48 klukkustundir (uppfært)

Jæja, þá eru 48 klukkustundir eftir af félagaskiptaglugganum. Enn vitum við ekkert meira en við vissum fyrir einni viku.

Independent segja [frá því að Liverpool hafi boðið officially í Michael Owen](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/article309042.ece). Þeir reyna ekki einu sinni að giska á hversu hátt það tilboð er.

Michael Owen fundaði með Rafael Benitez í dag [samkvæmt BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4195682.stm). Vandamálið er náttúrulega að Liverpool vilja ekki borga nærri því jafn mikið og Newcastle. En þetta gæti þó leyst á farsælan hátt fyrir Liverpool. Við sáum hvað gerðist með Milan Baros. Hann vildi fara til liðs, sem vildi borga minni pening en önnur lið, og það varð raunin. Owen vill núna fara til liðs, sem vill borga minni pening. Vonandi fær hann sínu framgengt.

En Owen á [einnig í viðræðum við Newcastle](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1558719,00.html), sem eru algjörlega desperate að fá Owen í sínar raðir og eru einhvern veginn sannfærðir um að hann muni leysa öll þeirra vandamál og finna lækningu við alnæmi í leiðinni.


Hvað varðar Djibril Cisse, þá virðast málin vera ennþá óskýrari. Marseille segjast hafa [misst áhugann á honum](http://www.wldcup.com/news/2005Aug/20050829_31810_world_soccer.html) og einhverjir halda því fram að hann verðið lánaður til Monaco yfir tímabilið, sem hljómar einsog hreinasta sturlun í mínum eyrum. Lyon voru að kaupa brasilískan framherja, þannig að þeir hafa varla mikinn áhuga.

Einnig kom það fram á einhverjum síðum í dag að Tottenham hafi boðið í Cisse, en því tilboði verið hafnað. Það eru sennilega bara sögur, því ekkert hefur borist frá Liverpool varðandi boð í Cisse, sem hafi verið hafnað.


Annars virðist lítið heyrast af varnarmönnum eða hægri kantmönnum. Ekkert hefur heyrst af varnarmönnunum, sem Rafa talaði um í síðustu viku og svo hefur nafn [Hasan Salihamidzic ekkert heyrst](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/17/08.16.22/) frá því að við vorum fyrst orðaðir við hann. Nolberto Solano sagan virðist líka hafa dáið.

Varðandi Wilfred Bouma, sem við [fjölluðum um](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/29/11.14.55/), þá virðist Sky halda að hann sé [á leiðinni til Aston Villa](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=302489&lid=2&cpid=8&title=Villa+line+up+Bouma+deal&channel=football_home).

Þannig að í rauninni vitum við ekkert hvað er að fara að gerast.

Ég þori varla að spá. Ég er ekki 100% viss um neitt í þessu. Ég er svona 50-50 á því að Owen komi og Cisse fari og það sama má segja um nýjan varnarmann. Þó er ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af því að það komi enginn hægri kantmaður.

En verður maður ekki bara að draga andann djúpt og bíða. 2 sólarhringar eru nú ekkert sérstaklega lengi að líða.+


**Uppfært (EÖE):** Chris Bascombe segir að [Solano sé enn möguleiki](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15910574%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dgo%2din%2dfor%2dowen%2d%2d%2dfinally-name_page.html)

6 Comments

  1. Ég er orðinn alveg fáranlega spenntur! Ég vona bara að ég sé ekki orðinn svona spenntur fyrir ekki neinu!! 😯

    Eina ástæðan fyrir því að ég get farið að sofa núna er að ég ímynda mér að það gerist varla mikið í þessum málum í nótt, svo ég get líklega hætt að flakka á milli allra fótboltasíðna sem ég veit um! :confused: 😉

  2. Ég er eiginlega búinn að gefa upp á bátinn að hægri vængmaður komi til okkar. Það að fjölmiðlar hafi ekki einu sinni eitt nafn til að slúðra um þegar 36klst eru eftir af glugganum þýðir að það er ekkert að gerast.

    Hvað Owen varðar, þá er ég orðinn nokkuð viss um að hann komi til okkar. Verð allavega hissa ef það gerist ekki, miðað við frétt BBC. Grunar að við gætum fengið staðfestingu á því seinna í dag.

    Hvað Cissé varðar, þá held ég að eina liðið sem hafi efni á honum – Lyon – muni ekki kaupa hann eftir að þeir keyptu Fred frá Brasilíu, og því ætti ég að geta andað léttar í bili… ég ætti að geta það, en ég held enn niðrí mér andanum fram til 1. sept. 🙂

    Hins vegar er ég enn vongóður að við kaupum miðvörð fyrir miðnætti á morgun … bara, ekki spyrja mig hvað sá miðvörður heitir. Það hef ég ekki hugmynd um.

    Ég finn það á mér að ég verð stressaður þangað til 1. sept rennur upp…

  3. hversu absúrd er það að maður þurfi að bíða með endur í hálsinum eftir því að liverpool, evrópumeistararnir, nái að krúnka saman aurum til að kaupa leikmenn? var ekki talað um gull og græna skóga til leikmannakaupa fyrir nokkrum mánuðum síðan?

    ég skil þetta illa.

  4. Svona verður þetta:
    Owen kemur til okkar við mikinn fögnuð okkar, og þegar að glugganum er lokað mun Rafa segja að hann vilji frekar treysta á okkar hóp eins og hann er núna en að kaupa miðlungsmenn í þessar tvær stöður sem átti að bæta, og vill frekar bíða þar til í janúar með að fylla þau skörð.
    Og við munum að sjálfsögðu styðja Rafa í þerri gáfulegu áhvörðun. 😉

  5. Já ég er sammála. Ég verð fyrir gríðarlegum vonbrigðum ef getum ekki náð í Owen til baka og að hann þurfi að spila í kr-búning er náttúrulega bara SKANDALL!

Bouma?

Owen til …. NEWCASTLE! (staðfest) (uppfært x2)