Boltinn byrjaður aftur – liðið gegn Man City

Þá er HM pásan búin og alvöru boltinn er farinn aftur af stað. Eftir rúmlega hálftíma byrjar Liverpool aftur og mætir Man City á Etihad í Deildarbikarnum.

Það vantar töluvert af leikmönnum í bæði lið vegna HM og meiðsla en lið Liverpool lítur svona út.

Kelleher

Milner – Gomez – Matip – Robertson

Thiago – Bajetic – Elliott

Salah – Nunez – Carvalho

Bekkurinn: Adrian, Phillips, Ramsay, Tsimikas, Henderson, Keita, Fabinho, Chamberlain, Doak

Firmino er meiddur og ekki með en þeir Henderson og Fabinho eru í hóp og byrja á bekknum þrátt fyrir að hafa verið á HM – þó mínútur Fabinho hafi verið fáar ef einhverjar.

Það væri nú frábært að byrja enska boltann aftur með sigri á Man City og vonandi verður það raunin.

41 Comments

  1. Ömurlegt að hafa ekki Bobby. Þetta er pottþétt tap. Því miður 🙁

    1
  2. Ég er svolítið smeykur við miðjuna hjá okkur eða reyndar ekki svolítið heldur drullu hræddur um að guttarnir ráði ekkert við þetta helv,,, city lið.
    En af því að það eru að koma jól þá spái ég okkur sigri eftir vítaspyrnukeppni þar sem okkar geggjaði markmaður fer á kostum en og aftur.
    YNWA.

  3. Veit einhver af hverju flestir leikmenn LFC sem voru á HM eru ekki einu sinni í hópi? City eru að spila flestum sínum. Varla erum við að hvíla leikmenn sem voru í pásu í 6 vikur eins og TAA.

    3
  4. Jæja, þetta entist í 10 mínútur 🙁 úthvíldur haaland gegn úthvíldri ömurlegri vörn okkar og bæng. Þvílík uppstilling á liði !

    3
  5. Klopp hefur ekki nokkurn áhuga á þessum leik eða þessari keppni í þetta sinn það er morgunljóst.

    4
  6. Þá er þetta handónýta lið með útbrunna leikmenn búið að jafna metin!

    24
  7. Hefur Gomez engan áhuga að vera í þessu liði. Það vantar ekki bara miðjumann, sóknarmann, líka hafsent.

    4
  8. Skiptir greinilega máli að heita Rodri en ekki Nuñez! Og svo auðvitað beint gult fyrir peysutog. Þessit helvítis dómarar og city eru búin eyðileggja enska boltann. Guatdiola síðan grenjandi eins og hvítvoðungur að hann geti varla teflt fram liði því hópurinn sé svo þunnur. Helvítis fokking fokk!!

    4
    • Þessi dómari er reyndar með gott “record” á móti LFC. Alveg ömurlegur, og ef mig misminnir ekki þá er hann frá manchester. david coote, var hann ekki var dómari í einhverjum skandal leikhjá okkur ?

      1
      • Hann var held ég VAR dómarinn á móti everton þegar Van Dijk meiddist

        2
    • Þetta er svo mikið looser kjaftæði. Klopp og Guardiola hafa nætt enska boltann. Og það er ekki gaman að biðurkenba það, en City er með framtíðar pælingar með liðið sitt og ekki við. Var að sjá statistik þar sem city er búið að eyða minnst netto í nýja leikmenn.

  9. jæja, hálfleikur og staðan 1-1. Miklu betra en ég bjóst við eftir erfiða byrjun hjá okkar mönnum. Klopp er með einhverja taktík núna að láta shitty menn halda boltanum og sækja síðan hratt á þá. Nunez þarf að nýta færin betur, en það kemur. Sem betur fer er Gomes kominn í hægri bakvörðinn, hann var ekki góður með Matip.
    Koma svo, taka seinni hálfleikinn ELSKU strákar 🙂

    3
  10. Það vantar ekki jákvæðina hérna 😉

    Svona sá ég þetta.
    Man City byrjar betur og skora mjög sangjart.
    Við komust inn í leikinn og förum að sækja smá og notum þann tíma til að jafna leikinn.
    Svo er þessi leikur í járnum en City hættulegri ef eitthvað er.

    Þetta er samt en þá alveg galopið. Bæði lið að fá færi og verður fróðlegt að sjá hvort liðið nær þessu mikilvæga þriðja marki en það verður pottþétt skorað ef þetta heldur svona áfram.

    Vörninn okkar hefur litið illa út en að hluta til er það af því að miðjan er oft alveg týnd varnarlega. Sóknarlega finnst manni að Nunez hefði átt að gera betur í sínum færum en við virkum alveg hættulegir.

    Man City liðið er vel mannað í dag( með fleiri HM leikmenn en ég hélt) og var vitað að þetta myndi vera erfiður leikur en sú er nákvæmlega raunin.

    YNWA – Höfum trú á þessu

    P.s Vill sjá Hendo og Fab spila síðasta hálftíman í þessum leik fyrir Bajetic og Elliott.

    3
  11. ættum að hafa þetta í vító ef ekki verða fleiri mörk skoruð…

    1
  12. Mér finnst Gomez líka úti á þekju í hægri bakverðinum. Hann virkar svo hægur og bara ekki klár. Útaf með hann !

    3
  13. Þetta er nú bara orðið eins og í Mel Brooks mynd…. it’s good to be Rodri! Seinna gula eða furra eða bæði ætti að vera fyrir löööngu komið

    3
  14. Flottur leikur en sanngjarn sigur hjá City. Ansi þreytt að lesa þetta shitty væl hjá vissum hérna.

    4
  15. Þetta var því miður sanngjarn sigur hjá Man City.

    Liverpool er á sama stað og þeir hafa verið í allt haust og það er ekkert að fara að breytast í þessum janúarglugga!

    Það sem ég er mest að bíða eftir er salan á klúbbnum, ég vona að það fari að gerast eitthvað í þeim málum fljótlega svo við getum farið að styrkja liðið með alvöru kaupum í sumar undir alvöru og fjársterkum eigendum!

    FSG out!

    2

Upphitun : Man City – Liverpool

Man City 3-2 Liverpool