Gullkastið – Bring Back The Mentality Monsters

Svona þættir eru ekki síður sáfræðitími en fótboltaumræða. Ömurleg úrslit á Old Trafford, eitt versta tap Liverpool undir stjórn Klopp og staðan í deildinni bara alls ekki sexy. Ljóst að liðið þarf að stíga hressilega upp og orðið mjög augljóst að það þarf fleiri ferska gæðaleikmenn í þennan hóp. Liverpool virkar þreytt, gamalt og meitt fyrstu vikurnar á nýju tímabili. Bournemouth er kjörið tækifæri til að snúa því.

1.mín – Leikurinn gegn United
34.mín – Það helsta úr hinum leikjum umferðarinnar
41.mín – CL dráttur og næsti leikur

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 392

19 Comments

  1. Nú þarfnast endurhugsunar við hjá okkar fína liði. Indælt að fá svona góða greiningu á leiknum og byrjun tímabils frá ykkur meisturm. Biðst forláts þó ég taki dæmi úr eigin lífi. Ég var alveg efnilegur í íþróttum þegar ég var unglingur, vann öll verðlaun og slíkt, þar til ég var dúndraður niður. Slík meiðsli læknast ekki. Þesir drengir okkar lenda í stöðugum skellum en það má setja spurningarmerki við þetta píptest Klopps.Leikfimikennarinn í menntaskóla var metnaðarfullur en vart jafn metnaðarfullur og Klopp. Mældi mig á 12.06 í hundrað og líklega hefði þetta instant test á súlderkenndum mánudagsmorgni þegar ég var sextán ára náð meiri árangri ef eftir hefði verið leitað. Ég er þó meðvitaður um að ég hefði aldrei orðið Prem player, ekki heldur leikmaður í okkar innlendu deild. Enginn séns. Svona nálgun eins og Klopp er með má lagast. Frábærir leikmenn en að liðsskipan verði svona þunn í upphafi tímabils þarfnast endurhugsunar. Pep er með breiðari hóp og fer betur með hann.

    3
  2. Ég væri til í að sjá Klopp breyta aðeins til í þessu miðjuhallæri að því gefðu að Matip sé heill heilsu.
    Það er að færa Trent á miðjuna og setja Gomez í hægri bakvörðinn, hann stóð sig vel þar í fyrra.
    Trent er búinn að vera mjög slakur varnarlega en það vita allir hvað hann getur sóknarlega og hafa hann hægra meginn á miðjunni gæti verið góður kostur.

    13
    • Á þessum tímapunkti eins og staðan er núna þá væri alveg hægt að prufa það og hvað með Ramsey var hann ekki annars keyptur sem hægri bakvörður þá til að koma inn fyrir Trent ?

      3
      • Kanski erfitt að henda honum (Ramsey) í djúpu laugina strax mögulega fær hann að spila í deildarbikar þegar að því kemur.

        3
      • Ramsey er á meiðslalistanum þannig að það er ekki hægt að henda honum í neina laug eins og staðan er núna hvorki djúpa né grunna laug. En ég tek heilshugar undir það að setja Trent í þá stöðu sem hann er uppalinn í og þarf ekki að kveljast yfir því þegar hraðir eða sterkir sóknarmenn skilja hann eftir eða vaða yfir hann eins og hann sé ekki á vellinum.
        Trent hefur alla tíð verið veikur varnamaður en hefur komist upp með það þegar liðið okkar er með okkar bestu varnarmenn og miðju inni á vellinum. þegar Liverpool spilar með miðju eins og á móti ManU þá þarf Arnold að huga meira að varnarleik sem hann gerir ekki og verður vörnin algerlega berskjölduð gegn árásum en það er líka morgun ljóst að þó hann sé til staðar í vörninni þá oftar en ekki labba menn framhjá honum eins og hann sé ekki þarna og meirasegja líka Rassgat ( Rassford ), en eins og vanalega hvað veit ég.

        YNWA

        2
  3. Glæsilegt að fá þátt núna. Smelli honum í gang snöggvast enn fyrst langar mig að koma smá nöldri frá mér til þeirra sem eru sýktir af liverpoolbakteríunni eins og ég:

    – Allt of auðvelt að fá DAUÐAFÆRI á móti okkur. Leik eftir leik eru andstæðingar okkar að komast ítrekað einir í gegn, ef Alisson væri ekki að taka mikið af þessum færum ásamt því að markstangirnar hafa komið tíl bjargar bæði í palace og man utd leikjunum gæti staðan verið enn verri. Já enn verri en tvö stig af níu.

    – Sóknarleikur okkar er hægur og fyrirsjáanlegur. Sækjum alltaf upp sama kant, erum ekki að ná að opna varnir andstæðinga þrátt fyrir mikið possession í og við vítateig andstæðinga. Áhyggjuefni.

    – Mikið álag sl tímabil og mikil keyrsla á undirbúningstímabilinu virðist skila okkur þreyttum og þungum, þ.e.a.s þeim fáu sem ekki eru frá vegna álagsmeiðsla.

    -Dias finnst mér vera snarpur og ferskari en flestir liðsfélagar sínir á þessum tímapunkti en virðist ekki ná að tengja við þá, hann og Robbo alls ekki að ná saman sóknarlega á kantinum.

    – Það er með hreinum ólíkindum hvernig Liverpool hefur komist á toppinn meðan eigendur leyfa ekki leikmannakaup nema selja fyrir svipaðar upphæðir á móti. Snilldar innkaup og besti framkvæmdastjóri veraldar hafa gert það mögulegt hingað til. Það eru þó blikur á lofti núna að mínu áliti og ef ekki verður spýtt í lófana næstu gluggum til að hraða endurnýjun þá drögumst við afturúr á ný. Það er t.d ekki spurning að klopp vill og þarf klassa miðjumann (óháð núverandi meiðslum) enn fær ekk grænt ljós að eyða. Everton hefur t.d eytt meiru nettó sl 10 ár en Liverpool. Everton!.

    – Eitthvað slen yfir mönnum og vantar andann sem Liverpoolliðið er þekkt fyrir, svo finnst mér liðinu vanta sjálfstraust og trú sem er óskiljanlegt miðað við afrek liðsins innan vallar sl ár. Þetta finnst mér t.d skína í gegn í þeim fáu færum sem við höfum þó skapað okkur, þá vantar oft yfirvegun og trú til að klàra dæmið.

    -Trent, öll lið setja sinn leik upp með að targeta hann og hans svæði varnarlega. Trent er slakur varnarlega og kostar reglulega, er frábær sóknarlega. Virkar mjög værukær og þarf alvöru samkeppni um sína stöðu sem fyrst. Finnst t.d óþolandi þegar við missum boltann að sjá robbo hlaupa úr sér lungun til að komast til baka að reyna að loka svæðum en trent kallinn skokka í 3 gír er hann lendir í sambærilegri stöðu á vellinum.

    -Fáum slakasta lið deildarinnar í heimsókn um helgina, þurfum að vinna þann leik létt. Sýna svo í næstu leikjum styrk okkar og kraft og að við verðum eins og sl tímabil lið sem enginn vill mæta.

    YNWA

    9
  4. Mögulega stilla svona upp í næsta leik, skella unga Carvalho fremst með Salah og Diaz, Trent á miðjuna og Philips í vörnina þar sem að við erum á heimavelli og ættum að vera mest í sókn hvort eð er.

    Diaz—Carvalho—Salah
    Elliot—Fabinho—Trent
    Robbo-Dijk-Philips-Gomez
    ————Allison———-

    Ég get bara ekki annan leik með Milner, Hendo og Fabinho á miðjunni, það er bara glötuð miðja verður að segjast.

    10
    • Ég væri til í þetta lið afhverju ekki spurningin hjá mér væri aðalega hvort Carvalho og Elliot ættu samt ekki að switcha þarna í roles hjá þér annars er ekkert að þessu byrjunarliði og Gomez er sterkari varnarlega en Trent.

      3
  5. Man. Utd hafa keypt leikmenn fyrir gríðalegan pening á síðustu 10 árum eða 1,4 milljarð punda og hafa að auka tekið mikið út úr félaginu. Liverpool hefur verið þannig að það þarf að selja til að kaupa. Það þarf enginn að segja mér að eigendur hafi ekki tekið gríðalegan pening út úr félaginu, þó þeir hafa sett pening í völlinn og æfingasvæði. Man utd er hlutafélag en Liverpool er eignahaldsfélag og þarf ekki að gefa upp arðgreiðslur á sama hátt og man. utd. Ég vil heimsklassa miðjumenn og það strax, helst í gær.

    3
    • FSG hefur reyndar staðið fyrir gríðarlega öflugri uppbyggingu á bæði heimavellinum og æfingasvæði félagsins öfugt við það sem United er að gera. Eins held ég að ársreikningar sýni ágætlega að þeir eru ekki að moka pening úr rekstrinum í líkingu við það sem Jöklarnir eru að gera. Liverpool er ennþá gríðarlega vel rekið félag þó þetta tímabil hafi byrjað illa og hópurinn virki nokkuð þunnur.

      8
  6. Hrós á stefið sem er komið í þáttinn mjög flott stef og vel notað.

    Það vill allur Liverpool heimurin sjá miðjumann koma inn
    Og efast ekki um að þeir sem stjórna þarna viti þörfina á því líka.
    Rekstur og uppbygging félagsins á mannvirkjum og hópnum og öllu nánast hefur verið frábær undir stjórn FSG. Og starfsliðinu sem þeir hafa sótt til félagsins.
    Liðið og allir í kring hljóta hafa unnið sér inn meiri traust en að vera kastað fyrir rútuna eftir slæma byrjun.
    Ég vill ekki sjá hvern sem er koma inn í þetra lið.
    Það þarf að vera leikmaður sem skiptir alvöru máli innan klefans og vallarins. Ef sá leikmaður er ekki laus núna þá bara setja það á hold. Við þyrfum fyrst og fremmst hugarfarsbreytingu og gleði aftur.

    1
  7. Þessi uppstilling hjá Re hér að ofan er eitthvað sem ég vildi sjá, t.d. í næsta leik á móti Bournemouth.

    5
  8. Sæl.

    Sem gamall bakvörður og kantmaður þá finnst mér ansi skítt þegar hann Trent okkar er kominn upp kantinn og liðið missir boltann þá er hann á jogginu til baka eins og að hann nenni ekki að verjast. Að minnsta kosti í gamla daga þá tók maður á sprett til baka til að reyna að hjálpa liðinu að verjast sókninni. Auðvitað hefur fótboltinn breyst frá því að ég var að keppa en eitt breytist aldrei. Hjálpaðu liðinu að verjast. Ég man að það var bara eins og maður væri að hlaupa inn á jarðsprengjusvæði þegar maður fór eitthvað yfir miðjulínuna. Maður fékk að heyra það frá félögum manns í vörninni en ég gleðst yfir því hversu mikið bakverðirnir taka þátt í sóknarleik í fótbolta nútímans. Steven Gerard byrjaði sem bakvörður og var síðan munstraður sem miðjumaður. Við vitum hvernig það ævintýri var. Af hverju ekki að færa Trent á miðjuna? Hann er að minnsta kosti ungur og getur hlaupið en hann þarf samt sem áður að verjast eins og allir aðrir í liðinu.

    4
  9. Goðsagnirnar John Barnes og John Aldridge drógu heimaleik á móti Derby County úr hattinum í þriðju umferð enska deildabikarsins.

    6
  10. Ég bara trúi ekki að Klopp þurfi að senda einhverjar pillur á stjórnendur LFC með leikmannakaup, af hverju talar hann ekki bara við þá í síma ? Nú síðast er verið að orða okkur við Frenkie De jong hjá barca. Það væri ekki slæmt, eða taka Isak og ræna honum af arabacastle.
    Vörnin þarf allavega að hreinsa upp skítinn eftir sig undanfarið og drullast til þess að mæta í leikinn og halda hreinu.
    Málið með Trent er að við höfum ekki back up fyrir hann núna, drengurinn verður að fara að verjast, og núna væri gott að hafa Neco fyrst að guttinn frá Aberdeen er meiddur. Klopp getur kannski platað Keita inná Dortmund og fengið einhver frá þeim í staðinn, ekkert endilega Bellingham, enda hefur hann ekkert verið að heilla mig rosalega undanfarið.
    FSG, drullist til þess að bakka HERR KLOPP upp ! ! ! ! TVO MIÐJUMENN……OG 10 SJÚKRAÞJÁLFARA !!

    3

United 2, Liverpool 1. (Skýrsla uppfærð)

Dregið í Meistaradeildinni