KOP.is

  • Heim
  • Reglur
  • Podcast
  • Leikskýrslur
  • Twitter @kop_is
  • Liverpool-borg
  • Miðar á Anfield
Search

KOP.is

Menu
Search

Halldór Valgeirsson

Haukur stóri bróðir, 12 ára „Halldór? Veistu hvað er uppáhalds liðið mitt?“ Halldór 8 ára: „Um.. nei, jú, FH?“ Haukur stóri bróðir: „Nei, ekki íslenskt, heldur alvöru. Það er Liverpool. Það er besta lið í heimi“ Smá þögn. Haukur stóri bróðir: „Halldór, hvað er uppáhalds liðið þitt?“ Halldór: „Hm… Liverp…“ Og þarna var það komið. Óuppsegjanlegur samningur sálar minnar við myrkan heim knattspyrnunnar. Ég var kominn með uppáhalds lið. Það skyldi aldrei losna við mig og ég skyldi aldrei losna við það. Næstu ár fylgdist ég einstaka sinnum með fótbolta. Aðallega á vorin þegar það var komið að úrslitum bikarkeppninnar. Mér fannst svolítið eins og það væri árlegur leikur milli Liverpool og Everton. Og alltaf sigraði Liverpool. Ósigrandi. Um daginn fór ég í veiði, og fylgdist með bleikjunni eitt sinn elta fluguna mína og kok gleypti hana svo nálægt fætinum á mér. Það var svolítið eins og þegar ég kok gleypti í framlengingu bikarkeppninnar 1989, þann 20. maí, þegar Ian Rush skoraði fyrra markið sitt á 95. mínútu. Aldrei hafði ég séð jafn glæsilegt mark í beinni útsendingu. Ég mun aldrei geta þakkað Stuart McCall nógu innilega fyrir jöfnunarmörkin sín gegn Liverpool, því án þeirra hefði Ian Rush aldrei gefið mér þessi fallegu augnablik þegar hann kom okkur yfir og að lokum tryggði okkur sigur. Eftir þennan leik var innilega aldrei aftur snúið. Haukur stóri bróðir, 14 ára: „Halldór? Veistu hvað er uppáhalds hljómsveitin mín?“ Halldór, 10 ára: „Um.. nei, jú, Duran Duran?“ Haukur stóri bróðir: „Nei bjálfinn þinn, það er Depeche Mode, það er besta hljómsveit í heimi!“ Smá þögn. Haukur stóri bróðir: „Halldór, hvað er uppáhalds hljómsveitin þín?“ Halldór: „Hmm.. Depe…“ Og þarna kom óuppsegjanlegur samningur minn númer tvö. Kominn með uppáhalds hljómsveit. Aldrei skyldi Depeche Mode losna við mig og aldrei ég við Depeche Mode. Það var því með skemmtilegri stundum lífs míns þegar ég sat í Kop stúkunni með Bjössa mági mínum, 4. desember 2013 og söng með mörgþúsund manns: „I just can‘t get enough, I just can‘t get enough, Luis Suarez!“ og fagnaði innilega með þeim á öllum á 15., 29., 35. og 74. mínútu. Ég hef verið heppinn með ferðir mínar á Anfield, því ég fékk einnig að finna þytinn af knettinum þegar hann söng í netinu gegn Middlesborough á 51. mínútu 30. apríl 2004, þegar Gerrard skoraði eitt sitt allra fallegasta mark. Í janúar 1994 í sálfræðitíma í MH. Ókunnugur drengur settist við hliðina á Halldóri og sagði: „Ég heiti Maggi, hvað heitir þú?“ Halldór: „Halldór, en þú?“ Ókunnugi drengurinn: „Maggi.. en hvað er uppáhalds fótboltaliðið þitt?“ Halldór, sem kannaðist við spurninguna frá því hann var 8 ára, og kunni rétta svarið: „Liverp..“ Og þar með var óuppsegjanlegi samningur númer 3 orðin að veruleika. Halldór svaraði rétt og stóðst persónuleikaprófið. Maggi og Halldór skyldu verða Liverpool áhangendur saman um ókomna tíð. Maðurinn sem dró mig á minn fyrsta leik á Anfield gegn Steaua Bucharest og dró mig inn á ritvöllinn á liverpool.is undir nafninu Biscant. Síðar, þegar Maggi var steggjaður fyrir brúðkaupið sitt, þá lét ég tattúvera Magga í þakkarskyni fyrir þetta allt. Þetta er hann Halldór. Vatnsberi frá árinu 1976. Kvæntur, þriggja barna faðir, fastur við Liverpool, Depeche Mode og Magga.

Latest stories

  • Liverpool 4 – 0 Manchester United

    19.04.2022, 20:54 36 Comments

    Read More

  • Byrjunarliðin Liverpool – Manchester United

    19.04.2022, 18:07 31 Comments

    Read More

  • Liverpool 1 – 0 West Ham

    05.03.2022, 19:24 37 Comments

    Read More

  • Byrjunarliðin hjá Liverpool og West Ham

    05.03.2022, 16:38 26 Comments

    Read More

  • Liverpool 3 – 1 Norwich

    19.02.2022, 16:50 31 Comments

    Read More

  • Byrjunarliðin á Anfield – Liverpool gegn Norwich

    19.02.2022, 14:09 32 Comments

    Read More

  • Crystal Palace 1 – 3 Liverpool

    23.01.2022, 15:57 30 Comments

    Read More

  • West Ham 3 – 2 Liverpool

    07.11.2021, 18:33 39 Comments

    Read More

  • Byrjunarliðið gegn West Ham

    07.11.2021, 15:38 49 Comments

    Read More

  • Upphitun: Liverpool heimsækir Watford

    15.10.2021, 14:37 9 Comments

    Read More

  • Liverpool 3 – 0 Crystal Palace

    18.09.2021, 15:52 29 Comments

    Read More

  • Byrjunarliðið gegn Crystal Palace

    18.09.2021, 13:09 33 Comments

    Read More

  • Liverpool 1 – 1 Chelsea

    28.08.2021, 18:26 43 Comments

    Read More

  • Byrjunarliðið: Liverpool vs Chelsea

    28.08.2021, 15:49 23 Comments

    Read More

Nýjustu athugasemdir

  • Jeffreycourb on Gullkastið – Hvað Næst?????? ????????? ???????? ? ?????? ??? ??…
  • Michaelcyday on Gullkastið – Hvað Næst?????????? ????? ? ?????? ??????! ??? ???…
  • Kalli on Gullkastið – Hvað Næst?Fannst ég eiginlega verða að svara þessu…
  • Magnús Viðar Skúlason on Gullkastið – Hvað Næst?Þetta sem þú ert að lýsa þarna er eitthv…

Næsti leikur og tölfræði

Kop.is

    Um Síðuna

    Ritstjórn:
    Einar Matthías | SSteinn | Maggi

    Bloggarar:
    Eyþór | Óli Haukur | Daníel | | Hannes | Ingimar |

    Auglýsingar:
    Auglýsingar á Kop.is

    Stofnendur:
    Einar Örn | Kristján Atli

Eldri færslur

Flokkar

Tenglar

  • Anfield Wrap
  • BBC Football
  • Fótbolti.net
  • Leikjaprógram
  • LFC Globe
  • LFC History
  • Liverpool Echo
  • Liverpool.is
  • LiverpoolFC.tv
  • Meiðslalisti
  • Rousing The Kop
  • SkySports
  • Stuðningsmenn Liverpool FC á Facebook
  • The Guardian
  • This Is Anfield
  • Tomkins Times
  • WhoScored

Nýjustu Færslur

  • Gullkastið – Hvað Næst?
  • Trent fer í sumar (Staðfest)
  • Chelsea 3 – 1 Liverpool
  • Byrjunarliðið gegn Chelsea: Endo og Quansah byrja
  • Merseyside derby á Anfield hjá kvennaliðinu
  • Chelsea á morgun
  • Magnaður Englandsmeistaratitill Liverpool
  • GULLKASTIÐ – LIVERPOOL ENGLANDSMEISTARAR
  • Liverpool – Tottenham 5-1 – LIVERPOOL ER ENSKUR MEISTARI 2024/25!!
  • Liðið til að klára þetta

Stjórntæki

  • Log in
  • Entries RSS
  • Comments RSS
  • WordPress.org
Facebook
Facebook
fb-share-icon
Twitter
Visit Us
Follow Me

kop.is

© 2019 KOP.is

Back to Top
Close
  • Heim
  • Reglur
  • Podcast
  • Leikskýrslur
  • Twitter @kop_is
  • Liverpool-borg
  • Miðar á Anfield