Gullkastið – óvænt gluggaendalok

Leikmannaglugginn endaði á óvæntan hátt, við náðum í a.m.k. einn alvöru leikmann og vorum að slást um einn efnilegan.

Maggi og Steini settust niður í fjarveru Einars, skoðuðu leikmannagluggann hjá LFC og öðrum liðum auk þess að líta til Cardiff leiksins.

Spjallarar: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 366

8 Comments

  1. Batakveðjur til Einars ! Diaz mjög flottur leikmaður, Carvalho kemur bara í sumar. Svona gerir LFC þetta bara, sem er frábært. Við vitum ekkert, síðan bara BÆNG !

    6
  2. Ég ætla alla vega að merkja við 23. apríl. Þá á Lampard að koma í heimsókn til okkar. Hvar verður Everton í töflunni þá? Hvernig bregðast hinir bandbrjáluðu Everton stuðningsmenn við ef liðið þeirra tapar fyrir rauða hlutanum? Og aðalspurningin: verður Lampard ennþá þjálfari bláa liðsins eftir þessa þrjá mánuði sem eru þangað til? Tune in….

    ps.
    Grútfúlt að missa af Carvalho en rosalegur spenningur fyrir Luis Díaz!

    1
  3. Það hljómar nú allt eins og það sé klárt að Carvalho komi þá bara í sumar (hann hefði hvort eð er ekki komið fyrr en þá vegna láns til Fulham út leiktíðina)

    Annars er ég sáttur.

    3
  4. Er sammála að ég held að Carvalho komi í sumar en það sem maður tekur út úr þessum glugga er að ég held að Sadio Mane fari til PSG í sumar víst að Mbappe fer til Real Madrid. Mane mun ekki sætta sig við að Mo Salah fær hörkusamning og því held ég að þeir hafi ákveðið fórna honum og keyptu Diaz í hans stöðu sem átti að gerast næsta sumar. Liverpool mun ekki hækka launin hjá Mane.

    1
    • Fyrst að Mbappe fer til RM í sumar þá þarf Liverpool að vinna Meistaradeildina í sumar til að sýna Mane hvar grasið er grænna… og þá fer hann hvergi. Það er næsta víst.

      2
  5. Takk fyrir þáttinn, Maggi og Steini! Eina podcastið sem ég hlusta alltaf á.

    Langar að skjóta inn útskýringu á bombum og rakettum í bakgrunni í upptökunni hjá Magga: það voru áramót í Kína í gær. Nötraði líka allt hér í 105 hjá mér. En semsagt: í dag hefst ár TÍGURSINS!
    .

    4

Gluggadagur: Liverpool ekki hættir á markaðnum? UPPFÆRT

Fimm fræknu