Latest stories

  • Stevie hættur með landsliðinu

    Mikið er ég nú hrottalega ánægður með að Stevie G sé búinn að taka allan vafa af með framtíð sína með landsliði Englands. Hann er hættur og það mun bara styrkja Liverpool liðið og jafnvel að lengja ferilinn hans örlítið. Hann á allavega ekki á hættu lengur að meiðast í landsleikjum. Anso oft hefur slíkt gerst, en hann er búinn að spila heila 114 leiki með enska landsliðinu. Ég fagna því jafnframt ákaflega að hann þurfi ekki að hlusta oftar á Roy Hodgson og mögulega lengir það ferilinn hans líka. Til hamingju með þetta Stevie.

    Annars er lítið markvert í fréttum. Ennþá er beðið eftir staðfestingu á Lovren, Remi og Origi. Lítið hefur verið að gerast í vinstri bakvarðarmálum, sem er furðulegt, því það er að mínum dómi sú staða sem við þurfum mest að styrkja. Persónulega var ég að vonast eftir Ben Davies, en Spurs virðast búnir að landa honum með því að senda Gylfa ykkar Sigurðsson í hina áttina. Leist reyndar alltaf ágætlega á Moreno og þó svo að opinberlega sé búið að segja að viðræður hafi farið í strand, þá vilja sumir meina að það sé bara partur af prógramminu. Sjáum til með það.

    Ekkert meira komið út úr Borini eða Assaidi málum, magnað ef við næðum yfir 20 milljónir punda inn í kassann fyrir þá tvo. Ég á svo alveg von á því að það verði eitthvað líf og fjör í kringum nokkra “fringe” leikmenn. Coates hlýtur að verða skipað að finna sér annað lið. Ilori verður vonandi sendur á lán aftur og sömu sögu er að segja af Wisdom. Finnst reyndar frábært að verið sé að lána hann innan úrvalsdeildarinnar. Ef menn standa sig á svoleiðis láni þá eru möguleikarnir fyrir þá sjálfa og okkar lið miklu meiri. Sjáum bara með Assaidi og Borini, vs. Suso. Jack Robinson og Connor Coady eru svo tveir sem ég sé ekki eina framtíð hjá Liverpool. Sömu sögu er að segja af Martin Kelly, pirrar mig bara mikið að sjá hvernig sá drengur hefur sturtað hæfileikum sínum niður með öðrum úrgangi síðustu árin.

    Ég komst líka að því á föstudaginn að við Babú erum álíka lélegir í golfi, en ég sé reyndar ekki hvernig sú staðreynd tengist Liverpool á neinn hátt og því furðulegt að þetta fái að standa hérna á síðunni. Kristján Atli, er engin ritstýring hérna?

  • Lovren sagður nálgast

    Meira en nóg að gera í slúðrinu og það nýjasta kemur frá Króatíu þar sem fjölmiðlar þar halda því fram að Dejan Lovren gangi til liðs við Liverpool í dag eða á morgun fyrir €20m.

    Tökum þessu auðvitað með fyrirvara en króatíski blaðamaðurinn Alexander Holiga henti þessu á twitter áðan og sagði þann sem skrifaði fréttina nokkuð traustan. (Holiga var mikið að forvitnast um Ísland og landsliðið fyrir leiki Íslands og Króatíu). Lovren til Liverpool eru svosem ekki nýjar fréttir en mögulega er það mál eitthvað nær niðurstöðu.

    Loic Remy ætti svo að klárast í næstu viku líka fyrir £8m. Förum betur yfir hann þegar búið er að staðfesta þann díl.

    Isco er orðaður við Liverpool í dag (ásamt Di Maria) en enn sem komið er (að ég held) á miðlum sem við tökum við afar miklum fyrirvara.

    Fabio Borini fór síðan með liðinu til USA sem setur stórt spurningamerkið við brottför hans frá Liverpool þrátt fyrir gott boð Sunderland í kappann.

  • Remy inn, Borini út

    Fréttamiðlarnir birtu flestir í kvöld sömu fréttirnar: Liverpool virðist vera að kaupa Loic Remy frá QPR á 8.5m punda (það ku vera klausa í samningi hans að lið í Meistaradeildinni geti keypt hann á því verði) og á sama tíma er félagið búið að ná samkomulagi við Sunderland um sölu á Fabio Borini fyrir 14m punda.

    Sjá: Liverpool Echo, The Guardian, The Mirror.

    Fyrst, salan á Borini: mér þykir smá eftirsjá í honum því ég held enn að hann hefði getað orðið fínn kostur fyrir okkur en að fá 14m fyrir hann er frábær díll. Ef við erum að kaupa Remy á 8.5m erum við í rauninni að fjármagna kaupin á bæði Lambert og Remy með einum Borini. Það eru góð viðskipti.

    Næst, kaupin á Remy: ég er sáttur við þetta. Hann er sennilega sá framherji þarna úti sem býr yfir flestu af því sem Daniel Sturridge býr yfir þannig að hann getur fyllt skarð Sturridge án vandræða lendi sá síðarnefndi í meiðslum. Þá skoraði hann 14 mörk í 26 leikjum fyrir Newcastle í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þannig að hann veit alveg í hvaða átt markið snýr.

    Þessi tvö tíst setja þessi viðskipti mjög vel upp:

    Nákvæmlega. Hér er verið að styrkja leikmannahópinn talsvert og koma út úr því á sléttu. Svo getið þið bætt Lallana og Markovic við, auk þess sem vonandi kemur inn fyrir Suarez-peninginn, og þá er allavega að verða ljóst að breiddin stóreykst í sumar. Það er lykilatriði fyrir liðið, að mínu mati.

    Ég vona að þetta gangi í gegn. Við fylgjumst með næstu daga og sjáum hvort Remy-kaupin nást í gegn eða hvort Arsenal eða Tottenham blandi sér í baráttuna eins og ég hélt að yrði raunin í vor. En mér líst vel á þetta.

  • Undirbúningstímabil

    Í gær má kannski segja að hið formlega undirbúningstímabil hafi stigið inn á næsta skref.

    Fyrsti hluti tímabilsins er alltaf að taka á móti mönnum úr sumarfríi, þeir fara í alls konar mælingar á fyrstu dögunum tengda líkamsástandi þegar úr fríi er komið. Hér einu sinni var það bara að stíga á viktina en mér skilst að töluvert meira sé í lagt nú en áður og ólíklegustu mælingar á vöðvastærð, fituprósentum alls konar og mælingar á vítamín og fitusýruinnihaldi í blóði svo eitthvað sé nefnt.

    Útfrá mælingunum fara svo þrekþjálfarnir í að setja upp næsta skref, þrekprógrammið sem keyrt er í gang þegar allt er klárt. Um 85% af því er miðað við hópinn en um 15% er svo einstaklingsmiðað…svona almennt séð, hef því miður aldrei verið á undirbúningsæfingum hjá Liverpool en þetta er víst ca. svona.

    Þetta þrekprógramm er nú í gangi og verður út júlímánuð hið minnsta. Það er alltaf meira vesen á “sléttu tölunum” í ártölunum því að þá er stór hópur leikmanna oft í burtu í landsliðsverkefnum og eins var nú. Sjö með Englandi, einn með Belgíu, Spáni, Frakklandi, Fílabeinsströndinni og Úkraínu Úrúguay (jú víst…Coates). Mér skilst þó að nú sé tæknin orðin slík að þrekteymi félags- og landsliða séu í sambandi á meðan á svona mótum stendur og skiptist þá á alls konar tölum.

    Sérlega gaman var að sjá að Rickie Lambert ákvað að mæta snemma til æfinga á Melwood, fór í örstutt sumarfrí eftir Brasilíu og hefur tekið þátt í æfingum síðustu daga, staðráðinn í að sanna sig á nýjum stað.

    Í gær var svo fyrsti æfingarleikurinn, gegn fínu Bröndbyliði í Danmörku, liði sem leggur af stað í sinn fyrsta deildarleik nú um helgina og því á lokapunkti undirbúningstímabilsins. Ég sá ekki leikinn beint, en fékk SMS frá ágætum vini sem ekki heldur með okkar dásamlega liði.

    “Niðurtúrinn er byrjaður vinur, one season wonders!” – svo dásamlegt orðið hvað aðrir aðdáendur en við velta sér uppúr hvernig okkur gengur. Ég semsagt reiknaði með stórum skelli og allt í volli. Tók mér svo tíma til að horfa á leikinn þegar heim var komið seint í gærkvöldi og ég var bara nokkuð glaður.

    Því þrátt fyrir 1-2 tap fannst mér margt líta vel út. Það er auðvitað leiðinlegt að hafa tapað en það er í raun líka jákvætt á undirbúningstímabili að sjá hvar vantar. Í gær náttúrulega hrópaði á mann hve auðvelt var að skora á vörnina okkar og markmanninn. Það hefur Rodgers ritað í bókina sína, en var eitthvað sem við eigum alveg að vera farin að venjast. Við vorum ekki með okkar bestu hafsenta eða djúpa miðjumann og gapið var töluvert…og svo er Brad Jones ekki nógu góður markmaður. Fínn drengur án vafa, en ekki nógu góður í marki að mínu áliti.

    En hvað var þá jákvætt? Í mínum huga var frábært að sjá Coutinho spila fótbolta. Með allri virðingu fyrir öllum hans löndum þá held ég að í fótum hans muni margt liggja varðandi framtíð Brassa. Þessi strákur er svo skapandi og flottur að hann bara á að fá að stilla strengina okkar í vetur. Það væri svo óskandi að hann og Lallana nái saman – þá verðum við heldur betur með skapandi miðju!

    Næst kom jákvætt í röðinni að fylgjast með Jordan Ibe. Sá er árinu yngri en Sterling en er eiginlega bara kópía af Raheem þegar hann braust inn í liðið. Ótrúlegur sprengikraftur og hraði með mikilli tækni, en ennþá ekki nógu góður að klára færin sem hann skapar sér. Átti markið okkar skuldlaust og átti að koma okkur yfir stuttu síðar. Ef hann heldur svona áfram í sumar vill ég halda honum á Anfield næsta tímabil og lána hann ekki neitt.

    Þessir tveir skinu skærast en ég var líka glaður með Wisdom og Suso (utan þess að Suso gaf fyrra mark Bröndby einn og sér) auk þess sem mér fannst reynslumennirnir hlaupa vel í gegnum leikinn. Auðvitað er erfitt að sanna sig og það fengu margir hinna ungu að reyna, Teixeira, Coady og Adorjan ollu mér vonbrigðum en þeir munu mögulega fá mínútur líka á laugardaginn gegn Preston til að sanna sig.

    Eftir þann leik er svo næsta skref, ferðin til Ameríku. Þá mæta þeir sem fengu lengra frí til leiks og taka þá tólf sæti umfram þau sem voru tekin frá í vélinni til Danmerkur í fyrradag. Í dag var tilkynnt hverjir fara með í þann túr og þar bætast líka við þeir Can, Enrique og Markovic sem ekki fóru með í fyrsta leikinn heldur.

    Það þýðir að fimm fara ekki með til Ameríku sem voru með í gær og reikna má þá með að séu búnir að fá þau skilaboð að þeir séu enn aðeins frá aðalhópnum. Það eru þeir Kristian Adorjan sem ég held að verði nú losaður frá félaginu, Brad Smith sem talinn er líklegur til að fara á lán nú á næstu dögum, markaskorarinn Kris Peterson, Kevin Stewart sem við fengum nýlega frá Tottenham og Jordan Rossiter en þessir þrír munu í staðinn fara á fullt að æfa með U-21s árs liðinu okkar og leika einhverja æfingaleiki á þeim vettvangi.

    Það að fara nú til Ameríku með 33 leikmenn segir okkur það að hópurinn okkar er býsna stór. Í hópnum eru bara tveir sem hægt er að segja að séu algerlega óreyndir, fjórði markmaðurinn Darren Ward og miðjumaðurinn Adam Phillips sem er fæddur árið 1998 og er talið gríðarlegt efni.

    Undirbúningstímabil skiptir því miklu máli þegar kemur að því að koma líkamanum í stand og hverjir eru nógu góðir líkamlega og andlega til að spila með liðinu. Tíu daga túr til Ameríku á að skera úr um það að einhverju leyti, því þegar kemur að ákveðnum degi mega aðeins 25 leikmenn fá skráningu í keppnir. Miðað við hópinn til Ameríku þá munu 8 leikmenn ekki fá skráningarpappíra. Miðað við umræður á netinu erum við enn líklegir til að bæa við okkur og þá þarf enn að fækka í hópnum.

    Vissulega eru enn ungir menn, undir 21s árs aldrinum sem ekki þarf að skrá en það er alveg ljóst að í Ameríkuferðinni munu margir fá mínútur sem er verið að nýta til að sjá hvort að viðkomandi er til í slaginn. Það er lykilatriðið í undirbúningstímabili hvar sem er í heiminum en ennþá frekar á svo stuttu undirbúningstímabili og félagið fær, í raun bara um mánuður með alla leikmenn félagsin.

    Svo að með þetta í huga skulum við horfa til þess hvað er að gerast í klúbbnum okkar, það er bara engin ástæða til að grafa sig í skurð eða hoppa upp í himinn þegar maður horfir á leikina. Að auki passa sig á að sýna virkilega yfirvegun í öllum lestri á alls konar aðstæðum í leikjum, kringum þá eða á netinu.

    Þetta heitir jú “Silly season” út af einhverju!

  • Lazar Markovic boðinn velkominn

    Liverpool FC og Benfica hafa nú bæði staðfest það að Lazar Markovic hafi gengið til liðs við Liverpool. Þessi sókndjarfi leikmaður gengur til liðs við okkur á 19,7 milljónir punda en hann er sagður getað spilað nokkrar stöður framarlega á vellinum, sem er klárlega tónlist í eyrum Brendan Rodgers. Maður hefur nú heyrt af þessum strák í gegnum tíðina, hann talinn með þeim allra efnilegustu í Evrópu á sínu sviði, en ekki get ég sagt að ég hafi séð marga leiki með honum. Eftir að hafa lesið mér til um hann og skoðað eiginleika hans á Youtube myndböndum, þá virðist þetta vera gaur sem ætti að falla afar vel að stíl liðsins. Hraði er stórt vopn í hans vopnabúri og eins skilst manni að hann sé góður í hápressu. Menn líta oft til tölfræði hluta leikmanna og sjá þar ekkert sérlega spennandi tölur, en tölfræðin segir nú sjaldnast alla söguna. Hann skoraði 5 mörk í 26 leikjum fyrir Benfica á síðasta tímabili, en var þar áður búinn að skora 13 mörk í 46 leikjum með Partizan Belgrad. Hann á jafnframt 12 landsleiki að baki með Serbíu og hefur skorað í þeim 2 mörk.

    Einn af þeim sem ég tek mikið mark á þegar kemur að Twitter, er Tor-Kristian Karlsen og hann kom með 5 tweet um kappann þegar ljóst var að hann var að ganga til liðs við okkur:

    Chelsea reyndu mikið að næla í þennann strák áður en hann fór til Benfica og var í fyrstu talað um að þeir hefðu keypt hann og lánað hann áfram. Það var sem sagt ekki málið og er talið að þeir hafi reynt að fá hann til liðs við sig núna en að hann hafi neitað þeim. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um þau mál, en eitt er ljóst, þeir sem hafa fylgst vel með þessum kappa eru sannfærðir um að þarna fari ákaflega efnilegur leikmaður, einn af þeim allra efnilegstur í Evrópu. Liverpool hefur ekki staðfest samningslengdina, en talið er að hann hafi skrifað undir 5 ára samning.

    Markovic er búinn að vera lengi á radarnum hjá Liverpool og samningaferlið var langt og strangt, enda í eigu tveggja aðila. Þetta tókst þó að lokum og Brendan fékk sinn mann. Ég býð hann formlega velkominn, og þótt hann sé ekki að fara að fylla neitt Luis Suárez skarð hjá okkar mönnum, þá er þetta engu að síður afar spennandi dæmi. Velkominn Lazar.

  • Kop.is Podcast #64

    Hér er þáttur númer sextíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

    KOP.is podcast – 64. þáttur

    Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

    Ég (Babú) stjórnaði upptökum í dag þar sem Kristján Atli var staddur á bílaplani í Húsafelli í sumarleyfi og með okkur á línunni var Maggi í banastuði frá Hellissandi.

    Helstu mál á dagskrá í dag var Heimsmeistaramótið og þá helst með áherslu á Þjóðverja, Englendinga, Brassa og Argentínumenn. Eins fórum við yfir söluna á Luis Suarez og líkleg næstu skref Liverpool á leikmannamarkaðnum. Hápunkti náði þátturinn þó er einhver ókunnug kona bauð Kristjáni Atla með sér i sturtu.

  • Upphitun lokið

    “Football is a simple game; 22 men chase a ball for 90 minutes and at the end, the Germans always win”

    Þetta 24 ára gamla quote í Gary Liniker á jafnvel við nú eins og það átti árið 1990. Þjóðverjar eru með besta landsliðið í boltanum í dag og þeir gáfu fullkomlega skít í þessi hetjudýrkunarlið og unnu þau öll. Kristjönu og félaga í Portúgal unnu þeir með vinstri, 4-0 sigur þar og aldrei nokkurntíma spurning þrátt fyrir að uberheimska Pepe hafi ekki hjálpað Ronaldo og félögum. Neymar og félaga unnu Þjóðverjar 7-1 á þeirra heimavelli. Vissulega vantaði hetju Brasilíumanna en gleymið því að Þjóðverjar myndu láta svonalagað hafa þessi áhrif á sig. Þeir hafa t.a.m. varla talað um að Reus fór ekki með þeim á mótið. Messi sást síðan varla í úrslitaleiknum sem Þjóðverjar unnu líka. Argentína er reyndar mikið meira en bara Messi og sýndu það í kvöld en það dugði ekki til. Þeir hefðu líka verið verðugir sigurvegarar.

    Götze hefur líklega átt öllu verri daga en þann sem hann er að upplifa núna. Nákvæmlega þetta er draumur ansi margra

    Mirror orðaði þetta líka ágætlega

    Þar með er HM lokið og okkar menn ætti að skila sér nokkuð óskaddaðir tilbaka. Sérstaklega þar sem búið er að selja Luis Suarez, flestir fóru nokkuð snemma heim af mótinu sem er gott mál, takk Roy Hodgson. “Upphitun” er þar með lokið og við getum aftur farið að snúa okkur að enska boltanum.

    Nú er farið að styttast í alvöruna, fyrsti æfingaleikur Liverpool er í næstu viku og tímabilið hans Sigvalda (Silly Season) verður spilað í Liverpool borg á næstunni.

    Næstur í röðinni er Lazar Markovic sem er mættur til Liverpool borgar og fer í læknisskoðun á morgun skv. Liverpool Echo.

    Origi er sagður vera á leið til Liverpool líka, reyndar skv. facebook síðu föður hans, sjáum til hversu mikið er að marka það en við vitum þó að hann hefur nú þegar komið á Melwood til að skoða aðstæður.

    Aspas út – Moreno inn?
    Mest spennandi er orðrómurinn um að Aspas sé að fara á láni til Sevilla og að það muni hjálpa til við að klára samningsviðræður vegna kaupa á Alberto Moreno. Ian Ayre er sagður vera á Spáni að klára þessi mál við Sevilla. Skv. frétt Echo er áhugi fyrir því að selja Aspas ef félagið fær megnið af þeim £8m sem fóru í hann tilbaka en lánssamningur er mun líklegri. Aspas náði aldrei að sýna sitt rétta andlit og varð afar hressilega undir í samkeppni um stöður, hann var reyndar að keppa um stöðu við fína leikmenn. Hann er líklega töluvert hærra skrifaður á Spáni en í Englandi og vonandi hjálpar það okkur núna.

    Dejan Lovren mætir á morgun til æfinga hjá Southamton sem fara fram í Belgíu um þessar mundir. Hann var búinn að hóta verkfalli fengi hann ekki að fara og verður ekki að teljast afar líklegt að hann verði leikmaður Liverpool áður en sumarið er búið. Já eða áður en þetta bölvaða sumar kemur ef við miðum við Ísland.

    Næstu vikur gætu orðið spennandi, eins má alls ekki útiloka möguleikann á því að Liverpool kaupi einhvern sem hefur aldrei verið orðaður við liðið áður. Slíkt ætti ekki að koma á óvart lengur enda fjölmiðlar ekkert með sæti inni á skrifstofu Liverpool.

    Förum betur yfir þetta allt í podcast þætti annað kvöld.

  • Luis Suarez seldur til Barcelona (staðfest)

    Liverpool hefur nú staðfest að liðið sé búið að komast að samkomulagi við Barcelona um sölu á Luis Suarez. Talið er að söluverðið sé 75 milljónir punda.

    _51076812_suarez_466x282reuters

    Brendan segir eftirfarandi um þessa sölu:

    “Luis is a very special talent and I thank him for the role he has played in the team in the past two years, during my time at Liverpool. I think he would be the first to accept he has improved as a player over that period, along with the team and has benefited from being here, as we have benefited from him.

    “The club have done all they can over a sustained period of time to try to keep Luis at Liverpool. It is with great reluctance and following lengthy discussions we have eventually agreed to his wishes to move to Spain for new experiences and challenges. We wish him and his young family well; we will always consider them to be friends.

    “We are focused on the future, as we strive to continue with the progress we have made and build on last season’s excellent Barclays Premier League campaign. I am confident we will improve the team further and will be stronger for this coming season, when we will be competing on all fronts; domestically and in the greatest club competition in the world, the Champions League.

    “If there is one thing the history of this great club teaches us, it is that Liverpool FC is bigger than any individual. I hope our supporters continue to dream and believe that we are moving forward and with continued improvement and progression, together we will bring the success we all crave and deserve.”

    Semsagt, Liverpool reyndu allt til að sannfæra Suarez um að vera áfram, en hugur hans er á Spáni og þangað mun hann fara. Suarez sjálfur birtir yfirlýsingu á Liverpool heimasíðunni:

    “It is with a heavy heart that I leave Liverpool for a new life and new challenges in Spain. Both me and my family have fallen in love with this club and with the city. But most of all I have fallen in love with the incredible fans. You have always supported me and we, as a family, will never forget it, we will always be Liverpool supporters.

    “I hope you can all understand why I have made this decision. This club did all they could to get me to stay, but playing and living in Spain, where my wife’s family live, is a lifelong dream and ambition. I believe now the timing is right.

    “I wish Brendan Rodgers and the team well for the future. The club is in great hands and I’m sure will be successful again next season. I am very proud I have played my part in helping to return Liverpool to the elite of the Premier League and in particular back into the Champions League.

    “Thank you again for some great moments and memories. You’ll Never Walk Alone.”

    Hvað getur maður sagt um þennan mann. Ég hef aldrei séð neinn leikmann leika jafn vel fyrir Liverpool og Luis Suarez hefur gert síðustu ár. Hann er auðvitað kolklikkaður, en hann gaf alltaf 100% fyrir þetta lið og ég mun aldrei gleyma þeim forréttindum að hafa fengið að fylgjast með Luis Suarez spila fyrir Liverpool.

    Við keyptum Suarez á 22 milljónir punda, hann spilaði 110 leiki fyrir okkur og skoraði 69 mörk. Þegar hann kom til okkar vorum við að jafna okkur á hörmungunum undir stjórn Roy Hodgson og núna skilur hann við okkur stuttu eftir að hann kom okkur í Meistaradeildina og var næstum því búinn að færa okkur fyrsta deildartitilinn í áratugi. Hann fer fyrir langhæstu upphæð sem að Liverpool hefur fengið fyrir leikmann. Og hann fer til liðs sem honum hefur dreymt um að spila fyrir og til borgar þar sem að tengdafjölskylda hans býr. Ég get ekki verið reiður yfir því. Ólíkt því sem gerðist til dæmis þegar að Torres fór frá LFC.

    Luis Suarez skilaði hlutverki sínu hjá Liverpool. Það er sárt að sjá hann fara, en ég mun alltaf minnast tíma hans hjá Liverpool með hlýjum hug. Þvílík rússíbanaferð sem þessi tími hefur verið. Allt frá leikbönnunum til hans stórkostlegu frammistöðu inná vellinum. Þetta var ótrúlega skemmtilgt!

    Luis Suarez, þú ert kolklikkaður snillingur og það var stórkostlega skemmtilegt að sjá þig spila í rauðu treyjunni. Þú komst okkur aftur í Meistaradeildina og við munum aldrei gleyma þér!

    YNWA!

  • Föstudagsþráður í júlí

    Á þeim fimm dögum sem hafa liðið frá því hér var rituð fyrirsögnin “Hvað næst” hefur eitthvað borið á dagana, þó að vísu væri langbest að láta þráðinn heita bara aftur “Hvað næst – part two”.

    Fyrst þá lauk sögu enn einna “ekki leikmannakaupa” í gær þegar Alexis Sanchez fór til Arsenal. Hann valdi sér einfaldlega það að búa í London og vinna með Wenger. Við buðum honum hærri laun og erum með betra lið, nú erum við í CL en hann ákvað samt að vera í höfuðborg Englands og þá bara hann um það strákurinn. Þetta er auðvitað þekkt staðreynd og hefur verið lengi við lýði að liðin í “meiri menningarborgum” eiga það til að vinna leikmannakapphlaup út á staðsetningu. Kannski bara ekkert óeðlilegt við það þó ég sé svekktur að missa af þessum strák. Hins vegar kemur mér á óvart að sjá Arsenal setja svo mikinn pening í lágvaxinn og fljótan framherja, hann allavega bætir minna lið Arsenal en hann hefði bætt okkar, þeir eru jú með býsna öflugar pílur í sínu liði. Svo á eftir að sjá hvernig Alexis svo gengur, hann er óstöðugur í leik sínum þó kannski það fylgi því að vera ekki fastur maður í byrjunarliði.

    Annars eru okkar menn mættir til æfinga, utan þeirra sem tóku þátt í HM. Enginn af okkar leikmönnum var lengi í Brasilíu, sá eini sem var með liði í 8 liða úrslitum, Mignolet, spilaði ekki mínútu. Svo þeim er ætlað að mæta til Boston eftir níu daga og taka þátt í Ameríkutúrnum.

    Alls konar spjall er á twitter með æfingarnar. Þar kemur oft fyrir að Emre Can sé sá sem menn eru spenntastir fyrir af þeim sem ekki voru í liðinu síðast og að búið sé að ákveða að Suso og Jordan Ibe taki þátt í undirbúningstímabilinu öllu til að ákveða með framtíð þeirra, þ.e. hvort þeir verði hjá okkur í vetur eða verði lánaðir út.

    Af mögulegum brottförum þá er Suarez málið enn óleyst og sama fréttin um að það verði klárað “innan tveggja daga” kemur upp á hverjum degi. Nenni ekki að ræða það þó þið auðvitað megið það en í gær kom svo slúðrari á twitter um að Raheem Sterling hefði fengið úthlutað treyju númer 7 í vetur. Það væri nú í raun Öskubuskusaga um ár í lífi Sterling sem við verðum flest að viðurkenna að við vorum ekki viss um síðasta haust. Já og svo það að Suarez sé ekki lengur mynd á auglýsingum félagsins þá virðast sumir mein að það sé hluti sölubannsins.

    Svo að þeim sem við erum að kaupa. Markovic virðist búinn að vera í læknisskoðun síðan á þriðjudag og Origi virtist myndaður á Melwood í vikunni. Þó fer tvennum sögum af því hvort Origi var að klára málin eða spjalla við yfirmenn LFC um hvort að Merseyside sé staðurinn.

    Í gær og dag eru þó flestar fyrirsagnirnar tengdar áhuga okkar á Wilfred Bony framherja Swansea. Í raun býsna áreiðanlegir tístarar sem segja að við séum tilbúnir til að greiða klásúluna sem á honum er, 19 milljónir punda til að fá hann til liðs við okkur. Bony átti gott fyrsta tímabil í enska boltanum, skoraði 16 mörk og lagði önnur 8 upp. Ég persónulega væri til í að fá hann, finnst hann kraftmikill og með gott markanef en þó er ljóst að hann er ekki sérlega teknískur eða fljótur.

    Svo er það vinstri bakvarðarmálið, Ben Davies liðsfélagi Bony er nú kominn upp á slúðurborðið en þó eru flestir og enn frekar þeir áreiðanlegu sem segja LFC enn vera á eftir Moreno og hyggist nota áhuga Sevilla á Iago Aspas sem hlut í þeim eltingarleik. Ryan Bertrand hefur dúkkað upp reglulega í umræðunni, hans klásúla er upp á 8 milljónir punda en við erum held ég nokkrir sem finnst það ansi dýrt.

    Marca kastaði svo sprengju í gær þegar við vorum sagðir hafa boðið 40 milljónir punda í Karem Benzema…en það virðist ekki hafa náð neinu flugi hjá áreiðanlegri miðlum…svo við skulum bíða með það.

    Varðandi brottfarir þá er sterkur orðrómur um að Lucas Leiva sé til sölu. Napoli er sagt fremst í röðinni en vill fá hann lánaðan. Reina virðist líka tilbúinn að lækka við sig laun til að fara aftur til Rafa og sagt er að Kolo Toure hafi verið á óskalista QPR þangað til þeir fengu Ferdinand en aðrir nýliðar, Leicester City, séu nú að horfa til reynslu kappans sem hefur verið sagt að hann fái ekki marga leiki á Anfield í vetur.

    Í gærkvöldi bárust svo óstaðfestar fréttir um að Sunderland myndi á næstu dögum bjóða 8 – 10 milljónir punda í Borini.

    Svo þetta er uppfærður slúður- og spjallrúntur, hann er að sjálfsögðu opinn ef eitthvað annað merkilegt er þarna úti sem ég hef misst af eða gleymt.

    Fyrsti æfingaleikur er svo eftir fimm daga, gegn Bröndby í Danmörku.

  • Hvað næst?

    Suarez er farinn. Við bíðum eftir opinberri staðfestingu en það er bara formsatriði úr þessu. Luis er ekki lengur leikmaður Liverpool heldur ætlar hann að spila með Leo Messi og Neymar Jr. í skuggalegri framlínu Börsunga á næstu leiktíð.

    Eftir situr ansi stórt skarð sem þarf einhvern veginn að fylla í sumar. Eins og hefur verið almenn vitneskja höfðu okkar menn vonast eftir að fylla það skarð maður-fyrir-mann með hinum brottrekna Alexis Sanchez hjá Börsungum. Í kvöld staðfestu Liverpool Echo og Ben Smith hjá BBC hins vegar að svo verður ekki:

    Það er tvennt sem mér dettur helst í hug í þessu. Fyrst það að í fyrra börðust okkar menn með kjafti og klóm fyrir því að missa Suarez ekki til keppinautanna í Arsenal af því að það yrði ómögulegt högg að bæði missa hann og styrkja Skytturnar svona mikið. Það er því ekki laust við að maður æli aðeins upp og kyngi því svo aftur þegar maður fattar að kaupin á Suarez knúðu Börsunga til að selja Alexis Sanchez … og hann er að fara til Arsenal. Þannig að það tók þá ári lengur en þeir ætluðu, en Wenger & co. tókst á endanum að styrkja sig á okkar kostnað. Þarna kyngdi ég ælunni.

    Hitt er að það er áhugavert sem Ben Smith segir að Liverpool líti svo á að þeir eigi enn eftir að eyða £75m pundunum sem þeir fá væntanlega fyrir Suarez.

    Með öðrum orðum, liðið er búið að eyða £30m í Lambert, Lallana og Can og er að fara að eyða öðrum £30m í Lazar Markovic og Divock Origi. Það ætti að þýða að við eigum minnst £45m eftir af Suarez-fénu (og eflaust meira til ef þörf er á) í leikmenn. Eitthvað af því mun eflaust fara í miðvörð (Dejan Lovren heyrist manni) og vinstri bakvörð (Ryan Bertrand líklega, úr því að Alberto Moreno virðist ekki ætla að ganga upp) en á móti er verið að tala um að menn eins og Daniel Agger og/eða Lucas Leiva gætu verið seldir í sumar.

    Með öðrum orðum: það er til hellings peningur. Nú á bara eftir að eyða honum.

    Ég lít á sumarkaupin hingað til svona:

    • Lambert inn fyrir Aspas (væntanlega)
    • Adam Lallana inn fyrir Victor Moses
    • Ryan Bertrand inn fyrir Aly Cissokho (væntanlega)
    • Dejan Lovren inn fyrir Daniel Agger (mögulega)
    • Emre Can inn fyrir Lucas Leiva (mögulega)
    • Lazar Markovic eykur breiddina
    • Divock Origi lánaður til Lille upp á framtíðina
    • ___________ inn fyrir Luis Suarez

    Ég er auðvitað að gefa mér ákveðna hluti á listanum hér að ofan en ef við erum að skipta mönnum svona út fyrir svokallaða betri menn og svo bæta breiddina með Markovic og kannski 1-2 í viðbót er það ágætis sumar.

    En að missa Luis Suarez? Það verður fjandanum erfiðara að bæta það á næstu 54 dögunum. Sérstaklega ef við höfum núna misst af Alexis Sanchez til Arsenal. (ældi. kyngdi.)

    Manni sýnist FSG/Rodgers í fljótu bragði hafa tvo valkosti: kaupa aðra súperstjörnu í stað Suarez, sé þess kostur, eða þá að kaupa nokkra leikmenn til að fylla skarð eins manns. Skoðum báða kosti:

    Súperstjarnan: Gefum okkur að við höfum misst af Sanchez. Hverjir eru eftir þarna úti á svipuðu kalíberi og hann eða Suarez? Við getum sleppt því að spyrja eftir mönnum eins og Aguero, Benzema eða Zlatan. Er Marco Reus fáanlegur? Ég stórefa það. Einhverjir fleiri? Það er allavega ekki mikið sem hrópar á mann að smellpassi í þetta risaskarð. Málið er ekki bara það að kaupa 30-marka mann (t.d. Huntelaar eða Mandzukic) heldur var Suarez einstakur af því að hann gerði svo margt annað. Hann var með næstflestar stoðsendingar í deildinni, hann er aukaspyrnusérfræðingur, hann stígur alltaf upp þegar mest á reynir, hann er séní í að búa til mörk upp úr þurru og síðast en ekki síst berst hann fyrir hverjum bolta eins og hann eigi lífið að leysa.

    Hver þarna úti gæti gert þetta allt? Ég veit það ekki og ég er hreint ekkert viss um að sá maður sé til í dag.

    Nokkrir leikmenn: Þessi taktík er alltaf hættuleg. Tottenham fóru flatt á henni í fyrra, til að mynda, þótt það sé of snemmt að afskrifa alla sem þeir keyptu þá. Hins vegar tókst José Mourinho vel upp með Internazionale þegar hann seldi Zlatan og fékk 3-4 í staðinn og vann þrennuna árið eftir. Þannig að þetta er alveg hægt.

    Ég veit það ekki. Selja Suarez og fá í staðinn mörk, stoðsendingar og óútreiknanleika með þeim Lallana, Lambert, Markovic og öðrum til? Það gæti gengið. Það gæti líka verið nauðsynleg taktík í sumar vegna skorts á augljósri súperstjörnu.

    Svo er það þriðji kosturinn sem FSG hafa alveg sýnt að þeir eiga til: þeir gætu ákveðið að bíða með að kaupa súperstjörnuna þar til sá maður finnst. Ef það þýðir að enginn beinn staðgengill kemur inn í sumar verður svo að vera. Þetta hafa þeir gert áður. Það yrði svakalega strembin niðurstaða fyrir aðdáendahópinn en að vissu leyti skil ég að menn bíði með £40-60m punda þangað til rétti maðurinn finnst en að eyða slíku fé í Roberto Soldado eða Erik Lamela (sorrý Spursarar).

    Sjáum hvað gerist. Við skulum búa okkur undir langa viku þar sem við sjáum Luis Suarez í blaugrana-treyju Börsunga og Alexis Sanchez í Puma-treyju Arsenal en fáum höggin vonandi milduð með komu Lazar Markovic frá Benfica. Svo skulum við sjá hvaða ása stjórnin hefur uppí erminni næstu vikurnar.

    Ég held mig allavega við mína árlegu möntru: það er bannað að panikka fyrr en 1. september.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close