Rafa Benitez um man marking og SkySports

34 Comments

  1. Gat nú ekki annað en brosað að þessu 😉

    Hann er ekki nógu alvarlegur í viðtölum, rek´ann !!

  2. Hehe, ég meira að segja hló upphátt. Þó ég sé ekki stæsti aðdáandi hans þá finnst mér samt oft gagnrýnin á hann full ósangjörn. Alveg eins og með Lucas, held að allir sjái að hann sé ekki nógu góður fyrir Liverpool en gagnrýnin á hann er stundum full hörð.

    En magnað svar hjá kallinum og gaman að sjá að hann er aðeins að “koma til baka”, bæði með úrslitum inná vellinum og skotum á blaðamenn 🙂

  3. Yndislegt.

    Stundum, bara stundum, þá er þetta fyndnasti þjálfari í heimi.

  4. Hahaha mikið var gaman að sjá kallinn brosa. Það lyftir manni upp á þessum annars ágæta degi. YNWA

  5. Hárrétt athugað hjá karlinum, frábærlega svarað. Einhverra hluta vegna er gert meira úr því þegar skorað er úr föstum leikatriðum þar sem svæðisdekkning er notuð en þegar um maður á mann dekkningu er að ræða. Þessi gagnrýni hefur eiginlega tekið við af ,,rotation policy” gagnrýni á Rafa eftir að menn/”spekingarnir” fóru að átta sig á því að flest öll topplið rótera grimmt.

  6. Indian tycoon Mukesh Ambani denies making Liverpool bid

    Ríkasti maður Indlands hefur ekki áhuga á Liverpool

    Þetta eru fyrirsagnir um Liverpool á fréttaveitum. Önnur fyrirsögnin er Henry Birgis. Reynið að giska hvor það er.

  7. hahaha snilldar svar hjá Rafa. Hnyttinn er hann.

    Uuuuuu zero Henry Birgit hlýtur bara að eiga fyrri fyrirsögnina (kaldhæðni) hahahaha. Þvílíkur pési maður. En því miður þá virðist þessi Indverji ekki hafa hug á að kaupa Liverpool. En maður veit þó aldrei, kannski og vonandi bara eru einhverjar samræður í gangi !

  8. Það er tvennt sem maður vildi að nýir eigendur hefðu með sér; nóg af peningum og ástríðu fyrir klúbbnum. Ef þessi “ríkasti maður Indlands” er ekki púllari eða áhugamaður um enska boltann þá vil ég hann hvort eð er ekki, þá væri mér sama þótt hann héti Jóakim aðalönd og baðaði sig upp úr gulli.

    …og svo verður HB bara að eiga það við eigin samvisku hvernig hann semur fyrirsagnir eða “fréttir” almennt

  9. Blahhh !! getur einhver sagt mér hvað er sagt á þessu videoi, ég skil ekki þennan svakalega breska hreim og hvað þá breskan hreim blandaðan við spænskan hreim, afhverju eru hreimar til alveg tilgangslausir. hjálp

  10. Benitez er spurður hvort það sé ekki betra að dekka mann eins og Cahill einn á einn í staðinn fyrir zonal, en þá spyr Benitez hvenær hann hafi skorað síðast úr hornspyrnu ? Fréttamaðurinn segir á móti Wigan og þá spyr Benitez hvort í því tilfelli hafi hann verið dekkaður zonal eða man on man. Fréttamaðurinn segir man on man, þá segir Benitez, there you have your answer !

  11. Svo segir hann: Varstu nokkuð að hlusta á Sky? Því þeir tala alltaf um varnartegundina þegar mörk eru skoruð á móti zonal-vörnum, en nefna það aldrei ef mörk eru skoruð á móti maður-á-mann vörnum.

  12. Jú jú fyndið comment hjá Rafa en það breytir því ekki að svæðisvörnin er bara ekki nógu góð. Því til stuðnings má benda á öll þau mörk sem Lfc fékk á sig á síðustu leiktíð og núverandi. Tveir menn á stangirnar og maður á mann á málið tel ég!

  13. Þessi zonal vörn gerir sig vel EF að mennirnir sem spila hana gera hana rétt. En þetta er ákflega þreytt umræða og kemur alltaf upp þegar Liverpool fær á sig mörk úr föstum leikatriðum. Skrýtið að þetta hafi komið upp núna þegar við höfum haldið hreinu í nokkrum leikjum núna í röð.

  14. Fyndið að Benitez er allt í einu orðið legend á nýjan leik og algjörlega frábær.

    Ég ber virðingu fyrir fólki sem heldur sig við sínar skoðanir en skiptir ekki um slíkar eftir einn tapleik eða einn sigurleik. Margir hérna inni, sbr. Magga, Einar Örn, Kristján Atla og fleiri styðja Benitez þrátt fyrir slappt gengi. Mér finnst ekkert að því enda telja þeir hann rétta manninn til að leiða félagið áfram. Það er virðingarvert að styðja sinn mann í gegnum súrt og sætt.

    Aftur á móti koma þeir ekki einn daginn rakkandi kallinn niður hægri vinstri og segja hann hörmulegan stjóra og hrósa honum svo í hástert næsta dag. Það eru ansi margir þannig hér inni.

    Ég er aftur á móti einn af þeim sem er ekki hrifinn af kallinum og vil fá nýtt blóð. Það breytist ekki við 1-0 sigur á Everton eða 0-0 jafntefli gegn Wolves úti. Ég horfi á heildarmyndina.

  15. Grolsi eiga menn þá sem hafa viljað fá hann burt ennþá að hafa þá skoðun ef Liverpool endar með meistaratitil eða ?? Það er nú bara þannig að mönnum verður ekki sama þegar illa gengur og það er orðin regla að kenna stjóranum um. Oft á tíðum mjög ómaklega en svona er það bara. Stjórinn tekur ákvarðanir og setur leikinn upp og stendur eða fellur með því. Ef svo fer vel að ganga þá sé ekkert að því að menn róist aðeins og verði bjartsýnari. Það má skipta um skoðun !

  16. Er það ekki rétt hjá mér að við höfum verið það lið sem hefur fengið á sig fæst mörk undanfarin tímabil (eða hér um bil) með þessari fínu Zonal vörn.

  17. Grolsi (#24) – ég er akkúrat á þveröfugu máli við þig. Fyrir mér sýnir það sterka skapgerð þegar menn geta tekið mark á nýjum upplýsingum eða breyttri framvindu mála og skipt um skoðun. Eins lengi og menn eru að byggja skoðun sína á rökum hverju sinni geta rökin breyst og þá skoðunin um leið.

    Þeir eru t.a.m. margir sem hafa verið ánægðir með Benítez í gegnum árin sem gæti hafa sannfærst í vetur um að hann sé ekki rétti maðurinn til að stjórna Liverpool áfram. Svo er liðið núna að rétta úr kútnum og þá gætu einhverjir verið að sjá það að kannski voru skoðanaskipti þeirra fyrr í vetur voru ótímabærar og því hafa menn kannski hugsað sig tisvar um og eru aftur farnir að styðja stjórann. Þannig get ég allavega ímyndað mér að menn hafi getað rokkað svolítið fram og aftur í stuðningi við stjórann í hasarnum í vetur, og sé ég ekkert að því.

    Fyrir mér er það allavega betri kostur að geta endurmetið stöðuna og skipt um skoðun en að vera sá sem heldur fast í sína skoðun hversu röng sem hún reynist. Ég myndi aldrei styðja Benítez ef öll röksemdarfærsla fyrir áframhaldandi störfum hans væri brostin en ég mun heldur ekki stökkva upp á nef mér og heimta hann burt í hvert sinn sem liðið misstígur sig. En ég gæti alveg átt það til að skipta um skoðun gagnvart honum ef mér þykir ástæðurnar til þess nægjanlegar.

  18. Mætti nú alveg brosa líka á hliðarlínunni þessi maður. Burt með hann

  19. Ásmundur: zonal vörnin gengur að sjálfsögðu upp ef menn spila hana rétt. Það gerir man-to-man vörn líka. Eins og síðustu tímabil þá lak ansi mikið inn um svæðisvörnina fyrri hluta tímabilsins meðan menn voru að ná henni góðri með nokkrum nýjum mönnum.

    Síðan er það allt annað mál hversu mikið þessi vörn hefur verið blásin upp af Andy Gray og félögum, það er kannski of mikið. Þessi vörn hefur haldið nokkuð vel upp á síðkastið, reyndar mark gegn Stoke.

    Ég heyrði reyndar Lars Lagerback segja um daginn að um þriðjungur þeirra marka sem eru skoruð í fótbolta koma úr föstum leikatriðum.

    Varðandi Benítez og aðdáun á honum þá held ég að margir hérna, þar á meðal ég, hafi sveiflast töluvert fram og til baka í skoðun sinni á því hvort hann eigi að vera eða fara. Meðan nokkuð stabílt gengi næst þá kólnar undir honum en með hverju tapinu eða jafntefli gegn skítaliði þá hitnar aftur. Ég er sammála Kristjáni Atla um að það sé ekkert óeðlilegt við að skipta um skoðun þegar nýjar upplýsingar koma fram.

    Það er hins vegar gott að sjá hvað hann getur verið hnyttinn karlinn, en breytir engu um það hversu góður stjóri hann er.

    Og svo klárum við Arsenal!

  20. Auðvitað geta menn skipt um skoðum. Kannski ekki alveg rétt orðað hjá mér.

    Það sýnir auðvitað ákveðinn manndóm í að skipta um skoðun en það eru margir hérna sem flakka á milli eftir gengi liðsins hverju sinni. Benitez er stórbrotinn núna eftir blaðamannafund en verður fáviti annað kvöld ef Liverpool tapar 4-0 og Lucas byrjar inn á. Svona er þetta og hefur verið í allan vetur.

    Var meira að benda á þennan punkt og þessa stuðningsmenn.

  21. Hmmm Grolsi er það ekki meira þannig að þeir sem eru á mótið Rafa eru meira að kommenta á neikvæðu umræðuna um hann og þeir sem eru með Rafa eru meira að kommenta á jákvæðu umræðuna ?

  22. Flott svar hjá honum, en leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en var það ekki svæðisvörnin hjá Benítez sem orsakaði mark gegn Arsenal?

Kop.is á Twitter

Arsenal á morgun!