Latest stories

 • West Ham 1-1 Liverpool

  Liverpool missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham á útivelli í 25.umferð og er því aðeins með þriggja stiga forskot á toppnum sem verður að teljast afar pirrandi þar sem möguleiki var á að liðið gæti komist sjö stigum fyrir ofan Man City í síðustu umferð þegar þeir töpuðu ansi óvænt gegn Newcastle. Það gekk ekki upp og Liverpool tapaði fjórum stigum í leikjum sem hefðu átt að teljast nokkuð líklegir til að skila inn sex stigum. Leikur Liverpool í dag var ekki nægilega góður og bar alveg þess merki að það vanti ansi marga mikilvæga leikmenn inn í liðið um þessar mundir. Það vantaði auðvitað enn Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Dejan Lovren í vörnina og þá vantaði líka Gini Wijnaldum og Jordan Henderson á miðjuna. Þetta eru ansi stórir og mikilvægir hlekkir í þessu Liverpool liði og þegar öllu er á botnin hvolft er kannski skiljanlegt af hverju ákveðnir þættir í liðinu eru ekki eins og þeir voru fyrir nokkrum vikum síðan. Það afsakar hins vegar ekki allt og vill maður sjá aðra leikmenn standa upp og taka sín tækifæri. Það tók ekki langan tíma til að fá mann til að pirrast rækilega yfir þessum blessaða leik. Liverpool var að spiila of hægt og miðjan og vörnin var ekki beint í takti við leikinn. West Ham fóru mjög snemma að ógna Liverpool með skyndisóknum og fengu nokkur ágætis færi, til að mynda eitt úr skyndisókn og eitt eftir fast leikatriði en skotin fóru rétt framhjá. Liverpool átti svo sem sæmileg augnablik líka en það var Sadio Mane sem braut ísinn rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik með kolólöglegu marki. Lallana tók hátt í sjö Cruyff snúninga við hliðarlínuna og sendi boltann innfyrir á Milner sem var örugglega tveimur metrum frá varnarlínunni en línuvörðurinn sem var þremur metrum frá Milner sá það ekki. Milner kom boltanum á Mane sem skoraði. Það virkaði eins og smá fargi hafi verið létt af herðum Liverpool við markið en það entist ekki lengi þegar Liverpool gaf nokkuð ódýra og óþarfa aukaspyrnu sem West Ham spiluðu vel úr og bölvaður Michail Antonio skoraði fimmta markið sitt gegn Liverpool á ferlinum! Liverpool reyndi að brjóta West Ham niður aftur en það gekk ekki eftir, West Ham minntu á sig hinu meginn en ekki var mikið um einhver dauðafæri. Á einhvern hátt var Liverpool kannski bara heppið að sleppa með stigið í dag en á jákvæðu nótunum þá er þetta eitt stigið í safnið og enn í okkar höndum. Bestu menn Liverpool Það er nú því miður ekki úr miklu að taka þarna en leikmenn sýndu fína takta inn á milli en heilt yfir voru flestir hverjir nokkuð slakir í kvöld. Lallana og Keita áttu fín moment á miðjunni en líka nokkur frekar döpur. Mér fannst Keita reyndar ansi flottur fram á við og var einn af fáum björtum puktum Liverpool í sókninni. Fabinho fannst mér nokkuð fínn þarna með þeim og Van Dijk var fínn. Besti, eða segjum skársti, […] Meira

 • Liðið gegn West Ham

  Klopp hefur valið liðið sem mun byrja leikinn gegn West Ham eftir klukkutíma og er ansi margt áhugavert í þessari uppstillingu hans. Það er enginn Henderson og enginn Wijnaldum í kvöld og því eru þeir Keita og Lallana á miðjunni með Fabinho, Milner kemur aftur í hægri bakvörðinn eftir leikbann. Lovren er ekki í hóp og Curtis Jones kemur á bekkinn. Alisson Milner – Matip – Van Dijk – Robertson Keita – Fabinho – Lallana Salah – Firmino – Mané Bekkur: Mignolet, Shaqiri, Moreno, Sturridge, Curtis Jones, Origi, Camacho. Þetta er áhugavert lið og spurning hvernig þetta verður sett upp en ég hugsa að þetta sé nokkurs konar þriggja manna miðja og Salah komi til með að vera hægra meginn í kvöld en það gæti vel verið að Lallana sé hluti af þessum þremur fyrir aftan Salah. Það vantar helling í þetta lið hjá Liverpool þar sem það er enginn Trent, Gomez, Lovren, Henderson né Wijnaldum og það eru ansi stór skörð en stórt tækifæri fyrir menn eins og Keita og Lallana til að vinna sér inn fleiri sénsa. Við erum sem stendur með tveggja stiga forskot á toppnum fyrir þennan leik og þetta er algjör skyldusigur því við viljum komast aftur fimm stigum á undan Man City. Meira

 • Upphitun: Mánudagur í Lundúnum.

  Það er aldrei slæmur tími til að vinna fótboltaleik, en það er stundum mjög góður tími til þess. Núna væri virkilega góður tími fyrir Liverpool að vinna fótboltaleik. Annað kvöld halda rauðliðar suður til Lundúna, heimsækja Hamrana á Ólympíuleikvangnum og freista þess að halda bilinu á milli sín og City í fimm stigum í allavega eina umferð í viðbót. Síðustu ár hafa Liverpool haft hreðjartak á West Ham, skorað fjögur gegn þeim í síðustu fjórum leikjum en það er ekki laust við að það sé kvíði í manni fyrir leiknum. West Ham. West Ham eru skrýtið lið. Fyrir 10 árum hefði ég lýst þeim sem stærri útgáfu af Crystal Palace, hverfislið í Lundúnum, oftast í efstu deild og spiluðu mjög enska knattspyrnu, háir boltar og svo framvegis. Þeir voru síðast í annarri deild árin 2011-12, tóku eitt tímabil og komu strax aftur upp. Þeir eru líklega frægastir fyrir hlutverk þeirra í myndinni Green Street Hooligans, sem er fínasta B-mynd. Þeir voru oftast um miðja deild og áttu til að gera góðverk eins að kaupa Andy Carroll án þess að fatta að hann yrði meiddur í um það bil öðrum hverjum leik. Árið 2016 stökkbreyttist klúbburinn og hann er enn þá að jafna sig á þeim breytingum. Arsenal og Tottenham þurftu að hafa gífurlega fyrir því að byggja nýja velli og Chelsea eru ekki búnir að láta draum eigandans um nýjan leikvang rætast. Það er einfaldlega drulluerfitt að byggja í London og hrikalega dýrt. En West Ham fengu bara Ólympíu leikvanginn frá 2012 svo gott sem gefins. Hvernig það gerðist er löng saga og eitthvað af henni ekki orðið opinbert en í stuttu máli var mjög óljóst hvað ætti að gera við leikvanginn eftir Ólympíuleikana. Eftir alls konar drama og vesen endaði hann hjá West Ham af því að ekkert annað fótbolta lið kom lengur til greina. West Ham fékk ekki að kaupa hann, en geta huggað sig við að leigusamningurinn var þeim svo hagstæður að borgarstjóri London, Sadiq Khan, skipaði rannsóknarnefnd til að fara yfir málið. Hún komst að því að fyrri borgarstjórar hefðu verið út á þekju, en ekki væri við West Ham að sakast fyrir að reyna að fá sem besta dílinn. Einhverjar eftirmálar gætu orðið með tíð og tíma en líklegast er málinu lokið í bili. Flutningurinn gekk skelfilega. Fyrsta árið voru stöðug mótmæli, öðru hverju brutust út slagsmál milli áhorfenda og vallarvarða og árangurinn á vellinum var ekki til þess fallinn að bæta skap áhorfenda. Það hjálpaði mjög lítið að sífellt var verið að skipa fólki að setjast og jafnvel að vera ekki að með hávaða svo það truflaði ekki. Íslendingar þekkja það manna best að þó að völlur sé mjög góður frjálsíþróttavöllur er hann ekki endilega góður fótboltavöllur. Núna er liðið á þriðja ári á vellinum og búið að vinna úr eitthvað af vandamálunum. Með flutningum lýstu eigendurnir því yfir að þeir ætluðu að gera liðið að Evrópuveldi. Það hefur gengið brösulega en þeir eru að reyna og réðu Pelligrini fyrir þetta tímabil. Hann er […] Meira

 • Gomez gæti þurft aðgerð – Lovren líka meiddur

  Hroðalegar fréttir að slá okkur núna í kvöld og á afskaplega vondum tíma. Joe Gomez sem hefur verið frá undanfarnar vikur er ekkert að batna og gæti þurft aðgerð með tilheyrandi fjarveru til viðbótar. Hann var auðvitað búinn að eiga frábært mót fram að því. Eins er Dejan Lovren kominn aftur á meiðslalistann, það er orðið nokkuð ljóst að þar er á ferðinni gallað eintak. Hann er alltaf meiddur. Gomez facing surgery after injury setback…and facing another long spell on sidelines. Lovren injury worry too gives Klopp massive headache #LFC https://t.co/7ddz9fLT9D — David Maddock (@MaddockMirror) February 1, 2019 Sú ákvörðun Klopp að fækka varnarmönnum Liverpool í janúarglugganum hefur virkað fáránleg frá byrjun en eins og staðan er núna er þetta farið að verða alveg galið. Enn verra er að það er ekkert skárra að treysta á Matip, hann er ekki sjaldnar meiddur en þeir Gomez og Lovren. Enn eitt helvítis árið virkar hópur Liverpool of tæpur yfir heilt tímabil og með þessu er orðið fullreynt að leggja svona mikið traust á þessa miðverði sem skiptast á að spila með Van Dijk. Trent Alexander-Arnold verður ekki heldur með gegn West Ham er vonandi klár eftir þann leik. Það er svo ekki langt í fyrri leikinn gegn Bayern þar sem Van Dijk er í banni. Fari það í kolbölvað bara Meira

 • Lazar Markovic til Fulham (Staðfest)

  Verulega þungt högg rétt áður en glugganum lokaði, Fulham keypti Lazar Markovic! Þetta er búið! .@LMarkec50 has joined @FulhamFC on a permanent transfer. Everyone at #LFC wishes Lazar all the best at his new club. https://t.co/Zp0pvqS20v — Liverpool FC (@LFC) February 1, 2019 Confirmed….Lazar Markovic joins Fulham on a permanent transfer…..we understand LFC will recoup 1.7 million pounds in wages and fees. — Vinny O'Connor (@VinnOConnor) February 1, 2019 Við viljum benda þeim stuðningsmönnum Liverpool sem ekki hafa kost á sálfræðiþjónustu að styðja hvern annan til að takast á við þetta áfall. Það hjálpar að tala saman þegar svonalagað dynur á manni. Ummælakerfið hjá okkur t.a.m. alveg tilvalið. Þessi ungi og efnilegi leikmaður sem kostaði ekki nema 20m þrátt fyrir að vera eitt mesta efni heimsfótboltans spilaði 19 leiki fyrir Liverpool en hann hefur einmitt (að því er manni finnst) verið í 19 ár á mála hjá Liverpool. Vegni honum sem allra best hjá Fulham. Meira

 • Liverpool 1 – 1 Leicester

  1-0 Sadio Mané (2.mín) 1-1 Harry Maguire (45. mín) Liverpool voru ekki lengi í gang í kvöld á köldu kvöldi gegn Leicester á Anfield en eftir aðeins tveggja mínútna leik náði Robertson að koma boltanum eftir jörðinni inn í teig, þar sem boltinn barst til Sadio Mané. Hann tók frábæra fyrstu snertingu frá varnarmanninum og skaut svo boltanum í fjærhornið framhjá Kasper Schmeichel sem kom engum vörnum við. Liverpool var svo með öll völd á vellinum eftir markið, Leicester lágu aftarlega og Liverpool voru þolinmóðir og létu boltan ganga mikið en gekk illa að finna tækifærin gegnum varnarmúrinn. Fyrsta alvöru hættan kom eftir 24. mínútur þegar Jamie Vardy pressaði Alison og náði að komast inn í sendingu frá honum og boltinn barst á Albrighton á kantinum sem kom með góða fyrirgjöf á Maddison sem skallaði framhjá markinu. Eftir það náðu Leicester menn vinna sig betur inn í leikinn. Eftir 40.mínútna leik stal Robertson boltanum eftir eina af sóknum Leicester manna og stakk boltanum inn fyrir varnarlínuna þar sem Sadio Mané var á harðaspretti en var tekinn niður af Harry Maguire sem fékk þó aðeins gult þrátt fyrir að vera aftasti varnarmaður. Rétt áður en flautað var til leikhlés gaf Robertson klaufalega aukaspyrnu úti við hliðarlínu sem James Maddison tók og sendi fyrir eftir klafs í teignum kom skot í varnarmann en Ben Chilwell skallaði boltan aftur inn í teig þar sem Harry Maguire var gjörsamlega óvaldaður og skoraði með síðustu spyrnu hálfleiksins. Það voru svo Leicester liðar sem áttu fyrsta tækifæri seinni hálfleiksins þegar Chilwell náði að draga þrjá varnarmenn til sín og fann svo Maddison í góðu færi sem náði þó ekki að koma boltanum á markið. Stuttu seinna fengu þeir svo aukaspyrnu á hægri vængnum sem þeir náðu að koma inn á Maguire, sem var rangstæður en ekki flaggað, hann skallaði boltanum þvert fyrir markið í átt að Johnny Evans en Firmino náði að stinga fæti í boltann og Allison kom í veg fyrir sjálfsmark frá honum. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik var loks eitthvað lífsmerki frá Liverpool þegar Keita og Firmino tóku flott þríhyrningsspil og Keita slap í gegn en Ricardo Pereira stígur á vinstri fótinn á Keita svo hann náði ekki skoti en Martin Atkinson sá það ekki nógu vel og ekkert dæmt. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks var ekki mikið af góðum tækifærum. Schmeichel varði vel frá Firmino en annars var lítið að frétta. Bestu menn Liverpool Til að vera hreinskilinn þá var liðið slappt í dag fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar. Sadio Mané var flottur í fyrri hálfleiknum og var líklega besti leikmaður liðsins í dag. Skoraði markið og var frekar líflegur á köflum. Gini Wijnaldum skilaði ágætis leik á miðsvæðinu. Vondur dagur Mo Salah var líklega slakasti maður liðsins í dag en það voru margir sem áttu ekki góðan dag. Naby Keita var óheppinn að næla ekki í vítaspyrnu en hann er hreinlega ekki að komast í takt við liðið. Hann hefur átt nokkrar rispur en þær eru bara svo alltof fáar […] Meira

 • Byrjunarliðið gegn Leicester

  Henderson er að öllum líkindum hægramegin í kvöld en ef mér reiknast rétt til hefði hann verið ca. 6. kostur í þá stöðu fyrir tímabilið á eftir Trent, Gomez, Milner, Clyne og Fabinho! Wijnaldum eða Keita gætu svosem verið þar líka. Alisson Henderson – Matip – Van Dijk – Robertson Wijnaldum – Keita Shaqiri – Firmino – Mané Salah Bekkur: Mignolet, Fabinho, Lovren, Sturridge, Lallana, Origi, Camacho. Þetta er líklega nær 3-4-3 reyndar enda Liverpool verið að spila þannig oft á tíðum undanfarið í þeim skilningi að djúpi miðjumaðurinn fellur oft milli miðvarðanna á meðan okkar bakverðir spila mun meira sem kantmenn heldur en bakverðir. Hvernig svosem Klopp ætlar að sjóða þetta saman þá er þessi leikur DAUÐAFÆRI eftir úrslit gærkvöldsins og bannað að nýta það ekki. Keita fær sénsinn á miðjunni í fjarveru Fabinho sem var tæpur vegna veikinda í vikunni en þó nógu hress til að vera á bekknum. Shaqiri er í sóknarlínunni og því ljóst að það verður sótt til sigurs í kvöld. KOMA SVO, ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ. Það er svo langt frá því að maður hafi taugar í þetta. Meira

 • Gullkastið – RAFA BENITEZ

  Ef að Ölgerðin hannaði fótboltakvöld þar sem Liverpool á ekki leik… Rafa Benitez gerði sér lítið fyrir og vann Manchester City fyrir okkur og það eftir að hafa lent undir. Skítt með leikmenn Newcastle, við skrifum þennan fullkomlega á okkar mann. Liverpool hefur ekki spilað leik síðan við tókum upp síðast og því tilvalið að taka hús á Man Utd enda mikið gengið á hjá þeim undanfarið og var sómadrengurinn Skúli Brynjólfsson (bróðir SSteins) með okkur sem fulltrúi þeirra fyrsta hálftímann. Newcastle, Man City, Leicester og West Ham fá öll sinn tíma í seinni hluta þáttarins. 06:30 – United umræða með Skúla 38:30 – Æfingaferðir, laskað lið og leikmannaglugginn. 48:20 – Styttu á Anfield, Rafa Benitez að faðma Klopp. 57:00 – Algjörlega óútreiknanlegt Leicester lið 01:06:00 – West Ham á mánudaginn Stjórnandi: Einar Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Skúli Brynjólfsson stuðningsmaður United (og bróðir Steina). MP3: Þáttur 225 Meira

 • Loksins aftur leikur!

  Á miðvikudagskvöldið mun Liverpool leika sinn fyrsta leik í að ég held örugglega tíu ár. Nei allt í lagi kannski ekki tíu ár en í ansi marga daga allavega og eftir ansi þétt prógram í desember og byrjun janúar eru þessir ellefu dagar eins og heil eilífð. Í þessari pásu fóru leikmenn til að mynda í smá ferð til Dubai þar sem voru teknar æfingar í sólinni og menn fengu smá svigrúm frá pressunni sem hefur fylgt liðinu undanfarnar vikur. Menn koma því vonandi endurnærðir til baka eftir fríið og tilbúnir í næstu törn leikja áður en það kemur svo annað svipað frí fyrir fyrri viðureignina gegn Bayern í Meistaradeildinni og þá hefst önnur ansi strembin törn. Það var ansi mikið líf og fjör í síðasta leik Liverpool þegar okkar menn fóru aftur í fortíðina og buðu upp á 4-3 sigur gegn Crystal Palace, eitthvað sem við höfðum ekki séð lengi og ég vil helst ekki sjá aftur á næstunni. Það var því kannski ágætt að fá smá frí eftir þetta! Það vantar enn upp á breiddina í hægri bakvarðarstöðunni þar sem Trent Alexander-Arnold er líklega ekki klár í þennan leik en verður líklega tilbúinn fyrir West Ham um næstu helgi, Joe Gomez fékk basklag í meiðsli sín og verður ekki klár á næstu vikum og Milner sem leysti af í hægri bakverði í síðasta leik fékk að líta rauða spjaldið rétt undir lok leiksins og verður því í leikbanni. Fabinho fór meiddur út af en er kominn á ról aftur eftir að hafa farið meiddur út af gegn Crystal Palace og ætti að vera klár sem og Gini Wijnaldum sem var ekki með. Eitthvað var um veikindi um helgina en þeir leikmenn ættu eflaust að vera klárir. Þá er Alex Oxlade-Chamberlain ekki lengur meiddur samkvæmt Klopp og er nú að fara að vinna sig í leikform, sem eru frábærar fréttir. Harry Maguire var tæpur fyrir leikinn en Puel hefur greint frá því að hann ætti að vera klár í slaginn fyrir Leicester sem er styrkur fyrir þá enda hann þeirra öflugasti varnarmaður. Annars eru þeirra helstu lykilmenn klárir fyrir leikinn en Leicester hafa ekki riðið feitum hesti undanfarnar vikur. Í síðustu fimm leikjum hafa þeir tapað fyrir Newport í bikarnum og Southampton, Wolves og Cardiff í deildinni. Þeir unnu svo Everton þarna á milli og þar áður unnu þeir Man City á heimavelli. Það getur því verið ansi erfitt að lesa mikið í þetta Leicester lið sem eru með flottan hóp en geta rokkað á milli þess að vera mjög öflugir og hreint bara nokkuð slakir. Það er nær ómögulegt að giska á rétt lið Liverpool fyrir þennan leik þar sem hægri bakvarðarstaðan er rosalega stórt spurningarmerki. Rafa Camacho gæti byrjað sinn fyrsta deildarleik í hægri bakverðinum og ég vona það eiginlega frekar en að Klopp muni taka Fabinho af miðjunni til að setja hann í bakvörðinn. Hins vegar kæmi það kannski ekki á óvart ef Klopp tæki reynslu Fabinho framyfir Camacho þar sem bæði Henderson og Wijnaldum eru […] Meira

 • Kvennalið West Ham kemur í heimsókn

  Eftir aaaaaallt of langt hlé hjá bæði karla- og kvennaliðunum okkar, þá fer nú loksins að rofa til. Yngri liðin léku reyndar um helgina, U18 strákaliðið lék á móti United í bikarkeppninni og tapaði í framlengingu 2-3 eftir að hafa misst mann útaf með rautt. U18 stúlknaliðið spilaði á móti Reading í gær og vann góðan 2-1 sigur. Það verður auðvitað sér upphitun fyrir Leicester leik karlaliðsins, en í kvöld mæta West Ham konur á Prenton Park og mæta þar Vicky Jepson og hennar fótgönguliðum. Nokkrir leikir fóru fram um helgina, og staðan í deildinni fyrir leikinn í kvöld er svona: Eins og sjá má er hægt að tala um 3 hópa: toppliðin City, Arsenal, Chelsea og Birmingham, liðin í miðjunni: Bristol, Reading, West Ham og Liverpool, og svo eru Brighton, Everton og Yeovil að slást á botninum. Það er því alveg ljóst að leikurinn á eftir er algjör 6 stiga leikur, því með sigri gætu okkar konur komist upp að hlið West Ham, en þarf að vinna með 3 mörkum til að komast upp fyrir þær. Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli West Ham seinnipartinn í október, og endaði með 0-1 sigri hjá stelpunum okkar. Það var Courtney Sweetman-Kirk sem skoraði sigurmarkið, en hún hefur átt það til á þessari leiktíð, og er markahæst okkar leikmanna með 8 mörk á leiktíðinni. Sweetman-Kirk lék með Everton á síðustu leiktíð en færði sig um set á Merseyside í sumar, og hefur heldur betur staðið fyrir sínu. Félagsskiptaglugginn er búinn að vera opinn í janúar í kvennadeildinni rétt eins og hjá körlunum, og það hefur verið eitthvað um breytingar. Jemma Purfield kom til Liverpool fyrir rúmri viku síðan, hún leikur með U23 landsliði Englands og er kantmaður að upplagi. Af breytingum annarra liða má m.a. minnast á að Rakel okkar Hönnudóttir gekk til liðs við Reading og kom inná undir lokin í sínum fyrsta leik með liðinu í 0-3 tapi gegn Arsenal í gær. En þá að leik kvöldsins. Svona verður liðinu stillt upp: Preuss S.Murray – Bradley-Auckland – Little – Robe Fahey – C.Murray – Coombs Linnett – Sweetman-Kirk – Daniels Bekkur: Kitching, Thomas, Roberts, Purfield, Rodgers, Babajide Jemma Purfield byrjar semsagt á bekknum, og gott að sjá að Rinsola Babajide er komin aftur. Liðið hinsvegar saknar Jesse Clarke, vonum að hún verði ekki frá lengi. Þess má svo geta að leikurinn verður sýndur beint á Facebook síðu Liverpool Women (linkurinn verður uppfærður um leið og útsending hefst). Útsendingin hefst kl. 18:50, og það verður blásið til leiks kl. 19. Við uppfærum færsluna að leik loknum með úrslitum. Leik lokið með sigri Liverpool, 1-0, og það var að sjálfsögðu Courtney Sweetman-Kirk sem skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. West Ham byrjuðu betur í leiknum, voru meira með boltann og áttu sýnu hættulegri færi, án þess þó að skapa sér einhver virkilega hættuleg færi. Það var hins vegar á 40. mínútu að Laura Coombs átti þrumuskot fyrir utan vítateig, boltinn small í slánni og lenti svo á jörðinni, og við endursýningar var […] Meira

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close