknar!

    Man Utd er áfram kirkjugarður fyrir áður sæmilega leikmenn og eyðsla Arsenal er á pari við Man City, þá frekar nettó eyðsla frekar en kaupverð leikmanna. City hefur selt leikmenn mun “betur” en Arsenal undanfarin ár en þeir hafa líka verið að glíma við FFP og eru sannarlega undir smásjánni með sitt augljósa fjármálasvindl.

    Liverpool er að kaupa leikmenn fyrir rúmlega €60m minna en Newcastle og um €115m minna en Aston Villa, bæði félög sem hafa verið í miklu basli með FFP undanfarið. Þá eru ótalin í þessum samanburði fleiri ensk lið sem hafa verið að eyða mun meira en Liverpool undanfarin ár.

    Svigrúm fyrir stóran leikmannaglugga

    Enn á ný þá er hellings svigrúm hjá Liverpool fyrir alvöru stórum leikmannaglugga og kannski þörf á slíkum núna. Arne Slot er búinn að fá heilt tímabil til að vega og meta hópinn sem hann er með. Nördarnir eru komnir aftur og munu klárlega ráða mjög miklu um leikmannakaup félagsins líkt og þeir gerðu þegar gullaldarliðið var soðið saman.

    Það er töluvert af leikmönnum í hópnum núna sem er alls ekkert óhugsandi að fari í sumar og skili jafnvel töluverðum aur í kassann og skapi eins pláss í hópnum. Hópurinn í vetur er þar að auki nú þegar mun minni en hann var á síðasta tímabli og þarf að vera mun stærri til að takast á við aukið leikjaálag og meiri samkeppni.

    Það er ekki stíll Liverpool undir stórn FSG að gera byltingu á einu sumri og engin ástæða til að losa kjarna liðsins sem var að skila titlinum. Nýr samningur á Van Dijk og Salah er dæmi um það. Slot notaði hinsvegar hópinn ótrúlega lítið og því er auðvelt að sjá framtíð ansi margra annarsstaðar, leikmanna sem flestir geta vel spilað á efsta leveli í öðrum liðum.

    Kelleher og mögulega Jaros gætu farið og skilað góðum pening í kassann fari svo að Mamardashvili komi í sumar og sætti sig við að keppa við Alisson um stöðuna.

    Trent óvissuna þarf ekki að ræða en fari svo hann yfirgefi Liverpool er planið vonandi að kaupa nýjan leikmann frekar en að treysta á Bradley sem hefur ef mér telst rétt til tvisvar klárað heilar 90 mínútur í deildarleik fyrir Liverpool.

    Óvissan í vinstri bakverði er ekki minni, Robertson og Tsimikas voru vissulega að leysa þessa stöðu í liði sem er með stigasöfnun upp á rúmlega 90 stiga tímabil en hvorugur þeirra er framtíðarmaður og væri rosalega spennandi að skipta öðrum þeirra út fyrir ferskari lappir sem eru strax tilbúnar í byrjunarliðið.

    Miðjuna þarf ekkert að skera upp og óvíst hvort planið sé að kaupa mikið af nýjum mönnum í ljósi efniviðar sem félagið á fyrir. Bajcetic virkar eins og hannaður fyrir Slot fótbolta ef skrokkurinn er í lagi og hann heldur áfram að þróast sem leikmaður. Hann var nýlega frábær á miðjunni í liði Las Palmas þegar þeir unnu Atletico Madrid í La Liga. Slot hrósaði McConnell upp til skýjanna fyrr í vetur en notaði hann reyndar ekki í sekúndu eftir það. Eins er Trey Nyoni að komast á aldur þar sem hann þarf mínútur en spurning hvort þær verði hjá Liverpool. Nýr miðjumaður til viðbótar við þá fjóra sem Slot treystir tekur mínútur af þessum strákum.

    Þá eigum við samt eftir Tyler Morton og Wataro Endo sem báðir gætu vel skilað smá pening í leikmannasölum. Eins Harvey Elliott, líklega viljum við fæst að hann verði seldur en ef stjórinn treystir honum ekki þarf hann að fara annað til að fá mínútur.

    Frammi er búið að tryggja framtíð Salah sem var aðalatriði. Gakpo er þar fyrir utan líklega ólíklegastur til að vera seldur en rest er spurningamerki:

    Luis Diaz er heilt fyrir að eiga gott tímabil, 16 mörk og fimm stoðsendingar í öllum keppnum og engin ástæða til að selja hann nema fyrir rétt verð og arftaka sem er betri bæði strax og til framtíðar. Diaz er alls ekki nía eins og Slot virðist vanta en mun sprækari á vinstri vængnum. Hann verður 29 ára í janúar og spurning í sumar hvort planið verði að semja við hann aftur og þá mun stærri samning eða losa núna.

    Diogo Jota virkar hreinlega kominn yfir hæðina og hentar mun verr í leikstíl Slot en hann gerði hjá Klopp. Hann er allt of mikið meiddur og hefur alltaf verið en það er ennþá stærra vandamál ef hann skilar sér svona illa til baka úr meiðslum líkt og hann hefur gert í vor.

    Darwin Nunez er fyrir aftan Jota í goggunarröðinni nánastr sama hversu lélegur Jota er. Ef að Edwards nær að þvinga hann fyrir morðfjár inná eitthvað lið í Saudi Arabíu eða á meginlandi Evrópu hugsa ég að hann sigli með hann sjálfur persónulega. Nunez er samt þannig leikmaður að ég vill ekki sjá hann hjá öðru liði í Englandi.

    Chiesa er svo að því er virðist bara að klára besta GAP year sögunnar. Skil ekki hvernig ekki er hægt að nota hann meira en þetta en hann getur ekki verið sáttur við sitt hlutskipti hjá Liverpool.

    Þá eru ótaldir Ben Doak og Rio Ngumoha (og Danns) sem allir þurfa spilatíma fljótlega.

    Niðurstaða

    Þessi titill Liverpool í vetur var vægast sagt verulega sætur og verðskuldaður. En spurningin fyrir næsta ár er hvað ef Arne Slot getur svo alveg bætt þetta lið? Árangur hans í Hollandi við að bæta leikmenn er gríðarlega góður og ferilsskrá Edwards og Hughes á leikmannamarkaðnum er ekkert slor heldur.

    Það er rosalega gaman að vera Púllari í dag

  • GULLKASTIÐ – LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR

    Það er komið (Staðfest) á Englandsmeistaratitilinn og tilfinningin er vægast sagt frábær. Meistarar á Anfield og samt eru fjórar umferðir eftir. Liverpool hafa einfaldlega verið langbestir í vetur sama hvað hávær hópur stuðningsmanna annarra liða hefur grenjað. Loksins fá leikmenn og stuðningsmenn að fagna almennilega saman og líklega er veislan bara rétt að byrja. Stöðutaflan í deildinni er eins og listaverk sem rétt væri að ramma inn og hengja upp á vegg.

    Njótum kæru vinir og til hamingju með titilinn. Þessi er eins sætur og þeir verða.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    MP3: Þáttur 519

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close