Fyrsti pistill sumarsins!

Gleðilegt sumar öll!

Langaði aðeins að vangavelta í ljósi síðustu tveggja daga svona í ljósi þess líka hvað borist hefur frétta utan að. Fyrir þá sem eru á jákvæðu nótunum er fínt að lesa pistilinn hans Tomkins á official síðunni.

Þar ræðir hann um liðið sem er nú að myndast í ljósi þeirra ótrúlegu frétta að Liverpool skorar nú og skorar gegn mörgum sterkustu liðum heims og í tveimur tilvikum án þess leikmanns sem margir töldu vera annan tveggja sem geta skorað mörk.

Ég er alveg inni á hans línu. Ég ákvað að njóta þessa ótrúlega fótboltaleiks á þriðjudaginn og hef nú horft á hann tvisvar, auk hápunkta tvisvar. Niðurstaðan er einföld. Við vorum rænd öruggum sigri af snillingi. Auðvitað áttum við okkar þátt í mörkunum en snilldin í afgreiðslum Arshavin var mikil. En okkar lið var að leika frábærlega úti á vellinum.

Svo ég fór að spá í hvað væri að gerast. Hvers vegna eru okkar drengir núna leik eftir leik að sækja grimmt, pressa hátt og skora. Eini niðurpunkturinn frá 1.mars var slakur leikur gegn Chelsea heima, við hefðum getað skorað sex eða sjö mörk gegn Fulham líka.

Mín hugmynd er stöðugleiki og það að liðið þekkir nú leikkerfið í þaula. Auðvitað eru þetta atvinnumenn og eiga að geta dottið strax í sín hlutverk, en þetta eru fyrst og fremst menn. Þegar þú kemur til nýs liðs og færð nýjan þjálfara tekur tíma að ná áherslunum hans, kynnast hefðum klúbbsins, borginni sem þú býrð í og aðstæðunum sem þú þarft að aðlagast sem persóna alltaf, óháð atvinnu.

Í vetur höfum við séð Martin Skrtel falla inn í myndina frá hausti, Xabi Alonso finna gírinn sinn aftur og Aurelio virtist líka vera kominn á brautina (þó bakslag hafi komið að undanförnu). Eftir svo misjafna byrjun hafa frá áramótum tveir lykilmenn fundið fjölina sína heldur betur. Fyrst Yossi Benayoun sem ég tel vera okkar besta leikmann á árinu 2009 og síðan Albert Riera.

Síðan þegar við höfum haft aflmennina okkar heila, T og G, hefur maður séð lið sem hefur óbilandi sjálfstraust vaða á andstæðinginn af krafti sem ég hef ekki séð hjá LFC í mörg ár. Þeir þola ekki að tapa og halda endalaust áfram, nokkuð sem síðustu tveir leikir hafa sýnt okkur þó úrslitin hafi valdið okkur ógleði! Það eru merki góðs liðs í myndun.

Svo berast fréttir af því núna að King Kenny sé meira en til í að koma til starfa með Rafa hjá liðinu. Það eru að mínu mati frábærar fréttir. Kóngurinn er alrauður í gegn og mun ekkert gera nema bæta umgjörð liðsins, fæddur sigurvegari sem er miskunnarlaus í leit sinni að árangri. Þar finnst mér þeir félagar afar líkir, hann og stjórinn. Karlinn er goðsögn á Anfield, elskaður af öllum sem að liðinu koma og ég vona sannarlega að þessar fréttir reynist réttar.

Þá kaldsvitnaði maður af undrun þegar maður sá eigendurna okkar hlið við hlið á Anfield í leiknum gegn Arsenal. Þeir virðast ákveðnir í að vera áfram, jafnvel vera að selja í USA til að halda Liverpool. Þeir virðast vera að læra á liðið og stjórann og kannski eru þeir bara góður kostur???

En svo verðum við líka að horfa á hina hlið peningsins. Liðið er ekki alveg fullbúið.

Ég er ekki búinn að afskrifa titilinn. Staðreyndin er sú að liðið getur náð 86 stigum og sú tala ætti venjulega að duga til sigurs í deildinni, þó ekki alltaf. En til þess þarf United auðvitað að misstíga sig töluvert. Sem var ALDREI séns í gær gegn Portsmouth. En ekki útilokað að þeir geri það gegn Spurs, Middlesboro eða Man. City. Þá fer Arsene Wenger á OT í síðasta leik og þætti ekkert skemmtilegra en að eyðileggja gleðskapinn!

En mér finnst enn vanta í liðið okkar “óvænta” leikmanninn. Þennan sem leikur illa í 0-0 leiknum en skorar svo sigurmark. Við vitum af Gerrard og Torres, en þurfum að bæta við í hóp slíkra. Reyndar er Yossi að detta í þann gír en betur má ef duga skal. Mér er mjög minnistætt þegar Liverpool sagði nei við Cantona því Evans lagði ekki í hans persónuleika. Eric fór þá til United og varð þeirra síðasti hlekkur. Þegar hann hætti hafði okkur verið boðinn ungur portúgalskur vængmaður en Houllier hafði þá keypt tvo franska demanta og vildi ekki Cristiano Ronaldo sem tók við 7-unni á OT.

Kannski væri sagan öðruvísi ef þessir ágætu menn hefðu stokkið á þessi kaup þegar þeim voru boðnir leikmennirnir, í báðum tilvikum á undan United.

Svo eru það leikmennirnir sem ekki virðast falla að Liverpool og Rafa. Voronin og Crouch í fyrra, Keane í janúar. Í sumar spái ég Babel og Dossena, jafnvel Agger. Allt fínir fótboltamenn sem einfaldlega sætta sig ekki við það hlutverk sem þeim er ætlað. Það er ekkert nýtt og ekki einsdæmi hjá Liverpool. Sjáið bara Carlos Tevez núna hjá United. Leikmenn sem ekki eru glaðir verða vondir leikmenn. Sama hverjir hæfileikarnir eru. Því er ég sammála stefnu stjórans að láta leikmenn sem ekki sætta sig við hlutskipti sitt fara. En fá góðan pening fyrir þá, eins og áðurnefndan Crouch og Sissoko sem dæmi.

Liðið er stærra en nokkur einstaklingur!

Ég hef áður sagt hér að ég er handviss að við munum fá Gareth Barry og Glen Johnson á fyrstu mánuðum sumarsins. Við dreymum alls konar drauma, Ribery, Silva, Villa m.a.
En er kannski bara réttast að finna vandræðagemsa annars staðar í Englandi sem hefur ómældan hæfileika en stjórinn er að gefast uppá þó aðdáendurnir elski hann. Leikmann sem getur unnið leiki upp úr engu og veit hvað England er. Okkar Cantona!

Er Robinho svarið elskurnar mínar???

45 Comments

  1. ég held við höfum ekkert við hann barry að gera núna..alonso í fullu fjöri, lucas á mikið inni og svo eigum við ungan mann að nafni jay spearing..
    fáum hægri bak í sumar, kanntara og svo einhvern framherja.

  2. Robinho, hell no.

    Barry nei takk. Kæmist ekki í byrjunarliðið. Okkur vantar hægri bak, og kantmann sem getur leikið á báðum köntum og striker til að partnera með Torres ef á þarf.
    Glenn Johnson, David Silva og Santa Cruz?

  3. Fínn pistill.

    Við höfum heilmikið að gera við Barry. Með hann og Alonso á miðjunni erum við með tvo miðjumenn sem geta sótt almennilega, ekki bara einn (Alonso). Það mun koma til með að skipta sköpum, ef af verður. Þeir þrír rótera svo um byrjunarliðið og Lucas verður varamaður.

    Stundum er nauðsynlegt að hafa Mascherano inná, til dæmis gegn Chelsea til að loka á Lampard og hans hlaup, sem dæmi. Stundum ekki, þá vantar meiri sóknarþunga og Barry kemur með hann.

    Sammála því að Babel fari í sumar. Nokkuð ljóst að Rafa mun kaupa hægri bakvörð, miðjumann, kantmann og sóknarmann í sumar. Finnst mér. Við ættum að fá um 12-15 milljónir fyrir Dossena og Babel, örugglega 6-8 fyrir Agger. Vona þó innilega að hann fari ekki. Við seldum líka Keane í janúar. Þar eru 15 milljónir, give or take. Samtals yrðu þetta sölur upp á kannski plús 30 milljónir.

    Ef eigendurnir koma með 20 milljónir til viðbótar er hægt að gera margt gott við 50 milljónir, en þá þarf líka að kaupa miðvörð til viðbótar, semsagt fimm leikmenn.

    Ég hef ekki fylgst vel með Glen Johnson. Er hann rétti maðurinn fyrir Liverpool? Annars eru menn eins og Albiol (miðvörður), Barry (miðjumaður), Silva (kantmaður) og einhver framherji (hver??) líklegir til að vera hvað efstir á óskalista Rafa.

  4. mér fynnst arbeloa vera búinn að vera góður! svo er Degan góður hann er bara búinn að vera óheppin með meiðsli, ég hef trú á honum…

  5. 4# fengum við 15 mills fyrir Keane, vorum við ekki bara að selja hann til baka með minimum tapi?

  6. mig langar i david silva, glen johnson. Vaeri svo rosalegt ad geta kraekt i frank ribery lika. Annars vaeri eg lika til i ad sja einhvern flottan strak koma ur academiuni og brillera, jay spearing alveg efni i tad svo er jack hobbs buin ad vera ad gera goda hluti hja leicester.

  7. Svo er þetta spurning með Sami Hyypia. Hann verður vonandi áfram, ef Agger fer gæti miðvarðarstaðan verið leyst með Carra og Skrtel #1, Hyypia nr. 3 og Hobbs nr. 4. Þetta er eitthvað sem Rafa verður að meta. Kannski er Hobbs alveg nógu góður til að vera nr. 2 – 3., kannski ekki.

    Væri annars til í Santa Cruz sem þennan framherja, er þó hræddur um þessi meiðsli hann sem virðast vera erfið. Auk þess fékkst hann ekki á 20 milljónir punda síðasta sumar. Þó að sá verðmiði lækki er ólíklegt að Rafa kaupi framherja á slíka upphæð. Ef hann kaupir Barry á 10-12 milljónir, og kannski Silva á 15, grynnkar fljótt í vösunum…

  8. Auðvitað er ekki hægt að vera að svekkja sig mikið á seasoni þar sem við erum enn inní myndinni um titilinn þegar 5 umferðir eru eftir, sem hefur ekki gerst í áraraðir. Hinsvegar þá verð ég ansi svekktur þegar ég lít á hlutina svona:

    • 3 af 4 liðum í undanúrslitum CL eru ensk; Arsenal, Chelsea og Man Utd. Ekkert Liverpool!
    • Man Utd eru líklega að fara að taka Premier League og jafna titlafjölda okkar, 18 kvikindi
    • Everton sló okkur útúr FA Cup og eru komnir í úrslitin
    • Tottenham sló okkur útúr Carling Cup (sem er þó minnsta blowið)
    • Þetta verður líklega titlalaust season hjá okkur á meðan hin 3 stóru liðin í Englandi plús litli bróðir í Everton munu skipta með sér þeim 3 bikurum sem vert er að vinna

    Ég er alls ekki að reyna að vera svartsýnn, svona standa hlutirnir einfaldlega. Að sjálfsöðu sjáum við meiri stöðugleika og framför frá síðustu tímabilum, en heilt yfir þá stefnir í að þetta season verði í besta falli “bittersweet” fyrir okkur Liverpoolfjölskylduna.

    Það er nú þannig!

  9. Reina
    Johnson – Carragher – Skrtel/Agger – Aurelio/Insúa
    Mascherano/Lucas/Alonso – Gerrard
    Lennon/Kuyt/Benayoun Riera/Babel
    Torres – Santa Cruz/N’Gog

  10. Ég væri alveg til í Robinho í LFC. Það er náttla ekkert eðlilegt hvað allir í Man City treysta bara á að hann reddi málunum og getur verið erfitt að spila undir því. Sé hann fyrir mér á öðrum hvorum vængnum í því kerfi sem við erum að spila og sem framherji með torres þegar við stillum upp í 4-4-2.

    Annars held ég að sumarið verði gleðilegt fyrir okkur hvað leikmannakaup varðar. Nú fáum við eflaust stór kaup snemma því Rafa vill ganga frá þessu áður en hin liðin fara að blanda sér í þetta og hækka öll verð uppúr öllu valdi. Kæmi mér ekki á óvart þótt eitthvað væri búið að gerast jafnvel núna, en biði yfirlýsinga þangað til glugginn opnar.

  11. Það er ekki nokkur spurning að á næsta tímabili verða ungir strákar að koma upp í aðalliðið, Spearing, Darby, Hobbs, Nemeth og fl.
    Ein af ástæðunum sem ég sé varðandi G. Barry er að hann er enskur og það eru Glen Johnson og Ashley Young líka, og ef allt fer sem horfir þá verðum við að bæta Enskum leikmönnum í hópinn verði nýjar reglur FIFA samþykktar.

    Annars er ég bara kátur og óska ykkur öllum gleðilegs sumars : )

  12. Af hverju er samt verið að tala um Robinho hérna ?
    City kaupir hann á 32 millur og eru ekki að fara að selja hann á næstunni og hann hefur sagst vilja vera þarna áfram.

  13. Hafliði kemur inná punktinn… við verðum að fjölga enskum í leikmannahópnum sem geta látið til sín taka. Reglan tekur gildi eftir næsta tímabil, (10/11) ef ég skil þetta rétt, með 4 heimamönnum gegn sjö. 5/6 árið eftir og 6/5 og reglan þá orðin að fullu virk 2011/12.
    Barry, Johnson, Owen? ég vil sjá þá keypta í sumar. Einsog Maggi segir í þessum fína pistli tekur það menn tíma að skilja hug þjálfarans og áherslur hans með leikkerfi o.fl.
    Eeeeeen… Ég ætla að klára tímabilið og krossa fingur um að Utd. misstígi sig. Þreyta, leikjaálag og slíkt hlýtur að koma niður á þeim… spurningin er hversu mikið og þá helst nógu mikið…
    Jæja, Gleðilegt Sumar
    YNWA

  14. Robinho er vissulega frábær leikmaður en því miður karakterslaus pissudúkka ef eitthvað er að marka hegðun hans undanfarin ár. Ekki rétti leikmaðurinn fyrir Liverpool FC!

  15. Ég held að Babel og Agger verða allavega seldir. Það er svo spurning hvort Lucas, Dossena og Voronin fylgja þeim. Væri reyndar til í að halda Agger og selja hina. Ég geri ráð fyrir Barry í Liverpool-treyjunni og svo er ég alveg handviss um að það verða ein stór kaup sem fylgja. Vona að það verði David Villa. Það er bara eitthvað við þessa Keane sölu sem mér finnst ekki “meika-sence” og ég held að benítez hafi fengið loforð um stórt nafn í staðinn.

    Varðandi Robinho þá sé ég ekki fyrir mér að lið með svona mikið fjármagn bak við sig sé að fara að selja einn af sínum bestu mönnum.

  16. Höfum ekkert með Barry og Johnson að gera. Miðjan okkar er mjög solid og við þurfum að styrkja sóknarlínuna og vængina frekar enda lítil breidd þar.
    Þar að auki koma þeir báðir til með að kosta 10m punda og mér finnst það mikið verð fyrir leikmenn sem ganga ekki inn í byrjunarliðið.

  17. Glen Johnson myndi reyndar ganga inní byrjunarliðið og hann er akkúrat leikmaður sem við þurfum.

  18. Það er verið að tala um það í The Times að Rafa sé að spá í að bjóða í Tevez.

  19. Sagan segir nú að það hafi verið Sounes sem hafi hafnað Cantona fyrst en því var líst í viðtali að Platini hafi komið til Sounes eftir leik til að segja honum frá góðum leikmanni sem þá var enn í Frakklandi, nokkrum mánuðum síðar var hann komin í Leeds.

  20. 100% sammála Jóhanni í “22”. Glen Johnson verða 1.kaupin. Degen út, Dossena seldur, Babel ?? Benites kemur á óvarat með no-name kaupum eins og venjulega og jafnvel Barry líka. Persónulega er ég ekki hrifinn af Riera…misjafn svo ekki sé meira sagt. Hef ekki séð hann eiga 2 góða leiki í röð!

  21. Ég neita að trúa því að við missum Agger. Hreint frábær leikmaður á góðum aldri. Svona leikmenn eru bara ekki á lausu fyrir klink. Semja við manninn strax.
    En Tévez, nei takk. Ég sé ekki að hann bæti neinu við okkar lið. Hann hleypur og berst eins og óður maður, en það gerir Kuyt líka og sá síðarnefndi meiðist aldrei. Tévez er auðvitað frambærilegur leikmaður, en hann raðar ekki inn mörkum, sólar ekki mann og annan, fyrst og fremst solid baráttuhundur og við erum ágætlega staddir í þeim efnum.

    Væri til í að sjá 2 nýja leikmenn, framherja og kvikan skapandi miðjumann. Borga samtals 40M fyrir þessa menn og selja Dossena og Voronin, gefa Degen. Svo mætta alveg selja Lucas fyrir mér, hef meiri trú á Spearing.
    Varðandi Babel þá bara veit maður ekki. Hann hefur allt sem sóknarmaður þarf að hafa líkamlega, styrk og sprengikraft en það er spurning með leikskilninginn og hugarfarið og hvernig hann passar inn í hugmyndafræði Benitez. Ég vil halda honum og gefa honum tækifæri á að sýna hvað í honum býr.
    -Amen

  22. Sammála síðasta ræðumanni. Babel á helling inni, hann fékk lítið að spila á þessari leiktíð og hann þarf bara að komast inní liðið. Sannið til, hann á eftir að blómstra hjá Liverpool.

  23. Úff Fan, ég held að þú hafir rangt fyrir þér í þetta skiptið. Maðurinn er einfaldlega ekki með hæfileikana til að bakka upp hugarfarið hans. Held að hann verði fyrstur út í sumar.

  24. Addorri, ég held að þetta sé öfugt, Babel hefur ekki hugafarið til að bakka upp hæfileikana sína!

  25. Nei, það sem ég er að reyna að segja er að Babel heldur að hann sé bestur og hann reynir ótrúlega mikið að gera hlutina uppá sitt einsdæmi. Hann hefur bara ekki hæfileikana í það. Hann gat kannski pullað þetta hjá Ajax en þetta gengur ekki hjá Liverpool nema þú heitir Torres, Gerrard, Messi eða eitthvað álíka.

    Babel hefur hvorki knatttæknina né leikskilninginn til að réttlæta þetta hugarfar. Og útaf því, og síendurteknu væli í fjölmiðlum yfir því að hann eigi að fara á lán eða að hann eigi að vera í byrjunarliðinu, mun Benitez losa sig við hann.

    Hvað er ég að gera á kop.is kl hálf6 á aðfaranóttu föstudags? Allavega ekki að læra fyrir próf…

  26. Babel veldur allavega vonbrigðum í 80 % tilfella þegar hann spilar fyrir Liverpool. Einn og einn mjög góður leikur, en persónulega finnst mér hann þurfa að sýna meira ef hann vill vera áfram. Hann hefur hæfileika ekki spurning en það kemur bara svo lítið út úr honum. Kannski er það leikskipulagið sem hentar ekki, getur alveg verið. En af hverju að halda í leikmann sem er ekki að smella saman við hina í liðinu ? Hann er buinn að hafa tvö tímabil og enn bíður maður eftir því að hann springi út. Ef gott tilboð kemur finnst mer allavega að Rafa ætti að íhuga það alvarlega. En það þarf að vera gott tilboð, hann er 22 ára og hollenskur landsliðsmaður.

  27. Sælir félegar! Er ekki upplýst í dag hver er leikmaður ársins? Veit einhver hvenær í dag það er upplýst?

  28. Ég veit að þetta er bara hugmynd og er kannski ekkert í raunveruleikanum.

    Sölur….
    Dossena: Hefur engan veginn staðið undir því að vera dýrasti varnamaður liverpool. Held að þetta séu ein vestu kaup rafa 5-7 millz

    Keane: Er farinn og held að það sé bara gott, ef hann var að væla yfir því hvernig benitez þjálfar þá má hann eiga sig. 16millz

    Babel:Vá hvað ég hélt að þessi myndi vera góður en já hann er búinn að skíta svakalega á sig, hefur hæfileika en ekki haus í það að spila 11manna bolta. 10-13 millz

    Alonso: Mig langar að hafa hann áfram en held að hann sé að leið til spánar aftur. 16millz

    Voronin: er löngu búinn að spila sinn síðasta leik með liverpool. 3millz
    veit þetta er svona eins og maður sé að missa sig í fm
    er sölur geta gert svona 50-55millz

    Svona vill ég að kaup liverpool líti út…

    Glen Johnson: leikmaður sem ég held að labbi inní byrjunarlið liverpool, Arbeloa er góður en er hægur og mistækur. 9millz

    Garreth Barry: Mjög góður leikmaður ekki mín heitasta ósk en vissulega góður leikmaður. á bara ár eftir að samningi sínum og ætti ekki að fara svo dýrt. 8-10millz

    Theo Wallcott: Ég veit ekki af hverju en byggji þetta á góðri ósk og von, en það kæmi mér ekkert á óvart að þessi strákur sem hélt með liverpool í æsku verði í rauða hernum næsta sumar. Hann á bara ár eftir að samningi sínum og ef þetta er rétt og á þessu verði vill ég að allt sé lagt í þessi kaup
    http://www.visir.is/article/20090105/IDROTTIR0102/206888013

    David Silva/Alsley Yong: held að þeir séu svona á svipuðu verði. svakalega góðir leikmenn þó að mér finnst silva betri en vissulega búinn að sjá minna af honum. þetta eru leikmenn sem geta gert kanntaliverpool góða. 18-25millz

    David Villa: Einn besti framherji í heiminum og þarf ekki að tala meira um hann. 23-27millz

    Þannig að þetta myndi kosta svona um það bil 59-70 millz. og svo sölur svona u.þ.b 50-55millz þannig þetta væri enginn svakalegur peningur.
    En þetta er bara hygmynd sem ég fékk úr fm og myndi langa að liverpool liðið myndi líta út á næsta tímabili. þetta er kannski ekkert raunhæft en væri draumi líkast…

  29. Númer 1,2 og 3 er að fá nýjan stjóra í brúnna. Annars verður næsta tímabil eins og þetta, enginn bikar vinnst.

    GLEÐILEGT SUMAR og ÁFRAM LIVERPOOL:

  30. Ég er ósammála þeim sem vilja ekki fá Glen Johnson í Liverpool. Mér hefur alltaf fundist hann flottur leikmaður. Hann er góður varnarmaður og getur borið boltann upp og tekið þátt í sókninni. Svo er hann mikill bombari þegar hann fær tækifæri fyrir framan markið :0) Ég er ekki ennþá sannfærður um Barry, því miður. Babel hinsvegar hefur skitið á sig eins og svo margir halda fram í þessum þræði. Hann hefur fengið ótal sénsa og oftar en ekki hefur hann ekki náð að sýna sitt “rétta” andlit.

  31. Það kemur nýr stjóri á Brúnna það er ljóst, Hiddink hefur gefið það skýrt út að hann verði ekki áfram þar.

    Af þeim leikmönnum sem við erum með (og eru að spila e-ð að ráði) mundi ég sakna minnst Babel, Dossena og Lucas. Ég held það væri raunhæft að fá Van Der Vaart (vill fara og ætti að vera laus fyrir “lítinn” pening), væri alveg til í Glen Johnson en það fer svolítið eftir verðmiðanum. Ef Lucas fer þá væri kjörið að fá Gareth Barry í staðinn, enskur og fjölhæfur (miðja, vinstri bak/kantur). Síðan þarf að finna senter til að leysa af/partnera Torres, ef það kemur hægri vængmaður þá getur Kátur svo sem alveg fyllt það hlutverk. En það væri gaman að fá e-n ferskan inn í þetta.

    Tevez er leikmaður sem ætti að vera Benitez að skapi og gæti líklega spilað á hægri kantinum. Hann hefur það framyfir Kát að hann er mun betri á boltann og betri skotmaður.

  32. Magnús (#35) !!! Fáránlegt comment. Hefurðu ekkert tekið eftir því hvaða framförum liðið hefur tekið eftir að Benitez tók við ?? Ég viðurkenni að ég er alveg pirraður yfir titlaleysi en það kemur með tíð og tíma. Við erum að spila skemmtilegasta fótboltann í deildinni í dag. Getum varist ef við viljum og haldið leikjum niðri og einnig getum við sótt í leikjum og skorað 4 mörk plús ef við viljum. Benitez er að gera hárrétta hluti með liðið og ég vil ekki fá neinn annan þangað inn. Semja svo við Agger, koma svo :0)

  33. Spái því sterklega að Dossena, Lucas, Voronin, Itjande og Babel fari í sumar og gegn vilja mínum gætu Alonso og Agger verið falir. Þetta gætu verið 18 milljónir punda í sölur sem bætast við vonandi 30 milljónum frá eigendum LFC ef Alonso og Agger fara ekki.

    Svo vonandi getum við náð að blða í leikmenn fyrir um 50 kúlur í sumar og væri þá von að fá Glendu Johnsson (9) – Barry (14) – Aron Lennon (15) – Owen (5) og nokkra óþekkta leikmenn fyrir minni pening.

    Hvað sem gerist í sumar verðum við að styrkja okkur betur en Chelski og Manutd gera í sumar.

  34. 41-Lolli…. ég geri ráð fyrir að tölurnar innan sviga séu vænt kaupverð, þess vegna skil ég ekki Owen (5) rennur samningur hans við Newcastle ekki út í sumar ?

    btw væri alveg til í að fá Ashley Young eða Aaron Lennon (vel við hæfi að hafa einn með þessu nafni í liði Liverpool) á hægri kantinn

  35. Okkur vantar kantmann sem getur leikið jafnvel og Riera gerir þegar hann er góður, en getur gert það í öllum leikjum. Það væri líka flott ef þessi kantmaður væri einhver sem gæti spilað á báðum köntum og hrist þannig upp í sóknarleiknum. Ég vona líka að Agger verði ekki seldur, þræl sterkur leikmaður sem gæti orðið framtíðarmaður í LFC.
    Btw. þá höfum við ekkert með Barry að gera, nema að Xabi fari, sem ég vona að hann geri ekki.

  36. Enn væri ekki fínt að losna við hundinn Lúkas og fá Barry í staðinn ? Held að það væri mun gáfulegra en fórna Xabi, sem er búinn að eiga frábært season.

  37. 39#
    Maður er bara þreyttur á að vinna ekki neina titla, liðið er oft að spila vel, en það er ekki nóg. Benitez er búinn að fá sín tækifæri og mín skoðun er sú að hann ráði ekki við enska boltann. En ég skal éta það ofan í mig ef hann verður svo heppinn að liðið á Shitford tapi forskotinu!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!

Liverpool 4 – Arsenal 4

Hull á morgun