Latest stories

  • Opinn þráður – Spennandi sóknarlína, vesen í vörninni.

    Tökum að handahófi helstu punkta tengdum Liverpool, það var leikur í nótt og ennþá er töluvert að gera á leikmannamarkaðnum, mest þó hvað varðar leikmenn á útleið í tilviki okkar manna.

    Divock Origi

    Ég var bara hálfpartinn að grínast í nótt þegar ég sagði að byrjunarliðið fyrir mér væri Origi og 10 aðrir. Hann kom inná í hálfleik í gegn AC Milan og gjörbreytti leiknum. Jurgen Klopp bara getur varla verið að leggja tímabilið upp með Daniel Sturridge sem sinn mikilvægasta leikmann, þú byggir liðið upp í kringum þá sem skora mörkin og því miður er ekki hægt að leggja svo mikið undir á Sturridge. Auðvitað frábært að hafa Sturridge þegar hann er heill og gríðarlegur bónus fyrir liðið, hvað þá ef þeir geta spilað saman frammi, en ef Klopp hyggst leggja upp með bara einn sóknarmann held ég að Origi sé framtíðin, jafnvel núna strax á þessu tímabili. Origi hefur snerpuna og rúmlega það sem Sturridge hafði á sama aldri en hefur aðeins tapað núna í kjölfar meiðslavandræða sem hafa plagað hann alla tíð.

    Jordan Henderson

    Emre Can spilaði ekkert í gær og í hans stað spilaði Henderson í því hlutverki sem líklegt er að Can gegni í vetur, aftasti miðjumaður. Fyrirliðinn spilaði 75 mínútur og sagði eftir leik að hann væri meiðslalaus og í besta formi sem hann hefði verið í langan tíma. Hann var sprækur í leiknum og ef hann meiðist ekki aftur er þetta bókstaflega eins og nýr leikmaður fyrir Klopp. Lofaði góðu í gær og maður þakkaði bara Roy Hodgson fyrir að hafa frekar treyst á Jack Wilshere fyrr í sumar.

    Adam Lallana

    Wijnaldum og Mané hafa gert það að verkum að Lallana hefur nánast gleymst í sumar. Hann spilaði á miðjunni í gær og ef hann á framtíð hjá Klopp er líklegast hún verði þar, a.m.k. á þessu tímabili. Af þremeningunum Lallana, Coutinho og Firmino er líklegast að Lallana fái hlutverk aftar á vellinum, eðlilega þar sem þetta er leikmaður sem er mjög vinnusamur, góður á boltann en skorar ekki nóg. Hann gæti svínvirkað á miðjunni með marga hraða/góða leikmenn fyrir framan sig.

    James Milner

    Mest óspennandi fréttir vikunnar voru á þá leið að Liverpool myndi mögulega ekki kaupa nýjan bakvörð heldur treysta frekar á Milner í því hlutverki. Hann byrjaði strax í gær sem vinstri bakvörður og því kannski eitthvað á bakvið þetta. Fyrir mér er þetta metnaðarleysi og mjög léleg vinnubrögð hjá félaginu, það getur ekki verið svona flókið að kaupa bakvörð sem veitir t.d. Moreno samkeppni. Fyrir utan að ef Milner á að vera back-up bakvörður ætti það mikið frekar að vera hægra megin enda er sú staða svipað þunnskipuð. Lýst í raun betur á það en að hafa hann sem byrjunarliðsmann á miðjunni.

    Jon Flanagan samþykki núna um helgina að fara á láni til Burnley á þessu tímabili sem er gott mál. Fyrir var búið að selja Brad Smith (og losna við Enrique). Joe Gomez meiddist aftur, það er 19 ára miðvörður að upplagi sem hefur verið meiddur í eitt ár þegar hann kemur aftur. Það er því fáránlegt að kaupa engan í staðin og ætla frekar að nota einn miðjumanninn sem back up. Mun ekki kaupa þetta fyrr en 1.sept.

    Sheyi Ojo

    Sumarið 2013 var Raheem Sterling (´94 módel) langmesta efnið hjá Liverpool, fyrsta mögulega stórstjarnan úr unglingastarfingu í mörg ár. Þá var einnig fylgst grant með Jordon Ibe (´95 módel) sem var engu minna efni og enn neðar Sheyi Ojo (´97 módel). Þrír leikmenn sem strax var nokkuð ljóst að myndu allir verða Úrvalsdeildarleikmenn, allir efni í stjörnur.
    (more…)

  • Liverpool 2 AC Milan 0

    Liverpool spilar næsta leik í Kaliforníutúrnum kl. 2 að íslenskum tíma í nótt. Mótherjarnir að þessu sinni eru hinir föllnu risar Evrópu, AC Milan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og einhverjum fleiri stöðum, þó sýnist mér að LFC Go sé ekki með hann vegna leyfismála í BNA.

    Byrjunarlið kvöldsins:

    Mignolet

    Alexander-Arnold – Lovren – Klavan – Milner

    Lallana – Henderson – Wijnaldum

    Mané – Sturridge – Coutinho

    Bekkur: Manninger, George, Clyne, Moreno, Wisdom, Stewart, Brannagan, Randall, Ojo, Firmino, Origi, Ings, Markovic.

    Það er rúmlega annað lið á bekknum þannig að ég myndi búast við einhverjum slatta af breytingum þegar líður á seinni hálfleikinn.

    Við uppfærum þessa færslu að leik loknum.


    Uppfært: Lokatölur urðu 2-0. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Fyrst skoraði Divock Origi með góðu skoti úr teignum og svo bætti Roberto Firmino öðru við eftir hraða sókn upp hægri kant og fyrirgjöf fyrir.

    Besti maður fyrri hálfleiks var Sadio Mané fannst mér, sá sem opnaði vörn Milan helst í tíðindalitlum hálfleik. Klopp gerði svo 6 breytingar í hléi og skipti restinni af liðinu út um miðjan seinni hálfleik og það var öllu beittari sóknarleikur á boðstólum eftir hlé. Bæði Firmino og Origi léku mjög vel sem og Sheyi Ojo fannst mér en hann kom inn um miðjan hálfleik.

    Fínn sigur. Nú eru það Rómverjar á aðfaranótt þriðjudags.

    YNWA

  • Opinn þráður – Karius meiddur

    Nýr markmaður var að mínu mati ein mikilvægasta staðan sem þurfti að styrkja fyrir þetta tímabil sem og var gert. Þetta má samt ekkert vera of jákvætt hjá okkur lengi, Loris Karius tókst auðvitað að brjóta bein við það að kýla Lovren um daginn og er floginn heim frá Bandaríkjunum og líklega á leið í aðgerð. Talað um að hann verði frá í um 10 vikur. Spilar því líklega ekkert fyrstu þrjá mánuði tímabilsins að minnsta kosti.

    Fari þetta bara í kolbölvað alveg. Mignolet verður því milli stanganna í byrjun næsta tímabils, enn og aftur.

    Læt annars twitter um rest:









  • Liverpool – Chelsea / Sakho alltaf of seinn

    Fyrsti leikur Klavan


    Eins og við var búist verður Liverpool ekki með fullmannað lið í nótt, Wijnaldum er t.a.m. ekki í hóp.

    Hann fór ekki með liðinu til LA þar sem hann varð eftir þar sem liðið er með æfingaasðtöðu sína í Stanford háskóla. Wijnaldum er þar ásamt Daniel Sturridge sem kom bara á til æfinga á föstudaginn eftir extra langt frí í kjölfar EM, pre-season í gangi hjá honum núna. Nathaniel Clyne varð einnig eftir en hann var stífur aftan í læri, hamstring veislan byrjar snemma. Christian Benteke og Divock Origi urðu einnig eftir eftir enda bara nýkomnir til æfinga. Matip er áfram meiddur og Sakho var sendur heim eins og áður segir. Það er svo búið að ganga frá sölum á Joe Allen og Brad Smith í þessari viku.

    Þannig að líklega sjáum við sama lið spila mun meira en í fyrstu æfingaleikjum tímabilsins þegar skipt var nánast öllum út í hálfleik. Milner kemur líklega í liðið fyrir Clyne og eins eru Lallana og Henderson í hóp og koma eitthvað við sögu.


    Það er Liverpool leikur í nótt, 3:30 að mig minnir, sjáum til hvað við fylgjumst með því.

    Annars var Klopp að útskýra afhverju Mamadou Sakho var sendur heim.

    Þetta er vægast sagt slæmt mál, við erum að tala um að 26 ára Sakho sé mjög líklega ennþá meiri jólasveinn heldur en Balotelli og þegar það er verið að senda þig heim úr æfingaferð er ljóst að framtíð hans er vægast sagt í mikilli hættu.

    Ótrúlegt vonbrigði að heyra af svona frá Sakho AF ÖLLUM MÖNNUM því hvort sem hann gerði eitthavð af sér eða ekki þá riðlaði fjarvera hans undir lok síðasta tímabils miklu á lokakaflanum í mjög mikilvægum leikjum. Klopp er vægðarlaus, hann er frægur fyrir það og sýnir það t.a.m. með því að senda hann heim. Hann mun einnig gera það um leið og eitthvað lið sýnir Sakho áhuga.

    Því er nú ver og miður.

  • Hver er Georginio Wijnaldum?

    Newcastle var ekkert að kaupa óþekktan ungling af meginlandi Evrópu þegar þeir lönduðu Georginio Wijnaldum síðasta sumar. Þetta er nafn sem knattspyrnuheimurinn hefur fylgst með í að verða áratug. Miðað við þau félög sem hafa verið orðið við Wijnaldum í gegnum tíðina kom mjög á óvart að hann skildi fara til Newcastle síðsta sumar. Þessi félagsskipti voru hinsvegar ekki svo óvænt ef saga Wijnaldum er skoðuð nánar.


    (more…)

  • Brad Smith til Bournemouth?

    Samningurinn sem gerður var við Brad Smith í nóvember virðist ætla að verða fjandi góður. Fréttir kvöldsins herma að Liverpool hafi í dag tekið £6m boði Bournemouth. Já £6m.

    Þeir hafa áður keypt Jordon Ibe á £15m.

    Að því sögðu held ég að þeir geti báðir sprungið út undir stjórn Eddie Howe. Smith fékk ótrúlega lítið að spila þrátt fyrir að Liverpool hafi aðeins haft einn vinstri bakvörð, þetta er því frábært verð fyrir hann en á móti líklega staðfesting þess að nýr vinstri bakvörður verður keyptur áður en glugganum lokar.

  • Allen til Stoke? Flanagan á láni til Burnley?

    Það var nóg að gera yfir Huddersfield leiknum við það að fylgjast með fréttum tengdum Liverpool. Helst þá er varða Joe Allen, Jon Flanagan og Wijnaldum.


    Joe Allen – Fréttir kvöldsins herma að Liverpool hafði samþykkt £13m tilboð frá Stoke City í dag.

    Gott mál að mínu mati, Allen spilaði samtals 754 mínútur í deildinni á síðasta tímabili sem er örlítið meira en hann spilaði með Wales á EM í sumar. Það í Liverpool liði sem var í vandræðum á miðjunni og í einhverju mesta leikjaálagi í sögu félagsins. Hann er því nokkuð augljóslega ekki í plönum Klopp. Eins hjálpar honum líklega ekki að hafa skorað fjögur mörk í 89 deildarleikjum á ferli sínum hjá Liverpool.

    £13m er mjög fínn peningur fyrir Allen sem á eitt ár eftir af samningi sem hann vill ekki framlengja nema gegn loforði um að hann muni spila meira. Hann hefur frá því hann kom til Liverpool verði skólarbókardæmi um meðalmennsku miðjumann. Ég veit að hann á sér marga aðdáendur núna og stóð sig mjög vel á EM. Þetta er ekkert lélegur leikmaður en hjá Liverpool hefur hann litlu sem engu bætt við liðið í að verða fimm ár og gjörsamlega alltaf þegar hann hefur náð að spila nokkra leiki ágætlega meiðist hann. Meiðslasaga hans hefur ekki farið eins hátt og hjá öðrum leikmönnum þar sem vanalega er lítil sem engin eftirspurn eftir því að hafa hann í byrjunarliðinu.

    (more…)

  • Huddersfield 0 Liverpool 2

    Liverpool leikur við Huddersfield kl. 18:45 í kvöld að íslenskum tíma.

    Þetta er byrjunarlið Liverpool:

    Karius

    Randall – Lovren – Lucas – Moreno

    Grujic – Stewart – Ejaria

    Mané – Firmino – Coutinho

    Bekkurinn er fámennari í kvöld en undanfarið: George, Wisdom, Kent, Alexander-Arnold, Woodburn, Ings, Markovic.

    Við uppfærum eftir leik með úrslitunum.


    Leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool. Marko Grujic skoraði fyrra markið um miðjan fyrri hálfleik og Alberto Moreno bætti því síðara við undir lokin úr vítaspyrnu. Í fyrri hálfleik misnotaði Phil Coutinho víti og þá var löglegt mark dæmt af Sadio Mané. Seinni hálfleikur var svo leiðinlegur að ég hætti að horfa lengst af.

    Varamennirnir komu allir inná í hálfleik nema markvörðurinn ungi, Gordon, en hann fékk að spila sem framherji (!!) í hálftíma þegar Lucas Leiva tognaði aftan í læri. Vonandi er það ekki alvarlegt hjá vini mínum Lucas.

    Þá sögðu allir fréttamiðlar frá því í kvöld að félagið hefur tekið 13m punda tilboði Stoke City í Joe Allen. Hann er því næsta víst á förum frá félaginu í sumar, eins og okkur hefur lengi grunað.

  • Ragnar Klavan til Liverpool (staðfest)!

    Liverpool hefur keypt … varnarmann! Sá heitir Ragnar Klavan og er þrítugur fyrirliði eistneska landsliðsins. Hann kemur frá Augsburg, en hann mætti Liverpool einmitt með þýska liðinu í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Klavan er örfættur og spilar í miðri vörn en getur líka spilað vinstri bakvörð.

    Eins og sést á myndinni verður Klavan í treyju nr. 17 í vetur. Við bjóðum hann velkominn til Liverpool!

    Slúðrið segir að Klopp sé á höttunum á eftir einum varnarmanni í viðbót, helst miðverði. Ég veit ekki hvað er til í því, ef Klavan er miðvörður þá fer hann í hópinn ásamt Lovren, Sakho, Matip og Joe Gomez og erfitt að sjá að við þurfum fleiri þar á bæ fyrir takmarkaða leiki á komandi leiktíð. En ef Klavan er fyrst og fremst hugsaður sem kóver fyrir miðvörð og bakvörð þá finnst mér það áhugaverðari fréttir. Það gæti þýtt að Alberto Moreno verði nr. 1 í vinstri bakverðinum í vetur eftir allt saman og að hann sé svo studdur í stöðunni af Klavan og Ben Smith (eða Ben Chilwell, sem er 19 ára).

    Veit ekki hvað mér finnst um það, ekki nema Klavan sé óvænt hörkugóður bakvörður.

    Allavega, við dæmum kauða þegar við sjáum hvar Klopp spilar honum og hvernig hann stendur sig.

    Að lokum sendum við hlýjar hugsanir til Ragga Sig í dag. Vonandi keypti Klopp ekki rangan Ragnar í sumar …

  • Hverjum ógnar Wijnaldum?

    Fari svo að Liverpool kaupi Wijnaldum er áhugavert að rýna í það hvaða núverandi leikmönnum liðsins hann kemur til með að ógna? Það er ljóst að fyrir hvern einasta nýja leikmann sem kemur inn í sumar fer annar út, ekki endilega í sömu stöðu en oftast.

    Wijnaldum er reyndar mjög fjölhæfur leikmaður en hans besta staða er klárlega sú sama og hentar einnig Coutinho, Firmino, Lallana og Markovic best. Þar spilaði hann 14 leiki í fyrra og skoraði 3 mörk. Rétt eins og Coutinho hefur hann einnig spilað mikið sem réttfættur vinstri kantmaður, þar spilaði hann 19 leiki í fyrra hjá Newcastle og skoraði 8 mörk. Vonandi er hann ekki að koma inn fyrir Coutinho en leikjum Milner á hægri kantinum gæti fækkað verulega spái ég með komu Wijnaldum enda getur Hollendingurinn leyst þá stöðu vel rétt eins og Mané, hin stóru kaup sumarsins. Það er því nokkuð ljóst að Klopp horfði (réttilega) á hægri kantinn sem stöðu sem hægt væri að bæta, þrátt fyrir ágæta tölfræði hins sívinnandi Milner. Gleymum ekki að Ibe spilaði einnig helling af mínútum.

    Margir vilja meina að úr því fókusinn fór á Wijnaldum eftir að Piotr Zieli?ski datt út úr myndinni þá sé verið að kaupa hann sem miðjumann. Hvorugur þeirra er miðjumaður að upplagi nema þá sem fremsti maður og því erfitt að meta nákvæmlega hvað það er sem Klopp er að leita eftir. Wijnaldum spilaði aðeins þrjá leiki í fyrra á miðri miðjunni. Ekki að það sé endilega mælikvarði á það hvort hann geti leyst þá stöðu, McClaren var ekkert með þetta á hreinu síðasta vetur frekar en annað er viðkom stjórunum á Newcastle liðinu.

    Eitt er alveg á tæru og það er að bæði Mané og Wijnaldum skila mikið fleiri mörkum en menn eins og Henderson, Milner og Lallana. Þeir búa yfir mikið meiri hraða og krafti en þessir þrír sem hingað til hafa verið lykilmenn í liðinu. Veit hinsvegar ekki með vinnusemina.

    Sterkasta byrjunarlið Liverpool held ég að innihaldi alltaf Can, Sturridge, Coutinho og Firmino þegar allir eru heilir. Reyndar myndi ég setja Henderson með í þann hóp en líklega er Wijnaldum ógn við Englendingana þrjá fyrst og fremst. Joe Allen gæti verið með í þeim hópi en hann hefur nú varla verið lykilmaður Liverpool undanfarið.

    Auðvitað er Klopp ekkert búinn að negla niður byrjunarlið fyrir næsta tímabil, meiðsli, form og annað munu hafa sitt að segja þar en eins og við sáum 2013/2014 er alveg svigrúm fyrir því að spila nánast sama liðinu leik eftir leik þegar álagið er lítið og meiðslalistinn ekki endalaus. Með því að nota útilokunaraðferðina er því áhugavert að stilla upp liðinu.

    Karius

    Clyne – Matip – Lovren – Moreno

    Henderson – Can

    Mané – Firmino – Coutinho

    Sturridge

    Sama hvernig ég hugsa þetta sé ég ekki Wijnaldum taka stöðu fyrirliðans ef hann er heill og ef hann gerir það erum við að tala um ansi sókndjarft lið á pappír, of sókndjarft. Eins vona ég að með þessum kaupum sé ekki verið að undirbúa brottför Coutinho sem ég útiloka þó ekki fyrr en 1.september. Vonandi erum við frekar að kaupa Wijnaldum og Mané í staðin fyrir Ibe og Markovic til að styrkja liðið á vængjunum. Ef það er ástæðan fyrir því að Liverpool er á eftir Wijnaldum er ég mjög sáttur við þessi kaup. Ef hann er lausn okkar á miðjunni og sá sem á að kepp við Can og Henderson um stöðu er ég enganvegin sannfærður.

    Helsta vandamál Liverpool er að mínu mati að okkur vantar mjög góðan miðjumann, mér lýst mjög vel á Wijnaldum sem leikmann og held að hann myndi styrkja hópinn hjá Liverpool mikið en ég bara sé hann ekki sem neina lausn við þeim vanda sem var á miðri miðjunni í fyrra, ekki frekar en Zielinksi reyndar. Þarna treysti ég hinsvegar Klopp vel til að vita hvað hann er að gera og mæli eindregið með grein Paul Tomkins um það afhverju við vildum Klopp til Liverpool.

    Wijnaldum spilaði eitt ár í ensku deildinni og þar áður hafði maður séð honum bregða fyrir í landsliðinu eða Evrópukeppninni, oftast í leikjum sem maður horfði aldrei á, sá bara það helsta úr leikjunum. Fyrir mér virkar þetta eins og nýr kantmaður frekar en miðjumaður en ég verð seint sakaður um að vera sérfróður um þennan leikmann. Vara þó við því búast við miðjumanni sem skoraði 11 mörk á síðasta tímabili, það er ekki rétt, hann skoraði þessi mörk spilandi nákvæmlega sama hlutverk og Coutinho gerði hjá Liverpool (og skoraði svipað).

    Liverpool hefur í raun ekki verið orðað við neinn eiginlegan miðjumann í sumar fyrir utan Dahoud.

    Þeru vangaveltur sem eru settar í loftið áður en staðfest er að Liverpool hafi boðið í leikmanninn, helstu fréttir herma þó að vonast sé eftir að klára þessi leikmannakaup í þessari viku, áður en liðið fer í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close