Lovren sagður nálgast

Meira en nóg að gera í slúðrinu og það nýjasta kemur frá Króatíu þar sem fjölmiðlar þar halda því fram að Dejan Lovren gangi til liðs við Liverpool í dag eða á morgun fyrir €20m.

Tökum þessu auðvitað með fyrirvara en króatíski blaðamaðurinn Alexander Holiga henti þessu á twitter áðan og sagði þann sem skrifaði fréttina nokkuð traustan. (Holiga var mikið að forvitnast um Ísland og landsliðið fyrir leiki Íslands og Króatíu). Lovren til Liverpool eru svosem ekki nýjar fréttir en mögulega er það mál eitthvað nær niðurstöðu.

Loic Remy ætti svo að klárast í næstu viku líka fyrir £8m. Förum betur yfir hann þegar búið er að staðfesta þann díl.

Isco er orðaður við Liverpool í dag (ásamt Di Maria) en enn sem komið er (að ég held) á miðlum sem við tökum við afar miklum fyrirvara.

Fabio Borini fór síðan með liðinu til USA sem setur stórt spurningamerkið við brottför hans frá Liverpool þrátt fyrir gott boð Sunderland í kappann.

40 Comments

  1. Er maður geðveikur ef maður vill fórna sumarfríinu og spóla áfram fram til 16. ágúst?
    Bara til þess að sleppa við silly seasonið.

  2. isco er alveg málið… tel alveg vera hægt að nota hann…

    og þetta mál með borini…. síðast þegar liverpool ætlaði að láta eitt stykki henderson fara… uppí bobby zamora minnir mig.. þá neitaði hann og í dag er hann orðinn einn af máttarstólpunum í liðinu…

    ef borini vill ekki fara þá er það bara gott mál og það sýnir að hann er tilbúinn að berjast..

  3. Afhverju sótti Rodgers ekki bara um hjá Southampton? Á að tæma leikmannalagerinn þaðan?
    Erum búnir að spreða og spreða í sumar án þess að fá leikmann sem maður er sannfærður um að muni styrkja liðið. Hvernig væri að klára kaup á heimsklassaleikmanni fyrir Luis Suarez?

  4. Isco er nátturulega frábær leikmaður. Sé samt ekki fyrir mér að hann sé tilbúinn að yfirgefa Madrid eða Spán á annað borð svo auðveldlega.

    Remy er svo flott sóknarviðbót og ef slúðrið um Lovren er rétt þá tel ég að einhver hafsent yfirgefi klúbbinn (annar en Kolo þ.e.)

    Stórfurðulegt þetta allt með Borini… skil svosem vel að hann vilji vera hjá Liverpool þar sem að meistaradeild er í boði en að mínu mati á hann ekkert erindi í byrjunarliðið hjá okkur og líklegast með komu Lallana, Markovic og Remy (hugsanlega) fellur enn aftar í goggunarröðina. Svo ekki sé minnst á að ungir leikmenn eins og Suso og Ibe eru betri ásamt auðvitað Sturridge og Lambert.

    14m er frábært verð, vertu sæll Herra Borini!

  5. Loksins að koma varnarmaður. Maður er orðinn frekar þreyttur á öllu röflinu um að kaupa 100m punda sóknarmann meðan liðið er með einhverja verstu vörn deildarinnar. Þekki ekki Can nógu vel til að geta sagt um það en meðan miðjan er eins sóknarsinnuð og okkar (og vörnin þar af leiðandi jafn illa vernduð) þýðir ekki að hafa áhugamenn í vörninni. Lucas er búinn (því miður) sem og Toure, Skrtel og Johnson eru einfaldlega lélegir í fótbolta. Agger, Enrique og Flanagan eru í besta falli góðir upp á breidd.

    Ef Lovren kemur erum við með komnir með örugga byrjunarliðsmiðverði en ef það verður ekki bæting á Enrique-Johnson í bakvörðunum getum við held ég gleymt þessum efstu fjórum sætum, Bertrand-Johnson jafnvel enn verra. Rodgers hefur verið snöggur að losa sig við draslið í liðinu, jafnvel það sem hann keypti sjálfur og það kann ég mjög vel við. Því skil ég ekki afhverju leikmaður eins og Johnson, einhver versti bakvörður deildarinnar, spili ennþá fyrir þetta lið. Finnst hann svo slæmur að á þessum tímapunkti myndi mér finnast hrein skipti á honum og Hibbert góður díll.

    Bakverði næst takk (EKKI BERTRAND!), nenni ekki +50 mörkum á okkur og stressi í stöðunni 3-0 aftur næsta tímabil.

  6. Voðalega eru allir neikvæðir í garð Glen Johnson. Hann á vissulega sína slæmu daga (eins flestir) og er sterkari fram á við en inn á milli er hann einn besti bakvörður í deildinni. Spörum stóru orðin, glasið er halffullt og menn geta hlatt aig yfir því að liðið náði 2. sæti í fyrra þrátt fyrir alla veikleika s.s. Flanagan, Skrtel og co. Lovren virðist grjótharður leiðtogi í vörnina svo eigum við ekki bara að beina umræðunni í jákvæðan farveg ????

  7. klára Remy , Lovren og Moreno þa er maður mjog ánægður með gluggann en ekki væri leiðinlegt ef að eitt stórt nafn kæmi likaeins og Isco eða Di Maria 🙂

  8. Mikið svakalega líst mér vel á Dejan Lovren. Ekki bara útaf hæfileikum hans sem varnarmanns, sem eru þónokkrir, heldur sást vel á síðasta tímabili hvað okkur vantar foringja í vörnina, einhvern sem stjórnar línunni og öskrar menn áfram. Ég held að við munum sjá leikmann eins og Sakho njóta mjög góðs af því að spila við hlið Lovren í stað Skrtel. Þó Skrtel sé vissulega ágætur þá er hann ekki þessi týpa sem stjórnar vörninni eins og t.d. Jamie Carragher gerði.

  9. Las einhversstaðar í gær að Borini hafi hafnað Sunderland og villa hann víst sanna sig hjá Liverpool

  10. nú er talað um Zakaria Bakali fra PSV.. var að skoða þann dreng a youtube og eg segi bara JÁ TAKK 🙂

  11. “áreiðanlegan” Babu…sorrí fyrir að vera picky en þú ert of góður penni fyrir svona mistök.

    Innsokt Babu: Djöfull, búinn að laga, takk fyrir þetta.

  12. Svo sem ekkert nýtt en þetta var að detta inn hjá Tony Barrett

    Published 1 minute ago
    Liverpool are hoping to complete three more signings this week after significant progress was made in their moves for Loïc Rémy, Divock Origi and Dejan Lovren over the weekend.

    Rémy is due to fly to Boston today to have a medical and join the Liverpool squad at the start of their pre-season tour of the United States. A fee of £8 million has been agreed with Queens Park Rangers for the forward, whose imminent arrival marks the end of Liverpool’s brief pursuit of Wilfried Bony from Swansea City.

    Origi has informed Liverpool that he wishes to join them and provision has also been made for the Belgium forward to travel to Boston.

    Liverpool will pay Lille up to £9.8 million for Origi, who was also the subject of strong interest from Tottenham Hotspur, and the 19-year-old will remain at the French club on loan next season before moving to Anfield in 2015.

    Liverpool’s pursuit of Lovren also appears to be drawing to a conclusion with indications from Southampton that they are ready to accept the club’s £20 million offer for the defender.

    Fabio Borini’s future remains unclear after he travelled to the US despite Sunderland having a £14 million offer accepted for the Liverpool forward.

  13. Viðar skjoldal 20.07.2014 at 21:37
    nú er talað um Zakaria Bakali fra PSV.. var að skoða þann dreng a youtube og eg segi bara JÁ TAKK 🙂

    ….

    Assaidi leit nú virkilega vel út á youtube 🙂

  14. Sæl og blessuð.

    Rigning hér og rigning þar. Rignir inn nýjum nöfnum og brátt þurfum við aðdáendur að skipta út veggspjöldum í svefnherbergjum og á skrifstofum. Víst verður tregi að taka niður kanínutenntan nafna minn, beint fyrir ofan höfðagaflinn á hjónarúminu, en að því hlýtur þó að koma. Óskandi væri að fá einhvern ærlegan þangað í staðinn. Skemmst er þó frá því að segja að enginn sá sem sillísíson-rigningin hefur skolað niður, verðskuldar þann heiðursess.

    Gleymum því ekki að bestu varnarmenn s.l. móts voru oftar en ekki í fremstu víglínu. Ógnin af framlínumönnum okkar var slík að mótherjar lögðu vart í fullan fart fram, af ótta við niðulægjandi úrslit en þau voru allmörg eins og við munum. Nú þegar ekki þarf lengur að skelfast langsendingar fram þar sem nafni og co. biðu, nötrandi af markgreddu, verður þunginn enn meiri á vörninni.

    Sókn er besta vörnin og enn bíðum við eftir silfurref eða silfurskottu sem mun a.m.k. geta raðað inn 20+ mörkum á komandi leiktíð í þeirri von að hinn réttsýni Sturridge verði heill og óskaddaður og skori annað eins.

    Að þeim orðum sögðum þá hljótum við líka að óska eftir flottum fúllbökkum, tek undir efasemdir um ágæti Jónssonar og Jósefs Hinriks. Svaðalega væri nú gaman að fá snöggar rakettur sitt hvoru megin vængjanna sem gætu gefið hinum ungu Kútinjó og Sterling byr undir báða!

    Meiri rigningu, takk!

  15. Danni nr 15

    eg veit að Assaidi leit mjog vel ut a youtube eins og Bakkali, flestir líta vel ut a youtube reyndar en Assaidi var 23 ara þegar hann kom til okkar og engin vissi hver hann var en Bakkali er 18 ara og talin svakalegt efni og eg er mjog spemntur fyrir honum..

  16. Remy,Lovren og Isco, síðan einn bakvörð þá er ég orðin saddur :-), Di Maria í eftirrétt kannski 🙂

  17. Likur að nyr leikmaður meiki það i Liverpool a næstu leiktið

    Lallana 75% frekar dyr en ungur með reynslu
    Markovic 50% veit ekkert um hann en kostaði helling
    Remy 25% franskir framherjar eiga ekki upp a pallborðið
    Lambert 25% cult varamaður kannski nothæfur
    E.Can 25% mikil samkeppni a miðjuna
    Lovren? 75% gæti orðið byrjunarliðsmaður
    Moreno? 90% vantar vinstri bakvorð

  18. Helginn #19. Lallana ungur? Maðurinn er 26 ára, telst varla sem ungt á fótboltamáli þótt það sé kannski ekki hár aldur

  19. Remy 25% franskir framherjar eiga ekki upp a pallborðið

    upp á hvaða pallborð? Hjá Liverpool eða enska boltanum???

    Remy átti gott síðasta tímabil í enskaboltanum ef þú ert að tala um það
    svo vill ég minnast á að Cantona og Henry eru báðir franskir.

    held að það sé ógjörningur að spá fyrir hvað af þessum mönnum meiki eitthvað

    ef Lucas fer til Napoli þá er Gerrard eina samkeppnin sem E.Can þarf að berjast við þarna aftast á miðjuni og ég get alveg sagt það strax að ég perssónulega varð mjög ánægður með þau kaup ég hef aðeins horft á þennan strák spila fótbolta hann meikar alveg séns í þessari íþrótt.

  20. Væri Lovren nógu fínn fyrir tuðarana ef hann kæmi frá Barcelona, Real Madrid eða Juventus? Minni á að Sami Hyypia kom frá Willem II.

  21. Alltaf spennandi að fylgjast með þessum leikmannamarkaði. Það er hinsvegar ljóst að liðið verður töluvert breytt þegar deildin fer af stað á nýjan leik. Reyndar breyttist liðið mikið við brotthvarf Suarez en auk þess eru komnir inn nýjir menn sem eru ekki ennþá búnir að sanna sig fyrir Liverpool þrátt fyrir að vera spennandi hver á sinn hátt. Brendan þarf hinsvegar að ná þessu “nýja” liði saman sem fyrst því baráttan um titilinn hefst með fyrsta leik.

  22. Ég verð að vinurkenna að ég hef ekki séð mikið til Lovren nema á þúvarpinu en hann lookar ansi vel á því og virðist vera fær með boltann og hörku tæklari.
    En væri hann að fara að spila með Sakho eða Skrtel í vörninni ?

  23. Eg held að Lovren styrki byrnunarlið og muni spila með annaðhvort Skrtel eða Sakho, eg er mjog spenntur fyrir Lovren.

    Eg er líka mjog spenntur fyrir Bakkali.

    Origi er ungur og verður abyggilega lánaður strax og kannski er það leikmaður sem verður frábær.

    Remy er leikmaður með flotta tölfræði i deildinni eða 20 mork i 40 leíkjum i úrvaldeildinni sem er mark í öðrum herjum leik sem þykir mjög flott, Bony var minnir mig með 16 mörk í 34 leikjum í fyrra sem er líka mark i öðrum hverjum leik en munrinn sa að Remy kostar 8 milljonir en Bony 20 svo kaupin á Remy lúkka mjog flott fyrir mer.

    þó að eg elski Enrique og finnst hann frábær þegar hann er í lagi og se fáa slá hann utúr byrjunarliði þa getum við ekki treyst á hann og vantar vinstri bakvörð, ég held í ljósi þess að við stálum ekki Ben Davies fra Swansea að þa munum við klára Moreno sem mer lyst mjög vel á.

    Hópurinn eftir þessi kaup er orðinn miklu breiðari og sterkari en í fyrra þrátt fyrir að kannski Lucas og Agger fari sem þo er ekkert víst að gerist.

    hver veit svo hvort Isco faist á láni eda eitthvað annað dæmi dúkki upp síðar i glugganum.

    eg óttast heldur ekki að kaup okkar manna floppi eins og kaup Tottenham í fyrra því Rodgers er að kaupa leikmenn með reynslu af ensku deildinni öfugt við Tottenham i fyrra. Rodgers veit nákvæmlega hvað hann er að gera held eg.

    Eg er allavega að drepast ur spenningi fyrir fyrsta leik i agúst og lyst hrikalega vel a þetta allt saman 🙂

  24. Fáum króatan inn og Agger út, það yrði bara snilld, skemmir svo mikið stöðuleikan í vörninni að vera með Agger, alltaf meiddur og á of háum launum.

  25. Mér fannst nú Lovren öflugur með Króötum á HM. Með hann og Sakho í öftustu línu, þá er ég sáttur. Sakho á eftir að binda saman vörnina. Hann var nú einu sinni fyrirliði PSG og er hann ekki einn af varafyrirliðum franska landsliðsins?

    Annars finnst mér kaupin hjá Brendan/Liverpool búin að vera mjög góð. Komnir eru fjórir leikmenn, sem gera tilkall í byrjunarliðið. Og miðað við slúðrið í dag er líklegt að fjórir aðrir komi í vikunni (þar af tveir sem fara örugglega strax aftur í lán). Þá sýnist mér að tvenn til þrenn kaup vera eftir, þar af ein “marquee” kaup.

    Síðan er spurning hverjir fara áður en tímabilinu líkur: Borini, Toure, Agger, Lucas. Vona þó að Liverpool haldi Agger og þá sérstaklega Lucas.

  26. það er búið að staðfesta að Iago Aspas er farinn á láni til Sevilla. Ég batt ágætar vonir við hann í fyrra en hann týndist yfirleitt þegar að hann kom inná. Ekki það að hann fengi mörg tækifæri. En það er greinilegt að ef að menn standa sig ekki strax þá eru þeir lánaðir eða seldir. Ekkert kjaftæði.

  27. Byrjunarliðið næsta tímabil m.v. að þessi signing verði að veruleika sem talað er um (Origi, Remy og Lovren)

    Mignolet
    Johnson – Lovren – Sakho – “Nýr vinstri bak”

    Gerrard – Henderson
    Markovic Coutinho Sterling
    Sturridge

    Bekkur: Reina, Enrique, Can, Skrtel, Lallana, Ibe (alveg viss um að hann pulli Sterling á þetta), Remy,
    Utan bekksins: Lucas, Agger, Flanagan, Lambert, Brad Jones, Allen, Toure, Suso,

    Svo eru fleiri ungir leikmenn sem ég tel að ekki þurfi að telja upp. Tel að Borini, Coates og Assaidi fari og mér finnst ekki ólíklegt að Ilori verði lánaður aftur.

    Það er einfalt að sjá hversu miklu sterkara þetta lið er! Ég kem ekki sterkum mönnum eins og Lallana beint inn þar sem Henderson á svo skilið að halda sínu sæti! Ef við myndum svo bæta við manni eins og Isco þá værum við svo sannarlega að tala saman!! En ég tel samt að við munum kaupa vinstri bak og hann komi á undan Enrique og Flanagan.

    Djefull er maður að verða spenntur!!!

  28. Mer finnst thessir menn sem vid erum ad verzla ekki mikid til ad baetta lidid. Erum aldrei ad keppa um storu bitana. In vonandi rangt hja mer

  29. Ég verð að viðurkenna að ef Lovren er að koma ásamt Origi og Remy ásamt hinum sem komnir eru, er ég ekkert að farast úr gleði. Þessir leikmenn eru ekkert að hreyfa neitt við mér en ég hef þó trú á að Rodgers viti hvað hann er að gera.

  30. skil ekki af hverju Liverpool reynir ekki að fá Mats Hummels. Væri miklu meira til í hann en Lovren

  31. Skil ekki menn sem að eru að koma hingað inn og væla yfir því að liðið sé ekki að kaupa nægilega sterka leikmenn eins og í t.d. Lovren. Lovren er einfaldlega heimsklassa miðvörður sem að er mikill leiðtogi og gerir lítið af misstökum. Þetta er byrjunarliðsmaður í Króatíska landsliðinu sem er gríðarlega sterkt og voru þeir óheppnir að komast ekki uppúr sínum riðli á HM. Sé ekkert nema jákvætt við það að fá grjótharðan Króata í vörnina hjá okkur fyrir næsta tímabil. Þessi kaup eiga eftir að styrkja liðið gríðarlega fyrir komandi átök í deildinni. Ég fór á einn leik á Anfield síðasta vetur og var það einmitt gegn Southampton þar sem að Lovren var besti maður vallarins. Sóknarmenn Liverpool komust lítt áleiðis gegn mjög sterkri vörn Southampton með Lovren fremstan í flokki (reyndar var Suarez ekki með).

    Einnig er Remy búinn að vera öflugur í ensku deildinni síðan hann kom þangað inn. Ég er viss um að hann eigi eftir að reynast liðinu gríðarlega vel og er Rodgers í raun að kaupa hann sem back up fyrir Sturridge. Hann er ekki að hugsa hann inn fyrir Suarez. Sturridge hefur í gegnum tíðina verið gjarn á að meiðast og vera frá í nokkra mánuði. Þetta eru því gríðarlega skynsamleg kaup hjá Rodgers. Á köflum í fyrra fannst mér þessi leikmaður vera meira og minna að bera uppi sóknarlínu Newcastle sem kom berlega í ljós þegar Remy meiddist. Þegar hann var frá gekk þeim mjög erfiðlega að skora mörk. Það að fá þennan leikkmann á 8,5 milljónir punda er einfaldlega frábært. Það er líka ekki að ástæðulausu að lið eins og Arsenal hafa viljað fá hann í sínar raðir.

    Ég skil einfaldlega ekki við hverju menn eru að búast hér varðandi kaup á leikmönnum.

  32. #35 Menn vilja bara Fá Messi, Ronaldo, Neymar, Rodriguez og einhverjar FM gæja…

  33. #36 Haukur Heiðar.

    “Menn vilja bara Fá Messi, Ronaldo, Neymar, Rodriguez og einhverjar FM gæja…”
    Hvað hefuru fyrir þér í því þótt menn vilji ekki Lovren þá vilji menn bara fá þessa sem þú nefnir og einhverja FM-gæja?

    Ég spila ekki FM, ég vil ekki Lovren heldur Hummels einfaldlega vegna þess að ég tel Hummels betri leikmann.

    Ef Lovren kemur þá er það hans að sanna minar efasemdir um manninn.

  34. Er ekkert bara að tala um Hummels, það er bara alltaf.. alveg sama hver er keyptur og ef það eru ekki bestu leikmenn í heimi þá eru menn ósáttir. En t.d með Lovren, þá er mjög góður centerback… Hummels er það líka.

  35. Af hverju kaupum við ekki bara Ronaldo. Hvaða fokk**gs metnaðarleysi er þetta?!?!

Remy inn, Borini út

Stevie hættur með landsliðinu