Man.City á morgun

Já það er skammt stórra högga á milli hjá okkar mönnum, tímabilið byrjað svo ekki verður um villst. Leikirnir koma ótt og títt og þannig vill maður hafa þetta. Ekkert hálfkák, bara fulla ferð, allt í botn. Maður sá það strax og leikjalistinn var gefinn út að fyrstu 5 leikir okkar manna í deild, myndu segja mikið til um hvernig tímabilið myndi verða hjá okkur. Við erum búnir með einn af þessum 5 og vorum við þar óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. Ég var að vonast eftir 11 stigum út úr þessum 5 leikjum, og við erum komnir með eitt í hús. Við erum líklegast að mæta Man.City á næst besta tímapunkti tímabilsins. Best hefði verið að mæta þeim í fyrstu umferðinni, en þó svo að maður hafi ekki hugmynd um það hvernig leikurinn á morgun muni þróast, þá verður að segjast eins og er að þeir eru búnir að vera að hringla mikið með mannskap sinn og því ættu strengir ekki að vera fullkomlega stilltir hjá þeim.

Þetta mikla kaupæði hjá City hefur gert það að verkum að þeir ættu að teljast sem eitt af liðunum sem berst um titilinn. Ég er á því að þeir hefðu hvort eð er verið taldir í þeim hópi, þrátt fyrir að hafa ekki farið út í mannabreytingarnar í sumar. Fannst þeir vera að eflast mikið undir lok síðasta tímabils og held því að þeir taki núna eitt skref tilbaka áður en þeir fara að sýna styrk sinn. Í rauninni finnst mér þeir hafa styrkt liðið sitt ótrúlega lítið í sumar, þrátt fyrir allar þessar breytingar. David Silva finnst mér vera stærsta málið þeirra, en þeir hafa svo fengið Boateng í vörnina sem ég myndi telja mjög sterka viðbót. Balotelli inn og Bellamy út, ég er efins þar, en reyndar mun fleiri ár eftir í þeim fyrrnefnda, og svo Milner vs. Ireland, sem ég álít ekkert svo svaðalega styrkingu, allavega ekkert í námunda við mismuninn á kaupverði þeirra tveggja. Svo bæta þeir við sig Jæja Toure, leikmannakaup sem ég bara gjörsamlega skil engan veginn. Hvernig sá leikmaður hefur getað farið á 28 milljónir punda og orðið launahæstur í ensku deildinni er bara beyond believe. Mér hefur ávallt fundist hann la la leikmaður, en enginn heimsklassa maður. Og fyrir voru City með marga fína varnartengiliði, Barry, De Jong, Kompany og svo Vieira. Bara næ þessu ekki hjá þeim.

En hvað um það, City eiga líklegast stærsta og dýrasta hópinn á Englandi, en það spila bara 11 inná í einu. Yfir heilt tímabil, þá getur verið ferlega gott að vera með stóran og breiðan hóp gæða knattspyrnumanna, en hann hefur minnsta þýðingu í upphafi tímabilsins. Þess vegna er það mín von og trú að við getum nælt okkur í heil þrjú stig á þessum erfiða útivelli akkúrat núna. Hefði minni trú á því, jahh í mars, apríl t.d. En það skal ekki farið í felur með það að þeir hafa einstaklega hæfileikaríka einstaklinga innan síns liðs. Tevez er t.d. að mínum dómi einn allra sterkasti leikmaður ensku deildarinnar. Það verður enginn viðvaningur í neinni stöðu hjá þeim og þetta eru allt virkilega góðir leikmenn, meira að segja Lescott, þó hann eigi tilkall til titilsins “whatthefuckerumennsnargeðveikiraðborgasvonamikiðfyrirþessigæði”. En hvað um það, að alvöru málsins, okkar mönnum.

Mikið var ég glaður að sjá að við munum ekki selja neinn leikmann til Inter þetta árið, gríðarlega ánægður. Það þýðir að Dirk fer ekki fet, og líkurnar á að Javier fari minnka alveg um helming. Joe Cole er kominn í leikbann og tekur út fyrsta leik sinn af þremur. Svo er talið vafamál hvort Daniel Agger verði búinn að jafna sig eftir heilahristinginn sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal. Það er víst búið að vera Groundhog Day hjá honum síðan, man varla neitt og spurning um að einhver hvísli því bara að honum að hann sé Messi og spörum okkur stóran pening í kaupum á honum.

Ég reikna með að Reina haldi sæti sínu í markinu, já veit að margir eru undrandi á þessu, en ég hef tröllatrú á þessum markverði. Glen kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna og þeir Carra og Skrtel verða svo í miðvarðarparinu. Aurelio heldur þá væntanlega sæti sínu vinstra megin, ef Agger er ennþá frá. Kuyt kemur inn á hægri kantinn og við verðum með Milan á þeim vinstri. Þá kemur stóra spurningin. Hvað mun Roy gera varðandi miðjuna. Búið að lána Alberto til Juventus, þannig að ekki kemur hann í holuna. Cole eins og áður sagði í banni og ég efast um að Pacheco verði treyst í þennan stóra leik. Auðvitað hefði maður helst kosið að sjá bara Maxi hægra megin og Kuyt hreinlega fyrir aftan fremsta mann, en ég held að okkur verði ekki að ósk okkar. Held að Stevie verði settur í holuna og við verðum með 2 varnartengiliði. Ég ætla því að tippa á að Poulsen og Javier verði saman á miðjunni. Er sjálfur ekki hrifinn af því, en held að þetta verði svona. Svo er bara spurning hvort hann treysti Fernando til að byrja leikinn, eða hvort hann byrji með Ngog. Ég ætla að giska á að sá síðarnefndi hefji leik. Svona spái ég því liðinu:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Poulsen
Kuyt – Gerrard – Jovanovic
Ngog

Bekkurinn: Jones, Kelly, Kyrgiakos, Lucas, Babel, Maxi og Torres

Nú þurfum við bara að hefja tímabilið formlega. Sjálfstraust og skilaboð yrðu mikil og afdráttarlaus ef sigur ynnist. Ég vil sjá menn algjörlega spólandi vitlausa í þessum leik, berjast um hvern einasta djöfulsins bolta, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu. Við virðumst vera að halda öllum okkar helstu leikmönnum þetta tímabilið og við viljum sýna það að sá leikmannahópur sem við erum með, sé alveg nógu góður til að geta barist á toppi deildarinnar. Hvernig gera menn það? Jú með því að sýna passion, berjast fyrir rauðu treyjuna, alveg sama í hvaða landi þú fæddist, þú berst fyrir þetta félag, PUNKTUR. Þetta er stutt ferðalag yfir til borgarinnar sem enginn vill vera í of lengi, en bara í Fowlers bænum, þegar þið farið þaðan kæru leikmenn, troðið þessum 3 stigum niður í æfingatöskurnar og rennið fyrir (ekki opna fyrr en komið er í Mekka knattspyrnunnar, Liverpool borgar.

Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að við munum sýna klærnar í leiknum, við verðum fullir eldmóðs og vinnum þennan leik. Eigum við ekki að segja að hann endi 1-2, Stevie setur hann úr víti og Jovanovic setur hitt. Tevez mun ýta einum screamer inn fyrir þá.

Allir klárir í bátana?

58 Comments

  1. Shitty spiluðu með þrjá varnarsinnað miðjumenn í fyrsta leiknum í deildinni.. Held að SSteinn reynist sannspár með liði okkar, tveir varnarsinnaðir miðjumenn. Finn lykt af steindauðu 0-0 jafntefli. En vona að Ngog laumi inn einu eða að Gerrard kenni Teves að skora screamer! 0-1.

  2. Flott upphitun fyrir leikinn, og mikð er ég sammála þessu með Jæja toure eða hvað hann nú heitir kaupum hjá City, skil þau illa. Fínn leikmaður en að hann sé það svakalega betri en aðrir varnartengiliðir að hann verðskuldi að vera launahæsti leikmaður deildarinnar, það er óskiljanlegt!
    Varðandi liðið þá vona ég svo innilega að Gerrard og Mash verði á miðjunni eins og á móti Arsenal og að Babel eða Paceho fái sjéns í byrjunarliðinu, ætla reyndar að tippa á Babel á vænginn eða í holuna. Held að Torres byrji á bekknum. Jafntefli væri fínt en verður maður ekki að tippa á 0-1 sigur og að Torres setji hann á 79 mínútu.

  3. Reina

    Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

    Mascherano – Gerrard
    Kuyt – Jovanovic – Maxi
    Ngog

    Ég ætla að giska á þetta byrjunarlið.. En auðvitað Agger inn fyrir Aurelio og Torres in fyrir Ngog ef þeir eru tilbúnir.
    Og veistu ég spái líka 1-2 fyrir okkar mönnum! Gerrard og Kuyt með okkar mörk, en Teves fyrir þá.

    YNWA!!

  4. Reina

    Johnson – Carra – Skrtel – Aurelio

    Mascherano – Gerrard
    Kuyt – Jovanovic – Maxi

    Ngog

    átti þetta nú að vera:)

  5. Gæti Roy ekki líka bara farið í 4-4-2 með Gerrard og Mashc á miðjunni, Jova á vinstri og Kuyt á hægri og svo Torres ásamt N’gog/Babel frammi?

  6. sammála grétari Torres hlýtur að vera tilbúinn.

    spái þessu 6-0 fyrir okkur(til að vera í stíl við hina)

  7. Þetta er rétti tíminn til að vinna Man City þarsem þeir eru ekki búinn að gera liðsheild sem Liverpool hefur svo ég held að leikurinn fari 2-0

  8. Vona að N’gog byrji inná og hann springi út með 2 mörk í 0-2 sigri, þetta verður flottur leikur !

  9. Liðið verður svona. Reina – Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio – Mascherano – Poulsen – Kuyt – Gerrard – Milan – og svo frammi Torres.

  10. Sælir félagar.

    Takk fyrir góða upphitun SSteinn og ég hefi útaf fyrir sig engu við að bæta. Er semsagt sammála í einu og öllu. Enda ekki enn kominn sá tími að við stuðningsmenn förum að rífast um leikmenn og framlag þeirra. Vonandi verður gengið með þeim hætti að við gerum ekki annað en rífast um hver var bestur en ekki hver var verstur

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Ég ætla að panta af matseðli eitt stykki snælduvitlausan Steven Gerrard. Hann má vera aðeins og seinn í nokkrar tæklingar með takkana á móti í 50-50 boltum og að hann setji eitt stykki þrumufleyg frá 40 metra færi. Mér finnst svolítið langt síðan hann smellti einni bombu inn. Ef svo er ekki má einhver minna mig á það.

    Torres hlítur að byrja þennan leik þannig ég ætla að spá 3-1 sigri okkar manna.

  12. Fín upphitun að vanda, en ég vil benda á að Boateng verður ekki í liði Man City eftir árekstur við veitingavagn um borð í flugvél.

    Er að reyna að passa mig á að detta ekki í of mikla bjartsýni og ætla því að spá jafntefli í þessum leik enda tel ég að 1 stig úr útileik gegn stjörnum prýddu liði City manna verði að teljast ágæt úrslit svona fyrirfram.

  13. Ég vill fara að sjá 2 framherja uppí á top. Langþreyttur á þessu 4-2-3-1 kerfi hans Benitez

  14. Væri til í að sjá Gerrard með Masch á miðjunni og Babel í holunni. Finnst það vel þess virði að reyna það. Reikna svo með Torres uppi á toppi. Hann ætti að vera klár. Við klárum þetta 1-2, Torres og Babel með mörkin en Tevez minnkar þetta fyrir milljarðastrákana.

  15. Væri til í að hafa Aquilani núna. Hodgson talaði um að hann þyrfti að fá menn í staðinn sem hann selur, flokkast þetta undir sölu?

    Vona allavega að Torres byrji og skori. Vil einnig að Pacheco spili. Af hverju ekki? Það þarf að fara að henda honum í djúpu laugina. Minni en engar líkur á því held ég og held að Ssteini spái rétt fyrir um byrjunarliðið.

    Spái að lokum markalausu jafntefli.

  16. Nokkuð sammála upphituninni og held að byrjunarliðið sé hárrétt þar en !”#!”$! væri ég til í að hafa Aqua-man í holunni … er endalaust svektur með það mál alltsaman!!

    mín spá er 1-1 jafntefli þar sem miljarðarliðið liggur í sókna 79% af leiknum og RH leggur upp með mikinn varnarleik við okkar menn og reina svo að svara með skyndisóknum …

  17. Væri alveg til í að sjá Babel og Torres báða frammi í 4-4-2 eða Ngog og Torres… Svo lítið mál að henda Poulsen eða Lucas inná fyrir sóknarmann og Gerrard í holuna ef þetta væri ekki að virka.

  18. “Ég reikna með að Reina haldi sæti sínu í markinu, já veit að margir eru undrandi á þessu,”

    ég held bara alls ekki að margir séu undrandi á þessu þótt hann gerði ein misstök þá bjargar hann okkur á þessu tímabili þetta er einn öruggasti markmaður í heimi og einn besti allra tíma sem stendur á milli stangana hjá okkur liverpool mönnum.

    Þessi leikur á morgunn fer 2-4 í skemtilegum leik held að gerrard 1, torres 2 og Poulsen skori 1 og fyrir city setur kolorov og silva eitt mark hvor og Reina ver 2 víti frá teves og silva og við setjum eitt af þessum 4 úr víti sem gerrard skorar 😀 og vonandi einn skemtilegasti leikurinn á tímabilnu þótt ég vona að liverpool slátri þessu bara nokkuð örugglega segjum 0-5 því city menn eru ekki með neina liðsheild 😀

  19. Sæll Pétur… ég geri fastlega ráð fyrir að þetta hafi verið stór skammtur af kaldhæðni með Reina hjá pistlahöfundi SSteini 😉

  20. Hahahaha. ég er sammála pétri… Ertu eitthvað veikur að segja að margir séu undrandi.

  21. spilaði jovanovic ekki sem senter hjá standard?? væri til í að já gerrard og masch á miðjunni, kuyt á hægri, babel á vinstri, jovanovic og torres frammi í 442 leikkerfi ! frábær miðja með mascherano og gerrard!! svo byrja leikinn af krafti með hraðan babel á kantinum og baráttuglaðan kuyt á hægri, torres á toppnum með sterkan og fljótan jova með ser ! ná 0-2 forustu og skipta síðan babel út af fyrir poulsen þétta miðjuna og færa jova á vinstri, taka svo torres útaf á 68 mín og láta ngog hlaupa einan frammi sem klárar síðan með þriðja markinu á 81 mín !! uppskrift sem getur ekki klikkað !!!!!!!!!

  22. Torres þarf að byrja og helst spila allan leikinn. Verðum að koma honum í leikform sem allra fyrst. Ég væri svo til í að sjá N’gog með honum frammi. Hann á það skilið eftir markið á móti Arsenal að mínu mati.

  23. Síðustu tímabil hefur byrjunarliðinu yfirleitt verið lekið út einhvertíman sama dag og leikurinn er. Nú undanfarið er eins og ekkert sé sjálfsagðara en að liðið sé vitað daginn áður, finnst það nokkuð einkennilegt.. en fyrir áhugasama á þetta víst að vera liðið:

    Reina, Aurelio, Carragher, Skrtel, Johnson, Poulsen, Mascherano, Kuyt, Jovanovic, Gerrard, Torres.

  24. Ég gæti ekki mögulega verið meira sammála lóka… setja kaffi í þetta fram… þá völltum við yfir þetta lið

  25. Á RAWK foruminu. Svo átti þetta nú að vera “víst” en ekki “fyrst”, sturlaður af svefnleysi.

  26. Finnst menn nú ansi hreynt bjarsýnir. Þetta er nú sennilega einn af 3-4 erfiðustu leikjum tímabilsins og menn spá okkur góðum sigri hægri vinstri. Myndi halda að það væru meiri líkur en minni að við myndum tapa þessum leik.

    Ég vona að Gerrard verði á miðjunni, annars verður þetta steingelt. Spái því að við töpum þessu 2 0 og menn byrja að efast um Hodgson.

  27. Algjört lykilatriði er að Torres byrji þennan leik og ef svo verður hef ég ágæta trú á sigri…

    Væri gaman að sjá 4-4-2 en það er svo sem ekki líklegt en spái þessu eins og Steini 1-2 og Gerrrard og Torres skora

  28. Ég ætla að spá þessu 0-6 fyrir okkar mönnum. Jay Spearing og Phil Babb með sitthvora þrennuna.

  29. Bið um að sendingar verði hnitmiðaðar og að menn nýti færin sín og þá vinnur LIVERPOOL leikinn.

  30. Reina

    Johnson – Carra – Skrtlel – Agger

    Kuyt – Lucas – Gerrard – Jovanovic

    Ngog – Torres

    Bekkur: Jones Aurelio Babel Soto Poulsen Pacheco Maxi

    Þetta er liðið sem Djphal á RAWK segir að byrji í kvöld. Hann hefur yfirleitt rétt fyrir sér.

  31. Reynir Þ, málið er að á síðustu æfingu fyrir leiki þá tekur Roy yfirleitt þá sem munu byrja leikinn og fer yfir með þeim á æfingasvæðinu taktíkina sem skal nota. Það spyrst svo út í gegnum leikmenn hverjum var stillt upp. Þess vegna er þetta að detta inn á RAWK og fl. vefi.

  32. Samkv. Usher á LiverpoolWay þá ferðaðist Mascherno ekki með hópnum, hann óskaði eftir því við Roy að vera ekki valinn í hóp. Ekki vitað hvort það séu meiðsli eða annað.

  33. Ég sá á BBC að Macherano ætti við einhver smávægileg meiðsli að stríða. Vona að það sé nú bara málið.

  34. With regards to someone asking bout mascherano refusing to play tonight, a work colleague lives close to jay spearing, spoke to him at weekend, he said liverpool had turned down an £18mil offer from un-named club for masher, he was not happy an said he is refusing to play

    Veit ekki hvað er til í þessu.

  35. Þetta er nú bara fyndið. Ég setti inn hérna mína spá um leikinn sem var 2 0 fyrir City en það þótti víst ekki vera nógu góð spá og því er hún sama og fjarlægð. “Hidden due to low comment rating”

    Sniðugt system að mörgu leyti en einkennileg viðbrögð hjá mönnum hér inni þó maður búist við tapi í kvöld. Þarf þó varla að taka það fram að ég óska þess heitt og innilega að við sigrum stóra liðið frá Manchester í kvöld.

  36. @StjániBlái

    Gott að þú skemmtir þér yfir þessu. Þetta kerfi er auðvitað ekki fullkomið og “því miður” fara oft svona neikvæð ummæli í felur sökum þessa kerfis.

    En ef þú lest þetta frá þér aftur, finnst þér í alvörunni skrítið að lesendur Liverpool bloggsins (aðallega púllarar) finnist þetta verðskulda þumal niður? Við erum að reyna gíra okkur upp fyrir leik og græðum ekkert á svona neikvæðni.

    Alls ekkert að þessu hjá þér og auðvitað þín skoðun, en ég skil vel að þetta fái þumal niður.
    Allavega hefur þetta þumlakerfi verið mikið til bóta að mínu mati þó einstaka svona ummæli sem kannski eiga það ekki skilið fari í felur.

  37. Held að þetta sé engin spurning hjá Liverpool spila flestir með hjartana en hjá City spila flestir með veskinu og þegar þetta er þannig þá veðja ég alltaf á hjartað. Það eru 6 nýjir leikmenn hjá City sem er flestir frá öðrum deildum í evrópu og eiga því eftir að venjast ensku deildinni og því er ekki líklegt að City verði eitthvað ósigrandi næstu vikur eða mánuði og er ég reyndar á því að Mancini verðir annar þjálfarinn sem verði látinn taka poka sinn (sá fyrsti verður líklega þjálfari Wigan).

  38. SjániBlái minn.
    Að vera stuðningsmaður Liverpool er oft mjög erfitt…..en það er einmitt ástæðan fyrir því að stuðningsmenn Liverpool eru þeir bestu í heimi. Þeir trúa (stundum blint) á liðið sitt á hverju sem dynur. Þú hefur kannski heyrt þessi orð óma: “Walk on, walk on, with hope in your heart”.

    Þú þarft því ekkert að vera hissa á að mönnum líki ekki við það þegar einhver stjáni út í bæ spáir liðinu 2-0 tapi á leikdegi, jafnvel þó þú hafir auðvitað rétt á því að spá Liverpool tapi. En þú getur ekki kallað þig sannan stuðningsmann á meðan þú spáir liðinu tapi fyrir leiki.

    Ef þú ferð með 20 Shankley bænir þá skal ég fyrirgefa þér:
    “Some people think football is a matter of life and death. I assure you, it’s much more serious than that.” – Bill Shankly

  39. Finnst þetta þumal upp/niður kerfi mjög fínt… ég einsog eflaust margir fleiri les öll comment þó svo þau séu “Hidden due to….” þannig að maður er ekki alveg þaggaður niður þó svo maður fá slatta af neikvæðum þumlum 😉

  40. Ha ha já já þetta er ljómandi kerfi og allt það. Skil það vel að menn vilja bara sjá jákvæðar sálir hér inni. Spái þessum leik því 3 – 0 fyrir okkur. Rúllum þessu City liði upp í kvöld.

    PS: búinn að fara með 20 Shankley bænir.

  41. @ StjániBlái.

    Ég hef alltaf tekið þessu þumlakerfi þannig að menn séu að gefa þumal upp séu þeir sammála því sem kemur fram í færslunni og svo öfugt. Það er ekki nokkur ástæða til að taka það eitthvað nærri sér þó svo að þú sért þumlaður í felur, menn hérna virðast einfaldlega vera ósammála þér ; )

  42. Ef að það er rétt að pungurinn vill ekki spila, þá bara á bekkinn með hann þar til einhver vill borga uppsett verð. Hann er samningsbundinn liði sem bar ábyrgð á að rífa ferilinn hans upp á rassgatinu og gera mann úr honum, ef hann getur ekki séð sér fært um að sýna smá þakklæti og spila af fullri getu þar til einhver ákveður að borga það sem við teljum ásættanlegt verð, þá má hann rotna með flísar í rassinum af bekkjarsetu!

  43. Sky Sport greinir frá því að Msckerano hafi neitað að spila á móti City vegna þess að Liverpool hafi hafnað tilbiði frá Barcelona og að líklega komi Lucas in fyrir hann….

  44. Ég verð bara að segja að ef þetta tilboð frá Barcelona er rétt, þ.e. 12 milljónir plús Hleb og Cacares (hver í fjandanum er það) er ekkert nema móðgun.

  45. Sem United maður, þá held ég að flestir stuðningsmenn enskra liða geti verið sammála um að aðferðir Barca og Real til að sækja leikmenn eru ógeðslegar. Þar sem öllu er beitt, dagblöðum, ummælum leikmanna etc til að sækja leikmenn eins og Ronaldo, Fabregas og núna Mascherano og borga helst sem minnst fyrir þá. Sérstaklega þegar Blatter blandar sér í málin. Ef þetta er satt með Mascherano þá ættu púllarar að púa hressilega á hann.

  46. Alveg sammála Sheare. Það er til dæmis alveg ótrúlegt hvað Barca leikmenn hafa verið iðnir við að segja að Fabregas ætti að koma til Barcelona, eða að hann muni enda hjá Barcelona etc. Þetta er eitthvað sem á að vera á milli liðanna og leikmannana sem um ræðir og aðrir leikmenn eiga að passa hvað þeir segja. Ég er ekki frá því að Barca menn hafi fengið skipun frá klúbbnum að gera þetta, til þess að setja pressu á Fabregas. Þetta er líka búið að vera að gerast með Masch, en þo í minna mæli.

Almennt um leikmannakaup og sölur

Liðið gegn City og fleira